Gamli Þingvallavegur – Sæluhús; skilti

Gamli Þingvallavegur

Í nýenduruppgerðu og -vígðu sæluhúsi við Gamla Þingvallaveginn á Mosfellsheiði eru tvö upplýsingaskilti. Annað er um „Mosfellsheiðarvegi“ og hitt „Hús sælunnar„. Á þessum skiltum má lesa eftirfarandi:

Hraunið brann og rann til strandar

Mosfellsheiði

Borgarhólar.

Mosfellsheiði er dyngja sem rís hæst í Borgarhólum (410 m.y.s.). Á hlýskeiðum ísaldar rann svonefnt Reykjavíkurgrágrýti frá heiðinni alla leið til sjávar, allt frá Hafnarfirði og upp í Kollafjhörð. Nyrstu leifar þess eru á Brimnesi, á milli Kollafjarðar og Hofsvíkur á Kjalarnesi, en hraunið er einnig að finna í Gróttu og eyjunum á Kollafirði. Mesta þykkt þess hefur mæslt í Árbæ (80 m.y.s.) og í Öskjuhlíð (70 m.y.s.).

Fótspor og hófaför mörkuðu slóð

Gamli Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegur 2025.

Í aldanna rás áttu margir leið um Mosfellsheiði, þar er að finna fjölda þjóðleiðia, um þær fóru gangandi og ríðandi vermenn, bændur í kaupstaðaferðum, erlendi ferðamenn og fólk á leið til og frá Alþingi á Þingvöllum. Fótspor og hofaför mótuðu þessar leiðir um aldir svo ur varð heilt vegakerfi um gervalla heiðina, við þær voru hlaðnar vörður sem urðu samtals um 800 talsins, þær eru flestar hrundar.

Óboðlegt fyrir menn og hesta

Gamli Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegur – skilti í nýuppbyggðu sæluhúsinu.

Heiðarleiðarnar voru misgóðar eftir árstíma, veðri og snjóalögum og stundum svo erfiðar yfirferðar að þær voru vart mönnum og hestumbjóðandi. Séra Jens Pálsson á Þingvöllum lýsti óviðunandi ástandi á Mosfellsheiði í blaðinu Ísafold árið 1881: „…zumstaðar er vegurinn órfærð urð, og grjótið svo þjett, að varla er nægilegt bil handa hestfætinum á milli steinanna. Þegar aptur á móti rignir, þótt eigi sje lengur en enn dag eð atvo, blotnar leirmoldin og treðst upp, og myndast þá leirleðjupollur innan um stórgrýtið, má þá vegurinn teljast ófær, jafnvel fyrir lausríðandi mann. Þó er enn verri meðferðin á hestunum þegar þeir eru reknir um slíkanveg með þyngsla-klyfjum, t.d. með borðviðardrögum á haustdegi opt í stormi eða regni, þá er viðbjóðslegt að sjá skepnurnar hrekjast fyrir storminum tilog frá um ófæru þessa…“.

Beinn og breiður vegur

Gamli Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegur – skilti í nýuppbyggðu sæluhúsinu.

Seint á 19. öld urðu tímamót í samgöngusögu Mosfellsheiðar. Þá var hestvagnavegur lagður frá Geithálsi við Suðurlandsveg þvert yfir heiðina og austur til Þingvalla, um 33 kílómetra vegalengd. Vegurinn var tímamótamannvirki á sinni tíð, beinn og breiðuur og upphlaðinn á köflum. Um 100 vörður voru hlaðnar meðfram veginum, brýr voru byggðar og vegræsi lögð. Verkinu lauk árið 1896 með smíði brúar yfir Drekkingarhyl á Þingvöllum.

Gamli Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegur – nýuppgert sæluhúsið framundan.

Sama á fór maður á reiðhjóli í fyrsta skipti eftir þessum nýja Þingvallavegi og var hann fimm klukkustundir á leiðinni.
Í nokkra áratugi var vegur þessi sá greiðasti yfir Mosfellsheiði, hér fór Friðrik VIII Danakonungur um með föruneyti sínu árið 1907, séstakur konungsvagn var með í för en konungur vildi heldur fara ríðandi yfir heiðina. Um þetta leyti var bílaöld að renna upp á Íslandi og fyrsti bíllinn fór hér um árið 1913.

Nýr vegur gerist gamall

Gamli Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegur 2025. Fallin varða t.v. Ekkert er minnst á hinn forna Þingvallaveg skammt norðar um Seljadal. Á þeirri leið var og sæluhús, mun eldra en sæluhúsin í Molbrekkum.

Árið 1910 voru þúsund ár liðin frá stofnun Alþingis og efnt til mikillar hátíðar á Þingvöllum, þá var ráðist í vegagerð úr Mosfellsdal og alla leið til Þingvalla, á svipuðum slóðum og Þingvallavegurinn (nr. 36) liggur nú á dögum, 30-35 þúsund manns komu á Alþingishátíðina sem var um þriðjungur þjóðarinnar. Bæði nýi og gamli Þingvallavegurinn voru notaðir yfir hátíðadagana til að liðka fyrir bílaumferð. 14 árum síðar stofnuðu Íslendingar lýðveldi á Þingvöllum, þá var hestvagnavegurinn frá árinu 1896 lagfærður í því aygnamiði að ökuþórar gætu nýtt sér hann á leiðinni til baka til Reykjavíkur. En himnarnir fögnuðu hinu nýstofnaða lýðveldi með úrhellisrigningu, vegurinn kiknaði undan bílabyrðinni og ljóst að dagar hans sem akvegur voru taldir. Hann varð því gamann fyrir aldur fram og gengur undir nafninu Gamli Þingvallavegurinn nú á dögum. Vegurinn hefur síðustu aratugina verið notaður sem göngu-, hjóla- og reiðleið og hefur mikið varðveislugildi.

Sæluhús í tímans rás

Gamli Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegur – nýuppbyggt sæluhúsið.

Sæluhús hafa verið byggð á Íslandi síðan á miðöldum, þá var fólk hvatt til að greiða götu ferðafólks og vegfarenda, sjálfu sér til sálubótar. Nokkur sæluhús voru reist á Mosfellsheiði og í grennd við hana, eitt undir Húsmúla skammt frá Henglinum, húsið var þekkt fyrir reimleika, enda kallað Draugakofinn. Það sæluhús var aflagt á 19. öld og nýtt hús byggt á Kolviðarhóli þar í grenndinni. Annað sæluhús var reist í Moldbrekkum á norðanverðri Mosfellsheiði um miðja 19. öld. Ekki komust allir til byggða eða í sæluhús sem fóru yfir heiðina, til dæmis urðu sex vermenn þar úti snemma í marsmánuði árið 1857.

Gamli Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegur – nýuppgert sæluhúsið.

Blómaskeið sæluhúsanna á Mosfellsheiði var á ofanverði 19. öld þegar allt að fimm sæluhús voru til staðar á heiðinni og í grend við hana. Einnig leitaði fólk gistingar á bóndabæjum, til dæmis í Elliðakoti og Miðdal í sunnanverðri Mosfellsveit, á Kárastöðum í Þingvallasveit og á Kolviðarhóli. Á Kárastöðum og Kolviðarhóli var gistiþjónusta um skeið og einnig í Valhöll sem reist var á Þingvöllum árið 1898.

Grágrýtið stendur tímans tönn

Gamli Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegur – nýendurbyggt sæluhúsið. Á skiltatexta er getið um jarðlæga tóft austan (h.m.) við húsið. Um er reyndar að ræða leifar af eldra sæluhúsi með framanverðan brunn. Til eru myndir af sæluhúsinu í heiðinni á meðan var.

Sæluhúsið sem hér stendur var byggt um 1890 úr tilhöggnu grágrýti héðan af heiðinni. Þessi hleðslutækni hafði rutt sér til rúms á íslandi ogvar meðal notuð við byggingu Alþingishússins og Hegningarhússins í Reykjavík. Sigurður Hansson (1834-1896) stýrði byggingu sæluhússins sem var 7×4 metrar að utanmáli og hæð undir þakbrún á langvegg var 1.80 metri. Um fimm metra frá austurgafi var jarðlæg tótt sem er 8.50 m x 6.79 m að utanmáli.
Eftir að umferð um Gamla Þingvallaveginn lagðist að mestu niður var viðhaldi sæluhússins ekki sinnt, svo fór að það hrundi undan eigin þunga. Allt hleðslugrjótið var þó á staðnum en timburverk, hurð, gluggar og þak, höfðu orðið fúa, vindi og ryði að bráð.

Margir lögðu hönd á plóginn

Gamli Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegur – nýuppgert sæluhúsið.

Árið 2019 hóf Ferðafélag Íslands að huga að endurbyggingu sæluhússins og lauk þeirri vinnu árið 2025. Margir lögðu hér hönd á plóg með einum eða öðrum hætti sem hér segir… Síðan eru taldir upp alls kyns pótintátar sem litlu mál skipta, en þeirra merkilegri eru þó hleðslumeistararnir Ævar og Örn Aðasteinssynir, sem eiga mikið lof skilið fyrir handverkið.

Súkkulaði og koníak í nesti
Á öðru skiltinu er eftirfarandi frásögn. „Newcome Wright (1184-1955) var enskur lögfræðingur sem kom til Reykjavíkur með skipinu Botníu í apríllok áerið 1914. Líkt og margir erlendir ferðamenn fyrr og síðar vildi hann heimsækja alþingisstaðinn fornar á Þingvöllum.

Gamli Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegur – varða við veginn austan sæluhússins.

Hann arkaði fótgangandi af stað og hugðist ganga nýja veginn frá Geithálsi til Þingvalla, allt gekk slysalaust fyrst í stað en síðan skall á blindbylur. Þá komu vörðurnar við veginn í góðar þarfir, stundum sá Wright sæluhúsið í fjarska, taldi vörðurnar þangað og komst að húsinu við illan leik. Er skemmst frá því að segja að sæluhúsið bjargaði lífi ferðalangsins, hann sagði í viðtali í Morgunblaðinu: „Í húsinu fann ég nokkra heypoka, ég tæmdi þá á gólfið, fór í pokana, hvern utan yfir annan og sofnaði, held ég, í rúma hálfa klukkustund. Að öllum líkindum svaf ég ekki lengur, en þegar ég vaknaði við einhvern hálf leiðan draum, langt uppi á heiðum Íslands, kaldur og svangur, þá vissi ég, að nú væri um að gera að flýta sér niður í byggð. Stormurinn og hríðin úti hræddu mig ekki. Ég ráfaði áfram, jafnt og þétt, sá Þingvallavatnið og komst svo kl. 5-6 um morguninn niður í Almannagjá.“

 

Gamli Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegur – vegvísir við veginn og gatnamót línuvegar millum Nesvallavegar og Bringna.

P.S. Eitt er svolítið skondið! Búið er að stika leið frá Heiðartjörninni við Þingvallaveg upp að sæluhúsinu í Moldbrekkum og áfram að skilti á línuveginum þvert á Gamla Þingvallaveginn millum Nejavallavegar og Bringna, 5.9 km leið. Á skilti við „gatnamótin“, sem er reyndar ekki fær nema jeppabifreiðum (skrifari, ökumaður og göngumaður fór hana samt sem áður alla leið á fjórhjóladrifinni fólksbifreið, reyndar Toyotu,  sem sannaði þrátt fyrir það að ökumaðurinn skiptir jafnan meira máli en ökutækið sjálft). Ökuferðin niður að skiltinu tók u.þ.b. klukkustund, enda betra að fara bæði rólega varlega í mestu grófningunum þegar varadekkið er ekkert.
Gangan frá skiltinu að sæluhúsinu, fram og til baka, tók u.þ.b. 40 mín. Aksturinn frá skiltinu niður að Bringum tók u.þ.b. hálftíma.
1.7 km eru, skv. skiltinu, að sæluhúsinu frá línuveginum millum Nesjavallavegar og Bringna, 5.9 km frá því niður á Þingvallaveg, sem fyrr sagði, og 5.7 km að Bringum.

Gamli Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegur – skilti við línuveginn millum Nesjavallavegar og Bringna.

Óskiljanlegt er með öllu hvers vegna mönnum datt í huga að stika þessa leið, enda hefur viðkomandi þar með tekist það ómögulega, að leggja hana niður frá sæluhúsinu áleiðis að Þingvallavegi, án þess að snetra hið minnsta hina fornu neðanverða þjóðleið vermannanna fyrrum, sem og hið gamla sæluhús við Þrívörður þar skammt austar, landamerki Mosfellssveitar og Grafningshrepps! Svona er Ísland víst í dag…

Sæluhúsið er alltaf opið fyrir gesti og gangandi. Göngum vel um þessar merku menningarminjar.

Gamli Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegur – nýendurgert sæluhúsið innanvert. Ákveðið hefur verið hafa allt húsið á sama gólfi, en fyrrum var í því timburþilpallur að austanverðu fyrir fólk og aðstaða fyrir hesta í því vestanverðu.  Ólíklegt er að hestum verði boðið þangað inn í framtíðinni, enda sæluhúsið einungis ætlað sem „hús sælunnar“…