Ómar Smári – afmæliskveðja
„Félagi minn og FERLIRsfélagi, Ómar Smári Ármannsson, á stórafmæli í dag, 20. ágúst. Hann fæddist á sólríkum föstudegi um miðja síðustu öld. Hann ólst frjáls upp í fjörum Grindavíkur, en lenti í bílsslysi fimm ára gamall þar í miðjum bænum og þurfti að liggja á Landsspítalanum, mjaðmagrindarbrotinn, í u.þ.b. sex mánuði.
Með einstökum dugnaði tókst honum með hækjustuðningi að læra að ganga á ný með undarverðum árangri. Sex ára var hann kominn upp á Þorbjörn án stuðnings.
Við félagarnir höfum síðustu áratugina gengið um Reykjanesskagann þveran og endilangan – nánast skoðar sérhvern fermetra. Bæði ferðirnar og allar þær merku uppgötvanir sem gerðar hafa verið hafa bæði veitt okkur sem og öllum öðrum meðfylgjandi mikla ánægju. Áður óþekktar uppgötvanirnar á leiðum okkar eru ótæmandi. En þrátt fyrir samveruna, nálægðina, öll þessi árin áttaði ég mig á því að ég þekkti þennan annars stórmerkilega mann bara ekki neitt, sem upplýsti mig um hversu lítillátur hann hefur verið um sjálfan sig í gegnum tíðina. En eftir allmörg viðtöl við systkini, vini, frændur, frænkur og samstarfsfólk í gegnum tíðina kom m.a. eftirfarandi í ljós (hann kemur eflaust til með að afneyta einhverju eða jafnvel öllu).
Ómar er fæddur Grindvíkingur og á því ekki langt að sækja dugnaðinn og seigluna, barnabarn Árna í Klöpp, síðar Teigi í Grindavík og Ingveldar frá Þorbjarnarstöðum í Hraunum sunnan Hafnarfjarðar.
Sex ára fluttist hann með systkinum og móður til Hafnarfjarðar og vann þar við blaðaútburð frá 7 ára aldri; bar t.d. út MBL, Alþýðublaðið, Tímann og Þjóðviljann, öll blöðin samtímis, allt til 11 ára aldurs.
Við uppskipun úr togurum starfaði hann á gagnfræðis- og menntaskólaárunum þegar færi gafst frá námi í í Flensborg, auk sumarstarfa hjá Áhaldahúsi Hafnarfjarðabæjar.
Fyrsta hálfa 7. árið árið stundaði hann nám í barnaskóla Lækjarskóla, en fluttist upp í Öldutúnsskóla eftir ármótin þar sem frábærir kennarar tóku á móti honum. Í ellefu ára bekk hallaði undan fæti þar sem honum og kennaranum linnti ekki sem skyldi. Í tólf ára bekk fékk hann nýútkrifðan kennara, sem síðar varð skólastjóri Flataskóla í Garðabæ, með þeim árangri að hann varð efstur í sínum árgangi það árið. Í Gagnfræðiskóla Flensborgar dafnaði drengurinn enn frekar undir góðri leiðsögn, ekki síst húsvarðarins Páls Þorleifssonar. Ómar varð Inspector Scholae mótatkvæðalaust og tilnefndi t.d. sjálfan sig jafnframt sem formaður árshátíðarnefndar það árið – þar sem enginn virtist hafa haft áhuga á að taka starfið af sér. Árshátín tókst með miklum ágætum. Í lok skólaársins ákvað nemendaráðið að ráðstafa tekjum þess í að gefa skólanum nýtt hljóðkerfi í sameiginlegan sal.
Vorið 1974 sótti Ómar um sem afleysingarmaður hjá Lögreglunni í Reykjavík – daginn eftir stúdentsprófið frá Menntaskólanum í Flensborg (þar sem hann var m.a. Inspector Scholae síðasta árið, ritstjóri skólablaðsins Draupnis og formaður árshátíðarnefndar).
Hann starfaði sumarið eftir sem afleysingamaður í lögreglunni með nokkrum þeim skrautlegsutu karekterum, sem hver og einn nýr starfsmaður gæti ekki annað en lært margt af. Sú saga er saga út af fyrir sig.
Um haustið sótti Ómar um í lögfræðideild HÍ og sat þar þar hundleiður um veturinn, eða eins og hann sjálfur komst að orði: „Þvílíkt torf (með fullri virðingu fyrir heilbrigðri skynsemi; hlustandi á Gunnar Scram, Guðrúnu Erlendsdóttur og Ólaf Jóhannesson þylja upp lagagreinar framan við auða töflu fulla af annars lítt áhugasömu gapandi fólki um hin ýmsu réttaráhrif íslenskra laga og reglugerða“, auk þess sem verkamannalaun erfiðis sumarsins höfðu ekki einu sinni náð að fjármagna vitleysuna vegna stighækkandi bensínkostnaðar.
Vorið eftir sótti hann um auglýst afleysingastarf hjá Lögreglunni í Reykjavík, og fékk.
Þann 1. júní árið 1975 byrjaði hann á ný sem afleysingarmaður í lögreglunni í Reykjavík – á næturvakt B-vaktar Magnúsar Magnússonar, aðalvarðstjóra. Magnús var einstakur maður og frábært fólk var þar að störfum. Eftirminnilegasti okkar manni voru þó „allir gamlingarnir er leiddu leiðsögn nýliðanna af fenginni reynslu – milli spila- og skákrauna þeirra á kvöld- og næturvöktum, án þess þó að leggja mikið að mörkum. Nýliðarnir fengu því þess fleiri tækifæri til að læra þess meira af ríkulegri starfsreynslu; önnuðust eftirlitið, fóru í öll útköllin og þurftu að skrifa allar skýrslurnar á margföldum hraða í framhaldinu. Þessu ánægjulega erfiði fylgdi mikil reynsla á skömmum tíma“.
Ómar lét af störfum um haustið, enda til þess ætlast af „afleysingarmönnum“ þess tíma. Vorið eftir sótti hann enn og aftur um sem „sumarafleysingamaður“ í lögreglunni – og fékk.
Hann starfaði sem fastráðinn lögreglumaður í almennu deild Lögreglunnar í Reykjavík frá 1. júní 1976 – þar af m.a. sem starfandi á fjarskiptamiðstöð, síðan í Slysarannsóknardeild um skeið sem og í Umferðardeild, m.a. með þjálfun í Þjóðvegavegaeftirliti allt í kringum landið.
Árið 1979 lauk hann prófi frá Lögregluskóla ríkisins 1979 með hæstu einkunn. (Hann rifjaði eftirfarandi upp í stuttu viðtali: „Man eftir því sérstaklega árið áður, þegar nýráðnum lögreglunemum var gert að fara í Lögregluskólann, að mín var þar hvergi getið. Bankaði upp á hjá Bjarka Elíassyni, þáverandi yfirlögregluþjóni á þriðju hinnar fjarlægu hæðar lögreglustöðvarinnar, og spurði hvers vegna minnar návistar væri ekki getið í skólanum það árið. Hann horfði á mig um stund og spurði undrandi: „Ég hélt bara að þú værir búinn með skólann?!“…
Ómar var skipaður lögreglumaður í lögreglu ríkisins 29. febrúar 1980 (í almenn deild Lögreglunnar í Reykjavík. Þar lærðu lögreglumenn meira á einum mánuði en lögreglumenn í öðrum lögregluliðum, t.d. á höfuðborgarsvæðinu, gerðu á einu ári). Þetta var krefjandi, en jafnframt lærdómsríkt, starf fyrir ungan mann. Við erfið aðkallandi úrlausnarverkefni reyndi á lagabókstafinn annars vegar og heilbrigða skynsemi hins vegar; dómgreindin verður aldrei látin í askana. Margar eru sögurnar til af ýmsu, sem aldrei komust á skýrslueyðublöð ritvélanna. Hafa ber í huga að allar lögregluskýrslur þessa tíma voru ritaðar á tvírituð eyðublöð í fingurrituðum ritvélum. Ef slegið var rangt á hnapp þurfti að byrja skýrslugerðina að nýju. Síðar komu rafmagnsritvélarnar til sögunnar með hjálpar-„tippexinu“
Guðmundur Hermannsson hafði gegnt kennslustarfi slysarannsókna í Lögregluskólanum á árunum 1980-1989. Hann ákvað að fela fyrrum nemanda sínum, Ómari, að taka við þessari menntun lögreglumanna alls landsins, er leið að starfslokum hans.
Kennslan í Lögregluskólanum varð ein sú ánægjulegasta á ferli hlutaðeigandi. Hann starfaði við Lögregluskólann um 12 ára skeið samhliða störfum hans í útkallssdeild Slysarannsókna. Svo vel tókst til við kennsluna að einungis einn nemandi var felldur á lokaprófi, enda ekki starfinu bjóðandi.
Ómar var skipaður rannsóknarlögreglumaður í lögreglu ríkisins 15. mars 1980 (rannsóknardeild Lögreglunnar í Reykjavík). Hann sótti námskeið í Lögregluskóla ríkisins fyrir rannsóknarlögreglumenn í maí 1984, lauk þriggja mánaða námi í lögreglu- og stjórnunarfræðum hjá FBI í Bandaríkjunum í des. 1985.
Meginhluti námsins var stjórnun, afbrotafræði, þjálfun, möguleg kólnun, mikilvæg þátttökuvirkjun og uppbyggileg jákvæðrar viðleytni innan löggæslunnar. Námið var undir leiðsögn Háskólans í Virginiu, prófað var á vegum háskólans og gaf námið 16 eininga til háskólanáms. Lauk náminu með ágætiseinkunn. Námið sem slíkt var einstaklega lærdómsríkt. Þarna var nemendum gefinn gostur á að takast á við erfið viðfangsefni á hinum ýmsu og krefjandi sviðum starfans…
Ómar varð félagi í Evrópudeild FBI-NAA (FBI-National Academy Associates). Hann sótti 12 upprifjunarnámskeið á þess vegum um löggæslumálefni líðandi stundar og framþróun á öllum sviðum löggæslunnar á árunum 1985-2005, auk óteljandi funda með hlutaðeigandi um hin og þessi krefjandi málefni líðandi stundar. Ýmis úrlausnarverkefni komu til framkvæmda í framhaldinu, íslensku samfélagi til heilla.
Ómar Smári sá um og annaðist árlega ráðstefnu Evrópudeildar FBI-NA hér á landi 1994. Um var að ræða stærstu samhæfðu löggæsluráðstefnu hér á landi fyrr og síðar. Þátttakendur voru um 160 talsins. Ráðstefnan lukkaðist vonum framar – þrátt fyrir alla erfiðleikana er takast þurfti á við. Ómar hefur jafnan verið fáfróður um hans hlutverk í ráðstefnunni, en þó má lesa á opinberum vefmiðlum stórkostulegar lýsingar, bæði frá aðdraganda ráðstefnunnar og frá ráðstefnunni sjálfri.
Ómar var skipaður aðalvarðstjóri 15. maí 1987 (í Umferðardeild Lögreglunnar í Reykjavík). Hann sótti námskeið í Lögregluskóla ríkisins í radarmælingum í okt. 1987. Hafði þá skömmu áður látið þýða og samhæfa norska kennslubók um „Radarmælingar“ íslenskum aðstæðum í faginu. Sú bók varð lögfræðingum embættisins til mikillar aðstoðar við að fylgja eftir kærum vegna hraðabrota í umferðinni vegna einstakra þrætumála og meðferð þeirra fyrir dómstólum.
Ómar var settur aðstoðaryfirlögregluþjónn í eitt ár frá 1. ágúst 1988 (forvarnadeild Lögreglunnar í Reykjavík). Meginviðfangsefni deildarinnar voru almannatengsl, fíkniefnavarnir, áfengisvarnir, barna- og unglingamálefni, slysavarnir, leyfismál og afbrotavarnir. Starfsfólkið náði m.a. með frábæru starfsfólki annarra stofnanna þeim markmiðum í samhæfingu samskiptastofnana (m.a. Barnaverndarstofu) að hækka og lögbinda sjálfræðisaldurinn við 18. ár, koma á, í samvinnu við þá, opinberri ökurferilsskrá og punktakerfi í umferðarlögum, lögðu tímabundið bann á framhaldsskólaskemmtanir vegna sérstaklega slæms ástands, herfilegrar áfengisdrykkju og slagsmála nemenda (með þeim árangri að fundað var alvarlega um efnið og sáttum náð með skriflegu samkomulagi um ásættanlegra fyrirkomulag). Allt framangreint verður að telja árangur út af fyrir sig í annars kerfissnúnu valdakerfi ríkisins.
Fölmiðlar voru andsnúnir nýjum hugmyndum í þá daga, líkt og nú. Lögreglu tókst þó að samræma mikilvægustu viðhorfin er fólust m.a. í því að það væri þeim, líkt og lögreglunni, í hag að upplýsingastreymið væri hið áríðanlegasta. Í kjölfarið birti Morgunblaðið lengi vel „Dagbók lögreglunnar“, sem síðar varð almenn að kröfu annarra fjölmiðla. Alla tíð eftir það voru samskipti lögreglu og fjölmiðlafólks byggð á gagnkvæmum skilningi. Samskiptin fólust m.a. í reglulegum fundum hlutaðeigandi, sem skipti verumáli í ljósi tíðarandans.

Lögreglan opnaði fyrst lögreglustöð í Eddufelli, síðan í Drafnarfelli og loks í Mjódd með það að markmiði að upphefja óeðlilegt ástand í hverfinu.
Upp komu t.d. sérstaklega slæmt unglingavandamál í efra Breiðholti og víðar. Lögreglan kallaði til fulltrúa félagasmála- skóla- og verslunarsamtaka á svæðinum. Viðkomandi voru krafnir upplýsinga um hvaða einstaklinga væri að ræða. Allir aðilar báru fyrir sig þagnarskyldu. Á þeim fundi lagði lögreglan hins vegar fram handskrifaðan lista og spurði – kannist þið við þessa einstaklinga? Í ljós kom að allir framangreindir voru að fást við sama vandamálið – tiltölulega fáa tiltekna einstaklinga. Viðbrögð lögreglunnar voru eftirfarandi; „ef þið komið í alvöru að vinnunni um að uppræta vandamálið munum við opna lögreglustöð í Eddufelli og fylgja eftir lausninni„. Dæmið gekk upp með áþreifanlegum árangri – þökk sé hinum frábæru lögreglumönnum, sem valdir voru til verkefnisins.
Forvarnardeildinni hjá LR var síðar breytt eftir að Ómar hafði látið þar af störfum og loks aflögð með öllu – illu heilli…
Áður höfðu verið stofnuð hverfa- og íbúasamtök er fylgdu eftir nauðsynlegri eftirfylgni með tilvist foreldraröltsins í hverfum borgarinnar. Lögreglan gengdi þar lykilhlutverki í frábærrri samvinnu við stjórnendur í hverfunum. Hægt væri að segja margar sögur af dugnaði fólksins, er að verkefninu kom.
Við enn nánari eftirgrennslan kom m.a. eftirfarandi í ljós varðandi framhaldið:
Ómar sótti „námskeið“ í Lögregluskóla ríkisins fyrir yfirmenn í lögreglu í febrúar 1988. Hann lét hafa eftir sér að „Námskeiðið hafi verið ágætt – svona út af fyri sig“.
Hann var félagi í IXCPP (Ineternational Society of Crime Prevention Practitioners) árið 1989. Námskeið í vettvangsstjórunun hjá Almannavörnum ríksins með réttindi vettvangsstjóra árið 1990 og sótti námskeið í stjórnun á vegum embættis lögreglustjóra árið 1993.
Ómar var skipaður aðstoðaryfirlögregluþjónn í lögreglu ríkisins 1. september 1989 (í forvarnadeild og 1. júlí 1997 og í rannsóknardeild embættisins eftir að það hafði verið sameinað LRH (Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir að Rannsóknarlögregla ríkisins hafði formlega verið lögð undir embætti. Segja má að Ómar hafi átt einna stærstan þátt í þeirri skipulagsbreytingu). Í kjölfarið var bæði einstökum lögregluembættum sem og Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu falið að rannsaka og upplýsa öll stærri afbrot – með umtalsverðum árangri. Mikill fjöldi ránsmála fylgdi t.d. í kjölfarið á höfuðborgarsvæðinu, en starfsfólkinu tókst með mikilli elju að upplýsa nánast hver og einasta.
Ómar sótti námskeið hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands í maí 1995 um stjórnun. Var staðgengill yfirlögregluþjóns rannsóknardeildar frá 1. júlí 1997 til 2007. Skipaður aðstoðaryfirlögregluþjónn við nýtt lögreglustjóraembætti vegna skipulagsbreytinga á höfuðborgarsvæðinu frá 1. janúar 2007, og þá sem stjórnandi rannsóknardeildar embættisins, fyrst sem stjórnandi auðgunarbrotadeildar en síðar sem stjórnandi allra deilda. Á þeim tíma komu m.a. upp nokkur manndrápsmál, er öll voru leyst farsællega.
Síðar varð hann gerður að stöðvarstjóra vegna nýtilkominna skipulagsbreytinga á Stöð-5 (Aðalstöð), stöðvarstjóri á Stöð-3 (Kópavogi) (og jafnframt stöðvarstjóri á Stöð-2 (Hafnarfirði) um 1. og ½ árs skeið) frá árinu 2007 og síðar aðstoðaryfirlögregluþjónn umferðardeildar LRH frá árinu 2014 – eftir að hafa gefið eftir sviðið fyrir komandi yfirlögregluþjón.
Ómar sótti námskeið um árangursstjórnun í Lögregluskólanum á vegum fjármálaráðuneytisins 17. okt. 2000, var formaður öryggisnefndar rannsóknardeildar embættis lögreglustjórans í Reykjavík 1999-2001 og formaður starfsmannaráðs embættis lögreglustjórans í Reykjavík 2000-2002, stundaði og lauk stjórnunarnámi fyrir yfirmenn í lögreglunni á vegum Lögregluskólans og Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands í sept. 2003 og í júní 2004.
Maðurinn var nokkuð áberandi í fjölmiðlum um tíma. Samskipti við fjölmiðla voru í gegnum tíðina stór hluti af störfum hans, hvort sem var á vettvangi atburða eða í eftiráskýringum þeirra. Á löngum starfsferli bar ekki skugga þar á – svo orð sé á gerandi, heldur þvert á móti.
Eftir að forvarnardeildin var stofnuð þótti öðrum stjórnendum þægilegt að geta vísað spurningum blaða- eða fréttamann til hennar. Innkoman á þann vettvang kom því ekki til af engu. Honum fannst bæði sjálfsagt og eðlilegt að einhver svaraði fyrirspurnum f.h. embættisins. Hafa ber í huga að fyrirspyrjendur einstakra fjölmiðla voru jú einungis að reyna að sinna vinnunni sinni, þ.e. að upplýsa almenning um málavexti hverju sinni. Þetta samstarf reyndi á stundum á traust og skilning af beggja hálfu.
Þótt mörgum hafi, í miðri orrahríðinni, þótt ágengni fjölmiðlanna full ágeng og óþægileg, var hann jafnan á annarri skoðun. „Okkar hlutverk er mikilvægt, en þeirra hlutverk er ekki síður mikilvægt“, var eftir honum haft.
„Ég átti jafnan mjög gott samstarf við aðra og var, að eigin mati, vonandi, almennt vel liðinn í gegnum tíðina, bæði af vinum og öðrum, sem síðar, jafnvel eftir nokkrar þrætur, urðum vinir, enda jafnan haft að leiðarljósi að koma með sanngjörnum hætti fram við aðra líkt og þeir eiga skilið – þannig þeir fengju að njóta sín af eigin verðleikum.

Frétt frá fundi Ómars og Sniglanna 1988. Sjá https://tianbifhjolaklubbur.blogspot.com/1988/07/fundur-logreglunnar-og-sniglanna.html
Bifhjólasamtökum Sniglanna var t.d. uppsigað við lögregluna um tíma, en eftir að ég fékk að mæta á almennan félagsfund þeirra eitt kvöldið, skiptast á skoðunum og rífast með orðum sem varla gætu átt heima á prenti varð niðurstaðan sú að við, bifhjólasamtökin og lögreglan, tækjum höndum saman í baráttunni við fækkun slysa í umferðinni. Það var síðan gert með eftirminnilegum hætti. Í kjölfarið var mér sá sómi sýndur að verða gerður að heiðursfélaga í Sniglunum nr. 900. Mér hefur jafnan þótt vænt um viðurkenninguna enda áttum við og stjórnarmeðlimir samtakanna jafnan hið ágætasta samstarf um margra ára skeið.“
Ráðandi dómsmálaráðherrar voru ekki alltaf par hrifnir af „skýringum lögreglu“ á einstökum viðfangsefnum því stundum skaraðist heilbrigð skynsemi og pólitík í daglegri umfjöllun álitamála. Ómar lagði t.d. áherslu á að lögregluyfirvaldið ætti allt heima hjá staðarlögreglu er byggi yfir bæði staðbundinni og yfirgripsmikilli þekkingu í stað stofnana úti bæ, ætti auðveldara með að bregðast við staðbundnum ógnunum o.s.frv. Rannsóknarlögreglu ríkisins, sem varð síðar lögð niður sem slík og sameinuð starfsstöðvuum einstakra lögreglustöðva.
Ómar tók um tíma þátt í pólitísku starfi innan bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. „Já, það er rétt. Frumkvæðið var reyndar ekki mitt. Til mín leituðu fyrrum skólafélagar og kennari úr menntaskólanum í Flensborg, Ingvar Viktorsson, Guðmundur Árni Stefánsson og Tryggvi Harðarsson.
Guðmundur Árni var þá orðinn potturinn og pannan í starfi Alþýðuflokksins í Hafnarfirði. Áður hafði Árni Gunnlaugsson boðið Ómari að vera ofarlega á framboðslista Óháðra borgara í bænum. Flokkur hans náði ágætum árangri. Málið var að Árni hafði stutt móður hans á erfiðleikaárum hennar og taldi sig eiga honum gjöld að gjalda. Þá höfðu fulltrúar Alþýðuflokksins, bæði í bæjarstjórn og í nefndum og ráðum, lagt sig fram við að styðja við bakið á öllum þeim er minna máttu sín í bæjarfélaginu. „Hvernig var hægt að hafna slíkum beiðnum fyrrum skólafélaga og velgjörðarfólks er höfðu slík gjöfug markmið?“ að sögn Ómar.
Það var mikill uppgangur í bænum á þessum tíma.
Ómari var falið að veita formennsku í nokkrum nefndum og ráðum, s.s. vímuvarnarnefnd, umferðarnefnd, félagsmálaráði, nefn Stætós, menningarmálanefnd sem og afmælisnefnd bæjarins. Þetta var lærdómsríkur tími. Lærdómurinn fólst m.a. í því að virða skoðanir allra þeirra er voru öndverðum meiði til jafns við skoðanir samflokksfólks.
Á starfstímanum í lögreglunni stundaði Ómar nám í fornleifafræði við Háskóla Íslands á árunum 2004-2007 og lauk því með BA-gráðu.
Árið 2007 stofnaði okkar maður eitt merkasta afrek sitt; gönguhópinn FERLIR („Fe“ stóð fyrir ferðahóp, „RL“ stóð fyrir Rannsóknardeild Lögreglunnar, „i“ stóð fyrir í og „R“ stóð fyrir Reykjavík.Tilgangur hópsins var á þeim tíma langt á undan sinni samtíð; þ.a. að drífa áhugasamt starfsfólk út af skrifstofunum út í umhverfið allt umleikis með öllum þeim óteljandi möguleikum sem það hefur upp á að bjóða.
Afurðin varð með mikilli fyrirhöfn að stofnun og viðhald vefsíðunnar www.ferlir.is er einbeitt hefur sér að sögu, minjum, náttúru og margbreytileika Reykjanesskagans.
Ómar var um tíma formaður Félags yfirlögregluþjóna, í stjórn Lögreglufélags Reykjavíkur, í ritstjórn Lögreglumannsins og ritstjóri Lögreglublaðsins, auk þess sem hann hafði í millitíðinni starfað í mörgum nefndum fyrir hönd lögreglunnar og bæjarfélags sitt, Hafnarfjörð. Hann hefur m.a. átt sæti í nefndum og verkefnahópum vegna starfs, s.s. samstarfsnefnd um lögreglumálefni, verkefnastjórn dómsmálaráðuneytsins í vímuvörnum og Slysavarnarráði Íslands. Þá hefur hann tekið þátt í fjölmörgum fundum og ráðstefnum um löggæslumálefni, bæði hér á landi og erlendis í gegnum tíðina.
Ómar lauk starfsævinni innan lögreglunnar á föstudegi með því að afhenda verðugum arftaka axlarspælana sína, skömmu eftir hádegi í lok júlímánaðar, faðmaði hann, óskaði honum góðrar framtíðar og beygði af leið.
Ágústmánuðurinn var framundan. Síðan hefur hann ekki heimsótt starfstöðvarnar. Hann lét þó hafa eftirfarandi eftir sér: „Ég hef síðan ekki heimsótt gömlu ástkæru starfsstöðina við Hverfisgötu sem og aðrar síðan (eftir að hafa, reynslumikinn starfsmanninn, verið „aflífaður“, bara hent út sem si svona, kominn á tíma, einungis vegna þess að tilteknum aldursmörkum hafði verið náð – skv. óréttlátu lagaákvæði!?)“. Stórnvöld hafa hingað til brugðist eldra fólki. Allir þurfa að eiga möguleika til vinnu, með einum eða öðrum hætti. Þegar að lögbundum starfslokum kemur þurfa vinnuveitandi og atvinnurekandi að staldra við og semja um tímabundið vinnuframlag þar sem metin er heilsa og reynsla viðkomandi hverju sinni. Allt of mörgu ágætisfólki með mikla starfsgetu hefur hingað til verið hent fyrir arnstapann, að óskerju.“
Ef lýsa ætti mannkostum þessa mikla auðlings myndi vefsíðan öll varla duga til.
Takk fyrir samveruna öll þessi ár, kæri vinur og til hamingu með afmælið – Vinur og ferðafélagi.

























