Ljósmyndasíða Rikka
Fjölmargar bloggsíður frá fyrri tíð lifa enn góðu lífi í „kosmósinu“, þökk sé innlendum varðveislumiðlum.
Þessar síður voru forverar vorra fánýtu nútíma samfélagsmiðlasíðna. Að baki þeim lá veruleg vinna og mikil upplýsingasöfnun, sem engin ástæða er til að kasta fyrir róða.
Ríkarður Ríkarðsson starfaði sem lögreglumaður, síðast í Kópavogi. Hann fæddist á Húsavík 24. september 1961, en lést 20. nóvember 2022 eftir erfið veikindi. Fjölskyldan hefur reynt að leyta leiða til að viðhalda vefsíðunni til lengri framtíðar.
Rikki var frábær drengur og góður samstarfsfélagi.
Rikki hafði mikið dálæti á fuglum og bátum fyrri tíðar, líkt og sjá má á eftirlifandi bloggsíðu hans.
HÉR má sjá ávísun á bloggsíðu Rikka – https://rikkir.123.is/.




