Tíminn græðir sárin

Krýsuvík

Á baksíðu Tímans þann 21. maí árið 1978, mátti lesa eftirfarandi um Reykjanesskagann:

Reykjanesskagi

Á Reykjanesskaga.

„Reykjanesskaginn er ekki meðal búsældarlegustu hluta landsins. Þar er viða gróðurvana auðn og raunverulegar gróðurvinjar fáar. Auðæfi þessa landshluta eru á fiskimiðunum undan ströndinni og niðri i jörðinni, þar sem mætast jarðhitinn og sjórinn, sem smýgur gegn um glúpt bergið.
Allt frá upphafi Íslandsbyggðar hafa verið verstöðvar og fiskiver á Reykjanesskaga, og fólk í sífelldri eldsneytisnauð og útigangsfénaður hafa fyrir löngu gengið nærri þeim gróðri, er þar kann að hafa verið frá öndverðu.
Nú er fyrir löngu úr sögunni að rífa þurfi upp hverja lyngkló nærri byggð til til þess að stinga undir pottinn, og með friðun mun skaginn smám saman gróa, þó að það taki að sjálfsögðu langan tíma, einkanlega þar sem landið er örfoka.“

Heimild:
-Tíminn, 104. tbl. 21.05.1978, bs. 40.

Krýsuvíkurheiði

Krýsuvíkurheiði – landeyðing.