Selgjá – selin
Í Selgjá [Norðurhellragjá] eru leifar a.m.k. 11 selja Álftanesbæja; Sandhúsa, Hliðs, Selskarðs, Miðhúss, Brekku, Svalbarðs, Sviðholts, Deildar, Mölshúss, Breiðabólastaða og Urriðakots.
Í Jarðabókinni 1703 segir um selstöðu frá Sandhúsum: „Selstöðu á jörðin og hefur brúkað átölulaust þar sem heita Norðurhellrar.“
Í Örnefnaslýsingum má m.a. sjá eftirfarandi um selstöðurnar:
(Ö) Selgjá: Grunn en allbreið gjá syðst í Urriðakotshrauni. Nær allt suður í Hrafnagjá, við Gjáarrétt. Í þessari gjá mun vera að finna Norðurhellrasel Álftnesinga.
(Ö) Selgjársel: Selstættur eru þarna margar hlaðnar upp við Barmana [Selgjárbama] bæði sunnan og vestan. Mun þarna vera um 11 samstæður, með nær 30 byggingum bæði húsarústum og kvíarústum.
(Ö) Selgjá: Mikill hluti hennar heyrir til Fjallinu, syðri hlutinn.
(Ö) Um Norðurhellragjársel segir: Nokkur seljanna í gjánni eru sunnan markalínu.
Árið 1839 var Garðabrauð metið. Í lýsingu koma m.a. fram eftirfarandi upplýsingar: „Kirkiann i Gördum á land sem liggr til fialls fyrir ofan Setbergs, Áss, Ofridarstada og Hvaleyrarland; þar hefir verid og getur verid gód Selstada,“ …
Árni Helgason segir í Lýsing Garðaprestakalls 1842: „Ég veit ekki nema það, að Garðar eiga selstöðu í því svokallaða Kirkjulandi, sem liggur fyrir ofan byggðina, frá Elliðavatns- og Vatnsendalandi, suður að Krýsuvíkurlandi og upp undir fjöllin. Hitt veit ég og, að nú brúkar enginn hér selstöður, og séu Garðar undanteknir, sem höfðu pening í seli til 1832, hafa ei selstöður héðan verið brúkaðar í næstliðin 50 a 60 ár.“
Í Jarðatali á Íslandi, gefið út af J. Johsen, segir um Garða: “ Örnefnalýsing fyrir Urriðakot (Urriðavatn). 279 Örnefnalýsing fyrir Urriðakot (Urriðavatn). 280 Álftanes – Afréttarland – Fjallið. 281 Álftanes – Afréttarland – Fjallið. 282 Garðakirkjuland. 283 Brauðamat Garða 1839, ásamt uppskrift að hluta (C. V. 79 B). 284 Árni Helgason, Lýsing Garðaprestakalls 1842, s. 209, …en á sumrum nær því hagalaust heima við; en upp til fjalla fyrir ofan Setberg, Áss, Ófriðarstaða og Hvaleyrar land, á kirkjan land, og getur þar verið selstaða góð, enda má heyja þar, en fjarlægðarinnar vegna er heldur keypt eingi á Elliðavatni.“
Í Guðlaugur Rúnar Guðmundsson segir í Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar að: „Í Selgjá eru margar vallgrónar seljarústir, sem flestar eru fremur smáar í sniðum og minni en t.d. Vífilsstaðasel. Rústirnar standa flestar þétt við barma gjárinnar beggja vegan, en aðrar eru dálítið fjær. Selstaða þessi er nefnd í Jarðabókinni 1703 og virðast samkvæmt henni átta kóngsjarðir á Álftanesi hafa hafr þar í seli. Athyglisvert er, að ávallt er rætt um selstöðu þarna í þátíð og jafnvel þannig, að hún virðist að því komin að falla í gleymsku.“
Höfundur skoðaði minjarnar í Selgjá árið 2002: Hleðslur eru á mörgum stöðum beggja vegna í Selgjá. Vel sést móta fyrir a.m.k. þremur seljum enn þann dag í dag, en talið er að þau hafi verið allt að 11 talsins þegar mest var. Rústirnar sjást sumar vel, en aðrar ver. Flest hafa selin verið minni í sniðum en t.d. Vífilsstaðasel, sem er þarna skammt norðar. Rústirnar standa fast upp við gjárbarmana og eru mjög aðgengilegar. Einnig má sjá rústir á tveimur stöðum með börmum Búrfellsgjár, en gjárnar eru í sömu hrauntröðinni.
Heimildir um selin eru þessar helstar:
-J. Johnsen. Jarðatal á Íslandi með brauðalýsingum, fólkstölu í hreppum og prestaköllum o.fl. Kaupmannahöfn 1847, bls. 103.
-Guðlaugur Rúnar Guðmundsson. Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar. 2001. Bls. 133. Fjárskjól í Selgjá.
-Í Jarðabókinni 1703 segir um selstöðu frá Hliði: „Selstöðu hefur jörðin haft þar sem heita Norðurhellrar, þó ei ummælalaust af Garðastaðarhaldara, en ei hefur sú misgreining til laga komið.”
-Í Jarðabókinni 1703 segir um selstöðu frá Selskarði: „Selstöðu má jörðin brúka í staðarins landi.“
-Í Jarðabókinni 1703 segir um selstöðu frá Mölshúsum: „Selstöðu hefur jörðin brúkað þar sem heita Norðurhellrar.“
-Í Jarðabókinni 1703 segir um selstöðu frá Brekku: „Selstöðu hefur jörðin brúkað þar sem heita Norðurhellrar.“
-Í Jarðabókinni 1703 segir um selstöðu frá Svalbarði: „Selstöðu hefur jörðin brúkað þar sem heita Norðurhellrar.“
-Í Jarðabókinni 1703 segir um selstöðu frá Sviðholti: „Selstöðu hefur jörðin brúkað í Norðurhellrum.“
-Í Jarðabókinni 1703 segir um selstöðu frá Deild: „Selstaða hefur brúkuð verið til forna í Norðurhellrum.“
-Í Jarðabókinni 1703 segir um selstöðu frá Breiðabólstað: „Jörðin er þrönglend á sumardag og hefur selstaða brúkuð verið fyrir ofan Álftanes þar sem Norðurhellrar heita.“
-Í Jarðabókinni 1703 er ekki getið um selstöðu frá Urriðakoti, en hins vegar segir: „Suður af Karganum er mikil hrauntröð, Selgjá. Hún er framhald Búrfellsgjár, sem nær upp í Búrfell. Í Selgjá eru rústir af mörgum gömlum byrgjum, og eru sumar þeirra í Urriðakotslandi, en flest í Garðakirkjulandi… Í landamerkjabréfi er Selgjá nefnd Norðurhellagjá. Er það nafn þá dregið af Selgjárhelli og fleiri hellum í norðurenda hrauntraðarinnar, sem hafa þá heitið Norðurhellar.“
Samantekt:
-BA-ritgerð Ómars Smára Ármannssonar um „Sel vestan Esju“ – 2007.