Jeppinn – áhrif á umhverfið
Í MBL þann 1. júlí 1995 birtist grein Ingimundar Þórs Þorsteinssonar, Snorra Ingimarssonar og Þorvarðs Hjalta Magnússonar undir fyrirsögninni „Áhrif jeppanna á umhverfið – að aka í sátt við landið sitt„. Um var að ræða stytta kafla úr bók sem kom út fyrir jól 1994 og heitir: „“Jeppar á fjöllum“. Á þeim 13 árum, sem liðin eru frá skrifunum, hefur margt breyst. Megininntakið er þó enn sem fyrr eftirfarandi: „Það er hættulegt að einblína svo á mikilvægi einstaka framkvæmda, að nánast allt annað skuli víkja fyrir þeim„.
„Við komu fyrstu bílanna til landsins voru engir akvegir til fyrir bíla sem von var á. Engu að síður voru til þekktar þjóðleiðir milli bæja og byggðalaga. Þessar leiðir höfðu verið troðnar af hestum og göngufólki, en ekki með ferfættum ökutækjum. Eins og vænta mátti var slóðagerðin ekki upp á marga fiska í upphafi. Stærstu steinunum var rutt úr vegi og keyrt í lykkjum til að velja færsutu leiðina. Þannig tróðust fyrstu slóðarnir. Síðan þróaðist þetta út í smávegagerð eftir því sem umferðin jókst.
Á þessum tímum var því fyrirbærið utanvegaakstur ekki til í hugum manna. Allur akstur var í upphafi utanvegaakstur, sem í raun var slóðagerð. Það sem þurfti að fara var farið, og sjálfsagt lítið spáð í gróðurvernd eða ljót hjólför. Reyndar er engin ástæða til aðbera þetta sman við hugsunarhátt okkar nú á dögum, því jeppar nútímans eru mun öflugri en fyrstu bílarnir. Með jeppunum er nú auðveldara að komast lengra inn í óbyggðir og þannig inn á svæði sem eru mun viðkvæmari fyrir spóli og traðki. Öflugri jeppar kalla því ámeiri varfærni og hófsem. Á tímum fyrstu bílanna lágu hinsvegar leiðir manna einna helst milli bæja og byggðalaga eins og áður segir. Menn þurftu að komast nauðsynlega leiða sinna, og það langmest á láglendi. Bílstjórar þess tíma ruddu vegina og voru því nokkurs konar hetjur sem fóru ótroðnar slóðir.
Fljótlega kviknaði þó löngun hjá mönnum til að kanna hálendið og ýmsa áhugaverð staði. Þar urðu kannski ekki til troðnar slóðir í fyrst, heldur einungis ferðasögur sem eru til enn þann dag í dag. Eftir því sem árin liðu og bílarnir og dekkin urðu betri, þá fjölgaði slóðum inn til óbyggða. Ef skoðaðar eru loftmyndir af Íslandi má sjá ógrynni af slóðum um allt land. Hluti þeirra, um 3700 km af fjallvegum og sóðum, hefur verið skráður hjá Vegargerðinni. Þar af eru 712 km landsvegir eins og Kjalvegur og Sprengisandur, og afgangurinn er alls konar slóðar og vegir, sem eru misgóðir, misvel þekktir og misgamlir og sumir ófærir núorðið. – Nánast öll þjóðin hefur staðið að þessari slóðagerð en ekki bara einhverjir truflaðir jeppakarlar, ungir eða gamlir.
Það er sjálfsagt að velta fyrir sér hvaða stefnu skuli taka í gerð vega og slóða um hálendið. Fyrst þarf að sjá fyrir sér heildarmynd af einhverju vegakerfi, sem myndar heilsteypra grind. Út frá þessari grind gætiu síðan legið slóðir í botnlanga og um ákveðin svæði. Nota má marga af þeim slóðum sem til eru í dag, en síðan þyrfti að loka öðrum og afmá þær. Í einhverjum tilfellum þyrfti að leggja nýjar slóðir eða lagfæra þær sem fyrir eru.
Í ljósi þeirrar þróunar sem nú á sér stað, þá sjáum við að utanvegaakstur heyrir sögunni til og má ekki eiga sér stað nú, ekki frekar en lagning óþarfa slóða.“ Eða eins og Jón slóði kvað á um á hæsta tindi. „Að spóla upp brekkur og aka utan vega, er því frekja og tillitsleysi við land og þjóð. Það leifast engin mistök í þessum efnum, og þess vegna þarf að veita þeim góða áminningu sem staðnir eru að verki við slíka iðju. Fyrst og fremst ætti fólk að laga þær skemmdir, sem unnar erum og afmá öll för eftir utanvegakstur. Fari einn og skilji eftir sig slóð, þá er víst að seinna kemur annar á eftir, og síðan koll af kolli…
Eftirlit verður alltaf erfitt, og þess vegna er happasælla að ganga þannig frá hnútunum að fólk þekki til verka og fylgi þeim boðorðum sem við setjum okkur. Þannig þarf að fræða landann og sömuleiðis alla erlenda ferðamenn sem koma hingað á eigin vegum. Hér þarf hver að passa sjálfan sig og náungann.
Það hrukku margir í kút, þegar einhver talaði um að leggja hraðbraut yfir hálendi Íslands, svokallaðan hálendisveg. Í þessu sáu menn mjög aukinn þjóðarhag. Vissulega er rétt, að meðan við búum í þessu landi verður það ekki gert án þess að taka einhvers staðar til hendinni og breyta ásjónu landsins. En það má ekki gleyma því, að landið þarf líka að búa við okkur íbúana. Þess vegna eru takmörk fyrir því hvað við getum leyft okkur. Það er hættulegt að einblína svo á mikilvægi einstaka framkvæmda, að nánast allt annað skuli víkja fyrir þeim.“
Heimild:
-Mbl. 1. júlí 1995 – Áhrif jeppenna á umhverfið – Ingimundur Þór Þorsteinsson, Snorri Ingimarsson og Þorvarður Hjalti Magnússon.