Krýsuvík – framkvæmdir og fyrirætlanir

Krýsuvík

Eftirfarandi grein birtist í Alþýðublaðinu árið 1951.

Krýsuvík

Drengir úr Vinnuskólanum á göngu – HH.

KRÝSUVÍK er eitt þeirra hverasvæða Iandsins, sem mestar framtíðarvonir eru við bundnar, og mestar tilraunir hafa verið gerðar á með virkjun fyrir augum. Í eftirfarandi grein, sem tímarit ungmennafélaganna, „Skinfaxi“ birti fyrir nokkru og byggð er á upplýsingum Jens Hólmgeirssonar, bústjóra í Krýsuvík, varðandi gróðurhús og búskap, og Valgarðs Thoroddsen, rafveitustjóra í Hafnarfirði, varðandi jarðboranir og raforkuframkvæmdir, er gerð allítarleg grein fyrir því, sem gert hefur verið í Krýsuvík.
Á SÍÐARI ÁRUM hefur margt og mikið verið rætt og ritað um framkvæmdir Hafnarfjarðarkaupstaðar í Krýsuvík. Verður hér stuttlega skýrt frá því, sem þegar hefur verið gert þar og helztu fyrirætlunum. Krýsuvík liggur um miðbik Reykjaness að sannanverðu, milli Grindavíkur og Herdísarvíkur, en suðvestan við Kleifarvatn. Fyrr á tímum var þar höfuðból með sex hjáleigum, og um síðustu aldamót lifðu bar um 40 manns. Var sauðfjárræktin undirstaða búskaparins þar og sömuleiðis sjósókn. —
Síðan tók fólki stöðugt  að fækka Seltúnog byggðin að eyðast. Olli því að sjálfsögðu breyttir búskaparhættir og þjóðarhættir, og auk þess samgönguleysi. Kom þá að lokum að aðeins einn maður dvaldi í Krýsuvík, og hafðist hann við í leifum af kirkjunni. Leið þó ekki nema einn vetur, að mannlaust væri í Krýsuvík, áður en starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar settist þar að.
Hafnarfjarðarbær fékk eignarrétt á ræktunarlandi og hitasvæði í Krýsuvík árið 1937. Undirstaða framkvæmda þar hlaut að teljast vegarlagning þangað, en lög um Krýsuvíkurveg höfðu verið samþykkt á alþingi árið 1936. Síðan sá vegur tengist Suðurlandsundirlendinu, hefur hann komið í góðar þarfir á vetrum, — ekki hvað sízt á síðastliðnum vetri.
— Milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur eru 25 km. Framkvæmdir í Krýsuvík eru þríþættar, og hafa þessir þrír þættir frá upphafi verið aðskildir, þótt á síðasta ári hafi tveir þættirnir verið sameinaðir undir eina stjórn. Þessir þrír þættir eru: Ræktun í gróðurhúsum, grasrækt og kúabúsframkvæmdir og boranir eftir jarðhita.

GRÓDURHÚS
Vegna jarðhitans eru skilyrði til ræktunar í gróðurhúsum ótakmörkuð í Krýsuvík. Nú eru gróðurhúsin orðin fjögur, og eru ca. 1600 ferm. undir gleri. Tvö þessara gróðurhúsa (600 ferm.) voru tekin í notkun vorið 1949, en hin tvö er verið að ljúka við. Í gróðurhúsunum eru einkum ræktaðir tómatar, agúrkur, gulrætur“ cg blóm. Í sambandi við gróðurhúsin er auk þess hálfur hektari útiræktar, þar sem gert er ráð fyrir að rækta alls konar grænmeti.
Jarðhitinn, sem gróðurhúsin eru hituð Krýsuvíkmeð, er gufa, og er hún leidd í þró. þar sem katli hefur verið komið fyrir, og hitar gufan þannig vatnið í hitakerfi gróðurhúsanna, en það er venjulegt miðstöðvarkerfi. Í sambandi við gróðurhúsin hafa verið reist tvö íbúðarhús, ca. 360 ferm. að grunnflatarmáli, fyrir bústjóra og starfsfólk. Eru í húsunum öll þægindi, vatnsleiðsla, skolpræsi og rafmagn frá díselrafstöð.

BÚSKAPUR
í Krýsuvík eru ca. 300 ha. ræktanlegt graslendi, en auk þess melar, sem e. t. v. mætti rækta með sérstakri aðferð. Kom fljótt til tals að setja þarna á fót stórt kúabú, er jafnan gæti séð Hafnfirðingum fyrir ferskri og góðri barnamjólk. Á þessum grundvelli KRÝSUVÍK er eitt þeirra hverasvæða Iandsins, sem mestar framtíðarvonir eru við bundnar, og mestar tilraunir hafa verið gerðar á með virkjun fyrir augum.
Gosið úr nýjustu borholunni í Krýsuvík. hafa verið hafnar allmiklar búskaparframkvæmdir, þótt enn megi þær teljast á byrjunarstigi. Þegar hafa verið brotnir um 30 ha. lands, en vinnslu er misjafnlega langt á veg komið. Undirbúningur hefur verið undir Í fjósinugrasfræssáningu á þessu vori.
Grafnir hafa verið 8 km. langir opnir skurðir til landþurrkunar, en ca. 45 km. löng lokræsi (kílræsi). Tveir súrheysturnar hafa verið reistir. Eru þeir 5 m. í þvermál og 14 m. háir. Fjós fyrir 154 kýr og tilheyrandi ungviði er komið undir þak. Hér er komið framkvæmdum í búskaparmálum í Krýsuvík, en um framhaldið verður ekki sagt á þessu stigi málsins. Það er rétt að geta þess, að í Krýsuvík er mjög votviðrasamt, og verður því naumast gerlegt að vera háður náttúrunni með verkun á heyi. Gera má ráð fyrir, að þarna mætti hafa um 300 kýr. Öll mannvirki, sem hingað til hafa verið reist í Krýsuvík, bæði vegna rætkunar í gróðurhúsum og fyrirhugaðs búskapar, eru hin vönduðustu og af fullkomnustu gerð.

BORANIR EFTIR JARÐHITA
í Krýsuvík er eitt mesta jarðhitasvæði á landinu, enda ber Reykjanesskaginn allur ljósar menjar mikilla jarðumbrota og eldgosa. —Festi Hafnarfjarðarbær ekki hvað sízt kaup á Krýsuvík vegna jarðhitans, enda hafa yfrin nýjar vonir til hans staðið og standa enn. Fyrstu jarðbornir í Krýsuvík voru framkvæmdar af rannsóknaráði ríkisins árið 1941 og 1942. Var þá borað við
suðurenda Kleifarvatns. Þetta var aðeins gert í rannsóknarskyni til þess að kynnast jarðlögum. Festust borarnir tíðum, og engin gufa kom. Næst var borað 1945. Rafmagnseftirlit ríkisins hafði þær boranir með höndum, einnig í tilraunaskyni. Borað var við svonefndan Austurengjahver í Seltúni [??].

Seltún

Jarðborar voru grannir. Nokkurt gufumagn kom þó, en þar sem borrásir voru þröngar stífluðust þær fljótt, enda var hér um rannsókn að ræða.
Haustið 1948 var Ólafur Jóhannsson úr Hveragerði fenginn til að bora eftir gufu vegna væntanlegra gróðurhúsa. Þá voru boraðar 3 holur, ein með allgóðum árangri, og er íbúðarhús starfsfólks gróðurstöðvarinnar hitað með gufu þaðan.
Um áramótin 1946 og 47 tók til starfa í Krýsuvík nýr jarðbor, sem Hafnarfjarðarbær hafði keypt, en Rafveita Hafnarfjarðar var falið að annast rekstur hans. Þessi bor er fallbor, en fram til þess höfðu verið notaðir snúningsborgar. Fallborar geta borað víðaðri holur en snúningsborar, þótt vélaorkan, sem knýr þá, sé hin sama. Enn fremur er minni festuhætta fyrir þá gerð. en áður hafði það tafið mikið, hve borar vildu festast.

Seltún

Með fallbornum var fyrst borað vegna gróðarstöðvarinnar, skammt frá henni. Sú borhola mistókst. Var þá horinn fluttur í svonefnt Seltún og byrjað að bora með tilliti til væntanlegrar raforkuvirkjunar. Meðan á því stóð var aftur fenginn bor frá rafmagnseftirliti ríkisins til þess að bora uppi í fjallinu ofan við gróðurstöðina, í svonefndum Hveradölum.
Voru þær boranir vegna gróðurhúsanna og gáfu nægjanlegt gufumagn fyrir þau eins og þau voru þá. — Þessar holur hafa þó stíflazt, og hefur fallborinn þá verið fluttur upp í Hveradalina til bess að bora upp þessar sliflur. Enn fremur hafa víðari holur verið boraðar með fallbornum í Hveradölum, sem heppnazt hafa, og gefa þær samtals um 10 tonn af gufu á klst. Gufumagn, sem fyrir hendi er úr borholum í Hveradölum, er þrefalt meira en gróðurstöðin þarfnast, eins og hún er nú. Í Seltúni hafa borarnir gengið upp og ofan, enda er jarðvegur í Krýsuvík sérstaklega erfiður viðfangs fyrir jarðboranir.

Seltún

Með fenginni reynslu tókst þó að endurbæfa svo borvélina á síðastliðnu ári, að borun höfð gengið mun greiðar en áður. Hefur nú tekizt að bora allt að 13 m. á dag, en stundum áður varð ekki komizt nema nokkra centimetra niður á degi hverjum. Það var 12. sept. síðastl., að verulegur árangur varð af borunum í Seltún. Þá kom skyndilega gos úr holu, sem verið var að bora og orðin var 229 m, djúp. Hola þessi er fóðruð með 8 Baðstofatommu víðum járnpípum 100 m. niður. Gosið hefur sífellt haldið áfram. Í ráði er að virkja þarna í Seltúni og hefur ýmsum fyrirtækjum í Evrópu og Bandaríkjunum verið send greinargerð um þetta efni og óskað eftir tilboðum um vélar og tæki. Komið hefur í liós, að ítölsk og svissnesk fyrirtæki ein telja sig geta sinnt svo sérstæðu verkefni, sem hér um ræðir. Stendur Rafveita Hafnarfjarðar nú í sambandi við ítölsk fyrirtæki varðandi þessi mál.“
Þrátt fyrir stóra drauma og mikil áform varð allt að engu. Má að mörgu leyti líkja framangreindu við það sem nú er að gerast varðandi virkjunaráform í Eldvörpum – stórhuga framkvæmdarmenn blása tímabundið litlumhjarta stjórnmálamönnum ofgnótt í brjóst, en landið; náttúran, á ávallt síðasta orðið til lengri tíma litið. Hún talar gjarnan sínu máli sjálf, nú sem fyrrum.

Heimild:
-Alþýðublaðið – fimmtudagur 20. sept. 1951, bls. 5.
-Alþýðublaðið – sunnudagur 8. september 1957.Krýsuvíkurkirkja