Herdísarvíkurdramað – Ásgeir Jakobsson
Ásgeir Jakobsson skrifaði um síðustu æviár Einars Benediktsson, „Herdísarvíkurdramað“, í Lesbók Morgunblaðsins árið 1972:
„Undarleg örlög, sem hér skal ekki farið út í að rekja, hafa hagað því svo, að komandi kynslóðir munu undrast hversu lítinn opinberan sóma íslenzku þjóðinni hugkvæmdist að sýna þessu höfuðskáldi í lifanda lífi.“
Svo segir Sigurður Nordal í útfarargrein um Einar Benediktsson og þetta eru orð að sömnnu, eins og vænta mátti úr þeirri átt. Það á margur eftir að undrast stórlega. Ævi og örlög Einars Benediktssonar munu er tímar líða, verða skáldum og rithöfundum yrkisefni og lærðum mönnum efni í þykka tíndsdoðranta..
Hér verður fjallað lítillega um Herdísarvíkurárin, síðasta ævikaflann. Myndin, sem ég og jafnaldrar mínir höfum búið við af þessum lokaþætti í ævi Einars, er sú, sem Steingrímur J. Þorsteinsson bregður upp í lok ævisöguþáttarins í Ljóð og laust mál, II. bindi. Þar segir svo, eftir að höfundur hefur sagt frá komu þeirra Einars og Hlínar til Herdísarvíkur 10. júlí 1932: „Reist var síðan lítið hús, einlyft og hentugt og vannst verkið svo vel, að Einar og Hlín gátu flutt í það 8. september. Þarna er m.a. allstór stofa með glugga mót suðri, þar sem hafið blasir við og öðrum mót vestri, en bókaskápar með veggjum fram, skrifborð Einars, útvarpstæki, hægindagstóll og legubekkur, hvort tveggja skinnklætt. Var þetta aðalsetuherbergi Einars og var eftirlætissæti hans lágur en djúpur hægindastóll í suðvesturhorni stofunnar.“ … og síðar segir …: „í Herdísarvík var Einari gjarntt að grípa bókk úr skáp, fletta upp í henni, að því er virtist af handahófi og lesa nokkrar línur, en ekki langt mál í samfellu, og lagði síðan bókina frá sér aftur.
Hann tíðkaði mjög að ganga um gólf í stofu sinni, stóð oft við suðurgluggann og horfði til hafs, einkum þegar brim var, en löngum sat hann í hornstól sínum. Fyrri árin fór hann, iðulega í göngur um lamdareignina, en þar eru hvammar og gjótur og kjarri vaxið hraun undir hárri og snarbrattri fjallshlíð í norðri en framundan útsærinn, sem Einar hafði ort um: „Til þín er mín heimþrá, eyðimörk ógna og dýrðar“.
Síðan koma nokkrar tilvitnanir í bréf Hlínar Johnson, þar sem Einar er alltaf að verða frískari og frískari, glaðari og glaðari og prófessorinn klykkir út með þessum hugljúfu orðum: „Hann lifði mjög kyrrlátu lífi í Herdísarvík, var fáskiptin og fámáll, en því ljúfari og hýrari, sem fleiri ár færðust yfir.“
Huggulegra gat það nú ekki verið og lítil ástæðatæða fyrir mig eða aðra siðborna aðdáendur skáldsins til að fara að gera sér rellu út af síðustu æviárum þess, meðan enginn varð til að hrófla við þessari elskulegu mynd. Ég hefði gjarnan viljað eiga þessa mymd í friði af eftirlætisskáldi mínu sitjandi þarna í öllum huggulegheitum síðustu árin, en (það átti nú ekki fyrir mér að liggja.
Það var einn bjartan sumardag fyrir fjórum árnum að ég kom fyrst til Herdísarvíkur og staldraði þar við stundarkorn. Þegar ég hafði gert mér fyllilega ljósa staðhætti, eins og þeir mymdu hafa verið áður en vegur, sími og rafmagn kom — og virt fyrir mér húsakynnin og umhverfið, fylltist ég mikilli og sárri reiði — hafði skáldið mitt verið kviksett?
Hið „hentuga hús“, er timburkofi á að gizka 50 fermetrar að flatarmáli, „aðalaðsetursherbergið“ er stofukytra, og um annað aðsetursherbergi er ekki að ræða, (því að hin herbergin tvö og eldhúsboran eru nánast skápar, rétt pláss fyrir rúmstæði í hvoru herbergjanna.
Kofinn stendur á berangri í þúfnakarga og þar sést hvorki blóm mé hrísla ekki einu sinni lækjarsytra og „kjarrivaxna hraunið“ er illgengur hraunfláki, þakinn hraunmosa yfir lífshættulegum gjótum. Kotið er inni í miðju þessu stóra hrauni, og það var mjög erfið og torsótt gönguleið til næstu bæja áður en vegurinn var lagður, sem ekki var fyrr en löngu eftir daga Einars. Illlendandi er af sjó nema í blíðuveðri því oft er þung undiralda við suðurströndina.
Herdísarvík var á dögum Einars eitt afskekktasta kot á landiu, enda játar Jónas Jónsson frá Hriflu það fullum fetum, og þekkti hanm þó vel til ýmissa alfskekktra kota.
Nú er margt, sem við þyrftum að spyrja samtímamenn Einars að, og þá vitaskuld fyrst og fremst, af hverju var farið með þjóðskáldið, því að það var Einar óumdeilanlega eftir að Matthías dó, heilsuveilt og við aldur, út í þessa eyðimörk, þar sem engin leið var að ná til læknis nema á löngum tíma og með ærna erfiði, enda kom enginn læknir til Einars, þegar hann lá banaleguna, og yfirleitt hlaut að verða mjög erfitt að má í hjálp, hvað sem upp á kom. Í annan stað, hvernig gat samtímamönnum Einars dottið í hug, að maður eins og hann, mymdi haldast andlega heill við þá þrúgandi einveru sem honoum var búin þarna.
En það er rétt að halda áfram söguninni af þeirri ógæfu minni að rekast þarna suðureftir. Það leiddi náttúrulega af sjálfu sér að það tóku að rifjast upp svipmyndir úr lífi Einars meðan ég stjáklaði þarna í kringum kofann. Glæsilíf hans, þegar hann leigði heilar hallr í útlöndum og hélt konunglegar veizlur, rifjuðust ósjálfrátt upp við að horfa á kofaræsknið, og myrkfælni hans við að horfa á svartan klettin ofan við bæinn og síðast en ekki sízt varð mér það hugstætt hversu einveran hlýtur að hafa verið yfirþyrmandi fyrir þennan mann, sem einn vina hans lýsti svo fyrir mér: — „Einar Benediktsson þurfti fólk í kringum sig til að hlusta á sig og deila geði við, jafnnauðsynlega og hann þurfti súrefni til að anda að sér.“
Það er svo alkunna, að skáldið var síðustu árin farið að tala við stokka og steina; þannig lék einveran það að lokum. Mér fannst ég þurfa að vita hið sanna í málinu og koma því til skila.
Ég byrjaði fyrst á því að ganga á vit ýmissa merkismanna í Reykjavík, sem ég vissi að höfðu þekkt skáldið vel og verið vinir þess. Þessir menn sögðu mér allir sitthvað um ástæður Einars árin áður en hann fór ti Herdísarvíkur, það er frá 1927 að Þrúðvangsheimilið leystist upp og þar til hann fór suðureftir í júlí 1932, en enginn þeirra hafði nokkra hugmymd um líðan skáldsins í Herdísarvík. Það mál hafði enginn þeirra kannað. Það var nú að vísu erfitt um ferðir þarna suður eftir, en samt þarfnast nú þetta skýringar. Mér fannst á samræðum við þessa menn, að þeir hafi hreinlega ekki viljað vita neitt um þetta. Ósjálfrátt hafa þeir sennilega óttazt að hlutur skáldsnis væri ekki eins góður og þeir hefðu kosið honum, en jafnframt, að þeir myndu engu fá umþokað úr því sem komið var, og þá væri bezt að vita sem minnst. Það var þó auðfundin önnur skýring á afskiptaleysi þessara manna, sem vildu Einari allt það bezta. Þeir vildu muna Einar eins og hann var við sína fyllstu andlegu og líkamlegu reisn. Þeim var það óbærileg tilhugsun, að sú mynd kynni að breytast í huga þeirra.
Þegar ég varð engu vísari um Herdísarvíkurár Einars af þessum vinum hans, leitaði ég uppi sambýlismann þeirra Einars og Hlínar fyrsta árið í Herdísarvík. Þessi maður hafði ábúð á jörðinni til mnæstu fardaga og inn í gamla bæinn til hans fluttust þau og bjuggu meðam verið var að reisa timburhjallinn og bjuggu þá í herbergi, sem var 2×2 metrar eða svo.
Einnig heimsótti ég bóndann í Vogsósum, sem var öllum högum kunnugur í Herdísarvík öll ár Einars þar. Þegar ég hafði rætt við þessa menm, þá vissi ég að þau áhrif sem ég hafði orðið fyrir í Herdísanvík voru síður en svo fjarri sanni og líkast til eini sannleikinn í málinu — heilinn greinir skemmra en nemur taugin — stundum.
Einar Benediktsson undi sér illa í Herdísarvík strax eftir að hann kom þangað. Hann hafði ekki verið ófús að fara þangað, og gerði sér ekki ljóst í hvaða sjálfheldu hann var að koma sér. Úti í París á heimleið miklar hann þennan stað fyrir sér, og fer að tala um, að þarma sé gott til hafnargerðar og staðurinn liggi vel við fiskimiðum „og svo megi hafa 10 þúsund hænsni, sem gangi sjáfala í hrauninu“ — Einar var sem sé þá enn sjálfum sér líkur. Einair var algerlega andlega heill, þegar hann fór suðuretftir, þó að fjörið væri farið að dvína til sjálfsbjargar. Hann orti Jöklajörð og Bláland í Hammamet í Marokko í utanlandsreisunni áður en hann fór til Herdísarvíkur, og sneri Spánarvísunum á dönsku, og orti í París á heimleið ekki ómerkari vísu en: — Gengi er valt, þar fé er falt … auk þess, sem hann skrifaði mikla ritgerð, sem hét Norræn menning. Eftir að hann steig fótum á jörð í Herdísarvík, orti hann ekki hendngu, svo sannað verði, og sannar sú staðreynd, kannski betur en nokkuð annað, hvaða áhrif Herdísarvíkurdvölin hafði strax á skáldið.
Það votta allir vinir Einars, sem ég hefi haft tal af, að það hafi ekki borið á nokkrum andlegum vanheilindum, þegar skáldið fór suður eftir. Hins vegar er það staðreynd, að það var farið að bera á því, áður en fyrsta árinu lauk þar syðra, að það slægi útí fyrir skáldinu í samræðum. Það ágerðist síðan með ári hverju, og loks var hann sem fyrr segir, farinn að tala við sjálfan sig og dauða hluti og ímynda sér lalls kyns firrur. Að hann væri síðast orðinn „ljúfari og hýrari“, er aldeilis rétt, en það var bara sinnuleysisviðmót manns, sem ekki er lengur fyllilega í sambandi við lífið í kringum sig.
Einar reyndi þrisvar sinnum að strjúka, en máðist tiljótlega í öll skiptin og var færður til baka, enda var það algjör ofætlan manni á hans aldri og stirðum til gangs að flýja fótgangandi frá Herdísarvík. Sem dæmi um hversu erfitt var að komnast frá Herdísarvík, má nefna söguna af því, þegar vinir hans í Reykjavík efndu til samskota á sjötugs afmæli Einars til þess, að hann gæti farið utan í síðasta sinni, en Hlín hafði sagt þeim að til þess langaði hann mjög. Einhverjar vomur reyndust þó á skáldinu, þegar til kom, því að hann ætlaði ekki að fást á bakk hestinum, þegar halda skyldi af stað. Það var alltaf beygur í honum við að setjast á hestbak, eftir að hann meiddi sig, þegar hann var sýslumaður Rangæinga. Ekki tjóaði homum þó að mögla, og var honum hjálpað á bak. Það var slagveðursrigning þennan haustdag og skáldið í gamla þykka frakkarum, sem sjá má á styttunni á Klambratúninu. Einar vat þá enn vel í holdum, þegar þetta var.
Á hlaðinu á Vogsósum lagðist hesturinn undir skáldinu og því varð mammhjálp af baki. Það var ekki þurr þráður á gamla manninum. En áfram var haldið á öðrum og frískari hesti og náð til Hveragerðis um kvöldið. Einar gekk þar í stofu þegjandi og settist á stól á miðju gólfi, og er sögumanni mínum minnisstæður pollurinn á stofugólfinu, sem myndaðist strax og tók að renna úr fötum Einars. Kannski þetta hafi líka verið elskulegt ferðalag fyrir mann, sem þjáðist af berklum framan af ævi og var alla tíð brjóstveill? Ferðin frá Reykjavík og til Herdísarvíkur að lokinni utanlandsreisunni, varð þó enn ömurlegri og læt ég niður falla þá sögu nú.
Við þurfum áreiðanlega margt að ræða við samtímamenn Einars Benediktssonar um síðustu æviár hans í Herdísarvík og þá einnig um næstu árin áður en hann fór þangað. Framkoma við Einar á Alþingishátíðinni sem hér verður sagt frá á eftir varpar kannski ljósi á, hvað ég er að fara . . . „komandi kynslóðir eiga eftir að undrast …“
Einar Benediktsson andaðist 12. janúar 1940, eftir nokkurra daga rúmlegu. Engan hef ég hitt, sem veit til að læknis hafi verið vitjað, og dálítið væri fróðlegt — af því að um þjóðskáld er að ræða, sem deyr komið undir miðja tuttugustu öld, að vita hver gaf út dánarvottorðið og hvenær. Að morgni þess dags sem hann andaðist mælti hann svo síðastra orða: — Þá er það búið. — Hann var svo meðvitundarlaus um daginn og andaðist undir miðnætti um kvöldið.
Ég hef nefnt dæmi um það hér að framan, hversu erfitt skáldinu reyndist að komast lifandi frá Herdísarvík. Það ætlaði ekki að reynast honum betra dauðum. Það var send þung og mikil eikarkista frá Reykjavík og ekkert til sparað að hafa hana sem veigamesta. Bíll fór eins langt og hann komst niður frá Hveragerði — það var niður á Heiðina há, en eftir það varð að bera kistuna á höndum alla leið út í Herdísarvík. Það segir Snorri bóndi í Vogsósum, að sé einhver mesta þrekraun sem hann hafi lent í um dagana. Þetta hefur verið um 10 km leið yfir torfærur og kistan var svo þung, að burðarmennirnir fundu næstum engan mun á henni með líkinu í til baka, enda hafði Einar verið orðinn grannur áður en hann dó. Líkið komst þó um síðir til skila og var því tekið með miklum virktum í Reykjavík. Það er ekki hægt að segja, að það hafi verið hörgull á ástinni á Einari Benediktssyni, þegar hann kom til manna í þessu ástandi. Ríkisstjórn og höfðingjar andlegir sem veraldlegir fylltu dómkirkjuna og daginn eftir var ekið með Einar austur á Þingvelli til að jarðsetja í grafreit þjóðarinnar þar.
Og nú liggur beint við að segja frá næstu ferð Einars á undan, austur á Þingvelli. Þá var hann lifandi.
Einar hafði ort alþingishátíðarljóðin, mikinn kvæðabálk, og fengið 1. verðlaun fyrir ásamt Davíð Stefánssyni. Ljóð Davíðs voru valin til söngs, en ákveðið var að segja fram kvæði Einars. Einar var þá af leikum sem lærðum viðurkenndur sem höfuðskáld þjóðarinnar, þó að það reyndist meir í orði en á borði. Hann þótti orðið vangæfur við skál, og fyrirmenn báru ugg í brjósti yfir því, hvað út úr honum kynni að hrjóta í kóngsveizlunni miklu, þegar hann væni orðin þéttur.
Sjálfsagt hefur þetta verið ástæðulaus ótti, Einar kunni sig vel í veizlum og hefði vafalaust gætt sóma síns vel undir þessum kringumstæðum, þó að í einhverri minni háttar veizlu, áður en þetta var, hafi honum orðið það á að kneyfa mjög. En höfðingjarnir vildu ekkert eiga undir Einari og gripu til einfaldasta úrræðisins til að losna við hann — þeir buðu honum ekki til veizlunnar. Einar fór þó austur á eigin vegum, og var ódrukkinn á Þingvöllum, enda aldrei við öðru að búast en Einar Benediktsson gætti sóma síns sjálfs og þjóðar sinn ar, þegar mikið var í húfi. Hann hefur sjálfsagt gert ráð fyrir, að þó honum væri ekki boðið til veizlunnar, myndi hann lenda eitthvað í sviðsljósinu, þegar kvæði hans væri flutt. Hann reikaði einn um vellina framan af degi, en síðla dagsins rakst Kristján Albertsson á hann í tjaldi, þar sem hann sat einn sér úti í horni og sötraði kaffi. Kvæði hans hafði ekki verið flutt og var aldrei flutt. Kristjáni ofbauð þessi framkoma við skáldið, eins og reyndar fleiri vinum þess, sem minnast þessa enn með hryllingi, svo nærri gekk það þeim sumum, að sjá skáld sitt svo hart leikið og fá ekki að gert.
Kristján leitaði uppi Benedikt Sveinsson og sagði honum að skáldið væri á Þingvöllum, en líkast til hafa ráðamenn reiknað með að Einar kæmi ekki, fyrst honum var ekki boðið. Benedikt sem var mikill vinur Einars, beitti sér þá fyrir því, að einhverra úrræða væri leitað til að draga eitthvað úr þeirri vansæmd, sem skáldinu var sýnd, og varð það að ráði, að Kristján minntist Einars sér staklega daginn eftir með ávarpi frá Lögbergi, sem hann og gerði. Þá var Einar farinn af Völlunum, hann fór um kvöldið hins fyrra dags, einn, eins og hann kom og án þess að nokkur hlutaðist til um ferðir hans.
Flest getum við, þó minni séum í sniðum en Einar, látið okkur renna grun í hugrenningar hans á heimleiðinni til Reykjavíkur, — enda hefndi skáldið sín grimmilega og orti Öklaeld, þar sem hann risti ráðamönnum þjóðarinnar níð. Enginn maður hafði séð Einar bregða svip þennan dag og hann hélt reisn sinni í fasi og allri framkomu. Einar bar ekki sorg sína á torg, jafnvel ekki við vin, þó að margt væri honum andstætt þessi árin og hann gerðist gamlaður.
Ég hef aðeins eina sögn um það, að hann hafi sýnt merki klökkva á þessum árum, þegar heimili hans hafði leystst upp, konan yfirgefið hann og honum var fjárvant, þó að hann ætti enn nokkrar eignir og aldurinn færðist yfir hann. Hann sat að drykkju með nokkrum stúdentum og þeir sungu eða sögðu fram kvæðið um rjúpuna eftir Jónas Hallgrímsson. Á eftir sat Einar keikur í sætinu að vanda og mikilúðlegur og tautaði fyrir munni sér í sífellu: — Á sér ekkert hreysi, útibarin rjúpa — en tárin streymdu niður kinnarnar.—“
Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 29. desember 1972, bls. 34-36 og 63.