Helluhús

Reykjavík

Skemmtileg frásögn í Þjóðólfi um „Húsasölu og húsabyggíngar í Reykjavíkur haupstað árið 1855;
„Húsið nr. 20 á Arnarhólsholti fyrir 700 rddl.; kaupm. og bæjarfulltrúi þorst. Jónsson seldi, en Egill hreppst. Hallgrímsson í Minnivogum keypti. Húsið nr. 5 á Austurvelli fyrir 3000 rdl.; kaupm. E. Siemsen seldi, kBjarghus-231onferenzráfe og riddari B. Thorsteinson keypti. — Húsið nr. 10 í Grjótagötu fyrir 1200 rdl.; sameigendur: dánarbú frú Helgu Egilsson og stúdent Jón Arnason seldu, en ekkjufrú Elín Thorstensen keypti. — Húsið nr. 4 í Lækjargötu, (á horninu á Lækjartorgi fyrir 3,500 rdd.; kaupm. M. Smith, — sem keypti húsið næstl. vetur af stórkaupm. P. C. Knudtzon fyrir sama verð, — seldi, en prófastur og dómkirkjuprestur séra Ólafur Pálsson keypti. — Uppboðsölunnar á hinum nýja og gamla gildaskála, nr. 4, A og B í Aðalstræti, er fyr getið.
Tvö hús eru hér nýbyggð í sumar; reisti Tofte beykir annað, í miðju Austurstræti, það er byggt með bindíngi af múr, tvíloptað með helluþaki, en hitt kaupm. R. P. Tærgesen á horni Aðalstrætis og Læknisgötu, nr. 12, anspænis Hafnarstræti, og reif hann áður hina slábyggðu gömlu búð (Sunkenbergsbúð) er þar stóð til þessa, var sú búð hin eina enn uppistandandi af búðum þeim er fluttar voru á land úr hinum forna Hólmskaupstað, (Örfærsey). Hús það sem herra Tærgesen nú reisir þar er byggt með bindíngi og múr og tvíloptað og helluþakið, þar til bæði breiðara og lengra en búðin var sem þar stóð fyr, og verður hin mesta staðarprýði að húsi þessu, þegar það er fullgjört. Hið 3. hús reisti söðlasm. Torfi Steinsson, nýja verksmiðju áfast við íbúðarhús sitt að vestanverðu, með bindíngi og múr og með helluþaki.
Það leiddi af þessari byggíngu herra T. Steinssonar Bjarghus-232uppgötvan eina, sem ekki má vita nema geti leitt hér til mikils sparnaðar og gagns; í stað tígulsteins sem hér hefir verið vanalega hafður í múr í bindíngshúsum, flutti hann að sér hraunhellur sunnan úr Kapelluhrauni; þær eru sléttar og ekki kræklóttar, og flestar á þykkt við vanalega breidd á tígulsteini, svo að hafa má þær á rönd í múrinn, en margar þeirra eru stórar og klæða því vel af, en fyrir það sparast múrhúð (kalk) meir en til helmínga; hella þessi kostaði og híngað flutt á fiskibátum, helmíngi minna en tígulsteinn til jafnstórs húss mundi hafa kostað; en múrverkið sjálft er nokkuð seinunnara með hellu þessari, af því að höggva þarf og jafna með verkfærum brúnir hellnanna hér og hvar. En þar að auki þykir auðsætt, að húsamúr úr þessari hellu muni hafa tvo verulega og mikilvæga kosti framyfir tígulsteinsmúrinn, en það er, að hella þessi meyrnar alls ekki, eins og tígulsteinninn, þó vindur og hret leiki á henni, og að hún bæði fyrir þær sakir, og eina fyrir það hvað hún er jafn hrufótt og þétteygð, vafalaust hlýtur að halda varanlega á sér múrlíms-húðinni að utanverðu, en það vill aldrei heppnast hér á tígulsteinsmúr sem veit í móti rigníngarátt (hér allri austanátt); þess vegna hafa menn og jafnan neyðzt til að klæða þá múra með borðum og bika þau eða maka með við smjörslit árlega, og gefur að skilja, hve mikið og verulegt mundi sparast við byggíngar og viðurhald bindíngs-múrhúsa, ef þetta yrði óþarft með framtíð.
Bjarghus-233Samkynja hraunhella þeirri, sem er í Kapelluhrauni, er einnig, eins og mörgum mun kunnugt, bæði á Hellisheiði, einkum um Hellisskarðsveginn, og í hrauninu umhverfis Gjáarrétt, Kaldárbotna og Rauðahellir, fyrir ofan Hafnarfjörð, og mikil nægð af á báðum þeim svæðum. En hægast og kostnaðarminnst verður að flytja að sér helluna úr Kapelluhrauni um öll nesin hér syðra, því það má gjöra sjóveg; og er þetta einkum hægt fyrir þá, sem búsettir eru nær hrauninu, og ef menn byggði öfluga byrðínga er bæri mikið í senn, til að flytja á hraunhellu þessa til ýmsra staða, og mundi þetta geta orðið nýr atvinnuvegur, einkum ef sjávarbændur færi líka smámsaman að byggja sér, — í stað moldarkofanna sem aldrei standa, allt af er verið að káka við og þó er engin eign í, — íbúðar- og geymslu-hús úr bindíngi og múr með þessari hellu, sem útheimtir svo sárlítið múrlím, en hægt að flytja það að sér sjóveg hér um nesin úr kaupstöðunum.“

Heimild:
Þjóðólfur, 8. desember 1855, bls. 4-5.

Breiðabólstaðir

Breiðabólstaðir á Álftanesi – hlaðið steinhús.