Hvalsnes

Hvalsnes er kirkjustaður sunnan við Sandgerði á Miðnesi. Þar var lengi prestsetur og þjónaði Hvalsnesprestur þá að jafnaði einnig í Kirkjuvogi (Höfnum) og í Innri-Njarðvík.

Hvalsneskirkja

Hvalsneskirkja.

Á Hvalsnesi er steinkirkja, byggð utan við kirkjugarðinn. Kirkjan sú var vígð á jóladag árið 1887, en Hvalsnesprestakall hafði verið lagt niður 1811 og síðan hefur Hvalsnessókn tilheyrt Útskálaprestakalli.
Kirkjubóndinn Ketill Ketilsson í Kotvogi lét reisa Hvalsneskirkju. Þar hafði kirkja staðið frá allt frá 1200. Ketill hafði frétt að verið væri að reisa hlaðna kirkju í Innri-Njarðvík (1885-1886). Snaraðist þangað og samdi við steinsmiðina um að koma á Hvalsnes þegar verkinu væri lokið og hefja þar hleðslu. Grjótið var tekið úr klöppinni fyrir utan túnið og því ekki langt að fara.
Kirkjusmiður var Magnús Magnússon, steinsmiður í Garði. Hann fórst 1887 áður en smíðinni lauk og tók þá við Stefán Egilsson.

Hvalsnes

Grafsteinn Steinunnar í Hvalsneskirkju.

Stórbóndinn Ketill Ketilsson í Kotvogi í Höfnum var þá eigandi Hvalsnesjarðarinnar og kostaði hann kirkjubygginguna. Hún á nú marga góða gripi, meðal annars er þar geymdur legsteinn Steinunnar, dóttur Hallgríms Péturssonar sálmaskálds, en hann var þar prestur frá 1644 til 1651. Hann er sagður hafa höggvið legsteininn sjálfur. Legsteinn þessi var lengi týndur en fannst 1964 þar sem hann hafði verið notaður í stéttina framan við kirkjuna.

Þekktastir Hvalsnespresta voru fyrrnefndur Hallgrímur Pétursson (1644-1651) og Árni Hallvarðsson (1743-1748).

Hallgrímur Pétursson (1614–27. október 1674) var prestur og mesta sálmaskáld Íslendinga. Ævi hans var að mörgu leyti óvenjuleg en þekktastur er hann í dag fyrir Passíusálmana sína sem voru fyrst gefnir út á prenti árið 1666. Hann var af góðum ættum en bjó lengst af við fátækt. Hann naut mikils stuðnings Brynjólfs Sveinssonar biskups og fékk prestsvígslu frá honum þrátt fyrir að Hallgrímur lyki aldrei formlega prófi. Hallgrímskirkja í Reykjavík og Hallgrímskirkja í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd eru nefndar eftir honum.

Hvalsnes

Hallgrímur Pétursson – glerlistaverk í Akureyrarkirkju.

Árni Hallvarðsson (1712-1748) var prestur á Suðurnesjum. Foreldrar hans voru Hallvarður Ingimundarson í Gerðum í Garði og Þórdís Halldórsdóttir frá Keflavík. Hann varð stúdent frá Skálholtsskóla 1739 en var á sumrum hjá Brynjólfi Sigurðssyni sýslumanni á Reykjum í Ölfusi. Hann var prestur á Hvalsnesi frá 1742 til dauðadags.
Sagt er að séra Árni hafi bannað vikivaka og jólaskemmtanir þær sem haldnar voru á Flankastöðum og að honum hafi hefnst fyrir það er hann drukknaði í embættisferð að Kirkjuvogi þann 31. mars 1748.

Á Hvalsnestorfunni voru eftirtaldir bæir á fyrri hluta 20. aldar; Vesturbær og Austurbær, Kirkjuhóll suðvestan kirkju, Brandskot norðan sjávargötunnar að vörinni til norðausturs, Nýibær og Smiðshús vestast, sunnar Gerðakot, norðar Tjörn Moshús, Hlið og Garðbær, austar Nýlenda, Bursthús og Skinnalón. Flestir bæjanna eru nú tóftir einar, en sumum jörðunum standa þó enn íbúðarhús.

Hvalsnes

Hvalsnes – loftmynd 1954.

Í „Fornleifaskráningu vegna fyrirhugaðs ljósleiðara í Suðurnesjabæ“ árið 2022 má m.a. lesa eftirfarandi fróðleik um bæina:

Hvalsnes

Hvalsnes

Hvalsnes um miðja 20. öld.

1686 og 1695: 60 hdr., 3/4 konungseign, 1/4 kirkjueign, samkvæmt The Old Icelandic Land Registers, 122.
1703: Jarðardýrleiki óviss, ¾ konungseign ¼ kirkjueign. Kirkjustaður með hjáleigunum Gierdakoti, Smidshúsi, Ervidi, Moakoti, hjáleigu kennd við ábúanda hverju sinni (þá Þorbjörn) og Fiosakoti, samkvæmt JÁM III, 45-47.
1847: Jarðardýrleiki óviss, bændaeign, með hjáleigunum Gerðakoti, Rembihnúti, Mosahúsi og Nýlendu. Þar segir að í jb. 1803 séu hjáleigurnar Smiðshús og Brandshús undirsettar jörðinni, samkvæmt JJ, 86.
Um 1200: Kirknaskrá Páls, DI XII 9.

Hvalsnes

Brunnur, fylltur, í Brunnlág.

1225: “Síðan fór Aron [Hjörleifsson] suðr a Hvalsnes til Þorsteins ok var þar um hríð,” segir í Íslendingasögu, Sturl I, 308. Hvalsness er einnig getið í sömu sögu bls. 457, 495.
Um 1270: Skrá um rekaskipti á Rosmhvalanesi. “Þadann fra fvlavik xl fadma a sanndinn fra kolldvhomrvm. Þadann aa hvalsnes. krokvr. ok vtskaler sydvr til midær holms sinn þridivng hvor þeirra. […] Þadann eigv vtskaler einer sydvr til miosyndis. Þadann aa sydvr hvalsnes ij hlvti j vidreka enn starnes þridvng.” DI II, 77.
Um 1270: “Þetta er hvalskipte rost hvelínga: at þann hval sem meire er enn xij vætter ok half vætt ok rekvr millvm æsvbergs ok kefl v vikur til motz vid niardvikínga skall skiptta j nív stade. […] Hinn ixa hlvt hvals aa hvalsnes ok starnes.” DI II, 78-79.

Hvalsnes

Lögréttan á Hvalsnesi.

Um 1270: “landamerkia bref aa milli huals nes og starnes.” DI II, 81.
1367: “xliij. Hvalnes maldage eins og j vilchinsbok. þa lidit var fra hijngad burd vors lausnara Jesu christi þushundrut ara þriu hundrut ara og siau tijger ara vijgde herra othgeir Biskup kirkiu a Hualsnese et cetera”; Hítardalsbók, sjá 1370; DI III 219.
1370: “Hvalsnes. Þa er lidit var fra hijngadburd vors herra Jesu Christi Þushundrud ära ccc. oc lxx ara. vijgdi herra Otthgeir Biskup kirkiu a Hvalsnesi […]. ad kirkian a fi ordung j heima landi sem Biorn bondi Olafsson oc Salgierdur kona hanz [gafu] kirkiunni til vpphelldis og ad standa skylldi fi rir presti og jord j nordurnesium […].” DI III, 256-257.

Hvalsnes

Hvalsnes – Virkishóll.

1415: “[…] hustru jnghunn gunnarsdotter medr fullo handabandhi fek […] herra arnna med gudz nadh biskup i skalholti sitt fullt oc loghligt æighnar vmbodh yfuer hualsnesi a hrosmalanesi […].” DI III, 761.
25.8.1426: Vottað “ath herra hanis paalsson feck med fullo handabande herman langha forstandara ath allra heilagra kirkiu j bergwin huaalsnes a Rosmalanesi liggiande bade síns herra kongsins oc suo sína vægna […].” DI IV, 336.
1435: Jón Kárason prestur vottar um viðtal Árna Ólafssar biskups við Helga Guðinason systurson sinn: “hielt biskup aarne aa eirne skaal ok drack helga aulit til. ok hier til gef ek þier jaurdina er hualsnes heiter er liggr aa Rosmalanese til fullrar eignar.” DI IV, 554.

Hvalsnes

Hvalsneshverfi – túnakort 1919.

1436: Snorri Ingimundarson prestur og þrír aðrir menn votta: “ath gudrun styrsdottir handfeste helga gudinasyne suo felldan vitnissburd. Ath hun heyrde […] gerra aarna med guds naad biskup j skalhollte kennazt […] ath hann hefde gefi t nefndum helga jaurdina er hualsnes heiter er liggr aa rosmalanese til
fullrar eignar ok sagdizt þa enn gefa honum adr nefnda jaurd.” DI IV, 555.
1436: Helgi Ingjaldsson prestur vottar: “at nefnd jngun [gunnarsdotter] feck biskp arna jordina a hualsnese er liggr a rosmalanesi til fullrar eignar med ollum þeim gognum ok gædum sem til liggr […].” DI IV, 555-556.

Hvalsnes

Hvalsnes – Smiðshúsabrunnur.

1436: Alþingisdómur tólf manna útnefndum af Ormi Loptssyni hirðstjóra: “at dæma i milli hera laughmannzins helga gudinasonar ogh nikulas snæbiarnarsonar. Kærdi fyrrnefndr helghi ath aadrnefndr nikulaas hielldi ogh sier eignadi jordina hvalsnes er liggr aa rosmhvalanesi. […] þvi dæmdvm vier fyrrnefnder domsmenn títtnefndom helgha optnefnda jord hvalsnes til fvllrar eignar svo mikit sem gilldi aatta lester fi sk fram komnar i bergvin en honum til hallz þad sem jördin væri dyrri.” DI IV, 559-560.
1445: Torfi Arason selr Skúla Loptssyni Hvalsnes á Rosmhvalanesi og Gegnishól í Skagafi rði fyrir jarðirnar Þykkvaskóg, Miðskóg Þórólfsstaði, Smyrlahól Giljaland og Heinaberg. “[Seljandi jarðarinnar reiknar] at hualsnesi fylgdi tuer jarder nes ok Melaberg ok stedi onnur fi rir omagavist. enn adra etti kirkian ok Þar til tolf kugilldi. kynni [kaupandi] at spyria at helge gudinason hefdi fl eire peninga tekit kirkiunnar vegna aa hualsnesi Þa skylldi [seljandi] Þa til leggia.” DI IV, 665-666.

Hvalsnes

Hvalsnes – Virkishóll.

1488: Jörðin Býjasker á Rosmhvalanesi er í Hvalsneskirkjusókn. DI VI, 637.
1541. Minnisgreinar Gizurar biskups. “Jtem lofad sira Eyolfi Hualsnesi ef sera Halldor hefur þad ecki heima sialfur.” DI X, 691.
1546: Bréf Gizurar biskups til síra Eyjólfs á Hvalsnesi. “J hueriu þier skrifudut at sira Einar hefdi b(ygt) undan ydur hualsnes veit ec þar ecki til.” DI XI, 528. 1552: Fógetareikningar. “Jtem Ogmonder aff Hualsnese ff or ij skatte xvj alne vadmel.” DI XII, 420. Sjá einnig Fógetareikninga 1553, DI XII, 577, 579.
1563: Jarðaskiptabréf hirðsjóra fyrir hönd konungs við Skálholtsstól. “[…] under minn nadugasta herra og Krununa skulu þessar jarder liggia til eignar oc aftekta […] Hvalznes med Hualsness hverfi fyrer jc hundrada.” DI XIV, 156. 1575: Máld DI XV 639 1698-1720: Jón bp Vídalín lætur lögtaka að Njarðvíkurkirkja fái alkirkjurétt og skuli vera annexía frá Hvalnesi; PP, 102.

Hvalsnes

Hvalsnes (HWL).

Fasteignamat frá 1916 er til fyrir Hvalsnes ásamt Móum, Loftstöðum, Smiðshúsum, Nýjabæ, Móhúsum og Tjörn.
1919: “Túnin að mestu slétt og sléttuð.” Tún (Hvalsnes A), 3.4 hekt., garðar 800 m2. Tún (Hvalsnes V),
3.4 hekt., garðar 540 m2. Tún (Smiðshús), 1.3 hekt., garðar 540 m2. Tún (Nýibær), 0.9 hekt., garðar 810 m2. Tún (Tjörn), 0.15 hekt., garðar 380 m2. Tún (Garðbær), 0.15 hekt., garðar 380 m2. Tún (Hlið), 0.15 hekt., garðar 380 m2. Sléttað tún (Móakot), 0.44 hekt., garðar 370 m2. Sléttað tún (Loftstaðir) 0.1 hekt., garðar 590 m2. Öll torfan samtals 9.9 hekt., og garðar 4790 m2.

Hvalsnes

Hvalsnes; bæirnir Nýibær, Moshús og Tjörn. Smiðshús t.h.

1703: [S]o er og mestalt land jarðarinnar komið í sand, grjót og hrjóstur […]. Torfrista og stúnga engin nema í sendinni jörðu, valla nýtandi. Eldiviðartak ekkert nema fj öruþáng. Fjörugrasatekja sem jörðinni nægir. Sölvatekja lítil. Fuglveiði og eggver ekkert nema ef sótt væri til Geirfuglaskers, sem presturinn þykist heyrt hafa kirkjunni eignað að nokkrum parti, en þángað er háskaför so mikil, að það hefur um lángar stundir ekki farið verið […]. Rekavon nokkur. Hrognkelsafj ara að nokkru gagni. Murukjarnar, söl og bjöllur eru um veturinn brúkaðar til að næra á nautpeníngi í heyskorti […]. Vatnsskortur er að miklu meini, so að margoft bæði sumar og vetur verður það að meini mönnum og fjenaði, þegar ekki nást fjöruvötn,” segir í JÁM III, 44-45.
“Hvalsnestangi […]. Skiptast þar á tjarnir og þýfðir móar. Þar er kúabeit, einnig hesta og sauðfjár að nokkru,” segir í örnefnalýsingu MÞ (Ö-Hvalsnes MÞ, 1).
Í örnefnaskrá AG segir: “Kúatraðir eru frá bæ milli Norðurtúns og Tjarnarbletts.” (Ö-Hvalsnes AG, 1).

Hvalsnes

Hvalsnes – útihús frá Austurbæ.

Uppmældar minjar á bæjarhólnum í Hvalsnesi eru áberandi og sjást vel úr öllum áttum. Á túnakorti frá 1919 er bærinn Hvalsnes merktur með níu steinhúsum, tveimur kálgörðum og einni for vestan við suðurkálgarðinn. Íbúðarhús er suðaustast á bæjarhólnum og steinsteypt útihús til norðurs og vesturs.
Íbúðarhúsið er byggt yfir austurenda bæjarhúsanna líkt og þau eru sýnd á túnakortinu og útihúsin eru vestarlega á hólnum, á sama stað og útihús á túnakortinu. Stafnar bæjarins snéru til suðurs að öllum líkindum en mikið rask er á bæjarhólnum vegna húsbygginga sem og annarra framkvæmda. Áætlað er að ljósleiðarinn liggi þvert yfir miðjan bæjarhólinn.
Slétt, ræktuð tún eru allt umhverfis bæjarhólinn á Hvalsnesi. Bæjarstæðið er Bæjarhóllinn er um 50 m í þvermál og 1-2 m á hæð. Brún hólsins sést einna best til suðurs, þar er hún 1,5 m á hæð. Malarplan er á hólnum miðjum og vegur yfir norðurhluta hans. Ekkert er varðveitt af eldri húsum á bæjahólnum en án efa er enn mannvist undir sverði.

Hvalsneskirkja

Hvalsneskirkja

Hvalsneskirkja.

Á túnakorti frá 1919 er steinkirkja, sem er samtengt kirkjugarði, merkt um 80 m suðaustan bæjar. Kirkjustæðið sést enn.
c. 1200: Kirknaskrá Páls, DI XII 9. HVALSNES Á MIÐNESI (G) -Guði, Maríu, heilögum krossi, Ólafi , Katrínu, öllum Guðs helgum mönnum.
1367: “xliij. Hvalnes maldage eins og j vilchinsbok. þa lidit var fra hijngad burd vors lausnara Jesu christi þushundrut ara þriu hundrut ara og siau tijger ara vijgde herra othgeir Biskup kirkiu a Hualsnese et cetera”; Hítardalsbók, sjá 1370, DI III 219.
10.6.1370: “Hvalsnes. Þa er lidit var fra hijngadburd vors herra Jesu Christi Þushundrud ära ccc. oc lxx ara. vijgdi herra Otthgeir Biskup kirkiu a Hvalsnesi Gudi til lofs oc dyrdar og heilagri Gudz modur Mariæ. hinum heilaga krossi. Olavo kongi. heilagri Katariæ oc ollum Gudz helgum monnum næsta dag fi rir festum Barnabæ Apostoli med þessum mäldaga. ad kirkian a fi ordung j heima landi sem Biorn bondi Olafsson oc Salgierdur kona hanz [gafu] kirkiunni til vpphelldis og ad standa skylldi fi rir presti og jord j nordurnesium oc xij kyr.

Hvalsneskirkja

Hvalsneskirkja.

Þar skal vera heimilisprestr oc syngia hvern dag helgann oc hvern dag vm Langafostu oc jolafostu. ymbrudaga oc oll ix lestra holld oc octavas oc iij daga j viku þess j milli. þar skal lvka presti iiij merkur aa hveriu aare. þangad liggia Þesser iiij bæer ad tiundum oc lysitollum oc ollum skylldum. þoristader. fl angastader. Sandgerdi oc Vppsaler. Og af ollum bæium sudur þadan til Voga allar skylldur vtan af Biaskerium oc þeim tveimur kotum sem þar fylgir jordunni. tekst þar af heima tiund. af Hvalsnesi skal syngia til Biaskeria annan huern dag helgan. Þetta aa kirkian innan sig. kross fornan storan med vnderstodum. Mariuskriptt. olafsskriptt. iij krossa smä. Salvatoris skriptt. skrijn med helgum domum. v. kluckur. iiij biollur.

Hvalneskirkja

Hvalsneskirkja.

Tabulum oc brijk. tiolld vmmhverfi s sig. kiertistikur iiij med kopar. jarnstikur iiij. sacrarium mvnnlaug. ampli oc fonts vmbuning med skijrnar katle. vijgdz vattzkietill oc stockull. paxspialld oc paskablad. sacrarium handklædi oc kiertistiku. glodarkier. elldbera. baksturjarn. kirkiu läs. kista. vj manna messuklædi oc iiij hoklar ad auk. kantarakapur iij. sloppar ij. alltaraklædi iij med dvkum. kaleika iij. oc hvslkier med silfur glerglugga iij. merki ij. lectara ij. stol. kiertaklofa. paskakiertis vmbunad. dymbil oc halftt pund vax. xij manada tijder. J mote þeim iiij bæium sem vndann Vtskaala kirkiu eru tekner leggur Biorn bonde kirkiunni ad Vtskalum jord er hiter j Votum med tveimur kugilldumtil æfi nnligrar eignar. fi ell nidur portio sijdan Svarthofdi erfdi jordina fi rir ad hann giordi kluckna hvs oc fi ri brad oc brot aa kirkiu”; Vmáld DI III 256-257 [ef seinasta málsgreinin er ekki seinni viðbót, þá getur hér ekki verið um kirkjustofnun að ræða. Umtalsverð ornamentiseign bendir líka til að kirkjan hafi átt sér lengri sögu. Máldaga Oddgeirs ber þá etv að skoða sem breytingu úr hálf- í alkirkju].

Hvalsneskirkja

Hvalsneskirkja.

7.5.1445: “[Seljandi jarðarinnar reiknar] at hualsnesi fylgdi tuer jarder nes ok Melaberg ok stedi onnur firir omagavist. enn adra etti kirkian ok Þar til tolf kugilldi. kynni [kaupandi] at spyria at helge gudinason hefdi fl eire peninga tekit kirkiunnar vegna aa hualsnesi Þa skylldi [seljandi] Þa til leggia”; DI IV 666.
22.8.1488: Jörðin Býjasker á Rosmhvalanesi er í Hvalsneskirkjusókn. DI VI, 637.
1575: Máld DI XV 639.
1698-1720: Jón bp Vídalín lætur lögtaka að Njarðvíkurkirkja fái alkirkjurétt og skuli vera annexía frá Hvalnesi; PP, 102.

Hvalsneskirkja

Hvalsneskirkja.

1811: Hvalnesprestakalli skipt upp og varð Hvalnes annexía frá Útskálum, staðfest með konungsbréfi 26.4.1815, Þó þannig að Hvalneskirkja skyldi niður lögð; PP, 104.
5.4.1820: Hvalneskirkja tekin upp á ný og byggð upp aftur 1821; PP, 102 [konungsbréf].
“[K]irkjan var uppbyggð að heita mátti á ábúandans kostnað 1821; þykir hún vera snoturt hús og prýðilegt,” segir í sýslu og sóknalýsingum. “Nýlega er búið að færa Hvalsnesskirkju út úr kirkjugarðinum suðaustur fyrir hann; er hún nú bygð úr steini og mjög vönduð. — Mér hafði verið sagt, að í Hvalsnesskirkjugarði hefði verið legsteinn yfir Steinunni Hallgrímsdóttur skálds, Péturssonar.

Hvalsneskirkja

Hvalsneskirkja og minnismerki um horfna sjómenn.

Nú var þar aðeins einn legsteinn sjáanlegur og af honum var alt letur þó horfið. En sú sögn fylgdi honum, að hann væri yfir séra Eiríki Guðmundssyni ([d.] 1796). Var mér sagt, að gras mundi gróið yfir Steinunnar-steininn, en að Hákon bóndi í Nýlendu mundi vita, hvar hans væri að leita. Hákon kvaðst muna eftir steininum: hann hefði verið alsettur letri. Og hann vísaði til, hvar hann minnti að steinninn hefði verið. Þar lét ég gjöra talsverða leit, en kom fyrir ekki. […] Á Stafnesi kom maður til mín, og sagðist hafa beyrt það haft eftir Steingrími bónda í Nesjum (Jónssyni prests í Hruna, Steingrímssonar), að hann (Steingrímur) myndi eftir því, að þá er síðast var bygð kirkjan í kirkjugarðinum (sem var 1864), þá hefði legsteinn verið settur í »grunnmúrinn«, og á honum hefði verið nafnið »Steinunn Hallgrímsdóttir« og ártalið, en ekkert annað.

Hvalsnes

Sólveig; minningarteinn á Hvalsnesi.

Ártalið hefði verið annaðhvort 1660 eða 1669. […] Sé hún rétt hefir sá steinn eigi tilheyrt Steinunni dóttur séra Hallgríms skálds. Hann var farinn frá Hvalsnesi fyrir 1660,” segir í Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1903. “Á skrásetningarferð minni um Suðurnes í ágústmán. i sumar var mér sagt til tveggja rúnasteinsbrota á Hvalsnesi. […]. Annað lá úti undir kirkjugarðsveggnum að sunnanverðu, fyrir utan hann; er það aftari hluti steinsins. Hitt var í hleðslunni í norð-vesturvegg kirkjugarðsins að innanverðu og sást á þá hlið sem rúnirnar voru á. Efni beggja brotanna er grágrýti (dolerit) og er það brotið, sem í hleðslunni var, orðið eytt og veðurbarið; hefði það verið hér mörg ár enn, var fyrirsjáanlegt að rúnir og alt verk hefði eyðst af því. […] Bæði brotin eru nú komin á Forngripasafnið. Í Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1971 er áletrunin sögt talin frá um 1500.

Hvalsneskirkja

Hvalsneskirkja.

“Síra Gestur var þá prestur á Hvalsnesi. Hann kom út úr bænum um vökuna og sér hvar tveir menn eru að glíma í kirkjugarðinum. Prestur gengur þangað og sér hvað um er að vera; er þar Þórarinn [í Glaumbæ] og Jáson [unglingspiltur sem grafinn var að Hvalsneskirkju] nærri því búinn að drepa hann.
Gestur prestur bjargaði Þórarni og kom Jásyni frá honum. Þórarinn hafði vakið Jáson upp og sent hann eftir peningum; var hann þá aftur kominn. Sagt er að síra Gestur muni hafa tekið til sín megnið af peningunum,” segir í Þjóðsögum Jóns Árnasonar.

Skóli

Hvalsnes

Hvalsnes – fyrrum skólinn sést á risbyggingunni.

Á túnakorti frá 1919 er skólahús merkt um 180 m austan bæjar, rétt utan við heimatúnið. Óræktaður mói og uppblásið svæði. Ekki sést til skólans – búið að byggja skemmu þar sem skólinn hefur staðið.

Garðbær
Á túnakorti frá 1919 er þurrabúðin Garðbær teiknuð með steinhúsi með skemmu ásamt einum kálgarði, um 140 m norðan bæjar.

Hvalsnes

Hvalsnes – Garðbær. Hlið t.h.

“Yztu takmörk Tjarnarbletts er rúst eftir þurrabúð, sem heitir Tjörn, og þar vestast í yztu merkjum Norðurtúns er Garðbæjartóft. Þar austur af er önnur þurrabúð, Hlið,” segir í örnefnaskrá AG. Garðbær er um 130 m norðan við Hvalsnesbæ og 25 m VSV við Hlið. Bæjartóftin er horfin en var fast sunnan við núverandi íbúðarhús.
Garðbær samanstendur af bæjarstæðinu og kálgarði sem enn sést fyrir norðan íbúðarhúsið.
Kálgarðurinn er ennfremur sambyggður Hliði. Núverandi íbúðarhús er inni í kálgarðinum og bæjartóftin hefur verið sléttuð út. Grasivasið slétt svæði sem nýtt er sem bakgarður. Engin ummerki um Garðabæ sjást á yfirborði.

Hlið
HvalsnesÁ túnakorti frá 1919 er þurrabúðin Hlið, ásamt þremur kálgörðum, merkt um 150 m norðan Hvalsnesbæjar.
“Yztu takmörk Tjarnarbletts er rúst eftir þurrabúð, sem heitir Tjörn, og þar vestast í yztu merkjum Norðurtúns er Garðbæjartóft. Þar austur af er önnur þurrabúð, Hlið,” segir í örnefnalýsingu.
Hlið er fast austan við Garðbæ, kálgarðar bæjanna voru sambyggðir. Minjar á Hliði sjást enn og samanstanda af bæjartóft, kálgarði og leið.
Tóftin er um 13×13 m að stærð og snýr norðaustur-suðvestur. Veggirnir eru 2 m á breidd og 0,5-2 m á hæð, algrónir en víða glittir í grjót. Tóftin skiptist í tvö hólf. Vestara hólfi ð er stærra, 5,5 x 2,6 m að innanmáli og snýr norðvestur-suðaustur. Op er á miðri vesturhlið, inn í kálgarð. Eystra hólfið er minna, 3 x 1 m að innanmáli og snýr norðvestur-suðaustur. Op er til suðausturs. Veggir í vestara hólfi nú standa betur og eru hærri en í minna hólfinu.

Smiðshús

Hvalsnes

Hvalsnes- Smiðshús.

Á túnakorti frá 1919 er Smiðshús merkt, með fimm steinhúsum sem og kálgarði austan við þau, um 280 m vestan Hvalsnesbæjar. Innan túns eru teiknuð tvö
steinhús og stakur kálgarður.
“Smidshús, önnur hjaleiga. Jarðardýrleiki óviss,” segir í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns.
“Brunnurinn á Smiðshúsum sést í túninu norðaustan við gamla húsið,” segir á Ferlir.is. Alls eru skráðar fimm fornleifar á Smiðshúsum, innan túns býlisins og
sýnt er á túnakorti Hvalsnes frá 1919. Smiðshús hafa ekki farið varhluta af landbroti og hluti bæjarhólsins kominn undir sjóvarnargarð. Íbúðarhúsið er nú
um 15 m austan við strandlengjuna og engin hús á bæjarhólnum utan tófarbrots.
Smiðshús eru á sjávarbakka og einungs tóftarbrot fast vestan við veg að núverandi íbúðarhúsi að sem er 115m NNA.
Bæjarhóllinn er horfinn og búið ad slétta allt út nema einn vegg. Hann er L-laga, um 5,5×5,5 m að stærð.
Hann er um 1 m á hæð, steyptur til vesturs en til austurs má greina 4-5 umför af grjóthleðslu.

Gerðakot

Hvalsnes

Hvalsnes – Gerðakot.

1703: Jarðardýrleiki óviss, sögð fyrsta hjáleiga frá Hvalsnesi, samkvæmt JÁM III, 45.
1847: Jarðardýrleiki óviss, sögð hjáleiga frá Hvalsnesi, samkvæmt JJ, 86.
Kuml: “Útsuður frá Hvalsnesi nær sjó er bær, sem heitir Gerðakot.” Árið 1854 var grafið fyrir nýbýli á hóli í landi Gerðakots. Kom þá upp beinagrind sem snéri N-S (Magnús Grímsson 1940, 254).
“Gerðakot var flutt þangað sem var torfbær, er hét Landlyst,” segir í örnefnaskrá Hvalsness (Ö-Hvalsnes AG, 2).
1919: Tún (Gerðakot), 2 hekt., garðar 980 m2.
Samkvæmt túnakorti frá 1919 á Gerðakot kálgarð í Loftstaðatúni.
Á túnakorti frá 1919 eru sex steinhús merkt og norðan við þau for. Kálgarður er teiknaður sunnan bæjarhúsanna.

Hvalsnes

Hvalsnes – Gerðakot nýrra/Landlyst.

“Útsuður frá Hvalsnesi nær sjó er bær, sem heitir Gerðakot,” segir í örnefnaskrá. “Gamla-Gerðakot stóð á flötu túninu innan við lágan malarkamp, norðan við Hrossatjörn. Í stórflóðum gekk sjór yfir kampinn inn í tjörnina: hún hækkaði þá, svo að fyllti kálgarðinn fyrir framan bæinn og varla var fært um stéttina, fyrr en fjaraði. Sjór gekk einnig inn á túnið fyrir norðan bæinn í stórflóðum. Þótti þetta svo uggvænlegt orðið, að 1929 var bærinn fluttur ofar í túnið,” segir Magnús Þórarinsson.
“Gerðakot var flutt þangað sem var torfbær, er hét Landlyst,” segir í örnefnaskrá Hvalsness.
“Árið 1880 taldi hann [sr. Sigurður B. Sívertsen] prýðileg timburhús með stofum (undir baðstofu) á Stafnesi, Gerðakoti og Sandgerði og þokkalegar innanþiljaðar baðstofur á Stafnesi, Sandgerði og Klöpp,” segir í Við opið haf e. Ásgeir Ásgeirsson.
Bæjarhóllinn er 30 x 22 m að stærð og snýr austur-vestur. Hann er algróinn og þakin tóftum, erfitt er að sjá hvað eru bæjarhús og hvað útihús. Tóftirnar eru ekki samtengdar heldur stakar sem bendir til endurnýtingar. Hóllinn er grasivaxinn, 0,5-1 m hæð, hæstur til suðurs.

Nýlenda

Hvalsnes

Hvalsnes – Nýlenda.

1847: Jarðardýrleiki óviss, sögð undirsett Hvalsnesi, samkvæmt JJ, 86.
Jarðarítök: Jörðin átti reka- og þangfjörur innan Hvalsneslands, segir í örnefnalýsingu Hvalsness (Ö-Hvalsnes MÞ, 2).
Fasteignamat frá 1916 er til fyrir Nýlendu.
1919: “Túnin slétt mestöll, einkum á Busth., létt greiðfært.” Tún (Nýlenda), 1.3 hekt., garðar 1200 m2.
Á túnakorti frá 1919 er Nýlenda merkt með átta steinhúsum og einu timburhúsi sem eru umkringd þremur kálgörðum á öllum hliðum ef frá er talið austurhlið. For er vestanmegin norðurkálgarðs. Stafnar bæjarins snéru að öllum líkindum til norðvesturs. Núverandi bæjarhús eru á sama stað og eldri hús.
Slétt tún eru allt umhverfis bæjarhólinn. Engin ummerki bæjarhóls og -húsa sjást á yfirborði.

Bursthús

Hvalsnes

Hvalsnes – Bursthús.

1686: 10 hdr., konungseign, samkvæmt The Old Icelandic Land Registers, 122.
1695: 10 hdr., konungseign, samkvæmt The Old Icelandic Land Registers, 122.
1703: “Jarðardýrleiki veit enginn til vissu, en eftir einum gömlum manni er haft, að hún hafi verið konungseign“. “Á þessari jörðu er ekki fyrirsvar og fátækraflutníngur nema að helmgíngi við lögbýlissjarðir og er því hálfl enda kölluð; meina sumir hún hafi verið bygð af Hvalsnesslandi,” segir í JÁM III, 47-48.
1703: “Sölva og hrognkelsafjara nokkur. Murukjarnatekja nokkuð lítil, þó stundum að gagni til að lengja líf kvikfjenaðar. Tún fordjarfast af sjávarágángi,
item af grjóti og sandi. Engjar eru öngvar. Útigangur enginn nema í Hvalsnesslandi.
Eldiviðartak ekkert nema í fjörunni og þó lítið. Vatnsból af skorti og fordjarfast af sjávaryfirgángi. Heimræði hefur verið árið um kríng, en er nú að mestu af, því að lendíng og skipsuppsátur fordjarfast af sjáfaryfirgángi,” segir í JÁM III, 37.
1847: Jarðardýrleiki óviss, bændaeign, samkvæmt JJ, 86.

Hvalsnes

Hvalsnes – Skinnalón.

Á túnakorti frá 1919 er Busthús merkt með sjö steinhúsum, einu timburhúsi, tveimur kálgörðum til norðurs og suðurs og einni for. Á túnakorti Kirkjubólshverfi segir: «Bæinn Kirkjuból flutti Gunnar – sonur Erlendar á Stafnesi (ár) að Busthúsum, þangað sem nú er hann.» Ekkert íbúðarhús er á bæjarhólnum, einungis sumarbústaður.
Stafnar bæjarins snéru til suðvesturs. Langur, gróinn hóll. Greinilegt að uppsöfnun mannvistarlaga er undir sverði. Bæjarhóllinn er 48 x 28 m að stærð og snýr norðvestur suðaustur. Hann er um 1 m á hæð. Ekki sjást minjar á hólnum en nokkrar dældir eru þar auk beinna bakka. Mikið rof er i suðurhlið bæjarhólsins, þar sem kálgarður var.

Heimildir:
-Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns III, 1923-24.
-Árbók hins íslenska fornleifafélags, 1903 – bls. 39.
-Örnefnaskráning fyrir Hvalsnes – Ari Gíslason.
-Örnefnalýsing fyrir Hvalsnes – Magnús Þórarinsson.
-Túnakort 1919.
-Loftmynd 1954.
-Fornleifaskráning vegna fyrirhugaðs ljósleiðara í Suðurnesjabæ. 2. útgáfa 2022.

Hvalsnes

Hvalsnes – uppdráttur ÓSÁ.

Rauðamelur

Í Fjarðarfréttum í sept. 2025 var fjallað um „Náttúruvætti í hættu – Óskráður Rauðamelur á hættusvæði„:

Rauðamelur

Áætlað efnistökusvæði Rauðamelsnámu (úr umhverfismatsskýrslu).

„Í umhverfismatsskýrslu Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarhafnar var gert ráð fyrir að stækkuð Straumsvíkurhöfn myndi m.a. fela í sér aðstöðu fyrir starfsemi fyrirtækisins Carbfix vegna uppbyggingar Coda Terminal í Hafnarfirði. Eftir að kynningu umhverfismatsskýrslu lauk breyttust áformin að því leyti að ekki var lengur gert ráð fyrir aðstöðu fyrir Carbfix í höfninni. Samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ, dags. 24.6.2025, koma hin breyttu áform fyrst og fremst til að leiða til breyttrar áfangaskiptingar við uppbyggingu hafnarinnar.

Rauðamelur

Stóri-Rauðamelur – núverandi námusvæði.

Gert er ráð fyrir að taka 1.240.000 m³ af efni úr áður skemmdri Rauðamelsnámu og á mörkum áhrifasvæðis vinnslunnar er náttúruvætti, Litli Rauðamelur sem ekki hefur verið skráður á minjaskrá og talinn horfinn.
Rauðmalarhólar myndast þegar hraun renna út í stöðuvötn eða mýrlend – eða gos verður í sjó eða vatni.
Litli Rauðamelur er aðeins í um 150 m fjarlægð frá Rauðamel og er alveg óraskaður – ennþá.

Rauðamelur

Litli-Rauðamelur næst og eyðilagður Stóri Rauðamelur fjær.

Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar segir: „Skógargatan liggur áfram suður yfir Rauðamel litla (132) og austan við Rauðamel stóra (133), en Suðurnesjavegurinn lá milli Rauðamelanna. Rauðimelur litli var lágur melhóll. Rauðimelur stóri var sunnar. Hann var feiknastór, og var varða á honum í gamla daga. Vestast á honum var rofabarð með hríslum. Nú eru melar þessir horfnir vegna flugvallargerðar og komin tjörn, þar sem sá syðri var.“
Þrátt fyrir fullyrðingu þess efnis að Litli-Rauðimelur sé horfinn „lifir“ hann enn góðu „lífi“ skammt norðnorðaustan þess Stóra – GG.“

Heimild:
-Fjarðarfréttir 11.09.2025, Náttúruvætti í hættu – Óskráður Litli Rauðamelur á hættusvæði, bls. 18.
-https://vefblad.fjardarfrettir.is/p/fjardarfrettir/11-9-2025/r/10/18-19/6849/1993125

Rauðamelur

Litli-Rauðamelur 2024.

Þvottalaugar

Á skilti í Reykjavík um „Laugaveg“ má lesa eftirfarandi fróðleik:

Þvottalaugar

Þvottalaugarnar fyrir 1900.

„Laugavegurinn dregur nafn sitt af gömlu þvottalaugunum í Laugardal en þangað báru konur þvott frá Reykjavík til þess að þvo í heitu laugunum allt til ársins 1930. Árið 1885 var hafist handa við að leggja veg til þess að auðvelda fólki leiðina að laugunum og var vonast til að burður á þungum þvotti legðist af með bættum samgöngum. Margrét Jónsdóttir (1893-1971) skáld, sem er líklega þekktust fyrir kvæði sitt „Ísland er land þitt“, gerði aðstæðum þvottakvennanna góð skil í ljóðinu um Þórunni gömlu þvottakonu, sem þvoði þvott fyrir aðra en lifði sjálf við kröpp kjör. Hér er fyrsta erindi ljóðsins.
Þórunn gamla þvottakona / þrammar áfram köld og sljó, / eftir dagsins erfiðleika / á hún von á hvíld og ró. / Vetur yfir veginn breiðir / voð úr mjallahvítum snjó“.“

þvottalaugar

Þvottalaugarnar um 1930.

Hitaveitustokkar

Á skilti í Reykjavík um „Hitaveitustokkana“ má lesa eftirfarandi fróðleik:

Hitaveitustokkar

Hitaveitustokkurinn steyptur í útjaðri Reykjavíkur, um 1942-1943. Lengst til vinstri sést glitta í Korpúlfsstaði.

„Þessir steyptu stokkar gegna stóru hlutverki í lífi Reykvíkinga. Í þeim er pípa sem flytur heitt vatn til borgarinnar en með því hita þeir upp híbýli sín. Ennfremur eru þeir mikilvæg gönguleið fyrir íbúana í hverfunum sem þeir liggja um, sérstaklega á vetrum því að ekki frýs á þeim.
Fyrir tíma hitaveitunnar voru hús í Reykjavík kynt með kolum eins og víðast hvar í Evrópu. Vegna hins kalda veðurfars kyntu bæjarbúar hús sín vel og lá oft þykkur kolamökkur yfir Reykjavík. Kolakyndingin var því bæði dýr og mengandi.

Hitaveitustokkar

Stúlkur með börn og barnavagna við hitaveitustokkinn í Smáíbúðahverfinu, 1959.

Hitaveita Reykjavíkur tók til starfa árið 1930 og sótti fyrst vatn í Þvottalaugarnar í Laugardal. Það reyndist vel en dugði aðeins fyrir lítinn hluta bæjarins. Aðrir bæjarbúar vildu þá ólmir tengjast hinni nýju veitu og til að anna eftirspurn var vatn sótt út fyrir bæinn, að Reykjum í Mosfellssveit. Reykjaveitan var tekin í gagnið árið 1943.
Einhver lengsta hitaveituæð í veröldinni á þeim tíma var lögð frá Reykjum, 17 kílómetra leið um holt og móa, yfir ár og læki, allt vestur í Öskjuhlíð.

Reykir

Borhola á Suðurreykjum í Mosfellssveit. Bæjarhúsin í baksýn voru hituð með hveravatni 1908, fyrst allra húsa á Íslandi.

Þar voru reistir tankar og úr þeim var vatninu veitt um bæinn.
Hitaveiturörin voru sett í stokk sem steyptur hafði verið á staðnum. Þau voru einangruð með torfi sem bundið var utan um rörin. Í stokkana var líka sóttur vikur úr Krýsuvík til einangrunar.
Hitaveitan á höfuðborgarsvæðinu er ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Ávinningurinn af henni hefur verið margvíslegur. Hún bætti heilsufar bæjarbúa, kolarykið hvarf og kostnaður við heimilishald og atvinnurekstur minnkaði.
Sömuleiðis jókst hreinlæti því að þvottar og böð urðu ódýrari og aðgengilegri.“

Hitaveitustokkar

Séð yfir Smáíbúðahverfið og Sogamýri, um 1962. Hitaveitustokkurinn sést hér vel.

Ásláksstaðir

Ásláksstaðahús“ eða Ásláksstaðir (Ytri-Ásláksstaðir) er á Vatnsleysuströnd, stendur nú yfirgefið millum Innri-Ásláksstaða (Sjónarhóls) og Móakots, sem einnig hafa verið yfirgefinn. Hvergi er nú búið á fyrrum bæjum í Ásláksstaðalandi, s.s. á fyrrnefndum bæjum eða í Atlagerði, Gerði, Fagurhól, Nýjabæ (Hallanda), Garðhúsum eða í öðrum ónefndum kotbýlum á jörðinni.

Ásláksstaðir

Ásláksstaðahús – skilti.

Á norðurvegg Ytri-Ásláksstaða er skilti. Þá því má lesa eftirfarandi:
Ásláksstaðahús er elsta hús sveitarfélagsins Voga. Það var byggt á árunum 1883-1884 úr kjörviði úr Jamestown strandinu í Höfnum.
Húsið er friðað og í eigu Sögu- og minjafélags Vatnsleysustrandar.
Endurbætur og undirbúningur flutnings hefjast haustið 2025. Vinsamlega sýnuð verkefninu virðingu.“

Sögu- og minjafélagið fékk húsið gefins og er nú fyrirhugað að flytja það á minjasvæðið að Kálfatjörn, þangað sem gamla húsið í Norðurkoti var flutt á sínum tíma og endurgert.

Ytri-Ásláksstaðir (tvíbýli fyrir aldamót)

Ásláksstaðir

Ytri-Ásláksstaðir 2025.

Ásláksstaðahúsið sem nú stendur var byggt um 1883-4 úr kjörviði sem seldur var á uppboði úr skipinu James Town, er strandaði í Höfnum og áður er getið um.
Um aldamótin bjuggu á Ytri-Ásláksstöðum Guðmundur Guðmundsson, bóndi, f. 1830 og kona hans, Ingibjörg Bjarnadóttir, f. 1833. Þau voru þar með tvær dætur sínar. Önnur hét Sigríður f. 1861, og var hennar maður Tómás er dó á besta aldri. Þau áttu eina dóttur, Guðbjörgu, f. 1894. Hin dóttir Guðmundar og Ingibjargar var Guðrún, f. 1866. Hún hóf búskap á Ásláksstöðum með Guðjóni J. Waage. (sjá Stóru-Voga). Dóttir þeirra var Ingibjörg Waage, en hún var sjúklingur meiri hluta ævinnar.

Ásláksstaðir

Ytri-Ásláksstaðir 2025.

Árið 1912-13 voru systurnar, Sigríður og Guðrún Guðmundsdætur, á loftinu á Ásláksstöðum með dætrum sínum, Guðbjörgu og Ingibjörgu, en niðri munu hafa búið leiguliðar, Guðlaugur Hinriksson og kona hans, Guðrún Þórðardóttir. Einnig voru þar hjónin Sigurður Magnússon og kona hans, Kristín.
Fyrir 1920 voru Ásláksstaðir fá ár án búsetu, en þeir voru þá til sölu og var Gísli Eiríksson í Naustakoti umboðsmaður jarðeigenda. Árið 1920 kom kaupandi, Davíð Stefánsson frá Fornahvammi í Borgarfirði og kona hans, Vilborg Jónsdóttir frá Innri-Njarðvík. Höfðu þau búið fáein ár í Fornahvammi.

Ásláksstaðir

Ytri-Ásláksstaðir 2006.

Davíð var hálfbróðir Sigurjóns í Nýjabæ eins og áður er sagt. Hann var búmaður, enda fyrrverandi bóndi í Fornahvammi sem var blómlegt bú þegar best lét. Ekki mun Davíð hafa verið fyrir sjómennsku, en þeim mun meira fyrir landbúnaðinn. Vilborg, kona hans, var dugmikil kona og ráðdeildarsöm. Hún var mjög eftirsótt vegna handavinnu sinnar, en hún hafði numið karlmannafatasaum og lék allt í höndum hennar. Davíð og Vilborg eignuðust 9 börn og urðu flest þeirra fljótt vinnusöm og vel nýt til hvers sem var. Ekki komust þau öll til fullorðinsára. Börn þeirra voru: 1) Steingrímur Axel (lést tveggja ára), 2-3) Friðrik Fjallstað, tvíburi, hinn lést í fæðingu, 4) Guðmundur Lúðvík. Pessi börn fæddust í Fornahvammi, en að Ásláksstöðum fæddust: 5) Margrét Helga, (lést tveggja ára), 6) Helgi Axel, 7) Hafsteinn, rafvirki (látinn), 8) Þórir, rafvirki, 9) Marinó.

Ásláksstaðir

Ásláksstaðahverfi 2023.

Eftir lát Davíðs árið 1959 bjó Vilborg áfram með þeim sonum sínum sem ekki voru þá farnir að heiman, en það voru Lúðvík og Friðrik. Mörg síðustu árin var Vilborg sjúklingur á spítala og lést árið 1985. Bræðurnir hafa haldið við jörð og húsum í eigu dánarbúsins. Nú eru Atlagerði, Móakot og Nýibær komin í eigu Ytri-Ásláksstaða, eins og þeir bæir munu hafa verið fyrr á tímum.

Ásláksstaðahverfi

Ásláksstaðahverfi – örnefnakort.

Háteigsvegur

Á horni Háteigsvegar og Rauðarárstígs er skilti um „Bújarðir í Reykjavík – Háteigur„. Á því má lesa eftirfarandi texta:

Háteigur

Horft vestur frá Háteigsvegi um 1940. Fremst á myndinni er býlið Háteigur, eldri bæjarhúsin (Litli-Háteigur) vinstra
megin og yngra húsið hægra megin. Fjær til vinstri er býlið Klambrar og enn fjær húsaþyrping við Eskihlíðarbæinn.

„Í lok 19. aldar og upphafi þeirrar 20. var farið að ræsa fram mýrarnar í landi Reykjavíkur og úthluta úr þeim ræktunarlöndum. Þessi lönd voru leigð með erfðafesturétti, sem þýðir að leigan gekk í erfðir. Á erfðafestulöndunum risu nýbýli þar sem hafin var túnrækt og búskapur í stórum og smáum stíl.
Á Norðurmýrarblettum, sem úthlutað var í Norðurmýri og á svæðinu milli Rauðarárholts og Öskjuhlíðar, risu allmörg erfðafestubýli. Tvö þeirra, Sunnuhvoll og Háteigur, voru hér í sunnan- og vestanverðu Rauðarárholti.

Bæjarhús Háteigs stóðu ofar í holtinu og á núverandi horni Háteigsvegar og Lönguhlíðar stendur enn íbúðarhús (Háteigsvegur 36) sem tilheyrði býlinu. Það er reisulegt steinshús í nýbarokkstíl, reist árið 1920 af hjónunum Halldóri Kr. Þorsteinssyni skipstjóra og útgerðarmanni (1877-1966) og Ragnhildi Pétursdóttur (1880-1961).

Háteigur

Skólagarðar á Klambratúni 1956. Húsið Háteigur er fyrir miðri mynd (grátt hús).

Landið keyptu þau árið 1914 af Guðmundi Jafetssyni (1845-1918) en hann hafði byggt þar lítið timburhús árið 1907 sem kallaðist Háteigur. Það hús stóð þar sem gatan Langahlíð liggur nú og var seinna kallað Litli-Háteigur. Gata sem lögð var frá Rauðarárstíg að Háteigi og áfram upp á holtið á þessum tíma var nefnd Háteigsvegur eftir býlinu. Halldór og Ragnhildur voru þjóðþekkt fólk, en Halldór var meðal annars skipstjóri á Jóni forseta, fyrsta togaranum sem smíðaður var fyrir Íslendinga.
Ragnhildur var landskunn fyrir afskipti sín af félags- og menningarmálum og að Háteigi stundaði hún kúabúskap um aldarfjórðungsskeið. Voru þar oftast um tíu gripir í fjósi og munu hafa verið með nytjahæstu kúm á landinu. Árið 1945 var landið tekið úr erfðafestu vegna skipulags íbúðarbyggðar í holtinu og lagningar Lönguhlíðar. Húsið Litli-Háteigur mun þá hafa verið flutt að Skipasundi. Skólagarðar voru síðan á hluta af túnum Háteigs og seinna urðu þau hluti af almenningsgarðinum Klambratúni.“

Háteigur

Loftmynd af Reykjavík 1946. Hér má sjá býlin Háteig, Sunnuhvol, Klambra, Reykjahlíð og Eskihlíð. Stýrimannaskólinn á
Rauðarárholti er til vinstri og Norðurmýri til hægri. Neðst til hægri er herskálahverfið Camp Vulcan og til vinstri er Camp
Sheerwood við Háteigsveg.

Ánanaust

Við Ánanaust í Reykjavík er skilti. Á því má lesa eftirfarandi texta:

Ánanaust

Stakkstæði Alliance við Ánanaust um 1928. Lengst til vinstri er Ívarssel (Vesturgata 66b, nú á Árbæjarsafni). Einnig má sjá Ánanaustbæina, Alliance-húsið, Garðhús og hús og bæi við Bakkastíg.

„Ánanaust voru upphaflega naust þar sem Reykjavíkurbændur geymdu skip sín. Ennfremur var ávallt mikið útræði þaðan enda skilyrði góð og vel aflaðist í Faxaflóa lengst af. Til vitnis um það komu upp úr 1870 tveir þriðju hlutar alls útflutts sjávarafla á Íslandi frá verstöðvum í kringum Faxaflóa, einkum úr Gullbringuslýslu og frá Reykjavík.
Nafnið ánanaust færðist síðar yfir á kotbýli sem stóðu þar hjá þar sem nú er vestasti hluti Vesturgötu. Óljóst er hve langt aftur má rekja byggð þar. Til er kort af Reykjavík frá 1715 þar sem sjá má að þrír bæir tilheyra Ánanaustum og á 18. og 19. öld var þar oftast þríbýlt.

Ánanaust

Loftmynd af svæðinu árið 1946. Fyrir miðri mynd má sjá Ánanaustbæina og Alliance-húsið. neðst t.v. er Danílesslippur og Fiskiðjuver ríkisins í byggingu, seinna BÚR. Sjóminjasafnið í Reykjavík er nú til húsa í hluta byggingarinnar.

Síðasti torfbærinn sem tilheyrði Ánanaustum var rifinn árið 1930 og síðasta húsið á bænum árið 1940 vegna gatnaframkvæmda.
Íbúar Ánanausta tilheyrðu stétt tómthúsmanna sem voru sjó- og verkamenn þess tíma. Þeir sóttu sjóinn á opnum árabátum en höfðu jafnframt von um einhverja vinnu hjá kaupmönnum og bænum. Á sumrin gátu þeir brugðið sér upp í sveit í kaupavinnu. Flestir tómthúsmenn höfðu kálgara en fáir áttu skepnur.
Kjör tómthúsfólks voru misjöfn eins og gengur og misgóð frá einu ári til annars. Ef illa fiskaðist gat hungrið sorfið að. Þá var helst til bjargar að fá lán hjá kaupmanninum upp á væntanlegan fiskafla. Stundum var styrkur úr fátækrasjóði bæjarins eina vonin.“
Ánanaust

Jón Árnason

Á garðvegg húss nr. 5 við Laufásveg í Reykjavík er skilti um Jón Árnason, þjóðsagnasafnara. Á því má lesa eftirfarandi texta:

Jón Árnason

Jón Árnason (1819-1888).

„Jón Árnason (1819 – 1888) þjóðsagnasafnari og kona hans Katrín Þorvaldsdóttir Sívertsen (1829 – 1895) reistu húsið að Laufásvegi 5 árið 1880 og bjó Jón hér til dauðadags. Húsið er úr höggnu grágrýti sem sett er saman með kalki úr Esjunni. Það hefur stundum verið kallað Jónshús. Jón var frumkvöðull í söfnun þjóðsagna en hann segir frá því í endurminningum sínum að hann hafi snemma haft áhuga á að heyra sögur og enginn á æskuheimili hans slapp við að segja honum þær, jafnvel þótt drengurinn yrði svo hræddur að hann yrði að biðja móður sína að halda utan um sig í rúminu. Þjóðsagnasöfnunina hóf Jón árið 1845 ásamt Magnúsi Grímssyni og kom safn þeirra Íslenzk ævintýri út 1852. Magnús lést 1860 en Jón hélt söfnuninni áfram og kom safnið sem kennt er við hann, Íslenskar þjóðsögur og ævintýri, fyrst út í tveimur bindum 1862 og 1864. Jón var fyrsti landsbókavörður Íslands og hvatamaður að stofnun forngripasafns ásamt Sigurði Guðmundssyni málara. Saman höfðu þeir svo umsjón með safninu, sem síðar varð Þjóðminjasafn Íslands.“

Laufásvegur

Laufásvegur 5.

Botnadaldur

Í Botnadal í Grafningshreppi er skilti. Á því má lesa eftirfarandi:

Huldufólkskirkja í Botnadal.

Hafsteinn Björnsson

Hafsteinn Björnsson (1914–1977).

Hamrabeltið hér fyrir ofan virðist ekki merkilegt við fyrstu sýn og af því fara raunar ekki miklar sagnir. Hafsteinn Björnsson, miðill, hefur lýst því sem fyrir hann bar á þessum stað árið 1938. Hann dvaldist á Nesjum í Grafningi um tveggja ára skeið og varð oft var við huldufólk, kindur þess og hesta. Undir lok dvalarinnar var hann orðinn vel kunnugur huldufólksbygðinni og vissi upp á hár hver bjó í hvaða steini og kletti.

Sagan héðan úr Botnadal hljóðar svo:
„Ég var staddur í brekkunni norðvestan megin í dalnum. Furðaði mig stórlega á því, sem mér nú bar fyrir augu. Stór hóll, sem ég hugði að ætti að vera þarna gegnt mér hinum megin í dalnum, var allt í einu horfinn. Í stað hans blasti við mér fögur kirkja. Stóð kirkjan opin og sá ég inn að altarinu. Þar á loguðu ljós og yfir því var fögur altaristafla. Litur kirkjunnar að innanvar ljósblár. Sá ég nú að fólk dreif að úr öllum áttum. Sumir komu ríðandi, aðrir fótgangandi. Þetta fólk var á öllum aldri, allt frá smábörnum á fyrsta ári upp í hrörleg gamalmenni, sem rétt eigruðu áfram.

Botnadalur

Botnadalur – kort á skiltinu.

Búningur fólkisns var harla sundurleitur. Var sumt fremur fátæklega til fara, en margir voru þarna í glitklæðum og var búningur sumra kvennanna mjög skrautlegur. Presturinn var háaldraður, stór vexti og virðulegur með hvítt alskegg, sem féll niður á bringu. Hann kom frá bæ, sem var skammt frá kirkjunni, kom hempuklæddur út úr bænum og gekk þannig til kirkjunnar.“
Hafsteinn fylgdist með athöfninni, sem var greinilega skírn tveggja barna. Sýnin tók þó brátt enda:
„En allt í einu var stórri hendi brugðið fyrir auglit mér og henni veifað fram og aftur. Fékk ég þá glýju í augun og fann til hræðslu. Ég reyndi samt að láta eins og ekkert væri. Og í gegnum þessa stóru hönd sem stöðugt tifaði fyrir andlitinu á mér sá ég eins og í móðu huldufólkskirkjuna og fólkið, sem nú var að ganga út, þar til er allt rann saman við umhverfið. Höndin, sem brugðið var fyrir augu mér, hvarf og sýnin var horfin. Eftir stóð venjulegur hóll, þar sem kirkjan hafði áður staðið.“
Árið áður en þetta gerðist hafði Hafsteinn séð skrautbúið fólk koma gangandi yfir ísi lagt Þingvallavatn og stefna á Botnadal. Eftir að hann varð vitni að skírninni taldi hann víst að það hefði verið á leið til messu í huldufólkskirkjunni.“

Botnadalur

Botnadalur – huldufólkskirkjan t.v.

Hafnarfjörður

Hér verður fjallað um helstu minnismerkin í umdæmi Hafnarfjarðar. (Ef einhverjir vita betur um annað og meira er þeim bent á að hafa samband við www.ferlir.is).

Elín Björnsdóttir (1903-1988)

Elín Björnsdóttir

Minnismerki – Smalaskála.

Ofan Smalaskála í Smalahvammi undir Klifsholti austan Slétturhlíðar er steinn með áletruninni Elín Björnsdóttir með ártalinu 1903-1988. Elín var Eiginkona Jóns Magnússonar, kenndur við Gróðarstöðina Skuld í Hafnarfirði. Hann fékk úthlutað ræktunarlandi í Smalahvammi árið 1945, reisti þar bústað og undir hag sínum þar vel ásamt eiginkonu og börnum. Þegar Elín lést kom Jón minningarsteininum fyrir í hlíðinni og reisti við hann allmikil steinlistaverk, sem enn standa. Jón lést árið 2002.

Minning um mann – hornsteinn

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki; minning um mann.

Á steinhleðslu gegnt Ljósatröð 2 er lítið skilti með áletruninni „Minning um mann“ og við hlið þess „hornsteinn“ greyptur í hlesluna.

Sigurður Hannes Oddsson fæddist í Hafnarfirði 11. júlí 1941. Hann lést 4. maí 2017.
Siggi gekk til liðs við frímúrarastúkuna Hamar í Hafnarfirði og var mjög virkur í störfum hennar. Þegar stúkan Hamar réðst í að byggja nýtt stúkuheimili að Ljósutröð var hann ráðinn sem byggingarstjóri, annaðist undirbúning og framkvæmd byggingarinnar.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki; minning um mann.

Hamarsbræður voru honum mjög þakklátir og hlaut hann ýmsan virðingarvott vegna starfa sinna fyrir stúkuna.

Minnismerkið gerði frímúrarinn Tómas Guðnason í félagi við tvo aðra. Í samtali við FERLIR sagði hann merkið reyndar ekki vera um einn sérstakan heldur getur það átt við alla, allt eftir hugmyndaflugi þess sem túlkar það hverju sinni. Þegar kveðjusamkomur væru haldar í frímúrarahúsinu eftir jarðafarir hafi hann stundum sett blóm við merkið til minningar um hinn látna.

Sörli

Sörli

Sörli.

Hestamannafélagið Sörli var stofnað 7. febrúar 1944. Félagsaðstaða og reiðhöll Sörla er að Sörlastöðum við Sörlaskeið 13a í Hafnarfirði. Minnismerki um stofnuna er á hestasteini er norðan við reiðhöllina.

Vatnshlíðarlundur –
Hjálmar R. Bárðarson

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki; Vatnshlíð.

Í Vatnshlíð norðvestan Hvaleyrarvatns er minningarlundur. Lundurinn er til minningar um hjónin Hjálmar Rögnvald Bárðarson siglingamálastjóra og Else Sörensen Bárðarson.
„Vatnshlíðarlundur – Til minningar um hjónin Hjálmar Rögnvald Bárðarson siglingamálastjóra og Else Sörensen Bárðarson. Þau gáfu hluta eigna sinna til landgræðsluskógræktar, þar sem áður var lítt gróið bersvæði.
Með virðingu og þökk – Landgreiðslusjóður 2012″.
Landgræðslusjóður 2012.“

Lundurinn er í hlíðinni vestan Hvaleyrarvatns. Neðan hans til suðurs má sjá sléttan gróinn bala í hlíðinni er hýsti fyrrum bústað þeirra hjóna. Skógarreiturinn umhverfis er ágætur vitnisburður um áhuga og elju þessara skógræktarunnenda.

Vatnshlíð

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki; Vatnshlíð.

Í Vatnshlíðarlundi, ofan við upplýsingaskilti um hjónin Hjálmar Rögnvald Bárðarson og Else Sörensen Bárðarson  og vestan við minnisvarða um þau hjónin er bekkur. Á bekknum er skilti eð eftirfarandi áletrun: „Fyrir öll börnin okkar – í minningu þeirra: Þorlákur Ingi Sigmarsson, Sindri Pétur Ragnarsson, Orri Ómarsson. Starfsfólk bráðamóttöku barna 2021.“

Mirai no Mori – Klifsholti – Íslensk-japanka félagið

Klifsholt

 Mira No Mori.

Árið 2001 hófu félagar í Íslensk-Japanska félaginu gróðursetningu trjáa í landnemaspildu í Klifsholti, norðan við Sléttuhlíð í Hafnarfirði. Skógurinn ber heitið Mirai-no-mori, þ.e. skógur framtíðar. Tíðkast hefur ár hvert að fara að reitnum og gróðursetja tré.

Reiturinn er við reiðstíg er liggur frá Sléttuhlíð að Búrfellsgjá, norðan Smalaskálaholts. Í reitnum er tré-/járnsúla með áletrunni Mirai-no-mori (未来の森).

Trjálundur Alþjóðasamataka Lions

Hafnarfjörður

Lions.

Trjálundur Alþjóðasamtaka Lions er ofan/austan Sléttuhlíðar, skammt frá Kaldárselsvegi. Við reitinn er steinstöpull. Á honum er skjöldur með áletrunni:
„Fundur Alþjóðastjórnar Lions haldinn á Íslandi 2019 – Guðrún Yngvarsdóttir, alþjóðaforseti Lions 2018-2019“.

Trjálundur Lionsklúbbs Hafnarfjarðar

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki; minning um látna Lionsfélaga.

Trjálundur Lionsklúbbs Hafnarfjarðar er rétt norðvestan við Smalaskálahvamm norðan Kaldárselsvegar. Í honum er stuðlabergssteinn. Á hann er letrað: „Stofnaður 14. apríl 1956. Til minningar um látna félaga„.
Lionsfélagar í Hafnarfirði hafa jafnframt sett upp bekki bæði umleikis Hvaleyrarvatn og við göngustíga í höfðunum umhverfis vatnið til minningar um látna félaga. Tveir bekkjanna eru t.d. ofan við Værðarlund, báðir með áletruninni: „Lionsklúbburinn Ásbjörn – Gjöf frá Minningarsjóði Gísla S. Geirssonar.“

Á öðrum bekkjum eru sambærilegar áletranir. Bekkirnir eru á völdum stöðum þar sem lúnir geta hvílst og safnað orku til áframhaldandi átaka á ferð sinni umhverfis vatnið sem og um nærliggjandi skógarlundi. Allt er með góðvilja gjört.

Trjálundur Rotary I

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki; Rótarý.

Trjálundur Rótarý er skammt vestan Klifsholts undir Smalaskálahvammi. Við lundinn er bekkur. Á honum eru þrír skildir með áletrunum: vinstra megin: „Bekkir á Græna treflinum.
Hægra megin: „Þessi bekkur er gjöf Rótarýsklúbbs Hafnarfjarðar til þeirra sem um stíginn fara„. Á undirskildi stendur: „Til minningar um Rótarýfélaga.
Jón Guðmundsson f. 1929 – d. 2002.
Jón Guðmundsson f. 1929 – d. 2000.
Jón Vignir karlsson f. 1946 – d. 2017.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki; Rótarý.

Á þeim þriðja stendur: „Er það satt og rétt? Er það drengilegt? Eykur það velvild og vinarhug? Er það öllum til góðs?

Bekkur þessi núlifandi Rótraýfélaga er sá æðsti og efsti af 11 slíkum, sem Rótarýfélagar í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar, hafa komið fyrir við malbikaða göngustíginn vestan Kaldárselsvegar, allt frá nýju spennustöðinni á milli gömlu og nýju hesthúsanna, að Gjánum norðan Kaldársels, allt að leiðarlokum við trjálund þeirra vestan Klifsholts er geymir minningastein þeirra um látna félaga – göngulúnum til hvíldar á langri leið. Tilgangurinn og markmiðið er að heiðra og varðveita minninguna um horfna félaga.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki; Rótarý.

Sem fyrr segir er efsti bekkurinn helgaður minningu þriggja Jóna með umræddri spaksgrein. Sá 10. (í Gjánum) er helgaður Helga G. Þórðarsyni f. 1929 – d. 2003 og Steingrími Atlasyni f. 1919 – 2007 með áletruninni: „Staldraður við, njóttu stundarinnar. Níundi bekkurinn er helgaður Birni Árnasyni f. 1928 – d. 2007 og Steinari Steinssyni  f. 1926 – 2015. „Vingjarnlegt orð sem fellur í dag getur borið ávöxt á morgun“ er grafið á bekkinn þann.
Áttundi bekkurinn segir af Guðmundir Friðriki Sigurðssyni f. 1946 – d. 2022 og Sigurði Þorleifssyni f. 1948 – d. 2018 með eftirfarandi ábrýningu: „Gleðstu yfir góðum degi“.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki ; Rótarý.

Sá sjöundi er minning um Stefán Júlíusson f. 1915 – d. 2002 og Jón Bergsson f. 1948 – d. 2018. Áletrunin: „Megi dagur hver fegurð þér færa“.
Sjötti bekkurinn: Trausti Ó. Lárusson f. 1929 – d. 2021 og Þórður Helgason f. 1930 – d. 2018. Þeir frá yfirskriftina „Ástin er drifkraftur lífsins“.
Fimmti bekkurinn, nálægt Skógrækt Hafnarfjarðar, er tileinkaður Alberti Guðmundssyni f. 1926 – d. 2016, Sigurbirni Kristinssyni f. 1924 – d. 2011 og Sigurði Kristinssyni f. 1922 – 2005. „Megi gæfan þig geyma“.

Fjórði bekkur er tileinkaður Gísla Jónssyni f. 1929 – d. 1999 og Skúla Þórssyni f. 1943 – d. 2008 með orðunum „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki; Rótarý. bekkur við skógarlund félaga félagsins.

Þriðji þakklætisniðurseturstaðarmöguleikinn er í boði Guðjóns Steingrímssonar f. 1924 – d. 1988 og Steingríms Guðjónssonar f. 1948 – d. 2023. Þeir bjóða upp á „Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt“.
Annar hvíldarbekkurinn á Kaldárselsgöngustígnum er í minningu Valgarðs Thoroddsens f. 1906 – d. 1978 og Stefáns Jónssonar f. 1909 – d. 2001 með orðunum „Upplifðu fegurð náttúrunnar“.
Fyrsti bekkurinn, sem reyndar bíður flesta óþreytta velkomna á leið út úr bænum og verður að teljast sá velkomnasti heimleiðinni er tileinkaður minningu Níels Árnasonar f. 1923 – d. 2016 og Bjarna Þórðarsonar f. 1936 – d. 2012. Á bekknum er eftirfarandi áletrun: „Hver áfangi er leiðin að sigrinum“.

Sjá HÉR tengil Fjarðarfrétta um bekki Rótarýsfélaga Hafnarfjarðar.

Trjálundur Rotary II

Rotary

Rótarý – minningarsteinn.

Í trjálundi Rotarys vestan Smalaskála austan Sléttuhlíðar, skammt innan bekkjarins upphafsfyrrnefnda, er stuðlabergssteinn. Á honum er merki Rotarys og undir því má lesa: „Rótarýklúbbur – stofnaður 9. okt 1946. Í minningu látinna félaga“.
Neðst á steininum er lítill málmskjöldur, illlæsilegur. Á honum stendur: „Steininn er reistur fyrir gjöf Níelsar Árnasonar í tilefni af 50 ára starfsafmæli hans í klúbbnum.“
Eins og margir eldri Hafnfirðingar muna stýrði Níels Árnabíói (Hafnarfjarðarbíói) af mikilli röggsemi um margra áratuga skeið.
Lítilmátlegi málmskjöldurinn neðst á minningarsteinstöpli um látna Rotarys-félaga lýsa honum vel.

Á merkisafmæli Níels Árnasonar voru liðin 50 ár frá því hann gekk í Rótarýklúbb Hafnarfjarðar. Hann hefur alla tíð verið virkur og sannur Rótarýfélagi og af því tilefni var hann gerður að heiðursfélaga klúbbsins. (Við álestur niðurspjaldsins þurfti reyndar að beita svolitlum „göldrum“ til framköllunar.)

Rotary

Rotary – minningarskjöldur Níels Árnasonar. Letrið var framkallað með krít.

Níels afhenti Rotaryklúbbnum á afmælisdaginn sinn þann 5. júní eina milljón kr. í þakklætisskyni fyrir ánægjulegt starf í klúbbnum og til minningar um látna félaga. Sjórnin samþykkti einróma tillögu forseta um að hluta fjársins yrði varið til að reisa minningarstein í skógræktarsvæði félagsins um látna félaga og „hefur þegar verið gengið frá pöntun á slíkum stein og verður hann settur upp fljótlega“. Hér má sjá steininn þann.

Guðlaug Lára Björgvinsdóttir (1946-2021)

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki; Guðlaug B.

Við gangstíg gegnt Eskivöllum 21 er bekkur, gefinn íbúum Hafnarfjarðar af Braga Brynjólfssyni. Á bekknum er skilti: „Til minningar um Guðlaugu Láru Björgvinsdóttur (Lóa), 14.04.1946-11.01.2021“.

Bragi var innfæddur Hafnfirðingur, fæddist, að eigin sögn, „hálfur inni í Hellisgerði“. Staðreyndin er sú að foreldrar Braga bjuggu í húsi er skagaði fyrrum inn í Hellisgerði, en sjálfur fæddist drengurinn á St. Jósepsspítala, en dvaldi í uppvaxtarárunum í viðbyggingu nefnds húss.
Bragi giftist Guðlaugu Láru Björgvinsdóttur árið 1968 og hófu þau búskap í Hafnarfirði þar sem þau bjuggu alla tíð, lengi á Hjallabraut 92 og síðustu árin á Eskivöllum 21a.

Bragi Brynjólfsson lést 12. mars 2024. Nauðsynlegt er að bæta við minningarskilti um eiginmanninn Braga á bekkinn þann at’arna.

Hjartarsteinn

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minningarsteinn; Björgvin Halldórsson.

Hjartasteinn til heiðurs tónlistarmanninum Björgvini Halldórssyni var afhjúpaður framan Bæjarbíós við Strandgötu 6 í Hafnarfirði 2018. Um var að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar Hjarta Hafnarfjarðar. Hátíðin er haldin í Bæjarbíói.

Hjartasteinn til heiðurs leikaranum, söngvaranum, tónskáldinu, skemmtikraftinum og Hafnfirðingnum Þórhalli Sigurðssyni, best þekktum sem Ladda, var lagður fyrir framan Bæjarbíó í hjarta Hafnarfjarðar 2022. Hjartasteininn hlaut Laddi fyrir leikinn, gleðina og skemmtunina sem hann hefur fært öllum aldurshópum um árabil.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minningarsteinn; Þórhallur Sigurðsson.

Hjartasteinn í minningu Guðrúnar Helgadóttur var lagður í hjarta Hafnarfjarðar fyrir framan Bæjarbíó 30. apríl 2022. Hugmynd að fallegum virðingarvotti og minnisvarða kviknaði fyrst í samtali við höfundinn sjálfan í kjölfar þess að hún var heiðruð í Hafnarfirði fyrir ritverk hennar og framlag til íslenskrar menningar í tengslum við Bóka- og bíóhátíð barnanna 2018. Guðrúnu og fjölskyldu leist vel á hugmyndina og nú hefur hjartasteinn til minningar um einn ástsælasta og vinsælasta rithöfund okkar tíma verið afhjúpaður. Guðrún kvaddi þann 23. mars.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minningarsteinn; Guðrún Helgadóttir.

Eins og áður sagði er Magnús sá fjórði sem nýtur þess heiðurs að hljóta Hjartasteininn í Hjarta Hafnarfjarðar. Fyrir eru hjartasteinar til heiðurs Björgvini Halldórssyni, tónlistarmanni og bæjarlistarmanni Hafnarfjarðar, Þórhalli Sigurðssyni, Ladda leikara og tónlistarmanni, og þá er hjartasteinn í minningu Guðrúnar Helgadóttur rithöfundar, sem lést 23. mars 2022.

Tónlistarmaðurinn Magnús Kjartansson er fjórði listamaðurinn sem fær Hjartastein sér til heiðurs við Bæjarbíó í Hafnarfirði.

HMB

Hafnarfjörður - minnismerki

Hafnarfjörður – minnismerki; HMB.

Þann 12.11.2015 spann eins hreyfils kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF til jarðar í Hafnarfjarðarhrauni með þeim afleiðingum að báðir flugmennirnir létust. Þeir voru báðir flugkennarar við Flugskóla Íslands.

Mennirnir hétu Hjalti Már Baldursson og Haukur Freyr Agnarsson. Hjalti Már var búsettur í Hafnarfirði og Haukur Freyr var búsettur í Garðabæ.

Hjalti Már og Haukur Freyr störfuðu sem flugkennarar hjá Flugskóla Íslands.

Hafnarfjörður - minnismerki

Hafnarfjörður – minnismerki; HMB.

Haukur fæddist 17. júlí 1990. Hjalti Már fæddist 9. febrúar 1980.

Skömmu eftir slysið komu ættingjar Hjalta fyrir hvítmálum trékrossi á slyssstaðnum. Á krossinum var spjald með áletruninni „HMB“.

Minnismerkið er staðsett skammt vestan Neðri Straumsselshella ofan Straumsels, í svonefndum Almenningi.

Minningarbekkur

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki; Reykjavíkurvegur.

Við göngustíg vestan Reykjavíkurvegar skammt sunnan Hjallabrautar er bekkur. Á bekknum er skjöldur: „Minningarbekkur – Um hjónin Stefán G. Sigurðsson, kaupmann, og Laufeyju Jakobsdóttur. Brúkum bekki í Hafnarfirði. Öldungaráð Hafnarfjarðar, Félag sjúkraþjálfara, Félag eldri borgara í Hafnarfirði og Hafnarfjarðarbær“.
Fleiri „Minningarbekkir“ eru víðs vegar í Hafnarfirði.

Mjólkurbú Hafnarfjarðar

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki; Mjókurbú Hafnarfjarðar.

Mjólkurvinnslustöð Mjólkurbús Hafnarfjarðar var stofnuð árið 1934. Jóhannes J. Reykdal á Þórsbergi var fenginn til að standa fyrir framkvæmdum. Fór hann utan í fyrravetur og samdi um kaup á vélum.Byggingin sem tekin var í notkun árið 1947 þótti hin myndarlegasta. Var húsið byggt úr járnbentri steypu með korklögðum veggjum að innan. Það var tvílyft utan vélasalarins sem var í fullri hæð. Ketilshúsið var þar á bak við á neðri hæð og á efri hæðinni var skrifstofa og móttökusalur fyrir mjólk. Á bak við húsið var akvegur að húsinu og undir honum kolakjallari og sýrugeymsla. Á efri hæð í öðrum enda hússins var rannsóknarstofa, skyrgerð og geymsla. Talsverður styr stóð um Mjólkurvinnslustöðina vegna deilna milli mjólkurstöðva.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki; Mjólkurbú Hanarfjarðar.

Mjólkurbú Hafnarfjarðar var lagt niður árið 1949 og var í húsinu ýmiss konar starfsemi þar til það var brotið niður árið 1981.

Minnismerkið, þrír upphleyptir mjólkurbrúsar á trépalli, stendur nú þar sem Mjólkurvinnslustöðin, Lækjargata 22, stóð á suðausturhorni Öldugötu og Lækjargötu. Á skilti undir brúsunum stendur: „Hér stóð Mjólkurbú Hafnarfjarðar, stofnað 17. ágúst 1934“.

Örn Arnarson (1884 – 1942)

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki; Örn Arnarson.

Nyrst við Austurgötu stóð áður Hótel Hafnarfjörður en þar er nú minnismerki um Örn Arnarson skáld sem bjó þar um tíma. Hótel Hafnarfjörður var eitt af fyrstu steinhúsum bæjarins, byggt árið 1912.

Í Þjóðviljanum 9. ágúst 1973 mátti lesa, bls. 12: „Minnismerki um Örn Arnarson – Nýlega hefur verið komið upp minnismerki um Örn Arnarson í Hafnarfirði, en þar bjó hann síðari hluta ævi sinnar, lengst af í Hótel Hafnarfirði. Stóð það þar sem minnismerkið er nú“.

Í gamla hússtæðinu er minnismerkið; Ankeri umlukið lábörðu grjóti umleikis. Undir ankerinu er láréttur stuðlabergssteinn. Á hann ofanverðan er letrað: „Örn Arnarson átti heima hér“. Á norðurhliðina er letrað: „Með hendur á hlunni og orfi, vann hugurinn ríki og lönd“.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki; Örn Arnarson.

Örn Arnarson (dulnefni Magnúsar Stefánssonar) (12. desember 1884 – 25. júlí 1942) var íslenskt skáld og rithöfundur. Hann er þekktastur fyrir ljóðabók sína Illgresi sem kom út árið 1924. Þekktustu ljóð hans eru til dæmis: Þá var ég ungur, Stjáni blái og Íslands Hrafnistumenn, en það ljóð varð síðan innblásturinn að nafni Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra sjómanna.

Magnús Stefánsson fæddist að Kverkártungu á Langanesströnd í Norður-Múlasýslu. Þar bjuggu foreldrar hans Ingveldur Sigurðardóttir og Stefán Árnason.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki; Örn Arnarsson.

Á harðindaárunum eftir 1880 svarf svo að þeim að þau brugðu búi vorið 1887 og réðust vinnuhjú að Miðfirði.

 Magnús stundaði nám við Flensborgarskóla í Hafnarfirði veturinn 1907 – 08, en þaðan lauk hann gagnfræðaprófi. Kennaraprófi lauk hann frá Kennaraskólanum þar sem hann var við nám veturinn 1908 – 09.

Þegar Magnús lét af sýsluskriftunum, fluttist hann til Hafnarfjarðar og átti þar heima lengstum síðan. Fékkst hann þá einkum við afgreiðslu og skrifstofustörf, en hvarf oft að einhvers konar útivinnu á sumrin eins og til dæmis síldar- og vegavinnu. Hann kom nokkuð að sögu íþróttamála í Hafnarfirði og var m.a. formaður Knattspyrnufélagsins Framtíðarinnar.

Hrafna-Flóki

Á skilti við „Flókavörðuna“ ofan við Hvaleyri má lesa eftirfarandi:

Flókavarða

Hvaleyri – Flókavarða; minnismerki.

„Um Flóka Vilgerðarson má lesa í Landámsbók. Samkvæmt henni var Flóki norskur víkingur sem ætlaði sér fyrstur mann að setjast á Íslandi um 870. Hann lagði af stað snemma sumars frá mörkum Hörðalands og Rogalands í Noregi, stað sem var kallaður Flókavarði, síðar Ryvarden, til að leita óbyggðs lands vestur í hafi sem sæfarendur vissu af en höfðu lítið kannað. Flóki hafði með sér þrjá hrafna til að vísa sér leið, en áttavitar þekktust þá ekki á Norðurlöndum. Honum tókst með aðstoð hrafnanna að finna landið og fékk þannig nafnið Hrafna-Flóki. Hann kom fyrst að Suðausturlandi, sigldi vestur með ströndinni, fyrir Reykjanes, þvert yfir Faxaflóa, fyrir Snæfellsnes og nam loks staðar norðan Breiðafjarðar í Vatnsfirði á sunnanverðum Vestfjörðum.

Flókavarða

Flókavarða – skilti.

Vatnsfjörður var mikið gósenland fyrir veiðimenn. Þar var mikið af fugli, fiski og sel sem reyndist Flóka og förunautum hans auðtekin bráð. En Flóki hafði líka með sér búpening sem dó úr hungri næsta vetur, því að komumennirnir höfðu ekki áttað sig á því að á þessum sumarfagra stað þurfti að afla heyja til að halda búpeningi lifandi yfir veturinn. Vonsvikinn ákvað Flóki því um vorið að snúa aftur heim. Áður en hann lagði af stað gekk hann upp á hátt fjall fyrir norðan Vatnsfjörð, sá þar fjörð fullan af hafísum og gaf landinu nafnið Ísland sem það hefur borið síðan.

Flókavarða

Flókavarða – texti á skilti.

Á heimleiðinni varð Flóki fyrir óhappi. Á sunnanverðum Faxaflóa slitnaði bátur aftan úr skipinu en í honum var einn af förunautum Flóka sem hét Herjólfur. Flóki vildi ekki skilja hann eftir og hélt til lands. Hann kom í Hafnarfjörð og fann þar hval rekinn á eyri út frá firðinum og gaf eyrinni nafnið Hvaleyri. Þar fann hann Herjólf sem hafði tekið land annars staðar, á stað sem var síðan kallaður Herjólfshöfn. Ekki er núna ljóst hvar sá staður hefur verið.

Hér á Hvaleyri hafa íbúar í Sveio í Noregi nú reist vörðu (varða) til minningar um Flóka og komu hans í Hafnarfjörð og fært Hafnfirðingum að gjöf. Varðan er nákvæm eftirmynd af samskonar minnismerki sem þeir hafa áður reist í Ryvarden í Noregi, staðnum þar sem Flóki lagði af stað í landnámsleiðangur sinn. Þótt sá leiðangur mistækist varð hann þó til að gefa Íslandi það nafn sem það hefur borðið síðan.“

Hansakaupmenn í Hafnarfirði

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki við Flensborgarhöfn um veru Þjóðverja í Hafnarfirði fyrrum

Á upplýsingaskilti við Smábátabryggjuna (Flensborgarhöfnina) í Hafnarfirði má lesa eftirfarandi um Hansabæinn Hafnarjörð:

„Hið svokallaða Hansasamband var stofnað í Lübeck í Þýskalandi á 13 öld og var bandalag kaupmanna í verslunargildum borga í Norður- og Vestur-Evrópu. Lübeck var á þessum tíma mjög öflug verslunarborg og útskipurnarhöfn inn á Eystrasaltið eftir að elsti skipaskurður Evrópu var opnaður árið 1398 á milli Trave og Elbe.

Upp úr 1470 hófu Hansakaupmenn að sigla til Íslands, upphaflega komu þeir einungis frá Bergen í Noregi en fljótlega eiggin frá þýsku Hansaborgunum Hamborg, Lübeck og Bremen. Konungur hafði veitt Hansakaupmönnum leyfisbréf til verslunar á Íslandi árið 1468 en mikil samkeppni myndaðist á milli enskra og þýskra kaupmanna um bestu hafnirnar hér á landi í kjölfarið og til eru heimildir frá árinu 1475 um ófrið þeirra á milli við Hafnarfjörð.

Hafnarfjörður

Flensborgarhöfn – skilti.

Minnismerki var afhjúpað á Óseyrarbryggju við Flensborgarhöfn í Hafnarfirði í júlí 2003 um fyrstu lúthersku kirkjuna sem reist var á Íslandi, árið 1533. Kirkjan stóð á Háagranda í Hafnarfirði þar sem þýskir Hamborgar kaupmenn stunduðu verslun sína í rúmlega eina öld. Hún var reist til þess að þjóna þýskum farmönnum og var grafreiturinn við kirkjuna hinsta hvíla þeirra sem týndu lífi fjarri fósturjörðinni. Kirkjan var reist úr þýskum kjörviði og henni haldið við af Þjóðverjum allt til ársins 1603, en þá var þeim meinuð hvers kyns verslun á Íslandi. Var kirkjan tekin niður nokkrum árum síðar.
Forsetar Íslands og Þýskalands afhjúpuðu minnismerkið, sem er verk þýska listamannsins Hartmuts Langs, sem kallar sig Lupus. Dr. Johannes Rau, forseti Þýskalands, flutti stutt ávarp við afhjúpunina.

Vinabærinn Cuxhaven

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – afhjúpun Cuxhaven-minnismerkisins.

25. nóvember 2013 var afhjúpað minnismerki um vinabæina Hafnarfjörð og Cuxhaven í Þýskalandi. Á upplýsingaskilti við minnismerkið má m.a. lesa eftirfarandi:
“Borgin Cuxhaven í Þýskalandi og Hafnarfjörður stofnuðu formlega til vinarbæjarsamstarfs á haustmánuðum 1988 og hefur það vinabæjarsamband verið mjög virkt á margan hátt æ síðan.

Söguskiltið er staðsett við „Kugelbake“ á strandstígnum við höfnina en í tilefni af 25 ára afmæli vinabæjarsamstarfsins árið 2013.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – merki Hafnarfjarðar og Cuxhaven.

Þýska borgin gaf Hafnarfjarðarbæ fjögurra metra háa eftirgerð af 30 metra háu siglingarmerki sem reist var árið 1703 við ströndina nyrst í Neðra Saxlandi þar sem áin Saxelfur (Elbe) rennur í Norðursjóinn.

Kugelbake er borgarmerki Cuxhaven líkt og vitinn er merki Hafnarfjarðar og tilvalið þótti að staðsetja söguskiltið við siglingamerkið til þess að útskýra betur tilurð þess.

Sem dæmi um frekari afrakstur vinabæjarsamstarfsins má nefna að árið 1993 var vígt nýtt torg í miðborg Cuxhaven sem hlaut nafnið „Hafnarfjördurplatz“ og á Óseyrarsvæðinu í Hafnarfirði fékk við sama tækifæri ný gata nafnið „Cuxhavengata“.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki og söguskilti.

Strax við stofnun vinabæjarsamstarfsins árið 1988 var auk þess tekin ákvörðun um að stofna til svokallaðs „Cuxhavenlundar“ við Hvaleyrarvatn og hefur sú hefð skapast að þegar sendinefndir frá Cuxhaven koma hingað í heimsóknir gróðursetji fulltrúar þeirra hér tré þegar færi gefst enda hefur lundurinn stækkað mikið og gróið upp á undanförnum árum.

Í tilkynningu frá Hafnarfjaraðrbæ segir að auk þessa hafi samstarfið verið mikið og gefandi í æskulýðs- og íþróttamálum, mennta- og menningarmálum, á stjórnmálasviðinu og að ógleymdu viðskiptalífinu.
Cuxhavenborg hefur árlega fært Hafnfirðingum að gjöf jólatré sem lýst hefur upp á aðventunni, fyrst á suðurhöfninni en hin síðari ár í Jólaþorpinu á Thorsplani.”

Minnismerkið er vestan Strandgögu gegnt Dröfn.

Bein þriggja manna fundin á Hvaleyri 

Hvaleyri

Hafnarfjörður – Bein þriggja manna; minnismerki.

Árið 1922 tók Magnús bóndi Benjamínsson, sem þar á heima í Hjörtskoti á Hvaleyri, höfuðkúpu af manni og nokkra hálsliði þar úr bakkanum og gróf í kistli í mónum þar hjá, fjær sjó. Haustið 1924 varð hann var fleiri beina þar yzt í bakkanum og sumra í fjörunni. Gróf hann þá dálítið til og tók enn úr bakkanum 2 höfuðkúpur og mörg bein önnur, úr tveim mönnum. Matthíasi Þórðarsyni, þjóðminjaverði, var gert við vart og fór jeg að skoða beinin.
Höfuðkúpurnar voru heillegar og mátti sjá af tönnunum, að önnur væri af öldruðum manni, en hin af miðaldra. Bein þessi munu, að hans áliti, hafa verið frá síðari öldum og þótti honum ekki ástæða til að varðveita þau í Þjóðminjasafninu. Þau voru talin sennilega kristinna manna leifar og voru flutt í kirkjugarð Hafnarfjarðar. Kirkjugarður var á Hvaleyri, í einungis hundrað metra fjarlægð frá fundarstaðnum.

Minningarplatti er suðaustast við jaðar Hvaleyrartúns þar sem beinin fundust á honum stendur: „Bein þriggja manna fundin á Hvaleyri 1926“.

Altari sjómannsins

Altari sjómannsins

Minnismerki – Altari sjómannsins við Víðistaðakirkju.

Til minningar um horfna sjómenn.

Minnisvarðann gerði Erlingur Jónsson árið 1993 og stendur hann framan við Víðistaðakirkju í Hafnarfirði.

Minning um drukknaða fiskimenn
Við Kaplakrika Hafnarfjörður
Minnisvarði í Kaplakrika í Hafnarfirði.
In memoriam – Minning um drukknaða fiskimenn.

Eiríkur Jónsson, f. 2.6.1857, d. 18.4.1922 og synir hans
Benjamín Franklín, f. 12.3.1892, d. 28.2.1910
Bjarni, f. 24.9.1896, d. 8.2.1925
Jón Ágúst, f. 17.8.1902, d. 18.4.1922

Kaplakriki

Minnismerki – Kaplakriki.

Drottinn drangan blessi
góðir menn hann verndi.

Reistur af Guðbjörgu Jónsdóttur og Birni Eiríkssyni, Sjónarhóli, Hafnarfirði 2.6.1957.
Stendur við íþróttahúsið í Kaplakrika, Hafnarfirði.
Minnisvarðinn var endurgerður árið 2016.
Platan er samhljóða því sem stendur á dranganum og er fest á vegginn aftan við hann.

Sigling
Minnisvarði um sjómenn

Tæpum tuttugu árum eftir að hafin var fjársöfnun til að reisa „minnismerki um drukknaða hafnfirzka sjómenn“ var „heiðursmerki sjómanna“ vígt við Strandgötu í Hafnarfirði. Verkið heitir „Sigling“ og er eftir Þorkel G. Guðmundsson, auk nafns verks og höfundar er áletrunin: „Heiðursvarði hafnfirzkra sjómanna. Reistur 1974 af Hafnarfjarðarbæ.“ Í stað þagnar sem oft fylgir afhjúpun minnismerkja um samfélagsleg áföll var hrópað ferfalt húrra við afhjúpunina, fyrir hafnfirskri sjómannastétt.

Minnisvarðinn stendur framan við Þjóðkirkjuna í Hafnarfirði.

Knattspyrnufélagið Haukar

„Stofnfundur Knattspyrnufélagsins Haukar
(endurritun úr fundargerðarbók.)

1. fundur.
Sunnudaginn 12. apríl 1931 komu nokkrir drengir saman í húsi KFUM til þess að stofna íþróttafélag er eigi að standa á grunndvelli KFUM.

Haukar

Minnismerki – Haukahúsið.

Þeir sem eru stofnendur félagsins eru þessir:
Óskar Gíslason, Karl Auðunsson, Jens Sveinsson, Þórður Guðbjörnsson, Jóhannes Einarsson, Helgi Vilhjálmsson, Sigurgeir Guðmundsson, Magnús Kjartansson, Jón Halldórsson, Bjarni Sveinsson, Hallgrímur Steingrímsson, Nikolaj Grímsson, og Geir Jóelsson.

Á fundi gerðist sem hér segir:
Sigurgeir Guðmundsson sagði frá för sem hann og tveir aðrir drengir fóru til þess að tala við Jóel Ingvarsson um stofnun þessa félags.
Í stjórn félagsins voru þessir kosnir. Karl Auðunsson formaður, Sigurgeir Guðmundsson gjaldkeri. Hallgrímur Steingrímsson ritari.
Varamenn voru kosnir Bjarni Sveinsson varaformaður en Nikolaj Grímsson vararitari.
Fleira var ekki lagt fyrir fundinn og honum því slitið.
Hallgrímur Steingrímsson ritari.“                                                                                                                                                                                                                              Minnismerkið er við inngang húss nr. 15 við Hverfisgötu, fyrrum húss KFUM og K.

Víðistaðir

Víðistaðir

Minnismerki – Víðistaðir.

Til minningar um
Bjarna Erlendsson, 1881-1972 og Margréti Magnúsdóttur, 1889-1960 sem reistu býli að Víðistöðum árið 1918 og bjuggu þar til æviloka.
Minnisvarðinn sendur í Víðistaðatúni í Hafnarfirði.

Hellisgerði
Bjarni Sivertsen (1763-1833)

Faðir Hafnarfjarðar. Brjóstmyndin gerð af Ríkarði Jónssyni myndhöggvara.
Minnisvarðinn stendur í Hellisgerði.

Friðrik Bjarnason (1880-1962)
Fæddist á Stokkseyri 27. nóvember 1908.
Fluttist til Hafnarfjarðar árið 1908.

Friðrik Bjarnason

Minnismerki – Friðrik Bjarnason.

Organisti við Hafnarfjarðarkirkju í 36 ár.
Kennari, tónskáld og kórstjóri.
Stofnaði Karlakórinn Þresti árið 1912.
Hann lést 28. maí 1962.

Karlakórinn Þrestir gekkst fyrir afhjúpun minnismerkisins í tilefni af 100 ára afmæli kórsins 19. febrúar 2012.
Verkefnið var styrkt af Hafnarfjarðarbæ.
Minnisvarðinn stendur við Hafnarfjarðarkirkju

Guðmundur Einarsson (1883-1968)
Frumkvöðull að vernd og ræktun Hellisgerðis 1923.

Ríkarður Jónsson myndhöggvari gerði brjóstmyndina sem er á klettavegg við Fjarðarhelli í Hellisgerði.

Brjóstmyndin var afhjúpuð 5. október 1963.

Guðmundur Einarsson

Minnismerki – Guðmundur Einarsson.

Í tilefni af fjörutíu ára afmæli Hellisgerðis var 5. október 1963 afhjúpaður minnisvarði af Guðmundi Einarssyni (1883-1968), trésmíðameistara og framkvæmdastjóra trésmiðjunnar Dvergs, en hann átti frumkvæðið að stofnun garðsins, ræktun hans og vernd. Þá hélt Guðmundur framsögu á fundi í Málfundafélagi Magna 15. mars 1922, þar sem hann benti á hvílík áhrif það gæti haft til bóta fyrir bæinn ef félagið kæmi upp blóma- og skemmtigarði þar sem sérkenni landsins, hraunborgirnar og gjárnar, fengju að halda sér og njóta sín óspillt, jafnframt því að hlúa að gróðrinum. Fullyrti Guðmundur að slíkur garður myndi vera félaginu til sóma og bænum til prýði. Árið eftir hófust fyrstu framkvæmdir í garðinum en myndin af Guðmundi er felld inn í hraunvegg, rétt við hellinn í gerðinu.

Hellisgerði

Minnismerki – Bjarni Sívertsen.

,,Hellisgerði er skrúðgarður Hafnarfjarðar og liggur vestan Reykjavíkurvegar, norðan Hellisgötu og sunnan Skúlaskeiðs. Nafnið tengist Fjarðarhelli fyrir miðju garðsins sem var upphaflega fjárskjól. Hellisgerði var afhent Málfundafélaginu Magna í sumarbyrjun 1923 og hófst ræktun sumarið eftir. Sumarið 1927 var Hellisgerði opnað almenningi á sunnudögum og nokkrum árum seinna var það opið alla daga eftir hádegi yfir sumarmánuðina. Núna er Hellisgerði almenningsgarður sem er öllum opinn. Þó svo að Hellisgerði sé formlega talið vera níutíu ára gamalt má rekja upphafið til ræktunartilrauna athafnamannsins Bjarna Sívertsens.”

Guðmundur Gissurarson (1902-1968)

Fyrsti forstjóri Sólvangs og formaður byggingarnefndar Sólvangs.
Gjöf Félags ungra jafnaðarmanna til Sólvangs.
Gestur Þorgrímsson gerði verkið 1966.

Verkið stendur við Hjúkrunarheimilið Sólvang í Hafnarfirði.

Jóhannes J. Reykdal (1874-1946)
Reykdalsstífla 1906

Reykdal

Minnismerki – Jóhannes Reykdal við Reykdalsstíflu.

Jóhannes J. Reykdal var stórhuga brautryðjandi og athafnamaður sem reisti m.a. þrjár vatnsaflsvirkjanir í Læknum í Hafnarfirði. Sú hin fyrsta var gangsett þann 12. des. 1904 og markaði sá viðburður upphaf rafvæðingar Íslands. Þá voru kölduljós kveikt í 15 húsum í bænum auk fjögurra götuljósa. Hörðuvallavirkjun, nokkru ofar í Læknum, var svo gangsett haustið 1906. Afl hennar, 37 kW, fullnægði þörf bæjarins fyrir rafmagn. Kallast hún nú Reykdalsvirkjun. Sú þriðja, enn ofar, var gangsett árið 1917.

Jóhannes J. Reykdal (1874-1946)

Jóhannes Reykdal

Minnismerki – Jóhannes Reykdal.

Rétt sunnan golfvallarins í Setbergi er þessi minnisvarði um Jóhannes Reykdal og fjölskyldu hans. Þau voru grafin í heimagrafreit þar sem nú er minnisvarðinn.

“Heimagrafreiturinn Setbergi er staðsettur að Hólsbergi 13 í Hafnarfirði. Þar hvílir Jóhannes Jóhannesson Reykdal ásamt konu sinni Þórunni Böðvarsdóttur Reykdal og fimm börnum þeirra sem dóu þegar þau voru á aldrinum 12 til 34 ára (þau hjónin eignuðust alls 12 börn)”.

Jóhannes Reykdal

Minnismerki – Jóhannes Reykdal.

“Lengi stóð grafhýsi í Setbergshverfi ofan Hafnarfjarðar. Athafnamaðurinn Jóhannes Reykdal var sá fyrsti sem þar hvíldi. Hann varð goðsögn í lifanda lífi þegar hann bókstaflega lýsti upp Hafnarfjörð árið 1904 með því að setja þar upp rafmagnsljós.
Fyrir nokkrum árum var hins vegar mokað yfir grafreitinn en áður voru þeir sem síðast voru þar greftraðir fluttir í kirkjugarð bæjarins og jarðaðir þar.”

Þau sem þarna er minnst eru Reykdalshjónin og fimm af börnum þeirra:

Jóhannes J. Reykdal,
f. 18.1.1874 – d. 1.8.1946
Þórunn B. Reykdal,
f. 21.10.1883 – d. 3.1.1964

Ásgeir Reykdal,
f. 25.7.1906 – d. 24.6.1933
Böðvar Reykdal,
f. 23.6.1907 – d. 2.1.1931

Helgafell

Minnismerki – Óskar Páll Daníelsson.

Jóhannes Reykdal,
f. 3.11.1908 – d. 30.12.1942
Friðþjófur Reykdal,
f. 28.7.1911 – d. 26.2.1934
Lovísa Reykdal,
f. 18.11.1918 – d. 20.4.1931

Óskar Páll Daníelsson (1979-2012)

f. 18. október 1979, d. 12. janúar 2012

Frá Dýrð til Dýrðar

Þetta skilti er vestan í klettabelti Helgafells við Hafnarfjörð en Óskar Páll hrapaði þar.

Stefánshöfði

Stefánshöfði

Minnismerki – Stefánshöfði.

Stefánshöfði er vestan við Kleifarvatn. Höfðinn er nefndur eftir Stefáni Stefánssyni f. 5.12.1878, d. 22.12.1944, eða Stebba guide, en ösku hans var dreift í vatnið árið 1944. Skjöldur á klettavegg Stefánshöfða við veginn.

Þórður Edilonsson (1875-1941)

Þórður Edilonsson fæddist 16. september 1875 og lést 14. september 1941. Hann var stúdent frá MR 1895 og lauk prófi frá læknaskóla í Reykjavík 1899. Vann á sjúrahúsum erlendis 1899-1900, en varð staðgengill héraðslæknis í Keflavík sumarið 1899.

Sólvangur

Minnismerki – Þórður Edilonsson.

Settur héraðslæknir í Kjósarhéraði 1900-1903, aðstoðarlæknir í Reykjavík með aðsetur í Hafnarfirði. Aftur settur héraðslæknir í Kjósarhéraði 1903-1908. Settur Héraðslæknir í Hafnarfirði 1908 til æviloka 1941.
Þórður gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í Hafnarfirði, m.a. í bæjarstjórn, fræðslustjórn, stjórn sparisjóðs Hafnarfjarðar o.fl. Hann sat einnig í stjórn Læknafélagsins.

Kona hans var Helga Benediktsdóttir skálds Sveinbjarnarsonar Gröndal. Þau áttu tvo syni.

Minnisvarðinn stendur við Sólvang í Hafnarfirði og er eftir Ríkarð Jónsson myndhöggvara.

Brautryðjendur
Til minningar um brautryðjendurna, Þorvald Árnason, Jón Gest Vigfússon, Jón Magnússon í Skuld, sr. Garðar Þorsteinsson sem unnu óeigingjarnt starf við skógrækt í Hafnarfirði.

Brautryðjendur

Minnismerki – Brautryðjendur.

Aðalheiður Magnúsdóttir (1914-1994) – Andrés Gunnarsson (1904-2003).

Í minningu hjónanna Aðalheiðar Magnúsdóttur og Andrésar Gunnarssonar.

Minnisvarðinn stendur í Andrésarlundi við Hvaleyrarvatn.

“Á skógar- og útivistardegi fjölskyldunnar sem haldinn var við Hvaleyrarvatn um miðjan júlí var Björnslundur vígður í minningu Björns Árnasonar, bæjarverkfræðings og skógarbónda. Afhjúpuðu börn Björns minningarskjöld í Seldal [undir Stórhöfða].
Í fimmtu og síðustu skógargöngu Skógræktarfélags Hafnafjarðar 9. ágúst s.l. var afhjúpaður minnisvarði í Gráhelluhrauni um fjóra menn sem lögðu sitt af mörkum til að efla skógræktarstarf í Hafnarfirði um miðja síðustu öld. Það voru Þorvaldur Árnason, Jón Gestur Vigfússon, Jón Magnússon í Skuld og sér Garðar Þorsteinsson sem áttu allir setu í stjórn Skógræktarfélags Hafnarfjarðar um langa hríð.”

Guðmundur Þórarinsson

Minnismerki – Guðmundur Þórarinsson.

Í Gráhelluhrauni er auk þess minningarskjöldur um Guðmund Þórarinsson, skógræktarmann og kennara. Í Húshöfða ofan við Hvaleyrarvatn er minningaskjöldur um Kristmundsbörn annars vegar og Ólafslundur til minningar um Ólaf Daníelsson, skógræktanda, hins vegar.
Björn Árnason var lengi bæjarverkfræðingur í Hafnarfirði. Hann átti drjúgan þátt í vega- og stígagerð á skógræktarsvæðunum ofan við bæinn. Þegar erfiðlega gekk að fá fjárveitingar til slíkra framkvæmda brá hann á það ráð að jafna kostnaðinum yfir á “Ytri-höfnina”, athugasemdalaust. Í dag vildu fáir vera án þessara stíga er gerir þeim kleift að ganga um skógræktarsvæðin með auðveldum hætti. Og Ytri-höfnin er fyrir löngu komin í gagnið.

Björn Árnason (1928-2007)
Björnslundur

Björn Árnason

Minnismerki – Björn Árnason.

Til minningar um Björn Árnason bæjarverkfræðing og skógarbónda

Minnisvarðinn stendur í skógræktinni við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði

Guðmundur Kristinn Þórarinsson (1913-1975)
Guðmundarlundur

Guðmundur Kristinn Þórarinsson (1913-1975) kennari gróðursetti furulundinn.
Sumarið 1965 hóf Guðmundur gróðursetningu á stafafuru í Gráhelluhrauni og er þar nú þéttur skógur. Minningarskjöldur hans er á stórri hraunhellu við göngustíginn í miðjum skógræktarreitnum sem hann plantaði út.

Minnisvarðinn er i Gráhelluhrauni.

Hólmfríður Finnbogadóttir (1931-2019) – Reynir Jóhannsson (1927-2012)

Hólmfríður Finnbogadóttir

Minnismerki – Hólmfríður Finnbogadóttir.

Hólmfríður hóf störf hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar 1980, sat í stjórn og var formaður og síðan framkvæmdastjóri til 2013.

Afhjúpað á sjötíu ára afmæli Skógræktarfélags Hafnarfjarðar 2016.

Minnisvarðinn stendur við Kaldárselsveg í Hafnarfirði.

Hólmfríður Finnbogadóttir
Hólmfríður Finnbogadóttir og Reynir Jóhannsson hófu skógrækt hér 1980.

Ingvar Gunnarsson (1886-1961)

Ingvar Gunnarsson

Minnismerki – Ingvar Gunnarsson.

Til minningar um Ingvar Gunnarsson fyrsta formann Skógræktarfélags Hafnarfjarðar.

,,Árið 1930 hóf Ingvar Gunnarsson kennari við Barnaskóla Hafnarfjarðar gróðursetningu í Undirhlíðum en Litli-Skógarhvammur var girtur í ársbyrjun 1934. Sama vor hófu nemendur Barnaskóla Hafnarfjarðar ræktun Skólalundar undir stjórn Ingvars. Næstu árin plöntuðu börnin út mörg þúsund trjáplöntum, en starfinu lauk þegar fullplantað var í girðinguna fáum árum seinna. Skógrækargirðingin fékk lítið sem ekkert viðhald en 1942 gerði bæjarstjórnin samning við

Skólalundur

Í Skólalundi.

Fjáreigendafélag Hafnarfjarðar um sumarbeit innan bæjargirðingarinnar. Fjáreigendur tóku að sér að annast viðhald allra girðinga í upplandinu, en þrátt fyrir samninginn töldu þeir sig ekki hafa efni á að viðhalda skógræktargirðingunni. Hákon Bjarnason skógræktarstjóri ritaði bæjarstjóra bréf 1948 og óskaði eftir því að girðingin væri endurnýjuð. Sumarið áður hafði sauðfé gert sig heimakomið í Skólalundi og skemmt birkikjarrið mikið og bitið stöku skógarfurur og grenitré.
Þann 25. júní 2005 fór fram táknræn athöfn í Undirhlíðaskógi þegar 75 trjáplöntur voru gróðursettar í Skólalundi til að minnast 75 ára afmælis Skógæktarfélags Íslands og að 75 ár voru liðin frá því að Ingvar Gunnarsson gróðursetti þar fyrstu trén.” [Undirhlíðar]

Minnisvarðinn stendur í Skólalundi í Undirhlíðum

Jónas Guðlaugsson (1929-2009)

Cuxhavenlundur

Minnismerki – Jónas Guðlaugsson.

Vinabæjarfélagið Cuxhaven – Hafnarfjörður.

Jónas Guðlaugsson fæddist á Guðnastöðum í Austur-Landeyjum 21. apríl 1929 og lést 30. júlí 2009. Jónas var ekki nema 13 ára þegar hann setti upp vindmyllu við heimili sitt sem var tengd rafgeymi og lagði rafmagn í bæinn. Það kom engum á óvart þegar hann hóf nám í rafvirkjun á Selfossi og seinna í Reykjavík. Hann hélt síðan til Hamborgar í Þýskalandi til að læra rafmagnstæknifræði og lauk prófi árið 1959. Á Þýskalandsárunum kynntist hann Dórótheu Stefánsdóttur frá Siglufirði og gengu þau í hjónaband og eignuðust fjögur börn.

Cuxhavenlundur

Minnismerki – Jónas Guðlaugsson í Cuxhavenlundi.

Jónas starfaði við raflagnateikningar eftir að hann sneri aftur heim til Íslands og var verkstjóri á teiknistofu Rafmagnsveitu Reykjavíkur í eitt ár en kenndi einnig við Iðnskólann á Selfossi áður en hann réðst sem tæknifræðingur til Rafveitu Hafnarfjarðar árið 1962. Þar gat hann sér gott orð og var gerður að rafveitutstjóra árið 1969. Hann var rafveitustjóri til ársins 1999 þegar hann lét af störfum.

Föstudaginn 6. júlí komu nokkrir félagar úr Vinabæjarfélaginu Cuxhaven – Hafnarfjörður ásamt nokkrum góðum gestum frá Þýskalandi saman í Cuxhaven lundinum við Hvaleyrarvatn.

Cuxhavenlundur

Afhjúpun minningarreitsins í Cuxhavenlundi.

Tilgangur samfundarins var afhjúpun minningarskjaldar um Jónas Guðlaugsson fyrrverandi rafveitustjóra og formann félagsins til margra ára. Ekkja Jónasar Dóróthea Stefánsdóttir afhjúpaði skjöldinn sem komið var fyrir á látlausum steini sem er skammt frá minningarsteini um Rolf Peters, en þeir voru miklir mátar. Að afhjúpun lokinni voru gróðursett 30 tré sem Skógræktarfélag Hafnarfjarðar gaf til minningar um Jónas, en hann var alla tíð dyggur stuðningsmaður Skógræktarfélagsins. Síðan héldu allir viðstaddir í Selið, höfuðstöðvar Skógræktarfélagsins, þar sem bornar voru fram veitingar.

Minnisvarðinn er í Cuxhaven-lundi við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði.

Ólafur Tryggvi Vilhjálmsson (1914-1996)
Ólafslundur

Ólafslundur

Minnismerki – Ólafur Tryggvi Vilhjálmsson.

Ólafur Tryggvi Vilhjálmsson (1914-1996) var einn af stofnendum Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Hann var kjörinn í varastjórn á stofnfundinum og starfaði með félaginu alla tíð. Hann tók við formennsku árið 1965 og gegndi þeirri stöðu lengst allra eða í 24 ár. Hann var vakinn og sofinn í starfinu og fáir einstaklingar hafa lagt eins mikið af mörkum við ræktunarstarfið og hann. Ólafur var útnefndur heiðursfélagi á 45 ára afmæli félagsins 1991, en tveimur árum fyrr hafði hann látið af formennskunni eftir áratuga farsælt starf. Á ýmsu gekk í formannstíð Ólafs og félagið varð fyrir nokkrum áföllum. Með þrautseigju sinni, æðruleysi og dugnaði tókst Óla Villa að færa alla hluti til betri vegar. Til að minnast þessa mæta forystumanns var útbúinn fjölbreyttur skógarreitur í suðausturhlíðum Húshöfða, sem nefndur er Ólafslundur. Þar stendur minningarsteinn Ólafs Tryggva Vilhjálmssonar.

Cuxhavenlundur

Minnismerki – Rolf Peters.

Ólafur fæddist í Hafnarfirði 17. desember 1915 í Illugahúsi (Kóngsgerði) í vesturbæ Hafnarfjarðar. Hann var lengst af starfsævinni leigubílstjóri og bjó ásamt fjölskyldu sinni að Bólstað í Garðabæ. Ólafur var einn helsti hvatamaður að stofnun Skógræktarfélags Garðabæjar.

Rolf Peters
Jónas Guðlaugsson og Rolf Peters frá Cuxhaven áttu mikinn þátt í þeim góðu samskiptum sem mynduðust milli vinabæjanna Hafnarfjarðar og Cuxhaven í Þýskalandi eftir að stofnað var til þeirra árið 1988. Þetta leiddi til þess að árið 1993 var stofnað félag í Hafnarfirði um vinabæjarsamstarfið og tók Jónas strax sæti í stjórn félagsins. Hann var formaður félagsins á árabilinu 1999 til 2007 og voru stjórnarfundir gjarnan haldnir á heimili hans og Dórótheu Stefánsdóttur.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn.

Jónas var jafnan í fararbroddi þegar gesti frá Þýskalandi bar að garði og sá til þess að þeir nytu þess besta sem Hafnarfjörður hafði upp á að bjóða. Þegar Jónas ákvað að láta af stjórnarsetu vegna heilsufarsástæðna árið 2007 voru þau hjón gerð að heiðursfélögum í Vinabæjarfélaginu. Þetta var ekki eina viðurkenningin sem Jónasi hlotnaðist því borgaryfirvöld í Cuxhaven veittu honum heiðursorðuna ,,Schloss Ritesbüttel“ árið 2002 og Johannes Rau forseti Þýskalands sæmdi hann heiðursorðunni ,,Das Verdienstkrauz 1. Klasse“ árið 2003. (Cuxhaven-lundur)

Minnisvarðinn er í Cuxhaven-lundi við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði

Systkinalundur

Systkinalundur

Minnismerki – Systkinalundur.

Systkinalundur Gunnlaugs Kristmundssonar, Ingibjargar Kristmundsdóttur og Guðmundar Kristmundssonar.

Þau systkinin voru fædd á Haugi í Núpsdal í Miðfirði en fluttust síðar öll til Hafnarfjarðar. Hélt Ingibjörg heimili með Gunnlaugi þar í bæ en síðar með Guðmundi í Sveinskoti á Hvaleyri. Sandgræsluvörður var Gunnlaugur skipaður árið 1907 og gegndi síðan því starfi í 40 ár, en sandgræðslustjóraembættið var ekki formlega stofnað fyrr en 1942.

Minnisvarðinn var afhjúpaður árið 1989 og stendur hann í skógarlundi við Hvaleyrarvatn, sem við þau systkinin er kenndur og kallaður Systkinalundur.
Minnisvarði um Gunnlaug Kristmundsson er einnig í Gunnarsholti.

Skátalundur

Skátalundur

Minnismerki – Látnir skátar.

Við skátaskála Gildisskáta við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði er minnismerki um látna skáta. Þótt sérhverra þeirra sé ekki getið á minningarskildinum ber að taka viljan fyrir verkið.

Ofangreind minnismerki má finna í landi Hafnarfjarðar. Líklega eru minnismerkin mun fleiri, ef allt er talið, s.s. minnismerki, vatnshjólið, um fyrstu rafvæðinguna við Lækinn sem og hin ýmsu minningarmörk víðs vegar um bæinn.

Þannig má segja að hinir ýmsu „merkimiðar“ á einstökum stöðum, s.s. á Arnarklettum við Arnarhraun, og hin mörgu upplýsingaskilti á tilteknum sögustöðum bæjarins bæti verulega um betur í þeim efnum.

Heimild m.a.:
-https://eirikur.is/minnisvardar/vesturland/hafnarfjordur-minn/Hafnarfjörður

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki; Sigling. Á skildi neðst á listaverkinu mála lesa: „Þorkell Gunnar Guðmundsson (1934)
Sigling – sailing. 1961 – Sett til heiðurs hafnfirskri sjómannastétt 1976.