Aðalstræti

Í Fógetagarðinum í miðbæ Reykjavíkur er skilti um „Landnám – Reykjavík„. Á því má lesa eftirfarandi fróðleik:

„Staðsetning elstu minja sem fundist hafa við fornleifarannsóknir í vesturhluta Kvosarinnar.

Reykjavík - skilti

Landnám – Reykjavík; skilti.

1. Veggjarbrot frá því fyrir 871 +/-2, elsta mannvirkið sem fundist hefur í Reykjavík.
2. Aflöng bygging, sennilega skáli, frá því eftir 871 +/-2.
3. Skáli frá því um 930-1000.
4. Skáli, viðbygging við nr. 3, frá því um 950-1000.
5. Skáli frá því eftir 871 +/-2.
6. Smiðja, sambyggð skálanum nr. 5.
7. Eldstæði og fleiri minjar, líklega frá 9.-10. öld.
8. Bygging frá 10. öld.
9. Túngarður úr torfi með landnámsgjósku í (971 +/-2).
10. Vinnusvæði frá 9.-10. öld þar sem timbur var unnið, dýrum slátrað og skinn sútað.
11. Tvær smiðjur frá 9. og 10. öld.
12. Járnvinnsluofnar og eldstæði frá 9.-10. öld.
13. Kolagröf frá 9.-10. öld.
14. Bygging frá 9.-10 öld.
15. Túngarður frá 9.-10. öld.
16. Brunnur og grjótgarður frá 9.-10. öld.
17. Byggingar frá 9.-10. öld.

Reykjavík - skilti

Landnám – Reykjavík; skilti. Staðsetningar minjastaða.

Elsta byggðin í Reykjavík var á svæðinu milli Tjarnarinnar og sjávar. Talið er að fyrstu húsin hafi risið þar á seinni hluta 9. aldar. Við Aðalstræti hafa fundist merkar minjar frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Þar fannst meðal annars veggjarbrot frá því fyrir 871 +/-2 og rústir skála, sem nú má sjá á Landnámssýningunni handan götunnar.
Fyrstu landnemarnir komu frá Noregi og Bretlandseyjum á 9. öld. Minjarnar í miðbænum gefa góð mynd af því samfélagi sem hér var fyrstu aldirnar. Fólk bjó í skálum, en það var algeng gerð torfhúsa í Skandinavíu á þeim tíma. Í nágrenni skálanna voru smiðjur þar sem málmur var unninn og svæði þar sem járn var unnið úr mýrarrauða.
Dýrabein sem fundist hafa við fornleifauppgröft sýna að landnámsmenn hafa veitt sér fugl og fisk til matar. Þeir stunduðu landbúnað og ræktuðu nautgripi og svín. Rostungur var veiddur vegna tannanna, sem voru verðmæt útflutningsvara, og skinnið af þeim var notað í reipi.“

Landnámssýning

Landnámsýningin í Aðalstræti. Langeldur í miðju skálans.

Reykjavík - skilti

Í Fógetagarðinum í miðbæ Reykjavíkur er skilti um „Fógetagarðinn frá 1893„. Á því má lesa eftirfarandi fróðleik:

Reykjavík - skilti

Reykjavík – Fógetagarðurinn; skilti.

„Þegar Schierbeck landlæknir fór af landi brott árið 1893 seldi hann Halldóri Daníelssyni bæjarfógeta húsið sitt og afnot af gamla kirkjugarðinum fylgdi með í kaupunum. Anna, kona Halldóts, annaðsist garðinn af mikilli alúð næstu áratugina. Frá þessum tíma var komið nafnið Bæjarfógetagarðurinn, eða Fógetagarðurinn, sem enn loðir við hann.
Frá Anna Daníelsson var mjög virk í félagsmálum og átti meðal annars sæti í stjórn líknarfélagsins Hringsins og skólanefnd Kvennaskólans í Reykjavík. Hún tók einnig virkan þátt í starfsemi Garðyrkjufélags Íslands og átti sæti í sýningarnefnd vegna garðyrkjusýningar í tilefni 50 ára afmælis þess árið 1935. Anna lést árið 1940.

Faðir Reykjavíkur
Árið 1954 var komið fyrir í garðinum styttu af Skúla Magnýssyni landfógeta (1711-94), sem kallaður hefur verið „faðir Reykjavíkur“. Þegar grafið var fyrir stöpli styttunnar komu í ljós leifar af suðurvegg kirkjunnar sem stóð þar áður.

Reykjavík

Aðalstræti 10.

Skúli stofnaði ásamt fleirum ullarverksmiðjur við Aðalstræti um miðja 18. öld, svokallaðar Innréttingar, og áttu þær mikinn þátt í því að Reykjavík óx og dafnaði sem kaupstaður. Enn stendur eitt hús Innréttinganna, Aðalstræti 10, en það er elsta húsið í miðbæ Reykjavíkur, reist 1762. Þar er nú sýning á vegum Borgarsögusafns Reykjavíkur.“

Auk þessa skiltis eru fimm önnur í Fógetagarðinum er lýsa m.a. Víkurgarði, Víkurkirkju, Byggð við Aðalstræti á 10. öld og Landnámi í Reykjavík.

Skúli fógeti Magnússon

Skúli landfógeti Magnússon. Stytta í Fógetagarðinum.

Georg Schierbeck

Í Fógetagarðinum í miðbæ Reykjavíkur er skilti um „Skrúðgarð frá 1883„. Á því má lesa eftirfarandi fróðleik:

Reykjavík - skilti

Reykjavík – Skrúðgarður frá 1883; skilti.

„Georg Schierbeck fæddist árið 1847 í Óðinsvéum á Fjóni og kom hingað sem landlæknir árið 1882. Schierbeck stundaði nám í garðyrkju áður en hann helgaði sig læknisfræði og hafði mikinn áhuga á henni. Eftir aað hann reisti sér hús við norðurnda gamla kikjugarðsins í Aðalstræti fór hann fram á að fá að stunda þar garðrækt. Hann fékk leyfi til þess að rækta tré og blóm í kirkjugarðinum, sem þá var aflagður, en var gert að reisa timburvegg umhverfis garðinn og greiða 25 kr. á ári fyrir afnotin. Hann mátti þó hvorki flytja neitt burt úr garðinum né reisa þar ný mannvirki. Schierbeck gróðursetti meðal annars silfurreyninn sem enn stendur og er talinn elsta tréð í Reykjavík.
Georg Schierbeck var einn af helstu hvatamönnum að stofnun Hins íslenska garðyrkjufélags árið 1885 og var fyrsti forseti þess.“

Í Fógetagarðinum eru auk þessa fimm önnur upplýsingaskilti um Víkurgarð, Víkurkirkju, Byggð við Aðalstræti á 10. öld, Landnámið o.fl.
Reykjavík - kilti.

Reykjavík

Í Fógetagarðinum í miðbæ Reykjavíkur er skilti um „Víkurkirkju„. Á því má lesa eftirfarandi fróðleik:

Reykjavík - skilti

Reykjavík – Víkurkirkja; skilti.

„Vitað er að kirkja var byggð í Reykjavík fyrir 1200. Elsti máldagi Víkurkirkju er frá árinu 1379 og er hún þar sögð helguð heilögum Jóhannesi.
Í Vík bjuggu höfðingjar af ætt Ingólfs Arnarssonar landnámsmanns. Þormóður langafabarn hans var allsherjargoði árið 1000 þegar kristni var tekin á Þingvöllum. Eftir kristnitökuna létu blndur og höfðingjar byggja kirkjur við bæi sína vegna þess að þeim var lofað því að þeir fengju pláss fyrir jafn margar sálir í himnaríki og rúmuðust í kirkjum þeirra. Kirkja gæti því hafa verið byggð í Reykjavík þegar á 11. öld.
Bóndinn í Vík lét reisa torfkirkju við bæinn árið 1724. Hálfri öld síðar var kirkjan endurbyggð og torfveggjunum skipt út fyrir timburveggi. Einnig var byggður klukkuturn framan við kirkjuna. Sú kirkja var notuð sem dómkirkja eftir að biskupsstóllinn var fluttur frá Skálholti til Reykjavíkur árið 1785, en þótti reyndar of lítil og ómerkileg sem slík. Eftir að Dómkirkjan við Austurvöll var vígð árið 1796 var gamla kirkjan rifin og grundin sléttuð.
Talið er að kirkjur í Vík hafi ávallt staðið á sama stað í kirkjugarðinum. Í stéttinni í miðjum garði má sjá skjöld sem sýnir hvar altari kirkjunnar er talið hafa verið.“

Reykjavík - Víkurkirkja

Reykjavík – minnismerki um Víkurkirkju.

Reykjavík - Víkurgarður

Í Fógetagarðinum í miðbæ Reykjavíkur er skilti um „Víkurgarður„. Á því má lesa eftirfarandi fróðleik:

Reykjavík - skilti

Reykjavík – Víkurgarður; skilti.

„Gamli kirkjugarðurinn við Aðalstræti, Víkurgarður, er talinn hafa verið í notkun í um 800 ár, eða frá því stuttu eftir kristnitöku árið 1000 og fram á 19. öld. Jarðað var bæði í garðinum sjálfum og inni í kirkjunni. Talið er að garðurinn hafi upphaflega verið um 1500 m2 að flatarmáli.
Kirkjugarðurinn var formlega aflagður árið 1838 þegar Hólavallagarður var tekinn í notkun, en nokkrir einstaklingar voru þó jarðaðir í gamla garðinum eftir það. Ómögulegt er að segja til um hversu margir voru grafnir í Vígurgarði frá upphafi, en ætla má að jarðneskar leifar um þrjátíu kynslóða Reykvíkinga hvíli hér.
Vigurgarður er friðlýstur minjastaður, en það er mesta mögulega vernd sem menningarminjar á Íslandi geta notið.“

Í Fógetagarðinum má auk þessa finna fimm önnur fróðleiksskilti um garðinn og nágrenni hans, s.s. fróðleik um Víkurkirkju, byggð við Aðalstræti á 10. öld, landnámið og fleirra.

Reykjavík

Reykjavík 1786 (Aage Nielsen-Edwin).

 

Landnámssýning

Í Fógetagarðinum í miðbæ Reykjavíkur er skilti um „Byggð í Aðalstræti á 10. öld„. Á því má lesa eftirfarandi fróðleik:

Reykjavík - skilti

Reykjavík – skilti; Byggð í Aðalstræti á 10. öld.

„Skálinn í Aðalstræti var svipaður því sem tíðkaðist almennt í Norður-Evrópu á víkingatíma. Hann var aflangur með tveimur stoðarröðum eftir endilöngu og vönduðu eldstæði á miðju gólfi. Á skálanum vorutveir inngangar, aðaldyr á framhlið (austurhlið) og bakdyr á vesturhlið. Í Norðurnda skálans voru básar fyrir uxa eða hesta. Annar minni skáli fannst við suðurhlið skálans og hafði verið byggður við nokkrum áratugum seinna.
Stóri skálinn var 86.5 m2 að flatarmáli og í stærra meðallagi miðað við aðra íslenska skála frá sama tíma. Talið er að 5-10 mann hafi búið í skálanum.“

Auk skiltisins eru fimm önnur í Fógetagarðinum. Þau innihalda m.a. fróðleik um Víkurgarð, Víkurkirkju, Skrúðgarðinn, landám í vestanverðri Kvosinni og Föður Reykjavíkur, Skúla Magnússon.

Landnám

Reykjavík – útsýni frá landnámsbænum í Kvosinni yfir Tjörnina. Lönguhlíð og Sveifluháls fjær.

Reykjavík

Á Miðbakka í Reykjavík er sýning á 18 skiltum undir yfirskriftinni „Reykjavík þá og nú„. Sýningin er á vegum Faxaflóahafna.

Reykjavík þá og nú

Reykjavík þá og nú; skilti.

„Á 19. öld var Reykjavík lítið þorp með lágreistum timburhúsum, sem með tímanum hafa vikið fyrir stærri og endingarbetri byggingum. Á þessari sýningu er fylgst með þessari þróun og sýnt hvernig nokkir valdir staðir í borginni hafa breyst í tímans rás. Farið er allt að 190 ár aftur í tímann og skoðað hvernig byggðin leit út áður fyrr og breytinguna sem hefur átt sér stað alveg til dagsins í dag.
Efri myndin er tekin úr Örfirisey um 1890, á myndinni sést mið- og austurhluti Reykjavíkur. Neðri myndin er tekin á sama stað 135 árum síðar.“

Hér má sjá önnur skilti á sýningunni:

Reykjavík þá og nú - sýning Reykjavík þá og nú - sýning Reykjavík þá og nú - sýning Reykjavík þá og nú - sýning Reykjavík þá og nú - sýning Reykjavík þá og nú - sýning Reykjavík þá og nú - sýning Reykjavík þá og nú - sýning Reykjavík þá og nú - sýning Reykjavík þá og nú - sýning Reykjavík þá og nú - sýning Reykjavík þá og nú - sýning Reykjavík þá og nú - sýning Reykjavík þá og nú - sýning Reykjavík þá og nú - sýning Reykjavík þá og nú - sýning

Fjörukot

Á Miðbakka í Reykjavík eru nokkur skilti um „fornbáta“ í eigu einstaklinga. Þar á meðal er sagt frá „Lukkugefinn„; tveggja manna fari á Suðurnesjum:

Lukkugefinn

Lukkugefinn; skilti.

„Lukkugefinn er talinn hafa verið smíðaður 1880-1890. Lengd, breidd og dýpt bátsins er 6.7 x 1.45 x 0.58 m. Hann er úr ljósum við, súðbyrtur. Hann er með mastur og var róið og siglt til 1954 en þá sett í hann vél. Báturinn er mjór og grunnskreiður og hefur því verið léttur undir árum. Breidd hans bendir til að hann sé tveggja mann far en lengdin er hins vegar svipuð feræringum.
Heimildir greina ekki frá notkun bátsins fyrstu áratugina en vafalaust hefur honum verið róið til fiskjar enda góð fiskimið skammt undan landi.

Fjörukot

Fjörukot – Lukkugefinn.

Fyrsti nafngreindi eigandinn er Einar frá Þingholti í Gerðahreppi, nú Suðurnesjabæ. 1918 keypti Jón Jónsson síðan bátinn. Hann var frá Bárugerði, sem var ein af hjáleigu Bæjarskers í nágrenni Sandgerðis. Það ár fékk báturinn núverandi nafn. Þriðju nafngreidi eigandinn, Gunnar Jónsson, Reynistað í Sandgerði, var sonur Jóns Jónssonar. Þeir feðgar fóru í róðra á bátnum frá Bæjarskersvör.
Lukkugefinn er með elstu Suðurnesjabátum sem varðvesit hafa.“

Lukkugefinn er nú við Fjörukot vestan Sandgerðis þar sem hjónin Gunnhildur Gunnarsdóttir og Guðmundur Sigurbergsson ráða ríkjum.
Fjörukot

Kálfatjörn

Á Miðbakka í Reykjavík eru nokkur skilti um „fornbáta“ í eigu einstaklinga. Þar á meðal er sagt frá „Kálfatjarnarbátnum„; grásleppubát á Vatnsleysuströnd:

Kálfatjarnarbáturinn

Kálfatjarnarbáturinn – skilti.

„Báturinn er opinn vélbátur, smíðaður 1942. Smiður var Ingimundur Guðmundsson í Litlabæ, Vatnsleysuströnd, þ.e. nágranni Kálfatjarnarfólksins: Hann smíðaði marga báta bæði með og án vélar. Stærð: 1.5 tonn. Lengd, breidd og dýpt í m: 6.9 x 1.86 x 0.57.
Báturinn er úr eik og furu, súðbyrtur, með Engeyjarlagi. Vélin frá sex hestafla bensínvél af Göta-gerð. Hún hefur verið í bátnum frá upphafi. Stýri vantar, sennilega týnt.

Kálfatjörn

Kálfatjörn – upplýsingaskilti ofan Kálfatjarnarvarar.

Víða í landi Kálfatjarnar eru garðar, vörður, sjóbúðir og aðrar minjar um sjávarútveg á árabátatímanum. Kálfatjarnarvör er í fjörunni vestan til á jörðinni. Út af vörinni er Lónið innan stærsta skersins, Markakletts. Báturinn var líklega smíðaður fyrir bóndann á Kálfatjörn, Erlend Magnússon (1892-1975). Árið 1920 flutti hann að Kálfatjörn ásamt fjölskyldu sinni. hann rak eigin útgerð um tíma en aflagði jana um 1946.
Kálfatjarnarbáturinn var notaður til grásleppuveiða. Hann var síðasti báturinn sem tekinn var upp í vörina á Kálfatjörn, 7. ágúst 1974. Eftir það var hann notaður á Þingvallavatni.“

Báturinn er nú geymdur í skemmu við Halakot á Vatnsleysuströnd.

Kálfatjarnarbátur

Kálfatjarnarbáturinn t.v. og Halakotsbáturinn t.h. í sjóhúsinu ofan Halakotsvarar.

Lækjarbotnar

Þegar gengið er upp með læknum er kemur úr Lækjarbotnum má sjá hvar hann liðast með norðurjaðri Stekkjarhrauns og Gráhelluhrauns (Lækjarbotnahrauns). Við upptökin eru hleðslur undan timburhúsi, sem þar stóð um tíma á vatnsþró. Frá húsinu lá trépípa niður til bæjarins. Sjá má leifar hennar neðan við hleðslurnar. Skammt neðar er stíflumannvirki, steypt og hlaðið. Á skilti þarna stendur eftirfarandi:
Leifar vatnsstokksins frá Kaldá„Fram til 1904 var engin vatnsveita í Hafnarfirði en það ár stofnuðu nokkrir Hafnfirðingar „Vatnsveitufélag Hafnarfjarðar“. Félagið stóð meðal annars fyrir því að grafnir voru brunnar á Jófríðarstaðarholtinu og þaðan lagðar vatnspípur vestur eftir bænum. Nokkur hús voru þá tengd veitunni en auk þess voru settir upp vatnspóstar bíða um bæinn, þangað sem bæjarbúar sóttu sitt neysluvatn. Þessi vatnsveita varð þó snemma ófullnægjandi auk þess sem hún náði aldrei til alls þorpsins og því þurfti að grípa til frekari aðgerðar.
Eftir að ljóst var að Vatnsveitan annaði ekki sívaxandi bæ ákvað bæjarstjórn Hafnarfjarðar árið 1909 að kaupa eignir hennar og leggja nýja vatnsveitu héðan ofan úr Lækjarbotnum. Þessi ákvörðun var tekin eftir athugun Erlends Zakaríassonar og Th. Krabbe landfræðings en það þótti mjög hentugur kostur að leiða vatnið frá Lækjarbotnum vegna hæðarmismunar sem er héðan og niður að bænum. Byggð var vatnsþró í Lækjarbotnum og lögð þriggja tommu aðfærsluæð til bæjarins. Vatnsveita þessi dugði vel í nokkur ár en þó þurfti að víkka leiðslurnar til að auka flutningsgetuna oftar en einu sinni.

Lækjarbotnar

Lækjarbotnar – stíflan.

Árið 1916 var svo komið að uppsprettan í Lækjarbotnum var ekki nægilega vatnsmikil fyrir bæinn. Árið eftir var brugðið á það ráð, samkvæmt tillögu Jóhannesar Reykdals og Jóns Ísleifssonar verkfræðings, að veita vatni úr Kaldá yfir á aðrennslusvæði Lækjarbotna. Var þá byggður 1.600 metra langur stokkur þar sem vatni var veitt úr Kaldá og sleppt niður í hraunið við suðurenda Sléttuhlíðar, um þremur kílómetrum sunnan lindarinnar. Vonuðust menn til að vatnsheld jarðlög undir hrauninu skiluðu vatninu í Lækjarbotna og varð það úr.
Þessi lausn dugði um tíma en þó kom að því að betur þurfti að gera og hófust framkvæmdir á vatnsveitu frá Kaldárbotnum 1949 en vatnsmagnið þar er talið nægja bænum um ófyrirsjáanlega framtíð. Lauk því verki í júní 1951.“

Vatnspípan í Lækjarbotnum

Í Sögu Vatnsveitu Hafnarfjarðar segir m.a. um þessar framkvæmdir: „Fyrr á tímum þegar engin vatnsveita var í Hafnarfirði sótti fólk vatn í Hamarkotslæk. Þessu fylgdi mikil óhollusta vegna óþrifnaðar og sýkingarhættu.
Eftir að Vatnsveitufélag Hafnarfjarðar var stofnað árið 1904 var grafinn brunnur vestan í Jófríðarstaðaholtinu, þar sem svonefnt Kaldadý var. Frá honum voru lagðar pípur um bæinn. Þessi vatnsveita var ein af fyrstu vatnsveitum á landinu. Árið 1908 geisaði taugaveiki upp í Hafnarfirði og töldu menn að rekja mætti orsök hennar til vatnsveitunnar. Þá var hún orðin ófullnægjandi og ákveðið var að leggja vatnsveitu frá Lækjarbotnum þar sem hluti af vatni því sem myndar Hamarkotslæk er. Þar koma lindir framundan hrauninu. Stuttu eftir það komust menn að því að uppsprettan í Lækjarbotnum var ekki næg. Þá fóru menn að huga að því að leggja vatnsæð frá Kaldá til bæjarins. Svo var ákveðið að veita vatni úr Kaldá yfir á aðalrennslissvæði Lækjarbotna til að tryggja vatnsveitunni og rafstöð bæjarins nægilegt vatn.

Kaldársel

Kaldársel – undirstaðan undir vatnsleiðsluna.

Vatnið úr Kaldá var leitt mestan hluta leiðarinnar í opinni trérennu. Trérennan var lögð yfir Hjallamisgengið og hraunið en vatninu var síðan sleppt við suðurenda Setbergshlíðar þar sem hraunið byrjar að falla að Lækjarbotnum í þeirri von um að jarðlög undir hrauninu skiluðu vatninu í Lækjarbotna sem það og gerði eftir nokkra daga. Þegar þetta var ekki fullnægjandi var lögð breiðari pípa. Við þá aukningu höfðu flestar götur bæjarins nægilegt vatn. Það dugði samt ekki lengi því að eftir nokkur ár fór svo aftur að bera á vatnsskorti. Ástæðan fyrir því var m.a. sú að rennan úr Kaldá gekk smá saman úr sér og úreltist og þá minnkaði stöðugt vatnsmagnið sem hún gat flutt. Einnig var þetta vegna þess að þrýstingurinn í vatnsleiðslunum í bænum var ófullnægjandi og náði vatnið þá ekki upp í þau hús sem hæst stóðu.

Lækjarbotnar

Lækjarbotnar – stíflan.

Þá  var ákveðið að leggja vatnsæð úr Kaldárbotnum. Nokkrar endurbætur voru svo gerðar á henni þegar húsum í bænum fór að fjölga. Þegar grunnvatnsyfirborðið fór að lækka ört vegna minnkunar á úrkomu, voru nokkrar holur boraðar við Kaldárbotna og þær tengdar við vantsveituna. Orsakir hinnar miklu vatnsnotkunar í Hafnarfirði voru taldar vera vegna mikils fjölda fiskvinnslustöðva, göllum í gatnakerfi bæjarins, óhóflegrar vatnsnotkunar og vegna skemmda og bilana á heimilislögnum. Árið 1967 rættist svo úr þessu. Vatnsmagnið í vatnsbólinu í Kaldárbotnum jókst vegna aukinnar úrkomu og ýmsar endurbætur voru gerðar á vatnsveitunni. Undanfarin ár hefur verið nægilegt neysluvatn að fá í Hafnarfirði og talið að endurbætur á bæjarveitukerfinu hafi átt mestan þátt í því.“
Vatnspípan í Lækjarbotnum