Stekkjarkot

Við tilgátusmábýlið Stekkjarkot í Ytri-Njarðvík (Reykjanesbæ) er skilti. Á því má lesa eftirfarandi texta:

Stekkjarkot

Stekkjarkot.

„Á 19. öld risu fjölmörg kot við sjóinn og voru þau fyrsti vísirunn að þéttbýliskjörnum. Stekkjarkot var fyrst reist á árunum 1855-1857 og var þurrabúð. Þurrabúðir stóðu á leigulandi og þurftu ábúendur að reiða sig á sjósókn til að draga fram lífið því ekki máttu þeir halda þar búfénað.
Búseta var stopul í Stekkjarkoti. Árið 1877 lagðist það í eyði en var aftur byggt upp árið 1917. Árið 1921 varð Stekkjarkot grasbýli sem gaf íbúm rétt til þess að halda einhverjar skepnur. Búseta lagðist endanlega af í Stekkjarkoti árið 1924.

Stekkjarkot

Stekkjarkot.

Húsið sem nú stendur hér var reist í tilefni af 50 ára afmæli Njarðvíkurkaupstaðar og opnað almenningi árið 1933. Við byggingu hússins var stuðst við endurminningar eins af síðustu íbúum hússins.
Húsið er byggt úr torfi og grjóti og er tvískipt. Eldri hlutinn á rætur að rekja til 19. aldar. Þar er hlóðaeldur og moldargólf. Yngra húsið er frá síðari búsetudögum. Baðstofa og eldhús eru alþiljuð og kolaeldavél komin í húsið svo ekki virðist hafa farið illa um heimilisfólk.

Stekkjarkot er í umsjón Byggðasafns Reykjanesbæjar. Nánari upplýsingar um opnunartíma má nálgast á vef safnsins.“

Stekkjarkot

Stekkjarkot.

Kaldársel

Í skrautgarðinum Hellisgerði í Hafnarfirði eru sex aðskilin skilti með yfirskriftinni „Kaldársel í 100 ár„.

Fyrsta skiltið fjallar um KFUM og KFUK 1925-1945:

Kaldársel

Kaldársel 100 ára; skilti.

„Í Kaldárseli reis fyrsti sumarbúðakálinn sem KFUMfélögin hér á landi eignuðust. Félögin byggðu húsið árið 1925 til sumardvalar fyrir börn og var það vígt 25. júní sama ár.
Jólel Friðrik Ingvarsson var mikill frumkvöðull í KFUK í Hafnarfirði og gegndi lykilhlutverki við stofnun sumarbúðanna í Kaldárseli. Hann fór með sér Friðriki Friðrikssyni, stofnanda KFUM og KFUK í Reykjavík, í Kaldársel og í þeirri ferð fæddist sú hugmynd að þar væri gott fyrir KFUM að eiga bústað.

Kaldársel

Kaldársel 1926.

Náttúrfegurðin í Kaldárseli heillaði alla sem þangað komu. Nokkurra ára aðdragandi var að stofnun sumarbúðanna, þar sem félagar í KFUM báðu fyrir hugmyndinni og söfnuðu í skálasjóð.
Í Vísi árið 1929 lýsti Sigurbjörn Á Gíslason dagsferð í Kaldársel, meðal anars húsakynnum KFUM: „Í skálanum eru 2 smáherbergi, eldhús og svefnstofa, og eitt stórt [herbergi], þar eru 24 rúm. þrísett upp á við og 2 langborð í miðju, til að matast við. Félögin nota skálann sumpart handa sjálfum sér að sumarbústað og sumpart þó eða einkanlega nú sem drengjabústað. Drengirnir voru í þetta sinn flestir 8 til 10 ára gamlir, bæði úr Reykjavík og Hafnarfirði“.

Annað skiltið fjallar um KFUM og KFUK 1946-1965:

Kaldársel

Kaldársel 100 ára; skilti.

„Börnin sem dvalið hafa í Kaldárseli í gegnum tíðina eiga þaðan fallegar minningar um fjölbreytt starf og skemmtilegan leik.
Gyða Gunnarsdóttir skrifaði eftirfarandi orð um sína fyrstu sumarbúðaferð í Kaldársel árið 1958 sem hófst á ferðalaginu þangað; „Það kom rúta á Hverfisgötuna í Hafnarfirði og stoppaði fyrir framan KFUM og K húsið. Við stelpurnar vorum að fara í Kaldársel, ég í fyrsta sinn í fjórar vikur og var aðeins sex ára. Árið 1958. Ég var spennt. Jafngaman að fara í rútu og það var að fara í strætó en núna var að hefjast ævintýri.

Kaldársel

Kaldársel – buslað í Kaldá.

Leiðin lá út Hverfisgötuna og upp Öldugötuna og upp fyrir bæinn. Þegar rútan lagði af stað vinkaði mamma, ég vinkaði á móti og fann strax fryir heimþrá sem svo gleymdist fljótt vegna alls þess sem beið mín og gerðist. Leiðin lá um hraunið fyrir ofan bæinn, framhjá Sléttuhlíð og svo niður brekkuna með klettum á báðar hliðar næstum eins og Alammangjá á Þingvöllum. Svo blasti litla hvíta húsið við, húsið við Kaldána við Kaldársel, þar sem við allar í rútunni ætluðum að dvelja næstu fjórar vikurnar….“

Þriðja skiltið fjallar um KFUM og KFUK 1966-1985:

Kaldársel

Kaldársel 100 ára; skilti.

„Í viðtali við Sigrúnu Sumarrós Jónsdóttur matráðskonu í Kaldárseli við tímaritið Bjarma árið 1985 rifjaði hún upp gamla tíma í Selinu eins og flestir kölluðu Kaldársel í daglegu tali: „Eldað var á kolavél sem var um leið eina upphitunin í skálanum. […] Í þá daga voru börnin heilan mánuð í einu í Selinu og þegar þau áttu að fara í bað, eins og nauðsynlegt var, þurfti að hita allt vatn á kolavélinni. Oft bogaði af manni sveitinn við það starfs og eitt sinn var mér orðið svo heitt að ég skutlaði mér út í Kaldá á eftir.

Kaldársel

Kaldársel endurbætt.

Það gefur einnig hugmynd um starfið þá, að eitt af kvöldverkum ráðskonunnar var að hreinsa útikamrana og grafa í jörð það sem í föturnar hafði safnast um daginn. Nú eru aðstæður allar aðrar og munar þar kannski mest um breytinguna sem varð þegar byggt var við skálann og hann endurbættur [árið] 1967. Nú höfum við heitt vatn frá olíuhitun og gasvél er tekinvið af gömlu kolavélinni. Enn höfum við þó ekki fengið rafmagn“.

Fjórða skiltið fjallar um KFUM og KFUK 1986-2005:

Kaldársel

Kaldársel 100 ára; skilti.

„Í Kaldárseli fá börnin að heyra um Jesú og ýmsar sögur úr Biblíunni. Auk þess læra þau mörg vers og kristilega söngva. Þeir Guðmundur Vignir og Friðfinnur Freyr höfðu þetta að segja í Barnablaðinu árið 1989 þegar þeir voru spurðir að því hvað þeir höfðu helst lært af verunni í Kaldárseli: „Fyrst og fremst höfum við lært um Guð. Það er allatf verið að tala um Guð hérna. Okkur eru sagðar kristilegar sögur og venjulegar sögur sem við eigum að læra eitthvað af. T.d. höfum við lært að fyrirgefa og hvað það er nauðsynlegt að vera vinir, sagði Guðmundur.

Kaldársel

Drengir í Kaldárseli.

Það slettist þó stundum upp á vinskapinn, sagði Friðfinnur, en við leysum alltaf úr öllum hlutum og allir verða vinir aftur.“
Þrisvar sinnum var farið í stækkun á Kaldárseli og aðbúnaðurinn bættur í takt við auknar kröfur samtímans. Ný stór viðbygging var vígð sunnudaginn 24. júní 1990. Sama ár var fengin díselvél sem sá skálanum fyrir rafmagni og hita en fyrir það hafði ekki verið rafmagn í Kaldárseli. Um 250 börn dvöldust í sumarbúðunum það árið og voru þau 38 í einu þegar flokkurinn var fullskipaður“.

Fimmta skiltið fjallar um KFUM og KFUK 2006-2025:

Kaldársel

Kaldársel 100 ára; skilti.

„Í 100 ára hafa börn komið í Kaldársel, þar hafa þau fengið dýrmæt tækifæri til að rækta líkama, sál og anda. Umhverfi Kaldársels spilar stórt hlutverk í dagskrá sumarbúðanna og leikjanámskeiðanna. Þar er fjöldi hella og ævintýralegra staða sem gaman er að skoða. Fjölbreytt dagskrá er í boði fyrir börnin allan daginn. Útileikir, sullað í ánni, búleikir og virki í hrauninu, hellaferðir, fjallganga, samverustundir, fræðsla, föndur, söngur og bænir svo eitthvað sé nefnt. Í Kaldárseli er leitast við að efla og styðja góð samskipti með uppbyggilegri leiðsögn og kristnifræðslu.

Kaldársel

Stúlkur í Kaldárseli.

Ásamt sumarbúðunum hefur Vinasetrið bæst við í starfsemi Kaldársels og er það starfrækt um helgar allan ársins hring. Tilgangur og markmið Vinasetursins er að veita börnum og fjölskyldum þeirra sem þurfa á þéttu stuðningsneti frá fagfólki að halda athvarf og stuðning. Unnið er af heilhug eftir þeirri hugsjón að hvert barn er einstakt og á skilið það allra besta.
Kaldársel hefur verið til staðar fyrir börnin okkar í 100 ár“.

Sjötta skiltið fjallar um Benedikt Arnkelsson og Sigrúnu Sumarrós Jónsdóttur:

Kaldársel

Kaldársel 100 ára; skilti.

„Benedkit forstöðumaður, alltaf kallaður Benni, starfaði í Kaldárseli í rúmlega 45 sumur og lengur ef talin eru sumur þar sem hann kom til aðstoðar í tyttri tíma. Hann var trúr sinni köllun af vera innanlandskristniboði. Hann hafði fastar skorður á hlutunum og náði vel til barnanna.
Sigrún Sumarrós, alltaf kölluð Rúna, var matráðskoma í Kaldárseli í um það bil 50 sumur. Eldhúsið var hjarta Kaldársels og Rúna sá til þess að hjartað sló traustum takti. Rúnu féll aldrei verk úr hendi og naut hún sín hvergi betur en í skarkala og hlátrasköllum barnanna.
Í sameiningu stýrðu Benni og Rúna sumarbúðunum í Kaldárseli með styrkri hendi og hlýju. Vitnisburðir óteljandi barna, sem nú eru löngu orðin fullorðin, segja að þau hafi gengið þeim í föður- og móðurstað meðan á dvöl þeirra stóð í Selinu góða“.

Heimild:
-Skilti í Hellisgerði í Hafnarfirði árið 2025.

Hellisgerði

Hellisgerði 2025.

Reykjavík

Við innganga í Grasagarðinn í Reykjavík eru skilti. Á þeim má lesa eftirfarandi texta:

Reykjavík

Grasagarðurinn – skilti.

„Velkomin í Grasagarðinn.
Grasagarðurinn var stofnaður árið 1961 og er eitt af söfnun Reykjavíkurborgar. Hlutverk hans er að varðveita og skrá plöntur til fræðslu, rannsókna og yndisauka. Í honum eru átta safndeildir með um 5.000 plöntum. Heildarfjöldi tegunda, undirtegunda, afbrigða og yrkja er rúmlega 3.500. Plöntusafn garðsins sýnir fjölbreytni þess gróðurs sem vex í norðlæga tempraða beltinu.

1. Flóra Íslands
Í safndeildinni er að finna um 300 af þeim u.þ.b. 485 tegundum blómplantna og byrkinga sem teljast til íslensku flórunnar. Reynt er af fremsta megni að líkja eftir náttúrlegum vaxtarsvæðum plantnanna, svo sem votlendi og jarðhitasvæðum.

Reykjavík

Í Grasagarðinum.

2. Fjölærar jurtir
Fjölæringum er raðað í beð eftir flokkun þeirra í plöntuættkvíslir og ættir. Í safndeildinni er að finna bæði tegundir af villtum uppruna, afbrigði þeirra sem og ræktuð yrki.

3. Rósir
Í safndeildinni eru sýnishorn af algengum rósategundum og mörgum þeirra rósayrkja sem eru í ræktun utandyra á Íslandi.

4. Lyngrósir
Safn sígrænna lyngrósarunna. Elsta lyngrósin, skógalyngrós, er frá árinu 1977, blómgast í maí og blómstrar stórum, bleikum, klukkulaga blómum. Einnig eru í safndeildinni ýmsar skógarbotnstegundir sem þrífast í súrum jarðvegi.

Reykjavík

Í Grasagarðinum.

5. Skógarbotnsplöntur
Skógarbotsplöntur safndeildarinnar eiga uppruna sinn á skógarsvæðum tempraða beltisins nyrðra og blómstra margar áður en tré laufgast. Þær þrífast best í skugga og í jarðvegi sem er ríkur af lífrænum plöntuleifum.

6 Trjásafn
Trjásafnið er stærsta safndeild Grasagarðsins og í henni eru fjöldi tegunda trjáa og runna prófaðar utandyra með tilliti til þrifa og harðgerðis.

7. Steinhæð

Reykjavík

Grasagarðurinn – skilti.

Í steinhæðinni eru erlendar fjölærar háfjallajurtit og smárunnar. Plöntunum er raðað saman eftir upprunalegum heimkynnum þeirra. Þar má finna plöntur frá fjallasvæðum Evrópu, Norður- og Suður-

Ameríku, Asíu og Eyjaálfu.

8. Nytjajurtagarður
Í safndeildinni eru ræktaðar matjurtir, krydd og lækningajurtir. Þar má finna allar helstu tegundir þeirra nytjajurta sem eru ræktaðar í heimilisgörðum á Íslandi.“

Reykjavík

Grasagarðurinn – skilti.

Rauðhólar

Rauðhólar voru friðlýstir sem náttúruvætti á árinu 1961 vegna jarðminja en einnig landsslags, lífríkis og útivistargildis, og sem fólkvangur frá árinu 1974.

Rauðhólar

Rauðhólar – kort er fylgdi friðlýsingunni 1974.

Stærð hins friðlýsta svæðis er um 45 ha og er afmörkun þess sýnd á uppdrættinum. Fólkvangar eru útivistarsvæði í umsjón sveitarfélaga þar sem reynt er að auðvelda aðgang almennings án þess að náttúran bíði tjón af. Efnisnámi hefur verið hætt í Rauðhólum, nema til að snyrta efnistökusvæðið. Um helmingur hólanna er raskaður og þar er jafnframt víða hægt að skoða innviði rofinna gervigíga.

Í „Stj.tíð. B, nr. 185/1974“ segir í „Auglýsingu um fólkvang í Rauðhólum“:
„[Umhverfisstofnun] hefur fyrir sitt leyti samþykkt stofnun fólkvangs í Rauðhólum við Reykjavík og tjáð ráðuneytinu, að frestur til að gera athugasemdir við stofnun fólkvangsins sé útrunninn, og hafi engar athugasemdir borist.
RauðhólarRáðuneytið er samþykkt ákvörðun [Umhverfisstofnunar] og með skírskotun til laga nr. 47/1971, um náttúruvernd, tekur stofnun fólkvangsins gildi við birtingu þessarar auglýsingar í Stjórnartíðindum. Reglur um fólkvanginn eru í meðfylgjandi fylgiskjali.“ – Í menntamálaráðuneytinu, 12. mars 1974; Magnús T. Ólafsson.

Fylgiskjal – Auglýsing frá [Umhverfisstofnun] um fólkvang í Rauðhólum.
„Að tillögu náttúruverndarnefndar Reykjavíkur og að fengnu samþykki borgarstjórnar Reykjavíkur, hefur [Umhverfisstofnun] ákveðið að lýsa Rauðhóla og nágrenni þeirra fólkvang, samkvæmt 26.gr. laga nr. 47/1971.

Rauðhólar

Í Rauðhólum.

Takmörk þess svæðis, sem náttúruverndarnefnd Reykjavíkur ákvarðar til fólkvangsfriðunar á, eru sem hér segir, sbr. meðfylgjandi uppdrátt:
Brotin lína frá punkti 1 í miðri Hólmsá, þar sem brúin á gamla veginum var, ákvarðast hún af punktunum 1-2-3-4 og 5, frá punkti 5 ræður miður farvegur lækjar þess, sem rennur úr Hrauntúnstjörn í Helluvatn að punkti 6, þaðan brotna línan sem ákvarðast af punktunum 6-7 og 8, þaðan bogin lína, sem ákvarðast af punktunum 9-10-11-12-13-14 og 15, þaðan bogin lína, sem liggur fyrst um 5 m frá norðurbrún vegar að vesturenda Sundhóls og og þaðan áfram vestan sumarbústaða (Litla-Hvamms) suðvestan í Sundhól, sem uppdráttur sýnir, að punkti 16, þaðan brotin lína, sem ákvarðast af punktunum 16-17-18 og 19, þaðan miður farvegur Hólmsár að punkti 1.

Rauðhólar

Í Rauðhólum.

Reglur þessar gildi um fólkvanginn
1. Fótgangandi fólki er heimil för um allr svæðið og óheimilt er að reisa þar girðingar eða annars konar tálmanir, á þann veg að umferð fólks torveldist.
2. Óheimilt er að gera á svæðinu mannvirki né gera jarðrask, nema leyfi [Umhverfisstofnunar] komi til.
Eftirlit með fólkvanginum er í höndum náttúruverndarnefndar Reykjavíkur.“

Rauðhólar

Kort af Rauðhólum sbemma á 20. öld (von Komorowicz 1912).

Maríuhellar

Við bifreiðastæði við Heiðmerkurveg sunnan Maríuhella er skilti með eftirfarandi upplýsingum:

Maríuhellar

Maríuhellar – skilti.

„Maríuhellar er samheiti á þremur hellum á landamerkjum Urriðavatns og Vífilsstaða, Vífilsstaðahelli, Urriðakotshelli og Draugahelli.
Tveir fyrstnefndu hennarnir voru áður fyrr notaðir sem fjárhellarr en víða í Búrfellshrauni er að finna hella og skúta sem voru fjárskjól. Fjárhellar eru fornleifar og friðaðir samkvæmt þjóðminjalögnum.
Maríuhellar eru líklega kenndir við Maríu guðsmóður. Í landamerkjalýsingu Urriðakots frá 1890 er talað um „Fjárhellra mót Vífilsstöðum sem fyrrum hjetu Maríuhellar“. Ef til vill var talið gæfulegt fyrir féð að kenna fjárhellana við hana.

Draugahellir er vestastur Maríuhella, um 65-70 m langur inn í botn en er mjög lágur innst. Inngangurinn í hann er um þrönga gjótu sem liggur niður með vegg hraunrásarinnar og stórgrýtis úr hrundu loftinu.

Maríuhellar

Maríuhellar – skilti.

Urriðakotshellir er sá hellir sem mest ber á, opin hraunrás í miklu jarðfalli, 24 m. á lengd. Gengið er ofan í hann að vestanverðu og niður nálega 20 m langa rás uns komið er í grasi gróið jarðfallið. Í framhaldi af því heldur rásin áfram inn í sal og er gat í háu loftinu þar sem sér til himins. Fremst í hellismunnanum eru hleðslur og gólfin bera merki þess að þarna var fé geymt. Í jarðfallinu fyrir framan skútann mótar fyrir hleðslum. Virðist vera hús þar og ef til vill kví.

Vífilsstaðahellir er nyrstur Maríuhella. Hann er í hraunkatli, kanturinn liggur norðvestur og austur og er 19 m langur. Hægt er að ganga beint inn í hann til norðurs í stóru jarðfalli og einnig beggja vegna í kantinum. Þegar farið er inn í eystri rásina er gengið utan í hrauni annars vegar og rásveggnum hins vegar. Á gólfinu í hellinum sést að hann hefur verið fjárskjól. Hleðslur eru ekki greinilegar við opið og þar hefur orðið mikið hrun.

Urriðakotshellir

Urriðakotshellir.

Jónshellar eru þrír skútar og ekki hluti af maríuhellum. Þá er að finna rétt norðan við Draugahelli. Enn skútinn er sýnu mestur, um 50 m langur, og annar hefur greinilega verið fjárskjól. Hleðsla er fremst í þeim skútanum en fyrir innan er slétt moldargólf.

Margir hraunhellar eru þekktir í Búrfellshrauni, s.s. Hundrametrahellir (Fosshellir) (102 m), Níutíumetrahellir (93m), Rauðshellir (65 m), Ketshellir (22 m), Kershellir (34 m), Hvatshellir (50 m), Sauðahellir syðri (Þorsteinshellir) (43 m), Sauðahellir nyrðri (32 m), Skátahellir syðri (237 m), Skátahellir nyrðri (127 m), Hraunsholtshellir (23 m), Vatnshellir (23 m), Sauðaskjólið (12 m), Selgjárhellir syðri (8 m) og Selgjárhellir eystri (11 m).“

Skammt norðan við Urriðakotshelli er forn gróinn stekkur.

Urriðakotshellir

Urriðakotshellir (Maríuhellar).

Rauðhólar

Við bifreiðastæði við Heiðmerkurveg sunnan Rauðhóla er skilti. Á því má lesa eftirfarandi:

Gervigígar

Rauðhólar

Rauðhólar – skilti.

Rauðhólar eru gervigígar. Þeir myndast þegar hraun rennur yfir grunn stöðuvötn, votlendi eða í árfarvegi.
Gervigígar eru jafnan í óreglulegum þyrpingum. Oft má styðjast við skipulagsleysið og legu í dældum eða dölum til að greina gervigíga frá eldgígum.

Myndunarsaga Rauðhóla
Fyrir fimm þúsund árum varð eldgos í gígnum Leiti, sem er suðaustan í Bláfjöllum. Hraunið nefnist Leitarhraun. Hraunstraumurinn rann niður Sandskeið og þaðan með farvegum Hólmsár og síðan Elliðaáa allt í sjó fram í Elliðavogi.
RauðhólarÞegar hraunkvikan rann yfir hið forna Elliðavatn snöggkólnaði hún og dró í sig vatn í gufuformi. Gufan kom af stað ólgu og suðu í kvikunni svo hún tættist í sundur og varð að gjalli. Við þetta hlóðust upp um 80 gjallgígar, sem mynda Rauðhólana.

Norðaustan í Rauðhólunum var stór og merkilegur gígur, sem hét Kastali og er hann mikið skemmdur. Þar vestur af var Stóri-Rauðhóll, en af honum sést ekki urmull og þar suðaustur af Miðaftanshóll, sem nú er óþekkjanlegur.
Á árinu 1949 flutti Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur erindi um náttúrvernd. Þar fjallaði hann m.a. um eyðileggingu Rauðhóla og taldi að þeim yrði ekki bjargað. Erindið vakti mikla athygli og hafði m.a. áhrif til að flýta gildistöku náttúrverndarlaga á Íslandi.

Rauðhólar

Rauðhólar – friðlýsing.

Rauðhólar voru friðlýstir sem náttúruvætti á árinu 1961 og sem fólkvangur á árinu 1974. Stærð hins friðlýsta svæðis er um 45 ha og er afmörkun þess sýnd á uppdrættinum. Fólkvangar eru útivistarsvæði í umsjón sveitarfélaga þar sem reynt er að auðvelda aðgang almennings án þess að náttúran bíði tjón af. Efnisnámi hefur verið hætt í Rauðhólum, nema til að snyrta efnistökusvæðið. Um helmingur hólanna er raskaður og þar er jafnframt víða hægt að skoða innviði rofinna gervigíga.“

Rauðhólar

Í Rauðhólum.

Elliðaár

Um Ártúnshöfða er fjallað í „Fornleifaskrá fyrir Ártúnshöfða“ frá árinu 2021. Þar er m.a. rakin saga svæðisins frá fortíð til nútíma:

Ártúnshöfði

Ártúnshöfði.

„Landsvæðið sem núverandi borgarland Reykjavíkur nær yfir skiptist á öldum áður upp í jarðir lögbýla. Það landsvæði sem nú er skilgreint sem Ártúnshöfði tilheyrði áður að mestu tveimur bújörðum. Landið á vestanverðum höfðanum tilheyrði Ártúni en austar var land Árbæjar. Svæðið einkennist af holtum og ásum, mýrum og fornum ísaldareyrum sem nú eru sundurgrafnar vegna malarnáms. Svæðið er að mestu byggt, en við Elliðaárvog og Grafarvog eru miklar landfyllingar. Fyrir botni Elliðaárvogs eru ósar Elliðaánna sem renna nú eftir manngerðum rásum til sjávar.

Ártúnshöfði

Ártúnshöfði – strandlínan um 1900.

Á tímabilinu 1965-1975 voru gerðar miklar uppfyllingar á svæðinu svo að ásýnd og náttúra Elliðaárósa breyttist mjög. Við framkvæmdirnar urðu til tveir flatlendir tangar eða nes og er það eystra kallað Geirsnef en á vestari fyllingunni er gatan Naustavogur og smábátahöfn Snarfara. Þröngur vogur sem myndaðist vestan uppfyllinganna hefur verið kallaður Arnarvogur. Austast er svo þriðja stóra uppfyllingin landföst, á henni er gatan Sævarhöfði, en götunöfn á Ártúnshöfða enda öll á -höfði. Áður en þessar landfyllingar voru gerðar voru þarna miklar leirur og þar sem land og leirur mættust voru kallaðir Árkjaftar. Þar voru neðri veiðihúsin, sunnan við þau voru Almenningsvöð, neðstu vöðin yfir Elliðaár. Sagt er að Elliðaár og Elliðaárvogur dragi nöfn sín af skipi Ketilbjörns gamla landnámsmanns, Elliða.
Ártúnshöfði.Norðan og austan er Grafarvogur. Þar er líka mikil landuppfylling og á henni var Bryggjuhverfið byggt. Svæðinu hallar til vesturs (Ártúnsbrekka) að Elliðaánum frá gatnamótum Höfðabakka og Vesturlandsvegar. Austan við Sævarhöfða voru gamlar malarnámur og norðar grjótnámur. Það land er að mestu allt raskað.
Norðan á höfðanum við Grafarvog er Ytriurð, hár grjótbakki sem liggur niður að uppfyllingunni út í voginn og austan við Gullinbrú er Innriurð, neðan og norðan við Stórhöfða. Krossamýri var stór mýrarfláki á miðjum Ártúnshöfða þar sem nú er Breiðhöfði. Þar voru Krossamýrarblettir. Afrennsli frá mýrinni var til vesturs um Krossagil í Elliðaárvog. Austar á svæðinu var Jörfi og Borgarmýri við Vesturlandsveg.

Í landi Ártúns, Árbæjar og Bústaða
Ártúnshöfði.Svæðið sem hér er til umfjöllunar tilheyrði að mestu tveimur jörðum: Ártúni og Árbæ. Jarðirnar voru lagðar til Viðeyjarklausturs sem var stofnað árið 1226, en klaustrið hafði mikil stjórnsýsluleg völd meðan það var starfandi. Við siðaskiptin 1550 yfirtók Danakonungur allar eignir klaustursins. Konungur seldi síðan jarðirnar árið 1838 og komust þær þá í einkaeigu.
Austan við eystri Elliðaárkvíslina var jörðin Ártún, en um kvíslina lágu sveitarfélagsmörk til ársins 1929. Bæjarstæði Ártúns er á háum hól vestan undir Ártúnsbrekkunni.

Artún

Ártún.

Jarðarinnar Ártúns er ekki getið í Íslenzku fornbréfasafni en menn hafa getið sér þess til að jörðin Árland neðra, sem getið er um í Vilchinsbók frá 1379, þá eign kirkjunnar í Nesi, og í Gíslamáldaga frá 16. öld, sé umrædd jörð. Ártún var lengi vel í alfaraleið og þar var stunduð greiðasala og gistiþjónusta á seinni hluta 19. aldar.
Árið 1906 keypti bæjarstjórn Reykjavíkur jarðirnar Ártún, Árbæ og Breiðholt, ásamt hluta úr Gröf, vegna fyrirhugaðra vatnsveituframkvæmda, því fyrstu hugmyndir gengu út á að taka neysluvatn úr Elliðaánum fyrir þéttbýli í Reykjavík.

Elliðaár

Elliðaár, stífla, um 1900.

Á árunum 1920 1921 voru Elliðaárnar virkjaðar og mannvirki Elliðaárvirkjunar reist sunnan við Ártún.
Austur af Ártúni var jörðin Árbær. Gömlu bæjarhúsin eru nú innan safnsvæðis Árbæjarsafns, en jörðin lá upp með Elliðaánum og í norður að Grafarvogi. Elsta heimild um Árbæ er í skjali frá 31. júlí 1464. Þar votta Steinmóður ábóti í Viðey og Jón Narfason að Ólöf ríka Loptsdóttir hafi látið Gerrek gullsmið í Hafnarfirði fá silfur sem greiðslu fyrir jarðir Guðmundar Arasonar, sem hún og hennar maður Björn Þorleifsson höfðu keypt af konungi, en Gerrekur átti að koma silfrinu til konungs fyrir þeirra hönd. Vitað er að búið hefur verið í Árbæ frá 10. öld, eins og fornleifarannsóknir á bæjarstæði Árbæjar hafa leitt í ljós.

Árbær

Árbær.

Síðustu ábúendur í Árbæ voru hjónin Margrét Pétursdóttir og Eyleifur Einarsson sem bjuggu þar frá 1881 og dóttir þeirra Kristjana, sem tók við búinu árið 1935 og bjó þar til 1948, en þá fór bærinn í eyði. Í tíð Margrétar og Eyleifs var fjölsótt greiðasala í Árbæ,
með svipuðu móti og áður hafði verið í Ártúni.19 Saga Árbæjar, eins og Ártúns, er einnig samofin nýtingu Elliðaánna. Eins og áður segir keypti bæjarstjórn Reykjavíkur jörðina ásamt Ártúni og fleiri jörðum árið 1906 vegna fyrirhugaðra vatnsveituframkvæmda og árið 1929 voru jarðirnar Ártún og Árbær báðar lagðar undir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur.

Ártúnshöfði

Ártúnshöfði – fyrrum beitarhús; loftmynd 1954. Ofra má slá leifar fjarskiptastöðvarinnar.

Ártúnshöfði var áður notaður til beitar og þar var mór tekinn úr mýrum. Beitarhús voru nyrst á Ártúnshöfða þar sem nú er Eirhöfði 11. Þessi rúst er nú horfin en var mæld inn á gömul kort, auk þess sem hún sést á loftmynd frá árinu 1946.

Ártún – Fenton Street Camp – Elliðaárhverfi
Fenton Street Camp var við Ártúnsbrekku þar sem Sævarhöfði 2 er nú (2021). Í fyrstu voru þetta búðir reistar af Breska hernum fyrir stórskotaliðsfylki (Artillery Regiment) sem þó hafði þar einungis aðalstöðvar og þriðjung liðsaflans, samtals um 250 menn.
ÁrtúnshöfðiSeinna tók Bandaríkjaher við búðunum og fékk loftvarnabyssuflokkur sem taldi um 150 menn þær til íbúðar. Þegar þeir fluttu annað voru herbúðirnar notaðar um hríð af byggingarsveit hersins og fleiri fámennum liðsveitum. Eftir að setuliðið yfirgaf braggana nýttu íslenskar fjölskyldur sér hluta af kampinum sem fékk þá nafnið Elliðaárhverfi.

Ártún – Fjarskiptastöð
Á tímum hersetunnar var fjarskiptastöð breska flughersins á Ártúnshöfða við Krossamýri á svæði frá Dverghöfða í norður að Eldshöfða. Þar voru áður Krossamýrarblettir 5-12.
ÁrtúnshöfðiStöðin General Receiving Station, Artunshofdi tók til starfa í ágúst 1941, eftir að starfsemin var flutt frá Reykjavíkurflugvelli (úr Corbett Camp við Nauthólsvík). Nokkrir tugir manna störfuðu við stöðina, en hún var í nokkrum bröggum og hjá þeim stóðu allmörg grindamöstur og staurar sem héldu uppi vírunum sem mynduðu móttökuloftnet af nokkrum gerðum. Á loftljósmynd sem tekin var 6. mars 1946 má sjá sex loftskeytamöstur á Krossamýrarblettum nr. 6, 12, 11 og 10.
Braggaþyrping var á bletti nr. 7, þar sem nú er lóðin Breiðhöfði 10, og vestan við hann, þar sem nú eru bílastæði á lóðinni Þórðarhöfða 4. Á annarri loftmynd frá sama ári eru möstrin og braggarnir horfin, nema einn braggi við endann á Krossamýrarvegi.“

Heimild:
-Ártúnshöfði – Fornleifaskrá, Reykjavík 2021.
Ártúnshöfði

 

Reykjavik

Á Ártúnshöfða í Reykjavík er fallegur skógarreitur, „Fornilundur“ við fyrrum Krossamýrarblett 1, í landi Hvamms, nú Breiðhöfða 3.

Reykjavík

Ártúnshöfði – loftmynd 1954.

Krossamýrarblettir voru fimmtán skikar sem var úthlutað til leigu eða erfðafestu á árunum 1936-38. Krossamýrarvegur var lagður þar sem gatan Breiðhöfði liggur nú, frá Mosfellssveitarvegi, Vesturlandsvegi, til norðurs og var blettur nr. 1 vestan við veginn en hinir fjórtán voru austan við hann. Á flestum skikunum voru reist hús og var búskapur á mörgum þeirra. Krossamýrarblettur 1 náði yfir svæði þar sem nú eru lóðirnar Bíldshöfði nr. 4-6 og 7, Breiðhöfði 1 og 3 og hluti af Þórðarhöfða 4 vestan við Breiðhöfða, áður Krossamýrarvegur. Meðal fyrstu íbúa blettanna voru Jón P. Dungal og Elísabet Jónsdóttir á Krossamýrarbletti 1. Þau fengu leyfi til að reisa einlyft timburhús, um 60 m², á skikanum árið 1936, sem nefnt var Hvammur. Þar voru þau með garðrækt, en auk þess var þar refabú.
FornilundurÁ blettinum lögðu þau grunninn að trjálundi þar sem ræktaðar voru sjaldgæfar plöntur, eins og eplatré. Þau hlutu viðurkenningu Fegrunarfélags Reykjavíkur árið 1954 fyrir garðinn. Hluti af trjálundinum er nú hluti „Fornalundar“, lystigarðs B.M.Vallár að Bíldshöfða 7. Íbúðarhúsið Hvammur stóð vestan við Fornalund.
Íbúðarhúsið Hvammur var horfið fyrir 1984, en trjálundurinn er eftir. Engin ummerki eru lengur eftir Krossamýrarblettina en áhrifa þeirra gætir í skipulagi, staðsetningu og legu gatna.

Söguskilti um Fornalund og fyrstu ábúendur

Fornilundur

Fornilundur – Söguskiltið var gert að frumkvæði afkomenda Jóns og Elísabetar. Hönnun þess var unnin af starfsfólki Hornsteins og BM Vallár sem lögðu metnað sinn í að heiðra þessa merku sögu í samráði við afkomendur.

Í dag, fimmtudaginn 21. nóvember 2024, var afhjúpað upplýsingaskilti um sögu Fornalundar, sýningarsvæðis BM Vallár, og fyrstu ábúenda Hvamms, sem stóð við Breiðhöfða. Við þetta tækifæri komu saman afkomendur hjónanna Jóns Dungals og Elísabetar Jónsdóttur ásamt fulltrúum frá BM Vallá og Hornsteini.

Frumkvöðlar á sviði skógræktar
Á skiltinu má lesa um sögu svæðisins og hvernig fyrstu íbúar svæðisins, hjónin Jón Dungal og Elísabet Jónsdóttir, umbreyttu hrjóstugu landi í einstakan trjálund. Hjónin reistu bæinn Hvamm árið 1936 sem var 4,2 hektara landspilda sem þau leigðu af Reykjavíkurborg. Fylgdi samningnum sú skylda að leigutakar ræktuðu landið. Þau gerðu gott betur og komu upp skrúðgarði og miklum, fögrum skógi á þessu hrjóstruga svæði. Þar uxu sjaldséðar tegundir á borð við eplatré og þótti það kraftaverki næst.

Reykjavík

Fornilundur – skilti.

Þessi frumkvöðlastarfsemi vakti verðskuldaða athygli, og árið 1954 hlutu þau viðurkenningu frá Fegrunarfélagi Reykjavíkur fyrir garðinn sinn og framlag til fegrunar borgarinnar.

Lystigarður og einstakt sýningarsvæði
Þegar BM Vallá hóf starfsemi á Breiðhöfða tók fyrirtækið við trjálundinum, sem hlaut nafnið Fornilundur, og hannaði svæðið árið 1991 í anda erlendra lystigarða. Fornilundir gegnir hlutverki sýningarsvæðis fyrir vörur BM Vallár og er þar að finna tjörn, gosbrunna, bekki og blómabeð ásamt fjölbreyttu fuglalífi. Fornilundur hefur allar götur verið opinn almenningi og samkvæmt nýju deiliskipulagi Ártúnshöfða mun garðurinn stækka enn frekar og ættu íbúar og gestir að geta notið hans enn betur.

Á skiltinu í Fornalundi má lesa eftirfarandi:
„BM Vallá hóf starfsemi árið 1956 með rekstri steypustöðvar á Ártúnshöfða. Frá 1983 hefur fyrirtækið borið ábyrgð á svæðinu og séð umviðhald garðsins.

Reykjavík

Í Fornalundi.

Lystigarðurinn, sem hlaut nafnið Fornilundur, hefur gegnt hlutverki sýningarsvæðis ásamt því að vera almenningsgarður. Þangað geta garðeigendur sótt sér innblástur og skoðað vörur fyrirtækisins, t.d. hellur, hleðslusteina og garðbekki.
Fornilundur á sér merka sögu og er tákn um þrautseigju og metnað fyrstu ábúenda svæðsins. hjónanna Jóns Dungal og Elísabetar Jónsdóttur, sem um miðbik síðustu aldar lögðu grunninn að þessum einstaka trjálundi.
Samkvæmt nýju deiliskipulagi Ártúnshöfða mun garðurinn stækka enn frekar og ættu íbúar og gestir að geta notið hans enn betur. Fornilundur hefur umbreyst úr hrjóstugu landi í eina af grænum perlum Reykjavíkur, þar sem náttúra, menning og arfleifð frumbyggja Hvamms og forsvarsmanna BM Vallár fléttast saman í hjarta borgarinnar.

Saga Ártúnshöfða
ReykjavíkSögu Ártúnshöfða má rekja allt aftur til 12. aldar, þegar jarðirnar Ártún og Árbær voru lagðar til Viðeyjarklausturs. Við siðaskiptin árið 1550 yfirtók Danakonungur allar eignir klaustursins en þær voru seldar einkaaðilum árið 1838. Átrún var lengi vel í alfaraleið og þar var stunduð greiðasala og gistiþjónusta á seinni hluta 19. aldar.
Árið 1906 keypti bæjarstjórn Reykjavíkur jarðirnar vegna fyrirhugaðra vatnsveituframkvæmda og stuttu síðar, árið 1929, voru jarðairnar Ártún og Árbær báðar lagðar undir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur.
Árið 1933 var samþykkt í bæjarráði að úthluta landskikum úr svæðinu, sem nefndir voru Krossamýrarblettir, til loðdýraræktar. Nokkrum árum síðar, frá 1936 til 1938, var löndum þar úthlutað til leigu eða erfðafestu.
ReykjavíkMeðal fyrstu íbúa Króssamýrarsvæðisins voru hjónin Jón Dungal (1899-1972) og Elísabet Ágústa Jónsdóttir (1898-1983). Þau reistu bæinn Hvamm árið 1936 á Krossamýrarbletti 1, sem var 4.2 hektara landspilda sem þau leigðu af Reykjavíkurborg.
Fylgdi samningum sú skylda að leigutakar ræktuðu landið. Þau hjónin gerðu gott betur og komu upp skrúðgarði og miklum, fögrum skógi á þessu hrjóstuga svæði. Þar uxu sjaldséðar tegundir á borð við eplatré og þótti það krafataverki næst (Saga Ártúnshöfða 2021).
Árið 1954 fengu Jón og Elísabet viðurkenningu frá fegrunarfélagi Reykjavíkur fyrir garðinn sinn og framlag þeirra til fegrunar borgarinnar. Fornilundur hlaut einnig viðurkenningu umhverfisverndar Reykjavíkurborgar 1991 fyrir 1. áfanga.

Lystigarður verður til

Reykjavík

Fornilundur 2023.

BM Vallá hefur lagt mikinn metnað og vinnu í að fegra og viðhalda svæðinu síðustu áratugi. Fornilundur var upphaflega hannaður i anda erlendra lystigarða með margs konar dvalarsvæðum, tjörn, gosbrunnum, bekkjum og blómabeðum.
Þegar forsvarsmenn B; Vallár sóttust eftir leyfi til að byggja á lóðinni árið 1983, óskaði Borgarskipulag eftir umsögn garðyrkjustjóra borgarinnar, hafliða Jónssonar, um trjágróðurinn á svæðinu. Hafliði lýsti trjáreitnum sem einstökum og lagði til að hann yrði friðlýstur vegna sérstæðra aðstæðna og árangurs í skógrækt við erfið skilyrði. Hann nefndi sérstaklega elstu grenitrén, semvoru gróðursett þar á árunum 1951-52.

Reykjavík

Í Fornalundi.

Eftir umsögnina var ákveðið að varðveita greniskóginn sem varð til þess að grunnurinn að lystigarðinum Fornalundi var lagður. Reykjavíkurborg gerði það að slilyrði við sölu landsins að almenningur hefði aðgang að svæðinu og það var opnað í áföngum frá og með árinu 1991. Inni í miðjum lundinum er lystihús þar sem landslagsarkitekt fyrirtækisins veitir ráðgjöf til þeirra sem skipuleggja lóðaframkvæmdir. Mikið fuglalíf prýðir garðinn og gefur honum mikinn sjarma og skapar tengingu við náttúruna.“

Reykjavík

Fornilundur – skilti.

Söguskiltið var gert að frumkvæði afkomenda Jóns og Elísabetar. Hönnun þess var unnin af starfsfólki Hornsteins og BM Vallár sem lögðu metnað sinn í að heiðra þessa merku sögu í samráði við afkomendur.

Heimildir:
-https://www.bmvalla.is/frettir/soguskilti-um-fornalund-og-fyrstu-abuendur
-Ártúnshöfði – Fornleifaskrá, Reykjavík 2021.

Reykjavík

Í Fornalundi.

Ingólfur Arnarsson

Í ritstjórnargrein MBL 17. ágúst 1986, sem ber yfirskriftina „Reykjavík 200 ára“ segir m.a.:

Reykjavík

Aðalstræti – fyrrum búsvæði Ingólfs Arnarssonar.

„Um þessa helgi og sérstaklega á morgun, 18. ágúst, er þess minnst með glæsilegum hætti, að 200 ár eru liðin síðan Reykjavík og fimm kaupstöðum öðrum voru veitt kaupstaðarréttindi. Á árinu 1786 hófst saga Reykjavíkurkaupstaðar, saga, sem lýkur ekki, á meðan byggð helst á Íslandi.

Reykjavík

Reykjavík.

Gildi Reykjavíkur fyrir íslenskt þjóðlíf verður seint metið til fulls. Þegar þéttbýli var að myndast þar og annars staðar, voru þeir margir hér á landi, sem töldu þá þróun af hinu illa og að hún myndi spilla menningu og lífi þjóðarinnar.
Á sínum tíma urðu margir um kyrrt í Reykjavík, sem ætluðu aðeins að hafa þar viðdvöl á leið sinni til Vesturheims. Hið sama á við enn þann dag í dag, menn finna kröftum sínum viðnám í borgarsamfélaginu og þurfa ekki að leita út fyrir landsteina í því skyni.“

Reykjavík

Reykjavíkurbréf 17.08.1986.

Í „Reykjavíkurbréfi“ á sömu síðu blaðsins er m.a. af gefnu tilefni fjallað um uppruna borgarinnar, sem reyndar hét þá Reykjarvík:
„Ekki verður annað sagt en ærið óbyrlega blési fyrir landi og þjóð, er árið 1786 rann upp, enda höfðu næstu árin á undan verið hvort öðru erfiðara og óhagstæðara fyrir allan landslýð, og svo átakanlega hafði landsmönnum fækkað, að ekki náði fjörutíu þúsund sálum.
Þó átti þetta ár að verða merkisár í sögu landsins. Með kgl. auglýsingu dagsettri 18. ágúst um sumarið, var gefið fyrirheit um verzlunarfrelsi, sem lengi hafði verið þráð af landsmönnum. Að vísu var það einskorðað við þegna Danakonungs og öðrum þjóðum óheimiluð áfram öll verzlunarviðskifti við landsmenn. En það skiftir mestu máli fyrir oss íbúa höfuðstaðarins, sem nú lifum, og gerir þetta ár að því merkisári í meðvitund vorri, sem það er og verður, að með þessari sömu auglýsingu voru Reykjavík (og fímm kaupstöðum öðrum) veitt kaupstaðarréttindi,
svo að segja má, að á þessu ári hefjist saga Reykjavíkurkaupstaðar.“

Reykjavík

Árbækur Reykjavíkur 1786-1930.

Þannig hefst bókin Árbækur Reykjavíkur 1786-1936 eftir dr. Jón Helgason biskup, sem kom út 1941. Höfundur segist rita verkið í von um, að einhver gæti síðar meir notað þau „drög að Reykjavíkursögu“, sem í ritinu geymdust, við samningu fullkomnari sögu bæjarins. Í tilefni af 200 ára afmæli borgarinnar verður nú ráðist í að skrá þessa sögu, hafa þeir Guðjón Friðriksson og Eggert Þór Bernharðsson verið fengnir til þess. Við ritun sögu Reykjavíkur er unnt að nýta margar heimildir. Fyrsta reglulega Reykjavíkursagan, Saga Reykjavíkur, var skráð af Klemenz Jónssyni, landritara og ráðherra, og kom út í tveimur bindum á árinu 1929.

Bær Ingólfs Arnarsonar
Enginn hefur ritað meira um sögu Reykjavíkur hér í Morgunblaðið en Árni Óla, blaðamaður. Hafa ritgerðir hans og sagnaþættir auk þess verið gefnir út í mörgum bókum.

Árni Óla

Árni Óla (1888-1979).

Eins og svo mörgum öðrum, sem um Reykjavík fjalla, var Árna Óla það hugleikið, að fyrsti landnámsmaðurinn settist að, þar sem síðan varð höfuðborg. Síðasta ritsmíð Árna um þetta efni heitir Verndið helgar tóftir og er frá 1968. Þar segir meðal annars:
„Mér hefír löngum verið mikið áhugamál, að Reykjavík glataði sem fæstu af minningaarfi sínum. En þar sem ég geri ráð fyrir, að héðan af muni ég leggja fátt til þeirra mála, þá knýr hugur mig nú fast til þess að lokum að eggja Reykvíkinga lögeggjan, að láta ekki helgasta söguarf sinn og minningar fara forgörðum.
Hér í hjarta höfuðborgarinnar er helgasti reitur þessa lands og hefir forsjónin falið hann vernd og umhyggju borgarbúa. Helgi hans er bjartari og meiri en sagnhelgi Þingvalla og menningarhelgi biskupsstólanna fomu. Þetta er reiturinn, þar sem fyrsti landnámsmaður Íslands, Ingólfur Arnarson, reisti hinn fyrsta íslenska bæ að tilvísan guðanna.

Reykjavík

Reykjavík – fornleifakort af miðbænum.

Fyrir rúmum 100 árum var til félag menntamanna hér í Reykjavik og nefndist Kvöldfélagið. Það hóf fyrst umræður um það 1864 hvernig Íslendingar, og þó einkum Reykvíkingar ættu að minnast þúsund ára byggingar Íslands árið 1874. Og þá gaf það út ávarp til Reykvíkinga og lauk því á þessum orðum: Allir erum vér Reykvíkingar leiguliðar Ingólfs og höfum honum mikla landskuld aðgjalda. Nú er komið að skuldadögunum. Annað ávarp sömdu nokkrir merkir menn í desembermánuði 1959, þar sem því var beint til Alþingis og ríkisstjómar, forráðamanna Reykjavíkur og allrar þjóðarinnar að bæjarstæði Ingólfs Arnarsonar við Aðalstræti verði friðlýst sem þjóðlegur helgistaður (leturbr. mín).
Í þessu ávarpi segir meðal annars: „Frá höfuðsetri Ingólfs í Reykjavík, á dögum sjálfs hans og nánustu niðja hans og með þeirra ráði, þróaðist hið íslenzka þjóðfélag og lýðveldi, með allsherjarlögum, alþingi við Öxará og allsherjargoða í Reykjavík.

Reykjavík

Reykjavík – fornleifakort af miðbænum.

Efalaust verður að telja, að bær Ingólfs í Reykjavík hafi staðið við sunnanvert Aðalstræti að vestan, andspænis þeim stað þar sem síðar var kirkjan og gamli kirkjugarðurinn. Öllum má kunnugt vera, hversu það bar til, að höfuðborg landsins var reist á túnum og tóftum hins fyrsta landnámsmanns, þar sem ævafom sögn hermir að guðimir hafi vísað honum til bólfestu. Söguhelgi þessa staðar er sameign allra Íslendinga. Engin þjóð önnur kann frá slíkum atburðum að segja úr sinni sögu, þar sem í einn stað koma upphaf og framtíð. Ekki þarf orða við um það, að
bæjarstæði Ingólfs á að vera um aldur og ævi friðhelgur þjóðminningarstaður.“
Það var einvalalið, sem ritaði nöfn sín undir ávarp þetta: Bjarni Jónsson vígslubiskup, Einar Ól. Sveinsson prófessor, Guðni Jónsson prófessor, Helgi Hjörvar rithöfundur, Kristján Eldjám þjóðminjavörður, Magnús Már Lárusson prófessor, Matthías Þórðarson fyrrv. þjóðminjavörður, Ólafur Lárusson prófessor, Pétur Benediktsson bankastjóri, Ragnar Jónsson forstjóri, Sigurbjöm Einarsson biskup, Sigurður Nordal prófessor, Tómas Guðmundsson skáld og Þorkell Jóhannesson háskólarektor.

Reykjavík

Reykjavík – fornleifauppgröftur í Aðalstræti.

Senn líður að því, að vér eigum að minnast 11 alda afmælis landnámsins, og vér höfum eigi enn goldið Ingólfi landskuldina, né heldur rækt þá höfuðskyldu, er á oss hvílir, að friða um aldur og ævi stað hinna „helgu höfuðtófta“ fyrsta landnámsmannsins.
Enginn maður þarf að vera í vafa um, hvar þessar höfuðtóftir voru. Um það höfum vér einróma álit þeirra merku manna, er sendu ávarpið 1959. Verður ávarp þetta að teljast fullnaðarúrskurður um hvar bær Ingólfs Arnarsonar hafi staðið.“
Í fyrrgreindu ávarpi segir meðal annars fyrir utan þau orð, er Árni Óla vitnar til: „Það er og ályktun vor, að friðhelgun þessa staðar sé ekki og skuli ekki vera háð sérstakri húsbyggingu né miklum mannvirkjum á þessum stað, heldur skyldi reisa þar minnismerki í einhverri mynd, eða marka staðinn að sinni, en friðaður gróðurreitur fyrir almenning gerður þar umhverfis.

Reykjavík

Reykjavík – skáli (langeldur) eftir forneifauppgröft í Aðalstræti.

Árið 1974 mætti gefa efni til, að virðulegum áfanga væri náð í þessu máli, en þá mun verða talið ellefu alda afmæli Íslandsbyggðar og landnáms Ingólfs.“

Fornleifagröftur

Á þeim tíma, sem þetta ávarp var samið, urðu töluverðar umræður um bæjarstæði Ingólfs Amarsonar. Helgi Hjörvar ritaði á árinu 1961 nokkrar greinar um málið hér í Morgunblaðið. Í tilefni af því, að nú rétt fyrir 200 ára afmælisdag höfuðborgarinnar hefur verið kynnt niðurstaða í samkeppni um nýtt húsnæði fyrir Alþingi, er forvitnilegt að rifja upp þennan kafla úr einni af Morgunblaðsgreinum Helga (1. febrúar 1961): „Alþing hins íslenzka lýðveldis ætti að reisa hús sitt á bæjartóftum Ingólfs, hins fyrsta landnámsmanns á Íslandi, á tóftum Þorsteins Ingólfssonar, sem var sjálfur frumkvöðull að allsherjarríki á Íslandi, í sóknarbroddi að stofnun alþingis á Þingvelli, forvígismaður lagasetningar, fyrsti allsherjargoðinn.

Reykjavík

Reykjavík – uppgröftur í Alþingisreitinn.

Þorsteinn flutti fórnarblóðið til Þingvalla úr hofi föður síns. Hann gerði Þingvöll heilagan frá Reykjavík. Þegar Jón Sigurðsson flutti Alþingi aftur til Reykjavíkur, þá flutti hann þingið með vissum hætti heim aftur, til síns uppruna. Þá voru mönnum þessir furðulegu þræðir örlaganna ekki svo ljósir sem nú er orðið.“
Vegna Morgunblaðsgreina Helga Hjörvar um bústað Ingólfs var eftirfarandi sagt í Reykjavíkurbréfí 15. júlí 1961: „Ætla verður að bær Ingólfs hafi staðið þar sem nú er horn Aðalstrætis og Túngötu eða þar á næstu slóðum. Með því mæla allar líkur, enda koma beztu fræðimenn sér saman um það. Úr þessu verður sennilega aldrei skorið til fulls, en uppgröftur sunnan við Herkastalann fyrir nokkrum árum studdi mjög fyrri rök fræðimanna.

Reykjavík

Reykjavík 1836 – August Mayer.

Helgi Hjörvar hefur með réttu hneykslazt á, að þeim uppgreftri var ekki sinnt sem skyldi. Úr því verður ekki bætt héðan af. En nú er nýlega búið að rífa neðsta húsið við Túngötu, er stóð andspænis Suðurgötu og mikill hluti Andersenslóðarinnar er enn óbyggður. Leikmönnum virðist svo sem nú sé einstætt tækifæri til að grafa á þessum slóðum og kanna hvort einhverjar fornar minjar finnist í jörðu. Þó að slíkur uppgröftur geti líklega ekki eðli málsins samkvæmt skorið úr um það, hvort fyrsta byggð Reykjavíkur var á þessum slóðum, sýnist hvergi fremur ástaeða til fornleifagraftar hér á landi en einmitt þarna. Menn mega því ekki láta þetta tækifæri sér úr greipum ganga.“

Reykjavík

Reykjavík – fornskáli í Aðalstræti eftir fornleifauppgröft.

Fyrir ellefu alda afmæli Íslandsbyggðar 1974 beitti Reykjavíkurborg sér fyrir fornleifagreftri á þessum stað. Í byrjun júlí 1971 hófst fornleifagröftur á horni Aðalstrætis og Túngötu. Var sænskur fornleifafræðingur, Bengt Schönbeek, ráðinn til að hafa umsjón með verkinu. Vann hann við það ásamt konu sinni, Else Nordahl, sem einnig er fornleifafræðingur. Stjórnuðu þau rannsóknum þarna í nokkur sumur, og með þeim unnu bæði fornleifafræðingar, nemendur í fornleifafræði, jarðfræðingar og ósérhæft fólk. Þorkell Grímsson vann þarna í umboði Þjóðminjasafns. Reykjavíkurborg kostaði verkið. Því miður hefur ekki enn verið lögð fram endanleg greinargerð um niðurstöður þessara rannsókna, þótt leikmönnum sýnist, að tími til að vinna þær sé orðinn meiri en nægur.

Aðalstræti

Landnámsskálinn í Aðalstræti.

Hitt er vitað, að fornleifagröfturinn leiddi í ljós órækar sannanir fyrir því, að þarna var byggð á landnámsöld. Eða svo vitnað sé til orða dr. Kristjáns Eldjárns á Reykjavíkurráðstefnu 1974: „Ég undirstrika það að lokum, að engin sýnileg fomfræðileg ástæða virðist til að rengja að landnám hafí hafizt á þeim tíma sem Ari nefnir, nefnilega 870 eftir burð Krists,
heldur benda fornleifar hér á landi miklu fremur til þess að það geti verið laukrétt og um leið að líta megi á það sem sögulega vissu að þá hafí Reykjavík byggzt.“

Reykjavík höfuðstaður
Þegar minnst var 150 ára afmælis kaupstaðarréttinda Reykjavíkur, kom út ritið Þættir úr sögu Reykjavíkur. Var félagið Ingólfur útgefandi þess. Félagið starfaði á árunum 1934-42 og var Georg Ólafsson, bankastjóri, formaður þess til 1940 en síðan Bjarni Benediktsson, þáverandi borgarstjóri. Gaf félagið út 26 ritverk, stór og smá. Félagið Ingólfur var endurreist á fundi 14. nóvember 1981 og hafði dr. Björn Þorsteinsson, prófessor, forgöngu um það, en Steingrímur Jónsson er formaður félagsins. Tilgangur þess er að gefa út rit er heiti: Landnám Ingólfs og hafa verið gefín út tvö bindi í safninu frá endurreisn félagsins.

Landnám

Landnám Ingólfs – Safn til sögu þess, I. bindi.

Í fyrrgreindu afmælisriti, sem félagið Ingólfur gaf út 1936, er ritgerð eftir Vilhjálm Þ. Gíslason, útvarpsstjóra, sem heitir: Hversu Reykjavík varð höfuðstaður. Þar er skýrt frá því, að Skúli fógeti Magnússon „varð til þess sjálfrátt og ósjálfrátt, að leggja grundvöll hins íslenzka höfuðstaðar í skjóli stjórnar- og viðskiptastefnu hins upplýsta einveldis. En hann og hrakfarir erlendrar einokunar urðu til þess að lyfta undir trúna á tilraunimar til að þess að bæta ástandið á íslenzkum grundvelli. Á þeim grundvelli reis Reykjavík sem höfuðstaður nýs lífs í nýju landi.“
Segir Vilhjálmur að nú finnist mönnum það máske ekkert merkilegt, hvað Skúla fógeta og fylgismönnum tókst þegar þeir lögðu í hina þjóðlegu íslensku viðreisnarbaráttu nýjan þátt, baráttuna fyrir efnalegri endurreisn atvinnulífsins í landinu. En þá hafi þetta verið „það merkilegasta, sem fyrir þjóðina hafði komið í mörg hundrað ár og það svo, að mikill hluti Íslendinga þumbaðist á móti þessu, á meðan hann gat. Það, sem um var að ræða, og það, sem stórhugur og framkvæmdaþrek Skúla fógeta vildi koma hér á, var nýtt íslenzkt þjóðfélag, verklega og fjárhagslega séð, ný íslenzk verzlun, peningaverzlun, og ný íslenzk sjósókn og íslenzkur iðnaður. Hið sýnilega tákn þessarar nýju íslenzku menningar var Reykjavík.“

Vilhjálmur V. Gíslason

Vilhjálmur Þ. Gíslason (1897-1982).

Í ritgerð sinni segir Vilhjálmur Þ. Gíslason, að sú almenna skoðun hafí legið í loftinu, að Reykjavík hafi verið valin sem tilraunastöð hins nýja atvinnulífs, af því að hún var bær fyrsta landsnámsmannsins. Hann bendir á, að í Reykjavíkursögu sinni telji Klemenz Jónsson, að þetta muni að minnsta kosti með fram hafa ráðið staðnum. „En þetta er eflaust ekki rétt,“ segir Vilhjálmur og minnir á þau orð Eggerts Ólafssonar í ferðabókinni, að enginn hafi hugsað um það, að í Reykjavík var elsti bær landsins og bústaður fyrsta landnámsmannsins, þegar innréttingunum var valinn þar staður. Sama segi Eggert í einu kvæði sínu, Mánamálum, að enginn hafi munað, að í Reykjavík væru „helgar tóftir“ hins fyrsta landnámsmanns.
Vilhjálmur segir, að Reykjavík hafi vantað virðuleikann. Um þetta hafí Skúli fógeti ekki hugsað í fyrstu eða ekki tekið eftir því. En hér hafi Eggert Ólafsson, einn helsti aðdáandi Skúla, komið til sögunnar. Hann hafi gert sér grein fyrir því, að til að hin nýja atvinnumálastefna bæjarmenningarinnar í Reykjavík ætti að heppnast, þyrfti hún ekki einungis að vera reist á rökum hagfræðinnar og hinnar nýju náttúrufræði um hagnýtingu landsgæðanna, heldur þyrfti Reykjavík einnig að tileinka sér þann þjóðlega, sögulega grundvöll, sem eldri sveitamenning og stórbýlaskipulag hvíldi á og verða þjóðlegur framtíðarbær á sögulegum grundvelli.

Reykjavík

Ferðabók Eggerts – Vilhjálmur Þ. Gíslason.

„Þann grundvöll fann Eggert í þeirri staðreynd, að Reykjavík var einhver elzti sögustaður landsins og helgur staður hins fyrsta landnámsmanns. Þannig varð Eggert Ólafsson höfundur hinnar nýju Ingólfshelgi í landinu og hvatamaður hinnar þjóðlegu Reykjavíkur, eins og Skúli er stofnandi Reykjavíkur sem verzlunar- og atvinnubæjar.“

Alþingi í Reykjavík
Hér verður ekki rakin saga byggðarþróunar í Reykjavík eða lýst reiptogi milli embættismanna og kaupmanna. Smám saman safnaðist valdið í þjóðfélaginu á hendur manna, sem bjuggu í bænum. Menn skiptust í flokka um það, hvar skóli og biskupsstóll ættu að vera, en deildu laust fyrir miðja 19. öld enn ákafar um það, hvar þingstaður þjóðarinnar ætti að vera. Í konungsauglýsingunni frá 1840 um endurreisn Alþingis var hugmyndinni um að þingið skyldi endurreist á Þingvöllum gefíð undir fótinn. Jón Sigurðsson beitti sér fyrir því af festu og rökvísi, að Alþingi yrði í Reykjavík. Um þetta segir Vilhjálmur Þ. Gíslason: „Jón Sigurðsson er að vísu engu ómælskari en Þingvallamennirnir sjálfir, þegar hann er að tala um hinn forna alþingisstað: „Hvergi væri því hátíðlegri staður en við Öxará til að byrja starf það, sem vekja skal oss og niðja vora til föðurlandsástar og framkvæmdarsemi, slíkra sem sæmir siðuðum og menntuðum mönnum á þessari öld,“ segir hann og enn fremur:

Víkingur

Íslenskur víkingur á alþingishátíðinni 1930.

„Sá mætti vera tilfinningarlaus Íslendingur, sem ekki fyndi til föðurlandsástar eða nokkurra djúpra hugsana, þegar hann kemur á þann stað, sem Alþingi feðra vorra hefír staðið. Náttúran hefir í fyrstu sett þar á merki sitt, eitthvert hið stórkostlegasta, sem hún á til … sá staður hefir verið vitni til hins bezta og ágætasta, sem fram hefir farið á landi voru: til heitrar trúar og sambands hinnar fyrstu kristnu, til margra viturlegra ráðstafana, til að halda við góðri stjórn og reglu í landinu, til baráttu feðra vorra fyrir frelsi sínu…“

Hvað á nú Reykjavík á móti þessu öllu?
Jón Sigurðsson telur sjálfur fram ýmsa kosti Reykjavíkur — „ekki ófagurt bæjarstæði“, nóg rými til bygginga, góða höfn og víða, stutt til aðdrátta á sjó og landi frá beztu héruðum og samgöngur jafnhægastar til alls landsins og til útlanda, og loks telur hann það, að töluverður stofn sé í þeim embættis- og lærdómsmönnum, kaupmönnum og iðnaðarmönnum, sem þar séu. Þess vegna telur Jón Sigurðssom, að „þótt hugur og tilfinningar mæli fram með Þingvelli, þá mælir að minni hyggju skynsemi og forsjálni með Reykjavík“.

Landnám

Aðkoma landnámsmannanna.

Þótt menn hafi hatazt við Reykjavík af því að hún væri danskt óræsti og mótsnúin öllu þjóðerni Íslendinga, þá telur hann, „að það standi í voru valdi að gera hana íslenzka, ef vér viljum“. Jón Sigurðsson var samt ekki með Reykjavík sem alþingisstað, af því að þingið ætti að vera Reykjavík til framdráttar, þvert á móti af því „að þingið getur betur orðið það, sem því er ætlað í Reykjavík en á Þingvöllum“. Þessar og þvílíkar röksemdir Jóns Sigurðssonar og hans manna urðu ofan á, eins og kunnugt er. Þar með var Reykjavík í sannleika orðin höfuðstaður, og af Alþingi fékk hún nýjan virðuleik, vegna þeirrar helgi, sem hvíldi á hinni fornu stofnun, sem gekk í endumýjun lífdaga sinna, og Reykjavík varð þá einnig Alþingi gott hæli.“

Mikil saga

landnámsskáli

Reykjavík – minjar landnámsbæjar í Aðalstræti.

Í tilefni af 200 ára afmæli Reylgavíkur hefur hér verið staldrað við þá þætti úr sögu hennar, sem lúta að Ingólfshelginni og þeirri ákvörðun að endurreisa Alþingi hér á þessum stað. Saga mannlífs, atvinnu, menningar og lista er ekki síður merk. Þar er af mörgu að taka eins og sést af öllu því, sem um Reykjavík hefur verið ritað og á eftir að rita. Árið 1967 bundust Reykjavíkurborg og Sögufélagið samtökum um að hefja útgáfu á Safni til sögu Reykjavíkur, Ac.ta Civitatis Reykiavicences. Í þeim flokki hefur Lýður Björnsson annast útgáfu á tveimur bókum, Kaupstaður í hálfa öld 1786-1836 og Bæjarstjórn í mótun 1836-1872. Auk þess hafa komið út fjögur verk önnur í ritröðinni; tvö ritgerðasöfn: Reykjavík í 1100 ár og Reykjavík miðstöð þjóðlífs; og Ómagar og utangarðsfólk. Fátæktarmál Reykjavíkur 1786-1907 eftir Gísla Ágúst Gunnlaugsson og nú í tilefni 200 ára afmælisins Sveitin við sundin. Búskapur í Reykjavík 1870-1950 eftir Þóranni Valdimarsdóttur.

Reykjavík

Reykjavík – nútímalistaverk er minna á forna frægð. Svo virðist sem seinni tíma afkomendur hafi ekki tekist á skrá sig á spjöld sögunnar svo marktækt getur talist.

Reykjavík er borg er býður allt það, sem miklu fjölmennari borgir í milljónaþjóðfélögum veita. Þeirri þróun verður ekki snúið við og henni á ekki að snúa við. En því aðeins viðurkenna menn þau stórvirki, sem unnin hafa verið, að þeir meti þau í réttu ljósi. Þá birtu veitir rannsókn á fortíðinni. Nú á tímum hættir okkur til að leggja efnislegt mat á alla hluti, en eins og hér hefur verið leitast við að draga fram, er það eldmóður hugsjónanna, þróttur skáldanna, virðingin fyrir fortíðinni ásamt með skynsemi og forsjálni, sem hefur veitt Íslendingum þann kraft, er einn dugði til að gera Reykjavík að þeirri höfuðborg, sem nú fagnar 200 ára afmæli sínu.“

Heimild:
-Morgunblaðið, 182. tbl. 17.08.1986, Reykjavík 200 ára – Reykjavíkurbréf, bls. 32-33.

Reykjavík

Reykjavík – landnámsbæjarstæðið.

Reykjavík

Fúlutjarnarlækur í landnámi Ingólfs, síðar í umdæmi Seltjanarneshrepps og loks Reykjavíkurbæjar (reyndar um stund í umdæmi Reykjavíkurborgar frá 1908) var afrennsli frá Kirkjumýri og Kringlumýri og var farvegur hans að mestu leyti vestan við núverandi Kringlumýrabraut. Fúlutjarnarlækur var talinn illur yfirferðar í miklum rigningum og leysingum. Nafnið dregur hann af Fúlutjörn, sem var hálfgert sjávarlón ofan vestanverðan Kirkjusand. Lyktaði hún jafnan af rotnandi gróðri og var til lítils nýtanleg.

Reykjavík

Reykjavík – skipulag 1947.

Fúlatjörn, var sem fyrr segir, tjörn eða lón í norðaustanverðri Reykjavík, við sjávarborðið vestan við Kirkjusand, þar sem Borgartún og Kringlumýrarbraut mætast núna. Þegar Borgartún var fyrst lagt, lá það að hluta á brú yfir Fúlutjörn. Á meðan Kringlumýri var eiginleg mýri, þá rann lækur eða framræsluskurður úr henni og endaði norður í Fúlutjörn. Tvær aðrar brýr voru byggðar yfir Fúlutjarnarlæk fyrir og eftir aldamótin 1900; á Suðurlandsvegi og á Laugarnesvegi. Í öllum tilvikum var um að ræða steinhlaðnar brýr með trégólfi.

Reykjavík

Reykjavík – Fúlutjarnarlækur.

Svæðið sem hér er fjallað um nær yfir hluta af því landi sem á öldum áður tilheyrði jörðunum Rauðará og Lauganesi. Samkvæmt landamerkjalýsingu frá árinu 1883 lágu merki á milli þessara jarða eftir Fúlutjarnarlæk, frá sjó að upptökum hans við Ámundaborg, en samkvæmt eldri landamerkjalýsingum lágu merkin austar, þ.e.a.s. frá Ámundaborg sjónhendingu í stein á Kirkjusandi sem nefndur var Stúlknaklettur (Stúlkuklettur). Munnmæli segja að einhvern tíma hafi vanfær vinnukona í Laugarnesi horfið, en svo fundist við þennan stein ásamt tveimur stúlkubörnum. Hornmark Rauðararár, Reykjavíkur og Laugarness lá um Ámundaborg sem var fjárborg. Ámundaborg er löngu horfin en hefur verið þar sem býlið Lækjarhvammur var, nálægt því þar sem Lámúli 4 er nú ofan Suðurlandsbrautar og austan Kringlymýrarbrautar.

Reykjavík

Reykjavík 2024.

Fúlutjarnarlækur var afrennsli frá Kirkjumýri og Kringlumýri og var farvegur hans að mestu leyti vestan við núverandi Kringlumýrabraut. Fúlutjarnarlækur var talinn illur yfirferðar í miklum rigningum og leysingum. Fyllt var upp í Fúlutjörn og var því lokið um 1960. Fúlutjarnarlækur var settur í stokk árið 1957 og er því ekki sýnilegur lengur. Lækurinn var jafnframt nefndur Laugalækur sem afrennsli frá Þvottalaugunum og rann um Laugamýri (Laugardal), vestan við Laugarás. Laugalækur var settur í stokk árið 1949 og gata sem er á svipuðum slóðum nefnd eftir honum.

Reykjavík

Herforingjarráðskortið 1902 – örnefnaskrárlisti.

Í nýlegum fréttum Mbl.is og Rúv.is 26. júlí 2025 er fjallað um „horfna brú talin fundin undir Suðurlandsbraut“. Í báðum tilvikum er vitnað í vefmiðlilinn Sarpur.is. Þar segir m.a.: „Brúin var merkt inn á kort frá 1902 þar sem Laugavegur lá yfir Fúlutjarnarlæk, nú er þar Suðurlandsbraut. Líklega var þetta trébrú á steinhlöðnum stólpum. Fúlutjarnarlækur var settur í rör/stokk um og eftir 1957 og kallað þá Kringlumýrarholræsi, það er en í notkun og er það aðeins vestan við gömlu brúnna. Líklega hefur herinn breikkað brúnna en Suðurlandsbraut var eina af aðalleiðunum út úr bænum, en vestari búin á Elliðaánum var þá gerð úr steypu og brúin yfir eystri kvíslina var þá líka endurgerð með steypu 1941.

Í ljós kom sumarið 2025 við framkvæmdri Orkuveitunnar, mannvirki sem líklega er þessi brú.

Brúin var talinn horfinn, en líklega er hún það ekki, í ljós kom mannviki sem gæti verið hún, steinhlaðnir stólpar, undir steyptu brúargólfi, þar sjást um 5 raðir af tilhögnu grágrýti, líklega hefur það verið sótt í grjótnámuna á Rauðaárholti fyrir norðan Sjómannaskólann. Áður hefur líklega verið timburgólf á þessari brú. Seinna hefur brúin verið breikkuð til norðurs. Þá hafa stólparnir verið steyptir og líklega hefur þá verið steypt nýtt brúargólf. Austan við brúnna er mikið grjópúkk.

Reykjavík

Fúlutjarnarlæksbrú opinberuð 2025.

Líklegt er að bandaríski herinn hafi breikkað brúna til norðurs en Suðurlandsbraut var þá ein af aðalleiðunum út úr bænum.“

Undir brúnni eru fimm raðir af tilhöggnu grágrýti er bendir til að brúin hafi verið byggð öðru hvoru megin við aldamótin 1900.

Úr miðbæ Reykjavíkur og inn að Þvottalaugum eru rúmir 3 km. Sú leið var ekki hættulaus og gat orðið æði torsótt í svartamyrkri. Úr Lækjargötu lá leiðin upp Bankastræti. Á móts við Laugaveg 18 eða 20 beygðu þvottakonur niður í Skuggahverfi. Þær þræddu síðan strandlengjuna og reyndu að fylgja götutroðningum uppi á bakkanum fyrir ofan fjöruna.

Reykjavík

Reykjavík – brúin yfir Suðurlandsbraut á Fúlutjarnarlæk.

Þegar komið var að Fúlutjarnarlæk var snúið upp frá sjónum og yfir Kirkjumýri sem var blaut og keldótt. Fúlutjarnarlækur gat orðið erfiður farartálmi í votviðri. Þá breyttist lækurinn í stórfljót sem þvottakonur komust ekki yfir nema á fjöru.
Göngumóðir laugagestir komu örugglega gegnvotir til fótanna í áfangastað. Íslenskar alþýðukonur áttu fæstar vatnsstígvél fyrr en á fyrstu áratugum líðandi aldar.

Þvottalaugar

Þvottalaugarnar í Laugardal.

Á haustdögum árið 1885 var byrjað að leggja veg inn að Þvottalaugum, Laugaveginn. Fimm árum síðar var hann loks fullgerður. Eftir það fóru konur að nota heimasmíðuð farartæki til laugaferða. Þau voru af ýmsum gerðum og sum býsna frumleg.
Hjólbörur og litlir fjórhjólaðir vagnar voru algengastir. Kerrur sem konum var beitt fyrir í stað hesta komu til sögunnar í aldarlok. Á vetrum þegar snjór var á jörðu komu sleðar sér vel til laugaferða.

Þvottalaugar

Þvottalaugarnar um 1900.

Þá drógu drengir oft sleðana fyrir mæður sínar. Þvottakonur treystu þó varlega dragfærinu. Þegar þær höfðu unnið á óhreinum fatnaði var snjórinn stundum horfinn. Þess eru dæmi að konur og börn hafi borið sleða og annan farangur heim úr Þvottalaugunum. Í úrkomutíð óðu Reykvíkingar leðjuna á Laugaveginum í ökkla. Þá gat orðið illfært heim úr Laugunum með blautan þvott á frumstæðum hjólatíkum.

Fyrstu reglubundnar áætlunarferðirnar í Reykjavík inn að Þvottalaugunum hófust í júníbyrjun árið 1890. Þá var kominn vagnfær vegur heim að þvottahúsi Thorvaldsensfélagsins. Þetta voru fyrstu áætlunarferðir í Reykjavík enda höfðu aldrei fyrr verið aðstæður fyrir hestvagna í vegleysunum í bænum.
ÞvottalaugarVagninn var fjórhjólaður og gat tekið allt að átta menn í sæti. Einn eða tveir hestar drógu hann. Hestvagninn var ekki notaður til að flytja fólk inn í Laugar heldur þvott.
Laugapokar Reykvíkinga voru sóttir heim til þeirra sem bjuggu við akfæra vegi. Hinir urðu að koma þvottinum á ákveðinn móttökustað í bænum. Þvottakonur urðu enn sem fyrr að fara fótgangandi í Laugarnar. Þar gátu þær tekið óþreyttar til hendinni ef hestaflið létti laugapokaklyfjunum af þeim. Of fáir Reykvíkingar voru hins vegar reiðubúnir að greiða fyrir þjónustuna. Þessar fyrstu áætlunarferðir í bænum lögðust því fljótt niður.

þvottalugarHið íslenska kvenfélag var stofnað í Reykjavík árið 1894. Á öðru starfsári ákvað það að „létta af kvenfólki hinu þunga oki, laugaburðinum.“
Kvenfélagið hóf laugaferðir um miðjan maí árið 1895 undir fyrirsögninni „Laugaferðir“. Félagskonur hugðust þannig koma í veg fyrir að kynsystur þeirra væru notaðar sem áburðarklárar í Þvottalaugarnar. Í árslok höfðu rúmlega 600 pokar fullir af þvotti verið fluttir í Laugarnar. Réttu ári síðar neyddist Kvenfélagið til að leysa flutningafyrirtækið upp. Fjölmörg heimili í bænum gátu ekki pungað út aurum fyrir akstri á þvotti.

Sagan segir að þegar Anna kom inn í Þvottalaugar varð hún að standa úti við vinnuna. Bæjarbúar höfðu ekki hirt um að endurreisa þvottahúsið sem fauk árið 1857. Starfssystur Önnu höfðu mátt strita óvarðar fyrir veðri og vindum við þvottana í tæpa þrjá áratugi. Náttmyrkur var skollið á þegar hún lauk við þvottinn. Þá arkaði hún af stað heim með allt sitt hafurtask á bakinu.

Þvottalaugar

Þvottalaugarnar.

Anna hafði unnið sér til hita í Þvottalaugunum. Hún hefur sennilega ekki veitt því athygli að þíða hafði leyst frostið af hólmi. Þegar Anna kom að Fúlutjarnarlæk hugðist hún fara yfir hann á snjóbrú.
Lækurinn var hins vegar búinn að éta neðan úr henni í blotanum. Snjóbrúin brast undan Önnu og hún féll í lækinn.
Morguninn eftir fannst hún örend liggjandi á grúfu í Fúlutjarnarlæk. Balinn og blautur þvotturinn með öllum sínum þunga hvíldu á Önnu.

Reykjavík

Reykjavík – Fúlutjarnarlækur og brýrnar þrjár skv. Herforingjaráðskorti 1902.

Talið er líklegt að Fúlutjarnarbrýrnar þrjár; á Borgartúni, Laugarnesvegi og Suðurlandsbraut, hafi verið byggðar fljótlega eftir framangreint slys, ekki endilega vegna þess heldur ekki síður vegna vaxandi áhyggna af velferð fólks og stækkandi byggðar Reykjavíkur til austurs og aukinni ásókn fólks í Þvottalaugarnar…

Árið 1917 ákvað bæjarstjórn Reykjavíkur að hefja skipulagðar laugaferðir. Fjórir móttökustaðir víðsvegar um bæinn tóku á móti farangri Reykvíkinga í Þvottalaugarnar.
Laugakeyrslan hófst 16. júní en mest var flutt í september og október. Í árslok 1917 var búið að flytja 72 tonn í Þvottalaugarnar. Árið 1918 voru flutt rúm 161 tonn og árið eftir tæplega 178.

Reykjavík

Kamar fínna fólksins eftir aldamótin 1900. Alþýðan þurfti að lá sér nægja holu í fjöl.

Reykvíkingar sendu raunar fleira en þvott með hestvagninum. Hann var hlaðinn bölum, fötum, körfum, þvottabrettum og nokkrar þvottavindur slæddust jafnvel með. Á árunum 1918-1919 var mest flutt á vormánuðum en minnst í desember. Harðindaveturna 1918 og 1919 voru afurðir kamra bæjarbúa fluttar inn að laugunum í þeim til gangi að afþýða úrganginn og losa sig við hann í Laugalæk.

Á millistríðsárunum dró töluvert úr aðsókn í Þvottalaugarnar. Hún jókst þó aftur eftir að Ísland var hernumið í maímánuði árið 1940. Fjölmargar konur í Reykjavík tóku að sér þvotta fyrir hernámsliðið. Í árslok 1940 unnu um 200 konur í bænum við þvotta. Þá fengu þær greiddar 2 krónur fyrir þvott af einum hermanni.

Á vormánuðum árið 1928 ákvað bæjarstjórn Reykjavíkur að kaupa jarðbor og byrja rannsóknir á jarðhita í bæjarlandinu. Haglaborinn sem bærinn keypti var jafnan nefndur Gullborinn. Mastrið á bornum er þrífótur úr stálrörum, sex til sjö metra hár. Gullbornum fylgdu um 300 m af borstöngum en hann gat í raun borað helmingi dýpri holur.

Þvottalaugar

Þvottalaugarnar – Gullborinn.

Á árunum 1928-1942 var byrjað á 15 borholum í Þvottalaugunum og næsta nágrenni, m.a. við Lækjarhvamm. Af þeim var lokið við 14 holur. Boranir hófust 26. júní árið 1928 og var að mestu lokið 19. maí 1930. Rafmagnsveita Reykjavíkur stóð að þessum jarðborunum í Laugunum. Kanna átti möguleika á því að nota gufuna til þess að framleiða rafmagn. Það höfðu Ítalir gert með góðum árangri á jarðhitasvæði hjá Larderello nálægt Toskana.
Vatnið í borholunum við Þvottalaugarnar reyndist þó ekki nógu heitt til að nýta mætti gufuna til rafmagnsframleiðslu. Þá lagði Rafmagnsveita Reykjavíkur til að vatnið yrði notað til að hita hús.

Reykjavík

Reykjavík – þvottalaugarnar.

Hitaveita Þvottalauganna var lögð árið 1930. Aðalborholur borgarinnar voru í landi Lækjarhvamms, neðan við Lágmúla 4, gegnt umfjallaðri brú fjölmiðlanna fyrrum yfir Fúlutjarnarlæk.

Nauðsynlegt er að gera umfjallaðrar minjar sýnilegar borgarbúum og gestum þeirra er eiga gangandi leið um sunnanverða Suðurlandsbraut austan Kringlumýrarbrautar að viðbættu söguskýringarskilti á nefndum stað brúarinnar yfir Fúlutjarnarlækinn fyrrum. Allar minningar um tilurð borgar eru mikilvægar. Brúargerðin ber öll merki um búargerð fyrir og um aldamótin 1900.

Heimildir:
-https://is.wikipedia.org/wiki/F%C3%BAlatj%C3%B6rn
-https://ferlir.is/kirkjusandur-sagan/
-https://www.ruv.is/frettir/innlent/2025-07-26-horfin-bru-talin-fundin-undir-sudurlandsbraut-449507
-https://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=2463149

Reykjavík

Reykjavík – Þvottalaugar.