Suðurstrandarvegur
27.5.2004 16:52:31
Úrskurður Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum lagningar Suðurstrandarvegar milli Grindavíkur og Þorlákshafnar hefur verið lagður fram. Lagst er gegn lagningu Suðurstrandarvegar samkvæmt rauðri veglínu frá Ísólfsskála að eystri mörkum Ögmundarhrauns. Fallist er á lagningu Suðurstrandarvegar frá Grindavík að Þorlákshöfn, samkvæmt gulri veglínu frá Ísólfsskála að eystri mörkum Krýsuvíkurheiði með skilyrðum. Jafnframt er fallist á lagningu Suðurstrandarvegar með breytingum á veglínu sunnan Skála-Mælifells um Moshóla að Skalla, austan Sláttudals og norðan Herdísarvíkur.Meðfylgjandi er lokakafli skýrslu Skipulagsstofnunar:

5.5 NIÐURSTAÐA
Fyrirhugaður 58 km langur nýr Suðurstrandarvegur ásamt um 1,5 milljón m³ efnistöku er viðamikil framkvæmd sem mun liggja um lítt raskað landsvæði í Grindavík, Hafnarfirði og Sveitarfélaginu Ölfusi. Á um 30 km kafla frá Festarfjalli að Hlíðarvatni mun vegurinn liggja að mestum hluta um eldhraun sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum og að stórum hluta um friðlýst svæði. Skipulagsstofnun telur að helstu umhverfisáhrif fyrirhugaðs vegar lúti að samgöngum, landslagi og jarðmyndunum. Nýr Suðurstrandarvegur mun auðvelda samgöngur um svæðið og er líklegur til að hafa jákvæð áhrif á samgöngur og byggða- og atvinnumál í Grindavík og Þorlákshöfn. Skipulagsstofnun telur ljóst að helstu neikvæðu áhrif fyrirhugaðrar veglagningar verði á landslag og jarðmyndanir á kaflanum frá Festarfjalli að Hlíðarvatni. Samkvæmt framlögðum gögnum liggur fyrir að landslag á svæðinu er sérstætt og stórbrotið og ber yfirbragð lítt raskaðs og óbyggðs svæðis og gildi þess til útivistar er hátt. Að mati stofnunarinnar ber að velja veglínu og standa að öðru leyti að veglagningu og efnistöku með þeim hætti að sérstaða og verndargildi svæðisins rýrni sem allra minnst. Í því sambandi telur Skipulagsstofnun mikilvægt að sem stærstum landslagsheildum verði haldið óröskuðum. Jafnframt ber að horfa til mismunandi ferðamáta, bæði til þeirra sem kjósa að aka eftir veginum án þess að staldra lengi við og þeirra sem kjósa að dvelja lengur á svæðinu og njóta kyrrðar, fjarri umferð sem óhjákvæmilega eykst verulega miðað við núverandi aðstæður. Á um 15 km kafla innan fyrrgreinds svæðis, frá Ísólfsskála í vestri og austur fyrir Krýsuvíkurheiði, eru lagðir fram tveir kostir á veglínum; veglína sem auðkennd er með gulum lit á kortum og veglína auðkennd með rauðum lit.

5.5.1 Áhrif veglagningar samkvæmt rauðri veglínu
Stöð 8.500 við Ísólfsskála að stöð 24.000, austan Krýsuvíkurheiði. Á þessum kafla liggur rauð veglína mun sunnar og nær ströndinni en gul veglína og mun þannig skipta upp víðáttumiklum, óröskuðum landslagsheildum, sem einkennast af úfnum og mosavöxnum hraunbreiðum á láglendi, að mun meira leyti og á mun meira áberandi hátt en gul veglína. Þó að fyrir liggi að núverandi vegur hafi þegar skipt og raskað stærri landslagsheildum, telur Skipulagsstofnun að þetta svæði njóti hvað mestrar sérstöðu á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði innan stærra svæðis sem nái frá Festarfjalli austur að Hlíðarvatni. Leggja ber mikla áherslu á, að mati stofnunarinnar, að sem stærst svæði verði ósnortin á fyrrgreindum kafla jafnframt því sem til staðar verði stór svæði til útivistar við ströndina, fjarri fyrirhugaðri veglínu. Skipulagsstofnun telur ekki líklegt að vandamál vegna snjósöfnunar verði meiri á gulri veglínu en rauðri þar sem lítill munur er á hæðarlegu veglínanna yfir sjó. Að mati stofnunarinnar er óvíst hvort að rauð veglína nær ströndinni þjóni betur öryggishlutverki, verði skipsskaðar undan ströndu, þar sem enn verður að fara á tiltölulega löngum köflum um úfin og ógreiðfær hraun til þess að komast að ströndinni. Ennfremur telur Skipulagsstofnun að með veglagningu samkvæmt rauðri veglínu á ofangreindum kafla verði ekki bætt aðgengi ferðamanna að vinsælum viðkomustöðum þar sem ekki sé gert ráð fyrir veglagningu að þeim í fyrirhuguðum framkvæmdum. Skipulagsstofnun telur að þar sem vegur samkvæmt rauðri veglínu muni á þessum kafla liggja að stórum hluta til um friðlýst svæði, um jarðmyndanir sem eru sérstæðar og raska verulega landslagsheildum og með hliðsjón af óafturkræfni fyrirhugaðra framkvæmda og umfangi, muni veglagning, samkvæmt rauðri veglínu á kaflanum frá stöð 8.500 við Ísólfsskála að stöð 17.000 við austurmörk Ögmundarhrauns, hafa veruleg og óafturkræf umhverfisáhrif í för með sér sem ekki verður hægt að fyrirbyggja eða bæta úr með mótvægisaðgerðum.
Skipulagsstofnun telur að áhrif Suðurstrandarvegar samkvæmt rauðri veglínu yfir Krýsuvíkurheiði frá stöð 17.000 að stöð 24.000 á gróður, fugla, menningarminjar, jarðmyndanir verði ekki veruleg en telur að töluverðar ásýndarbreytingar verði á fyrrnefndum svæði með tilkomu vegarins.

5.5.2 Áhrif veglagningar samkvæmt gulri veglínu
Stöð 8.500 við Ísólfsskála að stöð 24.000, austan Krýsuvíkurheiði. Skipulagsstofnun telur að nýr Suðurstrandarvegur samkvæmt gulri veglínu muni hafa mikil og óafturkræf áhrif á víðáttumikil, úfin og mosagróin hraunasvæði frá stöð 8.500 við Ísólfsskála að stöð 17.000 við austurmörk Ögmundarhrauns og að ekki verði komist hjá miklum breytingum á landslagi á ofangreindu svæði. Á þessum kafla hefur núverandi vegur þegar raskað stærri landslagsheildum, eldstöðvum norðan hans og hraunum frá þeim sunnan hans. Skipulagsstofnun telur að með veglagningu samkvæmt gulri veglínu verði þó enn til staðar stórar, óraskaðar landslagsheildir sem einkennast af úfnum hraunbreiðum á þessu svæði og stór svæði sem nýta megi til útivistar í nokkurri fjarlægð frá umferð á veginum. Skipulagsstofnun telur að með breytingum á gulri veglínu í vegstæði blárrar veglínu frá stöð 11.500 sunnan Skála-Mælifells um Moshóla að stöð 14.000 við Skalla, sem fjallað er um í köflum 4.1 og 5.1 í þessum úrskurði, megi draga mikið úr neikvæðum áhrifum veglagningar á jarðmyndanir og landslag, þ.a. áhrif hennar á fyrrnefnda umhverfisþætti verði ásættanlegri. Skipulagsstofnun telur að veglagning samkvæmt gulri veglínu, með eða án fyrrnefndra breytinga frá stöð 11.500-14.000 sunnan Skála-Mælifells um Moshóla að Skalla, muni hafa jákvæð áhrif á samgöngur á svæðinu og að umferðaröryggi verði vel ásættanlegt. Skipulagsstofnun telur að áhrif á gróður frá stöð 8.500 við Ísólfsskála að stöð 17.000 við eystri mörk Ögmundarhrauns verði töluverð þar sem nýr vegur muni liggja um mosavaxin hraun en að áhrif á fugla og menningarminjar verði ekki veruleg.
Skipulagsstofnun telur að áhrif nýs Suðurstrandarvegar yfir Krýsuvíkurheiði frá stöð 17.000 að stöð 24.000 á jarðmyndanir, gróður, fugla og menningarminjar verði ekki veruleg, en telur að töluverðar ásýndarbreytingar verði á fyrrnefndum svæði með tilkomu vegarins.
Skipulagsstofnun telur að áhrif efnistöku á ofangreindum kafla frá Ísólfsskála austur yfir Krýsuvíkurheiði verði nokkur þar sem um sé ræða allt að 300.000 m3 efnistökumagn úr 4 nýjum námum en að mati stofnunarinnar munu þær aðgerðir sem fjallað er um í köflum 3.2, 4.1 og 4.3.1 í þessum úrskurði draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum efnistöku á jarðmyndanir, landslag og gróður. Jafnframt telur stofnunin að þær mótvægisaðgerðir sem Fornleifavernd ríkisins hefur lagt til í kafla 4.3 í þessum úrskurði geri það að verkum að áhrif efnistöku á menningarminjar verði ekki veruleg.

5.5.3 Áhrif veglagningar þar sem ein veglína er kynnt
Stöð 0 við Grindavíkurveg að stöð 8. 500 við Ísólfsskála. Á þessum kafla nýs Suðurstrandarvegar telur Skipulagsstofnun að áhrif veglagningar á landslag og jarðmyndanir verði nokkur þar sem nýr vegur verður lagður um Sundhnúkahraun. Að mati stofnunarinnar verða áhrifin töluverð og óafturkræf á Borgarhraun en á þessum kafla telur Skipulagsstofnun að ekki sé svigrúm til færslu veglínu. Stofnunin telur líklegt að með færslu vegstæðis að norðurmörkum kríuvarps við Hraun og þeim mótvægisaðgerðum sem fram koma í köflum 4.3.2 og 5.3.2 í þessum úrskurði verði áhrif á kríuvarpið lágmörkuð. Skipulagsstofnun telur að samkvæmt framlögðum gögnum Vegagerðarinnar verði tryggt að námurétthafar í Hraunsnámum nr. 1 og 2 hafi áfram aðgang að efnistöku úr námunum. Að mati stofnunarinnar verða áhrif veglagningar á ofangreindum kafla á menningarminjar ásættanleg að teknu tilliti til fyrirhugaðra mótvægisaðgerða sem gerð er grein fyrir í kafla 4.3 í þessum úrskurði. Jafnframt er það mat stofnunarinnar að svigrúm sé til að tryggja að hljóðstig verði innan lögbundinna marka, með tilkomu Suðurstrandarvegar, í fyrirhugaðri íbúðarbyggð í Grindavík og Þorlákshöfn.
Stöð 24.000, austan Krýsuvíkurheiði að stöð 36.500, austan Herdísarvíkur. Skipulagsstofnun telur að nýr Suðurstrandarvegur á þessum kafla, sem er að stórum hluta innan friðlýstra svæða, muni óhjákvæmilega valda óafturkræfu raski á hraunmyndunum og hafa miklar breytingar á landslagi í för með sér. Auk þess mun mosa- og kjarrgróður skerðast sem nemur vegstæði og öryggissvæði og ekki verður um eiginlega endurheimt sambærilegs gróðurs að ræða. Stofnunin leggur áherslu á að veglínu verði valin staður sunnan Eldborga í samráði við Umhverfisstofnun með þeim hætti að hann skerði sem allra minnst hrauntraðir sem eru fágætar á heimshlutavísu. Skipulagsstofnun telur að með þeim breytingum á veglínu, miðað við þá legu vegar sem kynnt er í matsskýrslu og sem gerð er grein fyrir í kafla 4.1 í þessum úrskurði, frá stöð 29.000 að stöð 31.500 austan Sláttudals og frá stöð 34.400-35.700 norðan Herdísarvíkur, sé verulega dregið úr heildaráhrifum veglagningar á jarðmyndanir og landslag á vegakaflanum frá Krýsuvíkurheiði austur fyrir Herdísarvík. Núverandi vegstæði verði nýtt að nokkru leyti og vegur muni liggja um svæði sem er nú þegar raskað. Stofnunin telur að áhrif veglagningar á jarðmyndanir, landslag, landslagsheildir og gróður verði mikil en ásættanleg, ekki síst í ljósi þess að veglínan sker ekki hraun sem mynda landslagsheildir á láglendi að eins miklu leyti og vestar á svæðinu. Skipulagsstofnun telur að við færslu vegar suður fyrir námu nr. 10 í Stakkavíkurhrauni séu ekki lengur forsendur fyrir hendi til efnistöku úr námunni. Að mati stofnunarinnar má draga verulega úr áhrifum efnistöku á jarðmyndanir, landslag og gróður af námuvinnslu úr námum 11 og 12 við Hlíðarvatn með því að miða efnistökumagn við frágang þessara gömlu námusvæða.
Skipulagsstofnun fellst á þau rök Vegagerðarinnar að líklegt sé að truflun af mannaferðum við Eldborgir við núverandi aðstæður geri arnarvarp í gömlu arnarsetri sunnan Eldborga ófýsilegt og að veglínu um svæðið verði vart hnikað það mikið að arnarsetrið nýtist til varps. Skipulagsstofnun telur að efnistaka úr námu nr. 12 við Hlíðarvatn sé ásættanleg með tilliti til hugsanlegs varps arnar í gömlu setri ofan námunnar, þar sem fyrirhugað sé tiltölulega lítið efnismagn og truflun vegna framkvæmda tímabundin. Skipulagsstofnun telur að áhrif á útivist og ferðamennsku á fyrrnefndu svæði verði nokkur en að ekki verði um veruleg áhrif á menningarminjar vegna veglagningar á fyrrnefndum kafla.
Stöð 36.500 vestan Herdísarvíkur að stöð 58.000 við Þorlákshafnarveg. Skipulagsstofnun telur að áhrif á jarðmyndanir og landslag vegna veglagningar á ofangreindum kafla verði nokkur þar sem um er að ræða nýlagningu vegar á um 20 km kafla. Jafnframt telur Skipulagsstofnun að ekki verði komist hjá því að allt að 400.000 m3 efnistaka á alls 7 námasvæðum muni hafa nokkur áhrif á jarðmyndanir, landslag og gróður. Að mati stofnunarinnar verða áhrif fyrirhugaðra framkvæmda á þessum vegarkafla á fuglalíf við Hlíðarvatn og menningarminjar ekki veruleg með tilliti til kynntra mótvægisaðgerða.

5.5.4 Skipulag og leyfi
Varðandi stöðu skipulags og leyfisveitinga bendir Skipulagsstofnun á eftirfarandi:
1. Veglagning og efnistaka eru háð framkvæmdaleyfi Grindavíkurbæjar, Hafnarfjarðabæjar og Sveitarfélagsins Ölfuss skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997.
2. Gera þarf breytingu á gildandi Aðalskipulagi Grindavíkur 2000-2020 vegna breyttrar legu Suðurstrandarvegar og vegna efnistökusvæða í Leirdal (nr. 4), við Latshóla (nr. 5) og við Geitahlíð (nr. 9).
3. Þar sem ekkert skipulag nær til þess hluta framkvæmdanna sem fellur innan Krýsuvíkur þarf Hafnarfjarðarbær að sækja um meðmæli Skipulagsstofnunar skv. 3. tl. bráðabirgðaákvæðis skipulags- og byggingarlaga áður en unnt er að veita framkvæmdaleyfi.
4. Gera þarf breytingu á samþykktu Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss 2002-2014 ef gerð verður breyting á veglínu austan Sláttudals og norðan Herdísarvíkur miðað við aðalskipulagið. Gera þarf breytingar á aðalskipulaginu vegna efnistökusvæða nr. 11 og 12 við Hlíðarvatn.
5. Leita þarf leyfis Umhverfisstofnunar vegna framkvæmda innan Reykjanesfólkvangs og Friðlands í Herdísarvík.
6. Leita þarf umsagnar Umhverfisstofnunar áður en veitt er framkvæmdaleyfi til framkvæmda sem hafa í för með sér röskun jarðmyndana og vistkerfa sem falla undir 37. gr. laga nr. 44/1999 um náttúruvernd.
7. Ýmsir þættir fyrirhugaðra framkvæmda eru háðir starfsleyfi Heilbrigðisnefnda sveitarfélaga á framkvæmdasvæðinu skv. fylgiskjali 2 við reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun. Áður en framkvæmdaleyfi er gefið út þarf Vegagerðin að leggja fram áætlun um efnistöku í samræmi við 48. gr. laga um náttúruvernd.
Á grundvelli gagna framkvæmdaraðila lögðum fram við athugun, umsagna, athugasemda og svara framkvæmdaraðila við þeim er það niðurstaða Skipulagsstofnunar að Suðurstrandarvegur frá Grindavík að Þorlákshöfn, samkvæmt gulri veglínu milli stöðva 8.500 við Ísólfsskála og 24.000 við eystri mörk Krýsuvíkurheiði, muni ekki hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif eins og hann er lagður fram í matsskýrslu. Jafnframt er það niðurstaða stofnunarinnar að Suðurstrandarvegur með breytingum á veglínu milli stöðva 11.500 sunnan Skála-Mælifells um Moshóla að stöð 14.000 við Skalla, 29.000-31.500 austan Sláttudals og 34.400-35.700 norðan Herdísarvíkur, sem fjallað er um í köflum 4.1 og 5.1 í þessum úrskurði, muni ekki hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Niðurstaða Skipulagsstofnunar byggir á því að fylgt verði þeim mótvægisaðgerðum sem kynntar eru í 4. og 5. kafla í þessum úrskurði og að uppfyllt verði þau skilyrði sem gerð er grein fyrir í 6. kafla þessa úrskurðar
Skipulagsstofnun telur að Suðurstrandarvegur samkvæmt rauðri veglínu frá stöð 8.500 við Ísólfsskála að stöð 17.000, við eystri mörk Ögmundarhrauns, muni hafa umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér.

6 ÚRSKURÐARORÐ
Í samræmi við 11. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 hefur Skipulagsstofnun farið yfir þau gögn sem lögð voru fram samkvæmt 10. gr. sömu laga af hálfu framkvæmdaraðila við tilkynningu ásamt umsögnum, athugasemdum og svörum framkvæmdaraðila við þeim.
Með vísun til niðurstöðu Skipulagsstofnunar sem gerð er grein fyrir í 5. kafla þessa úrskurðar er lagst gegn lagningu Suðurstrandarvegar samkvæmt rauðri veglínu frá Ísólfsskála að eystri mörkum Ögmundarhrauns. Fallist er á lagningu Suðurstrandarvegar frá Grindavík að Þorlákshöfn, samkvæmt gulri veglínu frá Ísólfsskála að eystri mörkum Krýsuvíkurheiði. Jafnframt er fallist á lagningu Suðurstrandarvegar með breytingum á veglínu sunnan Skála-Mælifells um Moshóla að Skalla, austan Sláttudals og norðan Herdísarvíkur. Fyrirhugaðar framkvæmdir eru háðar eftirfarandi skilyrðum:
1. Vegagerðin þarf að hafa samráð við Umhverfisstofnun um endanlega veglínu Suðurstrandarvegar sunnan Skála-Mælifells um Moshóla að Skalla, austan Sláttudals og norðan Herdísarvíkur. Jafnframt þarf Vegagerðin að hafa samráð við Umhverfisstofnun um endanlega veglínu sunnan Eldborga og fyrirkomulag við veglagningu yfir hrauntraðir.
2. Vegagerðin þarf að skilgreina öryggis- og framkvæmdasvæði fyrirhugaðs vegar eins þröngt og kostur er, einkum þar sem hann liggur um úfin hraun í samráði við Umhverfisstofnun.
3. Vegagerðin þarf að miða efnistökumagn úr námum nr. 11 og 12 við Hlíðarvatn við frágang námanna.
4. Vegagerðin þar að fara að tillögum Fornleifaverndar ríkisins að mótvægisaðgerðum vegna áhrifa á fundarstað fornleifa.

7 KÆRUFRESTUR
Samkvæmt 12. gr. laga nr. 106/2000 má kæra úrskurð Skipulagsstofnunar til umhverfisráðherra. Kærufrestur er til 2. júlí 2004.

Reykjavík, 26. maí 2004.

Hólmfríður Sigurðardóttir

Jakob Gunnarsson

Ferlir

FERLIR-700: Ketilsstígur – Stórhöfðastígur

FERLIR-701: Reykjaneshringferð

FERLIR-702: Herdísarvík – Seljabót – Bergsendar

FERLIR-703: Stampar – rauðhóll – sjóhús – Kista

FERLIR-704: Stórholt – refabyrgi – Gamla þúfa

FERLIR-705: Þingvellir – Almannagjá – Lögberg

FERLIR-706: Mosaskarð – FERLIR

FERLIR-707: Óbrinnishólahellir – Þorjarnarstaðaborg

FERLIR-708: Mosaskarð – FERLIR – (HERFÍ)

FERLIR-709: Gömlu Hafnir

FERLIR-710: Hvassahraun – Lónakot

FERLIR-711: Syðri Eldvörp – gat – útilegumannahellir

FERLIR-712: Sléttuhlíð – Kaldársel – hellahringur

FERLIR-713: Borgarhraunsborg – Einbúi

FERLIR-714: Staður – Staðarmalir – Staðarberg

FERLIR-715: Ögmundardys – Óbrennishólmi – Húshólmi

FERLIR-716: Selvogsgata – Gráhella – Setbergshlíð

FERLIR-717: Stóra-Vatnsleysa – Flekkuvík

FERLIR-718: Fjárborg í Urriðakotshrauni – Sauðahellir

FERLIR-719: Kapella í Kapelluhrauni – Þorbjarnarstaðir

FERLIR-720: Skógarkot – Hrauntún (Þingvellir)

FERLIR-721: Þórhallsstaðir (Ölkofra)

FERLIR-722: Bakki – Borgarkot

FERLIR-723: Húshöfði – Hvaleyrarvatn – Selhöfði

FERLIR-724: Arnarfell – Selalda

FERLIR-725: Miðsel – Möngusel – Merkinessel

FERLIR-726: Merkines – Kalmanstjörn – refagildrur

FERLIR-727: Valaból – Minni-Dimmuborgir

FERLIR-728: Minna-Knarrarnes – brunnur – letursteinn

FERLIR-729: Árnastekkur – Eldborgir – greni – Knarrarnessel

FERLIR-730: Kaldársel – Búrfell – Búrfellsgjá

FERLIR-731: Fífuhvammur – Engjaborg – Latur – Fífuhvammssel

FERLIR-732: Rauðavatnsborg – sauðahús

FERLIR-733: Árbæjarsafn

FERLIR-734: Elliðakot (Helliskot)

FERLIR-735: Selvatn – Litlasel – Stórasel – Árnakrókur

FERLIR-736: Hraunsvík – Festarfjall – Dúknahellir

FERLIR-737: Móar – Þórshöfn – Hvammur – Hraunkot – Klöpp – Buðlunga – Einland – Þórkötlustaðir

FERLIR-738: Eldborgarhellir

FERLIR-739: Búahellir – Laugargnípu – Kjalarnesi

FERLIR-740: Staðarborg

FERLIR-741: Heiðarvegur austur frá Bláfjöllum

FERLIR-742: Gamli Þingvallavegurinn

FERLIR-743: Brimketill – Mölvík – Sandvík – Háleyjabunga

FERLIR-744: Berghraun – Staðarberg – refagildra

FERLIR-745: Auðnaborg – Rauðstekkur – Lynghólsborg – Kúadalur – Fornistekkur

FERLIR-746: Hrafnkelsstaðaberg – Valahnúkur

FERLIR-747: Reiðskarð – Stapagata – Grímshóll – Seltjörn – Háibjalli

FERLIR-748: Seljadalur – Gamli Þingvallavegur

FERLIR-749: Junkaragerði

FERLIR-750: Gerðistangaviti – Halldórsstaðir – Ásláksstaðir

FERLIR-751: Keflavíkurflugvöllur – norðursvæði

FERLIR-752: Krýsuvík

FERLIR-753: Lækjarborg – Skjólgarður – Fjallsendaborg

FERLIR-754: Kvennagönguhólar

FERLIR-755: Hraun í Ölfusi – dys Lénharðs fógeta

FERLIR-756: Reykjanesvitar – umhverfi

FERLIR-757: Grindavíkurhelli – Títublaðavarða – Dýrfinnuhellir

FERLIR-758: Stekkjarkot – Kirkjuvogur – Kotvogu

FERLIR-759: Dauðsmannsvörður

FERLIR-760: Kynnisferð um Vatnsleysustrandarhrepp og Grindavík

FERLIR-761: Kynnisferð um Garð og Sandgerði

FERLIR-762: Kynnisferð um Reykjanesbæ (Keflavík, Njarðvíkur og Hafnir)

FERLIR-763: Lambafellsklofi

FERLIR-764: Keflavíkurflugvöllur – varnarsvæðið

FERLIR-765: Draugshellir – opnaður

FERLIR-766: Rosmhvalanes – frá Leiru til Sandgerðis

FERLIR-767: Selvogsgata – Grindarskörð – Kaldársel

FERLIR-768: Gjáin – Illahraun – Bræðrahraun – Eldvörp – hellir – Gígur – Latur

FERLIR-769: Elliðaárdalur

FERLIR-770: Þorsteinshellir – Norðurhellir – Skátahellir

FERLIR-771: Rjúpnadalir – Rauðuhnúkar

FERLIR-772: Hraun – Siglubergsháls – Vatnsheiði – Vatnsheiðavatnsstæði – K9

FERLIR-773: Svartsengisfell – Sundhnúkar – Hagafell

FERLIR-774: Ingólfsfjall – Inghóll – Fjall – tóftir – Hellir

FERLIR-775: Eldborgarhraun – hraundríli – gat

FERLIR-776: Gerði – Kristrúnarborg

FERLIR-777: Strandardalur – Sælubuna – Hlíðardalur

FERLIR-778: Vegghamrar – Víti

FERLIR-779: Skógarnef – Skógarnefsskúti

FERLIR-780: Skerseyri – Langeyri – Garðar – Völvuleiði – Garðastekkur – Gálgaklettar

FERLIR-781: Seltóa – Bögguklettar – Sóleyjarkriki

FERLIR-782: Kampsstekkur – Dauðsmannsvörður – Prestsvarða – Stúlknavarða

FERLIR-783: Jólaferð – Skógfellin – Arnarsetur – hellir

FERLIR-784: Jóladagsferð – glitský

FERLIR-785: Nýársferð – Vatnsskarð – Breiðdalur

FERLIR-786: Aðalhola – Aukahola

FERLIR-787: Víkurholt – Vatnsendaborg – Hnífhóll – Garðaflatir

FERLIR-788: Eldborgarhraun – Selstígur – Eldborg – Lágaskarð – Lákastígur

FERLIR-789: Hópsnes – skipsskaðar – Þórkötlustaðanes – Strýthólahraun – byrgi

FERLIR-790: Skökugil – Krýsuvíkurvegur – Hlínarvegur – Méltunnuklif – Ögmundarstígur

FERLIR-791: Eyrarvegur – Sloki – byrgi – garðar – Klöpp

FERLIR-792: Gvendarvör – byrgi – garðar

FERLIR-793: S-ið – hellir í Núpshlíð

FERLIR-794: Kirkjuferja – Ferjukot

FERLIR-795: Inghóll

FERLIR-796: Ræningjastígur – Krýsuvíkursel – Ræningjadys

FERLIR-797: Gamli Þingvallavegurinn – sæluhús – Þrívörður – Bersekjavörður

FERLIR-798: Hjalli

FERLIR-799: Kröggólfsstaðir – Gvendarbrunnur

Ath: Á bak við sérhvern stað er falinn GPS-punktur.

Mosfellssel

Gögn og heimildir um Reykjanesskaga, sem skoðaðar voru:

Aftökustaðir í landi Ingólfs – Páll Sigurðsson.
Annálar 1400-1800.
Á refaslóðum – Theodór Gunnlaugsson.
Áður en fífan fýkur – Ólafur Þorvaldsson.
Ágúst Guðmundsson f. 1869: Þættir af Suðurnesjum. – Akureyri : Bókaútgáfan Edda, 1942. 113 s.
Álftanessaga.
Álög og bannhelgi.
Árbók F.Í. – 1936 – 1984 – 1985.
Árbók hins íslenska fornleifafélags – 1998-1994-1981-1979-1978-1974-1971-1966-1955-1956-1903.
Árbók Suðurnesja 1983-1998. Sögufélag Suðurnesja
Árbók Suðurnesja 1984-1985 og 1986-1987.
Árni Óla f. 1888: Strönd og Vogar : úr sögu einnar sveitar í landnámi Ingólfs. – Reykjavík : Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1961. 276 s.
Ársrit Sögufélag Ísfirðinga 1978, Ísafirði, bls. 136-142.
Ásgeir Ásgeirsson f. 1957: Við opið haf : sjávarbyggð á Miðnesi 1886-1907. – [Sandgerði] : Sandgerðirbær, 1998. 309 s.
Bjarni Guðmarsson f. 1961: Saga Keflavíkur : 1766-1890. – Reykjanesbær : Reykjanesbær, 1992. 302 s.
Bjarni Guðmarsson f. 1961: Saga Keflavíkur : 1890-1920. – Reykjanesbær : Reykjanesbær, 1997. 371 s.
Bjarni Guðmarsson f. 1961: Saga Keflavíkur : 1920-1949. – Reykjanesbær : Reykjanesbær, 1999. 448 s.
Blanda, I, II, III og IV.
Bláfjöll – Tómas Einarsson.
Bréf og bækur Jónasar Hallgrímssonar.
Egon Hitzler: Sel – Untersuchungen zur geschichte des isländschen sennwesens seit der landnahmzeit, gefið út á vegum Institutt for sammenlignende kulturforskning af Universitetforlaget, Oslo – Bergen – Tromsö, 1979, 280 bls. með myndum og uppdráttum.
Einar Þ. Guðjohnsen f. 1922: Gönguleiðir á Íslandi : Reykjanes. – Reykjavík : Víkingur, 1996. 96 s.
Einar Þ. Guðjohnsen f. 1922: Gönguleiðir á Íslandi : Suðvesturhornið. Reykjanes. – Reykjavík : Almenna bókafélagið, 1989. 91 s.
Exploring Suðurnes. – Keflavík : Enviromental Div. Of the Public Works Dept., NAS, 1998.
Faxi – 62. ágr. 2. tbl.
Ferðabók – Þorvaldur Thoroddsen.
Fimmtán gönguleiðir í nágrenni Reykjavíkur – Kristján Jóhannsson.
Flugsaga Íslands í stríði og friði.
Fornar Hafnir á Suðvetsurlandi – Jón Þ. Þór.
Fornleifakönnun á Reykjanesi 1998.
Fornleifaskrá á Miðnesheiði – – Ragnheiður Traustadóttir.
Fornleifaskráning í Grindavík – Elín Ósk Hreiðarsdóttir – 2002.
Fornleifaskráning í Selvogi.
Fornleifaskráning í Ölfushreppi II – Svæðisskráning í Ölfus- og Selvogshreppi – Hildur Gestsdóttir
Frá Suðurnesjum – Félag Suðurnesjamanna í Reykjavík.
Frá Suðurnesjum : frásagnir frá liðinni tíð. – Félag Suðurnesjamanna í Reykjavík, 1960. 384 s.
Frjálsa glaða líf – Guðmundur Bjarnason.
Gamlar minningar – Sigurður Þorleifsson.
Gerðahreppur 90 ára.
Gísli Brynjólfsson f. 1909: Mannfólk mikilla sæva : Staðhverfingabók. – [Reykjavík] :
Gísli Sigurðsson – handrit í Bókasafni Hafnarfjarðar.
Gísli Sigurðsson – leiðarlýsingar – handrit.
Gráskinna hin meiri, útg. af Sigurði Nordal og Þórbergi Þórðarsyni, Rvík, Bókaútgáfan Þjóðsaga 1983; “Sagnir úr Hafnarfirði”.
Grúsk, I, II, III og IV.
Guðmundur A. Finnbogason f. 1912: Í bak og fyrir : frásagnir af Suðurnesjum. –
Guðmundur A. Finnbogason f. 1912: Sagnir af Suðurnesjum : og sitthvað fleira sögulegt. – Reykjavík : Setberg, 1978. 200 s.
Guðmundur Björgvin Jónsson f. 1913: Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandahreppi. – Guðmundur Björgvin Jónsson, 1987. 436 s.
Guðrún Sveinbjarnardóttir, grein í Acta Archaeologica 62 frá 1992? Þetta er sérhefti um rannsóknir á Norður Atlantshafssvæðinu.
Gunnar M. Magnúss f. 1898: Undir Garðskagavita. – Reykjavík : Ægisútgáfan, 1963. 360 s.
Gömul landakort – herforingjakort – leiðakort.
Gönguleiðir á Íslandi – Reykjanesskagi – Einar Þ. Guðbjartsson.
Harðsporar – Ólafur Þorvaldsson.
Heiðmörk – Páll Líndal.
Hengilssvæðið – Sigurður Kristinsson og Kristján Sæmundsson.
Hildur Harðardóttir f. 1943: Þjóðsögur af Suðurnesjum. Ópr. B.Ed ritgerð frá KHÍ.
Horfnir starfshættir – Guðmundur Þorsteinsson.
Hraunhellar á Íslandi – Björn Hróarsson.
Hraunin sunnan Straumsvíkur.
Hreindýr á Íslandi – Ólafur Þorvaldsson.
Húsatóftaætt . – Reykjavík : Sögusteinn, 1985. 247 s.
Í bak og fyrir – Guðmundur A. Finnbogason.
Ísland fyrir aldarmót – Frank Ponzi.
Íslandshandbókin – Örn og Ölygur.
Íslendingaþættir – vor- og sumarvinna.
Íslenskir sagnaþættir og þjóðsögur III og X.
Íslenskir sjávarhættir – Lúðvík Kristjánsson.
Íslenskir þjóðhættir – Jónas Jónasson.
Íslenskir þjóðhættir eftir séra Jónas Jónasson, III. útg. 1961 – bls 62-64 og 163-177.
Íslenskt þjóðlíf í þúsund ár – Daniel Bruun – Steindór Steindórsson þýddi – 1987 – bls. 367-370.
Íslenskt þjóðlíf í þúsund ár – Steindór Steindórsson.
Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns (1703), annað og 3ja bindi. Útg. Kbh. 1923-1924.
Jarðfræðikort af Reykjanesskaga – Jón Jónsson, jarðfræðingur.
Járngerðarstaðarætt 1-3 : niðjatal Jóns Jónssonar bónda á Járngerðarstöðum. – Reykjavík : Þjóðsaga, 1993
Járngerðarstaðir í Grindavík og hjáleigur – fornleifaskráning – Agnes Stefánsdóttir 2001.
Jón Böðvarsson f. 1930: Suður með sjó. – Keflavík : Rótarýklúbbur Keflavíkur, 1988. 152 s.
Jón Thorarensen f. 1902: Rauðskinna hin nýrri : þjóðsögur, sagnaþættir, þjóðhætti og annálar. 1-3. – [Reykjavík] : Bókaútgáfan Þjóðsaga, 1971
Jón Þ. Þór f. 1944: Hafnir á Reykjanesi : saga byggðar og mannlífs í ellefu hundruð ár.
Jón Þ. Þór f. 1944: Saga Grindavíkur : frá 1800-1974. – Grindavík, Grindavíkurbær, 1996. 293 s.
Jón Þ. Þór f. 1944: Saga Grindavíkur : frá landnámi til 1800. – Grindavík : Grindavíkurbær, 1994. 282 s.
Kristján Sveinsson f. 1960: Saga Njarðvíkur. –Reykjanesbær : Þjóðsaga, 1996. 504 s.
Landnám Ingólfs – Félagið Ingólfur.
Landnám Ingólfs : nýtt safn til sögu þess 1-5. [Reykjavík] : Félagið Ingólfur, 1983-1996.
Landnám Ingólfs 1-3 : lýsing Gullbringu- og Kjósasýslu : ýmsar ritgerðir : sýslulýsingar og sóknarlýsingar. – Reykjavík : Félagið Ingólfur, 1935-1939.
Landnámsbók – Sturlubók.
Líf og þjóðhættir í Hafnarfirði á 14. öld – Gísli Sigurðsson – handrit.
Lýsing Gullbringu- og Kjósarsýslu – Skúli Magnússon.
Mannfólk mikilla sæva, Staðhverfingabók – Gísli Brynjólfsson – 1975.
Mannlíf og mannvirki á Vatnsleysuströnd- Guðmundur Jónsson.
Mannviki við Eldvörp.
Mannvíf mikilla sæva – Staðhverfingabók – Gísli Brynjólfsson.
Marta Valgerður Jónsdóttir f. 1889: Keflavík í byrjun aldar 1-3 : minningar frá Keflavík. – Reykjavík : Líf og saga, 1989
Matsáætlanir vegna vegagerðir, t.d. Suðurstrandarvegur.
Menningaminjar í Grindavikurkaupstað – Svæðisskráning – Orri Vésteinsson – 2001.
Náttúrfræðingurinn – 1972.
Náttúrufræðistofnun Íslands : Náttúrufar á sunnarverðum Reykjanesskaga. – Reykjavík : Samvinnunefnd um skipulagsmál á Suðurnesjum, 1989. 85 s.
Náttúruminjaskrá.
Orðabók Háskólans – ritmálsskrá.
Orri Vésteinsson.
Rauðskinna hin nýrri.
Rauðskinna I.
Reglugerð um fornleifaskráningu.
Reglugerð um þjóðminjavörslu.
Reykjanesbær : Reykjanesbær, 2003. 271 s., örnefnakort.
Reykjanesför 1796.
Reykjanesskagi vestan Selvogsgötu. – Reykjavík : Ferðafélag Íslands, 1984. (Ferðafélags Íslands, Árbók; 1984).
Saga Bessastaðahrepps.
Saga Grindavíkur.
Saga Hafnarfjarðar, eldri og nýrri.
Saga Njarðvíkur – Kristján Sveinsson.
Sagnir af Suðurnesjum – Guðm. A. Finnbogason.
Selatangar – verstöð og verkun.
Selvogsgata og Krýsuvíkurleiðir – Ólafur Þorvaldsson.
Sesselja G. Guðmundsdóttir f. 1947: Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi. – [Keflavík] : Lionsklúbburinn Keilir, [1995]. 152 s.
Sigurlína Sigtrygssdóttir – Handrit er birtist í “Göngur og Réttir”, Bragi Sigurjónsson, Bókaútgáfan Norðri, 1953, bls. 253-256.
Skammir – Skuggi.
Skipulag byggðar á Íslandi – Trausti Valsson – 2001
Skipulag byggðar á Íslandi – Trausti Valsson.
Skrá um friðlýstar fornleifar 1990 – Fornleifanefnd og Þjóðminjasafnið.
Skrá um friðlýstar fornminjar 1989.
Staður í Grindavík – Fornleifaskráning – Agnes Stefánsdóttir 1999.
Steinabátar – Sturlaugur Björnsson.
Strönd og Vogar – Árni Óla 1961.
Sturlaugur Björnsson f. 1927: Steinabátar : í máli og myndum. – [Keflavík] :
Sturlaugur Björnsson, 2000. 141 s.
Suður með sjó – leiðsögn um Suðurnes – Jón Böðvarsson.
Suðurnes. Reykjavík : Náttúrurfærðistofnun Íslands, 1982. 82 s.
Söguslóðir – afmælisrit helgað Ólafi Hanssyni sjötungum.
Sölvi Helgason.
Tillaga til alþýðlegrar fornfræði.
Tímarit Máls og menningar – 1966.
Tyrkjaránið.
Um sel og selstöðu í Grindavíkurhreppi 1979 – Guðrún Ólafsdóttir.
Um sel og selstöður í Grindavíkurhreppi – Guðrún Ólafsdóttir.
Undir Garðskagavita – Gunnar M. Magnús.
Útilegumenn og auðar tóttir – Ólafur Briem.
Útivist 1 og 6.
Við opið haf – Ásgeir Ásgeirsson.
Viðeyjarklaustur – Árni Óla.
Þjóðminjalög.
Þjóðsögur – ýmsar.
Þjóðsögur á Reykjanesi.
Þjóðsögur í heimabyggð.
Þjóðsögur og þættir.
Ægir 1936 – bls. 194.
Örnefnalýsingar fyrir einstaka bæi.
Önefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – SG.
Örn og Örlygur, 1975. 239 s.
Örnefni í Ölfusi – Selvogur.
Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – Sesselja G. Guðmundsdóttir 1995.
Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar – 2002.
Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar – Guðlaugur Rúnar Guðmundsson 2001.
Öskjuhlíð – Náttúra og saga – Helgi M. Sigurðsson og Yngvi Þór Loftsson 1993.

Fornleifar

Þjóðminjalög – fornleifar

Í fyrstu grein Þjóðminjalaga segir að “tilgangur laganna er að stuðla að verndun menningarsögulegra minja og tryggja að íslenskum menningararfi verði skilað óspilltum til komandi kynslóða. Lögin eiga að tryggja eftir föngum varðveislu menningarsögulegra minja í eigin umhverfi, auðvelda aðgang og kynni þjóðarinnar af menningarsögulegum minjum landsins og greiða fyrir rannsóknum á þeim.

Til menningarsögulegra minja teljast ummerki um sögu þjóðarinnar, svo sem fornleifar og gömul mannvirki, kirkjugripir og minningarmörk, forngripir, listmunir og nytjahlutir, svo og myndir og aðrar heimildir um menningarsögu þjóðarinnar. Til slíkra minja geta einnig talist staðir sem tengjast menningarsögu.

Þjóðminjar teljast þær minjar er varða menningarsögu Íslendinga sem ákveðið hefur verið að varðveita í Þjóðminjasafni Íslands, í byggðasöfnum eða með friðlýsingu.
Fornminjar samkvæmt lögum þessum eru annars vegar fornleifar og hins vegar forngripir”.

Í 9. gr. laganna segir að til “fornleifa teljast hvers kyns leifar fornra mannvirkja og annarra staðbundinna minja sem menn hafa gert eða mannaverk eru á, svo sem:

a. búsetulandslag, byggðaleifar, bæjarstæði og bæjarleifar ásamt tilheyrandi mannvirkjum og öskuhaugum, húsaleifar hvers kyns, svo sem kirkna, bænahúsa, klaustra og búða, leifar af verbúðum, naustum, verslunarstöðum og byggðaleifar í hellum og skútum;
b. vinnustaðir þar sem aflað var fanga, svo sem leifar af seljum, verstöðvum, bólum, mógröfum, kolagröfum og rauðablæstri;
c. gömul tún- og akurgerði, áveitumannvirki og leifar eftir veiðar til sjávar og sveita;
d. gamlir vegir, stíflur, brýr, vatnsvöð, varir, hafnir og bátalægi, slippir, ferjustaðir, kláfar, vörður og vitar og önnur vega- og siglingamerki ásamt kennileitum þeirra;
e. virki og skansar og önnur varnarmannvirki;
f. gamlir þingstaðir, meintir hörgar, hof og vé, brunnar, uppsprettur, álagablettir og aðrir staðir og kennileiti sem tengjast siðum, venjum, þjóðtrú eða þjóðsagnahefð;
g. áletranir, myndir eða önnur verksummerki af manna völdum í hellum eða skútum, á klettum, klöppum eða jarðföstum steinum og minningarmörk í kirkjugörðum;
h. haugar, dysjar og aðrir greftrunarstaðir úr heiðnum eða kristnum sið;
i. skipsflök eða hlutar úr þeim.

Minjar 100 ára og eldri teljast til fornleifa, en heimilt er þó að friðlýsa yngri minjar, sbr. 11. gr.”.

Fimmtánda greinin kveður á um að “Fornleifavernd ríkisins annist eftirlit með rannsóknum á fornleifum í landinu”.

Reglugerð um þjóðminjavörslu.

Í reglugerð um þjóðminjavörslu er kveðið á um hlutverk hennar í 1. gr: “Hlutverk þjóðminjavörslunnar er að stuðla sem best að varðveislu menningarminja þjóðarinnar, rannsókn þeirra og kynningu”.

Reglugerð um fornleifaskráningu.

Nýlega hefur menntamálaráðuneytið samþykkt reglugerð sem tekur af allan vafa um hvað í fornleifaskráningu felst. Hún hljóðar svo:
„Fornleifaskráning er gerð undir stjórn fornleifafræðings og er fólgin í kerfisbundinni söfnun upplýsinga um fornleifar sbr. [9]. grein þjóðminjalaga. Við fornleifaskráningu skal taka saman ritaðar jafnt sem munnlegar heimildir um fornleifar og allir þekktir minjastaðir skoðaðir á vettvangi, hvort sem fornleifar eru sýnilegar á yfirborði eða ekki. Allir minjastaðir skulu færðir á kort og gerðar lýsingar og uppdrættir af þeim minjum sem sýnilegar eru. Fornleifaskráningu telst því aðeins lokið að út hafi komið fjölrituð, prentuð eða stafræn skýrsla um hana með kortum, teikningum og lýsingum á minjastöðum.“

Friðlýsingarskrá

Á friðlýsingarskrá fornleifanefndar útg. 1990 er einungis eitt sel skráð á Reykjanesi. Það er Kaldársel: “Bæjarhús, rétt sunnan við skála KFUM”. Minjarnar voru sléttar út á sínum tíma vegna framkvæmda við skálann, en sjá má móta fyrir þeim á túninu. Daniel Bruun teiknaði upp mannvirki í Kaldárseli skömmu eftir aldarmótin 1900 og tók ljósmyndir. Á þeim sjást hlutar selsins þar reyndar á að vera búið allt árið.

Nafn: Fjöldi: Fundið:x Staðsetning:
Aðalhola – 17 m djúp – 1 x Kapelluhrauni
Aðventan 1 x Hrútargjárdyngja
Afmælishellir – 40 1 x Hnúkum
Annar í aðventu – 160 1 x Stakkavíkurfjalli
Arnarhreiðrið – 170 1 x Leitarhrauni
Arnarseturshellir – 100 1 x Arnarseturshrauni
Arngrímshellir – fjárh. 1 x Klofningum
Arngrímshellir s. -30- 1 x Klofningum
Aukahola – 10 m djúp – 1 x Kapelluhrauni
Álfakirkja – fjárhellir 1 x Óttastaðalandi
Áni – 70 – hleðslur 1 x Selvogi
Árnahellir – 150 – 1 x Leitarhrauni
Áttatíumetrahellir 1 x Brennisteinsfjöllum
Bálkahellir – 450- 1 x Klofningum
Bálkahellir – miðgat 1 x Klofningum
Bálkahellir – neðsta gat 1 x Klofningum
Bátahellir – 25 – 1 x Strompahrauni
Bekkjaskútinn 1 x Óttast.selsst.
Bjargarhellir 1 x Strandarhæð
Bjargarhellisskúti 1 x Strandarhæð
Bjössabóla – 90 – 1 x Krýsuvíkurhrauni
Bjössabóla – 80 – 1 x Krýsuvíkurhrauni
Bjössabóla – 30 – 1 x Krýsuvíkurhrauni
Bláslæða -25- 1 x Leitarhrauni
Bleikingshellir – 1 x Bleikingsdal
Bólan 1 x S/Sauðabrekku
Bólið – hleðsla – tótt 1 x Hellholti
Bratti – 280 – 1 x Þríhnúkum
Breiðabás – fjárhellir 1 x Herdísarvík
Breiðabáshellir – 800- 1 x Breiðabás
Brennisteinshellar 3 Brennisteinsfjöllum
Brennuselshellar 2 x Almenningum
BRH-01 1 x Breiðdalshraun
BRH-02 1 x Breiðdalshraun
BRH-03 1 x Breiðdalshraun
Brugghellir 1 x Hvassahrauni
Brugghellir – 160- 1 x Arnarseturshrauni
Brunntorfuhellir 1 x Brunntorfum
Brúnahellir – 30 1 x Stakkavíkurfjalli
Búrfellshellir 1 x Búrfellsgjá
Bæjarfellshellir 1 x Bæjarfelli
Dauðadalah. – 500- 6 x Markraki
Dauðsmannsskúti 1 Litla-Kóngsfell
Dátahellir – 40 – 1 x Arnarseturshrauni
Dimma 1 x Hafnarberg
Dimmihellir – 30 – 1 x v/Gráhrygg
Djúpihellir – 300 – 1 x Strompahrauni
Dollan – 30 – 1 x Arnarseturshrauni
Dóruhellir 1 x Hrútargjárdyngja
Draugahellir 1 x Heiðmörk
Draugaskúti 1 x Litla-Kóngsfell
Draugshellir 1 x Breiðabólstað
Dýpið 1 x Kristjánsd. syðst
Dýrfinnuhellir 1 x Illahraun
E-1 (FERLIR) 1 x Eldborgarhrauni
Efri-hellar – fjárhellar 1 x Kapelluhrauni
Efri-hellir v/Húsafell 1 x Grindavík
Eimuhellir – 400 1 x ofan Vörðufells
Einbúahellir 1 x vestan Einbúa
Eldvarparhellir I 1 x Eldvörpum
Eldvarparhellir II 1 x Eldvörpum
Eldvarparhellir III 1 x Eldvörpum
Eldvarparhellir IV 1 x Eldvörpum
Eldvarparhellir V 1 x Eldvörpum
Elgurinn – 100 1 x Tvíbollahrauni
Fellsendahellir 1 x Þorlákshöfn
Ferlir 1 x Eldborgarhrauni
Fimmrásahellir 1 x Herdísarvíkurhrauni
Fjarðarhellir – skúti 1 x Hellisgerði
Fjárhellar – hleðslur 2 x Kálffell
Fjárskjólshraunshellar 7 x Fjárskjólshraun
Fjárskjólshraunshellir 1 x Fjárskjólshraun
Fjárskjóshraunsfjárh. 1 x Fjárskjólshraun
Flatur – 60 – 1 x Arnarseturshrauni
Flóki – 500 – 1 x Tvíbollahrauni
Fosshellir 1 x Helgadal
Fosshellir -80 1 x Heiðinni há
Gapi 1 x Selvogi
Gashellir 1 Tvíbollahrauni
Gatið 1 x Hrútargjárdyngja
Gálgahraunshellir 1 Gálgahrauni
Gegnumg. – 100 – 1 x Arnarseturshrauni
Geilin 1 x Hrútargjárdyngja
Ginið 1 x Sauðabrekkum
Gíslhellir 1 x ofan Gíslhellislága
Gjáahellir – fjárhellir 1 x Gjánum
Gjáarréttarhellir 1 x Búrfellsgjá
Gjögur – 1 x Leitarhrauni
Gljái – 100 – 1 x Strompahrauni
Goðahellir 1 x Strompahrauni
Gránuskúti 1 Þorbjarnastaðir
Grindavíkurhellir 1 x Grindavíkurhrauni
Grindavíkurvegshellir 1 x Grindavíkurhrauni
Grjóti 1 Þríhnúkahrauni
Grændalahellir 1 x Hvassahrauni
Guðbjargarhellir 1 x Grindavík
Gullbringuhellar 3 x a/við Gullbringu
Gvendarbrunnshellir 1 x v/Gvendarbrunn
Gvendarhellir 1 x Klofningum
Hafri – 50 – 1 x Hellisholti
Hallur – 260 – 1 x Herdísarvíkurfjalli
Hamarshellir 1 v/Eldvörp
Hamarskotshellir 1 x n/Sléttuhlíðar
Hattur – 30 – 1 x Arnarseturshrauni
Háaleitishellir 1 Nesheiði
Hásteinahellir 1 Nesheiði
Heiðarvegsskúti 1 x v/Heiðarveg
Hellholtsfjárhellir – I 1 x Hellholti
Hellholtsfjárhellir – II 1 x Hellholti
Hellholtshellir – 70 – 1 x Hellholti
Helliholtshellar 2 x Hellholti
Hellir 1 x Sléttuhlíð
Hellir – fjárhellir 1 x Breiðabás
Hellisbjargarhellir 1 x Hlíðarenda/Selv.
Hellisþúfuhellir 1 x Nesheiði
Herdísarfjallsfjárskjól 1 x Herdísarvíkurfjalli
Herdísarvíkurhraunsh. 1 Herdísarv.hrauni
Hesthellir – 160 – 1 x Arnarseturshrauni
Hildarhellir 1 x Stórhöfðahrauni
Híðið – 155 – 1 x Hrútargjárdyngja
Hjallhólahellir 1 x Hvassahrauni
Hjartartröð – 310 – 1 x Tvíbollahrauni
Hlíðarendahellir 1 x Leitarhrauni
Hlíðarskarsgötuhellir 1 x v/Hlíðarskarðsveg
Hnappur – 80 – göng 1 x Arnarseturshrauni
Hnúkahellir 1 x Hnúkum
Hnúkaskúti – 30 1 x Hnúkum
Holan – 50 1 x Hrútargjárdyngja
Hólmshellir 1 x túninu á Hólmi
Hraunfosshellir 1 x Helgadal
Hraunsholtshellir 1 x Flatahrauni
Hrauntunguhellir 1 x Hrauntungum
Hreiðrið 1 x Kaldárseli
Hrossagjárhellar – 1 x Heiðinni há
Hrossagjárhellar -2 1 x Heiðinni há
Hrossagjárhellar -3 1 x Heiðinni há
Hrossagjárhellar -4 1 x Heiðinni há
Hruni – 60 – 1 x Hellisholti
Hundraðm.h. – 200 – 1 x Helgadal
Húsfellshellir 1 x Húsfelli
Húshellir 1 x Hrútargjárdyngja
Hvalur – 50 1 x Arnarseturshrauni
Hvammahraunshellir 1 x Hvammahrauni
Hvatshellir 1 x Sléttuhlíð
Ísólfsskálahellir 1 x Ísólfsskáli
Ísólfsskálaskúti 1 x Katlahrauni
Járnhellar 1 Selvogi
Jóhanna – 30 1 x s/Hellholts
Jónshellar – skútar 3 x Vífilstaðarhrauni
Jónshellir 1 x Grindavík
K-1 1 x Kistuhrauni
K-2 1 x Kistuhrauni
K-3 1 x Kistuhrauni
K-4 1 x Kistuhrauni
K-5 1 x Kistuhrauni
K-6 – 450 1 x Kistuhrauni
Kaðalhellir 1 x Kaldárseli
Kaldárselshellar 5 x Kaldárseli
Kaplatór – fjárhellir 1 x Helgafell
Katlahraunsfjárskjól 1 x Katlahrauni
Katlahraunshellir 1 x Katlahrauni
Kálffellsfjárhellar 2 x Kálffelli
Kápuhellir 1 Þorbjarnastaðir
Kershellir 1 x Sléttuhlíð
Ketshellir 1 x Sléttuhlíð
KIS-01 1 x Kistufellshrauni
KIS-02 1 x Kistufellshrauni
KIS-03 1 x Kistufellshrauni
KIS-04 1 x Kistufellshrauni
KIS-05 1 x Kistufellshrauni
KIS-06 1 x Kistufellshrauni
KIS-07 1 x Kistufellshrauni
KIS-08 1 x Kistufellshrauni
KIS-09 1 x Kistufellshrauni
KIS-10 1 x Kistufellshrauni
KIS-11 1 x Kistufellshrauni
KIS-12 1 x Kistufellshrauni
KIS-13 1 x Kistufellshrauni
KIS-14 1 x Kistufellshrauni
KIS-15 1 x Kistufellshrauni
KIS-16 1 x Kistufellshrauni
Kistufellshellar 3 x Kistufellshrauni
Kistufellshellir – 160 1 x Kistufellshrauni
Kjallarahellir 1 x Heiðin há
Klofahellir – 115 – 1 x Sandklofahrauni
Kokið 1 x Hrútargjárdyngja
Kolbeinshæðahellir 1 x Kolbeinshæð
Kolbeinshæðaskjól 1 x Þorbjarnastaðir
Kristjánsdalah. – 300- 3 x Kristjánsdölum
Krókudílahellir 1 x Strompahrauni
Krýsuvíkurhellir 1 x Bergsendar
KST-1 (Ískjallarinn) 1 x Kistufellshrauni
KST-2 (Jökulgeimur) 1 x Kistufellshrauni
KST-3 (Kistufellsg.) 1 x Kistufellshrauni
KST-4 (Loftgeimur) 1 x Kistufellshrauni
Kubbur – 60 1 x Arnarseturshrauni
Landamerkjahellir 1 x Krýs./Herd.vík
Langihellir – 500 – 1 x Strompahrauni
Leiðarendi 1 x Tvíbollahrauni
Leitahraunshellir 1 Leitarhrauni
Litlahraunshellir 1 x Litlahrauni
Litlalandsselshellir 1 x Öfusi
Litli-Brúnn 1 Þríhnúkahrauni
Litli-Rauður 1 Hrútargjárdyngja
Loftsskúti 1 x Hvassahrauni
Lónakotsfjárhellir 1 x vestan Lónakots
Lýðveldishellir 1 x Brennisteinsfj.
Lækjabotnahellir 1 x Lækjarbotnum
Maístjarnan 1 x Hrútargjárdyngja
Maríuhellar 3 x Heiðmörk
Meitlaskjól 2 x v/Óttast.selst.
Mosaskarðshellir 1 x Mosaskarði
Mosaskarðhellir efri 1 x Mosaskarði
Músarhellar – 80 – 3 x Valabóli
Músarhellir 1 a/v Kleifarv.skarð
Mölunarkór 1 x Selatöngum
Mönguhola 1 x Merkinesi
Naddi – 30 – 1 x Arnarseturshrauni
Nátthagi – 450 1 x Stakkavíkurfjalli
Neðri-Hellar 1 x Gerði
Nesselsbóla 1 x Selvogi
Nesselshellir 1 x Selvogi
Neyðarútgöngud.hellir 1 x Hrútargjárdyngja
Niðurfallið 1 x Herdísarvíkurhrauni
Nían 1 x Vatnaheiði
Níutíumetrahellir 1 x Helgadal
Norðurhellar 1 x Urriðavatnshrauni
Norðurhellir 1 x Óttarstaðaseli
Norðurhellir 1 x Urriðavatnshrauni
Nónhellir 1 x Vogastapa
Nótarhellir 1 x Selatöngum
Nýhruni 1 x Kistufellshrauni
Oddshellir 1 x Kálffell
Ó 1 x Eldvörpum
Óbrennishólahellir 1 x Óbrennishólum
Óttarstaðafjárhellir 1 x s/v Óttarstaða
Óttarstaðaselshellar 3 x Almenningum
Páskabóla 1 x v/Hlíðarskarðsveg
Pínir 1 x a/v Kleifarv.skarð
Ranghali 1 x Strompahrauni
Raninn 1 x Hrútargjárdyngja
Rauðhólaskútar 2 x Almenningum
Rauðhólshellir 1 x Óttarstaðaseli
Rauðshellir 1 x Helgadal
Raufarhólsh. – 1360 – 1 x Leitarhrauni
Rebbi – 260 1 x Stakkavíkurfjalli
Rebbi 2 – 100 – 1 x Stakkavíkurfjalli
Rebbi 3 (Hvalskj. – 90 1 x Stakkavíkurfjalli
Rósahellir – 60 – 1 x Strompahrauni
Rósaloftshellir – 40 1 x Tvíbollahrauni
Rótahellir – 210 – 1 x Strompahrauni
S 1 x Núpshlíðarhálsi
Salur 1 x Arnarseturshrauni
Sandfellshellir 1 x s/v Þórðarfell
Sandklofahellir 1 x Sandklofa
Sauðabrekkuhellir 1 x Sauðarbrekkugjá
Sauðahellir 1 x Vífilsstaðahlíð
Sauðahellirinn 1 x Urriðakotshraun
Sautjándimaíhellir -1 1 x Brennisteinsfj.
Sautjándimaíhellir -2 1 x Brennisteinsfj.
Sautjándimaíhellir -3 1 x Brennisteinsfj.
Selatangahellar 4 x Selatöngum
Selgjárhellir 1 x Selgjá
Selgjárhellir 1 x Selgjá
Selhellar 1 x Selbrekku
Seljabótahellir 1 x Seljabót
Seljahraunsfjárskjól 1 x Seljahrauni
Selvogsgötuhellar 3 x Grindarskörð
Selvogsgötuhellir 1 x Oafn Hlíðarskarðs
Setbergsselshellir 1 x Sléttuhlíð
Sigurðarhellir 1 x Óttast.selsst.
Sigurðarskúti 1 x Sigurðarhæð
Skálabarmsh. – 100 1 x Skálafelli
Skátahellir-nyrðri 1 x Urriðavatnshrauni
Skátahellir-syðri-100 1 x Urriðavatnshrauni
Skjóli – 30 – 1 x Arnarseturshrauni
Skolli-litli 1 x Strandarhæð
Skolli-stóri 1 x Strandarhæð
Skógarnefsskúti 1 x Hvassahrauni
Skrínuhellir 1 x Breiðabólstað
Skútinn 1 x Vogastapa
Skyrhellir 1 x Þorkelsgerðissel
Slóðaketill – 30 1 x Geitahlíð
Smalaskálaskjól 1 x Smálaskála
Smáhellir 1 x Strompahrauni
Smárás – 10 1 x Stakkavíkurfjalli
Smíðahellir 1 x Selatöngum
Snorri – 300 – 1 x Geitahlíð
Stakkavíkurfjallsh. 2 Stakkavíkurfjalli
Stakkavíkurhellir 1 x Stakkavíkurfjalli
Stakkavíkurselsfjárh. 1 x Stakkavíkurfjalli
Steinbogahellir – 170 -1 x Hrútargjárdyngja
Stekkshellir 1 x Litlalandi
Stígshellar 1 x v/í Svörtubjörgum
Stínuhellir 1 x Arnarfelli
Stóra-Fjárskjól 1 x Óttastaðasel
Strandarhellir 1 x Strandarhæð
Straumselshellar -n 1 x Almenningum
Straumsselshellir -e 1 x Almenningum
Straumsskúti 1 x Sigurðarhæð
Strembuhellir 1 x Helgadal
Stubbur 1 x Stakkavíkurfjalli
Suðurhellir 1 x Urriðavatnshrauni
Sundhnúkahellar 3 Sundhnúkum
Svartiskúti 1 x Stapi
Svartsengishellir 1 Sundhnúkahrauni
Sveifluskúti 1 x Sveifluhálsi
Sveinshellir 1 x Óttast.selsst.
Sveltir 1 x a/v Kleifarv.skarð
Syðri-hellar 1 x Selhrauni
Sæluhús 1 x Lat
Sængukonuhellir -100 -1 x Herdísarvíkurhraun
Tanngarðshellir – 190 -1 x Strompahrauni
Tappatogari 1 Þríhnúkahrauni
Tóhólaskúti 1 x Óttastaðasel
Tvíbollahraunshola 1 x Tvíbollahrauni
Urriðakotshellir 1 x Heiðmörk
Útilegumannahellir 1 x Marardal
Útilegumannahellir 1 x Marardal
Útilegumannahellir 1 x Marardal
Útilegumannahellir 1 x Innstadal
Útilegumannahellir I 1 x Eldvörpum
Útilegumannahellir II 1 x Eldvörpum
Útilegumannahellir 1 x Marardal
Útilegumannahellir 1 x v/Húsafjall
Útilegumannahellir 1 x Engidal
Útilegumannahellir 1 x Lækjarbotnum
Útilegumannahellir 1 x Höskuldavöllum
Valahnúkahellir 1 x Valahnúkum
Vatnshellir 2 x Helgadal
Viðarhellir 1 x Þorlákshöfn
Vigdísarvallafjárhellir 1 x Vigdísavöllum
Vífilsstaðahellir 1 x Heiðmörk
Vörðufellsrás 1 x Selvogsheiði
Þjófadalahellar 3 x Þjófadalir v/Eyra
Þorsteinshellir 1 x v/Gráhrygg
Þorsteinshellir 1 x Urriðavatnshrauni
Þórðarhellir 1 x v/Kristjánsdalahorn
Þríhellir 1 Þríhnúkahrauni
Þríhnúkahellir – 160 – 1 x Þríhnúkum
Þríhnúkahellir 1 x Þríhnúkum
Þríhnúkahraunshellir 1 x Þríhnúkahrauni
Þumall – 1 Hrútargjárdyngja
Öskjuholtsskúti 1 x ÖskjuholtiÁ bak við nafn er GPS-punktur.
Ath: Sumir hellar heita fleiru en einu nafni.

Baðsvallasel

Staður: Fjöldi: Fundið: Staðsetn.:
Arasel (Arahnúkasel) 2 x Vatnslstr.
Auðnasel 1 x Vatnslstr.
Ásláksstaðasel 1 x v/Knarranessel
Ássel – (Ófr.st.sel)) 1 x Hvaleyrarv.
Baðsvallasel 3 x Þorbj.fell/Hagafell
Bjarnastaðasel 1 x Strandarh.
Bótasel – Herdv.s. 1 x Herdísarv.hraun
Breiðabólstaðasel 1 x Ölfusi
Breiðagerðissel 1 x v/Auðnasel
Brennisel 1 x Óttastaðlandi
Brunnastaðasel 2 x Vatnslstr.
Býjasel 1 x Miðnesh.
Bæjarskerssel 1 x ofan Bæjarskerja
Dalssel 1 x Fagradalsfj.
Eimuból 1 x Strandarh.
Fífuhvammssel 1 o Selshrygg
Flekkuvíkursel 1 x Vatnslstr.
Fornasel 1 x Almenningum
Fornasel 2 2 x Vatnslstr.
Fornusel – nyrðri 1 x Vatnslstr.
Fornusel – Sýrholti 1 x Vatnslstr.
Fuglavíkursel 1 x Miðnesh.
Garðasel* 1 x Garðaflöt
Gjásel 8 x Vatnslstr.
Gjásel 1 x Almenningum
Gvendarsel 1 x Undirhlíðum
Gvendarsel* 1 x Litlahrauni
Hamarskotssel 1 x Sléttuhl.
Hásteinssel* 1 x Hásteini
Herdísarvíkursel 1 x Seljabót
Hjallasel efra 1 x Sellautum
Hjallasel neðra 1 x Selbrekkum
Hlíðarendasel 2 x Geitafell
Hlíðarhúsasel 1 x Öskjuhlíð
Hlíðarsel 1 x Selvogsheiði
Hlöðunessel 1 x Vatnslstr.
Hólasel 1 x Vatnslstr.
Hópssel 1 x Selshálsi
Hnúkasel* 1 x Hnúkum
Hraunsholtssel 1 o Flatahrauni
Hraunssel – Hraun 1 x Lönguhlíð
Hraunssel eldra 1 x Núpshl.
Hvaleyrarvatnssel 1 x Hvaleyrarv.
Hvassahraunssel 1 x Vatnslstr.
Höfðasel 1 x v/Auðnasel
Innra-Njarðvíkursel 1 x Seltjörn
Ísólfsskálasel* 1 Fagradalsfj.
Kaldársel 1 x Kaldárseli
Kirkjuvogssel 1 x Höfnum
Knarrarnessel 3 x Vatnslstr.
Kolasel 1 x Óttastaðalandi
Kolhólasel 2 x Kálfatjarnarlandi
Krýsuvíkursel* 1 x Húshólma
Lambastaðasel 1 x Selfjalli
Litlalandssel 1 x Ölfusi
Litlasel** 1 x Selvatni
Lónakotssel I 3 x Vatnslstr.
Lónakotssel II* 1 x v/Lónakots
Lyngsel 1 x Miðnesh.
Merkinessel – eldra 1 x Höfnum
Merkinessel – yngra 1 x Höfnum
Miðsel 1 Höfnum
Möngusel 1 x Höfnum
Nessel I 1 x Selvogi
Nessel II 1 x Hnúkum
Nessel** 1 x Seljadal
Nýjasel 1 x Vatnslstr.
Oddafellssel I 1 x Oddafelli
Oddafellssel II 1 x Oddafelli
Ófriðarstaðarsel 1 x Hvaleyrarv.
Ólafarsel 1 x Strandarh.
Óttastaðasel 2 x Vatnslstr.
Rauðshellissel* 1 x Helgadal
Rauðhólssel 1 x Rauðhól
Reykjavíkursel 1 x Rvík
Rósasel 1 x Keflavík
Sel í Búrfellsgjá 2 x Búrfellsgj.
Sel í Selgjá 11 x Selgjá
Sel v/Stampa 1 o Höfnum/horfið
Selsvallasel I 3 x Núpshl.
Selsvallasel II 3 x Núpshl.
Seltúnssel 1 x Krýsuvík
Selöldusel 1 x Selalda
Setbergssel 1 x Sléttuhl.
Snorrastaðasel 1 x Snorrast.tj.
Sogasel I 3 x Trölladyngju
Sogasel II 1 x Trölladyngju
Staðarsel 1 x Strandarh.
Staðarsel I* 1 x Strandarh.
Staðarsel II* 1 x Strandarh.
Stafnessel 1 x Ósum
Stakkavíkursel I 1 x Herdísarv.fjall
Stakkavíkursel II 1 x Herdísarv.fjall
Stórasel** 1 x Selvatn
Strandarsel 1 x Selvogsheiði
Straumssel 1 x Almenningum
Vatnsleysusel 1 x Vatnslstr.
Viðeyjarklausturssel* 1 x Selfjalli
Vigdísarvellir 1 x Vigd.vellir
Vindássel 1 x Strandarh.
Vífilstaðasel 1 x Vífilst.hlíð
Víkursel 1 x Undirhlíðum
Vogasel eldri 1 x Vatnslstr.
Vogasel yngri 3 x Vatnslstr.
Vogsósasel 1 x a/við Hlíðarvatn
Þorkelsgerðissel 1 x Selvogsheiði
Þorlákshafnarsel 1 x Votaberg
Þórusel 1 x Vatnslstr.
Þórustaðasel 1 x Vatnslstr.
Örfiriseyjarsel 1 x Lækjarbotnum

*spurning um selstöður
** utan Reykjaness
Ath: Sel geta verið undir fleiru en einu nafni.
Á bak við hvern stað er falinn GPS-punktur.

Merkinesbrunnur
Nafn: Fjöldi: Fundið: Staðsetn:
-Arngrímshellisbr. 1 x v/Arngrímshellisop
-Auðnabrunnur 1 x N/v Auðnir
-Básendabrunnur 1 x a/við Básenda
-Bergvatnsbrunnur 1 x s/v við Bergvötn
-Bessastaðabrunnur 1 x Bessastöðum
-Bjarnastaðabrunnur 1 x v/Bjarnastaði
-Bolafótsbrunnur 1 Ytri-Njarðvík
-Brandsbæjarbrunnur 1 x Suðurbæjarlaug
-Brekkubrunnur 1 x s/Brekku
-Brekkubrunnur 1 x Brekka/Garði
-Brunnastaðabrunnur 1 x Efri-Brunnastöðum
-Brunnur 1 x Selatöngum
-Búðarvatnsstæði 1 x Almenningum
-Bæjarbrunnur 1 x Litlalandi
-Djúpmannagröf 1 x Þórustöðum
-Duusbrunnur 1 x í Duushúsi Keflav.
-Eyrarhraunsbrunnur 1 x Mölum
-Flekkuvíkurbrunnur 1 x n/húss
-Fornaselsbrunnur 1 x ofan v/Fornasel
-Fornaselsbrunnur 1 x ofan v/Fornasel
-Fornaselsbrunnur 1 x n/við Fornasel
-Fuglavíkurbrunnur 1 x vs/við Fuglavík
-Gamla-Kirkjuvogsbr. 1 x neðan v/tóttir
-Gamlibrunnur 1 x Hrauni
-Garðalind – hleðslur 1 x v/Garða
-Garðhúsabrunnur 1 x v/Garða
-Garðskagabrunnur 1 x n/v vitann
-Gerðisvallabrunnar 1 x v/Járngerðarstaða
-Gesthhúsabrunnur 1 x Gesthús Álftan.
-Gjáréttarbrunnur 1 x n/réttar
-Goðhólsbrunnur 1 x v/Goðhóls
-Góðhola 1 x Hafnarfirði
-Guðnabæjarbrunnur 1 x v/Guðnabæjar
-Gvendarbrunnur 1 x Alfaraleið
-Gvendarhola 1 x Arnarneshæð
-Gvendarbrunnur 1 x Vogum
-Halakotsbrunnur 1 x Halakoti
-Hausthús 1 x a/Grænuborgar
-Herdísarvíkurselsbr. 1 x Herdísarvíkursel
-Hnúkavatnsstæði 1 x N/Hnúka
-Hólmsbrunnur 1 x n/ við St.-Hólm
-Hólmsbrunnur – lind 1 x s/við St.-Hólm
-Hólmsbrunnur II 1 x s/a við S-Hólm
-Hrafnagjá 1 x v/Járngerðarstaða
-Hraunsbrunnur 1 x s/bæjar
-Hrólfsvíkurbrunnur 1 x ofan við Hrólfsvík
-Húsatóftarbrunnur 1 x Húsatóftum
-Hvirflabrunnur 1 x Staðahverfi
-Innri-Njarðvíkurbr. 1 x v/Tjörn g/kirkjunni
-Ísólfsskálabrunnur 1 x undir Bjöllum
-Jónsbúðarbrunnur 1 x Jónsbúð
-Kaldadý 1 x Hafnarfirði
-Kálfatjarnarbrunnur 1 x n/v við kirkjuna
-Kálfatjarnarbr. II 1 x v/v Kálfatjörn
-Kálfatjarnarvatnsst. 1 x a/Helgahúss
-Kirkjuvogsbrunnur 1 x s/v Kirkjuvog
-Knarrarnesbrunnur I 1 x Knarrarnes
-Knarrarnesbrunnur II 1 x Minna-Knarrarnes
-Kvíadalsbrunnur 1 x Staðarhverfi
-Landabrunnur 1 x Staðarhverfi
-Landabrunnur 1 x Kálfatjörn
-Landakotsbrunnur 1 x Landakoti
-Langhólsvatnsstæði 1 x Fagradalsfjall
-Leirdalsvatnsstæði 1 x Leirdal
-Leirubrunnur 1 x s/a í Leiru
-Litli-Nýjabæjarbr. 1 x v/Litla-Nýjabæ
-Merkinesbrunnur I 1 x Merkinesi
-Merkinesbrunnur II 1 x Merkinesi
-Merkiselsbrunnur II 1 x v/yngra Merkin.sel
-Miðengisbrunnur 1 Miðengi
-Móakotsbrunnur 1 x v/Móakot v/Kálfatj.
-Móakotsbrunnur 1 x n/Móakots
-Móvatnsstæðið 1 x s/v Urðarfells
-Mýrarhúsabrunnur 1 Álftanesi
-Nesbrunnhús 1 x v/við Nes
-Norðurkotsbrunnur 1 x n/Norðurkots
-Óttastaðabrunnur I 1 x n/Óttastaða
-Óttastaðabrunnur II 1 x v/Óttastaði
-Óttastaðaselssbr. 1 x v/Óttast. sel
-Rafnstaðabrunnur 1 x Kistugerði
-Reykjanesbrunnur 1 x v/Bæjarfells
-Staðarbrunnur 1 x v/v kirkjugarðinn
-Staðarvararbrunnur 1 x Staðarhverfi
-Stafnesbrunnur 1 x s/v Stafnes
-Stapabúðabrunnur 1 x v/Stapabúðir
-Stóra-Gerðisbrunnur 1 x a/Stóra-Gerðis
-Stóru-Vatnsleysubr. 1 x a/v St.-Vatnsleysu
-Straumsselsbrunnur 1 x Straumsseli
-Suðurkotsbrunnur 1 x n/húss v/veginn
-Sælubuna 1 v/v Svörtubjörg
-Torfabæjarbrennur 1 x Selvogi
-Tófubrunnar 1 x Selatangar
-Urriðakotsbrunnur 1 x n/v bæinn
-Varghólsbrunnur 1 x v/Herdísarvík
-Vatnaheiðavatnsst. 1 Grindavík
-Vatnsskálar 2 x á Vatnshól
-Vatnssteinar 1 x Borgarkot
-Þorbjarnastaðabr. 1 x a/bæjar
-Þorkelsgerðisbrunnur 1 x v/Þorkelsgerði
-Þorlákshafnarbr. 1 x s/verbúðargötu
-Þórkötlustaðabr. 1 x a/v Þórk.staði
-Þórkötlustaðanesbr. 1 x norðan við HöfnÁ bak við nafn er falinn GPS-punktur.
Reykjanes
Hér er getið nokkurra heimilda um sagnir og minjar á Reykjanesskaganum, sem FERLIR hefur m.a. stuðst við:
-Á refaslóðum – Theodór Gunnlaugsson.
-Áður en fífan fýkur – Ólafur Þorvaldsson.
-Ægir 1936 – bls. 194.
-Aftökustaðir í landi Ingólfs – Páll Sigurðsson.
-Ágúst Guðmundsson f. 1869: Þættir af Suðurnesjum – Akureyri : Bókaútgáfan Edda, 1942. 113 s.
-Ágúst Jósefsson. 1959. Örnefni í Viðey. Minningar og svipmyndir úr Reykjavík, bls. 229-231
-Álftanessaga.
-Álög og bannhelgi.
-Annálar 1400-1800.
-Árbók F.Í. – 1936 – 1984 – 1985.
-Árbók hins íslenska fornleifafélags – 1998-1994-1981-1979- 1978-1974-1971-1966-1955-1956-1903.
-Árbók Suðurnesja 1983-1998. Sögufélag Suðurnesja
-Árbók Suðurnesja 1984-1985 og 1986-1987.
-Ari Gíslason. 1956. Örnefni. Eimreiðin 62:279-290.
-Árni Magnússon & Páll Vídalín: Jarðabók. Gullbringu og Kjósarsýsla III. Reykjavík, 1982.
-Árni Óla f. 1888: Strönd og Vogar : úr sögu einnar sveitar í landnámi Ingólfs. – Reykjavík : Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1961. 276 s.
-Árni Óla. 1961a. Rúnasteinn í Flekkuvík. Í: Strönd og Vogar. Úr sögu einnar sveitar í landnámi Ingólfs Arnarsonar. Reykjavík,[Um nafnið Flekka.]
-Árni Óla. 1961b. Örnefni á Vogastapa. Í: Strönd og Vogar. Úr sögu einnar sveitar í landnámi Ingólfs Arnarsonar. Reykjavík.
-Árni Óla. 1961c. Heiðin og eldfjöllin. Í: Strönd og Vogar. Úr sögu einnar sveitar í landnámi Ingólfs Arnarsonar. Reykjavík.
-Árni Óla. 1976. Grúsk V. Greinar um þjóðleg fræði. Reykjavík. [Örnefni sanna írskt landnám, bls. 45-52; Örnefni kennd við Gretti]
-Ársrit Sögufélag Ísfirðinga 1978, Ísafirði, bls. 136-142.
-Ásgeir Ásgeirsson f. 1957: Við opið haf : sjávarbyggð á Miðnesi 1886-1907. – [Sandgerði] : Sandgerðirbær, 1998. 309 s.
-Ásgeir Jónasson. 1939. Örnefni í Þingvallahrauni. Árbók hins íslenska Fornleifafjelags 1937-1939, bls. 147-163. [Í möppu Þingvallahrepps í örnefnasafni.]
-Átthagalýsingar (Saga Grindavíkur, Staðhverfingabók, Mannlíf og mannvirki …)
-Baldur Hafstað. 1986. Örnefni í Engey. Landnám Ingólfs. Nýtt safn til sögu þess 3:78-85.
-Benedikt Gíslason. 1974. Íslenda. Bók um forníslenzk fræði. 2. útg. Reykjavík. [Arnarbælin, bls. 169-172; Kirkjubólin, bls. 173-182; Nafngiftirnar, bls. 183-190.]
-Benediktsson, Einar, í Herdísarvík. Lesbók Morgunblaðsins 9. okt. 1999.
-Bjarni Guðmarsson f. 1961: Saga Keflavíkur : 1766-1890. -Reykjanesbær: Reykjanesbær, 1992. 302 s.
-Bjarni Guðmarsson f. 1961: Saga Keflavíkur : 1890-1920.
-Bjarni Guðmarsson f. 1961: Saga Keflavíkur : 1920-1949. -Reykjanesbær: Reykjanesbær, 1999. 448 s.
-Guðmundur Björgvin Jónsson: Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi [án staðsetningar] 1987
-Björn Bjarnarson. 1914. Um örnefni. Árbók hins íslenzka Fornleifafélags 1914, bls. 9-16. [Mosfellssveit.]
-Björn Hróarsson. 1990. Flokkun og nafngiftir á íslenskum hraunhellum. Surtur, ársrit Hellarannsóknafélags Íslands, bls. 23-24.
-Björn Hróarsson. 1990. Hellanöfn síðustu ára – tilurð nafngifta. Lesbók Morgunblaðsins 41:2.
-Björn Þorsteinsson. 1964. Nokkrir örnefnaþættir. Sunnudagsblað Tímans III:609-611, 621-622, 628-630, 646, 664-666, 669, 681-683, 693.
-Björn Þorsteinsson. 1966. Blaðað í örnefnaskrá. Lesbók Morgunblaðsins 41,39:4 og 12-13; 41,40:4 og 13; 41,41:4 og 9-10; 41,42:4 og 6.
-Bláfjöll – Tómas Einarsson.
-Blanda, I, II, III og IV.
-Bréf og bækur Jónasar Hallgrímssonar.
-Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi. 1895. Ölfus = Álfós?. Tímarit Hins íslenzka bókmenntafjelags 16:164-172. [Leiðrétting í sama tímariti 1896, bls. 236.]
-Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi. 1911. Hvar voru Óttarsstaðir?. Árbók hins íslenzka Fornleifafélags 1911, bls. 63-64.
-E[inar] F[riðgeirsson]. 1918. Á Nesi. – Í Nesi. Skírnir 92:288.
-Egon Hitzler: Sel – Untersuchungen zur geschichte des isländschen sennwesens seit der landnahmzeit, gefið út á vegum Institutt for sammenlignende kulturforskning af Universitetforlaget, Oslo – Bergen – Tromsö, 1979, 280 bls. með myndum og uppdráttum.
-Einar Jónsson. 1979. Nöfn og nafngiftir utan fjörumarka I. Sjómannablaðið Víkingur 41,9:31-34.
-Einar Ólafur Sveinsson. 1960. Samtíningur 7. Skírnir 134:189-192. [Um keltnesk nöfn.]
-Einar Þ. Guðjohnsen f. 1922: Gönguleiðir á Íslandi : Reykjanes –Reykjavík : Víkingur, 1996. 96 s.
-Einar Þ. Guðjohnsen f. 1922: Gönguleiðir á Íslandi : Suðvesturhornið.
-Elín Ósk Hreiðarsdóttir: Sumarbústaðaland í Hvassahrauni á Vatnsleysuströnd. Fornleifakönnun Fornleifastofnun Íslands FS171-02031 Reykjavík 2002
-Ellingsve, Eli Johanne. 1983. Hreppanöfn á Íslandi. Prófritgerð í Íslensku fyrir erlenda stúdenta í Háskóla Íslands, Reykjavík, 30 bls. Óprentuð.
-Erlendir leiðangrar (Horrebow, Stanley, hendersen….).
-Exploring Suðurnes. – Keflavík : Enviromental Div. Of the Public Works Dept., NAS, 1998.
-Faxi – 62. ágr. 2. tbl.
-Ferðabók – Þorvaldur Thoroddsen.
-Ferðasögur (Eggert og Bjarni, Olavius 1777, SvPá, Þorv. Th, Jón Th….).
-Fimmtán gönguleiðir í nágrenni Reykjavíkur – Kristján Jóhannsson.
-Flugsaga Íslands í stríði og friði.
-Fornar Hafnir á Suðvesturlandi – Jón Þ. Þór.
-Fornleifakönnun á Reykjanesi 1998.
-Fornleifaskrá á Miðnesheiði – Ragnheiður Traustadóttir.
-Fornleifaskráning í Grindavík – Elín Ósk Hreiðarsdóttir – 2002. Einnig eldri fornleifaskráning, einungis til á bæjarskrifstofunum.
-Fornleifaskráning í Ölfushreppi II – Svæðisskráning í Ölfus- og Selvogshreppi – Hildur Gestsdóttir og Orri Vésteinsson.
-Fornleifaskráning í Selvogi.
-Fornritin – Fornbréfasafn (máldagar, jarðasölur).
-Frá Suðurnesjum – Félag Suðurnesjamanna í Reykjavík.
-Frá Suðurnesjum : frásagnir frá liðinni tíð. – Félag Suðurnesjamanna í Reykjavík, 1960. 384 s.
-Frásagnir (æviminningar – staðkunnugir).
-Frásögur um fornaldarleifar 1817-1823 I-II, Reykjavík 1983.
-Friðrik K. Magnússon. 1960. Fiskimið í Grindavíkursjó. Í: Frá Suðurnesjum. Frásagnir frá liðinni tíð. Reykjavík, bls. 56-60.
-Frjálsa glaða líf – Guðmundur Bjarnason.
-Fræðirit (Landnám Ingólfs, Árna Óla, Jónas Hallgrímsson…).
-Gamlar minningar – Sigurður Þorleifsson.
-Gerðahreppur 90 ára.
-Gísli Brynjólfsson f. 1909: Mannfólk mikilla sæva : Staðhverfingabók. – [Reykjavík].
-Gísli Brynjólfsson. 1975. Mannfólk mikilla sæva. Staðhverfingabók. [Reykjavík.] [Örnefni á Húsatóftum, bls. 20-24; örnefni í Staðarlandi, bls. 25-34. (Grindavík).]
-Gísli Sigurðsson – handrit í Bókasafni Hafnarfjarðar.
-Gísli Sigurðsson – leiðarlýsingar – handrit.
-Gömul landakort – herforingjakort – leiðakort.
-Gönguleiðir á Íslandi – Reykjanesskagi – Einar Þ. Guðbjartsson.
-Gráskinna hin meiri, útg. af Sigurði Nordal og Þórbergi Þórðarsyni, Rvík, Bókaútgáfan Þjóðsaga 1983; “Sagnir úr Hafnarfirði”.
-Grúsk, I, II, III og IV.
-Guðlaugur R. Guðmundsson. 2001. Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar. Safn til sögu Garðabæjar III. Garðabær, 166 bls.
Guðmundsson 2001.
-Guðmundur A. Finnbogason f. 1912: Í bak og fyrir : frásagnir af Suðurnesjum.
-Guðmundur A. Finnbogason f. 1912: Sagnir af Suðurnesjum : og sitthvað fleira sögulegt. – Reykjavík : Setberg, 1978. 200 s.
-Guðmundur Björgvin Jónsson f. 1913: Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandahreppi. – Guðmundur Björgvin Jónsson, 1987. 436 s.
-Guðmundur Einarsson. 1945. Uppruni norrænna mannanafna. Eimreiðin 51:124-127.
-Guðmundur Finnbogason. 1931. Íslendingar og dýrin. Skírnir 105:131-148.
-Guðmundur Jónsson: Frá síðustu árum Einars Benediktssonar. Lesbók Morgunblaðsins 20. apríl 1941.
-Guðrún Sveinbjarnardóttir, grein í Acta Archaeologica 62 frá 1992? Þetta er sérhefti um rannsóknir á Norður Atlantshafssvæðinu.
-Gunnar Haukur Ingimundarson. 1982. Örnefni í Brunnastaðahverfi á Vatnsleysuströnd. B.S.-ritgerð. Háskóli Íslands. Verkfræði- og raunvísindadeild. Jarðfræðiskor. 105 bls.
-Gunnar M. Magnúss f. 1898: Undir Garðskagavita. – Reykjavík : Ægisútgáfan, 1963. 360 s.
-Hannes Þorsteinsson: “Rannsókn og leiðrjettingar á nokkrum bæjarnöfnum á Íslandi” Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1923, 1-96.
-Harðsporar – Ólafur Þorvaldsson.
-Heiðmörk – Páll Líndal.
-Helgi Hallgrímsson. 1999. Landnámsbærinn Bessastaðir. Lesbók Morgunblaðsins 6. nóvember 1999, bls. 10-12. [Bæjarnafnið Hamborg, bls. 12.]
-Helgi Hallgrímsson. 2004. Um íslenskar nafngiftir plantna. Náttúrufræðingurinn 72:62-74.
-Hengilssvæðið – Sigurður Kristinsson og Kristján Sæmundsson.
-Hildur Harðardóttir f. 1943: Þjóðsögur af Suðurnesjum. Ópr. B.Ed ritgerð frá KHÍ.
-Horfnir starfshættir – Guðmundur Þorsteinsson.
-Hraunhellar á Íslandi – Björn Hróarsson.
-Hraunin sunnan Straumsvíkur.
-Hreindýr á Íslandi – Ólafur Þorvaldsson.
-Húsatóftaætt . – Reykjavík : Sögusteinn, 1985. 247 s.
-Islandske Annaler indtil 1578, Kristjania 1888.
-Í bak og fyrir – Guðmundur A. Finnbogason.
-Ísland fyrir aldarmót – Frank Ponzi.
-Íslandshandbókin – Örn og Ölygur.
-Íslendingaþættir – vor- og sumarvinna.
-Íslenzk fornrit I. Íslendingabók & Landnáma, Reykjavik 1986.
-Íslenskir sagnaþættir og þjóðsögur III og X.
-Íslenskir sjávarhættir – Lúðvík Kristjánsson.
-Íslenskir þjóðhættir – Jónas Jónasson.
-Íslenskir þjóðhættir eftir séra Jónas Jónasson, III. útg. 1961 – bls. 62-64 og 163-177.
-Íslenskt þjóðlíf í þúsund ár – Daniel Bruun – Steindór Steindórsson þýddi – 1987 – bls. 367-370.
-Íslenskt þjóðlíf í þúsund ár – Steindór Steindórsson.
-Jarðabréf frá 16. og 17. öld. Útdrættir, Kaupmannahöfn 1992.
-Jarðabækur ( 1686 – 1695 – 1703 – 1874 ).
-Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns (1703), annað og 3ja bindi. – Útg. Kbh. 1923-1924.
-Jarðfræðikort af Reykjanesskaga – Jón Jónsson, jarðfræðingur.
-Járngerðarstaðarætt 1-3 : niðjatal Jóns Jónssonar bónda á Járngerðarstöðum. – Reykjavík : Þjóðsaga, 1993
-Járngerðarstaðir í Grindavík og hjáleigur – fornleifaskráning –Agnes Stefánsdóttir 2001.
-Jochens, Jenny. 1997. Navnet Bessastaðir. Í: Frejas psalter. En psalter i 40 afdelinger til brug for Jonna Louis-Jensen. Kbh., bls. 85-89.
-Johnsen, J: Jarðatal á Íslandi, Kaupmannahöfn 1847.
-Jóhannes Björnsson. 1981. Örnefnaflutningur og örnefnasmíð. Náttúrufræðingurinn 51,3:141-142.
-Jón Böðvarsson f. 1930: Suður með sjó. – Keflavík : Rótarýklúbbur Keflavíkur, 1988. 152 s.
-Jón Gíslason. 1991. Fjarðaheiti á Íslandi. Námsritgerð í nafnfræði. 15 bls. Í eigu Málvísindastofnunar Háskóla Íslands.
-Jón Oddur Hjaltalín: “Lýsing Kjósarsýslu 1746” Landnám Ingólfs III, 1937-1939, 25-34.
-Jón Þ. Þór f. 1944: Hafnir á Reykjanesi : saga byggðar og mannlífs í ellefu hundruð ár.
-Jón Þ. Þór f. 1944: Saga Grindavíkur : frá 1800-1974. – Grindavík, Grindavíkurbær, 1996. 293 s.
-Jón Þ. Þór f. 1944: Saga Grindavíkur : frá landnámi til 1800. –Grindavík : Grindavíkurbær, 1994. 282 s.
-Jón Thorarensen f. 1902: Rauðskinna hin nýrri : þjóðsögur, sagnaþættir, – þjóðhætti og annálar. 1-3. – [Reykjavík] : Bókaútgáfan Þjóðsaga, 1971
-Kålund, Kristian: Íslenzkir sögustaðir. Sunnlendingafjórðungur I, Reykjavík 1986.
Lovsamling for Island : : indeholdende Udvalg af de vigtigste ældre og nyere Love og Anordninger, Resolutioner … III, Kaupmannahöfn 1853-1889.
-Konráð Bjarnason: Hér fer allt að mínum vilja. Í vist hjá Einari
-Kort (16. og 17. öld, Herfk. (1902), amerík. (1955), túnkort.
-Kristín Geirsdóttir. 1995. Hvað er sannleikur?. Skírnir 169:399-422. [Um örnefni, bls. 402-413.]
-Kristján Eldjárn. 1957. Kapelluhraun og Kapellulág. Fornleifarannsóknir 1950 og 1954. Árbók hins íslenzka Fornleifafélags 1955-1956, bls. 5-34.
-Kristján Eldjárn. 1963. Örnefnasöfnun. Í: Hundrað ár í Þjóðminjasafni. Reykjavík, bls. xxvi.
-Kristján Eldjárn. 1974b. Örnefni. Í: Saga Íslands I. Reykjavík, bls. 108-109.
-Kristján Eldjárn. 1980b. Athugasemd um Kapellulág í Grindavík. Árbók hins íslenzka Fornleifafélags 1979, bls. 187-188.
-Kristján Eldjárn. 1982. Örnefni og minjar í landi Bessastaða á Álftanesi. Árbók hins íslenzka Fornleifafélags 1981, bls. 132-147.
-Kristján Sveinsson f. 1960: Saga Njarðvíkur. – Reykjanesbær : Þjóðsaga, 1996. 504 s.
-Landnám Ingólfs – Félagið Ingólfur.
-Landnám Ingólfs : nýtt safn til sögu þess 1-5. [Reykjavík] : Félagið Ingólfur, 1983-1996.
-Landnám Ingólfs 1-3 : lýsing Gullbringu- og Kjósasýslu : ýmsar ritgerðir : sýslulýsingar og sóknarlýsingar. – Reykjavík : Félagið Ingólfur, 1935-1939.
-Landnámsbók – Sturlubók.
-Líf og þjóðhættir í Hafnarfirði á 14. öld – Gísli Sigurðsson – handrit, greinar og útvarpserindi.
-Lýsing Gullbringu- og Kjósarsýslu – Skúli Magnússon.
-Mannfólk mikilla sæva, Staðhverfingabók – Gísli Brynjólfsson –1975.
-Mannlíf og mannvirki á Vatnsleysuströnd- Guðmundur Jónsson.
-Mannvirki við Eldvörp.
-Marta Valgerður Jónsdóttir f. 1889: Keflavík í byrjun aldar 1-3 : minningar frá Keflavík. – Reykjavík : Líf og saga, 1989.
-Matsáætlanir vegna vegagerðir, t.d. Suðurstrandarvegur.
-Menningaminjar í Grindavikurkaupstað – Svæðisskráning – Orri Vésteinsson – 2001.
-Náttúrfræðingurinn – 1972 og 1973 (Búrfellshraun).
-Náttúrufræðistofnun Íslands : Náttúrufar á sunnarverðum Reykjanesskaga. -Reykjavík : Samvinnunefnd um skipulagsmál á Suðurnesjum, 1989. 85 s. Náttúruminjaskrá.
Ólafsdóttir.
-Oddgeir Hansson: Fornleifakönnun v/Reykjanesbrautar, Fornleifastofnun Íslands FS149-01141, Reykjavík 2003
-Ólafur Jóhannsson: Selvogur og umhverfi hans. Lesbók Morgunblaðsins 23. jan. 1938.
-Ólafur Lárusson. 1944a. Byggð og saga. Reykjavík, 384 bls.
-Ólafur Lárusson. 1944d. Guðmundur góði í þjóðtrú Íslendinga. Í: Byggð og saga. Reykjavík, bls. 244-279. [Um Gvendarörnefni.] [Áður pr. í Skírni 116:113-139.]
-Ólafur Lárusson. 1944e. Kirkjuból. Í: Byggð og saga. Reykjavík, bls. 293-347. [Áður pr. í Árbók hins íslenzka Fornleifafjelags 1937-1939, bls. 19-56.]
-Ólafur Lárusson. 1944f. Hítará. Í: Byggð og saga. Reykjavík, bls. 348-359.
-Ólafur Þorvaldsson: Eitt ár í sambýli við Einar Benediktsson (í Herdísarvík). Húsfreyjan 31:4 (1980), bls. 20-21.
-Ólafur Þorvaldsson: Herdísarvík í Árnessýslu. Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1943-1948, bls. 129-140.
-Óprentaðar heimildir (eftir 1570, bún.skýrslur, bygg.bréf, úttektir, landamerkjaskjöl, erfðaskjöl, útsvarsreikbingar, Jarðamat, brunabótamat, Manntöl).
-Orðabók Háskólans – ritmálsskrá.
-Örn og Örlygur, 1975. 239 s.
-Örnefni í Ölfusi – Selvogur.
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi. – [Keflavík]: Lionsklúbburinn Keilir, [1995]. 152 s. Sesselja Guðmundsdóttir 1995.
-Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar – 2002.
-Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar – Guðlaugur Rúnar
-Öskjuhlíð – Náttúra og saga – Helgi M. Sigurðsson og Yngvi Þór Loftsson 1993.
-Páll Sigurðsson. 1984. Athuganir á framkvæmd líflátshegninga og á aftökustöðum og aftökuörnefnum á Íslandi – utan alþingisstaðarins við Öxará. [Reykjavík], 130 bls. [Fjölrit.] [Um m.a. Aftöku-, Drekkingar-, Gálga-, Hanga- og Þjófa-nöfn.]
-Prestaskýrslur frá 1817.
-Ragnar Guðleifsson: “Örnefni á Hólmsbergi” Faxi. 27. árg, 8. tbl 1967, 126
-Rannsóknarleiðangrar (Gaimard 1836…).
-Rauðskinna hin nýrri.
-Rauðskinna I.
-Reglugerð um fornleifaskráningu.
-Reglugerð um þjóðminjavörslu.
–Reykjanes. – Reykjavík : Almenna bókafélagið, 1989. 91 s.
-Reykjanesbær : Reykjanesbær, 2003. 271 s., örnefnakort.
Reykjanesbær: Reykjanesbær, 1997. 371 s.
-Reykjanesför 1796.
-Reykjanesskagi vestan Selvogsgötu. – Reykjavík : Ferðafélag Íslands, 1984. (Ferðafélags Íslands, Árbók; 1984).
-Saga Bessastaðahrepps.
-Saga Grindavíkur.
-Saga Hafna, 2003.
-Saga Hafnarfjarðar, eldri og nýrri.
-Saga Njarðvíkur – Kristján Sveinsson.
-Sagnir af Suðurnesjum – Guðm. A. Finnbogason.
-Selatangar – verstöð og verkun.
-Selatangar – verstöð og verkun.
-Selvogsgata og Krýsuvíkurleiðir – Ólafur Þorvaldsson.
-Sesselja G. Guðmundsdóttir: Örnefni og gönguleiðir í Vatnleysustrandarhreppi [1995]
-Sigurður Ægisson. 1992. Sagnir og minjar um Völvuleiði á Íslandi. Lesbók Morgunblaðsins 67,41 21. nóv. 1992:6-8.
-Sigurlína Sigtrygssdóttir – Handrit er birtist í “Göngur og Réttir”, Bragi Sigurjónsson, Bókaútgáfan Norðri, 1953, bls. 253-256.
-Skammir – Skuggi.
-Skipulag byggðar á Íslandi – Trausti Valsson – 2001
-Skrá um friðlýstar fornleifar 1990 – Fornleifanefnd og Þjóðminjasafnið.
-Skrá um friðlýstar fornminjar 1989.
-Skúli Magnússon: “Lýsing Gullbringu- og Kjósarsýslu” Landnám Ingólfs I, 1935-1936, 1-96.
-Söguslóðir – afmælisrit helgað Ólafi Hanssyni sjötungum.
-Sölvi Helgason.
-Staður í Grindavík – Fornleifaskráning – Agnes Stefánsdóttir 1999.
-Steinabátar – Sturlaugur Björnsson.
-Strönd og Vogar – Árni Óla 1961.
-Sturlaugur Björnsson f. 1927: Steinabátar : í máli og myndum.[Keflavík] Sturlaugur Björnsson, 2000. 141 s.
-Sturlunga saga I-II, Reykjavík 1946.
-Suður með sjó – leiðsögn um Suðurnes – Jón Böðvarsson.
-Suðurnes. Reykjavík : Náttúrurfærðistofnun Íslands, 1982. 82 s.
-Svavar Sigmundsson: “Íslensk örnefni” Frændafundur 2 Þórshöfn 1997, 11-21
-Sveinn Níelsson: Prestatal og prófasta, 2. útg., Reykjavík 1950.
-Sædís Gunnarsdóttir: Fornleifaskráning í landi Minni-Voga og Austurkots. Deiliskráning Fornleifastofnun Íslands FS314 -02134 Reykjavík 2006
-Sædís Gunnarsdóttir: Svæðaskráning í Vatnsleysustrandarhreppi – Forleifastofnun Íslands 2006
-Teikningar (málverk, bæjarteikningar, uppmælingar, riss).
-Þematísk heimildarsöfn (Ísl. sjávarh., Útilegumenn og auðar
-Þjóðminjalög.
-Þjóðsögur – ýmsar.
-Þjóðsögur á Reykjanesi.
-Þjóðsögur í heimabyggð.
-Þjóðsögur Jóns Árnasonar.
-Þjóðsögur og þættir.
-Þorgrímur Eyjólfsson, viðtal 1978.
-Þorvaldur Thoroddsen: Ferðabók, skýrslur um rannsóknir á Íslandi 1882-1898 I Kaupmannahöfn 1913-1915.
-Tillaga til alþýðlegrar fornfræði.
-Tímarit Máls og menningar – 1966.
tóftir…).
-Tyrkjaránið.
-Um sel og selstöðu í Grindavíkurhreppi 1979 – Guðrún
-Um sel og selstöður í Grindavíkurhreppi – Guðrún Ólafsdóttir.
-Undir Garðskagavita – Gunnar M. Magnús.
-Útilegumenn og auðar tóttir – Ólafur Briem.
-Útivist 1 og 6.
-Við opið haf – Ásgeir Ásgeirsson.
-Viðeyjarklaustur – Árni Óla.Auk þess:

•Sýslu- og sóknarlýsingar
•Átthagalýsingar (Saga Grindavíkur, Staðhverfingabók, Mannlíf og mannvirki…)
•Tímarit sögufélaga (Sjómannablaðið Ægir, Árbók Ferðafélagsins….)
•Fræðirit (Landnám Ingólfs, Árni Óla, Jónas Hallgrímsson…..)
•Ferðasögur (Eggert og Bjarni , Olavius 1777, SvPá, Þorv. Th, Jón Th…)
•Erlendir leiðangrar (Horrebow, Stanley, Hendersen…)
•Rannsóknarleiðangrar (Gaimard 1836…..)
•Árbækur o.s.frv.

•Örnefnalýsingar / Örnefnaskrár
•Jarðabækur (1686, 1695, 1703, 1847)
•Manntöl (1703, 1801, 1816, 1845, 1910)
•Kort (16. og 17. öld, Herfk. (1902), amerík. (1955), túnkort o.fl.
•Loftmyndir
•Fornritin – Fornbréfasafn (máldagar, jarðasölur)
•Fornbréf – http://www.heimildir.is/vefur
•Annálar (miðalda, 1400-1800, 19. aldar)
•Samtíðasögur
•Blaðagreinar (Tíminn, Þjóðviljinn, Morgunblaðið, Alþýðublaðið, Alþýðublað Hafnarfjarðar o.fl.)
•Frásagnir (æviminningar – staðkunnugir)
•Hljóðupptökur (Stofnun Árna Magnússonar)

•Corographia Árna Magnússonar
•Prestaskýrslur frá 1817
•Sóknarlýsingar
•K. Kaalund
•Árbók hins ísl. fornleifafélags
•Prentaðar skráningarskýrslur
•Fjölritaðar skýrslur um afmarkað efni eða staði, t.d. vegna framkvæmda
•Óprentuð skráningargögn á Þjms
•Aðfangaskrá Þjms og annarra safna
•Þjóðsögur (Jón Árnas., ÓD, SS, Gríma, Rauðskinna, Gráskrinna…)
•Þematísk heimildarsöfn (Ísl. sjávarh., Útilegumenn og auðar tóftir..)
•Óprentaðar heimildir (eftir 1570, bún.skýrslur, bygg.bréf, úttektir, landamerkjaskjöl, erfðaskjöl, útsvarsreikningar, Jarðamat, Brunabótamat, Manntöl)
•Teikningar (málverk, bæjarteikningar, uppmælingar o.fl.)
•Ljósmyndir
•Frásagnir
•Munnmæli
•Arena vefgáttin www.instarch.is/arena/fsidata/htm
•Erlend söfn (danska Þjóðminjasafnið).
•Fornleifastofnun Íslands.
•Ísleif – Grefill (gagnakerfi Fornleifast. Ísl.). Opnað almenningi í júlí.
•Sarpur (gagnakerfi ísl. safna).
•Skjalasafn Þjóðminjasafnsins
•Skjalasöfn byggðasafna.
•Örnefnastofnun.

Auk þess hefur FERLIR stuðst við viðtöl og ábendingar fjölmargra v/einstaka staði og/eða minjar.
ÓSÁ tók saman.

Skógarnefsgreni

Heiti: Fjöldi: Fundið:x Staðsetning:
Eldborgargreni 3 x vestast í Eldborgum
Gjágreni 1 ofan v/Bergsenda
Húshólmagreni 1 x Húshólma
Klofningsgreni 1 ofan v/Keflavík
Mælifellsgrenið efra 1 x Ögmundarhrauni
Mælifellsgrenið neðra 1 x Ögmundarhrauni
Seljabótagreni 3 x Seljabót
Stakkavíkurfjallsgreni 1 x Stakkavíkurfjalli
Stóru-Aragjárgreni 1 x beint neðan Stapaþúfu
Þrætugreni 1 ofan v/Sýslustein
Kristjánsdalagreni 1 x Kristjánsdölum
Hvaleyrarvatnsgreni 1 x Stórhöfðahrauni
Vatnaheiðagreni 1 x Vestast í Vatnaheiði
Hrafnkelsstaðaborg 3 x ofan við bergið
Stórholtsgreni 2 x Stórh. ofan Hafurbjarnarholts
Hásteinsgrenin 3 x Vestan við Hásteina í Selvogsheiði
Þingvallagrenin 6 x Þingvallahraunum/Þjófahrauni

Á bak við nafn er falinn GPS-punktur.
Grenjum verður smám saman bætt inn á listann.

Almenningsvegur
Heiti: Frá: Til: (eða öfugt)
Alfaraleið- Hafnarfjörður Útnes
Alfaraleið- Hellisskarðsleið Elliðavatn
Alfaraleið- Reykjavík Hvalfjarðarbotn
Alfaraleið- Hvassahraun Hafnarfjörður
Alfararleið- Hraunsholt Elliðavatn
Almenningsvegur- Vogar Hvassahraun
Arnarseturshraunsst.-Svartsengisfjall Arnarsetur
Auðnaselsstígur- Auðnir Auðnasel
Álftanesg. (Fógetag.)- Bessastaðir Reykjavík
Álftanesstígur- Álftanes Hafnarfjörður
Árnastígur N/Þórðarf.-Mótum Skipsstígs Húsatóttir
Bakkastígur- Bakki að sjó
Brennisteinsfjallast.- Grindarskörð Brennisteinsfjöll
Dalaleið- Kaldárbotnar Breiðdalur
Eiríksvegur- Akurgerðisslakkar Vatnsleysa
Eldborgarstígur- Krýsuvík Hlíð
Engidalsstígur- Engidalur Gamla Fjarðargata
Eyrarvegur Hraun Klöpp
Flatahraunsgata- Engidalur Hafnarfjörður
Fógetastígur- Garðabæ Bessastaðir
Fuglavíkurvegur- Fuglavík Keflavík
Gamli-Stapavegur- Vogar Njarðvík
Gamlivegur- Breiðagerði Strandarvegur
Gamli-vegur- Vestan Fuglav. stubbur
Gamli-vegur- Vatnsleysu Nes
Garðagata- Garðar Álftanesgata
Garðsvegur- Keflavík Garður
Gálgahraunsstígur- Álftanesgata Fógetastígur
Gálgahraunsstígur n.- Gálgaklettar Troðningar
Gálgastígur (Sakam.)-Álftanesgata Gálgaklettar
Gjáarréttargötur- Þingnesslóð Gjárrétt
Grásteinsstígur- Hraunhornsflöt Kolanefsflöt
Grunnavatnsstígur- Vífilstaðalækur Vatnsendaborg
Gvendarstígur- Lækur Gvendarhellir
Hafnarbergsgata- Sandhöfn Valahnjúkar
Hagakotsstígur- Hagakot Urriðakot
Hausastaðasjávarg.- Hausastaðir að sjó
Hálsagötur- Núpshlíðaháls
Heiðarvegur- Ólafsskarðsvegur Grindarskörð
Heljarstígur- yfir Hrafnagjá
Hellisheiðavegur- Hveragerði Kolviðarhóll
Herdísarvíkurstígur- Herdísarvík Herdísarvíkursel
Hetturstígur- Vigdísavellir Krýsuvík
Hjallatroðningar- Hjallar Gjárrétt
Hlíðarvegur- Kaldársel Krýsuvík
Hlíðarvegur- Stakkavíkurvegur Hlíðarvatn
Hraunselsstígur- Hraunssel Grindavík
Hraunsholtsstekksst.- Stekkjarlaut stekkur
Hrauntungustígur- Ófriðastaðir Norlingagata
Hrauntungustígur- Hrauntunga Stórhöfðastígur
Hrísatóarst. – Selt.st.- Seltó Rauðhólsselsstígur
Hrísatóustígur- Tóustígur Rauðhólsselsstígur
Húshólmsstígur- Húshólmi Krýsuvík
Hvalsnesvegur- Hvalsnes Keflavík
Hvammahraunsstígur- Vatnshlíð Gullbringa
Hvassahraunsselsst.- Hvassahraun Hvassahraunssel
Höskuldarvallastígur- Oddafell Keilir
Jónshellastígur- Lækjarbrú Jónshellar
Kaldárselsstígur- Hafnarfjörður Kaldársel
Kaldárselsstígur- Ófriðastaðir Norlingagata
Kaldárselsvegur- Kaldársel Undirhlíðavegur
Keflavíkurvegur- Keflavík Sandgerði
Ketilsstígur Seltún- Móhálsadalur
Kirkjubólsvegur- Kirkjuból á Garðsveg v/Leiru
Kirkjubraut- Hafnarfjörður Garðar
Kirkjustígur- Stórikrókur Garðar
Knarranesselsstígur- Knarrarnes Knarrarnessel
Kúadalastígur- Kúadalir Urriðakotshraun
Kúastígur- Kaldársel Kúadalur
Kúastígur- Vogar Hrafnagjá
Kúastígur- Brunnastaðir Kúadalir
Lambafellsstígur- Sóleyjarkriki Lambafell
Lágaskarðsleið- Hveragerði Reykjavík
Lindargata- Garðar Garðalind
Löngubrekkustígur- Vífilsstaðir Kaldársel
Melabergsvegur- Melaberg Keflavík
Mosastígur- Herdísarvík Herdísarvíkurfjall
Mosastígur- Straumur Dyngjur
Nessvegur að Hvalsnesi
Norðlingagata- Hraunsholtslækur Hafnarfjörður
Oddafellsstígur- Höskuldavellir Selsvellir
Ólafsskarðsvegur- Ölfus Reykjavík
Ólafsskarðsvegur- Ölfus Hellisskarðsleið
Ósastígur - Básendar – Gamli-Kirkjuvogur
Óttastaðaselsstígur – Óttastaðir – Óttastaðasel
Prestsstígur – Hafnir – Húsatóttir
Rauðamelsstígur – Þorbjarnastaðir – Almenningar
Rauðhólsselsstígur – Vatnsleysu – Rauðhólssel
Reykjanesvegur – Grindavík – Reykjanes
Reykjavíkurvegur – Reykjavík – Hafnarfjörður
Sandakravegur – Skógfellav. – Selatangar
Sanddalavegur – Selvogur
Sandgerðisvegur- Sandgerði á Garðsveg að Keflav.
Sandhálsavegur – Selvogur
Seljadalsvegur-  Alfaraleið – Leirvogsvatn
Selsstígur – Hlíðarvatn – Herdísarvíkurfjall
Selsstígur – Hraunsholt - Hraunsholtssel
Selsstígur – Maríuflöt - Vílfilstaðasel
Selsstígur – Hvassahraun – Hvassahraunssel
Selsstígur – Flekkuvík – Flekkuvíkursel
Selvogsg. (Grindarsk)- Hafnarfjörður – Selvogur
Selvogsstígur – Selvogur – Ölfus
Setbergsstígur – Setberg – Norlingagata
Setbergsstígur – Setberg – Hafnarfjörður
Skagagarðstígur – Útskálar Kirkjuból
Skálastígur – Ísólfsskáli – Hraun
Skipsstígur – Njarðvík – Staðarhverfi
Skógargatan- Óttastaðaselsstígur Sveifluháls
Skógfellavegur – Vogar - Járngerðarstaðir
Sköflungur – Þingv.sveit – Hafnarfjörður
Stafnesvegur – Stafnes Keflavík
Stakkavíkurvegur – Selsstígur Selvogsgata
Stapagata – Vogar Suðurnesjavegur
Stekkjargata – Alfaraleið Hofstaðatraðir
Stórhöfðastígur – Ás – Ketilstígur
Stórkrókastígur – Kaffigjóta – Stórikrókur
Straumsstígur – Straumur – Straumssel
Suðurnesjavegur – Grímshóll – Njarðvík
Sveiflustígur – Sveifluháls Krýsuvík
Tóastígur – Kúagerði – Hrístóarstígur
Troðningar – Álftanesgata – Hraunsholt
Undirhlíðavegur – Grindavík – Innnes
Vífilstaðagata – Arnarnes – Vífilstaðir
Vífilstaðarvegur – Vífilsstaðir – Hafnarfjörður
Vogsósavegur – Vogsós að hraunkanti
Þórustaðastígur – Þórustaðir – Núpshlíðarháls
Ögmundahraunsv. – Méltunnuklif Núpshlíðarhorn