Botnadaldur

Í Botnadal í Grafningshreppi er skilti. Á því má lesa eftirfarandi:

Huldufólkskirkja í Botnadal.

Hafsteinn Björnsson

Hafsteinn Björnsson (1914–1977).

Hamrabeltið hér fyrir ofan virðist ekki merkilegt við fyrstu sýn og af því fara raunar ekki miklar sagnir. Hafsteinn Björnsson, miðill, hefur lýst því sem fyrir hann bar á þessum stað árið 1938. Hann dvaldist á Nesjum í Grafningi um tveggja ára skeið og varð oft var við huldufólk, kindur þess og hesta. Undir lok dvalarinnar var hann orðinn vel kunnugur huldufólksbygðinni og vissi upp á hár hver bjó í hvaða steini og kletti.

Sagan héðan úr Botnadal hljóðar svo:
„Ég var staddur í brekkunni norðvestan megin í dalnum. Furðaði mig stórlega á því, sem mér nú bar fyrir augu. Stór hóll, sem ég hugði að ætti að vera þarna gegnt mér hinum megin í dalnum, var allt í einu horfinn. Í stað hans blasti við mér fögur kirkja. Stóð kirkjan opin og sá ég inn að altarinu. Þar á loguðu ljós og yfir því var fögur altaristafla. Litur kirkjunnar að innanvar ljósblár. Sá ég nú að fólk dreif að úr öllum áttum. Sumir komu ríðandi, aðrir fótgangandi. Þetta fólk var á öllum aldri, allt frá smábörnum á fyrsta ári upp í hrörleg gamalmenni, sem rétt eigruðu áfram.

Botnadalur

Botnadalur – kort á skiltinu.

Búningur fólkisns var harla sundurleitur. Var sumt fremur fátæklega til fara, en margir voru þarna í glitklæðum og var búningur sumra kvennanna mjög skrautlegur. Presturinn var háaldraður, stór vexti og virðulegur með hvítt alskegg, sem féll niður á bringu. Hann kom frá bæ, sem var skammt frá kirkjunni, kom hempuklæddur út úr bænum og gekk þannig til kirkjunnar.“
Hafsteinn fylgdist með athöfninni, sem var greinilega skírn tveggja barna. Sýnin tók þó brátt enda:
„En allt í einu var stórri hendi brugðið fyrir auglit mér og henni veifað fram og aftur. Fékk ég þá glýju í augun og fann til hræðslu. Ég reyndi samt að láta eins og ekkert væri. Og í gegnum þessa stóru hönd sem stöðugt tifaði fyrir andlitinu á mér sá ég eins og í móðu huldufólkskirkjuna og fólkið, sem nú var að ganga út, þar til er allt rann saman við umhverfið. Höndin, sem brugðið var fyrir augu mér, hvarf og sýnin var horfin. Eftir stóð venjulegur hóll, þar sem kirkjan hafði áður staðið.“
Árið áður en þetta gerðist hafði Hafsteinn séð skrautbúið fólk koma gangandi yfir ísi lagt Þingvallavatn og stefna á Botnadal. Eftir að hann varð vitni að skírninni taldi hann víst að það hefði verið á leið til messu í huldufólkskirkjunni.“

Botnadalur

Botnadalur – huldufólkskirkjan t.v.

Hafnarfjörður

Hér verður fjallað um helstu minnismerkin í umdæmi Hafnarfjarðar. (Ef einhverjir vita betur um annað og meira er þeim bent á að hafa samband við www.ferlir.is).

Elín Björnsdóttir (1903-1988)

Elín Björnsdóttir

Minnismerki – Smalaskála.

Ofan Smalaskála í Smalahvammi undir Klifsholti austan Slétturhlíðar er steinn með áletruninni Elín Björnsdóttir með ártalinu 1903-1988. Elín var Eiginkona Jóns Magnússonar, kenndur við Gróðarstöðina Skuld í Hafnarfirði. Hann fékk úthlutað ræktunarlandi í Smalahvammi árið 1945, reisti þar bústað og undir hag sínum þar vel ásamt eiginkonu og börnum. Þegar Elín lést kom Jón minningarsteininum fyrir í hlíðinni og reisti við hann allmikil steinlistaverk, sem enn standa. Jón lést árið 2002.

Minning um mann – hornsteinn

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki; minning um mann.

Á steinhleðslu gegnt Ljósatröð 2 er lítið skilti með áletruninni „Minning um mann“ og við hlið þess „hornsteinn“ greyptur í hlesluna.

Sigurður Hannes Oddsson fæddist í Hafnarfirði 11. júlí 1941. Hann lést 4. maí 2017.
Siggi gekk til liðs við frímúrarastúkuna Hamar í Hafnarfirði og var mjög virkur í störfum hennar. Þegar stúkan Hamar réðst í að byggja nýtt stúkuheimili að Ljósutröð var hann ráðinn sem byggingarstjóri, annaðist undirbúning og framkvæmd byggingarinnar.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki; minning um mann.

Hamarsbræður voru honum mjög þakklátir og hlaut hann ýmsan virðingarvott vegna starfa sinna fyrir stúkuna.

Minnismerkið gerði frímúrarinn Tómas Guðnason í félagi við tvo aðra. Í samtali við FERLIR sagði hann merkið reyndar ekki vera um einn sérstakan heldur getur það átt við alla, allt eftir hugmyndaflugi þess sem túlkar það hverju sinni. Þegar kveðjusamkomur væru haldar í frímúrarahúsinu eftir jarðafarir hafi hann stundum sett blóm við merkið til minningar um hinn látna.

Sörli

Sörli

Sörli.

Hestamannafélagið Sörli var stofnað 7. febrúar 1944. Félagsaðstaða og reiðhöll Sörla er að Sörlastöðum við Sörlaskeið 13a í Hafnarfirði. Minnismerki um stofnuna er á hestasteini er norðan við reiðhöllina.

Vatnshlíðarlundur –
Hjálmar R. Bárðarson

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki; Vatnshlíð.

Í Vatnshlíð norðvestan Hvaleyrarvatns er minningarlundur. Lundurinn er til minningar um hjónin Hjálmar Rögnvald Bárðarson siglingamálastjóra og Else Sörensen Bárðarson.
„Vatnshlíðarlundur – Til minningar um hjónin Hjálmar Rögnvald Bárðarson siglingamálastjóra og Else Sörensen Bárðarson. Þau gáfu hluta eigna sinna til landgræðsluskógræktar, þar sem áður var lítt gróið bersvæði.
Með virðingu og þökk – Landgreiðslusjóður 2012″.
Landgræðslusjóður 2012.“

Lundurinn er í hlíðinni vestan Hvaleyrarvatns. Neðan hans til suðurs má sjá sléttan gróinn bala í hlíðinni er hýsti fyrrum bústað þeirra hjóna. Skógarreiturinn umhverfis er ágætur vitnisburður um áhuga og elju þessara skógræktarunnenda.

Vatnshlíð

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki; Vatnshlíð.

Í Vatnshlíðarlundi, ofan við upplýsingaskilti um hjónin Hjálmar Rögnvald Bárðarson og Else Sörensen Bárðarson  og vestan við minnisvarða um þau hjónin er bekkur. Á bekknum er skilti eð eftirfarandi áletrun: „Fyrir öll börnin okkar – í minningu þeirra: Þorlákur Ingi Sigmarsson, Sindri Pétur Ragnarsson, Orri Ómarsson. Starfsfólk bráðamóttöku barna 2021.“

Mirai no Mori – Klifsholti – Íslensk-japanka félagið

Klifsholt

 Mira No Mori.

Árið 2001 hófu félagar í Íslensk-Japanska félaginu gróðursetningu trjáa í landnemaspildu í Klifsholti, norðan við Sléttuhlíð í Hafnarfirði. Skógurinn ber heitið Mirai-no-mori, þ.e. skógur framtíðar. Tíðkast hefur ár hvert að fara að reitnum og gróðursetja tré.

Reiturinn er við reiðstíg er liggur frá Sléttuhlíð að Búrfellsgjá, norðan Smalaskálaholts. Í reitnum er tré-/járnsúla með áletrunni Mirai-no-mori (未来の森).

Trjálundur Alþjóðasamataka Lions

Hafnarfjörður

Lions.

Trjálundur Alþjóðasamtaka Lions er ofan/austan Sléttuhlíðar, skammt frá Kaldárselsvegi. Við reitinn er steinstöpull. Á honum er skjöldur með áletrunni:
„Fundur Alþjóðastjórnar Lions haldinn á Íslandi 2019 – Guðrún Yngvarsdóttir, alþjóðaforseti Lions 2018-2019“.

Trjálundur Lionsklúbbs Hafnarfjarðar

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki; minning um látna Lionsfélaga.

Trjálundur Lionsklúbbs Hafnarfjarðar er rétt norðvestan við Smalaskálahvamm norðan Kaldárselsvegar. Í honum er stuðlabergssteinn. Á hann er letrað: „Stofnaður 14. apríl 1956. Til minningar um látna félaga„.
Lionsfélagar í Hafnarfirði hafa jafnframt sett upp bekki bæði umleikis Hvaleyrarvatn og við göngustíga í höfðunum umhverfis vatnið til minningar um látna félaga. Tveir bekkjanna eru t.d. ofan við Værðarlund, báðir með áletruninni: „Lionsklúbburinn Ásbjörn – Gjöf frá Minningarsjóði Gísla S. Geirssonar.“

Á öðrum bekkjum eru sambærilegar áletranir. Bekkirnir eru á völdum stöðum þar sem lúnir geta hvílst og safnað orku til áframhaldandi átaka á ferð sinni umhverfis vatnið sem og um nærliggjandi skógarlundi. Allt er með góðvilja gjört.

Trjálundur Rotary I

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki; Rótarý.

Trjálundur Rótarý er skammt vestan Klifsholts undir Smalaskálahvammi. Við lundinn er bekkur. Á honum eru þrír skildir með áletrunum: vinstra megin: „Bekkir á Græna treflinum.
Hægra megin: „Þessi bekkur er gjöf Rótarýsklúbbs Hafnarfjarðar til þeirra sem um stíginn fara„. Á undirskildi stendur: „Til minningar um Rótarýfélaga.
Jón Guðmundsson f. 1929 – d. 2002.
Jón Guðmundsson f. 1929 – d. 2000.
Jón Vignir karlsson f. 1946 – d. 2017.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki; Rótarý.

Á þeim þriðja stendur: „Er það satt og rétt? Er það drengilegt? Eykur það velvild og vinarhug? Er það öllum til góðs?

Bekkur þessi núlifandi Rótraýfélaga er sá æðsti og efsti af 11 slíkum, sem Rótarýfélagar í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar, hafa komið fyrir við malbikaða göngustíginn vestan Kaldárselsvegar, allt frá nýju spennustöðinni á milli gömlu og nýju hesthúsanna, að Gjánum norðan Kaldársels, allt að leiðarlokum við trjálund þeirra vestan Klifsholts er geymir minningastein þeirra um látna félaga – göngulúnum til hvíldar á langri leið. Tilgangurinn og markmiðið er að heiðra og varðveita minninguna um horfna félaga.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki; Rótarý.

Sem fyrr segir er efsti bekkurinn helgaður minningu þriggja Jóna með umræddri spaksgrein. Sá 10. (í Gjánum) er helgaður Helga G. Þórðarsyni f. 1929 – d. 2003 og Steingrími Atlasyni f. 1919 – 2007 með áletruninni: „Staldraður við, njóttu stundarinnar. Níundi bekkurinn er helgaður Birni Árnasyni f. 1928 – d. 2007 og Steinari Steinssyni  f. 1926 – 2015. „Vingjarnlegt orð sem fellur í dag getur borið ávöxt á morgun“ er grafið á bekkinn þann.
Áttundi bekkurinn segir af Guðmundir Friðriki Sigurðssyni f. 1946 – d. 2022 og Sigurði Þorleifssyni f. 1948 – d. 2018 með eftirfarandi ábrýningu: „Gleðstu yfir góðum degi“.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki ; Rótarý.

Sá sjöundi er minning um Stefán Júlíusson f. 1915 – d. 2002 og Jón Bergsson f. 1948 – d. 2018. Áletrunin: „Megi dagur hver fegurð þér færa“.
Sjötti bekkurinn: Trausti Ó. Lárusson f. 1929 – d. 2021 og Þórður Helgason f. 1930 – d. 2018. Þeir frá yfirskriftina „Ástin er drifkraftur lífsins“.
Fimmti bekkurinn, nálægt Skógrækt Hafnarfjarðar, er tileinkaður Alberti Guðmundssyni f. 1926 – d. 2016, Sigurbirni Kristinssyni f. 1924 – d. 2011 og Sigurði Kristinssyni f. 1922 – 2005. „Megi gæfan þig geyma“.

Fjórði bekkur er tileinkaður Gísla Jónssyni f. 1929 – d. 1999 og Skúla Þórssyni f. 1943 – d. 2008 með orðunum „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki; Rótarý. bekkur við skógarlund félaga félagsins.

Þriðji þakklætisniðurseturstaðarmöguleikinn er í boði Guðjóns Steingrímssonar f. 1924 – d. 1988 og Steingríms Guðjónssonar f. 1948 – d. 2023. Þeir bjóða upp á „Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt“.
Annar hvíldarbekkurinn á Kaldárselsgöngustígnum er í minningu Valgarðs Thoroddsens f. 1906 – d. 1978 og Stefáns Jónssonar f. 1909 – d. 2001 með orðunum „Upplifðu fegurð náttúrunnar“.
Fyrsti bekkurinn, sem reyndar bíður flesta óþreytta velkomna á leið út úr bænum og verður að teljast sá velkomnasti heimleiðinni er tileinkaður minningu Níels Árnasonar f. 1923 – d. 2016 og Bjarna Þórðarsonar f. 1936 – d. 2012. Á bekknum er eftirfarandi áletrun: „Hver áfangi er leiðin að sigrinum“.

Sjá HÉR tengil Fjarðarfrétta um bekki Rótarýsfélaga Hafnarfjarðar.

Trjálundur Rotary II

Rotary

Rótarý – minningarsteinn.

Í trjálundi Rotarys vestan Smalaskála austan Sléttuhlíðar, skammt innan bekkjarins upphafsfyrrnefnda, er stuðlabergssteinn. Á honum er merki Rotarys og undir því má lesa: „Rótarýklúbbur – stofnaður 9. okt 1946. Í minningu látinna félaga“.
Neðst á steininum er lítill málmskjöldur, illlæsilegur. Á honum stendur: „Steininn er reistur fyrir gjöf Níelsar Árnasonar í tilefni af 50 ára starfsafmæli hans í klúbbnum.“
Eins og margir eldri Hafnfirðingar muna stýrði Níels Árnabíói (Hafnarfjarðarbíói) af mikilli röggsemi um margra áratuga skeið.
Lítilmátlegi málmskjöldurinn neðst á minningarsteinstöpli um látna Rotarys-félaga lýsa honum vel.

Á merkisafmæli Níels Árnasonar voru liðin 50 ár frá því hann gekk í Rótarýklúbb Hafnarfjarðar. Hann hefur alla tíð verið virkur og sannur Rótarýfélagi og af því tilefni var hann gerður að heiðursfélaga klúbbsins. (Við álestur niðurspjaldsins þurfti reyndar að beita svolitlum „göldrum“ til framköllunar.)

Rotary

Rotary – minningarskjöldur Níels Árnasonar. Letrið var framkallað með krít.

Níels afhenti Rotaryklúbbnum á afmælisdaginn sinn þann 5. júní eina milljón kr. í þakklætisskyni fyrir ánægjulegt starf í klúbbnum og til minningar um látna félaga. Sjórnin samþykkti einróma tillögu forseta um að hluta fjársins yrði varið til að reisa minningarstein í skógræktarsvæði félagsins um látna félaga og „hefur þegar verið gengið frá pöntun á slíkum stein og verður hann settur upp fljótlega“. Hér má sjá steininn þann.

Guðlaug Lára Björgvinsdóttir (1946-2021)

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki; Guðlaug B.

Við gangstíg gegnt Eskivöllum 21 er bekkur, gefinn íbúum Hafnarfjarðar af Braga Brynjólfssyni. Á bekknum er skilti: „Til minningar um Guðlaugu Láru Björgvinsdóttur (Lóa), 14.04.1946-11.01.2021“.

Bragi var innfæddur Hafnfirðingur, fæddist, að eigin sögn, „hálfur inni í Hellisgerði“. Staðreyndin er sú að foreldrar Braga bjuggu í húsi er skagaði fyrrum inn í Hellisgerði, en sjálfur fæddist drengurinn á St. Jósepsspítala, en dvaldi í uppvaxtarárunum í viðbyggingu nefnds húss.
Bragi giftist Guðlaugu Láru Björgvinsdóttur árið 1968 og hófu þau búskap í Hafnarfirði þar sem þau bjuggu alla tíð, lengi á Hjallabraut 92 og síðustu árin á Eskivöllum 21a.

Bragi Brynjólfsson lést 12. mars 2024. Nauðsynlegt er að bæta við minningarskilti um eiginmanninn Braga á bekkinn þann at’arna.

Hjartarsteinn

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minningarsteinn; Björgvin Halldórsson.

Hjartasteinn til heiðurs tónlistarmanninum Björgvini Halldórssyni var afhjúpaður framan Bæjarbíós við Strandgötu 6 í Hafnarfirði 2018. Um var að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar Hjarta Hafnarfjarðar. Hátíðin er haldin í Bæjarbíói.

Hjartasteinn til heiðurs leikaranum, söngvaranum, tónskáldinu, skemmtikraftinum og Hafnfirðingnum Þórhalli Sigurðssyni, best þekktum sem Ladda, var lagður fyrir framan Bæjarbíó í hjarta Hafnarfjarðar 2022. Hjartasteininn hlaut Laddi fyrir leikinn, gleðina og skemmtunina sem hann hefur fært öllum aldurshópum um árabil.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minningarsteinn; Þórhallur Sigurðsson.

Hjartasteinn í minningu Guðrúnar Helgadóttur var lagður í hjarta Hafnarfjarðar fyrir framan Bæjarbíó 30. apríl 2022. Hugmynd að fallegum virðingarvotti og minnisvarða kviknaði fyrst í samtali við höfundinn sjálfan í kjölfar þess að hún var heiðruð í Hafnarfirði fyrir ritverk hennar og framlag til íslenskrar menningar í tengslum við Bóka- og bíóhátíð barnanna 2018. Guðrúnu og fjölskyldu leist vel á hugmyndina og nú hefur hjartasteinn til minningar um einn ástsælasta og vinsælasta rithöfund okkar tíma verið afhjúpaður. Guðrún kvaddi þann 23. mars.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minningarsteinn; Guðrún Helgadóttir.

Eins og áður sagði er Magnús sá fjórði sem nýtur þess heiðurs að hljóta Hjartasteininn í Hjarta Hafnarfjarðar. Fyrir eru hjartasteinar til heiðurs Björgvini Halldórssyni, tónlistarmanni og bæjarlistarmanni Hafnarfjarðar, Þórhalli Sigurðssyni, Ladda leikara og tónlistarmanni, og þá er hjartasteinn í minningu Guðrúnar Helgadóttur rithöfundar, sem lést 23. mars 2022.

Tónlistarmaðurinn Magnús Kjartansson er fjórði listamaðurinn sem fær Hjartastein sér til heiðurs við Bæjarbíó í Hafnarfirði.

HMB

Hafnarfjörður - minnismerki

Hafnarfjörður – minnismerki; HMB.

Þann 12.11.2015 spann eins hreyfils kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF til jarðar í Hafnarfjarðarhrauni með þeim afleiðingum að báðir flugmennirnir létust. Þeir voru báðir flugkennarar við Flugskóla Íslands.

Mennirnir hétu Hjalti Már Baldursson og Haukur Freyr Agnarsson. Hjalti Már var búsettur í Hafnarfirði og Haukur Freyr var búsettur í Garðabæ.

Hjalti Már og Haukur Freyr störfuðu sem flugkennarar hjá Flugskóla Íslands.

Hafnarfjörður - minnismerki

Hafnarfjörður – minnismerki; HMB.

Haukur fæddist 17. júlí 1990. Hjalti Már fæddist 9. febrúar 1980.

Skömmu eftir slysið komu ættingjar Hjalta fyrir hvítmálum trékrossi á slyssstaðnum. Á krossinum var spjald með áletruninni „HMB“.

Minnismerkið er staðsett skammt vestan Neðri Straumsselshella ofan Straumsels, í svonefndum Almenningi.

Minningarbekkur

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki; Reykjavíkurvegur.

Við göngustíg vestan Reykjavíkurvegar skammt sunnan Hjallabrautar er bekkur. Á bekknum er skjöldur: „Minningarbekkur – Um hjónin Stefán G. Sigurðsson, kaupmann, og Laufeyju Jakobsdóttur. Brúkum bekki í Hafnarfirði. Öldungaráð Hafnarfjarðar, Félag sjúkraþjálfara, Félag eldri borgara í Hafnarfirði og Hafnarfjarðarbær“.
Fleiri „Minningarbekkir“ eru víðs vegar í Hafnarfirði.

Mjólkurbú Hafnarfjarðar

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki; Mjókurbú Hafnarfjarðar.

Mjólkurvinnslustöð Mjólkurbús Hafnarfjarðar var stofnuð árið 1934. Jóhannes J. Reykdal á Þórsbergi var fenginn til að standa fyrir framkvæmdum. Fór hann utan í fyrravetur og samdi um kaup á vélum.Byggingin sem tekin var í notkun árið 1947 þótti hin myndarlegasta. Var húsið byggt úr járnbentri steypu með korklögðum veggjum að innan. Það var tvílyft utan vélasalarins sem var í fullri hæð. Ketilshúsið var þar á bak við á neðri hæð og á efri hæðinni var skrifstofa og móttökusalur fyrir mjólk. Á bak við húsið var akvegur að húsinu og undir honum kolakjallari og sýrugeymsla. Á efri hæð í öðrum enda hússins var rannsóknarstofa, skyrgerð og geymsla. Talsverður styr stóð um Mjólkurvinnslustöðina vegna deilna milli mjólkurstöðva.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki; Mjólkurbú Hanarfjarðar.

Mjólkurbú Hafnarfjarðar var lagt niður árið 1949 og var í húsinu ýmiss konar starfsemi þar til það var brotið niður árið 1981.

Minnismerkið, þrír upphleyptir mjólkurbrúsar á trépalli, stendur nú þar sem Mjólkurvinnslustöðin, Lækjargata 22, stóð á suðausturhorni Öldugötu og Lækjargötu. Á skilti undir brúsunum stendur: „Hér stóð Mjólkurbú Hafnarfjarðar, stofnað 17. ágúst 1934“.

Örn Arnarson (1884 – 1942)

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki; Örn Arnarson.

Nyrst við Austurgötu stóð áður Hótel Hafnarfjörður en þar er nú minnismerki um Örn Arnarson skáld sem bjó þar um tíma. Hótel Hafnarfjörður var eitt af fyrstu steinhúsum bæjarins, byggt árið 1912.

Í Þjóðviljanum 9. ágúst 1973 mátti lesa, bls. 12: „Minnismerki um Örn Arnarson – Nýlega hefur verið komið upp minnismerki um Örn Arnarson í Hafnarfirði, en þar bjó hann síðari hluta ævi sinnar, lengst af í Hótel Hafnarfirði. Stóð það þar sem minnismerkið er nú“.

Í gamla hússtæðinu er minnismerkið; Ankeri umlukið lábörðu grjóti umleikis. Undir ankerinu er láréttur stuðlabergssteinn. Á hann ofanverðan er letrað: „Örn Arnarson átti heima hér“. Á norðurhliðina er letrað: „Með hendur á hlunni og orfi, vann hugurinn ríki og lönd“.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki; Örn Arnarson.

Örn Arnarson (dulnefni Magnúsar Stefánssonar) (12. desember 1884 – 25. júlí 1942) var íslenskt skáld og rithöfundur. Hann er þekktastur fyrir ljóðabók sína Illgresi sem kom út árið 1924. Þekktustu ljóð hans eru til dæmis: Þá var ég ungur, Stjáni blái og Íslands Hrafnistumenn, en það ljóð varð síðan innblásturinn að nafni Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra sjómanna.

Magnús Stefánsson fæddist að Kverkártungu á Langanesströnd í Norður-Múlasýslu. Þar bjuggu foreldrar hans Ingveldur Sigurðardóttir og Stefán Árnason.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki; Örn Arnarsson.

Á harðindaárunum eftir 1880 svarf svo að þeim að þau brugðu búi vorið 1887 og réðust vinnuhjú að Miðfirði.

 Magnús stundaði nám við Flensborgarskóla í Hafnarfirði veturinn 1907 – 08, en þaðan lauk hann gagnfræðaprófi. Kennaraprófi lauk hann frá Kennaraskólanum þar sem hann var við nám veturinn 1908 – 09.

Þegar Magnús lét af sýsluskriftunum, fluttist hann til Hafnarfjarðar og átti þar heima lengstum síðan. Fékkst hann þá einkum við afgreiðslu og skrifstofustörf, en hvarf oft að einhvers konar útivinnu á sumrin eins og til dæmis síldar- og vegavinnu. Hann kom nokkuð að sögu íþróttamála í Hafnarfirði og var m.a. formaður Knattspyrnufélagsins Framtíðarinnar.

Hrafna-Flóki

Á skilti við „Flókavörðuna“ ofan við Hvaleyri má lesa eftirfarandi:

Flókavarða

Hvaleyri – Flókavarða; minnismerki.

„Um Flóka Vilgerðarson má lesa í Landámsbók. Samkvæmt henni var Flóki norskur víkingur sem ætlaði sér fyrstur mann að setjast á Íslandi um 870. Hann lagði af stað snemma sumars frá mörkum Hörðalands og Rogalands í Noregi, stað sem var kallaður Flókavarði, síðar Ryvarden, til að leita óbyggðs lands vestur í hafi sem sæfarendur vissu af en höfðu lítið kannað. Flóki hafði með sér þrjá hrafna til að vísa sér leið, en áttavitar þekktust þá ekki á Norðurlöndum. Honum tókst með aðstoð hrafnanna að finna landið og fékk þannig nafnið Hrafna-Flóki. Hann kom fyrst að Suðausturlandi, sigldi vestur með ströndinni, fyrir Reykjanes, þvert yfir Faxaflóa, fyrir Snæfellsnes og nam loks staðar norðan Breiðafjarðar í Vatnsfirði á sunnanverðum Vestfjörðum.

Flókavarða

Flókavarða – skilti.

Vatnsfjörður var mikið gósenland fyrir veiðimenn. Þar var mikið af fugli, fiski og sel sem reyndist Flóka og förunautum hans auðtekin bráð. En Flóki hafði líka með sér búpening sem dó úr hungri næsta vetur, því að komumennirnir höfðu ekki áttað sig á því að á þessum sumarfagra stað þurfti að afla heyja til að halda búpeningi lifandi yfir veturinn. Vonsvikinn ákvað Flóki því um vorið að snúa aftur heim. Áður en hann lagði af stað gekk hann upp á hátt fjall fyrir norðan Vatnsfjörð, sá þar fjörð fullan af hafísum og gaf landinu nafnið Ísland sem það hefur borið síðan.

Flókavarða

Flókavarða – texti á skilti.

Á heimleiðinni varð Flóki fyrir óhappi. Á sunnanverðum Faxaflóa slitnaði bátur aftan úr skipinu en í honum var einn af förunautum Flóka sem hét Herjólfur. Flóki vildi ekki skilja hann eftir og hélt til lands. Hann kom í Hafnarfjörð og fann þar hval rekinn á eyri út frá firðinum og gaf eyrinni nafnið Hvaleyri. Þar fann hann Herjólf sem hafði tekið land annars staðar, á stað sem var síðan kallaður Herjólfshöfn. Ekki er núna ljóst hvar sá staður hefur verið.

Hér á Hvaleyri hafa íbúar í Sveio í Noregi nú reist vörðu (varða) til minningar um Flóka og komu hans í Hafnarfjörð og fært Hafnfirðingum að gjöf. Varðan er nákvæm eftirmynd af samskonar minnismerki sem þeir hafa áður reist í Ryvarden í Noregi, staðnum þar sem Flóki lagði af stað í landnámsleiðangur sinn. Þótt sá leiðangur mistækist varð hann þó til að gefa Íslandi það nafn sem það hefur borðið síðan.“

Hansakaupmenn í Hafnarfirði

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki við Flensborgarhöfn um veru Þjóðverja í Hafnarfirði fyrrum

Á upplýsingaskilti við Smábátabryggjuna (Flensborgarhöfnina) í Hafnarfirði má lesa eftirfarandi um Hansabæinn Hafnarjörð:

„Hið svokallaða Hansasamband var stofnað í Lübeck í Þýskalandi á 13 öld og var bandalag kaupmanna í verslunargildum borga í Norður- og Vestur-Evrópu. Lübeck var á þessum tíma mjög öflug verslunarborg og útskipurnarhöfn inn á Eystrasaltið eftir að elsti skipaskurður Evrópu var opnaður árið 1398 á milli Trave og Elbe.

Upp úr 1470 hófu Hansakaupmenn að sigla til Íslands, upphaflega komu þeir einungis frá Bergen í Noregi en fljótlega eiggin frá þýsku Hansaborgunum Hamborg, Lübeck og Bremen. Konungur hafði veitt Hansakaupmönnum leyfisbréf til verslunar á Íslandi árið 1468 en mikil samkeppni myndaðist á milli enskra og þýskra kaupmanna um bestu hafnirnar hér á landi í kjölfarið og til eru heimildir frá árinu 1475 um ófrið þeirra á milli við Hafnarfjörð.

Hafnarfjörður

Flensborgarhöfn – skilti.

Minnismerki var afhjúpað á Óseyrarbryggju við Flensborgarhöfn í Hafnarfirði í júlí 2003 um fyrstu lúthersku kirkjuna sem reist var á Íslandi, árið 1533. Kirkjan stóð á Háagranda í Hafnarfirði þar sem þýskir Hamborgar kaupmenn stunduðu verslun sína í rúmlega eina öld. Hún var reist til þess að þjóna þýskum farmönnum og var grafreiturinn við kirkjuna hinsta hvíla þeirra sem týndu lífi fjarri fósturjörðinni. Kirkjan var reist úr þýskum kjörviði og henni haldið við af Þjóðverjum allt til ársins 1603, en þá var þeim meinuð hvers kyns verslun á Íslandi. Var kirkjan tekin niður nokkrum árum síðar.
Forsetar Íslands og Þýskalands afhjúpuðu minnismerkið, sem er verk þýska listamannsins Hartmuts Langs, sem kallar sig Lupus. Dr. Johannes Rau, forseti Þýskalands, flutti stutt ávarp við afhjúpunina.

Vinabærinn Cuxhaven

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – afhjúpun Cuxhaven-minnismerkisins.

25. nóvember 2013 var afhjúpað minnismerki um vinabæina Hafnarfjörð og Cuxhaven í Þýskalandi. Á upplýsingaskilti við minnismerkið má m.a. lesa eftirfarandi:
“Borgin Cuxhaven í Þýskalandi og Hafnarfjörður stofnuðu formlega til vinarbæjarsamstarfs á haustmánuðum 1988 og hefur það vinabæjarsamband verið mjög virkt á margan hátt æ síðan.

Söguskiltið er staðsett við „Kugelbake“ á strandstígnum við höfnina en í tilefni af 25 ára afmæli vinabæjarsamstarfsins árið 2013.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – merki Hafnarfjarðar og Cuxhaven.

Þýska borgin gaf Hafnarfjarðarbæ fjögurra metra háa eftirgerð af 30 metra háu siglingarmerki sem reist var árið 1703 við ströndina nyrst í Neðra Saxlandi þar sem áin Saxelfur (Elbe) rennur í Norðursjóinn.

Kugelbake er borgarmerki Cuxhaven líkt og vitinn er merki Hafnarfjarðar og tilvalið þótti að staðsetja söguskiltið við siglingamerkið til þess að útskýra betur tilurð þess.

Sem dæmi um frekari afrakstur vinabæjarsamstarfsins má nefna að árið 1993 var vígt nýtt torg í miðborg Cuxhaven sem hlaut nafnið „Hafnarfjördurplatz“ og á Óseyrarsvæðinu í Hafnarfirði fékk við sama tækifæri ný gata nafnið „Cuxhavengata“.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki og söguskilti.

Strax við stofnun vinabæjarsamstarfsins árið 1988 var auk þess tekin ákvörðun um að stofna til svokallaðs „Cuxhavenlundar“ við Hvaleyrarvatn og hefur sú hefð skapast að þegar sendinefndir frá Cuxhaven koma hingað í heimsóknir gróðursetji fulltrúar þeirra hér tré þegar færi gefst enda hefur lundurinn stækkað mikið og gróið upp á undanförnum árum.

Í tilkynningu frá Hafnarfjaraðrbæ segir að auk þessa hafi samstarfið verið mikið og gefandi í æskulýðs- og íþróttamálum, mennta- og menningarmálum, á stjórnmálasviðinu og að ógleymdu viðskiptalífinu.
Cuxhavenborg hefur árlega fært Hafnfirðingum að gjöf jólatré sem lýst hefur upp á aðventunni, fyrst á suðurhöfninni en hin síðari ár í Jólaþorpinu á Thorsplani.”

Minnismerkið er vestan Strandgögu gegnt Dröfn.

Bein þriggja manna fundin á Hvaleyri 

Hvaleyri

Hafnarfjörður – Bein þriggja manna; minnismerki.

Árið 1922 tók Magnús bóndi Benjamínsson, sem þar á heima í Hjörtskoti á Hvaleyri, höfuðkúpu af manni og nokkra hálsliði þar úr bakkanum og gróf í kistli í mónum þar hjá, fjær sjó. Haustið 1924 varð hann var fleiri beina þar yzt í bakkanum og sumra í fjörunni. Gróf hann þá dálítið til og tók enn úr bakkanum 2 höfuðkúpur og mörg bein önnur, úr tveim mönnum. Matthíasi Þórðarsyni, þjóðminjaverði, var gert við vart og fór jeg að skoða beinin.
Höfuðkúpurnar voru heillegar og mátti sjá af tönnunum, að önnur væri af öldruðum manni, en hin af miðaldra. Bein þessi munu, að hans áliti, hafa verið frá síðari öldum og þótti honum ekki ástæða til að varðveita þau í Þjóðminjasafninu. Þau voru talin sennilega kristinna manna leifar og voru flutt í kirkjugarð Hafnarfjarðar. Kirkjugarður var á Hvaleyri, í einungis hundrað metra fjarlægð frá fundarstaðnum.

Minningarplatti er suðaustast við jaðar Hvaleyrartúns þar sem beinin fundust á honum stendur: „Bein þriggja manna fundin á Hvaleyri 1926“.

Altari sjómannsins

Altari sjómannsins

Minnismerki – Altari sjómannsins við Víðistaðakirkju.

Til minningar um horfna sjómenn.

Minnisvarðann gerði Erlingur Jónsson árið 1993 og stendur hann framan við Víðistaðakirkju í Hafnarfirði.

Minning um drukknaða fiskimenn
Við Kaplakrika Hafnarfjörður
Minnisvarði í Kaplakrika í Hafnarfirði.
In memoriam – Minning um drukknaða fiskimenn.

Eiríkur Jónsson, f. 2.6.1857, d. 18.4.1922 og synir hans
Benjamín Franklín, f. 12.3.1892, d. 28.2.1910
Bjarni, f. 24.9.1896, d. 8.2.1925
Jón Ágúst, f. 17.8.1902, d. 18.4.1922

Kaplakriki

Minnismerki – Kaplakriki.

Drottinn drangan blessi
góðir menn hann verndi.

Reistur af Guðbjörgu Jónsdóttur og Birni Eiríkssyni, Sjónarhóli, Hafnarfirði 2.6.1957.
Stendur við íþróttahúsið í Kaplakrika, Hafnarfirði.
Minnisvarðinn var endurgerður árið 2016.
Platan er samhljóða því sem stendur á dranganum og er fest á vegginn aftan við hann.

Sigling
Minnisvarði um sjómenn

Tæpum tuttugu árum eftir að hafin var fjársöfnun til að reisa „minnismerki um drukknaða hafnfirzka sjómenn“ var „heiðursmerki sjómanna“ vígt við Strandgötu í Hafnarfirði. Verkið heitir „Sigling“ og er eftir Þorkel G. Guðmundsson, auk nafns verks og höfundar er áletrunin: „Heiðursvarði hafnfirzkra sjómanna. Reistur 1974 af Hafnarfjarðarbæ.“ Í stað þagnar sem oft fylgir afhjúpun minnismerkja um samfélagsleg áföll var hrópað ferfalt húrra við afhjúpunina, fyrir hafnfirskri sjómannastétt.

Minnisvarðinn stendur framan við Þjóðkirkjuna í Hafnarfirði.

Knattspyrnufélagið Haukar

„Stofnfundur Knattspyrnufélagsins Haukar
(endurritun úr fundargerðarbók.)

1. fundur.
Sunnudaginn 12. apríl 1931 komu nokkrir drengir saman í húsi KFUM til þess að stofna íþróttafélag er eigi að standa á grunndvelli KFUM.

Haukar

Minnismerki – Haukahúsið.

Þeir sem eru stofnendur félagsins eru þessir:
Óskar Gíslason, Karl Auðunsson, Jens Sveinsson, Þórður Guðbjörnsson, Jóhannes Einarsson, Helgi Vilhjálmsson, Sigurgeir Guðmundsson, Magnús Kjartansson, Jón Halldórsson, Bjarni Sveinsson, Hallgrímur Steingrímsson, Nikolaj Grímsson, og Geir Jóelsson.

Á fundi gerðist sem hér segir:
Sigurgeir Guðmundsson sagði frá för sem hann og tveir aðrir drengir fóru til þess að tala við Jóel Ingvarsson um stofnun þessa félags.
Í stjórn félagsins voru þessir kosnir. Karl Auðunsson formaður, Sigurgeir Guðmundsson gjaldkeri. Hallgrímur Steingrímsson ritari.
Varamenn voru kosnir Bjarni Sveinsson varaformaður en Nikolaj Grímsson vararitari.
Fleira var ekki lagt fyrir fundinn og honum því slitið.
Hallgrímur Steingrímsson ritari.“                                                                                                                                                                                                                              Minnismerkið er við inngang húss nr. 15 við Hverfisgötu, fyrrum húss KFUM og K.

Víðistaðir

Víðistaðir

Minnismerki – Víðistaðir.

Til minningar um
Bjarna Erlendsson, 1881-1972 og Margréti Magnúsdóttur, 1889-1960 sem reistu býli að Víðistöðum árið 1918 og bjuggu þar til æviloka.
Minnisvarðinn sendur í Víðistaðatúni í Hafnarfirði.

Hellisgerði
Bjarni Sivertsen (1763-1833)

Faðir Hafnarfjarðar. Brjóstmyndin gerð af Ríkarði Jónssyni myndhöggvara.
Minnisvarðinn stendur í Hellisgerði.

Friðrik Bjarnason (1880-1962)
Fæddist á Stokkseyri 27. nóvember 1908.
Fluttist til Hafnarfjarðar árið 1908.

Friðrik Bjarnason

Minnismerki – Friðrik Bjarnason.

Organisti við Hafnarfjarðarkirkju í 36 ár.
Kennari, tónskáld og kórstjóri.
Stofnaði Karlakórinn Þresti árið 1912.
Hann lést 28. maí 1962.

Karlakórinn Þrestir gekkst fyrir afhjúpun minnismerkisins í tilefni af 100 ára afmæli kórsins 19. febrúar 2012.
Verkefnið var styrkt af Hafnarfjarðarbæ.
Minnisvarðinn stendur við Hafnarfjarðarkirkju

Guðmundur Einarsson (1883-1968)
Frumkvöðull að vernd og ræktun Hellisgerðis 1923.

Ríkarður Jónsson myndhöggvari gerði brjóstmyndina sem er á klettavegg við Fjarðarhelli í Hellisgerði.

Brjóstmyndin var afhjúpuð 5. október 1963.

Guðmundur Einarsson

Minnismerki – Guðmundur Einarsson.

Í tilefni af fjörutíu ára afmæli Hellisgerðis var 5. október 1963 afhjúpaður minnisvarði af Guðmundi Einarssyni (1883-1968), trésmíðameistara og framkvæmdastjóra trésmiðjunnar Dvergs, en hann átti frumkvæðið að stofnun garðsins, ræktun hans og vernd. Þá hélt Guðmundur framsögu á fundi í Málfundafélagi Magna 15. mars 1922, þar sem hann benti á hvílík áhrif það gæti haft til bóta fyrir bæinn ef félagið kæmi upp blóma- og skemmtigarði þar sem sérkenni landsins, hraunborgirnar og gjárnar, fengju að halda sér og njóta sín óspillt, jafnframt því að hlúa að gróðrinum. Fullyrti Guðmundur að slíkur garður myndi vera félaginu til sóma og bænum til prýði. Árið eftir hófust fyrstu framkvæmdir í garðinum en myndin af Guðmundi er felld inn í hraunvegg, rétt við hellinn í gerðinu.

Hellisgerði

Minnismerki – Bjarni Sívertsen.

,,Hellisgerði er skrúðgarður Hafnarfjarðar og liggur vestan Reykjavíkurvegar, norðan Hellisgötu og sunnan Skúlaskeiðs. Nafnið tengist Fjarðarhelli fyrir miðju garðsins sem var upphaflega fjárskjól. Hellisgerði var afhent Málfundafélaginu Magna í sumarbyrjun 1923 og hófst ræktun sumarið eftir. Sumarið 1927 var Hellisgerði opnað almenningi á sunnudögum og nokkrum árum seinna var það opið alla daga eftir hádegi yfir sumarmánuðina. Núna er Hellisgerði almenningsgarður sem er öllum opinn. Þó svo að Hellisgerði sé formlega talið vera níutíu ára gamalt má rekja upphafið til ræktunartilrauna athafnamannsins Bjarna Sívertsens.”

Guðmundur Gissurarson (1902-1968)

Fyrsti forstjóri Sólvangs og formaður byggingarnefndar Sólvangs.
Gjöf Félags ungra jafnaðarmanna til Sólvangs.
Gestur Þorgrímsson gerði verkið 1966.

Verkið stendur við Hjúkrunarheimilið Sólvang í Hafnarfirði.

Jóhannes J. Reykdal (1874-1946)
Reykdalsstífla 1906

Reykdal

Minnismerki – Jóhannes Reykdal við Reykdalsstíflu.

Jóhannes J. Reykdal var stórhuga brautryðjandi og athafnamaður sem reisti m.a. þrjár vatnsaflsvirkjanir í Læknum í Hafnarfirði. Sú hin fyrsta var gangsett þann 12. des. 1904 og markaði sá viðburður upphaf rafvæðingar Íslands. Þá voru kölduljós kveikt í 15 húsum í bænum auk fjögurra götuljósa. Hörðuvallavirkjun, nokkru ofar í Læknum, var svo gangsett haustið 1906. Afl hennar, 37 kW, fullnægði þörf bæjarins fyrir rafmagn. Kallast hún nú Reykdalsvirkjun. Sú þriðja, enn ofar, var gangsett árið 1917.

Jóhannes J. Reykdal (1874-1946)

Jóhannes Reykdal

Minnismerki – Jóhannes Reykdal.

Rétt sunnan golfvallarins í Setbergi er þessi minnisvarði um Jóhannes Reykdal og fjölskyldu hans. Þau voru grafin í heimagrafreit þar sem nú er minnisvarðinn.

“Heimagrafreiturinn Setbergi er staðsettur að Hólsbergi 13 í Hafnarfirði. Þar hvílir Jóhannes Jóhannesson Reykdal ásamt konu sinni Þórunni Böðvarsdóttur Reykdal og fimm börnum þeirra sem dóu þegar þau voru á aldrinum 12 til 34 ára (þau hjónin eignuðust alls 12 börn)”.

Jóhannes Reykdal

Minnismerki – Jóhannes Reykdal.

“Lengi stóð grafhýsi í Setbergshverfi ofan Hafnarfjarðar. Athafnamaðurinn Jóhannes Reykdal var sá fyrsti sem þar hvíldi. Hann varð goðsögn í lifanda lífi þegar hann bókstaflega lýsti upp Hafnarfjörð árið 1904 með því að setja þar upp rafmagnsljós.
Fyrir nokkrum árum var hins vegar mokað yfir grafreitinn en áður voru þeir sem síðast voru þar greftraðir fluttir í kirkjugarð bæjarins og jarðaðir þar.”

Þau sem þarna er minnst eru Reykdalshjónin og fimm af börnum þeirra:

Jóhannes J. Reykdal,
f. 18.1.1874 – d. 1.8.1946
Þórunn B. Reykdal,
f. 21.10.1883 – d. 3.1.1964

Ásgeir Reykdal,
f. 25.7.1906 – d. 24.6.1933
Böðvar Reykdal,
f. 23.6.1907 – d. 2.1.1931

Helgafell

Minnismerki – Óskar Páll Daníelsson.

Jóhannes Reykdal,
f. 3.11.1908 – d. 30.12.1942
Friðþjófur Reykdal,
f. 28.7.1911 – d. 26.2.1934
Lovísa Reykdal,
f. 18.11.1918 – d. 20.4.1931

Óskar Páll Daníelsson (1979-2012)

f. 18. október 1979, d. 12. janúar 2012

Frá Dýrð til Dýrðar

Þetta skilti er vestan í klettabelti Helgafells við Hafnarfjörð en Óskar Páll hrapaði þar.

Stefánshöfði

Stefánshöfði

Minnismerki – Stefánshöfði.

Stefánshöfði er vestan við Kleifarvatn. Höfðinn er nefndur eftir Stefáni Stefánssyni f. 5.12.1878, d. 22.12.1944, eða Stebba guide, en ösku hans var dreift í vatnið árið 1944. Skjöldur á klettavegg Stefánshöfða við veginn.

Þórður Edilonsson (1875-1941)

Þórður Edilonsson fæddist 16. september 1875 og lést 14. september 1941. Hann var stúdent frá MR 1895 og lauk prófi frá læknaskóla í Reykjavík 1899. Vann á sjúrahúsum erlendis 1899-1900, en varð staðgengill héraðslæknis í Keflavík sumarið 1899.

Sólvangur

Minnismerki – Þórður Edilonsson.

Settur héraðslæknir í Kjósarhéraði 1900-1903, aðstoðarlæknir í Reykjavík með aðsetur í Hafnarfirði. Aftur settur héraðslæknir í Kjósarhéraði 1903-1908. Settur Héraðslæknir í Hafnarfirði 1908 til æviloka 1941.
Þórður gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í Hafnarfirði, m.a. í bæjarstjórn, fræðslustjórn, stjórn sparisjóðs Hafnarfjarðar o.fl. Hann sat einnig í stjórn Læknafélagsins.

Kona hans var Helga Benediktsdóttir skálds Sveinbjarnarsonar Gröndal. Þau áttu tvo syni.

Minnisvarðinn stendur við Sólvang í Hafnarfirði og er eftir Ríkarð Jónsson myndhöggvara.

Brautryðjendur
Til minningar um brautryðjendurna, Þorvald Árnason, Jón Gest Vigfússon, Jón Magnússon í Skuld, sr. Garðar Þorsteinsson sem unnu óeigingjarnt starf við skógrækt í Hafnarfirði.

Brautryðjendur

Minnismerki – Brautryðjendur.

Aðalheiður Magnúsdóttir (1914-1994) – Andrés Gunnarsson (1904-2003).

Í minningu hjónanna Aðalheiðar Magnúsdóttur og Andrésar Gunnarssonar.

Minnisvarðinn stendur í Andrésarlundi við Hvaleyrarvatn.

“Á skógar- og útivistardegi fjölskyldunnar sem haldinn var við Hvaleyrarvatn um miðjan júlí var Björnslundur vígður í minningu Björns Árnasonar, bæjarverkfræðings og skógarbónda. Afhjúpuðu börn Björns minningarskjöld í Seldal [undir Stórhöfða].
Í fimmtu og síðustu skógargöngu Skógræktarfélags Hafnafjarðar 9. ágúst s.l. var afhjúpaður minnisvarði í Gráhelluhrauni um fjóra menn sem lögðu sitt af mörkum til að efla skógræktarstarf í Hafnarfirði um miðja síðustu öld. Það voru Þorvaldur Árnason, Jón Gestur Vigfússon, Jón Magnússon í Skuld og sér Garðar Þorsteinsson sem áttu allir setu í stjórn Skógræktarfélags Hafnarfjarðar um langa hríð.”

Guðmundur Þórarinsson

Minnismerki – Guðmundur Þórarinsson.

Í Gráhelluhrauni er auk þess minningarskjöldur um Guðmund Þórarinsson, skógræktarmann og kennara. Í Húshöfða ofan við Hvaleyrarvatn er minningaskjöldur um Kristmundsbörn annars vegar og Ólafslundur til minningar um Ólaf Daníelsson, skógræktanda, hins vegar.
Björn Árnason var lengi bæjarverkfræðingur í Hafnarfirði. Hann átti drjúgan þátt í vega- og stígagerð á skógræktarsvæðunum ofan við bæinn. Þegar erfiðlega gekk að fá fjárveitingar til slíkra framkvæmda brá hann á það ráð að jafna kostnaðinum yfir á “Ytri-höfnina”, athugasemdalaust. Í dag vildu fáir vera án þessara stíga er gerir þeim kleift að ganga um skógræktarsvæðin með auðveldum hætti. Og Ytri-höfnin er fyrir löngu komin í gagnið.

Björn Árnason (1928-2007)
Björnslundur

Björn Árnason

Minnismerki – Björn Árnason.

Til minningar um Björn Árnason bæjarverkfræðing og skógarbónda

Minnisvarðinn stendur í skógræktinni við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði

Guðmundur Kristinn Þórarinsson (1913-1975)
Guðmundarlundur

Guðmundur Kristinn Þórarinsson (1913-1975) kennari gróðursetti furulundinn.
Sumarið 1965 hóf Guðmundur gróðursetningu á stafafuru í Gráhelluhrauni og er þar nú þéttur skógur. Minningarskjöldur hans er á stórri hraunhellu við göngustíginn í miðjum skógræktarreitnum sem hann plantaði út.

Minnisvarðinn er i Gráhelluhrauni.

Hólmfríður Finnbogadóttir (1931-2019) – Reynir Jóhannsson (1927-2012)

Hólmfríður Finnbogadóttir

Minnismerki – Hólmfríður Finnbogadóttir.

Hólmfríður hóf störf hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar 1980, sat í stjórn og var formaður og síðan framkvæmdastjóri til 2013.

Afhjúpað á sjötíu ára afmæli Skógræktarfélags Hafnarfjarðar 2016.

Minnisvarðinn stendur við Kaldárselsveg í Hafnarfirði.

Hólmfríður Finnbogadóttir
Hólmfríður Finnbogadóttir og Reynir Jóhannsson hófu skógrækt hér 1980.

Ingvar Gunnarsson (1886-1961)

Ingvar Gunnarsson

Minnismerki – Ingvar Gunnarsson.

Til minningar um Ingvar Gunnarsson fyrsta formann Skógræktarfélags Hafnarfjarðar.

,,Árið 1930 hóf Ingvar Gunnarsson kennari við Barnaskóla Hafnarfjarðar gróðursetningu í Undirhlíðum en Litli-Skógarhvammur var girtur í ársbyrjun 1934. Sama vor hófu nemendur Barnaskóla Hafnarfjarðar ræktun Skólalundar undir stjórn Ingvars. Næstu árin plöntuðu börnin út mörg þúsund trjáplöntum, en starfinu lauk þegar fullplantað var í girðinguna fáum árum seinna. Skógrækargirðingin fékk lítið sem ekkert viðhald en 1942 gerði bæjarstjórnin samning við

Skólalundur

Í Skólalundi.

Fjáreigendafélag Hafnarfjarðar um sumarbeit innan bæjargirðingarinnar. Fjáreigendur tóku að sér að annast viðhald allra girðinga í upplandinu, en þrátt fyrir samninginn töldu þeir sig ekki hafa efni á að viðhalda skógræktargirðingunni. Hákon Bjarnason skógræktarstjóri ritaði bæjarstjóra bréf 1948 og óskaði eftir því að girðingin væri endurnýjuð. Sumarið áður hafði sauðfé gert sig heimakomið í Skólalundi og skemmt birkikjarrið mikið og bitið stöku skógarfurur og grenitré.
Þann 25. júní 2005 fór fram táknræn athöfn í Undirhlíðaskógi þegar 75 trjáplöntur voru gróðursettar í Skólalundi til að minnast 75 ára afmælis Skógæktarfélags Íslands og að 75 ár voru liðin frá því að Ingvar Gunnarsson gróðursetti þar fyrstu trén.” [Undirhlíðar]

Minnisvarðinn stendur í Skólalundi í Undirhlíðum

Jónas Guðlaugsson (1929-2009)

Cuxhavenlundur

Minnismerki – Jónas Guðlaugsson.

Vinabæjarfélagið Cuxhaven – Hafnarfjörður.

Jónas Guðlaugsson fæddist á Guðnastöðum í Austur-Landeyjum 21. apríl 1929 og lést 30. júlí 2009. Jónas var ekki nema 13 ára þegar hann setti upp vindmyllu við heimili sitt sem var tengd rafgeymi og lagði rafmagn í bæinn. Það kom engum á óvart þegar hann hóf nám í rafvirkjun á Selfossi og seinna í Reykjavík. Hann hélt síðan til Hamborgar í Þýskalandi til að læra rafmagnstæknifræði og lauk prófi árið 1959. Á Þýskalandsárunum kynntist hann Dórótheu Stefánsdóttur frá Siglufirði og gengu þau í hjónaband og eignuðust fjögur börn.

Cuxhavenlundur

Minnismerki – Jónas Guðlaugsson í Cuxhavenlundi.

Jónas starfaði við raflagnateikningar eftir að hann sneri aftur heim til Íslands og var verkstjóri á teiknistofu Rafmagnsveitu Reykjavíkur í eitt ár en kenndi einnig við Iðnskólann á Selfossi áður en hann réðst sem tæknifræðingur til Rafveitu Hafnarfjarðar árið 1962. Þar gat hann sér gott orð og var gerður að rafveitutstjóra árið 1969. Hann var rafveitustjóri til ársins 1999 þegar hann lét af störfum.

Föstudaginn 6. júlí komu nokkrir félagar úr Vinabæjarfélaginu Cuxhaven – Hafnarfjörður ásamt nokkrum góðum gestum frá Þýskalandi saman í Cuxhaven lundinum við Hvaleyrarvatn.

Cuxhavenlundur

Afhjúpun minningarreitsins í Cuxhavenlundi.

Tilgangur samfundarins var afhjúpun minningarskjaldar um Jónas Guðlaugsson fyrrverandi rafveitustjóra og formann félagsins til margra ára. Ekkja Jónasar Dóróthea Stefánsdóttir afhjúpaði skjöldinn sem komið var fyrir á látlausum steini sem er skammt frá minningarsteini um Rolf Peters, en þeir voru miklir mátar. Að afhjúpun lokinni voru gróðursett 30 tré sem Skógræktarfélag Hafnarfjarðar gaf til minningar um Jónas, en hann var alla tíð dyggur stuðningsmaður Skógræktarfélagsins. Síðan héldu allir viðstaddir í Selið, höfuðstöðvar Skógræktarfélagsins, þar sem bornar voru fram veitingar.

Minnisvarðinn er í Cuxhaven-lundi við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði.

Ólafur Tryggvi Vilhjálmsson (1914-1996)
Ólafslundur

Ólafslundur

Minnismerki – Ólafur Tryggvi Vilhjálmsson.

Ólafur Tryggvi Vilhjálmsson (1914-1996) var einn af stofnendum Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Hann var kjörinn í varastjórn á stofnfundinum og starfaði með félaginu alla tíð. Hann tók við formennsku árið 1965 og gegndi þeirri stöðu lengst allra eða í 24 ár. Hann var vakinn og sofinn í starfinu og fáir einstaklingar hafa lagt eins mikið af mörkum við ræktunarstarfið og hann. Ólafur var útnefndur heiðursfélagi á 45 ára afmæli félagsins 1991, en tveimur árum fyrr hafði hann látið af formennskunni eftir áratuga farsælt starf. Á ýmsu gekk í formannstíð Ólafs og félagið varð fyrir nokkrum áföllum. Með þrautseigju sinni, æðruleysi og dugnaði tókst Óla Villa að færa alla hluti til betri vegar. Til að minnast þessa mæta forystumanns var útbúinn fjölbreyttur skógarreitur í suðausturhlíðum Húshöfða, sem nefndur er Ólafslundur. Þar stendur minningarsteinn Ólafs Tryggva Vilhjálmssonar.

Cuxhavenlundur

Minnismerki – Rolf Peters.

Ólafur fæddist í Hafnarfirði 17. desember 1915 í Illugahúsi (Kóngsgerði) í vesturbæ Hafnarfjarðar. Hann var lengst af starfsævinni leigubílstjóri og bjó ásamt fjölskyldu sinni að Bólstað í Garðabæ. Ólafur var einn helsti hvatamaður að stofnun Skógræktarfélags Garðabæjar.

Rolf Peters
Jónas Guðlaugsson og Rolf Peters frá Cuxhaven áttu mikinn þátt í þeim góðu samskiptum sem mynduðust milli vinabæjanna Hafnarfjarðar og Cuxhaven í Þýskalandi eftir að stofnað var til þeirra árið 1988. Þetta leiddi til þess að árið 1993 var stofnað félag í Hafnarfirði um vinabæjarsamstarfið og tók Jónas strax sæti í stjórn félagsins. Hann var formaður félagsins á árabilinu 1999 til 2007 og voru stjórnarfundir gjarnan haldnir á heimili hans og Dórótheu Stefánsdóttur.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn.

Jónas var jafnan í fararbroddi þegar gesti frá Þýskalandi bar að garði og sá til þess að þeir nytu þess besta sem Hafnarfjörður hafði upp á að bjóða. Þegar Jónas ákvað að láta af stjórnarsetu vegna heilsufarsástæðna árið 2007 voru þau hjón gerð að heiðursfélögum í Vinabæjarfélaginu. Þetta var ekki eina viðurkenningin sem Jónasi hlotnaðist því borgaryfirvöld í Cuxhaven veittu honum heiðursorðuna ,,Schloss Ritesbüttel“ árið 2002 og Johannes Rau forseti Þýskalands sæmdi hann heiðursorðunni ,,Das Verdienstkrauz 1. Klasse“ árið 2003. (Cuxhaven-lundur)

Minnisvarðinn er í Cuxhaven-lundi við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði

Systkinalundur

Systkinalundur

Minnismerki – Systkinalundur.

Systkinalundur Gunnlaugs Kristmundssonar, Ingibjargar Kristmundsdóttur og Guðmundar Kristmundssonar.

Þau systkinin voru fædd á Haugi í Núpsdal í Miðfirði en fluttust síðar öll til Hafnarfjarðar. Hélt Ingibjörg heimili með Gunnlaugi þar í bæ en síðar með Guðmundi í Sveinskoti á Hvaleyri. Sandgræsluvörður var Gunnlaugur skipaður árið 1907 og gegndi síðan því starfi í 40 ár, en sandgræðslustjóraembættið var ekki formlega stofnað fyrr en 1942.

Minnisvarðinn var afhjúpaður árið 1989 og stendur hann í skógarlundi við Hvaleyrarvatn, sem við þau systkinin er kenndur og kallaður Systkinalundur.
Minnisvarði um Gunnlaug Kristmundsson er einnig í Gunnarsholti.

Skátalundur

Skátalundur

Minnismerki – Látnir skátar.

Við skátaskála Gildisskáta við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði er minnismerki um látna skáta. Þótt sérhverra þeirra sé ekki getið á minningarskildinum ber að taka viljan fyrir verkið.

Ofangreind minnismerki má finna í landi Hafnarfjarðar. Líklega eru minnismerkin mun fleiri, ef allt er talið, s.s. minnismerki, vatnshjólið, um fyrstu rafvæðinguna við Lækinn sem og hin ýmsu minningarmörk víðs vegar um bæinn.

Þannig má segja að hinir ýmsu „merkimiðar“ á einstökum stöðum, s.s. á Arnarklettum við Arnarhraun, og hin mörgu upplýsingaskilti á tilteknum sögustöðum bæjarins bæti verulega um betur í þeim efnum.

Heimild m.a.:
-https://eirikur.is/minnisvardar/vesturland/hafnarfjordur-minn/Hafnarfjörður

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki; Sigling. Á skildi neðst á listaverkinu mála lesa: „Þorkell Gunnar Guðmundsson (1934)
Sigling – sailing. 1961 – Sett til heiðurs hafnfirskri sjómannastétt 1976.

 

Nesviti

Við veitingaaðstöðuna að Götu í Selvogi er skilti er ber yfirskriftina „Vitaleiðin„. Á því má lesa eftirfarandi:

Þorlákshafnarviti (Hafnarnesviti)

Þorlákshafnarviti (Hafnarnesviti).

„Göngu- og hjólaleið ásamt akstursleið; þrír vitar, fjölbreytileg sjávarsíða, þrjú þorp – ýmiskonar afþreying, saga, matur og gisting.
Vitaleiðin er um 45 km leið sem nær frá Selvogi í vestri að Knarrarósvita við Stokkseyri í austri. Nafngiftin er dregin af vitunum sem marka leiðina þ.e. Selvogsvita, Hafnarnesvita [Þorlákshafnarvita] og Knarrarnesvita.
Vitaleiðin býður upp á þá skemmtilegu fjölbreytni að ferðalangar geta ekið hana, gengið meðfram strandlengjunni eða jafnvel hjólað. Á Vitaleiðinni heimsækir þú þrjú þorp við sjávarsíðuna, Þorlákshöfn, Eyrarbakka og Stokkseyri, sem hvert hefur sína sérstöðu og sögu. Vitaleiðim býður upp á fjölbreytta ferðamöguleika sem hægt er að njóta á einum eða fleiri dögum.“

Vitaleiðin - skilti

Vitaleiðin – skilti.

Tungufoss er fallegur foss neðarlega í Köldukvísl í Mosfellsbæ, á móts við Leirvogstungu og dregur fossinn nafn sitt af bæjarnafninu. Við Tungufoss má sjá leifar af heimarafstöð sem var reist árið 1930 af bóndanum í Leirvogstungu og bræðrum hans og framleiddi stöðin rafmagn fyrir bæinn fram til ársins 1958.

Tungufoss

Tungufoss.

Tveir fallegir hylir eru neðan við Tungufoss: Kerið, sem er beint fyrir neðan fossinn, og Klapparhylur litlu neðar. Nærsvæði fossins er vinsælt til útivistar en hið friðlýsta svæði er 1,4 hektarar að stærð.

Tungufoss og nágrenni voru friðlýst sem náttúrvætti þann 25. apríl 2013. Friðlýsta svæðið er 1. 4 hektarar að stærð og nær yfir fossinn og töluvert svæði ofan og neðan hans.

Tungufoss

Upplýsingaskilti við Tungufoss.

Tungufoss er fallegur foss neðarlega í Köldukvísl í Mosfellsbæ á móts við Leirvogstungu og dregur fossin nafn sitt af bæjarnafninu. Við Tungufoss má sjá leifar af heimarafstöð, sem var reist árið 1930 af bóndanum í Leirvogstungu og bræðrum hans. Stöðin var nýtt til rafmagnsframleiðslu fram til ársins 1958. Tveir fallegir hyljir eru neðan við Tungufoss; Kerið, sem er beint fyrir neðan fossinn, og Klapparhylur litlu neðar.

Tungufoss

Tungufoss.

Markmiðið með friðlýsingu Tungufoss sem náttúruvættis er að vernda fossinn sjálfan sem og menningarminjar innan þess. Svæðið hefur mikið útivistargildi enda fjölsótt bæði af bæjarbúum og öðrum gestum og mikilvægt að treysta útivistar- og fræðslugildi þess.

Almenningi er heimil för um náttúrvættið en skylt að ganga vel og snyrtilega um svæðið.

Aðgengi að fossinum að fossinum er ágætt, ef fylgt er stígum beggja vegna árinnar.

Tungufoss

Tungufoss.

Álafoss

Álafoss er fallegur foss í Varmá þar sem hún liðast í gegnum Álafosskvos í Mosfellsbæ. Varmá er á náttúruminjaskrá frá upptökum til ósa en áin og fossinn tengjast ríkulega atvinnu- og íþróttasögu Mosfellsbæjar. Árið 1896 hófst ullarvinnsla við Álafoss og vegna þeirrar starfsemi var áin stífluð ofan við fossinn. Myndaðist þá talsvert dýpi í ylvolgri Varmánni sem notað var til sundiðkunar og dýfinga. Má enn sjá leifar af tveimur dýfingarpöllum ofan við fossinn sem og leifar af stíflunni.

Álafoss

Álafossverksmiðjan um 1920. Fremst á myndinni er gripahús, en búrekstur var lengi stundaður á Álafossi jafnhliða verksmiðjurekstrinum. Fjær er verksmiðjuhúsið, sem reist var árið 1896 og stendur enn. Greinilega má sjá rörið, sem liggur frá stíflunni niður í verksmiðjuhúsið, en vatnsaflið var notað við ullarvinnsluna. Fólk er á ferli í kringum Álafosslaugina, en í fjarska má greina fjallsnípuna Reykjaborg, en skammt þaðan á Varmá upptök sín.

Markmiðið með friðlýsingu Álafoss sem náttúruvættis er að vernda fossinn sjálfan, nánasta umhverfi hans sem og menningarminjar sem tengjast sögu og þróun Mosfells­bæjar. Svæðið er fjölsótt, bæði af bæjarbúum og öðrum gestum og mikilvægt að treysta útivistar- og fræðslugildi þess.

Álafoss

Dýfingar við Sundlaugina ofan við Álafoss.

Álafoss og nágrenni voru friðlýst sem náttúruvætti þann 25. apríl 2013. Friðlýsta svæðið er 1. 4. hektarar að stærð og nær yfir fossinn og næsta nágrenni hans, þar á meðal Álanes, sem er einn af eldri skógum bæjarins.

Álafoss er fallegur foss í Varmá þar sem hún liðast í gegnum Álafosskvos í Mosfellsbæ. Varmá er á náttúruminjaskrá frá upptökum til ósa, en áin og fossin tengjast ríkulega atvinnu- og íþróttasögu Mosfellsbæjar. Árið 1896 hófst urrarvinnsla við Álafoss og vegna þeirrar starfsemi var áin stífluð ofan við fossinn. Vatn var leitt í sveru röri niður í tóvinnuhúsið, sem enn stendur neðar í brekkunni. Myndaðist þá talsvert dýpi í ylvolgri Varmánni, sem notað var til sundiðkunar og dýfinga. Hægt var að synda um 100 metra án þess að snúa við og haft var á orði á sínum tíma að á Álafossi væri lengsta sundlaug í heimi. Þegar innilaug var vígð að Álafossi árið 1933 dró smám saman úr notkun útilaugarinnar, enda tók áin að kólna verulega vegna virkjunarframkvæmda í Reykjahverfi.
Má enn sjá leifar af stíflunni og tveimur dýfingapöllum ofan við fossinn.

Almenningi er heimil för um náttúruvætti Álafoss, en fylgja skal merktum stígum og leiðum.

Álafoss

Álafoss.

Reykjavík

Hafði á efri árum áhuga á að nema eitthvað umfram hið þekkta, t.d. fornleifafræði við Háskóla Íslands. Í ljós kom, á þeim tíma, að fyrir utanaðkomandi stóð hár veggur milli hins almenna samfélags og hins menntaða. Pantaði tíma hjá „námsráðgjafa“ HÍ innan við Háskólabókasafnið í von um tilsögn.

Omar

Ómar – við útskriftina í Háskóla Íslands.

Til að gera langt mál stutt er rétt að geta þess að viðkomandi gat í engu gefið hlutaðeigandi hinn minnsta grun um í hverju námið fælist.
Ákvað samt sem áður að skrá mig í námið „fornleifafræði“ – dvaldi þar síðan í upplýstum tímum til þriggja ára, skrifaði BA-Ritgerð og útskrifaðist.

Fornleifafræði fjallar um samfélög með því að rannsaka minjar um þau. Fortíðin er meginviðfangsefni fornleifafræðinnar en í vaxandi mæli er aðferðum hennar einnig beitt til að greina samfélög nútímans. Söguleg fornleifafræði fjallar um þau tímabil sem ritheimildir eru einnig til um en forsöguleg fornleifafræði fjallar um þá tíma sem fornleifar einar eru til frásagnar um.

Skilyrði hæfniviðmiða fornleifanáms:

Vala Garðarsdóttir

Vala garðarsdóttir – Kirkjugarður við Austurvöll, fornleifafræðingur, Vala Garðarsdóttir 8639199, beinagrindur.

Geta sýnt fram á þekkingu á því laga- og stjórnsýslu umhverfi sem fornleifafræðin býr við á Íslandi.
Geti safnað saman heimildum sem tengjast fornleifafræði rannsóknarstaðar eða svæðis.
Geti skrifað rannsóknaráætlun fyrir vettvangsvinnu
Kunni að beita hinum ýmsu aðferðum sem beitt er við fjarkönnun á fornleifum.
Þekki lögmál um myndun jarð-/mannvistarlaga í fornleifafræði.
Geti beitt helstu uppgraftar- og skráningar aðferðum.
Kunni skil helstu aðferðum sem notaðar eru við úrvinnslu á uppgraftrargögnum.

Þegar upp er staðið snúast grundvallaatriðin bara um heilbrigða skynsemi að nokkrum mikilvægum grundvallarskoðunum loknum.

Heimild:
-https://hi.is/fornleifafraedi

Krýsuvík

Krýsuvík neðan Baðstofu – fornleifar eyðilagðar á fyrsta degi framkvæmda HS-Orku.

Vatnsleysuströnd

Magús Jónsson, fv. minjavörður Byggðasafns Hafnarfjarðar, ættaður frá Litlabæ á Vatnsleysuströnd, skrifaði um „Villuna um Vogana“ í Morgunblaðið 1997:

Magnús Jónsson

Magnús Jónsson (1926-2000).

„Einu sinni vissi ég til þess, að ung hjón sem að segja mátti að væru á götunni, fóru suður í Voga í Vatnsleysustrandarhreppi til þess að líta á laust húsnæði sem þau töldu sig hafa séð auglýst í blaðaauglýsingu. Þetta var algjör misskilningur, því að átt var við húsnæði í Vogahverfinu í Reykjavík. En í blöðunum sá ég að auglýst var eftir kennara við StóruVoga-skóla og svo alveg sömu villuna að hnýtt var aftan við … á Vatnsleysuströnd. En þetta byggðarlag, Vogarnir, er bara alls ekki á neinu, hvorki á Vatnsleysuströnd né annars staðar, en auðvitað er staðreynd að þeir eru í Vatnsleysustrandarhreppi.
Og í þessum hreppi eru tvenn afmörkuð byggðarlög, Vogar og Vatnsleysuströnd og svo veit ég ekki… en nánast ætti þá að telja þriðja bæjarhverfið, þarna „innbæina“, og verður síðar komið að því.
Ekki er einasta það, að Vogarnir og Vatnsleysuströndin séu afmörkuð byggðarlög, heldur eru þau að mörgu leyti andstæður. Úr Vogunum er tiltölulega stutt og auðvelt að sækja vinnu til Keflavíkur eða í Njarðvíkurnar, nú eða þá á Völlinn, ef svo vill verkast. Þarna í Vogunum fjölgar því heldur íbúunum og hús eru byggð. Á Ströndinni er þetta öfugt, þar fækkar fólki og býli leggjast í eyði.

Straumsvík

Álverið í Straumsvík.

En auk þess að reyna að kveða niður þetta með Voga á Vatnsleysuströnd þá er nokkuð á reiki hvenær og hvar sé komið á hina eiginlegu Vatnsleysuströnd. Sumir telja sig komna þangað strax þegar er komið í álverið eða a.m.k. rétt framhjá því. En það er mikill misskilningur.
Komið hefur fyrir að ég sé leiðsögumaður þegar farið er þarna suðurum. Ekki er það traustvekjandi þegar ég byrja míkrófónsmalið með því að segja að ég viti ekki hvað hann heiti fyrsti hraunflákinn sem leiðin liggur um. Annað hvort hafi hann ekkert heiti og að gerð hraunsins sé það sem nefnt er helluhraun, nú, eða þá að hér sé ákveðin nafngift, með stórum staf og þetta heiti Hellnahraun.

Kapellan

Kapellan í Kapelluhrauni.

En fljótlega erum við komin í Kapelluhraunið, sem er gjörólíkt hinu, miklu úfnara og aðeins með mosagróðri, og því auðvitað ekki nærri eins gamalt og hitt. Um kapelluna, sem hraunið er kennt við, mætti margt segja, en hér verður aðeins minnst á eitt. Það er, að 1950 fannst þarna í tóttinni líkneski af kaþólskum dýrling, heilagri Barböru. Hún var einkum ákölluð við

Straumur

Straumur.

jarðskjálfta, eldsvoða og þess háttar ófyrirséða stórhættu. Hinum megin við veginn eru kerskálar álversins, taldir lengstu hús landsins – en getur þá kapellan talist styzta húsið? Nú hefur verið látið töluvert stærra líkneski í tóftina.
Þegar Kapelluhrauninu sleppir komum við að þeirri hraunbreiðu sem á þessari leið er stærst, gróðursælust, elzt og mestri tilbreytni er gædd, af þeim hraunflákum sem leiðin liggur um. Hér má til að minnast á byggðarlagið Hraunin eða í Hraununum. Í samtali við elzta innfædda Hafnfirðinginn, kveðst hann muna eftir tólf bæjum þarna, og fínnst mér það ótrúlega mikið. Aldrei voru þarna neinar stórjarðir, en helzt mætti þá nefna Óttarstaði, þar sem oftast var fleirbýli. En ein bygging þarna hefur fengið „andlitslyftingu“ og er þar átt við húsakynnin í Straumi. Það er aðsetur listamanna og í sama stíl og elztu byggingar á Laugarvatni, enda var víst á báðum stöðum þetta sett í samband við Bjarna Bjarnason, skólastjóra í Hafnarfirði og síðan á Laugarvatni, en hann var með landbúnaðarrómantík, svona í og með.

Lónakot

Lónakot.

Til Hraunabæjanna taldist líka Lónakotið, þótt það sé nokkru fjær vegi en hinir bæirnir. Það var í byggð fram á miðja þessa öld, sem nú senn kveður.
Ýmsir muna þrjár eða fjórar vísur eftir sr. Árna Helgason stiptprófast í Görðum. Ein er þessi:

Komin er sólin Keili á og kotið Lóna,
Hraunamennirnir gapa’ og góna
er Garðhverfinga sjá þeir róna.

Hvassahraun

Hvassahraun.

Erum við nú ekki komin á Vatnsleysuströndina? Nei, hreint ekki, Hraunbyggðin taldist löngum vera í Garðahreppi, en nú er þetta víst allt saman Hafnarfjarðarland, og svo er það að við komum í hreppinn með langa nafninu, þegar við förum úr Lónakotslandi.
„Fyrst“ er þá þar eyðibýlið Hvassahraun. Við höfum næstum lokið leiðinni um Almenninginn og sjáum nú mjög greinilega hvernig miklu yngra hraun, Afstapahraunið, hefur steypst niðuryfir hitt. Hér höfum við því sem sagt bæði örnefnin Hvassahraun og Afstapahraun.

Astapahraun

Hraunskip í Afstapahrauni.

Sumir halda að Afstapahraunið sjálft hafi fyrst heitið Hvassahraun, en þetta er upplagt vangaveltuefni fyrir grúskara. Afstapahraunið er jafnvei enn úfnara og ójafnara en Kapelluhraunið. Þegar við höfum næstum lagt allt þetta hraunhröngl að baki, komum við í Kúagerði svokallað, þ.e. smávegis gróðurteygingar, en vegurinn er svo breiður að hann hefur næstum kæft það. En þarna hafa orðið svo mörg umferðarslys, að komin er þar vandlega hlaðin varða, með krossi efst. Hér er um tvo vegi að velja, og er ekkert áhorfsmál að við veljum þann eldri og mjórri, og auðvitað rómantískari.

Stóra-Vatnsleysa

Stóra-Vatnsleysa.

Brátt höfum við hægra megin næstum heila húsþyrpingu, en það er býlið Stóra-Vatnsleysa.
Minni-Vatnsleysa, með svínabúinu stóra, er svo lengra út með sjónum. (Eða er þar kannske ekkert svínabú lengur?) Svo er þarna eitt útvegsbóndabýlið ennþá, með húsum en engum íbúum, en það er Flekkuvík.
Ég hætti nú brátt þessum skriftum, en a.m.k. er eftir svarið við því hvenær við erum komin á Ströndina. Það er þegar komið er á samfelldu túnin, og er það þá víst fyrst Litlabæjartúnið. Margir halda að túnin á Ströndinni séu aðeins einhverjir skæklar eða útnárar, en það er nú rétt einn misskilningurinn enn.

Kálfatjörn 1978

Kálfatjörn 1978.

Tún kirkjustaðarins, Kálfatjarnar, eru enginn smáskiki. Sem sagt, Vatnsleysuströndin er sá hluti hreppsins þar sem hvert túnið tekur við af öðru. Sízt er þó hægt að tala um ræktað tún í nánd við eyðibýlið Breiðagerði, en við „sjáum í gegnum fingur“ í því máli og teljum þetta allt vera samfellt og enda á túnunum umhverfis Halakot. Svo eru það sviplítil svæði sem um er að ræða unz komið er í Vogana.
Hér var aðeins ætlunin að spyma við fótum þegar sézt eða heyrist talað um Voga á Vatnsleysuströnd, og hvar hin eiginlega Vatnsleysuströnd sé. Smávegis sönn frásögn úr þessu byggðarlagi að lokum: Kálfatjörn var prestsetur til 1919 en árið eftir fluttust þangað ung hjón, bæði fædd í þessum margumtalaða hreppi, en það voru þau Erlendur Magnússon og Kristín Gunnarsdóttir, systir Ingvars kennara og umsjónarmanns Hellisgerðis í Hafnarfirði.

Magnús Jónssonar

Handrit Jóns Helgasonar, föður Magnúsar.

Erlendur var með afbrigðum vandaður maður til orðs og æðis. Hann hélt þeim fagra sið að lesa húslestur að morgni þá sunnudaga sem ekki var messað í kirkjunni. Var það aðeins nefnt að lesa en lögð virðing og allt að því lotning í það orð í þessu sambandi.
Hjón úr Hafnarfirði voru þar í kaupavinnu sumrin 1929, ’30 og ’31. Sagt er, að í vætutíð komi helzt þurrviðrisstund um helgar, er svo sé þegar þurrviðri er, þá geri oft skúr um helgar. Sumarið 1930 var fremur votviðrasamt. En svo nánast um mánaðamótin ág./sept. á sunnudagsmorgni, stendur allt heimilisfólkið á Kálfatjörn úti á hlaði undir skafheiðríkum himni í norðangolu. Svo mikið hafði rignt undanfarið að segja mátti að bæði tún og hey lægi undir skemmdum. Kaupakonan víkur þá snarlega að Erlendi og segir:
„Jæja, á ekki að fara að breiða!?“
Erlendur hikar lítið eitt, þar til hann segir: ,,Ja, við skulum nú koma inn fyrst. Eg ætla að lesa.“
Þannig hugsaði kirkjubóndinn á Kálfatjörn þá. Guðdómurinn skyldi ganga fyrir og fá sitt fyrst.“ – Magnús Jónsson, fv. minjavörður, Hafnarfirði.

Heimild:
-Morgunblaðið, 57. tbl. 09.03.1997, Villan um Vogana, Magnús Jónsson, bls. 41.

Vatnsleysuströnd

Bjarg á Vatnsleysuströnd, ysti bærinn á ströndinni skv. kenningu Magnúsar.

Urriðavatn

Við göngustíg norðan Urriðavatns (Urriðakotsvatns) eru sex fuglaskilti. Stígurinn er hluti af hringleiðgönguleið umhverfis vatnið. Á skiltunum má lesa eftirfarandi fróðleik:

1. Álft

Urriðavatn

Urriðavatn – skilti.

„Álftin er stærst íslenskra fugla, tígurlegur fugl með hljómmikla rödd sem minnir á lúðrablástur. Álftin er félagslyndur fugl nema yfir varptímann, en þá verja þær hreiður sitt og unga af hörku. Álftin hefur lengi verið yrkisefni íslenskra skálda.“

2. Heiðlóa
„Með algengari varpfuglum á láglendi hér á landi og helst að finna í þurrum móum og hraunum. Fáir fuglar eru jafn elskaðir og lóan og um hana hafa mörg stórskáldin samið lofkvæði.“

3. Skógarþröstur

Urriðavatn

Urriðavatn – skilti.

„Skógarþrösturinn er brúnleitur með rauðbrúnar síður. Hann verpir í kjarrlendi og skógum þar sem hann kemur oft haganlega ofinni hreiðurkörfunni fyrir á grein. Ef skógarþrestir flykkjast að bæjum að voru eða hausti var talið að von væri á vondum veðrum.“

4. Flórgoði
„Verpir í flothreiður sem falið er í störinni í vötnum og tjörnum. Í tilhugalífinu á vorin má sjá tilkomumikinn dans á vatnsskorpunni þar sem fuglarnir rísa upp og þenja út gula fjaðrakambana.“

5. Stokkönd

Urriðavatn

Urriðavatn – skilti.

„Stokköndin er hálfkafari, teygir sig eftir bontngróðri en uppúr stendur afturendinn og stélið. Hún er útbreiddasta öndin, verpir í flestum heimshornum. Stokköndin er formóðir festra „tegunda“ alianda. Staðfugl og er hér allt árið um kring.“

6. Skúfönd
„Kafönd sem er algeng á grunnum tjörnum og vötnum þar sem hún kafar eftir smádýrum og sílum. Verpir oft í nábýli við kríur og máfa sem vara hana við og verja hættum frá rándýrum.“

Urriðavatn

Urriðavatn – skilti.

Hvítanes

Í Skýrslu um „Hernámið frá sjónarhóli Fornleifafræðinnar: Skráning á minjum úr Síðari heimsstyrjöldinni í Hvítanesi í Hvalfirði“ frá árinu 2025 segir m.a.:

„Skýrsla þessi fjallar um herminjar í Hvítanesi í Hvalfirði. Rannsóknin var síðasti áfangi verkefnisins Hernámið frá sjónarhóli fornleifafræðinnar sem, eins og nafnið gefur til kynna, beindi sjónum sínum að herminjum hér á landi.
HvítanesHvítanes gegndi mikilvægu hlutverki í hernaðarsögu Íslands, en þar var flotastöð sem þjónustaði herskip bandamanna. Í skráningunni voru samanlagt skráðar 398 minjar á 179 stöðum. Skráningin leiddi í ljós fjölbreyttar herminjar; bryggjur, byggingar, vegi, og aðra efnislega innviði sem tilheyrðu flotastöðinni. Skýrslan veitir innsýn í byggingarsögu svæðisins og efnismenningu hersins. Í minjunum er fólgin vísbending um þá starfsemi sem fór fram í Hvítanesi og þau áhrif sem flotastöðin hafi á staðbundna landnotkun og samfélagið á svæðinu.
Ástand herminja í Hvítanesi er sæmilegt en þó hefur nokkuð af minjunum neðst í nesinu skemmst við malarnám og aðrar framkvæmdir og virðist minjum hafa verið raskað enn frekar eftir að skráningu lauk. Rannsóknin í heild varpar ljósi á ástand herminja í landinu og mikilvægi verndunar þeirra og getur lagt grunn að frekari rannsóknum og stefnumótun í varðveislu slíkra menningarverðmæta hér á landi.

Hvítanes – sagan

Hvítanes

Hvítanes – herforingjaráðskort 1903.

20 hdr. 1705.
1585: Jörðin gefin í arf. Metin á 20 hdr. Jarðabréf, 18.
Í eyði frá um 1942, í Hvítanesi byggði herinn mikið af byggingum, herskálahverfi o.fl. og lagðist jörðin því í eyði. Í bókinni Kjósarmenn eftir Harald Pétursson segir: ,,Jón Helgason og síðari kona hans Lára Þórhannesdóttir bjuggu í Hvítanesi 1933-1941, en hrökkluðust þaðan er jörðin var hernumin. Þar hefur ekki verið búið síðan.“
1705: „Túnum og úthögum spillir fjallsskriða. Engjar eru nær öngvar, því skriður hafa mestan part eyðilagt þær litlar sem voru.“… „… þar er stór tún, rammþýft. Engi lítið grasgott og lítið land til veitar – ekki óhult fyrir aurskriðum á túnið.“ Túnakort 1917: „Mest alt túnið sléttað, smáblettir og jaðrar þýfðir. Tún telst 5,9 t. (Mikil útgræðsla). Kálgarðar 950 m2.“

Hvítanes

Hvítanes – túnakort 1917.

„Kálgarður var austan við bæinn, en þegar byggt var, 1914, var gamli bærinn jafnaður við jörðu og gerður kálgarður þar; hann var þá vestan við bæinn. Snúrur voru framan við bæinn. Talið var vita á þurrk, þegar lét hátt í Glym í Botnsdal,“ segir í örnefnaskrá.
Í bókinni Ljósmyndir segir um Hvítanes: „Bætti Sveinbjörn [Einarsson, kemur 1907, fer 1921] mikið túnið í Hvítanesi, byggði þar lítinn steinbæ í stað baðstofunnar gömlu og stendur hann enn að mestu.

… Var jörðin Hvítanes mjög notaleg jörð, túnin stór og grasgefin, en engjar litlar. Hafði túnið verið stórbætt á liðnum áratugum, byggð heyhlaða, votheyshlaða og allgóð fénaðarhús.

Hvítanes

Hvítanes – bæjarhóllinn.

Allt þetta mátti heita í góðu lagi, er herstjórnin tók jörðina til sinna umráða [árið 1941].“ „Í Hvítanesbænum var aðsetur yfirmanna úr breska hernum. Einhverjar lítilsháttar breytingar gerður þeir á honum en í aðalatriðum og að ytra útliti hélt hann sinni upprunalegu mynd,“ segir í bók Óskars Þórðarssonar sem vann í Hvítanesi í upphafi stríðsáranna. Bæjarhóllinn í Hvítanesi er suðvestarlega á nesinu um 200 m
norðan við Hvalfjarðarveg, um 3 km NNA við Reynivelli og um 2,5 km VNV við Fossá. Hvítanes hefur verið í eyði síðan herinn yfirgaf Ísland eftir seinni heimstyrjöldina.

Hvítanes

Hvítanes – bæjarhóllinn; uppdráttur.

Hvítanes er vel grasigróið, sérstaklega bæjarhóllinn, en brenninetlur eru búnar að breiða úr sér, sérstaklega á gömlum steingrunnum herskálanna. Landið hallar í um 5-20° til NNA. Á austan-og norðaustanverðu nesinu er láglent við sjóinn en að norðvestan og vestan hækkar landið mjög til suðvesturs. Þverhnípt er niður í sjó um 180 m vestan við bæinn.
Sjálfur bæjarhóllinn í Hvítanesi virðist óraskaður af hernum, a.m.k. í kring um bæinn sjálfan. Hóllinn er ekki mjög skýr en hægt er að greina óljósa 0,5-1,5 m háa hæð í landinu þar sem bæjarhúsin standa, á svæði sem er um 70×50 m stórt og snýr ASA-VNV. Herinn nýtti húsin á hólnum og kann að hafa bætt og breytt húsum eitthvað. Þær leifar sem nú sjást eru steinveggir yngsta íbúðarhúss sem byggt var 1914. Veggirnir standa ennþá uppi illa farnir en þakið er horfið. Steypuklumpar sem liggja á víð og dreif inni og utan við íbúðarhúsið og gömlu útihúsin sýna að veggirnir eru smám saman að hrynja.

Hvítanes

Hvítanes – bæjarhúsin 2024.

Leifar skorsteins liggja í grasinu um 4 m norðvestan við rústir íbúðarhússins. Lítil op í hleðslu íbúðarhússins, neðst við jörðu gefa vísbendinu um að hugsanlega hafi verið kjallari undir húsinu. Útlínur kálgarðs sjást ennþá en engin greinileg ummerki eru sjáanleg um gamla bæinn sem þar stóð áður. Steypan sem notuð var í að reisa yngsta húsið er mjög gróf og samsett úr fjörumöl, sandi og sementi. Veggirnir eru um 20 cm á breidd og 1,5-3 m hæð.

Hvítanes

Hvítanes – AMS-kort (bandaríska hersins).

Yngstu útihúsin voru einnig steinsteypt. Grunnur íbúðarhúss er 8×8 m að stærð.
Gengið hefur verið inn bæinn að norðvestan. Fast norðvestan við húsið norðaustan við innganginn glittir í lágar grjóthleðslur sem eru trúlega leifar lítils timburskúrs, 4×4 m að stærð, sem sýndur er á túnakorti.
Yngstu útihúsin eru um 2 m ANA við íbúðarhúsið, þau eru þrískipt og um 12×12 m að stærð. Þau hafa verið byggð eftir 1917 því þau eru ekki sýnd á túnakorti Hvítaness. Útihúsin voru steypt upp að norðvestanverðri útihústóft sem búið var að hlaða 1917 því hún er sýnd á túnakorti. Hægt var að ganga inn í útihúsin bæði að norðaustan og suðvestan. Herinn bjó þar og nýtti sér þau mannvirki sem þar voru.

Hvítanes„Herstjórnin ljet byggja stærri og minni byggingar á jörðinni, bæði á túni og engjum, ennfremur ljet hún leggja vegi um allt braggasvæðið, koma fyrir leikvelli og svo framvegis. Hafskipsbryggju ljet hún og byggja við nesið austanvert. Skildi herstjórnin svo við tún og engjar jarðarinnar, að allt var þetta eyðilagt að mestu leyti,“ segir í bókinni Ljósmyndir I eftir Halldór Jónsson. Í bókinni Vígdrekar og vopnagnýr eftir Friðþór Eydal segir svo: „… viðhald kafbátagirðingarinnar og tundurduflabeltisins í Hvalfirði [krafðist] aðstöðu í landi þar sem taka mátti hluta þeirra á land til viðgerðar. Var þessari aðstöðu valinn staður í Hvítanesi um það leyti er lagning neta og dufla hófst haustið 1940.

Hvítanes

Hvítanes – einn dráttarvagnanna á bryggjunni; nú við Kiðaberg í Kjós.

Gerðar voru áætlanir um að smíða bryggju á nesinu austanverðu sem skip gætu athafnað sig við til að landa og taka um borð net og tundurdufl og búnað þeirra. Þá varð að byggja yfir starfsemina verkstæði og steypa stórt plan þar sem hægt væri að setja netin saman. Auk þess yrði reist herskálahverfi með viðeigandi aðstöðu fyrir 188 menn er annast skyldu þessa starfsemi. […] Ekki var búið á jörðinni eftir [1942]. … Vinna hófst í Hvítanesi 1941. … samþykkt að gera smærri steinbryggju sem þjónað gæti umferð báta og smærri skipa er flyttu vatn, vistir og mannafla um borð í skip flotans á læginu, enda var stærri bryggjan sem í smíðum var einungis ætluð fyrir neta- og tundurduflalagnirnar.

Hvítanes

Hvítanes – bryggjan 2024.

Bryggjugólfið var ekki ætlað bílaumferð en um það gengu tveir 8 tonna gufuknúnir kranar á spori og drógu flutningavagna.
Bygging íbúðarskála, sjúkraskýlis og vörugeymslna hélt áfram um haustið, en vinnu var hætt um áramót, enda ljóst að bryggjan yrði ekki tilbúin fyrr en haustið eftir og því hægt að nýta mannaflann betur annars staðar til vors. Byggingaframkvæmdum í Hvítanesi var að mestu lokið fyrir árslok 1942. … gefið nafnið H.M.S.Baldur III,“.

Hvítanes

Hvítanes – stríðsminjar.

Stríðsminjar þekja svo til allt Hvítanes, frá sjó upp í fjallsrætur, en mesta umfangið var þó á norður helmingi nessins NNV við bæjarhól. Ekki fundust upplýsingar að svo stöddu um það hvenær herinn yfirgaf svæðið. Hvítanes er nú orðið sæmilega gróið eftir umbrot breska og bandaríska hersins. Fjölmargir steinsteyptir grunnar bragga og annarra bygginga eru ennþá greinilegir á yfirborði. Nyrsti hluti nessins, þar sem umsvif hersins voru sem mest, er þó enn nokkuð sendinn og gróðurlítill.
Brenninetlur hafa hreiðrað um sig á stórum svæðum. Lítill sumarbústaður stendur nálægt sjónum í litlum bolla á nesinu austanverðu.

Hvítanes

Hvítanes – stríðsminjar.

Á 2-3 stöðum norðarlega á nesinu standa enn steinsteypt og/eða hlaðin hús, ýmist alveg eða að hluta. Stórgerðir múrsteinsstrompar og steinsteyptir grunnar bragga og annarra bygginga sjást enn á yfirborði á víð og dreif um nesið.
Tvær bryggjur hanga ennþá uppi að hluta, bæði norðvestan og norðaustan við nesið og vagnaspor sem liggja að vestari bryggjunni eru enn greinileg. Vegslóðar og upphleðslur eru einnig víða greinilegar. Stríðsminjarnar eru þó smám saman að hverfa í gróður. Trúlega verður aldrei hægt að byggja upp Hvítanes á ný sem ræktunarland, a.m.k. ekki án gríðarlegrar vinnu og kostnaðar þar sem herinn virðist m.a. hafa tekið undir sig stóra hluta af heimatúni. Herinn virðist þó ekkert hafa rótað til bæjarhól Hvítaness svo ekki er ólíklegt að fornminjar finnist þar undir sverði. Ekki er ljóst hvenær herinn fór frá Hvítanesi en trúlega hefur það verið við enda seinni heimsstyrjaldar um síðla árs 1944 eða á fyrri hluta árs 1945.

Hvítanes

Hvítanes – steinbryggjan.

Eitt fyrsta mannvirkið sem ákveðið var að koma upp í Hvítanesi var lítil steinbryggja norðvestarlega á nesinu þannig að landa mætti efni á svæðinu (m.a. í stóru bryggjuna) til að vatnsbátar gætu tekið vatn og fært skipum á legunni. Lítil steinbryggja var norðvestarlega í Hvítanesi. Bryggjan var um 265 m vestan við stóru bryggjuna. Talsverðar leifar sjást ennþá af bryggjunni þótt sjórinn brjóti þær greinilega hægt og bítandi niður og greinilegt sé að talsverður hluti hennar sé þegar horfinn. Bryggjan var notuð fyrir báta og smærri skip, m.a. við löndun og flutninga á mönnum, vatni og vistum samkvæmt bók Friðþórs Eydals. Þrátt fyrir að ákvörðun um byggingu steinbryggjunnar hafi verið tekin snemma virðist hún ekki hafa risið (a.m.k. ekki að fullu) fyrr en veturinn 1942-43.

Bryggja/lending

Hvítanes

Hvítanes – bryggjan.

„Vinna hófst, sem fyrr segir, í Hvítanesi vorið 1941. Verkfræðingadeild hersins annaðist framkvæmdir utan smíði bryggjunnar sem breska fyrirtækið Dorman Long & Co. Ltd annaðist í umsjón hersins […]. Þá voru aðdrættir mjög erfiðir og varð að byrja á að smíða litla bryggju á vestanverðu nesinu svo landa mætti efni til verksins og vatnsbátar gætu tekið vatn og fær skipum á legunni,“ segir í Vígdrekar og vopnagnýr e. Friðþjóf Eydal. Þar segir ennfremur: „Gerðar voru áætlanir um að smíða bryggju á nesinu austanverðu sem skip gætu athafnað sig við til að landa og taka um borð net og tundurdufl og búnað þeirra.“ Í myndatexta í sömu bók segir: Hvítanes vorið 1943. Bryggjan fyrir kafbatanetið var í stöðugri notkun fyrir skip af ýmsum stærðum. . .“ Í bókinni er fjallað ítarlega um bryggjubygginguna og birt frásögn Önundar Ásgeirssonar sem vann við bryggjusmíðina sumarið 1941 og að hluta til 1942. Samkvæmt honum vann hann bæði við bryggjusmíðina og gerð stórs byggingakrana sem var reistur ofan við bryggjustæðið og undirstöður járnbrautarspors á efsta hluta bryggjunnar.

Hvítanes

Hvítanes – bryggjan.

Hópur kafara frá Dormans Long sprengdu undirstöður undir bryggjustaurana á sjávarbotninum og var fyllingarefni sprengt af klöpp þar skammt frá. Kafarahópurinn samanstóð af Lundunabúum og Skotum og var kafað í hefðbundnum kafarabúningi með þungum og miklum hjálmi og blýlóðum. Breskur verkfræðingur stjórnaði verkinu en verkstjóri á staðnum var John Weatherall. Í frásögn Ömundar kemur fram að tafir hafi orðið á bryggjusmíðinni þar sem skipið sem flutti allt stálið í sniðið í bryggjuna var sökkt á leið til landsins.

Hvítanes

Hvítanes – bryggjan.

Í bókinni kemur einnig fram að ekki hafi verið talið ráðlegt að halda áfram smíði bryggjunnar vegna slæmra vetrarveðra og óhagstæðra skilyrða til köfunar og þar sem efnið barst aðeins á svæðið í septmeber en þá var ákveðið að koma upp í staðinn smærri steinbryggju. Hafskipabryggjan er norðvestarlega í Hvítanesi.
Fjörugróður er talsverður við sjóinn en þar sem bryggjan en nær landi er meira um bera klappir og sjávarbarið stórgrýti. Hér og þar sjást litlir fjörupollar, einkum sunnan við bryggjuna. Bryggjan er úr járni og viði en næst landi er bryggjan og stöplar hennar úr steypu.

Hvítanes

Hvítanes – bryggjan.

Bryggjan er í sæmilegu ástandi en járn hennar er ryðgað, auk þes sem hún hefur brotnað við fjöruna og ekki er lengur hægt ganga á þeim hlut bryggjunar sem er úti í sjó. Bryggjan er rúmlega 180 m á lengd og er nálega L-laga. Hún rís um 5-8 m yfir sjávarmáli og rúmlega 6-7 m á breidd. Fyrir miðju hennar sjást járnbrautateinar og á mörgum stöðum eru járnvírar í hrúgum. Við fjöruborðið sjást leifar af ryðguðum járnbútum sem losnað hafa frá bryggjunni. Sjávarbarinn lestarvagn er sömuleiðis í fjörunni, um 5 m suðaustan við bryggjuna.

Leið/lestarteinar

Hvítanes

Hvítanes – járnbrautarteinar.

Umfangsmiklir lestarteinar lágu frá steinbryggju og til suðausturs um hernámshverfið í Hvítanesi að aðalvegi niður á nesið. Frá þeim lá einnig vegur í sveigum upp upp brekkuna. Svo virðist sem slóði hafi legið frá teinunum og til vesturs að bröggum (og mögulega áfram til bryggju) en ummerki um hann sjást ekki vel og var ekki skráður sérstaklega. Vegurinn virðist steyptur en er víða að molna í sundur. Í bók Friðþórs Eydals um hernámsárin í Hvalfirði segir: „Akvegur lá niður á nesið og greindist í átt að bryggjunum tveimur, en auk þess var lögð járnbraut í sneiðingum upp nesið hægra meginn við veginn fyrir litla flutningsvagna.“

Tvö hús yfirmanna

Hvítanes

Hvítanes – hús yfirmanna.

Tvö hús standa enn (2019) að nokkru leyti norðan við veginn niður Hvítanes og það þriðja 113 undir þaki um 45 m austar. Húsið sem hér er skráð er það neðra (austara). Húsið er það rúmum 80 m vestan við bryggju og 2-3 m norðan við veg. Mýrlent er sunnan við veginn á þessum kafla en minna norðan hans en þar eru tveir skurðir sem hafa ræst fram landið.
Húsið sem þarna stendur hefur verið stæðilegt og er um 12.5 x 10.5 m að stærð og snýr h.u.b. austur-vestur. Suður- og austurveggir eru mest hrundir en norður- og vesturveggir standa enn sæmilega og þá norðvesturhornið sérstaklega. Húsið er þaklaust. Það er byggt úr steinsteyptum múrsteinaeiningum með steypulími á mili og svo múrhúðað.

Hvalfjörður

Herskip við lægi í Hvalfirði.

Ekki er hægt að greina líklega þakgerð með vissu út frá þeim leifum sem standa en hugsanlega helst að giska á að flatt þak hafi verið á húsinu. Húsið virðist hafa verið hæð og hugsanlega e.k. kjallararými undir. Greinilegt er að tveir gluggar hafa verið á norðurvegg og tveir gluggar á vesturhlið en annar þeirra er nú nær alveg horfin í hrun. Ekki er augljóst af heimildum hvaða tilgangi húsið þjónaði. Ekki er ólíklegt að það hafi verið bústaður yfirmanna í hernum.

Rafstöð
HvítanesRafstöð hersins í Hvítanesi var um 100 austan við braggahverfi. Í myndatexta við ljósmynd tekna af Hvítanesi árið 1943 sem birtist í Vígdrekar og vopnagnýr e. Friðþjóf Eydal segir: „Vatnsveita og götulýsing voru í stöðinni. Þar voru alls um 20 byggingar og gufukynnt hitaveita í mörgum þeirra. Fjórar 75 kW díselrafstöðvar sáu íbúum nessins fyrir raforku.“

Varðturn
HvítanesSæmilega varðveittur varðturn er um 200 m austan við braggahverfi en um 60 m vestan við sjó. Turninn er um 90 m austan við rafstöð.Tturninn er í miðri grasigrónni brekkur sem hallar til austur, að sjó.
Mannvirkið er steypt, 2,5×2,5 m að stærð og rúmlega 2 m hæð. Steypan er tekin að molna í neðri hluta þess. Dyr hafa verið á suðausturhlið varðturnsins en þar má sjá rygðaðar hjarir. Húsið er enn undir þaki.

Flotastöðin í Hvítanesi
Þann 10. maí 1940 var Ísland hernumið. Að baki hernáminu lá talsverður undirbúningur og áður en fyrstu hermennir stigu á land höfðu verið gerðar ýmsar rannsóknir á landi og landsháttum. Frá upphafi var ljóst að ákveðnir staðir yrðu þýðingarmiklir í vörnum landsins, bæði á sjó og landi. Hvalfjörður gegndi lykilhlutverki í vörnum á sjó og urðu umsvifin þar mikil.
HvítanesSkipulag flotavarnarmála á landinu þróaðist talsvert á fyrstu árum hernámsins en í árslok 1941 var komið nokkuð endanlegt skipulag á málaflokkinn. Flotadeild heimaflotans skyldi hafa aðsetur og liggja fyrir í Hvalfirði. Í henni áttu að vera tvö beitiskip, tundurdufl og tvö orrustuskip en deild tundurduflaslæðara var einnig staðsett í firðinum. Frá fiðrinum voru gerðar út deildir skipa sem fylgdu skipalestum suður af landinu. Þar var einnig lægi fyrir kaupskip en framan af var slíkum skipum safnað saman í firðinum áður en þau sigldu saman í lest til Norður-Rússlands. Þetta fyrirkomulag var viðhaft fram til ársloka 1942 þegar skipalestirnar hófu að sigla beint frá Skotlandi. Fylgdarlið skipalesta og herskipadeildir lögðu þó áfram leið sína til Hvalfjarðar.

Hvítanes

Hvalfjörður 1943.

Hafist var handa við lagningu tundurduflabeltis og kafbátagirðingar í Hvalfirði haustið 1940. Netalagnir lágu þvert yfir ytri hluta fjarðarins og tundurduflagirðing með segulnemum við Hálsnes. Framkvæmdirnar kröfðust talsverðs viðhalds og varð snemma ljóst að koma þyrfti upp aðstöðu í firðinum til viðgerða og viðhalds. Var umræddri aðstöðu valinn staður í Hvítanesi þar sem skilyrði til hafnargerðar voru góð.
Undirbúningur að gerð fotastöðvar í Hvítanesi hófst strax haustið 1940 en vinna við framkvæmdir vorið eftir, 1941 og lauk þeim fyrir árslok 1942. Frá upphafi var ákveðið að gera stórskipabryggju á austanverðu nesinu, flotkví, viðgerðarverkstæði, stórt plan þar sem setja mætti saman net og herskálahverfi. Upphaflega var áætlað að hverfin hýstu 188 hermenn sem vinna myndu við stöðina en síðar var íbúðarbröggum fjölgað.

Hvalfjörður

Hvammsvík – skipalægi vestan Hvítaness.

Herstöðin var formlega tekin í notkun 20. nóvember 1942 og var hún nefnd H.M.S. Baldur III (Skip hans hátignar, Baldur III). Hún var nefnd eftir því skipi flotans sem áður hýsti höfðustöðvar hans við Reykjavíkurhöfn áður en byggð var aðstaða í landi.

Þegar herinn ákvað að byggja flotastöð í Hvítanesi var þar bújörð í fullum rekstri. Sveinbjörn Einarsson sem flutti á jörðina 1907 hafði t.a.m. byggt þar veglegt steinhús og bætt túnið mikið. Árið 1935 flytja í Hvítanes hjónin Jón Helgason og Lára Þórhannesdóttir (ásamt börnum) og reka þar búskap næstu árin sem leiguliðar.

Hvítanes

Hvítanes – loftmynd.

Samkvæmt lýsingu var Hvítanes þá talin „… mjög notaleg jörð, túnin stór og grasgefin, en engjar litlar. Hafði túnið verið stórbætt á liðnum áratugum, byggð heyhlaða, votheyshlaða og allgóð fjenaðarhús.“
Hernám Breta í Hvítanesi og víðar í Hvalfirðinum kom heimamönnum þar í opna skjöldu, og ábúendur í Hvítanesi höfðu væntanlega lítið um þá ákvörðun að segja að reisa skyldi flotastöð í túnfætinum. Í upphafi var því haldið fram að vel yrði hægt að stunda búskap á svæðinu samhliða herrekstrinum, en fljótlega kom í ljós að umsvifin voru það mikil að hætta þyrfti búskap. Ábúendur yfirgáfu því jörðina síðla árs 1942 og fengu engar bætur fyrir tjón sitt vegna þessa enda einungis
leiguliðar.

Hvítanes

Hvítanes – naust bæjarins fyrir hernám.

Þegar herinn hóf framkvæmdir í Hvítanesi vorið 1941 var eitt af fyrstu verkunum að smíða þar litla bryggju til að hægt væri að landa byggingarefni og öðrum nauðsynjum, og til að bátar gætu lent þar og tekið vatn fyrir skipin á legunni. Aðflutningar á landi voru mjög erfiðir í upphafi, þar sem vegslóðar í firðinum voru lélegir og dugðu engan veginn til þungaflutninga.

Hvítanes

Hvítanes – bryggjan 2024.

Almennt voru aðstæður til framkvæmda í Hvítanesi frekur erfiðar í upphafi. Þá þurfti t.a.m. að sækja steypuefni á prömmum í fjöruna undir Fossá. Handmoka þurfti efninu á og af prömmunum sem voru svo dregnir á mótorbátum í Hvítanes. Framan af var vélknúinn tækjakostur mjög takmarkaður í Hvítanesi og nágrenni, helst að notaðir væru einstaka flutningabílar og steypuhrærivélar. Snemma voru þó steyptar undirstöður undir stóran byggingakrana við bryggjuna sem auðveldaði framkvæmdir þar.
HvítanesFyrstu hóparnir sem unnu við framkvæmdir í Hvítanesi tjölduðu á nesinu. Ætla má að ásamt vega- og hafnargerð hafi þótt forgangsverkefni að koma upp bröggum fyrir vinnuhópa á svæðinu.
Framkvæmdirnar voru skipulagðar og unnar af verkfræðideild hersins (sem síðar var til húsa á ofanverðu nesinu miðju), að hafskipabryggjunni frátalinni en umsjón með gerð hennar hafði breska fyrirtækið Dorman Long & Co. Ldt.
HvítanesÁ vegum þeirra unnu verkfræðingar, vélamenn, kafarar, járnsmiðir og aðrir iðnaðarmenn og ásamt verkamönnum. Verkamennirnir sem unnu við bryggjuna voru upphafi Íslendingar. Almennt voru vinnuhóparnir í Hvítanesi skipaðir bæði Íslendingum og Bretum en í forustu í bryggjugerðinni var hópur kafara frá Skotlandi og London. Mikill hörgull var á bæði mannskap og efniviði í upphafi, enda var unnið að ýmsum stórframkvæmdum á sama tíma, svo sem flugvallargerð í Reykjavík og Kaldaðarnesi í Flóa, auk gerðar stórra birgðageymslna og herkampa í Reykjavík.
HvítanesTil eru frásagnir Íslendinga sem unnu við uppbyggingu í Hvítanesi og veita þær áhugaverða innsýn í lífið á svæðinu. Óskar Þórðarson frá Haga í Skorradalshreppi hóf til dæmis störf hjá hernum þar sumarið 1941. Hann lýsir byggingum niður á eyrinni og mannlífi í nesinu eins og það kom honum fyrir sjónir daginn sem hann hóf þar vinnu, á eftirfarandi hátt: Byggingar sem vegna útlits síns voru kallaðar braggar stóðu ýmist strjálar eða í þyrpingu og náðu allt neðan frá sjó og upp að veginum sem lá eftir fjallshlíðinni, ljótar byggingar og óskipulega niður raðað. Enn fleiri braggar voru í byggingu, misjafnlega á veg komnir.
HvítanesHvarvetna að barst að eyrum vélaskrölt bifreiða og annarra vélknúinna faratækja, auk annars hávaða sem fylgir miklum umsvifum. Að vegagerð út með hlíðum fjallsins unnu Íslendingar sem teymdu á eftir sér hesta er drógu þung malarhlöss í kerrum. Allmargir þeirra voru sveitamenn. Sumir hverjir höfðu komið um langan veg með hross sín og kerrur til að afla hinna dýrmætu peninga sem borgaðir voru út í hönd á hverjum föstudegi. Breskir hermenn í grænum einkennisbúningum landhersins og sjóliðar í dökkum búningum voru hvarvetna á ferli, hundruðum saman, ýmist í löngum röðum eða smærri hópum.
Allur þessi fjöldi var á sífelldri hreyfingu fram og aftur í rigningunni, öslandi forina á túninu sem vaðist hafði upp undan allri þessari gríðarlegu umferð. Þetta var þá Hvítanes 7. júlí 1941.

Hvítanes

Hvítanes – yfirlit minja.

Sumarið 1941 var unnið sex daga vikunnar í Hvítanesi, frá klukkan sjö á morgnanna og til sex eða sjö á kvöldinn en verkamennirnir fengu matarhlé og tvö kaffihlé.

Allir þeir sem voru við vinnu á svæðinu fengu úthlutað númeri sem letrað var á gulan borða sem þeir áttu að bera á svæðinu á meðan þeir væru að vinna og skila svo aftur í dagslok. Borðarnir voru notaðir til að halda skrá yfir vinnuna.
Þrátt fyrir að gerð hafskipabryggju hafi snemma hafist urðu nokkrar tafir á verkinu. Ekki síst þar sem skipið sem flytja átti stálið í bryggjuna var sökkt á leið sinni til landsins og því barst efniviðurinn ekki á svæðið fyrr en í september. Þar sem unnið var að köfun þótti ekki ráðlagt að halda áfram vinnu um veturinn og fyrirskipaði flotamálaráðuneytið því að vinnu skyldi hætt að sinni en þess í stað yrði strax komið upp smærri steinbryggju á vestanverðu nesinu sem gæti þjónað umferð báta og smærri skipa, t.d. hvað varðar vistir og þjónustu.

Hvalfjörður

Hvalfjörður – skipalest á stríðsárunum.

Auk vinnu við gerð steinbryggjunnar hélt ýmis önnur vinna í Hvítanesi áfram fram að áramótum og var t.d. unnið að byggingu sjúkraskýlis og vörugeymslu og steinbryggju greinilega, auk margvíslegrar vega- og skurðagerðar.

Framkvæmdir í Hvítanesi héldu áfram fram undir áramót 1941-42 en var þá hætt enda þótti ljóst að sjálf bryggjan yrði ekki tilbúin fyrir haustið á eftir.
Talsverður vinnuaflsskortur var í Hvítanesi stærstan hluta uppbyggingarskeiðsins líkt og í samfélaginu í heild enda mikil uppbygging í tengslum við veru hersins víða. Þótt að einhverjir Íslendingar hafi verið ráðnir til starfa áfram var algengt að þeir kysu heldur vinnu í Reykjavík sem var nóg af, á sömu kjörum.
HvítanesMargvíslegar frásagnir eru til um aðbúnað á byggingarstigi kampsins í Hvítanesi og óánægju þeirra verkamanna sem þar dvöldu, bæði íslenskra og erlendra. Í frásögn Friðþórs Eydals af byggingarframkvæmdum í Hvítanesi kemur fram að sumarið 1942 hafi verkinu miðað mjög hægt áfram sökum margvíslegrar óánægju starfsmanna Dorman Long & co. með aðbúnaðinn á svæðinu og fásinnið. Fór það svo að yfirmaður þeirra hætti og fór heim. Af þessu leiddi að yfirmaður flotans kvataði við flotamálaráðuneytið í London um það að þurfa að treysta á almenna borgara í svo mikilvæg verkefni sem þessu. Málin voru leyst þannig að landgönguliðarnir voru látnir vinna að bryggjugerðinni með starfsmönnum Doman Long & co. jafnvel þótt þeir hefðu átt að vera að sinna öðrum verkum.

Hvalfjörður

Hvalfjörður – herstöðin á Miðsandi.

Þegar framkvæmdum í Hvítanesi var lokið var risið þar stórt þorp á íslenskan mælikvarða. Þar voru um 300 byggingar, vegir, raf- og vatnsveita, brunnar og ljósastaurar, skotgrafir o.s.frv. Ekki hafa fengist áreiðanlegar upplýsingar um það hversu margir dvöldust í stöðinni. Því var haldið fram að þar hefðu verið allt að 10 þúsund manns þegar mest var, en líklegt er að það sé orðum aukið.
Áætlað hefur verið að mannvirki og búnaður í Hvítanesi hafi kostað a.m.k. 270.000 pund sem framreiknað til dagsins í dag væru um 9.4 milljarðar.

Hvítanes

Hvítanes – bryggjan.

Í flotastöðinni í Hvítanesi var unnið að viðhaldi og viðgerðum á netum og tundurduflabelti í Hvalfirði og þjónustaði stöðin einnig skip á firðinum með ýmsum hætti. Mikið magn af vatni var t.d. flutt úr Hvítanesi í skip í firðinum enda flest skipin voru gufukynt og þurftu því mikið vatn. Sum þeirra eimuðu vatn úr sjó fyrir vélarnar en þurftu þó engu að síður vatn fyrir áhafnir og farþega, og smærri skip þurftu jafnvel einnig vatn fyrir vélarnar. Vatnabátar unnu við að koma vatni í skipin en eftir að vatnsveita var lögð í Hvítanesi varð auðveldara að þjónusta skipin á firðinum að þessu leyti. Afgreiðsla á kolum til skipa flotans fór einnig fram í Hvítanesi að hluta og var í höndum breska eimskipafélagsins Delaware (og síðar einnig kolapramminn P.L. M 14). Það tók kol í Reykjavík og sigldi með upp í Hvalfjörð en áhafnirnar þurftu sjálfar að starfa við kolatökuna.

Hvalfjörður

USS KEARNEY , laskaður tundurspillir eftir að hafa leitaðs sér skjóls í Hvalfirði.

Þeir sem dvöldu í Hvítanesi eftir að framkvæmdum var lokið voru væntanlega flestir í vinnu á vegum flotastöðvarinnar, til dæmis við viðgerðir á netum, þjónustu við skip o.s.frv.. Ýmsir dvöldu þar þó aðeins tímabundið, meðal annars flugliðar sem stöldruðu þar við á leið til og frá Kanada þangað sem þeir fóru í þjálfun. Að auki starfaði stór hópur manna við ýmsa þjónustu tengda rekstri hverfisins, svo sem viðhald innviða og aðra starfsemi. Dæmi um fólk í síðastnefnda hópnum var Robert Maltby, sem kom ásamt tólf manna hópi til Hvítaness árið 1941 til að setja upp og reka þar verslun og veitingastofu breska flotans, sjóliðaklúbbinn. Auk klúbbsins rak Íslendingur þar sjoppu í timburskúr nokkru ofan við Hvítanesbæinn. Kvikmyndahús var einnig rekið í Hvítanesi en í skráningunni tókst ekki að skera úr um það í hvaða bragga það var. Samvæmt Óskari Þórðarsyni var aðstaðan þar fremur bágborin: Gólfið var óslétt, bekkirnir lélegir. Bíóbragginn var þó staður sem var hvað eftirsóttastur. Þar komust færri að en vildu.
HvítanesBíóið var fyrst og fremst ætlað þeim hermönnum sem engar virðingarstöður skipuðu. Einungis ef svo vildi til að þeir fylltu ekki húsið fengum við aðgang. […] Sýnt var að minnsta kosti tvisvar í viku, stundum oftar. Líklega hefur myndaúrvalið verið frekar fábrotið.
Eftir að amerískir sjóliðar fóru að venja komur sínar í Hvítanesi (þegar þeir fengu landvistarleyfi) glaðnaði yfir sölunni í bæði klúbbnum og sjoppunni. Bóndinn á Fossá sá einnig tækifæri í komu amerísku sjóliðanna og fór að bjóða upp á um klukkutíma hestaferðir um nágrennið sem urðu mjög vinsælar hjá amerískum sjóliðum, en ekki er getið um að Bretarnir hafi nýtt sér afþreyinguna mikið enda höfðu þeir úr mun takmarkaðri fjármunum að spila en amerísku dátarnir.

Hvítanes

Hvítanes – loftmynd.

Í Hvítanesi var rekinn spítali sem sinnt gat íbúum á svæðinu (og væntanlega úr flotanum á firðinum), þótt líklega hafi aðstaða þar verið fremur einföld (sjá umfjöllun um minjar hér á eftir). Auk þessara bygginga voru víða ýmiskonar aðrar þjónustubyggingar, s.s. skemmur, smærri samkomubraggar og eldhús (Mess hall), klósett og sturtur.
Matur var eldaður á nokkrum stöðum í flotastöðinni og líklegt að fæði hermanna á svæðinu hafi aðallega samanstaðið af innfluttum mat. Vörur bárust ýmis frá Reykjavík eða beint með skipum frá Bandaríkjum og Bretlandi en lítið hefur fundust um hvernig mataræði þeirra var samsett að því frátöldu að bjórinn sem neytt var á svæðinu kom frá Kanada. Vörubirgðir voru bæði geymdar í móðurskipum á firðinum en einnig í birgðageymslum í Hvítanesi (og Hvammsvík).

Hvítanes

Hvítanes – tröppur þær er Winston Churchill var myndaður á í heimsókn hans hingað til lands á styrjaldarárunum.

Á framkvæmdaárunum í Hvítanesi vann þar nokkur fjöldi af Íslendingum og því voru samskipti á milli hermanna og Íslendinga talsverð. Í bók Óskars greinir hann frá því að tungumálaerfiðleikar hafi þó takmarkað öll samskipti og oft gert mönnum erfitt fyrir, enda hafi fáir Íslendingar kunnað ensku. Þeir sem voru færir í tungumálinu urðu hins vegar eftirsóttir sem verkstjórar og túlkar. Óskar vann meðal annars í blönduðum hópum af Íslendingum og Englendingum og komu þar oft upp vandamál tengd skorti á tungumálakunnáttu. Þótt Óskar sjálfur kynni afar takmarkaða ensku í upphafi greinir hann frá því að hermennirnir hafi mjög sótt í félagsskap hans og annarra Íslendinga. Margir þeirra hafi verið mjög einmana og á kvöldin hafi alls staðar orðið á vegi hans einmana menn langt frá heimahögunum sem vildu tala um fjölskyldur sínar, fræðast um landið eða kvenpeninginn.

Þeir hafi oft verið á ferli til og frá baðhúsi og vildu gjarnan bjóða Íslendingunum inn í braggana til sín, sýna þeim byssurnar sínar, myndir af fjölskyldu eða litla happa og heillagripi sem margir þeirra áttu.

Hvítanes

Hvítanes – loftmynd.

Jafnvel þótt að viðvera og umferð Íslendinga í Hvítanesi hafi verið meiri en í ýmsum öðrum kömpum er ljóst er að herinn lagði áherslu á halda ákveðinni leynd yfir skipulagi og uppsetningu á mannvirkjum sínum þar. Í ævisögu Sigurðar A. Magnússonar segir frá því að þegar hópur pilta kom við á svæðinu á leiðinni úr útilegu í Vatnaskógi þá var það brýnt fyrir piltunum að gæta þess vandlega að myndavélar þeirra væru ekki uppivið heldur kyrfilega geymdar í töskum. Í frásögninni kemur fram að herinn hefði þá nýlega hirt einar 60 myndavélar af Íslendingum sem þar voru á ferð og mynduðu þær á svæðinu.

Hvítanes

Hvítanes.

Íbúar í Hvítanesi voru nokkuð einangraðir frá umheiminum og fæstir þeirra áttu t.d. útvörp. Dagblöð komu þangað sjaldan og þá gjarnan mjög seint og því litlar fréttir að fá. Hermennirnir voru almennt mjög fréttaþyrstir og í raun þyrstir í alla tilbreytingu frá hversdagslífinu sem var mörgum þeirra þungbært. Að mati Roberti Maltby, sem vann í verslun og veitingastofunni á svæðinu, var líf sjóliðanna í Hvítanesi án efa oftast eitthvert versta tímabil í lífi þeirra.
Öll tilbreyting í daglegt amstur var vel þegin, sér í lagi á sunnudögum þegar ekki var unnið, a.m.k. ekki á meðan á uppbyggingarskeiði svæðisins stóð. Óskar Þórðarson lýsir því í bók sinni að guðsþjónustur hafi farið fram undir beru lofti hvern sunnudag í Hvítanesi þegar hann var þar og verið vel sóttar. Messað var í heimatúninu ofanverðu þar sem nokkur halli var og gestir gátu setið. Hann segir að fjölbreyttur hópur hafi sótt messurnar. Ekki er ljóst hvort þær fóru fram á íslensku eða ensku en í lok samkomunnar var í það minnsta sungið lagið Eldgamla Ísafold að sögn Óskars.

Hvítanes

Hvítanes – stríðsminjar.

Ekki fundust nákvæmari upplýsingar um það hvenær flotastöðinni var lokað en að það virðist hafa verið fyrir árslok 1944 því jörðinni var skilað til Sölunefndar setuliðseigna árið 1944. Þá var ljóst að stórt verkefni væri framundan við að leysa upp þorpið í Hvítanesi og koma þeim búnaði sem þar var í notkun annars staðar eða í verð. Mönnum var ljóst að verðgildi eigna á stað eins og Hvítanesi (og öðrum svæðum í Hvalfirði þar sem herinn hafði verið með umsvif) yrði ekki í neinu samræmi við byggingakostnað, en samkomulag var gert við ríkisstjórnina um að hún „keypti og/eða yfirtæki mannvirki og búnað hersins og endurseldi einkaaðlilum eftir atvikum. Í mörgum tilfellum var um að ræða greiðslu fyrir landspjöll sem orðið höfðu við umsvif herliðsins, einkum þegar um mannvirki var að ræða“.

Hvítanes

Hvítanes – stríðsminjar.

Ríkisstjórnin skipaði nefnd (Nefnd setuliðsviðskipta) vorið 1944 til að annast ráðstöfun eigna hersins fyrir sína hönd og ári síðar Sölunefnd setuliðseigna til að „sjá um sölu hermannaskála, bæta úr eignarspjöllum af völdum setuliðsins og greiða landeigendum skaðabætur“.
Nefndirnar höfðu báðar lokið störfum 1948 og var niðurstaða þeirra gjarnan að bæjar- og sveitarfélög fengu forkaupsrétt.
Í Hvítanesi voru fjölbreytt mannvirki. Auk stórskipabryggju og steinbryggju á vestanverðu nesinu var þar mikill fjöldi íbúðabragga, vöruhús og verkstæði og nokkur steinhlaðin hús og vegakerfi með lýsingu, vatnsveita og rafstöð.
Ýmislegt er vitað um örlög einstakra bygginga en margt er þó á huldu um það hvar efniviður flotastöðvarinnar endaði.

Hvalfjörður

Hvalfjörður – útsýni frá Hvítanesi.

Í Hvalfirði var upphaflega höggvið á landfestar kafbátaneta og þeim sökkt og tundurduflagirðingunni þar var eytt með sprengingu. Á næstu árum varð hins vegar ljóst að leifar mannvirkjanna hömluðu skipaumferð og veiðum á svæðinu og var gert samkomuleg við bresk yfirvöld um að sérhæft hreinsunarskip ynni að hreinsun fjarðarins árin 1948-49.
Samkvæmt samantekt Friðþórs Eydals um eftirmál hernaðaruppbyggingar í Hvalfirði gekk vel að selja búnað og byggingar. Vita- og hafnarmálastofnunin (forveri Siglingamálastofnunar) eignaðist t.d. gufukranana tvo sem gengu á járnbrautarspori fram á hafskipabryggjuna og skemmurnar tvær neðarlega á nesinu. Var sú stærri flutt á lóð stofnunarinnar og stóð enn á lóð Siglingamálastofnunar þegar Friðþór ritaði grein um afdrif bygginganna 1999.

Hvítanes

Hvítanes – bryggjan.

Eina boðið sem barst í stórskipabryggjuna á svæðinu var einnig frá Vita- og hafnarmálastofnuninni, upp á 400 pund en bryggjan hafði kostað 126.000 pund í smíði. Málið endaði með því að breska flotastjórnin ákvað að gefa íslenska ríkinu bryggjuna með þeim skilyrðum að Bretland væri leyst undan allri ábyrgð vegna viðhalds eða hreinsunar síðar meir. Í kjölfarið var ákveðið að taka bryggjuna ekki niður og greiddi Vitamálastofnun landeiganda leigu fyrir aðgang að henni fyrstu árin.

Hvítanes

Hvítanes í dag.

Með tímanum fór timbur úr bryggjunni að hverfa og var þá ákveðið að hirða það sem hægt væri af timbri og brautarteinum. Landeigandi óskaði eftir því að kaupa bryggjuna 1949 en þeirri ósk var synjað. Árið 1960 óskaði hann svo eftir því að ríkissjóður afsalaði honum bryggjunni til niðurrifs vegna þeirra búsifja sem hernámið hefði haft fyrir jörðina og hversu litlar bætur hefðu fengist, en beiðninni var aftur synjað í þeirri von að bryggjuleifarnar gætu nýst betur og hanga því illa farnar leifar bryggjunnar enn uppi.
Ólíkt mannvirkjum í þéttbýli sem gjarnan nýttust tímabundið á staðnum eftir brotthvarf hersins voru mannvirkin í Hvítanesi fjarri alfaraleið og því engar tilraunir gerðar með að nýta það á staðnum eftir því sem best verður séð. Raskið í Hvítanesi var mikið og aldrei virðist hafa komið til greina að freista þess að hefja aftur búskap á jörðinni.

Hvítanes

Hvítanes – varðbyrgi/stjórnstöð.

Efnismenningin úr Hvítanesi dreifðist víða. Sem dæmi um það má nefna að á þessum tíma vann Ungmennafélagið Drengur í Kjós að undirbúningi að byggingu félagsheimilisins Laxárness sem er talið fyrsta félagsheimili landsins. Ungmennafélagið samdi við setuliðið um kaup á nokkrum samkomubröggum í Hvítanesi og Hvammsvík. Síðsumars 1945 tóku svo félagsmenn sig til, söfnuðu efninu saman og fluttu að Laxárnesi. Varðveittar frásagnir af vinnunni benda til að atgangurinn hafi verið talsverður enda var það „…sem hafði kostað heri Breta og Bandaríkjamanna margra vikna, mánaða eða hver veit hvað […] nú rifið niður á tveimur dögum með hömrum og klaufjárnum.“
Efnið nýttist í ýmis minni háttar mannvirki í kringum félagsheimilið, t.d. var settur upp braggi sem þjónaði hlutverki hesthúss í mörg ár en þær byggingar hafa nú allar verið rifnar.

Hvítanes

Hvítanes.

Þótt stríðinu lyki höfðu Bandaríkjamenn áfram hugmyndir um viðveru á Norður-Atlandshafinu. Á eftirstríðsárunum komu fram ýmsar áætlanir um það hvernig slíkar ráðagerðir yrðu best tryggðar og kom Ísland þar oft við sögu. Bandaríski herinn hafði áfram áhuga á Hvalfirði og var það niðurstaða sérstakrar staðarvalsnefndar Bandaríkjaflota árið 1946 að höfuðstöðvar flotans á þessum slóðum gætu orðið í Hvítanesi.

Hvalfjörður

Hvalfjörður á tímum Seinni heimstyrjaldarinnar.

Nefndin lagði fram ýmsar tillögur um mannvirki á suðvesturhorninu á eftirstríðsárunum og þótti Hvítanes einnig koma til greina sem varastaðsetning fyrir olíustöð ef hún gæti ekki verið á Söndum í Hvalfirði. Einnig þótti koma til greina að fjarskiptastöð, sem ráðgert var að risi á Kjalarnesi, gæti risið við austanvert Hvítanes ef áætlun um Kjalarnes gengi ekki upp.
Árið 1953 fóru Bandaríkjamenn fram á að grafa kafbátabyrgi inn í Þyril og árið 1957 var óskað eftir því að reisa olíustöð og sökkla á hafsbotni og legufærum, sem nota mætti fyrir kafbáta og herskip. Engar af ofangreindum tillögum urðu að veruleika. Árið 1959 fékkst hins vegar leyfi til að reisa lóranstöð á Snæfellsnesi til að auðvelda kafbátum miðanir og var ljóst að Bandaríkjamenn höfðu augastað á Hvalfirði fyrir frekari uppbyggingu hernaðarmannvirkja.

Stríðsár

Hermenn á vakt við Vesturlandsveg nálægt Þingvallavegi.

Talsverð andstaða var við uppbyggingu og viðveru bandaríska hersins hér á landi á friðartímum. Á þessum tíma var efnt til ýmissa mótmæla til að sporna við frekari uppbyggingu þeirra hér á landi. Hernaðarandstæðingar fóru t.d. reglulega í Keflavíkurgöngur til að krefjast þess að Bandaríkjamenn létu af allri uppbyggingu og viðverðu á Íslandi og að hvetja til að Ísland gengi úr NATO. Árið 1962 var ákveðið að umrædd mótmælaganga skyldi farin frá Hvítanesi í Hvalfirði (í stað Keflavíkur). Aðspurðir sögðu forvígismenn göngunnar að það væri til að vekja athygli á þeirri ágirnd sem Bandaríkjamenn hefðu á svæðinu fyrir kafbátahöfn og flotastöð. Almannavarnafrumvarpið sem lagt hefði verið fyrir alþingi síðasta vetur hefði sýnt að Hvalfjörður stefndi í að vera jafn mikið uppbyggingarsvæði og Keflavík. Ástæða þess að gangan var farin Hvítanesi sögðu þeir hins vegar vera þá að Hvítanesjörðin hefði verið ein fyrsta íslenska bújörðin sem fór í eyði vegna hernaðarumsvifa.
HvítanesJörðin Hvítanes komst í eigu Jóns Björnssonar og fjölskyldu í stríðslok og hélst í þeirra eigu allt fram á síðustu ár eftir því sem best fæst séð.
Ljóst er að herminjar á jörðinni settu nýtingu hennar nokkrar skorður. Árið 1995 stofnuðu afkomendur Jóns, þeir Björn og Jón Kristinssynir, einkahlutafélagið Hvítanes um eignina og fljótlega eftir 2000 þróuðu þeir tillögu að nýju og breyttu deiliskipulagi sem m.a. var kynnt fyrir sveitarfélaginu á þeim tíma.
Á allra síðustu árum (og eftir að skráningunni lauk) hafa komið fram nýjar ráðagerðir um nýtingu og uppbyggingu í Hvítanesi. Samkvæmt deiliskipulagi stendur þar til að hefja skógrækt og gera jörðina aftur að lögbýli. Gera þessar nýju áætlanir ráð fyrir byggingu íbúðarhúss, skemmu, þjónustu- og vélarhúss, bryggju og bryggjuhúss á jörðinni á 5 ha svæði neðst á tanganum og virðast framkvæmdir nokkuð komnar af stað, af nýlegum loftmyndum að dæma.

Heimild:
-Hernámið frá sjónarhóli Fornleifafræðinnar: Skráning á minjum úr Síðari heimsstyrjöldinni í Hvítanesi í Hvalfirði, Reykjavík 2025.
-https://www.academia.edu/128999410/HERN%C3%81MI%C3%90_FR%C3%81_SJ%C3%93NARH%C3%93LI_FORNLEIFAFRAE%C3%90INNAR

Kjós

Hvítanes á stríðsárunum.

Gjár

Þann 3. apríl 2009 var birt „AUGLÝSING um náttúruvættið Kaldárhraun og Gjárnar í upplandi Hafnarfjarðar„. Hvorki í auglýsingunni né í sérstakri, væntanlega rándýrri, nánast óþarfa skýrslu, um friðlýsingarsvæðið, er hvergi, af einhverri ástæðu, getið um fyrrum skógrækt og bústað og athafnir fólks í Gjánum á síðari árum. Sagan sú virðist ekki heldur hafa verið skráð í opinberar bækur bæjarins, þrátt fyrir fyrirliggjandi heimildir þar um. Sagan sú virðist því með öllu huld þeim er hingað til hafa viljað um þær fjalla.

Gjár

Gjár – loftmynd.

FERLIR lék forvitni á að vita nánar um framangreindar mannvistir í árþúsunda gamalli hrauntjörninni frá Búrfelli vestast í Gjánum. Þar má í dag m.a. sjá hlaðna garða, hleðslu við grunn flaggstangar, húsgrunn og leifar af bústað, auk myndarlegra trjáa, sem þar hafa verið gróðursett, vonandi til langrar framtíðar.

Helgi G. Þórðarson átti bústaðinn síðastur manna uns hann varð skemmdarvörgum að bráð um og í kringum 1980. Uppaflega mun Þórir Grani Baldursson, arkitekt, hafa byggt bústaðinn þarna í skjóli innan friðsældar Gjárinnar á árunum í kringum 1949 með samþykki bæjarráðs og staðfestingu bæjarstjórnar, líkt og gekk og gerðist með frumkvöðla skógræktarmanna í Sléttuhlíð á árunum 1925 og síðar.

Gjár

Gjár – garður.

Baldvin Jónsson? eignaðist bústaðinn um tíma uns Helgi og eiginkona hans, Thorgerd Elísa Mortensen, festu kaup á honum um 1974. Þau hjónin stunduðu m.a. skógrækt í nágrenninu, eða allt þangað til bústaðurinn var gereyðilagður í kringum 1980. Áður hafði hann nokkrum sinnum orðið fyrir barðinu á veiklynduðum skemmdarvörgum.
Bústaðasvæðið hafði verið afgirt, en skömmu fyrir friðlýsinguna 2009 höfðu bæjaryfirvöld fyrirskipað að girðingin skyldi fjarlægð. Eftir standa í dag girðingastaurarnir sem og hliðsstólparnir. Starfsfólki Skógræktarfélags Hafnarfjarðar hafði verið fyriskipað að fjarlægja netgirðinguna á stólpunum.

Gjár

Gjár – aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2024. Skástrikaði hlutinn er friðuð svæði. 

Að sögn afkomenda Helga hefur þeim verið fyrirmunað að endurreisa bústaðinn þrátt fyrir gildandi lóðasamning sem þeim er á hverju ári gert að greiða af lögbundin fasteignagjöld.
Þórir Grani (1901-1986) var þekkur arkitekt. Hann starfaði t.d. sem forstöðumaður hjá Teiknistofu landbúnaðarins 1938-1969, teiknaði fjölmargar opinberar byggingar; héraðsskóla, kaupfélagshús, samkomuhús og verksmiðjuhús víða um landið. Hann var frumkvöðull í gerð húsa með stíl fúnksjónalisma. Hins vegar er hvergi getið um hið lítillátlega athvarf hans í Gjánum.

Helgi G. Þórðarson

Helgi G. Þórðarson (1929-2003).

Nefnds Baldvins virðist hvergi vera getið í tengslum við þennan tiltekna bústað.
Á kortum danska herforingaráðsins frá 1903 til 1974 er á tímabilinu skráð örnefnið „Skátaskáli“ í Gjánum. Hingað til hefur ekki verið hægt að rekja uppruna þessa „örnefnisins“.
Helgi G. Þórðarson var í Skátafélaginu á Ísafirði, þá 18 ára. Á aðalfundi þess árið 1948 mátti t.d. lesa eftirfarandi: „Aðalfundur félagsins var haldinn í Alþýðuhúsinu 7. okt. Ritari var kosinn Magnús Baldvinsson, gjaldkeri Helgi G. Þórðarson og skálavörður Kristján Arngrímsson. Á fundinum var samþykkt, að félagið segði sig úr íþróttasambandi Íslands. Var þetta gert með hliðsjón af ályktun, sem gerð var á aðalfundi B.I.S. 1944, þar sem þess er óskað, að skátafélögin taki ekki þátt i opinberum kappmótum.
1. október hyrjaði félagið á að halda regluleg varðeldakvöld eða skemmtifundi með Valkyrjum, og var fyrsti varðeldurinn haldinn í Alþýðuhúsinu 14. október. Tókst þessi varðeldur mjög vel, og hafa slíkir varðeldar verið haldnir mánaðarlega síðan. Þá byrjaði félagið einnig að gefa út fjölritað innanfélagsblað, sem nefnt var Varðeldar, og var Helgi G. Þórðarson ritstjóri þess.“

Gjár

Gjár – skógrækt.

Þess er og getið í heimildum að Helgi hafi verið ötull skógræktarmaður í upplandi Hafnarfjarðar.
Í Morgunblaðinu 2003 er minningargrein um Helga. Þar segir m.a.: „Helgi kvæntist Thorgerd Elísu Mortensen frá Frodby á Suðurey í Færeyjum, hjúkrunarfræðingi 1929. Hún er dóttir Daniel Mohr Mortensen kóngsbónda þar.
Börn Helga og Thorgerdar eru Þórður, Daníel og Hallur, allt fyrrum skátar með þeim formerkjum „skáti – ávallt skáti“).

Gjár

Gjár – herforingjaráðskortið 1967. „Skátabústaður“ var ekki til á eldri kortum ráðsins.

Helgi ólst upp hjá foreldrum sínum í Ögurvík við alla almenna vinnu útvegsmanna eins og hún gerðist á fjórða og fimmta tug síðustu aldar. Þar gekk hann í barnaskóla og síðar í Héraðsskólann í Reykjanesi við Djúp. Hús foreldra hans brann 1943 og fluttist fjölskyldan ári seinna út á Ísafjörð og þremur árum seinna til Reykjavíkur. Helgi lauk gagnfræðaprófi frá gagnfræðaskólanum á Ísafirði 1945 og landsprófi 1946, stúdentsprófi frá MR 1950, fyrrihlutaprófi í verkfræði frá HÍ 1954 og M.Sc.prófi í verkfræði frá DTH í Kaupmannahöfn 1958.

Gjár

Gjár – leifar bústaðar Helga.

Í dag (2025) mæta aðkomufólki á vettvangi annars vegar sorglegar leifar sögu bústaðarins og hins vegar blómstrandi afurð skógræktarinnar.
Skv. framangreindu má sjá að yfrið hefur verið nóg að gera hjá Helga og Elísu samfara slitdróttri dvölinni í Gjánum, enda tala vanrækt verksummerkin þar í dag sínu máli. Hafnarfjarðarskátarnir höfðu sóst eftir að kaupa (aðrir segja að yfirtaka) bústaðinn undir það síðasta, en úr varð  því skiljnlega ekki eftir eyðilegginguna. Skátarnir höfðu þá um þann mund þann draum að byggja skála í Helgadal. Bæjaryfirvöld komu í veg fyrir slíkar hugmyndir, líkt og svo margar aðrar annars góðar, en enn í dag má þó þar sjá þar fyrrum undirstöðurnar undir „draumabústað“ þeirra.

Gjár

Gjár.

Skv. upplýsingum afkomenda Helga er þeim enn gert að greiða fasteignagjöld af „bústaðnum“ í Gjánum, þrátt fyrir að hafa verið meinað af hálfu bæjaryfirvalda að endurbyggja hann og nýta svæðið á upphaflegan hátt. Girt hafði t.d. verið umhverfis bústaðastæðið, en bæjaryfirvöld fengu starfsfólk Skógrækarfélags Hafnarfjarðar til að fjarlægja girðinguna, en girðingarstaurarnir standa þó enn. Svo virðist sem bæjaryfirvöld viti ekkert hvernig þau eigi að bregðast við þessu máli, hvorki laga- né skynsamlega.

Kaldársel

Gjár – herforingjaráðskort frá 1927 – hvergi minnst á „Skátaskála“.

Hið skondna er og að á umræddu athafnasvæðinu hafa í skrám Byggðasafns Hafnarfjarðar opinberlega verið skráðar sjö „fornleifar“ þrátt fyrir að slíkar minjar skv. gildandi Minjalögum verða að teljast a.m.k. eitt hundrað ára eða eldri til að geta talist til slíkra skráninga. Engar þessara tilteknu minja í fornleifaskráningunni uppfylla þau skilyrði!

Allir sem og öll er geta gefið nánari upplýsingar um mannvistirnar í Gjánum er velkomið að hafa samband við ferlir@ferlir.is

Sjá nánar um „Friðlýsingu Kaldárhrauns og GjárnaHÉR.

Gjár

Á þessu opinberlega auglýstu korti virðist bústaðasvæðið „Skátaskáli“, efst fyrir miðju (h.m. við O7), vera undanþegið friðlýsingunni!!??

Heimildir:
-Einhverjar 20 ára, 1. tbl. 29.02.1948.
-Morgunblaðið, 308 tbl. 13.11.2003, bls. 40.
-ust.is/library/sida/Nattura/Kald%c3%a1rhraun%20og%20Gj%c3%a1rnar
-ferlir.is/kaldarhraun-og-gjarnar-fridlysing/
Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005 – 2024