Draugar og tröll – til gamans

Valahnúkar

Á Reykjanesskaganum eru nokkrir alræmdir draugar, s.s. Stapadraugurinn, Arnarfells-Labbi og Tanga-Tómas á Selatöngum. Einnig hefur borið á annars konar draugum á svæðinu, jafnvel mennskum:

Draugshellir

Draugshellir í Valahnúk.

1. Mógrafa-Móri. Hefur sést við mógrafir. Segir sagan að hann hann hafi ætlað að ná sér í mó hjá öðrum, fallið í gröfina og ekki komist upp aftur fyrr en að sér gengnum. Nú situr hann fyrir þeim, sem leið eiga um mógrafasvæðið.
2. Landamerkja-Labbi. Sagt er að sá, sem færir til landamerkjavörðu, dæmi þar með sjálfan sig til að rogast með grjót í vörður allar nætur til eilífðarnóns. Dæmi eru um nokkra slíka á Reykjanesi. Ekki er þó vitað til þess að þeir hafi gert öðrum en sjálfum sér mein.
3. Hella-Hedda. Einn af fáum kvendraugunum. Á það til, líkt og Tanga-Tómas á Selatöngum, að grípa í hæla fólks er á leið um dimma hella, einkum þar sem fallegar hraunmyndanir er að finna, slökkva á ljósum þess eða gera því aðra grikki. Nokkur dæmi er um að fólk hafi lent í verulegum erfiðleikum með að rata út aftur eftir aðfarir hennar.
4. Írafells-Móri. Írafells-Móri var alþekktur hér í Reykjavík á seinna hluta 19. aldar. Var talið að hann fylgdi Mörtu Þórðardóttur skóara í Vigfúsarkoti. Annars fylgdi hann líka Engeyingum og var því oft nefndur Engeyjarmóri. Þeir feðgar Kristinn Magnússon og Pétur kölluðu hann frænda sinn, en gættu þess að hann kæmist ekki út í eyna.

Tröll.

Valahnúkar

Tröll á Valahnúkum.

Tröll eru á mörkum þess vitsmunalega. Þau standa fjær manninum en t.d. álfar og huldufólk.
Sagnir eru um tröll á Reykjanesi. Nokkrar klettamyndanir og örnefni staðfesta sagnir um að sum þeirra hafi orðið þar að steinum, s.s. á Valahnjúk ofan við Valaból. Sögn er og til um að dautt tröll hafi fundist fyrir alllöngu síðan, en ekki er vitað hvað varð um „jarðneskar“ leifar þess. Ekki er útilokað með öllu að enn kunni að finnast dauð tröll á svæðinu. Sum svæðin eru það lítið könnuð.
Örnefni á Reykjanesi benda til trölla, s.s. Trölladyngja og skessukatlar. Sumsstaðar má sjá steinrunnin tröll á varðbergi, s.s. á Sveifluhálsi og í Hlíðarskarði. Grýla og Leppalúði gista milli jólalangt í hellum á nesinu, Skessa bjó í Festarfjalli og til tröllabarna sást lengi vel í Krýsuvík.

HÉR má sjá meira um drauga á Reykjanesskaganum.

Tröll

Tröllin vaka yfir hraununum.