Eldey

Eldey

Eldey er 77.2 m hár þverhníptur klettadrangur 14.4 km (8 sjómílur) suðvestan við Reykjanes. Eyjan er mynduð úr móbergi og er nú um 0,029 km2. Hún er innsta skerið í skerjaklasa miklum sem stendur á einni grynningu og nær 45 sjómílur (um 85 km) frá landi. Kallast hann Fuglasker eða Eldeyjar. Eitt þessara skerja var Geirfuglasker þar sem síðustu höfuðstöðvar geirfuglsins. Það sökk að mestu í eldsumbrotum haustið 1830. Geirfuglasker eru nú blindsker u.þ.b. 5 sjómílum utan Fuglaskerja.
EldeyÍ Eldey hefur verið ein mesta súlubyggð sem þekkist í heiminum og er eyjan jafnan þakin súlu að sumarlagi. Við talningu, sem gerð var 1949, var fjöldi súlna í og við eyjuna talin um 70 þúsund. Nú er óheimilt að fara í eyna án leyfis [Umhverfisstofnunar] og til verndar fuglalífi eru skotveiði bönnuð nær eynni en 2 km. Eyjan var friðlýst sérstaklega árið 1974.
Ekki er vitað til þess, að Eldey hefði verið klifin, þegar þrír vaskir Vestmannaeyingar klifu hana 30. maí 1894. Þeirra á meðal var Hjalti Jónsson (Eldeyjar-Hjalti), sem hafði áður klifið Háadrang hjá Dyrhólaey er þótti mikið afrek (aðrir nefna fílfdirfsku í því sambandi). Þremenningarnir töldu sig hafa séð festibolta á nokkrum stöðum í berginu í Eldey, sem gaf til kynna, þetta væri ekki í fyrsta skipti, sem menn hefðu farið upp á hana. Enda væri óraunhæft að ætla að svo hefði verið því eyjan hefur um aldir verið talin mikil „matarkista“, auk þess sem ætla megi að hún hefur löngum verið ofurhugum áskorun. Vitað er að árlega var farið í Eldey til fugla eftir 1894 þar til hún var friðuð árið 1940.

Eldey

Talið er, að a.m.k. 10 eldgos hafi orðið á þessu svæði á sögulegum tíma. Gosið 1783 er einna þekktast. Þá myndaðist eyja, sem var kölluð Nýey. Hún var strax eignuð Danakonungi með úrskurði hans hátignar. Þegar hennar var svo vitjað næsta ár, var hún horfin. Einhver eldsumbrot voru á þessum slóðum á árunum 1970-71.
Í munni brezkra sjómanna hét Eldey „Count Rock” og „Flour Sack”. Eldeyjarboði er blindsker u.þ.b. 57 km suðvestan Reykjaness. Stundum eru brotin þar tugir metra á hæð og fiskimið eru góð þar í kring. Líklega er þessi boði leifarnar af Nýey. Brezkir nefndu boðann „Blinders”. Á Eldeyjarbanka voru fyrrum góð fiskimið, m.a. síld og humar.  Aðalsiglingaleið skipa liggur milli meginlandsins og Eldeyjar.
Súlan er sjófugl sem heldur sig úti á rúmsjó nema yfir varptímann í apríl og maí þegar hún sækir í klettaeyjar í Norður-Atlantshafinu til að verpa.
Í síðustu ferðinni í Eldey (20. jan. 2008) kom í ljós stór Eldeyog djúp sprunga  á yfirborði eyjarinnar og gæti stórt stykki brotnað úr henni, t.d. við snarpan jarðskjálfta. Snarpir skjálftar hafa að undanförnu verið á hafsbotni nærri Eldey. Sprungan var meðal þess sem kom í ljós þegar  Tilgangur þessa nýjasta leiðangurs var að setja upp sjónvarpsmyndavél í eyjunni sem mun væntanlega senda út mynd í hágæða upplausn allan sólarhringinn, allan ársins hring.
Eyjarfarar segja gróðurfar í eyjunni ekkert. „Þetta er eingöngu klöpp og skítur, já og það djúpur skítur. Ef ekki hefði verið frost þegar leiðangurinn var farinn í Eldey, þá hefðu leiðangursmenn þurft að vaða skít a.m.k. upp á miðja kálfa og fullyrt er að sumsstaðar á eyjunni háu sé gúanóið undir bælum súlunnar allt að metri á dýpt.“ Ef grannt er skoðað má sjá sýnishorn af mörgum þeirra plantna er finna má á meginlandinu, s.s. hvönn, tófugras, melgresi, burnirót, sóleyjar og fífla.
Um tuttugu einstaklingar hafa „opinberlega“ komið í Eldey frá því hún var fyrst klifin árið 1896. Síðast var skv. því farið í Eldey 1982, þannig að þessi stærsta súlubyggð í heimi getur ekki sagt að hún hafi orð á sér fyrir að verða fyrir átroðningi ferðamanna.

Heimild m.a.:
-wikipedia.org
-grindavik.is

Eldey