FERLIRstákn í Gemini og Copilot

FERLIR

FERLIR lagði spurningu fyrir alvitrugreindarforritin Gemini og Copitol í AI; „Hvað getur þú sagt mér um útlit www.ferlir.is að teknu tilliti til innihaldlýsingu vefsíðunnar?

FERLIR

FERLIR-logo skv. alvirtuveitunum.

Í fyrstu gerðist ekkert, en eftir nánari og þolinmóðari umleitan skýrðust útlínurnar, smám saman. Loks varð til meðfylgjandi merki í myndlíki.
Merkið átti að verða táknrænt fyrir áhuga FERLIRs á minjum, sögu og náttúru Reykjanesskagans.
Reynar hafði FERLIR notað annað logo á vafranum, þ.e. táknræna steinmynd með gleraugu prýðandi FERLIRshúfuna margfrægu, en við endurnýjun vefsíðunnar yfir í Windows 11  fyrr á árinu (2025) féll hún út, einhverra hluta vegna.
FERLIRshúfuna þá fyrrnefndu öðluðust einungis dyggustu þátttakendur gönguhópsins, eindregnir frumkvöðlar í aðdraganda vefsíðunnar. Húfurnar þær voru ekki einungis viðurkenningar fyrir eindregin áhuga á viðfangsefninu, heldur fól hver og ein og sér tiltekinn óupplýstan galdramátt.
Saga og öll fyrirhöfnin við endurnýjun og uppfærslu vefsíðunnar í gegnum tíðina er saga út af fyrir sig.
HÉR á eftir má sjá myndir allt frá upphafi FERLIRs, auk fyrrnefndrar steinkarlsmyndarinnar  ofanverðrar…

Selatangar

Selatngar – uppdráttur ÓSÁ.

FERLIR stóð upphaflega fyrir Erðahóp Rannsóknardeildar Lögreglunnar Í Reykjavík. Áhugasamt lögreglufólk um útivist og hreyfingu frá hversdagsins önn, krefjandi rannsóknum og jafnvel kyrrsetu þeirra á millum, tók sig saman árið 1999 og ákvað að líta í kringum sig – víttka sjóndeildarhringinn og kynnast betur sínu nærtækasta umhverfi; fyrrum landnámi Ingólfs. Upplifunina má m.a. sjá á vefsíðunni…
Árni Torfason setti upp fyrstu, einfalda, vefsíðu FERLIRs árið 2000 með styrk frá Rannsóknarsjóði Seðlabankans. Í styrknum fólst einungis beiðni um kaup á fartölvu. Vefsíðan varð því, með samþykki sjóðsins, í framhaldinu að raunveruleika. Hún var síðan endurnýjuð árið 2007 í Webman með stuðningi góðra aðila og síðan uppfærð í þessa WordPressútgáfu árið 2019 með styrk úr Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar með þessari uppfærslu veffyrirtækisins Premis. Mjög mikil vinna hefur bæði falist í innsetningu efnisins sem og endurgerð þess millum uppfærslna. Hið fátæklega er að vegna takmarkaðs fjárhags hefur ógjarnan tekist að halda í hala örþróunar tæknihamfara á einum tíma til annars.

Reykjanesskagi

Frá Reykjanesskaganum.

Um 4400 skipulegar vettvangsferðir liggja til grundvallar lýsingunum á vefsíðunni. Að baki þeim eru 4541 áhugaverð frásögn og 51.008 ljósmyndir og uppdrættir af minjum og minjasvæðum á Reykjanesskaganum.
Forsíðumynd vefsíðunnar er af minjasvæðinu í Lónakoti í Hraunum á björtum sumarrigningardegi.
Fyrir þá, sem vilja hafa samband, er bent á netfangið ferlir@ferlir.is.

Urriðakotsdalur

Gengið um Efri-Urriðakotsdal (þar sem nú er golfvöllur).