Fjárskjólshraunsfjárhellir-I

Fjárskjólshraun

Gengið var um Fjárskjólshraun. Einn FERLIRsfélaginn hafði rekist þar á mjög fornar hleðslur fyrir fjárskjóli í hrauninu.

Fjárskjólshraunshellir

Fjárskjólshraunshellir.

Við athugun reyndist þar vera um miklar hleðslur fyrir rúmgóðum skúta, svo til alveg grónar, en vel sést móta fyrir hlöðnum innganginum, sem er alllangur. Hellirinn sjálfur hefur hýst hátt í hundrað kindur. Fyrirhleðslur eru inni í hellinum á þremur stöðum. Mold er í gólfi. Við fyrirhleðsluna, vinstra megin við innganginn er inn er komið hefur verið hleðsla er líkist bæli eða klefa. Þar gæti hugsanlega hafa verið skjól fyrir þann eða þá er sátu yfir ánum í hrauninu. Þarna hefur ekki nokkur maður stigið niður fæti alllengi. Ekki er ósennilegt að fjárskjólið sé það er hraunið hefur dregið nafn sitt af – Fjárskjólshraun. Ofan við fjárskjólið er vörðubrot.

Fjárskjólshraun

Hellisop í Fjárskjóshrauni.

Á leiðinni til baka var gengið fram á mikið gróið jarðfall. Það sér ekki fyrr ens taðið er á brún þess. Greinileg hvelfing er við nyrðri endann og u.þ.b. 6 metrar voru niður. Hægt var að komast niður í hana til hliðar og virtist þar vera mikill geimur. Til hliðar er hægt að komast niður í mannhæðarháa rás og liggur hún upp á við og beygir síðan til vinstri. Ekkert hrun var í rásinni. Henni var ekki fylgt að þessu sinni, en ætlunin er að fara þangað fljótlega aftur og kanna hana betur (sjá FERLIR-623). Rásin er á u.þ.b. 8 metra dýpi svo hún gæti lofað góðu. Ekki var að sjá að nokkur maður hafi heldur stigið fæti þarna niður – ef mark var takandi á moldinni í botninum á leið niður í rásina.
Fjárskjólshraun, sem er hluti Eldvarpahraunanna undir Geitahlíð, stundum nefnt Krýsuvíkurhraun, dregur væntanlega nafn sitt af fyrrnefndu fjárskjóli í hrauninu.
Frábært veður. Gangan og skoðunin tóku 2 klst og 2 mín.

Fjárskjólshraun

Í Fjárskjólshraunshelli.