Fornminjar og skógrækt – Sesselja Guðmundsdóttir

Möðruvallarétt

Sesselja Guðmundsdóttir skrifaði í Skógræktarritið 2008 um „Fornminjar og skógrækt„:

Skógræktarritið

Skógræktarritið 2008.

„Tilgangurinn með þessum greinarskrifum er að hvetja skógræktarfólk til þess að gefa gaum að fornminjum í skógrækt eða á væntanlegum skógræktarsvæðum. Víða um landið eru fornminjar nú þegar kaffærðar í útlendum trjám og svo virðist sem ekkert eftirlit sé með þeim verknaði af hálfu hins opinbera. Fyrstu lög um verndun fornminja voru sett árið 1907 en þau nýjustu árið 2001. Allar götur frá því fyrstu lögin voru sett, er kveðið skýrt á um að ekki megi raska fornminjum án þess að áður fari fram mat á þeim. Gróðursetning ofan í fornminjar, eða í allra nánasta um hverfi þeirra, er bönnuð með lögum á Íslandi. Minjar sem eru 100 ára og eldri teljast til forn leifa.

Fornminjalög og fleiri lög

Sesselja Guðmundsdóttir

Sesselja Guðmundsdóttir.

Eins og áður segir, voru fyrstu fornminjalögin (Lög um verndun fornmenja) sett árið 1907 og í 1. kafla, 2. grein, er tilgreint hvað telst til „staðbundinna fornleifa“ og þar segir m.a.: „Til fornleifa teljast m.a. Þingbúðarústir, gömul mannvirki á fornum þingstöðum, sögustöðum og öðrum merkisstöðum, sem nokkurs er um vert fyrir menningarsögu landsins, rústir af hofum, hörgum og hvers konar blótstöðum frá heiðni, af kirkjum og kirkjugörðum, kapellum og bænahúsum,forn vígi eða rústir af þeim, forn garðlög, rústir af fornum bæjum, seljum, búpeningshúsum, farmannabúðum, naustum og öðrum fornbyggingum, ennfremur fornir öskuhaugar.“ Í þessum lögum er kveðið á um tilkynningaskyldu til yfirvalda og … „skal verkstjóri eða það stjórnarvald, sem hlut á að máli, skýra stjórnarráðinu frá málavöxtum, áður enn nokkuð er haggað við fornleifunum, og ákveður þá stjórnarráðið, hvað gjöra skuli.“
Fyrstu lög um Skógrækt ríkisins voru líka sett árið 1907 en gildandi lög eru frá árinu 1955 og í þeim er hvorki minnst á fornminjar né náttúruvætti.

Fossárrétt

Fossárréttin gamla 2009 – að hverfa í plantaðan skóg.

Í seinni tíma lögum um fornminjar eru svipuð ákvæði og árið 1907, en þó ítarlegri, varðandi minjar sem teljast til fornleifa (gamlar þjóðleiðir og vörður teljast nú til fornleifa). Í gildandi lögum (Þjóðminjalög 2001 nr. 107) segir m.a. í 1. kafla, 1. gr.: Tilgangur þessara laga er að stuðla að verndun menningarsögulegra minja og tryggja að íslenskum menningararfi verði skilað óspilltum til komandi kynslóða.“ Í 4. kafla, 10. gr., segir m.a.: „Fornleifum má enginn, hvorki landeigandi, ábúandi né nokkur annar, spilla, granda né breyta, ekki heldur hylja þær, laga né aflaga né úr stað flytja nema með leyfi Fornleifaverndar ríkisins.“

Möðruvallarétt

Möðruvallarétt – horfin í skóg.

Í 11. gr. segir m.a.: „Fornleifavernd ríkisins lætur, eftir föngum, skrá allar þekktar fornleifar og gefur út skrá um friðlýstar fornleifar og skal hún endurskoðuð á þriggja ára fresti.“ Í 11. gr. segir einnig: “Þeim minjum, sem friðlýstar eru, skal fylgja 20 metra friðhelgað svæði út frá ystu sýnilegu mörkum fornleifa og umhverfis nema kveðið sé á um annað.“ Í 14. gr. segir: „Nú telur landeigandi, ábúandi eða einhver annar, þar á meðal sá sem stjórnar opinberum framkvæmdum, að hann þurfi að gera jarðrask, svo sem vegna vegagerðar, veitu lagnar, framræslu eða skógræktar, er haggað geti við fornleifum og skal hann þá skýra Fornleifavernd ríkisins frá því áður en hafist er handa við verkið.“

Krýsuvík

Krýsuvík neðan Baðstofu – fornleifar eyðilagðar á fyrsta degi framkvæmda.

Í markmiðum Skipulags- og byggingarlaga, frá árinu 1997, segir m.a.: „…að stuðla að skynsamlegri og hagkvæmri nýtingu lands og landgæða, tryggja varðveislu náttúru- og menningarverðmæta og koma í veg fyrir umhverfisspjöll og ofnýtingu, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi,…“

Trjárækt í og við fornminjar
Á fyrri helmingi 20. aldar plantaði fólk trjám við hús sín og býli, sér og sínum til yndisauka og skiljanlegt að á þeim tíma hafi menn ekki verið að velta því fyrir sér hvort plantað var í gamla bæjarhóla eða tóftir á landareigninni.

Rósel

Rósel 2020 – umlukið trjárækt.

Í árdaga skógræktar á Íslandi hefur almenningur ekki verið vel meðvitaður um gildandi lög um fornminjar. En nú er öldin önnur og skógræktar fólk ætti að vera vel upplýst um þessi mál, þó sérstaklega þeir sem starfa í félagasamtökum tengdum skógrækt. Hér verða tínd til nokkur dæmi um eyðileggingu fornminja af völdum gróðursetningar á Suður- og Suðvesturlandi:

Búðasandur (Maríuhöfn) í Hvalfirði, við norðanverðan Laxvog. Þar er talin hafa verið mesta kauphöfn á Suðvesturlandi á miðöld um og fjölsóttasta höfn landsins á 14. öld með tilheyrandi kaupstefnum.

Hálsnesbúðir

Hálsnesbúðir á Búðarsandi.

Margar búðarústir liggja í sveig á grasrima ofan við sandinn og vestan lónsins. Þar stendur gamall sumarbústaður og trjáreitur inn við hann hefur kaffært hluta tóftanna. Rústirnar á Búðasandi voru friðlýstar árið 1975 en sumar húsið á tóftasvæðinu hefur líklega verið byggt fyrir þann tíma og trjám plantað í tóftirnar, þrátt fyrir að þáverandi fornminjalög bönnuðu slíkt.

Sámsstaðir

Tóftir Sámsstaða.

Fornbýlið Sámsstaðir í Kjósarsýslu, norðan Leirvogsár en vestan Stardals. Friðun tóftanna var þinglýst árið 1938. Samkvæmt Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns (vegna ársins 1705) segja munnmæli (þá) að á Sámstöð um hafi verið kirkja. Gamall grenilundur er efst í túninu og engin veit nú hvort fornminjar leynast þar í trjárótunum. Fyrir örfáum árum var mörgum barrtrjáplöntum stungið niður í bæjarrústir Sámstaða þrátt fyrir að þar sé skilti um friðlýstar fornleifar.

Hrísakot

Hrísakot – uppdráttur.

Fjárréttarrústir í Hrísakoti í Brynjudal, Hvalfirði. Réttin var t.d. í notkun fyrir aldamótin 1900, samkvæmt örnefnaskrá, en er þó líklega miklu eldri. Vöxtuleg grenitré hafa nú kaffært hluta réttarinnar og því er ógerningur að sjá lögun hennar lengur. Landgræðslusjóður keypti fyrrnefnda landspildu á árunum 1975-1979 og stjórn sjóðsins hefði átt að sýna þá fyrirhyggju að leyfa réttarveggjun um að standa sem „vin í mörkinni“, sem og að virða lög um fornminjar.

Sveinagerði í Strandarkirkjulandi í Selvogi. Það er hringhlaðinn vörslugarður á milli tveggja kletta hóla og er svæðið innan hans 35–40 m í þvermál.

Sveinagerði

Sveinagerði í Selvogi.

Í lýsingu Selvogsþinga árið 1840 eru tilgreind munnmæli um að í Sveinagerði hafi Erlendur lögmaður Þorvarðsson (d. 1576) átt lystihús á öðrum hólnum og horft þaðan á sveina sína við „leiksæfingar“ í gerðinu. Nú hefur víði verið plantað fast við grjótgarðinn allan hringinn, þannig að varla sést örla á hleðslunni. Lúpínu hefur líka verið sáð þarna vegna uppblásturs og að vísu hefur leikflögin gróið upp á síðustu árum vegna þessa „gróður átaks“ en fornminjarnar horfið.

Baðsvallasel

Selsminjar í skógi á Baðsvöllum.

Baðsvallasel (Járngerðastaðasel) í Grindavík, norðan undir Þorbjarnarfelli. Selið var í notkun árið 1703 skv. Jarðabókinni. Fast ofan við eina tóftanna er gamall grenilundur og inni í honum er hluti selrústanna.

Austan Rauðavatns í Reykjavík eru tóftir Grafarsels en þær voru friðaðar árið 1987. Selstæðið er við gamlan lækjarfarveg, í lágum hlíðum sem heita Selbrekkur og snýr mót suðvestri. Eins og flestir vita, hefur skógrækt við Rauðavatn lengi verið við lýði og frá árinu 1946 í hönd um Skógræktarfélags Reykjavíkur.

Grafarsel

Grafarsel.

Við gróðursetningu þarna hefur verið að mestu tekið tillit til tóftanna og göngustígur liggur upp með þeim í átt til holtsins. Við gerð stígsins hefur ekki verið farið að fornminjalögum hvað varðar „20 metra friðhelgað svæði út frá ystu sýnilegu mörk um forn leifa …“. Tuttugu metra friðhelgi er ekki stórt svæði þegar skógrækt er höfð í huga, því tré stækka yfir leitt á alla kanta, ef svo má segja, fyrir utan það að svörðurinn breytist. Á öðrum stöðum í sömu skógrækt, hefur furutrjám verið plantað í fornminjar og það meira að segja fast við verndunarskilti. Það er vel framkvæmanlegt í mörg um til fellum, sérstaklega þar sem tré eru ung, að endurheimta fornminjarnar og sýna þeim þá virðingu sem þeim ber, samkvæmt lögum.

Reykjavíkursel

Reykjavíkursel við Selvatn.

Við Selvatn í Mosfellssveit voru tvö selstæði, samkvæmt örnefnaskrám og annað hefur mjög líklega verið frá Vík á Seltjarnarnesi (nú Reykjavík) og nefnt Víkursel. Á því selstæði stendur nú sumarhús í þéttum skógarlundi.

Aðgát skal höfð…
Í gönguferðum um vel skipulögð skóglendi, er það flestum til yndisauka að ganga fram á gamlar búsetuminjar, s.s. húsarústir, fjárréttir og stekki á opnum svæðum. Menn staldra við, setjast á veggjabrotin og velta fyrir sér sögu lands og þjóðar. Fornminjar á skógræktarsvæðum auka fjölbreytni og gera þau áhugaverðari en ella.

Fornasel

Við Fornasel 2008.

Í 2. tbl. Skógræktarritsins 2007 er grein eftir Björn Jónsson um Bjarnagarð í Landbroti en það er 7–8 km langur og mikill vörslugarður frá því um 1200. Greinin er falleg og skrifuð með mikilli virðingu fyrir fornminjum sem og skógrækt. Björn telur að trjáræktin hafi bjargað hluta Bjarnagarðs og segir að „án hennar væru þær [fornminjarnar] horfnar, þurrkaðar út í nafni framfara [stækkun túna o.fl.] …“ Hann nefnir líka að þess hafi verið vel gætt að gróðursetja hvergi í fornar minjar í þess um 20 ára gamla skógi. Mætti fleira skógræktar fólk temja sér slík vinnubrögð.

Heiðarbær

Tóftir Móakots í Þingvallasveit – horfnar í skóg.

Skógræktarfélag Íslands hefur nú gefið út góðar leiðbeiningar á vefnum sem heita Skógrækt í sátt við um hverfið og eru þær samdar af þverfaglegum starfshópi en í honum eiga m.a. sæti fulltrúar frá samtökum um skógrækt, fornleifavernd, landvernd, fuglavernd og náttúruvernd.
Í leiðbeiningunum segir: „Skógrækt veldur breytingum. Því er afar mikilvægt að hún falli sem best að heildarsvipmótum lands og eins að hún raski ekki náttúru- eða menningarminjum.“ Á þessum tímum tækni og upplýsingar ættu að vera hæg heimatökin að kortleggja minjar um leið og skógrækt er skipulögð.
Fornminjar og náttúruminjar eiga vel heima í skógrækt – en þær þurfa svo sannarlega sitt rými.“

Undirhlíðar

Undirhlíðar – girðingarleifar.

Málið er, eða a.m.k. virðist svo, að framangreindu að dæma, að launað starfsfólk fornminjavörslunnar hafi ekki hinn minnsta áhuga á að vernda fornleifar landsins. Og þá þarf ekki að minna skógræktarfólkið á að hirða eftir sig leifar skógræktargirðinganna, sem nú bæði hefta og skaða fætur göngufólks um hin annars áhugaverðu útivistarsvæði…

Heimild:
-Skógræktarritið, 1. tbl. 15.05.2008, Fornminjar og skógrækt – Sesselja Guðmundsdóttir, bls. 96-103.

Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel – stekkur.