Gamlar skógræktargirðingar í óskilum

Girðingar

Í „Lögum um skógrækt“ 1955 er m.a. fjallað um girðingar tengdri skógrækt. Í lögunum er því miður meiri áhersla lögð á skyldur en ábendingar til hlutaðeigandi, s.s. v/ skyldur vegfarenda, bann við aðgengi o.s.frv.

Girðing

Girðing með gaddavír.

Í 17. gr. segir: “ Komist sauðfé eða geitfé inn á skógræktarsvæði, sem girt er löggirðingu, má umsjónarmaður skógræktarsvæðisins taka féð í gæslu og láta merkja það. Skal þá hreppstjóri láta athuga girðinguna þegar í stað, og fullnægi hún kröfum 16. gr., eru fjáreigendur skyldir til að taka féð í vörslu, sem hreppstjóri telur örugga. Sleppi fénaður úr þeirri vörslu og komist enn inn á sama svæði, getur umsjónarmaður skógarins krafist þess, að honum verði afhent féð til ráðstöfunar.

Girðing

Girðingastaur.

Í 18. gr. er kveðið á um heimild hreppsnefndum og bæjarstjórnum að ákveða, að ákvæði næstu greinar hér á undan skuli gilda um trjáræktarreiti og garðlönd einstakra manna innan umdæmisins, enda séu þau girt löggirðingu samkvæmt 16. gr.
Agner F. Kofoed Hansen skógræktarstjóri lagði til við bæjarstjórn Hafnarfjarðar 1926 að friða þá skógarrunna sem eftir voru í Undirhlíðum. Girðinganefnd tók sér góðan tíma áður en ákveðið var að girða af einn hvamm þar sem uppblástur og skemmdir voru minnstar. Í framhaldinu voru ofanverðar Undirhlíðarnar girtar af fyrir ágengi búfjár.

Undirhlíðar

Undirhlíðar – girðingarleifar.

Í undirbúningi frumvarps til laga 1989 um takmörkunum á aðgengi búfjárs segir m.a.: „Þann 25. nóvember var haldinn fundur þar sem fulltrúar allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum voru boðaðir, ásamt sýslumanni Gullbringusýslu, bæjarfógetanum í Hafnarfirði og framkvæmdastjórum SSS. Þar var markmiðið kynnt og rætt. Var ekki annað að heyra en fundarmenn væru sammála erindinu. Sérstaklega var undirstrikað að tíminn væri naumur í þessu máli og að krafa um girðingu meðfram Reykjanesbraut stæði óbreytt ef ekki tækist að koma á banni við lausagöngu búfjár á svæðinu frá ársbyrjun 1990.

Skógræktargirðing

Skógræktargirðing á Undirhlíðum.

Þann 1. desember var síðan haldinn annar fundur um sama efni. Á þann fund voru boðaðir fulltrúar frá Búnaðarfélagi Íslands, Stéttarsambandi bænda, Landssambandi sauðfjárbænda, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Vegagerð ríkisins, Náttúruverndarráði, Búnaðarsambandi Gullbringu- og Kjósarsýslu, Félagi sauðfjárbænda í Gullbringu- og Kjósarsýslu, ráðunaut Búnaðarsambands Kjalarnesþings og félögum sauðfjárbænda af svæðinu. Alls mættu 18 aðilar á fundinn. Svo sem að líkum lætur voru skoðanir nokkuð skiptar, en umræður málefnalegar. Fram kom nauðsyn þess að fjárhólf væru undirbúin í tíma og að leitað yrði samninga við búfjáreigenda um þau.

Í janúar sl. skipaði landbúnaðarráðherra fjögurra manna nefnd til að vinna frekar að framgangi málsins.

Girðingar

Umhverfis- og framkvæmdaráð hefur samþykkt beiðni Landgræðslunnar að styrkja uppgræðslu sameiginlegs beitarhólfs Hafnfirðinga og Garðbæinga í landi Hafnarfjarðar í Krýsuvík um 800.000 kr. og uppgræðslu norðan við Arnarfell um 250.000 kr.
Unnið hefur verið að uppgræðslu í beitarhólfi Hafnarfjarðar í Krýsuvík frá árinu 1988 en
uppgræðslan var á þeim tíma ein af forsendum þess að forsvaranlegt væri að
nýta hólfið til beitar sauðfjár.

Í henni eiga sæti Níels Árni Lund, deildarstjóri í landbúnaðarráðuneytinu, Ólafur R. Dýrmundsson, landnýtingarráðunautur Búnaðarfélags Íslands, Stefán H. Sigfússon landgræðslufulltrúi og Valur Þorvaldsson, ráðunautur Búnaðarsambands Kjalarnesþings.
Nefndin hitti að máli fulltrúa frá Grindavíkurbæ, Vatnsleysustrandarhreppi og Hafnarfjarðarbæ ásamt fulltrúum fjáreigenda og landeigenda á svæðinu, framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, formann gróðurverndarnefndar Gullbringusýslu og fulltrúa frá stjórn Reykjanesfólksvangs. Á grundvelli þeirra viðræðna lagði nefndin fram ákveðna tillögu um beitarhólf innan friðaða svæðisins og kostnaðarskiptingu vegna girðingaframkvæmda.“
Í niðurlagi segir: „Góðar vonir standa til að fullt samkomulag geti tekist um tilhögun búfjárhalds á svæðinu og gerð sérstakra beitarhólfa innan hins friðaða svæðis.“

Kaldrani

Kaldrani – hleðsla undir nýlega girðingu.

Þrátt fyrir allt framangreint, sem eflaust hefur verið talið tímabært þá og þegar var, má í dag sjá girðingaleifar og flaksandi ryðgaðan gaddavír vítt og breytt um Reykjanesskagann, einkum í ofanbyggðum Hafnarfjarðar. Má í því sambandi nefna niðurnýddar skógræktargirðingarnar umlykjandi Hrauntungurnar, sem eru einstaklegar augljósar á hægri hönd þegar ekið er upp Krýsuvíkurveginn sem og allt skógræktarsvæðið, niðurnýdda gaddavírsgirðinguna eftir endilöngum ofanverðum Undirhlíðum og óþarfa meintum fjárveikisgirðingunum ofan Helgadals að Kolhól o.s.frv. Í dag þarf göngufólk um upplandið t.d. að klofa yfir gaddavírsgirðingar sunnan Kringlóttugjáar. Auk þessa liggja gömlu bæjargirðingarnar niðri á kafla sunnan Helgafells allt að endastaurnum vestan Fagradals.

Gaddavír

Gaddavír. Enn má sjá leifar sumra þeirra á hálsunum ofan Hafnarfjarðar.

Við, íbúarnir á höfðuðborgarsvæðinu, og gestir, eigum ekki að þurfa á gönguferðum okkar um upplandið að klofa yfir gaddavírsgirðingar eða detta um leifar gaddavírsins í lúpenubreiðunum… Forkólfar skógræktarinnar lögðu sig fram á sínum tíma, eðlilega, við að girða af bæði einstaka skógræktarreiti og jafnvel heilu landssvæðin. Girðingar þjónuðu sínum tilgangi, á meðan var, en í dag standa þær eftir sem „rusl“ á víðavangi. Forkólfar skógrækarinnar þurfa að bregðast við og hreinsa upp leifar forkólfanna, eða bíða eftir að Alþingi samþykki lög um slíka framkvæmd.

Við, íbúarnir á höfðuðborgarsvæðinu, eigum ekki að þurfa á gönguferðum okkar um upplandið að klofa yfir gaddavírsgirðingar eða detta um leifar gaddavírsins í lúpenubreiðunum…
Forkólfar skógræktarinnar lögðu sig fram á sínum tíma, eðlilega, við að girða af bæði einstaka skógræktarreiti og jafnvel heilu landssvæðin. Girðingarnar þjónuðu sínum tilgangi, á meðan var, en í dag standa þær eftir sem „rusl“ á víðavangi. Forkólfar skógrækarinnar þurfa því að bregðast við og hreinsa upp leifar forkólfa sinna, eða bíða eftir að Alþingi samþykki lög um skyldur þeirra til slíks….

Heimild:
-Lög um skógrækt nr. 3 6. mars 1955.

Skógrækt

Stoltur skógarbóndi með ásýnd sína.