Jeffersonville – skilti

Mosfellsbær

Skammt norðan Hafravatns í Mosfellsbæ, við veg að sumarbústaðarbyggð, er skilti með yfirskriftinni „Jeffersonville„. Á því má lesa eftirfarandi fróðleik:

Mosfellsbær

Jeffersonville – skilti.

„Hinn 10. maí 1940 steig breskt hernámslið á land í Reykjavík og tók fljótlega að hreiðra um sig í Mosfellssveit, í tjöldum og síðan bröggum. Umsvif hernámsliðsins gjörbreytti ásýnd sveitarinnar og mannfjöldinn margfaldaðist; ári síðar kom bandarískt herlið til sögunnar og leysti það breska af hólmi.

Braggahverfi. svonefndir kampar, risu víða í Mosfellssveit og hlutu erlend nöfn, til dæmis Whitehorse, Victoria Park og McArthur. Flestir kamparnir voru í námunda við Varmá og í sunnanverðri sveitinni, meðal annars í grennd við Hafravatn og Geitháls.

Hér norðvestan við hafravatn stóð kampurinn Jeffersonville. Þar var meðal annars bakarí og ekið með framleiðsluna í önnur braggahverfi en einng voru hér skotfæra- og birgðageymslur svo og bílaverkstæði.

Braggabyggðin hér við Hafravatn er horfin en enn má sjá marga húsgrunna á þessum slóðum sem vitna um mannlíf undir bogalaga bárujárni á liðinni öld.“
Mosfellsbær