Ketilsstígur – Sveifluvegur – Hettuvegur

Sveifluháls

Gengið var frá Seltúni um Ketilsstíg upp að Arnarvatni og síðan suður með vestanverðu vatninu um Sveifluveg.

Hettustígur

Hettustígur.

Útsýni af veginum var stórkostlegt yfir að Vígdísarvöllum og Bleikingsdal er sólageislarnir leituðu niður fyrir skýin og dönsuðu um velli og dali. Og ekki var útsýnið síðra yfir Arnarvatn og umhverfi þess.
Genginn var Hettuvegur suður fyrir Hettu og síðan haldið á Hettu fyrir ofan Krýsuvíkurbæina. Útsýnið var fegurra en orð fá lýst. Af Hettu var gengið með hverasvæðinu á Sveifluhálsi aftan við Hnakk, norður með austanverðu Arnarvatni og inn á Ketilsstíg aftur. Var hann genginn til baka að Seltúni.
Leitað var selja á túninu, en engin fundust í þetta sinnið.
Þá var litið að Kaldrana, elsta bæ í Krýsuvík. Þar átti að gerast hluti þjóðsögunnar um Krýsu og Herdísi eftir að sú síðanefnda lagði á og mælti að allur silungur í Kleifarvatni myndi verða að loðsilungi og banvænn öllum sem hann ætu. Fólkið á Kaldrana át silunginn og hlaut bana af, allt nema ein vinnustúlkan, sem átti að matast á eftir heimilisfólkinu. Á því sannaðist að þeir síðustu vera fyrstir – eða öfugt. Kaldrani liggur undir brekku við suðvesturhorn Kleifarvatns. Enn má sjá hluta tóftanna.
Veður var hið ágætasta – hlýtt og stillt.

Hetturvegur

Hettuvegur.