Krýsuvík – borhola gýs heitu vatni og gufu
Í Alþýðublaðinu árið 1947 er frétt frá Krýsuvík; „Borhola í Krýsuvík gýs heitu vatni og gufu„:
„Gufusprengingar út frá borholum hafa orðið í Krýsuvík (1999), Bjarnarflagi (1967) og Kröflu (1976). Eftir eru gígbollar nokkrir tugir metra að stærð. Í Krýsuvík sprakk upp gömul borhola í Seltúni þar sem nú er vinsæll viðkomustaður ferðafólks.
Borhola í Krýsuvík gýs heitu vatni og gufu. Næg orka til fyrirhugaðra framkvæmda
„Á sunnudaginn tók heitt vatn og gufa að gjósa upp úr borholu í Hveradölum í Krýsuvík, og stóð gosstrókurinn 15 metra í loft upp. Er þarna um að ræða nægilegt vatn og gufumagn til fyrirhugaðra framkvæmda á þessum stað.
Áður hefur verið sagt nokkuð frá þeim miklu jarðræktar- og búnaðarframkvæmdum, sem Hafnarfjarðarbær undirbýr í Krýsuvík.
Í sambandi við þann undirbúning hefur verið borað eftr heitu vatni og gufu í svonefndum Hveradölum. Á sunnudaginn tók borhola, 37 metra djúp og 4 þumlunga breið, að gjósa heitu vatni og gufu, og er gosstrókurinn 15 metrar að hæð. Er þá þegar fundið nægilegt vatn og gufuorka handa gróðrarstöð, sem þarna á að rísa og mjólkurbúi, sem byggja á á þessum slóðum.
Jarðborun stendur og yfir í Seltúni í Krýsuvík. Er önnur holan þegar 100 m á dýpt, en mjó. Hin er 10 þuml. víð og er borun hennar fyrir skömmu hafin.
Þótt svona vel hafi tekizt til með jarðborun í Hveradölum, verður önnur hola boruð þar til vara.“
Heimild:
-Alþýðublaðið 7. ágúst 1947, Borhola í Krýsuvík gýs heitu vatni og gufu, bls. 1.












