Mosfellsbær

Við Lágafell í Mosfellsbæ er skilti. Á því má lesa eftirfarandi upplýsingar:

Mosfellsbær

Mosfellsbær – Lágafell; skilti.

“Að Lágafelli var bænahús á miðöldum en Lágafellskirkja var vígð árið 1889 og er að stofni til sú sama og hér stendur. Endurbætur voru gerðar á kirkjunni 1956 og 1979. Lágafellskirkja tekur 160-180 manns í sæti.

Lágafell er gömul bújörð pg prestar Mosfellinga sátu hér í kringum aldamótin 1900, Á þriðja áratug 20. aldar eignaðist athafnamaðurinn Thor Jensen (1863-1947) jörðina og bjó hér á efri árum sínum í íbúðarhúsi sem stendur enn. Á 5. áratugnum keypti Mosfellshreppur hluta af Lágafellslandi og var því skipt niður í nokkur nýbýli þar sem búskapur var um nokkurt skeið. Stór hluti þéttbýliskjarna Mosfellsbæjar hefur risið í landi Lágafells.”

Mosfellsbær

Mosfellsbær – Lágafell; skilti. Mynd: Þessi ljósmynd var tekin af Mosfellingum árið 1901 eftir messu að Lágafelli. Fyrir miðri mynd sitja Guðrún Þorláksdóttir og Sigurður Guðmundsson frá Korpúlfsstöðum sem héldu gullbrúðkaup sitt hátíðlegt þennan dag. Ljósm. Sigfús Eymundsson