Ólafskarðsvegur

Ólafsskarð

Gengin var gömul þjóðsagnakennd þjóðleið, Ólafsskarðsvegur.
Gangan hófst í Jósefsdal, austan SvæðiðVífilsfells, þaðan var gengið upp Ólafsskarðið um fyrrum skíðabrekkur, áfram niður með austanverðum Bláfjöllum, milli gíganna Leitis og Eldborga og að Fjallinu eina norðvestan Geitafells. Svo virðist sem gatan hafi legið beggja vegna smáfjallsins, áfram niður með grónum hraunbrúnum (Hrossaflatir) og áleiðis niður með austanverðu Geitafelli. Gatan hefur verið merkt með stikum, en á köflum fara þar út fyrir annars augljósa götuna. Nokkur ofan við vestnorðanvert Geitafell má sjá gatnamót Ólafsskarðsleiðar og Heiðarvegar er liggur um austanverða Heiðina há að Grindarskörðum.
Haldið var niður af heiðinni vestan Krossfjalla og komið niður að Litlalandi í Ölfusi. Á þessum heiðarkafla eru nokkra markaðar leiðir og sérhver ekki ómerkilegri en önnur.
FERLIR hefur ekki áður gengið þessa leið, en rakið aðrar götur á svæðinu, bæði upp með Búrfelli og um Krossfjöll. Þessar fornu götur koma ekki fram í fornleifaskráningum af svæðinu.
Ólafsskarðsvegur er nefndur eftir samnefndum bryta í Skálholti. Í frásögn Brynjúlfs Jónssonar frá Minna-Núpi segir að einni sinni hafi lyklakippa Skálholtsstaðar týnst, og fannst hún hvergi. Varð að smíða aðra lykla. Leið síðan fram, þangað til 12 ár voru liðin og lyklatapið farið að gleymast, þá fundust lyklarnir í Lyklafelli hjá Fóelluvötnum. Kom þá upp hið sama, að ráðsmaður (eða bryti) staðarins hafði haft lyklana á sér, er hann reið í Reykjavíkurkaupstað, og hafði týnt þeim í fellinu, er hann áði.
ÓlafsskarðsvegurUm Lyklafell fjallar og þekkt þjóðsaga af sama meiði. Hún er um nefndan Ólaf bryta í Skálholti. Á að hafa soðið upp úr milli hans og ráðskonunnar á staðnum. Hún var ótúlegt skass og skaut honum svo skelk í bringu að hann lagði á blindan flótta og nam ekki staðar fyrr en við Lyklafell og kastaði þar búrlyklunum. Síðan hélt hann um Ólafsskarð upp úr Jósefsdal 

Ólafsskarðveg og heitir skarðið eftir honum. Steðjaði hann austur sýslur á Fjallabaksleið syðri. Við Brytalæki á Fjallabaksleið austanverðri datt hann dauður niður.
Frábært veður (reyndar það frábærasta er um getur). Leiðin, sem er 20.0 km, varði í 5 klst.
Ólafsskarð