Skjaldarmerkin

Skjaldarmerki

Landvættaskjaldarmerkið

Skjaldarmerki

Skjaldarmerki Íslands, hið nýja, prentað sem fylgiblað við Stjórnartíðindi fyrir Ísland, 1919 A. 2. Blaðast. 25,5 x 18 cm. Prentað í Kaupmannahöfn eptir uppdrætti, sem Ríkharður Jónsson gjörði fyrir Jón Magnússon forsætisráðherra eptir tillögu gef. Komið hafði fram tillaga um að hafa skjaldarmerkið fjórskiptan skjöld, eða með 4 reitum, og sína landvættina í hverjum. Sú tillaga var studd af nokkrum stjórnmálamönnum og því tók gef. það tillit til hennar og landvættanna, að hafa þá fyrir skjaldbera, þegar skjaldberar yrðu sýndir með merkinu, sem hann lagði til að hafa með sömu gerð og þjóðfánann, ef skjaldarmerkið með fálkanum yrði af numið aptur og ekki að eins breytt í því fálkamyndinni, eins og hann hafði farið fram á í Árb. Fornleifafjel. 1915, 23, og ef ekki yrði tekið upp aptur í stað fálkamerkisins hið forna Þorskmerki, sem hann lagði til að fremur yrði tekið upp en þjóðfánamerkið eða nokkurt annað skjaldarmerki, ef fálkamerkið yrði afnumið. : Hafði hann fengið fjölda marga málsmetandi menn í Reykjavík til þess að senda stjórnarráðinu áskorun um þetta, en það ekki sinnt því. Eptirá viðurkendi þó Jón Magnússon ráðherra fyrir gef., að hann þá væri orðinn þeirrar skoðunar, að rjettast hefði verið að halda fálkamerkinu með breyttri mynd. Ríkarður Jónsson hafði mjög nauman tíma til að gera frummynd sína og lagði gef. til að hún yrði ekki prentuð þannig: einkum var hann mótfallinn lögun skjaldarins að neðan, fyrir komulaginu á skildi og skjaldberum, þessari gerð á griðungnum og bergrisanum. En prentuninni var hraðað og látið sitja við fyrirmyndina svo sem hún var. Blaðið fjekk gef. hjá stjórnarráðinu. Það er nú í gyltri umgerð með gleri í: st. að utanmáli 32,2 x 24,8 cm. Sbr. nr. 8210.

Hinn 12. febrúar 1919 var tekið upp merki, þar sem fáni Íslands er markaður á skjöld. Konungsúrskurðurinn um skjaldarmerkið hljóðar þannig: „Skjaldarmerki Íslands skal vera krýndur skjöldur og á hann markaður fáni Íslands. Skjaldberar eru hinar alkunnu fjórar landvættir, þannig: dreki, gammur, uxi og risi.“
Ríkarður Jónsson myndhöggvari gerði teikninguna af skjaldarmerkinu að undangenginni samkeppni, sem m.a. Jóhannes Sv. Kjarval tók þátt í. Skjaldberar eru hinar fjórar landvættir, sem um getur í Heimskringlu Snorra Sturlusonar, en þar segir svo:

Skjaldarmerki

Þegar leið að endurreisn lýðveldisins 1944, fól þáverandi forsætisráðherra dr. juris Björn Þórðarson þremur ráðuneytisstjórum (Vigfúsi Einarssyni, Agnari Kl. Jónssyni og Birgi Thorlacius) ásamt dr. Matthíasi Þórðarsyni þjóðminjaverði, sem hafði verið ráðunautur um gerð skjaldarmerkisins 1919, að athuga og gera tillögur um breytingu á ríkisskjaldarmerkinu. Breyting var í öllu falli nauðsynleg vegna þess að kóróna var yfir skildinum, en hún hlaut að hverfa við afnám konungdæmisins. Við, sem fengum þetta verkefni ræddum nokkuð um breytingar á sjálfu skjaldarmerkinu, og þá einkum, hvort taka bæri upp á ný fálka á bláum skildi. Niðurstaðan varð þó sú, að gera ekki tillögur um breytt skjaldarmerki og hverfa ekki frá landvættahugmyndinni að því er skjaldbera varðaði. Vorum við allir sammála um þetta og ræddum málið á fundi með forsætisráðherra og féllst hann á þessa skoðun. Var gerð ný teikning af skjaldarmerkinu, þar sem kórónan var felld burtu og lögun skjaldarins breytt. Skjaldberarnir voru teiknaðir með öðrum hætti en áður og einnig undirstaðan, sem skjöldurinn hvíldi á. Tryggvi Magnússon listmálari gerði teikninguna. Frummyndin er í Þjóðminjasafninu, nr. 15026.

„Haraldur (Gormsson Dana) konungr bauð kunnugum manni at fara í hamförum til Íslands og freista, hvat hann kynni segja honum.

Skjaldarmerki

Skjaldarmeri Einar Jónsson á 1000 ára afmæli Alþingis 1930.

Sá fór í hvalslíki. En er hann kom til landsins, fór hann vestur fyrir norðan landit. Hann sá, at fjöll öll ok hólar váru fullir af landvéttum, sumt stórt, en sumt smátt. En er hann kom fyrir Vápnafjörð, þá fór hann inn á fjörðinn og ætlaði á land at ganga. Þá fór ofan eptir dalnum dreki mikill, ok fylgdu honum margir ormar, pöddur ok eðlur ok blésu eitri á hann. En hann lagðisk í brot ok vestr fyrir land, allt fyrir Eyjafjörð. Fór hann inn eptir þeim firði. Þar fór móti honum fugl svá mikil, at vængirnir tóku út fjöllin tveggja vegna, ok fjöldi annarra fugla, bæði stórir ok smáir. Braut fór hann þaðan ok vestr um landit ok svá suðr á Breiðafjörð ok stefndi þar inn á fjörð. Þar fór móti honum griðungr mikill ok óð á sæinn út ok tók at gella ógurliga. Fjöldi landvétta fylgdi honum. Brot fór hann þaðan ok suðr um Reykjanes ok vildi ganga upp á Vikarsskeiði. Þar kom í móti honum bergrisi ok hafði járnstaf í hendi, ok bar höfuðit hærra en fjöllin ok margir aðrir jötnar með honum. Þaðan fór hann austr með endlöngu landi – „var þá ekki nema sandar ok öræfi ok brim mikit fyrir útan, en haf svá mikit millim landanna,“ segir hann, „at ekki er þar fært langskipum.“

Skjaldarmerki

Ekki voru allir ánægðir með teikninguna. Kom til orða síðar að leita til skjaldarmerkjafræðinga í páfagarði í þessu sambandi, en þeir voru þá svo önnum kafnir við gerð skjaldamerkja fyrir nýútnefnda kardinála að þeir máttu ekki vera að því að sinna öðrum verkefnum. – Við gerð undirstöðunnar, sem skjöldurinn hvílir á, var haft í huga „kirkjugólfið” á Kirkjubæjarklaustri.
Á fundi Alþingis, sem haldinn var 17. júní 1944 á hinum forna þingstað Þingvöllum við Öxará, var lýst yfir því að lýðveldi væri endurreist á Íslandi. Síðan kaus Alþingi fyrsta forseta lýðveldisins til eins árs, en eftir það skyldi hann þjóðkjörinn. Á ríkisráðsfundi, sem haldinn var sama dag á Þingvöllum, gaf hinn nýkjörni forseti, Sveinn Björnsson, út forsetaúrskurð um skjaldarmerki lýðveldisins og hljóðar hann þannig:
„Skjaldarmerki Íslands er silfurlitur kross í heiðbláum feldi, með eldrauðum krossi innan í silfurlita krossinum. Armar krossanna skulu ná alveg út í rendur skjaldarins á alla fjóra vegu. Breidd krossmarksins skal vera 2/9 af breidd skjaldarins, en rauði krossinn helmingi mjórri, 1/9 af breidd skjaldarins. Efri reitirnir skulu vera rétthyrndir, jafnhliða ferhyrningar og neðri reitirnir jafnbreiðir efri reitunum, en þriðjungi lengri.
Skjaldberar eru hinar fjórar landvættir, sem getur í Heimskringlu: Griðungur, vinstra megin skjaldarins, bergrisi, hægra megin, gammur, vinstra megin, ofan við griðunginn, og dreki, hægra megin, ofan við bergrisann. Skjöldurinn hvílir á stuðlabergshellu.”
Landvættirnar fjórar koma eins og áður sagði úr Heimskringlu Snorra Sturlusonar. Þar segir frá Haraldi konungi sem sendi mann til Íslands til að kanna aðstæður. Hann fór til Íslands í hvalslíki, synti í kringum landið og rakst á leið sinni á margar furðuverur. Við Vopnajörð blasti við honum dreki mikill, með orma, pöddur og eðlur í kringum sig, við Eyjafjörð tók á móti honum fugl svo stór og mikill að vængirnir náðu á milli tveggja fjalla. Á Breiðafirði rakst hann á griðung mikinn sem fór að gella ógurlega að honum en er hann kom suður fyrir Reykjanes tók á móti honum bergrisi sem bar höfuðið hærra en fjöllin öll. Sendimaðurinn komst því hvergi að landi og fór til baka og sagði konungi fréttirnar.Þessar fjórar yfirnáttúrulegu furðuverur standa vörð um hvern landsfjórðung fyrir sig og sem skjaldberar skjaldarmerkisins standa þær sem slíkar. Skjaldarmerkið sjálft sem er auðkenni stjórnvalda ríkisins er skjöldurinn með íslenska fánanum og hægt er að nota það með eða án skjaldberanna.

Það er hugmyndin um þessar hollvættir landsins, sem liggur að baki gerð skjaldbera skjaldarmerkisins eins og það varð árið 1919. Kom til athugunar að hafa sína landvættina í hverjum reit skjaldarins, en horfið var að því að taka landvættirnar ekki í sjálft skjaldarmerkið, heldur sem skjaldbera.

Lýðveldisskjaldarmerkið
Skjaldarmerki ÍslandsÞegar leið að endurreisn lýðveldisins 1944, fól þáverandi forsætisráðherra, Björn Þórðarson, þremur ráðuneytisstjórum ásamt dr. Matthíasi Þórðarsyni þjóðminjaverði, sem hafði verið ráðunautur um gerð skjaldarmerkisins 1919, að athuga og gera tillögur um breytingu á ríkisskjaldarmerkinu. Breyting var í öllu falli nauðsynleg vegna þess að kóróna var yfir skildinum, en hún hlaut að hverfa við afnám konungdæmisins. Niðurstaðan varð þó sú, að gera ekki tillögur um breytt skjaldarmerki og hverfa ekki frá landvættahugmyndinni að því er skjaldbera varðaði. Var gerð ný teikning af skjaldarmerkinu, þar sem kórónan var felld burtu og lögun skjaldarins breytt. Skjaldberarnir voru teiknaðir með öðrum hætti en áður og einnig undirstaðan, sem skjöldurinn hvíldi á. Tryggvi Magnússon listmálari gerði teikninguna.
Við gerð undirstöðunnar, sem skjöldurinn hvílir á, var haft í huga „kirkjugólfið“ á Kirkjubæjarklaustri.

Alþingi

Minnispeningur-Alþingi 1930.

Á fundi Alþingis, sem haldinn var 17. júní 1944 á hinum forna þingstað Þingvöllum við Öxará, var lýst yfir því að lýðveldi væri endurreist á Íslandi. Síðan kaus Alþingi fyrsta forseta lýðveldisins til eins árs, en eftir það skyldi hann þjóðkjörinn. Á ríkisráðsfundi, sem haldinn var sama dag á Þingvöllum, gaf hinn nýkjörni forseti, Sveinn Björnsson, út forsetaúrskurð um skjaldarmerki lýðveldisins.
Skjaldberar eru hinar fjórar landvættir, sem getur í Heimskringlu: Griðungur, hægra megin skjaldarins, bergrisi, vinstra megin, gammur, hægra megin, ofan við griðunginn, og dreki, vinstra megin, ofan við bergrisann. Skjöldurinn hvílir á stuðlabergshellu.

-Af vefsíðu stjornarradid.is
-https://framsokn.is/nyjast/frettir/thingflokki-framsoknarmanna-afhent-falleg-gjof/

Skjaldarmerki

Ljósmynd á spjaldi, 23,7 x 19,2 cm að stærð, af skjaldarmerki Íslands eftir teikningu Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara.