Stafnesheiðarleiðir – með Jóni Ben III

Stafnesheiði

Fulltrúi FERLIRs mætti nýlega (sept. 2009) í enn einn tímann í fornleifafræði í Háskóla Íslands.
Umskipti hafa orðið á kennurum í faginu. Kennarinn nú, annar af tveimur (reyndur Vörðubrotfornleifafræðingur), lagði sérstaka áherslu á að „menn ættu að tjá sig um það sem þeir hefðu vit á, en þegja um það sem þeir hefðu minna vit á“. Orðunum var beint til hinna 11 nemenda, sem voru þarna á þessari stundu saman komnir á aldrinum 20-55 ára. Mörg spurningarmerki kviknuðu, en elsti (og reyndasti) nemandinn (að sjálfsögðu frá FERLIR), lét sér hvergi bregða því augljóst var að fullyrðingin átti ekki við hann. 
Veturinn framundan á háskólavígstöðvunum lofaði greinilega góðu fyrir FERLIRshugann.
Hverfum aftur til fortíðar. Eftir nýlega ferð FERLIRs með Jóni Ben Guðjónssyni að svonefndum Grjótgarði (Skjólgarður – Pétursvarða), þar sem m.a. var gengið fram á óútskýrt vörðubrot á klapparhæð ofarlega í Stafnesheiði, vaknaði áhugi hans á að kanna heiðina nánar m.t.t. frekari ummerkja fyrri tíðar.
HleðslurJón sagðist oft hafa farið um heiðina sem barn og unglingur í leit að fé því þarna hefðu á sumrum á fyrri hluta 20. aldar gengið hátt á fjórða þúsund fjár. Þótt svæðið virtist nú vera eyðilegt á að líta var þar fyrir gróðurþekja. Börðin hefðu t.a.m. náð honum í axlir, en þau hefðu smám saman fokið út í buskann, einkum að vetrarlagi. Þeir komu tímar að varla var útgengt á Stafnesi vegna moldar- og sandoks af heiðinni. Hún hefði án vafa verið gróðurmikil á landnámsöld og löngum eftir það, enda undirbergið augsýnilega fornt [um er að ræða elsta berg Reykjanesskagans], en með miklum og stöðugum ágangi manna og búfénaðar hefði roföflunum verið gert auðvelt um vik – líkt og nú má sjá afleiðingarnar af.

Systur

Jón sagðist hafa fyrir nokkrum góðvirðisdögum hafa að ákveðnu tilfefni gengið upp að fyrrnefndu vörðubroti í heiðinni, staðnæmst og hugleitt bæði aðstæður fyrrum og ferðamöguleika fólks á þeim tímum. Þá hafi vaknað hjá honum sú vitund, sem hann hafði reyndar áður grunað, að fyrrum hafi eðlilega legið (nú óþekktar) leiðir millum hverfiskjarnanna í Keflavík, Njarðvíkum og Höfnum (Grindavík) og hins forna verslunarstaðar á Básendum. Þegar hann hafi skoðað aðstæður nánar, metið möguleika og gengið að vörðu við hugsanlega upphafsleið [nú norðvestan bílastæðis á Ósabotnavegi] komu í ljós Systurvísbendingar um a.m.k. þrjár fornar leiðir.
Á þeim öllum eru vörðubrot (a.m.k. 20 talsins) er gætu gefið leiðina til kynna (þrátt fyrir gróðureyðinguna). Jón hafði skilmerkilega sett vörðubrotin á blað, en ætlunin er að ganga leiðirnar hverja um sig fljótlega og reyna að staðfesta þær sem slíkar (sjá FERLIR-birtist síðar).
Við nánari skoðun kom í ljós að athuganir Jóns virtust bæði skynsamar og eiga við rök að styðjast.
Þegar skoðuð var ein örnefnalýsing af þremur [Ara Gíslasonar eftir Metúsalem Jónssyni] af Stafnesi mátti lesa eftirfarandi: „Þá er að bregða sér upp í heiðina. Á Flötunum fyrrnefndu er svo nefnd Urðarvarða, og ofan túns er Heiðarvarða.
Stafnessel IIBeint upp af túni eins og 1 km
 er varða á leið til Hafna. Hún heitir Pétursvarða og stendur þar á klettasyllu. Þar til austurs er garðbrot fyrir fé, nefnt Skjólgarður. En niðri við Flatirnar er vik, sem fellur upp í og er nefnt Fagradalsvik. Þar upp frá er Fagridalur, sem nú hefur verið girtur af. Hér nokkuð austar upp frá sjó, suður frá Draughól, eru klettar tveir allháir og nokkurra faðma breitt sund á milli. Heitir þetta Gálgaklettar. Þar norður af er há klöpp, sem heitir Kiðaberg. Við Skjólgarðinn fyrrnefnda er komið upp fyrir hraunbeltið. Er þá fátt um nöfn. Heitir það Neðri-Mosar og Efri-Mosar, aðskilið af grjótbelti. Kiðaberg er há klöpp, sem fyrr var nefnd. Skammt suður og upp af Gálgum er fyrst hóll. Í honum er gren, sem heitir Kollóttagren. Allmikið sunnar er Þórshöfn, sem fyrr getur, og er þar mjór og langur bás inn í hraunið. Þangað fóru kaupskip hér fyrr. Sunnar var grasi vaxinn tangi, nefndur Þórshafnarbali. Nú er hann horfinn. Þar austar er Hvalvík, og upp af henni er hnúkur eða klettur nefndur Æsuberg (nefnt svo 1703).

Vörðubrot

Skammt suður og upp frá Gálga eru lágar klappir nefndar Klofningar. Þar suður og upp af Þórshöfn er einstök varða á klöpp, Mjóavarða, sem var innsiglingarmerki á Þórshöfn. Suðaustur af henni eru svo tvær vörður á klöpp, sem nefndar eru Systur. Þar austur af eru Stórubjörg, og austan þeirra er gamalt sel, sem heitir Stafnessel. Hraunið upp af Gálgunum er nefnt Gálgahraun. Utan við Djúpavog meðfram voginum er svonefnt Illaklif. Torfmýrar hafa verið til hér í hlíðinni, en það, sem hæst ber hér upp af, heitir Háaleiti og er nú komið undir flugvöllinn.“

 

Stafnes

Stafnes – heiðarvegirnir.

Athugun Jóns leiddu m.a. til staðfestingar á örnefnunum Systur. Þær eru þó ekki „suðaustur“ af Þórsmörk heldur norðaustan við hana. Jón sagði að honum hefði verið gert grein fyrir að fyrrnefndar „Systur“ væru þarna vestan við ætlaðar seltættur. Við þær væru hleðslur á tveimur stöðum og fyrrum skjólsæll hvammur á millum. Enn austar, innan varnargirðingar, væru líklega minjar um enn eitt Stafnesselið.
Ábendingar Jóns eru sérstaklega áhugaverðar, bæði vegna ummerkjanna (s.s. vörðubrotanna) og vegna þess að framangreindar minjar virðast bara alls ekki hafa ratað inn í fornleifaskráningarskýrslur af svæðinu. Til gamans má geta þess að t.d. vörðurnar „Systur“ hafa ekki áður ratað inn á Netið öðru fólki til upplýsinga og fróðleiks.
Ælunin er að ganga Stafnesheiðina með Jóni Ben spjaldanna á millum fljótlega.
Frábært veður.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Stafnes – Ari Gíslason skráði eftir Metúsalem Jónssyni.

Stafnes

Jón Ben. á Stafnesi við Loddubrunninn.