Tag Archive for: Andrew

Kastið

Minningarskilti var afhjúpað við Grindavíkurveginn þann 03. maí 2013 um þá er fórust er sprengjuflugvélin „Hot Stuff“ rakst á Kastið í Fagradalsfjalli þann 3. maí 1943. Staðsetningin er reyndar svolítið skrýtin og nánast í engum tengslum við vettvang atburðarins. Í slysinu fórust 14 manns. Þegar textinn (án þess að stafavillur séu teknar með) á skiltinu er skoðaður má sjá eftirfarandi:
kastid-221B-24 Liberator-sprengjuflugvélin Hot Stuff – Sigursaga og örlagarík endalok.
Bandaríska B-24 sprengjuflugvélin Hot Stuff og áhöfn hennar var fyrsta flugvél 8. flughersins sem lauk 25 árásarferðum frá Bretlandi yfir meginland Evrópu í heimsstyrjöldinni síðari. Áhöfnin fékk fyrirmæli um að snúa flugvélinni heim til Bandaríkjanna vorið 1943 þar sem fara skyldi sýningarför um landið í fjáröflunarskyni fyrir Bandarríkjaher.
Yfirhershöfðingi Bandarríkjanna í Evrópu, Frank M. Andrews, sem boðaður var til skrafs og ráðagerða í Washington, óksðai eftir vþi við vin sin Ted Timberlake ofursta, yfirmann 93. sprengjuflugdeildar, að fá far með Robert „Shine“ Shannon höfuðsmanni og áhöfn hans á Hot Stuff en Andrews var einnig kunnugur Shannon.

kastid-223

Hershöfðinginn var reyndur flugmaður og skyldi vera aðstoðarflugmaður í ferðinni. Rétt fyrir brottför kom í ljós að með Andrews í för voru átta aðrir farþegar; nánustu starfsmenn hershöfðingjans, biskup Meþódistakirkjunnar sem fór fyrir prestadeild Bandaríkjahers og tveir herprestar. Sprengjuflugvélin rúmaði ekki svo marga farþega og urðu því fimm úr áhöfninni eftir og biðu annarrar ferðar. Hot Stuff lagði upp frá Bovingtonflugvelli í Englandi að morgni 3. maí og skyldi hafa viðkomu í Prestwik í Skotlandi og Reykjavík á leiðinni vestur um haf.
Veður var gott í fyrstu en fór versnandi þegar kom upp að suðurströnd landsins með dimmviðri og rigningu. Flugvélin sást hringsóla yfir breska herflugvellinum í Kaldaðarnesi en hélt áfram förinni lágt vestur með strönd Reykjaness. Ólendandi var í Reykjavík og þegar ekki tókst að finna Keflavíkurflugvöll sökum dimmviðris var ákveðið að halda aftur til Kaldaðarness. Lágskýjað var og hvass vindur með slagviðri. Bar flugvélina af leið og hafnaði hún á brún Fagradalsfjalls og sundraðist.
Við slysið fórust aAndrews-221llir um borð nema vélskyttan, George Eisel liðþjálfi, sem slapp lítt meiddur en lá fastklemmdur í byssuturninum. Bjóst hann við dauða sínum í brennandi flakinu en byssukúlur sprungu um allt í eldinum. Slagviðrið vann þó um síðir á bálinu og barst Eisel hjálp þegar leitarflokkar fundu flakið tæpum sólarhring eftir slysið.
Frank M. Andrews hershöfðingi fæddist 3. febrúar 1884 í Nashville í Tennessee. Hann hóf nám í háskóla Bandaríkjahers. West Point árið 1902 og brautskráðist árið 1906. Hann starfaði í flugdeild Bandaríkjahers í fyrri heimstyrjöldinni og árið 1935 skipaði Douglas MacArthur yfirhershöfðingi hann til þess að gegna starfi yfirmanns nýrrar aðgerðardeildar flughersins.
Andrews var ötull talsmaður þess að bandaríksi flugherinn yrði gerður að sjálfstæðri liðsheild og er honum jafnan eignaður heiðurinn að því að sú skipan komst á árið 1947.
Andrews var ákafur hvatamaður aðs míði sprengjuflugvéla og eggjaði stjórnvöld til að kaupa á fjölda nýrra sprengjuflugvéla af gerðinni B-17 „Fljúgandi virki“ en hlaut ekki stuðning yfirstjórnar hersins. Framsýni hans sannaðist þegar Bandaríkin drógust inn í síðari heimsstyrjöldina og stjórnvöld létu smíða B-17 og B-24 Liberator sprengjuflugvélar í stórum stíl. Andrews hlaut tignarhækkun árið 1941 og var falin yfirstjórn bandarískra herja við Karíbahaf sem önnuðust varnir aðkomuríkja Bandaríkjanna í suðri, þ.á. m. um Panamaskurð. Eftir innrás bandamanna í Norður-Afríku haustið 1942 var honum falin stjórn herafla Bandaríkjanna við sunnanvert Miðjarðarhaf sem átti þátt í að vinna sigur á Afríkuher þýska hershöfðingjans Rommels.
kastid-224Í febrúar 1943 var Andrews skipaður yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu með aðsetur í Bretlandi og 3 maí sama ár valdi bandaríska yfirherráðið hann til þess að stjórna sameinuðum herafla bandamanna sem undirbúa skyldi innrás á meginlandið. Andrews fékk þó aldrei boðin um þess merku tignarhækkun því hann fórst sama dag þegar Liberator-flugvél hans, sem gegndi nafninu „Hot Stuff“ og flytja átti hann til Bandaríkjanna, fórst á Fagradalsfjalli Á Reykjanesi. Flugvélin hafði horfið frá lendingu í Reykjavík vegna veðurs og var á leið til flugbækistöðvar breska flughersins í Kaldaðarnesi. Við lát Anrews hershöfðingja, tók Dwight D. Eisenhower, síðar Bandaríkja-forseti, við stjórn Evrópuherstjórnar-innar en hann hafði áður gegnt starfinu. Andrews hershöfðingi og þrettán samferðarmenn hans voru grafnir með mikilli viðhöfn í Fossvogskirkjugarði 8. mái 1943. Líkamsleifar þeirra voru síðan fluttar heim til Bandaríkjanna árið 1947 og var Andrews lagður til hinstu grafar í þjóðarreit Bandaríkjanna, Arlingtonkirkjugarði í útjaðri Washingtonborgar.“ 

Hlekk inn á frétt RÚV HÉR.

Hot Stuff

Hot Stuff.