Tag Archive for: Ármannsfell

Ármannsfell

„Gagnheiði heitir nú millum Ármannsfells og Súlna, uppblásin sandheiði; hún er nefnd við för Órækju í Skálholt vIIþ., 158 k., I.b., bls. 396. Það lítr helzt út fyrir, að þessi leið vegr millum Ármannsfells og Súlna hafi verið farinn, þegar koma skyldi sunnarlega í Þingvallasveitina eða þegar farið var fyrir sunnan Þingvallavatn; annarstaðar er eigi Gagnheiði nefnd.

Armannsfell-221

Þessi örnefni eru öll nefnd í röð eftir í Sturld. við þingreið Þorgils Oddasonar og hafa þau öll sama nafn enn: Víðikjörr, Háls (þ.e. Tröllaháls), Sandvatn, Klyftir, (Sandklyftir) Ármannsfell, Sleðaás. Sumir hafa haldið og halda enn, að Sleðaás sé sama og Tröllaháls. Á Íslandskortinu eftir Björn Gunnlaugsson er Sleðaás settur ofan til við Tröllaháls, og Sveinn Pálsson talar um í Dagbók sinni 1772, að Sleðaás sé einnig þar (sbr. Kålund I, bls. 151), enn þetta getur með engu móti verið rétt, sögurnar sanna það. Sleðaás heitir enn í dag ásklifið, sem gengur suður úr Ármannsfelli fyrir ofan grænu brekkuna, sem kallaður er Bás, og Sleðaáshraun heitir þar niður undan. Grettissaga Kh. 1853 nefnir Sleðaás, bls. 31, þar sem höfðingjarnir áðu, er þeir riðu af þingi, og Grettir hóf steininn, er sagan segir að liggi þar í grasinu. Enginn slíkur steinn er þar nú, sem líklegur er til að vera Grettistak, og enginn hefir neitt vitað um hann með vissu um langan tíma. Grettissaga tekur, bls. 76, betur af tvímælin með Sleðaás: „Hann (Þórhallr) gekk upp undir Sleðaás ok suðr með fjalli því, er Ármannsfell heitir; þá sá hann, vel verið, og að hann hafi legið austur undir Hrafnabjörg. Enn nafnið Sviðningi er nú týnt, sem Ölkofraþáttur talar um að heitið hafi síðan, þar sem skógarnir brunnu.“

Sleðaás

Sleðaás – Steinanir við Sleðaás (Matthías Þórðarson).

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1910 segir hins vegar um hinn sama stein: „IX. Grettishaf (á Innra-Sleöaási ?) – Svo segir í Grettissögu, k. 16: »En er þeir riðu af þingi, höfðingjarnir, áðu þeir uppi undir Sleðaási, áðr en þeir skildu. Þá hóf Grettir stein þann, er þar liggur í grasinu ok nú heitir Grettishaf. Þá gengu til margir menn að sjá steininn, ok þótti þeiin mikil furða at svá ungr maðr skyldi hefja svá mikit bjarg«. Sleðaás hét þegar á Sturlungatíð klettaraninn suður úr Ármannsfelli. En blágrýtisbjargið, sem liggur vestanundir honum, segja kunnugir menn að fallið hafi úr brún hans fyrir ekki mjög löngu. Það bjarg getur þá ekki hafa verið tekið fyrir »Grettishaf«. En í Syðri-Víðikerum, fyrir innan Tröllaháls, er enn stærra ísaldarbjarg, sem hjátrúin hefir kallað »Grettishaf « eða »Grettistak«, og til að koma þessu í samhljóðan við söguna hefir Tröllaháls ósjálfrátt verið gjörður Sleðaási. Ólíklegt er nú samt, að það sé bjargið í Víðikerum, sem söguritarinn hefir í huga. Og að minsta kosti eru menn nú horfnir frá þeirri fjarstæðu. Mun nú almennast haldið að frásögn Grettlu um »Grettishaf« sé ekki annað en tilefnislaus þjóðsaga. Tilefnislaus mun hún samt ekki vera. Mér er, meira að segja, nær að halda, að eg hafi séð hið réttnefnda Grettishaf. En það er ekki neitt heljarbjarg. Og það er ekki á þeim Sleðaási, sem Sturlunga nefnir. Það er á rana þeim sem gengur norðaustur úr Ármannsfelli fyrir innan Sandkluftavatn (nú Sandvatn), en fyrir sunnan Tröllaháls.

Sleðaás

Grettistak við Sleðaás.

Það er vel getandi til, að þessi rani hafi heitið Innri-Sleðaás fyrrum: Það má næstum kalla hann sleðamyndaðan. Sagt er, að vegurinn hafi áður legið um vestari kluftina og fyrir vestan vatnið. Þar fór eg eitt sinn, því þá var vatnið svo fullt af leysingavatni, að ekki varð komist fyrir austan það. Á leiðinni inn með vatninu að vestan blasir raninn við manni. Sá eg, að dálítil strýta stóð upp úr honum á einum stað, hélt eg fyrst að þar sæti örn, en sá, er nær dró, að svo var ekki. Sunnan í rananum er fögur grasbrekka og hefir vel mátt ægja þar hestum, er þessi leið var farin. Þar áði eg hesti mínum og gekk upp á ranann þar, sem eg hafði séð strýtuna. Þar er þursabergsklöpp og á henni tveir blágrýtishnullungar. Er annar næstum teningsmyndaður, en hinn óreglulega eggmyndaður, og er sá settur ofan á hinn þannig, að mjórri endinn veit upp.
Kom mér í hug, að það kynni Grettir að hafa gjört. Virtist mér steinninn hæfilega stór til þess. Nú í sumar (1910) virti eg steinana betur fyrir mér. Leizt mér svo á, að tveim óvöldum mundi fullfengið að hefja hinn efri stein af jafnsléttu og setja hann upp á hinn steininn. En fyrir einn mann, og hann aðeins 15 ára, mætti það telja furðulegt þrekvirki. Sé nú þetta steinninn, sem Grettir hóf, þá mun söguritarinn ekki hafa séð hann sjálfur, því um þennan stein verður ekki sagt, að hann »liggi í grasinu«. Og af orðalagi söguritarans virðist mega ráða, að hann hafi hugsað sér steininn nokkuð stærri en þessi er. Þessi steinn gat þó borið nafn, sem örnefni (»Grettishaf«), meðan vegurinn lá vestanmegin vatnsins, því þá blasti hann lengi við tilsýndar — hann er svo settur. Af veginum fyrir austan vatnið sést hann þar á mót ekki, hefir því gleymst eftir að vestri leiðin var lögð niður. Það gat líka orðið til þess, að Sleðaássnafnið var fært upp á Tröllaháls. Og það lá enn beinna við, ef það er rétt til getið, að raninn, sem steinninn er á, hafi heitið svo. Hann er svo nærri Tröllahálsi.“
„Í sögnum í Grettlu segir um stein þennan: „- Stundum víkja munnmælasögurnar meir frá bóksögunni. Grettis saga getur reyndar nokkurra steina ákaflega stórra sem Grettir hafi reynt afl sitt á, tekið upp, látið undir þá aðra steina og sett þá þar ofan á; er það kallað að setja eða hefja stein á hlóðir. Einn þeirra er á Sleðaási á Kaldadalsvegi fyrir ofan Þingvallasveit, annar á Hrútafjarðarhálsi og hinn þriðji í Hítardal; eru þeir hver um sig kallaðir Grettishaf.“

Heimildir:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1880, bls. 41-42.
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 25. árg, 1910, bls. 39-40.
-Snerpa.is – gretla…

Sleðaás

Steinn við Sleðaás (Matthías Þórðason).