Tag Archive for: Árnaborg

Vatnaborg

Þrátt fyrir dimmviðri lék sólin við Reykjanesbrautina. Ákveðið hafði verið að fara í skoðunarferð um borginar sex sem og nokkra aðra staði við brautina. Byrjað var á því að skoða Vatnaborgina sunnan brautarinnar skammt vestan Kúagerðis. Borgin er á grashól örskammt frá veginum og sést vel. Norðan borgarinnar er hið fallegasta vatnsstæði. Borgin ber þó fremur nafn sitt af bænum Vatnsleysu en vatnsstæðinu, enda í Vatnsleysulandi.

Stóra-Krossskjól

Stóra-Krossskjól á Njarðvíkurheiði.

Næst var staðnæmst við Stóra-Skjólgarð sunnan við Innri-Njarðvík, sunnan Reykjanesbrautar. Um er að erð ræða mikinn hlaðinn skjólgarð á hól skammt frá brautinni. Hann hefur veitt fé skjól fyrir vondum veðrum úr öllum áttum. „Garðinn hlóð Helgi Jónsson sterki, er var húsmaður Þorkels lögrm. Jónssonar, föður Jóns Thorkilli. – Skv. frás. Guðm. A. Finnbogasonar.“ Skv. því hefur garðurinn verið hlaðinn um 1650. Skipsstígurinn á milli Narðvíkur og Grindavíkur, liggur skammt vestan við hólinn.

Rósel

Rósel.

Þá var haldið að Róasaseli vestan Rósaselsvatna og það skoðað. Selið er greinilega mjög gamalt. Við þar er hlaðinn stekkur, fremur lítill. Litið var á borg skammt vestan þjóðvegarins að Garði. Borgin er á litlum hól og er fremur lítil af fjárborg að vera. Hún er greinilega mjög gömul, enda engar sagnir til um tilvist hennar. Hún er hvergi til á kortum, hvorki gömlum né nýjum.

Keflavíkurborg

Keflavíkurborg.

Staldrað var við Keflavíkurborgina, sem er á holti ofan við Grófina. Um er að ræða mjög gamla hlaðna fjárborg. Inn í hana hefur einhvern tímann verið hlaðinn garður og er líklegt að fé hafi verið gefið í borginni. Eins og flestir vita voru ekki til fjárhús á þeim tíma, heldur komu hlaðnar borgir og fjárhellar (fjárskjól/fjárbyrgi) í þeirra stað. Sérstök hús fyrir fé komu löngu síðar( á 20. öldinni).

Berghólar

Berghólar – fjárborg.

Haldið var að Hólmsborginni á Hólmsbergi (Berghólum). Um er að ræða mjög fallega fjárborg, að mestu hlaðna úr torfi og grjóti. Út frá henni til suðurs er garður, en inni í henni miðri er stallur. Hafa ber í huga að fornum fjárborgum var breytt í tímans rás, allt eftir þörfum hverju sinni. Þannig urðu sumar borgir að stekkjum, sbr. Þórustaðaborgin, og til eru dæmi um að borgir hafi þróast í réttir, sbr. Auðnaborgin. Sunnan Hólmsborgar er gerði eða rétt, en austan hvorutveggja liggur gamla þjóðleiðin á milli Keflavíkur og Útskála.

Árnarétt

Árnarétt.

Loks var haldið að Árnarétt við viðkomu við Hríshólavöru, einni fallegustu fjárborginni á Reykjanesi. Hún er stærri að ummáli en Staðarborgin, svo til alveg heil og næstum því jafn há og hún. Norðan hennar er Álaborgin, forn rétt. Álaborgin syðri er ofan Bæjarskerja. Hún er einnig forn rétt og stendur enn að mestu heil. Í bakaleiðinni var skoðuð gömul fjárborg sunnan vegarins að Leifsstöð. Rétt mótar fyrir hringnum innan um leifar hernaðarmannvirka Bretans. Gaman að sjá hvernir hin gamla arfleið hefur lifað hernaðarbröltið vegna þess hversu ómeðvituð þau hafa verið þeim er þar komu að.
Góður dagur. Og hið skemmtilega var að flestir í hópnum, sem ekið hafa margoft þessa leið, höfðu aldrei tekið eftir þessum merku mannvirkjum – sem eru einungis nokkra metra frá einni fjölförnustu þjóðleið nútímans.

Stóri-krossgarður

Stóri-krossgarður.

Kistugerði
Þegar komið er að Garði, sem nú heitir Sveitarfélagið Garður, er fyrst komið að Rafnkelsstaðabergi. Bergið er ekki hátt, en af ofviðum þess ber Ellustekkur við sjónarrönd í vestri (sjá aðra FERLIRslýsingu). Áður fyrr var byggðin svo dreifð um allan Garð að hún var hæfileg blanda af þorpi og dreifbýli – og hafði kosti hvors tveggja. Við Rafnkelsstæði er Kistugerði þar sem þjóðsagan segir að fjársjóður Rafnkels hafi verið grafinn. Reyni einhver að grafa hann upp mun þeim hinum sama sýnast bærinn standa í ljósum logum. Sagan er svipuð sögunni um fjársjóðinn í Silfru við Járngerðarstaði í Grindavík.

Útskálakirkja

Útskálakirkja.

Innsti bærinn í Garði er Rafnkelsstaðir, þá koma Meiðastaðir, síðan Kothús niðri við sjóinn og Varir þar skammt fyrir utan. Í landi þessara jarða standa nú íbúðarhús, sem reist hafa verið á seinni árum eftir að fólki fór mikið að fjölga í Garðinum. Í vörunum var mikið útræði, enda lending þar góð um sund sem Varaós var.
Brekka og Skeggjastaðir heita næstu jarðir og Gauksstaðir nær sjónum. Þá er komið að Gerðum, “sem er falleg jörð; þar er útræði mikið og fiskisælt”, segir í sóknarlýsingu. Í Gerðum myndaðist fyrst vísir að þéttbýli Garðsins með tilkomu Milljónafélagsins, sem stofnaði útibú í Gerðum árið 1907. Gekk hús það er félagið reisti lengi undir nafninu Milljón. Félagið rak bæði útgerð og verslun og dró það fólk að plássinu svo að um tíma var Garður fjölmennesta byggð Suðurnesja, enda gengu þaðan allt upp í 70 áraskip til fiskveiða á vertíðum.

Árnarétt

Árnarétt.

Með hnignun félagsins varð afturför í atvinnu Garðbúa og fólki fækkaði og tók ekki að fjölga aftur fyrr en nýir tímar komu með önnur tækifæri í útgerðarmálum. Þá varm sökum hafnleysis í Garðinum, farið að flytja þangað fisk til verkunar, sem skapað hefur mikla atvinnu. Auk þess hafa allmargir byggt sér hús í Garði, en stunda atvinnu annars staðar.

Garður

Gerðaskóli – minnismerki.

Í Gerðahverfinu er skóli Garðbúa. Gerðaskóli er einn elsti skóli landsins, tók til starfa 1872 með 20 börnum. Var hann reistur fyrir frjáls samskot með forgöngu séra Sigurðar Sívertssen á Útskálum og gáfu margir höfðinglega, samt var almenningur tregur til “að sinna þessu nauðsynlega máli, sem barnaskólinn var, og gengu nokkrir hinna efnuðu frá við að styrkja hann”, segir séra Siguður í annál Suðurnesja árið 1972.
Fyrir utan (vestan) Gerðahverfið tekur við Út-Garðurinn. Þar gerðist byggðin strjálli. Þar eru bæirnir Miðhús og Krókur.

Garður

Garður – rúnasteinn á fornmannaleiði.

Neðar eru Síkin milli byggðarinnar og grandans við sjóinn. Krókvöllur og Bræðraborg heita hús nær veginum við vegamótin suður í Sandgerði. Bræðraborg er heiti á fallegum skrúðgarði, sem rækt hefur verið lögð við hin síðari ár. Skammt austar er fornmannaleiði og rúnasteinn.
Á Útskálatorfunni er rúmt um kirkju og prestsetur þar sem þau standa á lágum hól í stóru sléttu túni. Þetta eru gamla og virðulegar byggingar. Kirkjan stendur lægra, innan kirkjugarðs, byggð 1861 og kostaði 1725 ríkisdali. Hún er í góðri hirðu og viðhaldi, enda hefur söfnuður Útskálsóknar alltaf látið sér einkar annt um hana eins og vel kom fram á aldarafmælinu 1961.
Í kirkjugarðinum vekur athygli hvítmálað konulíkneski, sunnan undir kirkjunni. Hún heldur á barni og leiðir annað með sér við hönd. Þetta er Gytta Jakobine Fridrika Lever, sem árið 1832 giftist Thomsen faktor Flensborgarverslunar í Keflavík. Þau eignuðust 3 börn, misstu 2 þeirra nýfædd og sjálf andaðist Gytta “af brjóstveiki og tæringu” haustið 1835 og var jarðsungin að Útskálum 6. nóvember.

Ellustekkur

Ellustekkur.

Þrem árum síðar fluttist Thosen faktor til Reykjavíkur þar sem þeir feðgar gerðust umsvifamiklir kaupmenn. En sinnar ungu konu minntist hann með því að reisa henni þennan eftirminnilega bautastein.
Árið 1946 fannst sjórekið lík íLambastaðavör. Það var með öllu óþekkjanlegt. Það var jarðsett í Útskálakirkjugarði og á gröfinni reistur fallegur en látlaus minnisvarði um óþekkta sjómanninn. Er þessa jafnan minnst við sjómannadagsguðsþónustur í Útskálakirkju.

Vatnagarður

Garður – Vatnagarður.

Allt um kring eru hinar gömlu hjáleigur, sem eru orðanr sjálfstæðar jarðir fyrir löngu: Vatnagarðar niðri við sjávarkambi (var jafnan tómthús, nú í eyði), Garðhús, Presthús. Móakot, Nýibær, Akurhús I og II, Lónshús á sjávarkambinum utan við Akurhðúsatúnið. Í gamla daga voru Útskálar með öllum sínum fylgijörðum metnir á 41,8 hundruð. Það gaf prestinum talsvert í aðra hönd í eftirgjöldum. Aðalkostur brauðsins var samt útræðið úr tveimur lendingum staðarins (Króksós og Lóninu) því að “í Út-Garðinum er fiskisælt, og ber sjaldan við, að fiskilaust sé, og aldrei til lengdar,” segir Siguður Sívertsen í sóknarlýsingu sinni 1839. Nafn séra Siguðrar minnir á að hann var einn hinn kunnasti í langri röð Útskálapresta, ekki síst fyrir annál sinn og aðra fræðimennsku. Honum eigum við að þakka mikla vitneskju um menn og málefni á Suðurnesjum á fyrri öldum.

Garðskagi

Garðskagaviti.

Í sóknarlýsingu sinni nefnir séra Sigurður eina jörð í Út-Garðinum – Lambastaði. Það höfðu Kirkjubólshverfingar á Miðnesi lendingu þegar þeir stunduðu róðra inn á Garðsjó vegna langræðis á vertíðarslóðir Miðnesinga.
Á Garðskaga nær vitasagan aftur til ársins 1847. Þá segir svo í Suðurnssja annál: “Hlaðin varða á Skaganum til leiðavísis sjófarendum”. Árið 1884 var ljósker sett upp á járnröri sem staðið hefur inni á Skagavörðu. Var því lokið 1. október og skyldi við haldið “með enn frekari umbótum til leiðbeiningar skipum inn í Faxaflóa”.

Garðskagi

Garðskagi – nýi vitinn.

Árið 1897 var gamli vitinn byggður, 12,5 m hár. Hann stendur enn og var gerður að athugunarstöð fyrir fuglaskoðara er annar viti leysti hann af hólmi. Spölkorn ofar stendur nýi vitinn, 27 m hár, reistur 1944. Var hann vígður með guðsþjónustu 10. september 1944. Voru þá vitar landsins orðnir 140 þó aðeins væru liðin 66 ár frá því að fyrsti vitinn var reistur (Reykjanesviti). Í ræðu sem vitamálstjóri, Emil Jónsson, flutti við vígsluna þakkaði hann sóknarprestinum, séra Eiríki Brynjólfssyni á Útskálum, sem hafði undirbúið hátíðarhaldið, en það væri í fyrsta sinn sem tekið væri á móti nýjum vita í héraði af slíkum myndarskap. “Minnir það mig á”, sagði Emil í ræðu sinni, “að fyrstu sagnir um leiðarljós fyrir sjómenn á Íslandi, eru tenglar við kirkjuna. Mér hefir verið á það bent, að verið hafi hér til forna, um 1200 og jafnvel fyrr ákvæði um að ljós skyldi loka í ákveðnum kirkjum, allar nætur tiltekin tímabil. Þegar þessi ákvæði voru rannsökuð nánar kom í ljós, að flestar þær kirkjur, sem hér var um að ræða, voru nálægt sjó, og á þeim stöðum þar sem ætla má að sjófarendur hafi getað notið þeirra sér til leiðbeiningar”. (Faxi, 7.-8. tbl. 1944, s. 8-9).

Garður

Garður – Heiðarhús.

Úr Garðskagavita er víðsýni mikið inn yfir Garð, suður á Miðnes og til norðurs út yfri Faxaflóa og alla leið vestur á Snæfellsjökul í góðu skyggni. En út frá gamla vitanum teygir sig langur skerjagrandi, sem kemur upp úr sjó um fjöru. Þða er hin hættulega Garðsskagaflös. Aðeins nafnið vekur dapra minning, eins og t.d. um Þormóðsslysið 17. febrúar 1943. Á því skipi var 7 manna áhöfn og 24 farþegar. Af þeim voru 22 frá Bíldudal.
Á Skagagnum er víðlent og gróið valllendi, vel fallið til samkomuhalds og til ýmissa hluta nytsamlegt. Hér héldu Garðmenn þjóðhátíð sína 2. ágúst 1974. Það voru saman komin “allt að þriðja hundrað manna, var þar borðhald, drukknar skálar, einnig sungin ljóðmæli, sem við áttu. Sumir gjörðu áheit á baraskólann, honum til viðhalds og framfara.”.
Rúmum 40 árum síðar, þ.e. í lok fyrra stríðs 1916-1918, var öðruvísu um að litast á Skaganum.

Garður

Garður – Heiðarhús.

Þá var hann orðinn að risastórum kálgarði. Hafði ríkið stofnað til þessarar ræktunar í kartöfluleysi Norðurálfuófriðarins og allir Garðbúar sem vildu fengu vinnu við að tína jarðepli upp úr sendinni moldinni. Þessi ríkisræktun á kartöflum á Garðskaga stóð í þrjú ár. Plægðir voru 4 ferhyrndir reitir, 100 m á kant, þara ekið á flögin úr hrönnum í fjörum Skagans og það látið nægja sem áburður. Útsæði var sent úr Reykjavík og skipað upp í Lambastaðavör. Undirvöxtur varð ekki eins mikill og menn væntu. Var kennt um of einhæfum áburði. Næsta sumar gekk betur og svo annt lét landstjórnin sér um þennan rekstur að hún sendi skrifstofustjórann í fjármálaráðuneytinu suður á Skaga til að líta á garðana. Kom hann þangað 18. ágúst og lét vel yfir. Um haustið var haldin mikil uppskeruhátíð í Gerðum og lengi í minnum höfð. Kartöfluræktunin á Skaganum stóð í 3 ár. Eftir það var Skaginn fljótur að gróa sára sinna og varð aftur hið besta tún og gott beitiland fyrir gripi Útskálaprests.
Um nafnið á þessu byggðalagi Suðurnesja, Garður, var skrifað ýtarlega í Árbók FÍ 1977 af dr. Kristjáni Eldjárn.
Frábært veður. Gangan tók 32 klst og 3 mín.

Heimild m.a.;
-Árbók FÍ 1984 – séra Gísli Brynjólfsson.

Stóri-Hólmur

Brunnur við Stóra-Hólm.