Færslur

Arnhamarsrétt

Í Fornleifaskráning vegna deiliskipulags Vesturlandsvegar frá Leirvogsá að Hvalfirði á vegum Borgarsögusafns Reykjavíkur árið 2018 er getið um Arnarhamarsrétt undir Arnarhamri á Kjalarnesi:

Arnhamarsrétt

“Hin fornlega Arnhamarsrétt” – Fálkinn 1961.

“Austur af Bakka, í Esjuhlíðum um 30 m austur af Vesturlandsveginum er Arnarhamarsrétt utan í litlu hamrabelti, klettum, sem kallað er Arnarhamar. Heimild er um að réttin hafi verið notuð sem hrossarétt 1898.
Réttin er með fimm til sex dilkum (um 5 x 12 m) og einu stóru hólfi, almenningi (um 10x22m). Garðlög í dilkum eru þrjú til fjögur lög hæst um 75 cm og breiddin er um 2-2,5 m og sumir þessara dilka eru opnir við enda. Klettur notaður sem austurveggurinn í almenninginum, vegghæð þar mest um 120 cm. Op eru úr öllum dilkum inn í almenninginn og stórt op á almenningnum í norður þar sem rekið hefur veið inn. Nyrst við klettinn eru upprunalegar hleðslur, sjö hleðslulög.
Grjótið í réttinni er almennt brotlegt að sjá og eru steinarnir misstórir frá um 35-70 cm. Í almenningi er hringlaga rúst vel gróinn, sennilega gömul.
Árið 2003 hafði verið byrjað að endurhlaða réttina og vinna í veggjum í almenningi.”

Heimild:
-Fornleifaskráning vegna deiliskipulags Vesturlandsvegar frá Leirvogsá að Hvalfirði, Borgarsögusafn Reykjavíkur, Reykjavík 2018.

Arnhamarsrétt

Arnhamarsrétt – uppdráttur ÓSÁ.