Ekki er vitað um tilurð stafsins á steininum, en getum leitt að því að smali hafi klappað þar upphafsstaf sinn.
Í Selgjá voru 11 sel frá Görðum og í gjánni eru um 30 ólíkar tóttir, auk Selgjárshellis og Suðurhellis.
Ein kenning FERLIRs er hins vegar sú að hvert sel hafi verið auðkennt með bókstaf og hafi B-ið staðið fyrir B-sel (Bali, Bergshús, Bakki), enda er steinninn á mörkum fyrsta og annars sels talið frá Selgjárhelli innst í gjánni – fyrstu aðkomu Garðbæinga að henni. Hann stendur þar upp á endann eins og nokkurs konar bautarsteinn undir norðurbakkanum. Við hann hefur verið raðað steinhellum. Ef tilgátan reynist rétt ættu fleiri leturssteinar að vera í gjánni. Það verður því eitt af verkefnum FERLIRs að skoða það á vori komanda.
Tag Archive for: B-steinn
Gengið var um Selgjá og reynt að hafa upp á svonefndum B-steini, sem getið er um í örnafnalýsingu Garðabæjar og frásögn Gísla Sigurðssonar (6403153-2151956).