Tag Archive for: Bæjarsker

Bæjarsker

Í „Fornleifaskráningu vegna fyrirhugaðs ljósleiðara í Suðurnesjabæ„, frá árinu 2022 segir m.a. um Bæjarsker, Hólshús, Hólkot, Miðkot, Syðstakot, Setberg, Hábær, Bárugerði, Laufás, Péturskot, Stakkagerði:

Bæjarsker/Býjasker

Bæjarsker

Bæjarsker 2024.

Um 1270: Skrá um rekaskipti á Rosmhvalanesi. “ok þar vr sionhending j hinn hæsta stein aa markskeri.
Þadann eigv sydvr biasker j midiann eyktiar holm.” DI II, 77.
Um 1270: “Þetta er hvalskipte rost hvelínga: at þann hval sem meire er enn xij vætter ok half vætt ok rekvr millvm æsvbergs ok kefl v vikur til motz vid niardvikínga skall skiptta j nív stade. […] Hinn vij hlvt eiga biasker ok kirkiv niardvik halfan hvort.” DI II, 78-79.
Bæjarsker1367: “lxvi. Kirkia hins heilaga Olafs kongs ad Byiaskerium a. etcetera. les wilchinsbok “; Hítardalsbók DI III 221.
1370: “Og af ollum bæium sudur Þadan [frá Hvalsnesi] til Voga allar skylldur [til Hvalsness] vtan af Biaskerium oc Þeim tveimur kotum sem Þar fylgir jordunni. tekst Þar af heima tiund. af Hvalsnesi skal syngia til Biaskeria annan huern dag helgan.” DI III, 256-257 [Hvalness]
1397: “Kirkia hins heilaga Olafs konungs ad Biaskerium […].” DI IV, 105.

Bæjarsker

Bæjarsker – loftmynd 2022.

1444: Skúli Loptsson selur Hallsteini Höskuldssyni Þingnes í Borgarfirði fyrir 60 hdr. “hier j mot gaf nefndur hallzsteinn halfa iord er heiter biasker er stendr aa Rosthualanesi fi rir halfan fi orda tug hundratha […]”. DI IV, 658-659.
1488: Guðmundur Skúlason prestur selur Ólafi biskupi og heilagri Hólakirkju: “haalfa jord er heiter biaskier er liggur aa rosthualanesi j hualsnes kirkiv sokn fyrir fi orvtigi hvndrada […].” DI VI, 637.
1489: “medkienning Sniolf(s) prests ad hann hafe luckt peninga fyrir Biaskier Gudmunde Skulasine.” DI VI, 659. Sjá einnig bréf 22.07.1491, DI VI, 758.
1490: Dómur útnefndur af Diðrik Píning “aa biaskeria þingi”. DI VI, 719.
1517: Ögmundur ábóti í Viðey selur Hannesi Eggertssyni Kirkjuból í Selárdal, Suðureyri og Tungu í Tálknafi rði fyrir “[…] halfa Biaskier oc Þoristadi er liggia aa Hrosshvalanesi […].” DI VIII, 608. Sjá einnig bréf 14.9.1517, DI VIII, 637 og bréf 7.7.1519, DI VIII, 699.

Bæjarsker

Bæjarsker – herforingjakort 1908.

1525: Máldagi Hóladómkirkju. “(Þ)etta jarda gödz atti holakirkia j sama tima. […] biasker half.” DI IX, 301-302.
1539: Dómur tólf mann útnefndra “aa biaskerivm aa rosmhvalanesi.” DI X, 474.
1547-1548: Fógetareikningar. “Jtem met Beerskeeriom v legekör. […].” DI XII, 116. Sjá einnig Fógetareikninga 1548-1549, DI XII, 142; 1549-1550, DI XII, 157; 1550, DI XII, 176; 1552, DI XII, 403.
1552: Skýrsla um jarðeignir sem Jón biskup seldi frá Hólastól. “Biasker half xxc.” DI XII, 459-460.

Bæjarsker

Bæjarsker – varir, Hólshúss, Hólkots, Miðhúss og Syðstabæjar vestan Kirkjukletts.

1550: Skrá um eignir Hóladómkirkju. “Hafa þessar jarder. sem hier epter skrifast. logast og j burttu sellst fra Holakirkiu aa medan biskup Jon hefur halldit kirkiuna. […] Býasker half .xx. c.” DI XI, 872.
1686: 45 hdr., 100 ál., konungseign, samkvæmt The Old Icelandic Land Registers, 122.
1695: 45 hdr., samkvæmt Th e Old Icelandic Land Registers, 122.
1703: Jarðardýrleiki óviss, konungseign, með hjáleigunum Sidstakoti, Midkoti , Holkoti, Barusgierde, eyðihjáleigurnar Hialltakoti, Lambhúsi, Nordurkoti, Krossabrecku og Glæser auk tveggja ónefndra hjáleiga, segir í JÁM III, 55-58.

Bæjarsker

Bæjarsker – útihús.

1703: “Torfrista og stúnga engin nema í sendinni jörðu valla nýtandi. Fjörugrasatekja nokkur. Hrognkelsafj ara nokkur. Murukjarnar og söl er brúkaðar fyrir peníng […] lendíng slæm, önnur langt frá í flæðiholma og þar fyrir mjög bæði hætt fyrir skip og erfi ð […]. Tún gánga mjög af sjer fyrir sandi og sjáfarágángi. Engjar eru öngvar. Land graslítið, mestalt grjót og sandur. Flæðihætt mjög. Eldiviðartak ekkert nema af fj öruþángi. Vatnsból slæmt og þrýtur stundum,” segir í JÁM III, 55.
“Ofan við túnið er kúagerði ,” segir í örnefnaskrá AG. Þar kemur jafnframt fram að örnefnið Hesthúshóll sé á jörðinni (Ö-Bæjarsker AG, 2). “Sölvatangi. Langt rif, sem er milli sundanna. Sölvatekja,” segir í örnefnaskrá MÞ (Ö-Bæjarsker MÞ, 3).
“Á milli Sáðgerðir og Bæjarskerja átti að hafa verið svo mikill stör, að fénaður, sem þar var á beit, sást ekki. Nú er þar sandur ein og sjávarrót.
1703: “[…] staðfestu þennan framburð og sönnuðu með eiði, eptir uppátekt Páls [Beyers] og tilnefnd sýslumanns, á Býjaskerja-, Kálfatjarnar- og Kópavogsþingum, 2 lögréttumenn.” Vallaannáll, Annálar I, 451.

Bæjarsker

Bæjarsker – Rústir (útihús er fornar bæjarrústir)?

“Á Býjaskerjum […], er það ekki full 46 hndr. með 5 hjáleigum (aðrar 5 höfðu einhvörn t(íma) áður fyrr verið byggðar). […] Á fyrri dögum skyldu hafa verið margar hjáleigur fyrir utan þær, sem nú eru byggðar, sem nú sjást engin merki til, hvar staðið hafa” segir í sýslu og sóknalýsingum, 80, 97.
1847: 45 5/6 hdr., bændaeign, með hjáleigunum Hólkoti, Báruskeri og Norðurkoti, samkvæmt JJ, 87. “Eyvindr [frændi Steinunnar gömlu] bjó nokkura vetr síðan í Heiðabæ ok fór síðan á Rosmhvalanes til Bæjarskerja […],” segir í Landnámabók, ÍF I, 391.
1919: “Stakkagerði, þ. búð eyðilög f. nák. 20 árum,” segir á túnakorti. Þar eru einnig hjáleigurnar Hólahús og Syðstakot merktar sem og þurrabúðin Laufás.

Bæjarsker

Bæjarsker – Hábær.

Þurrabúðin Setberg, eyðibýlið Hábær og þrjú nýbýli, Vinaminni, Reynistaður og Sólbakki er nefnd í örnefnaskrá (Ö-Bæjarsker AG, 1-2).
Örnefnið lögrétta er á jörðinni (Ö-Bæjarsker AG, 2).
Jarðarítök: Jörðin brúkar skóg til kolagerðar í almenningi. Að auki nýtir heimabóndinn grasnytjar af hjáleigunum Lambhúsi, Norðurkoti, Krossbrekku og tveimur ónefndum eyðihjáleigum, samkvæmt JÁM III, 55-58. “Meðan fjöruþang var eina eldsneytið, var Eyrin óþrjótandi náma og fengu margir aðrir en eigendur að njóta góðs af því, fyrir litla eða enga þóknun,” segir í örnefnaskrá (Ö-Bæjarsker MÞ, 2).
Fasteignamat frá 1916 er til fyrir Bæjarsker, tvö býli, ásamt Laufás, Syðstakoti, tveimur Miðkotum og Hólshúsum.
1919: “Túnin mestöll slétt og sléttuð[,] blettir aðeins hér og þar smáþýfðir.” Tún (Býjasker A), 2.6 hekt., garðar 1320 m2. Tún (Býjasker V), 2.6 hekt., garðar 1280 m2. Tún (Hólshús), 1.15 hekt., garðar 300 m2. Tún (Syðstakot), 1.4 hekt., garðar 1830 m2. Tún (Laufás), 0.33 hekt., garðar 400 m2. Öll torfan samtals 8.08 hekt., og garðar 5130 m2.

Syðstakot

Bæjarsker

Bæjarsker – Syðstakot.

Á túnakorti frá 1919 er hjáleigan Syðstakot merkt liðlega 240 m sunnan bæjar. Bæjarröðin samanstendur af sex steinhúsum, einu timburhúsi, tveimur forum og tveimur kálgörðum. Í túni eru teiknuð þrjú steinhús, átta kálgarðar og leið sem liggur frá Syðstakoti til vesturs að kálgörðum í túni og endar þar Að auki er garðlag teiknað sem myndað keilulaga tún milli austan Syðstakots. Hugsanlega er um leifar gamals kálgarðs að ræða.
“Sidstakot, hjáleiga. Jarðardýrleiki óviss. Við til húsabótar leggur heimabóndinn,” segir í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. Syðstakot er líkt og nafnið bendir til sunnarlega í heimatúni Bæjarskers. Núverandi íbúðarhús er fast austan við húsin sem sýnd eru á bæjarhólnum. Stafnar bæjarins snéru til suðurs. Fyrirhugaður ljósleiðari liggur yfir vesturhluta bæjarhólsins.
Rætuð tún og tjarnir eru á þessu svæði. Bakarður íbúðarhússins er á öllum bæjarhólnum. Bæjarhóllinn er um 40×25 m að stærð og snýr austur-vestur. Erfitt er að sjá upphækkun á yfi rborði sökum mannvirkja ern líkast eru enn mannvistarlög undir sverði.

Stakkagerði

Bæjarsker

Bæjarsker – útihús við Hólshús.

Túngarður afmarkaði túnblett umhverfis Laufás samkvæmt túnakorti frá 1919. Suðurhluti hans er enn varðveittur innan áhrifasvæðis fyrirhugaðs ljósleiðara, miðlínan er 5 m sunnar. Vírgirðing er fast við garðlagið. Allt umhverfis eru gróin tún. Túngarðurinn er 42 m að lengd en var ekki skoðaður utan áhrifasvæðisins. Líklega er þetta undirhleðsla undir girðingu og er norðan við malarveg að Fjörukoti. Steyptir stöplar eru í túngarðinum utan áhrifasvæðisins. Túngarðurinn er 0,5-1 m á breidd, 0,3 m á hæð og það glittir í 1-2 umför ef grjóthleðslu. Túngarðurinn er hlaðinn úr stóru grjóti.
“Stakkagerði, þ. búð eyðilög f. nák. 20 árum,” segir í túnakorti frá 1919 sunnan bæjar. Nákvæm staðstetning er ekki merkt.
“Í Syðstakotstúni ofan við garðinn, ca. 20 faðma frá, er byrgi fyrir fi sk. Þar nyrzt er svo Stakkagerði. Þar var býli og kálgarður,” segir í örnefnaskrá. Stakkagerði er líklega þar sem svokallað Paradísarkot er í dag, þ.e. heilsárshús sunnarlega í heimatúni Bæjarskers. Mikið rask er við húsið en það mótar óljóst fyrir tóft þar fast austar, milli þess og húsgrunns (Péturskots) nokkuð norðar. Hvort að þetta er býlið er ekki vitað. Gróið tún er allt umhverfis Paradísarkot. Tóftin er 10,5 x 6,5 m stór og snýr nálega austur-vestur.

Miðkot

Bæjarsker

Bæjarsker – Miðkot.

1703: “[G]ömul hjáleiga [Frá Býjaskeri], hefur í v [fimm] ár legið í eyði […]. Þessa hjáleigu segist heimabóndinn aftur byggja muni, þó grasnautn sje lítil […]. Þó segir hann þetta kunni ei að vara, hvað lítið sem hjer eftir spillir sjór eður sandur heimatúninu framar en nú er,” segir í JÁM III, 57.
1847: Jarðardýrleiki óviss sögð undirsett Býjaskeri, samkvæmt JJ, 87.
1919: Samvæmt túnakorti var tvíbýli á jörðinni.
1919: “Túnin mestöll slétt og sléttuð[,] blettir aðeins hér og þar smáþýfðir.” Tún (Miðkot V), 1.1 hekt.,
garðar 500 m2. Tún (Miðkots S), 1 hekt., garðar 670 m2. Öll torfan samtals 2.1 hekt., og garðar 1170 m2.

Í „Fornleifaskráningu vegna deiliskipulags Sandgerðisbæjar; Bæjarsker á Reykjanesi sunnan Sandgerðar“ árið 2017 segir m.a. um Bæjarsker:

Bæjarsker/Býjasker – saga

Bæjarsker

Bæjarsker – sjóbúðir.

Nafnið Bæjarsker eða Býjasker á Rosmhvalanesi er nefnt í fjölmörgum heimildum. Elsta heimildin um bæinn kemur fram í Landnámabók en um og eftir 1300 kemur bæjarnafnið oft fram í Diplomatarium Islandicum eða Íslensku fornbréfasafni. Jörðin hefur því að líkindum byggst upp snemma. Samkvæmt heimildum var hálfkirkja á jörðinni og örnefnið Kirkjuklettur er til að mynda að finna á túnakorti Býjaskerjahverfisins. Örnefnið Lögrétta er einnig að finna Túnakort Býjaskerjahverfis. Deiliskipulagsreiturinn er nokkuð austan við túnið.

Bæjarsker

Bæjarsker – sjóbúðir.

Á jörðinni sem bendir til þess að þar gæti hafa verið þingstaður. Hér á eftir má sjá upptalningu á þeim heimildum þar sem bærinn er nefndur og tilvitnanirnar sjálfar: [Um 1270]: Skrá um rekaskipti á Rosmhvalanesi. „ok þar vr sionhending j hinn hæsta stein aa markskeri. Þadann eigv sydvr biasker j midiann eyktiar holm.“( DI II, 77).
[Um 1270]: „Þetta er hvalskipte rost hvelínga: at þann hval sem meire er enn xij vætter ok half vætt ok rekvr millvm æsvbergs ok keflv vikur til motz vid niardvikínga skall skiptta j nív stade. […] Hinn vij hlvt eiga biasker ok kirkiv niardvik halfan hvort.“ DI II, 78-79. [1367]: „lxvi. Kirkia hins heilaga Olafs kongs ad Byiaskerium a. etcetera. les wilchinsbok „; (Hítardalsbók DI III, 221) 10.6.1370: „Og af ollum bæium sudur Þadan [frá Hvalsnesi] til Voga allar skylldur [til Hvalsness] vtan af Biaskerium oc Þeim tveimur kotum sem Þar fylgir jordunni. tekst Þar af heima tiund. af Hvalsnesi skal syngia til Biaskeria annan huern dag helgan.“ (DI III, 256-257 [Hvalness]) 1397: „Kirkia hins heilaga Olafs konungs ad Biaskerium […].“ (DI IV, 105).

Bæjarsker

Bæjarsker – Hólkot.

5.9.1444: Skúli Loptsson selur Hallsteini Höskuldssyni Þingnes í Borgarfirði fyrir 60 hdr. „hier j mot gaf nefndur hallzsteinn halfa iord er heiter biasker er stendr aa Rosthualanesi firir halfan fiorda tug hundratha […]“. (DI IV, 658-659).
22.8.1488: Guðmundur Skúlason prestur selur Ólafi biskupi og heilagri Hólakirkju: „haalfa jord er heiter biaskier er liggur aa rosthualanesi j hualsnes kirkiv sokn fyrir fiorvtigi hvndrada […].“ (DI VI, 637).
21.6.1489: „medkienning Sniolf(s) prests ad hann hafe luckt peninga fyrir Biaskier Gudmunde Skulasine.“ (DI VI, 659. Sjá einnig bréf 22.07.1491, DI VI, 758).
[1490]: Dómur útnefndur af Diðrik Píning „aa biaskeria þingi“. (DI VI, 719).

Bæjarsker

Bæjarsker – sjóhús.

10.4.1517: Ögmundur ábóti í Viðey selur Hannesi Eggertssyni Kirkjuból í Selárdal, Suðureyri og Tungu í Tálknafirði fyrir „[…] halfa Biaskier oc Þoristadi er liggia aa Hrosshvalanesi […].“ (DI VIII, 608. Sjá einnig bréf 14.9.1517, DI VIII, 637 og bréf 7.7.1519, DI VIII, 699).
1525: Máldagi Hóladómkirkju. „(Þ)etta jarda gödz atti holakirkia j sama tima. […] biasker half.“ DI IX, 301-302. 11.9.1539: Dómur tólf mann útnefndra „aa biaskerivm aa rosmhvalanesi.“ DI X, 474.
1547-1548: Fógetareikningar. „Jtem met Beerskeeriom v legekör. […].“ (DI XII, 116. Sjá einnig Fógetareikninga 1548-1549, DI XII, 142; 1549-1550, DI XII, 157; 1550, DI XII, 176; 1552, DI XII, 403).
1.9.1552: Skýrsla um jarðeignir sem Jón biskup seldi frá Hólastól. „Biasker half xxc.“ DI XII, 459-460.
25.12.1550: Skrá um eignir Hóladómkirkju. „Hafa þessar jarder. sem hier epter skrifast. logast og j burttu sellst fra Holakirkiu aa medan biskup Jon hefur halldit kirkiuna. […] Býasker half .xx. c.“ (DI XI, 872).

Bæjarsker

Bæjarsker – sjóhús.

1686: 45 hdr., 100 ál.,konungseign (Björn Lárusson, 122).
1695: 45 hdr. (Björn Lárusson, 122).
1703: Jarðardýrleiki óviss, konungseign, með hjáleigunum Sidstakoti, Midkoti, Holkoti, Barusgierde, eyðihjáleigunum Hialltakoti, Lambhúsi, Nordurkoti, Krossabrecku og Glæser auk tveggja ónefndra hjáleiga (JÁM III, 55-58).
„Eyvindr [frændi Steinunnar gömlu] bjó nokkura vetr síðan í Heiðabæ ok fór síðan á Rosmhvalanes til Bæjarskerja […],“(ÍF I, 391).
1703: „[…] staðfestu þennan framburð og sönnuðu með eiði, eptir uppátekt Páls [Beyers] og tilnefnd sýslumanns, á Býjaskerja-, Kálfatjarnar- og Kópavogsþingum, 2 lögréttumenn.“ (Vallaannáll, Annálar I, 451).
[Um 1840]: „Á Býjaskerjum […], er það ekki full 46 hndr. með 5 hjáleigum (aðrar 5 höfðu einhvörn t(íma) áður fyrr verið byggðar). […] Á fyrri dögum skyldu hafa verið margar hjáleigur fyrir utan þær, sem nú eru byggðar, sem nú sjást engin merki til, hvar staðið hafa“ segir í Sýslu- og sóknarlýsingum
(Gullbringu- og Kjósarsýsla, 80, 97).

Bæjarsker

Bæjarsker – sjóhús.

1847: 45 5/6 hdr., bændaeign, með hjáleigunum Hólkoti, Báruskeri og Norðurkoti, (JJ, 87).
1919: „Stakkagerði, þ. búð eyðilögð f. nák. 20 árum,“ segir á túnakorti. Þar eru einnig hjáleigurnar Hólahús og Syðstakot merktar sem og þurrabúðin Laufás.
Þurrabúðin Setberg, eyðibýlið Hábær og þrjú nýbýli, Vinaminni, Reynistaður og Sólbakki er nefnd í örnefnaskrá (Ö-Bæjarsker AG, 1-2). Örnefnið lögrétta er á jörðinni (Ö-Bæjarsker AG, 2).
Jarðarítök: Jörðin brúkar skóg til kolagerðar í almenningi. Að auki nýtir heimabóndinn grasnytjar af hjáleigunum Lambhúsi, Norðurkoti, Krossbrekku og tveimur ónefndum eyðihjáleigum (JÁM III, 55 58.)
„Meðan fjöruþang var eina eldsneytið, var Eyrin óþrjótandi náma og fengu margir aðrir en eigendur að njóta góðs af því, fyrir litla eða enga þóknun,“ segir í örnefnaskrá (Ö-Bæjarsker MÞ, 2).
1919: „Túnin mestöll slétt og sléttuð[,] blettir aðeins hér og þar smáþýfðir.“ Tún (Býjasker A), 2.6 hekt., garðar 1320 m2. Tún (Býjasker V), 2.6 hekt., garðar 1280 m2. Tún (Hólshús), 1.15 hekt., garðar 300 m2. Tún (Syðstakot), 1.4 hekt., garðar 1830 m2. Tún (Laufás), 0.33 hekt., garðar 400 m2. Öll torfan
samtals 8.08 hekt., og garðar 5130 m2.

Bæjarsker

Bæjarkser – Hólshús.

1703: „Torfrista og stúnga engin nema í sendinni jörðu valla nýtandi. Fjörugrasatekja nokkur. Hrognkelsafjara nokkur. Murukjarnar og söl er brúkaðar fyrir peníng […] lendíng slæm, önnur langt frá í flæðiholma og þar fyrir mjög bæði hætt fyrir skip og erfið […]. Tún gánga mjög af sjer fyrir sandi og sjáfarágángi. Engjar eru öngvar. Land graslítið, mestalt grjót og sandur. Flæðihætt mjög. Eldiviðartak ekkert nema af fjöruþángi. Vatnsból slæmt og þrýtur stundum,“ segir í JÁM III, 55.
„Ofan við túnið er kúagerði ,“ segir í örnefnaskrá AG. Þar kemur jafnframt fram að örnefnið Hesthúshóll sé á jörðinni (Ö-Bæjarsker AG, 2). „Sölvatangi. Langt rif, sem er milli sundanna. Sölvatekja,“ segir í örnefnaskrá MÞ (Ö-Bæjarsker MÞ, 3).

Í „Fornleifaskráningu í landi Bæjarskers vegna nýs deiliskipulags„, desember 2008, segir m.a.:

Bæjarskers

Bæjarskers – Hólshús.

„Í Landnámu er sagt að Ingólfur hafi gefið frændkonu sinni, Steinurði hinni gömlu, Rosmhvalnes allt að Hvassahrauni.
Íslensk fornrit árið 1270 greina frá rekaskiptum í Rosmhvalnesi þar er getið um rétt Bæjarskers til reka.
Hítardalsbók frá 1367, greinir frá kirkju Ólafs konungs helga á Bæjarskerum.
Jarðakaupabréf frá 1444 segir að Skúli Loftson hafi selt Hallsteini Höskuldssyni jörðina Þingnes i Borgarfirði í sextíu hundraða en Skúli leggur til á móti hálft Bæjarsker á Rosmhvalnesi, Hraunhafnarbakka á Snæfellsnesi og þar til fjögur kúgildi.
Í ágúst 1488 segir í Bíaskersbréfi gert á Mel í Miðfirði, að Guðmundur prestur Skúlason selji Ólafi biskup og heilagri Hólakirkju jörðina Bíasker á Rosmhvalnesi fyrir fjóra tugu hundruð í lausafé. Í júní 1489 er á Hólum er skráður vitnisburður Snjólfs Sigurðssonar prests um lokagreiðslu á andvirði Bíaskerja til handa Guðmundi Skúlasyni presti frá Ólafi biskup sem áður keypt hafi jörðina.

Bæjarhús

Bæjarhús – Hólkot; útihús.

Á Býjaskerjum 1490 er “Dómr Diðriks Pínings fóveta og höfuðsmanns yfir alt Ísland um skuldir Norðlendinga við Sunnlendinga, og um það, hve nær skuli vera vorvertíðarlok.”
Að Hólum í júlí 1491 lýsir Snólfur Sigurðsson prestur því yfir að hann hafi fyrir hönd Ólafs biskups lokið greiðslu til séra Guðmundar Skúlasonar fyrir jörðina Býasker með þeim greiðslu sem sem í bréfinu greinir.
Í Viðey í apríl 1517 lætur Ögmundur ábóti í Viðey Hannes Eggertsson fá til fullrar eignar jarðirnar Kirkjuból í Selárdal, Suðureyri og Tungu í Tálknafirði, fyrir jarðirnar Býjasker og Þórisstaði í Rosmhvalnesi.
Þá er á Býjaskerjum í september 1539 kveðinn upp 12 manna dómur sem skipaður var af Erlendi Þorvarðarsyni lögmanni vegna yfirgangs enskra manna á Íslandi.

Bæjarsker

Bæjarsker – Fjörukot.

Árið 1550 eru taldar upp jarðir Hólastóls sem seldar hafa verið í tíð Jóns biskups, þar á meðal er hálf Býjasker, xx, c.8.
Í Fógetareikningum frá 1547-1548 er getið um gjöld Beeraskeeriom (Býjaskers) til kirkju- og landskuldar.
Í Jarðabók frá 1703 segir um Biarskier (Bæjarsker) að jarðadýrleiki á jörðinni sé óviss og hún tíundist engum. Jörðin er í konungseign. Ábúandinn Runólfur Þórðarson lögréttumaður. Landskuld 2 hundruðustu, 60 álnir greiðist með 14 vættum fiska í kaupstað á Básendum, eftir að það var legit út, en áður greitt heim til Bessastaða. Við (timbur) til húsabótar leggur ábúandi til. Kúgildi eru fimm.

Bæjarsker

Bæjarsker – útihús.

Leigur greiðist með fiski í kaupstað. Kúgildið uppyngir ábúandinn fram að þessu, annars vonar hann að umboðsmaðurinn muni bæta upp það sem þarf að lóga sökum elli. Kvaðir eru um mannslán um vertíð. Kvikfénaður er fjórar kýr og eitt ungneyti. Heimilsmenn eru átta. Skóg til kolagerðar notar jörðin í almenningnum. Torfrista og stunga engin nema í sendinni jörðu, varla nýtandi. Fjörugrastekja nokkur. Murukjarnar og söl eru notað sem gjaldmiðill. Heimræði er árið um kring og lending slæm, önnur langt frá flæðihólma og þar fyrir utan bæði hættuleg og erfið fyrir skip. Hér ganga skip ábúananda eftir hentugleikum. Tún ganga mjög af sér vegna sands og sjávargangs. Engjar eru engar. Land graslítið mestallt grjót og sandur. Flæðihætta mikil. Eldiviðartak ekkert nema af fjöruþangi. Vatnsból slæmt og þrýtur stundum.

Bæjarsker

Bæjarsker – Hólshús.

Býjasker er sagt hafa níu nafngreinadar hjáleigur og að auki tvær sem eru farnar í eyði fyrir löngu og nafn á þeim er ekki vitað síðan.
Bárugerði er sögð fjórða hjáleiga frá Biarskieri.(Bæjarsker). Jarðadýrleiki er óviss.
Ábúandinn Jón Sverrisson. Landskuld 50 álnir. Borgist með þremur vættum fiska í kaupstað eða til heimabóndans. Við til húsabótar leggur heimabóndinn. Kúgildi er eitt. Leigur borgist í fiski eða smjöri til heimabóndans. Kúgildið uppyngir heimabóndinn. Kvaðir eru um mannslán árið um kring á skipti bóndans. Kvikfénaður eru tvær kýr, eitt hross. Hægt er fóðra eina kú og eitt ungneyti ríflega. Heimilismenn eru þrír og í þremur fjórðungum. Hjáleigumenn nýta sér fjöruna til eldiviðartaks og sölvatekju og hið sama murukjarna og önnur hlunnindi fjörunnar bæði til að næra sig og pening sinn.

Bæjarsker

Bæjarsker 1910. (Sigirður H. Guðjónsson)

Jarðatal Johnsens frá 1847 segir að jöðin sé í bændaeign, dýrleiki jarðarinnar sé 45 5/6 Landskuld 1,110. Kúgildi fimm. Ábúendur einn leiguliði. Í skýringum segir: Sýslumaður telur eigi hjáleigurnar en prestur þær allar og nefnir hann Miðkot svo og jb. (Jarðabók) 1803 og voru þá Uppsalir í eyði, en um þá segir A.M. að þeir hafi verið 20 hundraða bænda eign, með 100 al. Isk. 2 kúg. Í Jarðartali Johnsens er jörðin númer 55 í jarðaskrá.
Túnakort frá 1919 sýnir að þá hefur verið tvíbýli á Bæjarskerjum, Bæjarsker syðri og Bæjarsker nyrði.
Það er einnig sýnt á uppdrætti af Bæjarskeri frá 1910 sem gerður var eftir lýsingu Magnúsar Einarssonar, og teiknað af Sigurði H Guðjónssyni.

Heimildir:
-Fornleifaskráning vegna fyrirhugaðs ljósleiðara í Suðurnesjabæ. Reykjavík 2022.
-Bæjarsker á Reykjanesi, sunnan Sandgerðisbæjar: Fornleifaskráning vegna deiliskipulags, Reykjavík 2017.
-Fornleifaskráning í landi Bæjarskers vegna nýs deiliskipulags, desember 2008.

Bæjarsker

Bæjarsker – uppdráttur ÓSÁ.

Bæjarsker

Í „Fornleifaskráningu fyrir Bæjarsker á Reykjanesi vegna deiliskipulags“ segir m.a. um Bæjarsker og nágrenni:

Bæjarsker (býli)

Bæjarsker

Bæjarsker 1910.

Nafnið Bæjarsker eða Býjasker á Rosmhvalanesi er nefnt í fjölmörgum heimildum. Elsta heimildin um bæinn kemur fram í Landnámabók og um og eftir 1300 kemur bæjarnafnið oft fram í Diplomatarium Islandicum eða Íslensku fornbréfasafni. Jörðin hefur því að líkindum byggst upp snemma. Samkvæmt heimildum var hálfkirkja á jörðinni og örnefnið Kirkjuklettur er til að mynda að finna á túnakorti Býjaskerjahverfisins.
Örnefnið Lögrétta er einnig að finna á jörðinni sem bendir til þess að þar gæti hafa verið þingstaður. Hér á eftir má sjá upptalningu á þeim heimildum þar sem bærinn er nefndur og tilvitnanirnar sjálfar:

Bæjarsker

Bæjarsker 1940.

[Um 1270]: Skrá um rekaskipti á Rosmhvalanesi. „ok þar vr sionhending j hinn hæsta stein aa markskeri. Þadann eigv sydvr biasker j midiann eyktiar holm.“( DI II, 77).
[Um 1270]: „Þetta er hvalskipte rost hvelínga: at þann hval sem meire er enn xij vætter ok half vætt ok rekvr millvm æsvbergs ok keflv vikur til motz vid niardvikínga skall skiptta j nív stade. […] Hinn vij hlvt eiga biasker ok kirkiv niardvik halfan hvort.“ DI II, 78-79. [1367]: „lxvi. Kirkia hins heilaga Olafs kongs ad Byiaskerium a. etcetera. les wilchinsbok „; (Hítardalsbók DI III, 221)

Býjaskershverfi

Býjastaðahverfi – túnakort 1919.

10.6.1370: „Og af ollum bæium sudur Þadan [frá Hvalsnesi] til Voga allar skylldur [til Hvalsness] vtan af Biaskerium oc Þeim tveimur kotum sem Þar fylgir jordunni. tekst Þar af heima tiund. af Hvalsnesi skal syngia til Biaskeria annan huern dag helgan.“ (DI III, 256-257 [Hvalness])
1397: „Kirkia hins heilaga Olafs konungs ad Biaskerium […].“ (DI IV, 105).
5.9.1444: Skúli Loptsson selur Hallsteini Höskuldssyni Þingnes í Borgarfirði fyrir 60 hdr. „hier j mot gaf nefndur hallzsteinn halfa iord er heiter biasker er stendr aa Rosthualanesi firir halfan fiorda tug hundratha […]“. (DI IV, 658-659).
22.8.1488: Guðmundur Skúlason prestur selur Ólafi biskupi og heilagri Hólakirkju: „haalfa jord er heiter biaskier er liggur aa rosthualanesi j hualsnes kirkiv sokn fyrir fiorvtigi hvndrada […].“ (DI VI, 637).
21.6.1489: „medkienning Sniolf(s) prests ad hann hafe luckt peninga fyrir Biaskier Gudmunde Skulasine.“ (DI VI, 659. Sjá einnig bréf 22.07.1491, DI VI, 758).

Bæjarsker

Bæjarsker 1960.

[1490]: Dómur útnefndur af Diðrik Píning „aa biaskeria þingi“. (DI VI, 719).
10.4.1517: Ögmundur ábóti í Viðey selur Hannesi Eggertssyni Kirkjuból í Selárdal, Suðureyri og Tungu í Tálknafirði fyrir „[…] halfa Biaskier oc Þoristadi er liggia aa Hrosshvalanesi […].“ (DI VIII, 608. Sjá einnig bréf 14.9.1517, DI VIII, 637 og bréf 7.7.1519, DI VIII, 699).
1525: Máldagi Hóladómkirkju. „(Þ)etta jarda gödz atti holakirkia j sama tima. […] biasker half.“ DI IX, 301-302. 11.9.1539: Dómur tólf mann útnefndra „aa biaskerivm aa rosmhvalanesi.“ DI X, 474.

Býjastaðahverfi

Býjastaðahverfi – herforingjaráðskort 1903.

1547-1548: Fógetareikningar. „Jtem met Beerskeeriom v legekör. […].“ (DI XII, 116. Sjá einnig Fógetareikninga 1548-1549, DI XII, 142; 1549-1550, DI XII, 157; 1550, DI XII, 176; 1552, DI XII, 403).
1.9.1552: Skýrsla um jarðeignir sem Jón biskup seldi frá Hólastól. „Biasker half xxc.“ DI XII, 459-460.
25.12.1550: Skrá um eignir Hóladómkirkju. „Hafa þessar jarder. sem hier epter skrifast. logast og j burttu sellst fra Holakirkiu aa medan biskup Jon hefur halldit kirkiuna. […] Býasker half .xx. c.“ (DI XI, 872).
1686: 45 hdr., 100 ál.,konungseign (Björn Lárusson, 122).
1695: 45 hdr. (Björn Lárusson, 122).
1703: Jarðardýrleiki óviss, konungseign, með hjáleigunum Sidstakoti, Midkoti, Holkoti, Barusgierde, eyðihjáleigunum Hialltakoti, Lambhúsi, Nordurkoti, Krossabrecku og Glæser auk tveggja ónefndra hjáleiga (JÁM III, 55-58).
„Eyvindr [frændi Steinunnar gömlu] bjó nokkura vetr síðan í Heiðabæ ok fór síðan á Rosmhvalanes til Bæjarskerja […],“(ÍF I, 391).
1703: „[…] staðfestu þennan framburð og sönnuðu með eiði, eptir uppátekt Páls [Beyers] og tilnefnd sýslumanns, á Býjaskerja-, Kálfatjarnar- og Kópavogsþingum, 2 lögréttumenn.“ (Vallaannáll, Annálar I, 451).

Bæjarsker

Bæjarsker – íbúðarhúsið 1960.

1703: „Torfrista og stúnga engin nema í sendinni jörðu valla nýtandi. Fjörugrasatekja nokkur. Hrognkelsafjara nokkur. Murukjarnar og söl er brúkaðar fyrir peníng […] lendíng slæm, önnur langt frá í flæðiholma og þar fyrir mjög bæði hætt fyrir skip og erfið […]. Tún gánga mjög af sjer fyrir sandi og sjáfarágángi. Engjar eru öngvar. Land graslítið, mestalt grjót og sandur. Flæðihætt mjög. Eldiviðartak ekkert nema af fjöruþángi. Vatnsból slæmt og þrýtur stundum,“ segir í JÁM III, 55.
„Ofan við túnið er kúagerði ,“ segir í örnefnaskrá AG. Þar kemur jafnframt fram að örnefnið Hesthúshóll sé á jörðinni (Ö-Bæjarsker AG, 2). „Sölvatangi. Langt rif, sem er milli sundanna. Sölvatekja,“ segir í örnefnaskrá MÞ (Ö-Bæjarsker MÞ, 3).

Bæjarstaðarétt

Bæjarstaðarétt – uppdráttur.

[Um 1840]: „Á Býjaskerjum […], er það ekki full 46 hndr. með 5 hjále<i>gum (aðrar 5 höfðu einhvörn t(íma) áður fyrr verið byggðar). […] Á fyrri dögum skyldu hafa verið margar hjáleigur fyrir utan þær, sem nú eru byggðar, sem nú sjást engin merki til, hvar staðið hafa“ segir í Sýslu- og sóknarlýsingum (Gullbringu- og Kjósarsýsla, 80, 97).
1847: 45 5/6 hdr., bændaeign, með hjáleigunum Hólkoti, Báruskeri og Norðurkoti, (JJ, 87).
1919: „Stakkagerði, þ. búð eyðilögð f. nák. 20 árum,“ segir á túnakorti. Þar eru einnig hjáleigurnar Hólahús og Syðstakot merktar sem og þurrabúðin Laufás.
Þurrabúðin Setberg, eyðibýlið Hábær og þrjú nýbýli, Vinaminni, Reynistaður og Sólbakki er nefnd í örnefnaskrá (Ö-Bæjarsker AG, 1-2). Örnefnið lögrétta er á jörðinni (Ö-Bæjarsker AG, 2).

Jarðarítök: Jörðin brúkar skóg til kolagerðar í almenningi. Að auki nýtir heimabóndinn grasnytjar af hjáleigunum Lambhúsi, Norðurkoti, Krossbrekku og tveimur ónefndum eyðihjáleigum (JÁM III, 55-58.)

Álaborg

Álaborg nyrðri.

„Meðan fjöruþang var eina eldsneytið, var Eyrin óþrjótandi náma og fengu margir aðrir en eigendur að njóta góðs af því, fyrir litla eða enga þóknun,“ segir í örnefnaskrá (Ö-Bæjarsker MÞ, 2).
1919: „Túnin mestöll slétt og sléttuð[,] blettir aðeins hér og þar smáþýfðir.“ Tún (Býjasker A), 2.6 hekt., garðar 1320 m2. Tún (Býjasker V), 2.6 hekt., garðar 1280 m2. Tún (Hólshús), 1.15 hekt., garðar 300 m2. Tún (Syðstakot), 1.4 hekt., garðar 1830 m2. Tún (Laufás), 0.33 hekt., garðar 400 m2. Öll torfan samtals 8.08 hekt., og garðar 5130 m2.

Bæjarskersrétt (rétt)

Álaborg syðri

Álaborg syðri.

„Við Bæjarskersréttina hitti hópurinn fyrir Reyni Sveinsson (Fræðasetrinu) og Pétur Bryngarðsson, sagnfræðing í Sandgerði. Pétur benti á Bæjarskersréttina og leiddi hópinn að Bæjarskersleiðinni […]. Pétur sagði að elsta réttin á svæðinu, svo vitað sé, hafi verið Álaborgin nyrðri ofan við Flankastaði, síðan hafi Álaborg syðri verið byggð ofan við Bæjarsker, en hún hafði síðan verið flutt í réttina, sem við komið var fyrst að,“ segir á Ferlir.is. Katrín Gunnarsdóttir skráði réttina árið 2008: „Um 50 m frá Bæjarskersvegi í suður eftir Stafnesvegi, rétt ofan við veginn. Réttin er upphlaðin að mestu, en með einstaka hliðum sem eru eingöngu úr timbri eða timbrið er til stuðnings hleðslum, og einnig er það notað í hlið í hólf réttarinnar. […] Hleðslugarðar eru fyrir utan réttina, en þeir eru einhlaðnir, og ræðst hæðin af stærð steinanna sem eru í þeim […]. Rétt þessi var tekin í notkun upp úr 1930, en áður var notuð Álaborgarrétt.“ Bæjarskersrétt er um 340 m austan við bæ.

Bæjarskersrétt

Bæjarskersrétt.

Réttin er í heiði, víða eru moldarflög, stakir steinar og melur inn á milli klapparhóla. Mosi og gras er ríkjandi á þessu svæði. Réttin er 24 x 24 m að stærð og er grjóthlaðin. Meðfram veggjum er víða timbur sem notað er til stuðnings og er hluti af veggjum. Jafnframt eru timburhlið í öllum opum. Veggirnir eru 0,4-1,1 m á hæð, 2 m á breidd og það má greina 3-4 umför af grjóthleðslu í þeim. Í miðjunni er almenningur og þaðan eru op til allra átta inn í dilka, í allt eru þau níu talsins. Til vesturs eru fjórir dilkar sem allir eru varðveittir. Að austan er réttin röskuð og allir dilkar horfnir, einungis opin úr almenningnum bera þeim vitni. Opin eru þrjú talsins þar. Þar er nú einungis einn dilkur úr timbri og lágreist hleðsla skammt sunnar. Fyrir norðan réttina er hólf 7 sem afmakast af einfaldri steinaröð. Hleðslan er 0,2 m á hæð og 1 m á breidd. Þar ofan á var líklega vírgirðing en það er ljóst að umfang þess er mun minna en í réttinni sjálfri. Hólfið er ekki inni í réttinni sjálfri, mögulega var það fyrir hesta. Rúmum 8 m austan við réttina er garðlag. Það er 17 m langt og liggur norður-suður í moldarrofi. Það er 1 m á breidd og 0,2 m á hæð. Ekki er ljóst hver tilgangur þess er, það tengist réttinni að öllum líkindum eða er undirhleðsla undir vírgirðingu.

Fjárhús (fjárskýli)

Bæjarsker

Bæjarsker – fjárhús.

Tóftin er hlaðin upp á klettabelti að austan og er uppi á lágum hól. Tóftin er í grónum hvammi, fast vestan við lágt klettabelti. Hvammurinn er afmarkaður til suðurs og austurs af klettum, annars er gras áberandi á svæðinu. Tóftin er 9,5 x 9,5 m að stærð og skiptist í tvö hólf. Veggirnir eru 0,3-1 m á hæð, stórþýfðir og algrónir. Það glittir hér og þar í grjót án þess að um greinileg umför sé að ræða. Þeir eru eingöngu grjóthlaðnir, líkt og flestar aðrar minjar á svæðinu. Lýsingin hefst til suðurs í hólfi 1. Það er 4×2 m að innanmáli og snýr austur-vestur. Klettarnir til austurs eru 0,8 m á hæð og brattir. Hólfið er opið til vesturs, hluti af nyrðri langhlið nær 2,5 m vestar en suðurlanghlið. Hólf 2 er norðar og stærra. Það er 8,5×2,5 m að innanmáli og opið til vesturs. Sem fyrr afmarka klettar austurvegg.

Heimild:
-Fornleifaskráning fyrir Bæjarsker á Reykjanesi vegna deiliskipulags, Reykjavík 2017.

Álaborg syðri

Álaborg syðri.

Býjaskersrétt

Í Faxa 1980 spyr Skúli Magnússon „Hvort er réttara; Býjasker eða Bæjarsker?

„Halldóra á Bæjarskerjum sendi Faxa pistil um örnefnið Bæjarsker, sem birtist í 2. tbl. 1980. Hallaðist hún jafnvel að því að kalla eigi jörðina Býjasker. Vitnar hún þar í nokkrar heimildir frá seinni tímum máli sínu til stuðnings.

Býjasker

Bæjarsker er ef til vill elsta höfuðból Suðurnesja en margt bendir til þess að þar hafi búið Steinunn gamla, sem Ingólfur Arnarson gaf mestallan Reykjanesskaga. Væntanlega heftir Steinunn stundað útgerð af kappi, en Bæjarskerseyrin þótti lengi ein besta veiðistöð Suðurnesja. Landbrot vegna ágangs sjávar hefur þó leikið eyrina grátt og eftir ofsaflóð 1769 og síðar Básendaflóðið 1799 hnignaði útgerð þar mjög. Víkin fyrir innan eyrina var kölluð Sandgerðisvík. Víkin þótti ákjósanleg til útgerðar mótorbáta. Fyrsti mótorbáturinn, sem kom til Sandgerðis, hét Gammur RE 107. Kom hann 4. febrúar 1907 og komu þar með mótoristar til starfa. Sá fyrsti hét Olaf Olsen, sem var síðar þekktur maður í Njarðvíkum.

Meðal annars til ritgerðar eftir Magnús Þórarinsson frá Flankastöðum. Líklega mun óhætt að treysta frásögnum hans, enda hefur maðurinn skráð einhverjar bestu ritgerðir sem til eru um Suðurnes. Greinarnar eru nákvæmar, á góðu máli og bera vott um mikla glöggskyggni höfundarins á umhverfi sitt. Bókin „Frá Suðurnesjum„, sem út kom 1960, er að miklu leyti handverk Magnúsar, og ber þess glöggt vitni. Þátturinn um leiðir og örnefni á Miðnesi er t.d. stórmerkur og virðist traust heimild. Bókin er eflaust sú besta sem komið hefur frá Suðurnesjum, enda skrifuð af heimamönnum, er þekktu nágrenni sitt allt frá æsku.
Frá SuðurnesjumEn svo ég snúi mér að efninu var erindið að skýra frá nokkrum niðurstöðum, sem ég fann, eftir að hafa kannað lítillega heimildir um örnefnið Býjasker.
Eftir því sem ég komst næst við lestur Fornbréfasafnsins, sem er ein aðalheimild Íslendingasögunnar, hefur snemma orðið venja að skrifa „Býja-“ í stað „Bæjar-„. Í nafnaskrá Fornbréfasafns er orðið býr gefið upp í merkinu bær. Vel má vera að þarna liggi ráðningin. Í orðabók Menningarsjóðs er hins vegar talað um býjarbyggð, „að hafa býjarbyggð“, í merkingunni að annast févörslu. Orðið er gamalt og tíðkast lítið í nútímamáli. Einhverjum kynni að detta í hug skyldleika orðsins við dönsku, jafnvel að áhrifa gæti þaðan. Ekki þarf það að koma til greina, þar eð orðmyndin „Býja-“ kemur strax fyrir um 1270. Skyldleiki getur hafa orðið við norskuna, enda höfðu Íslendingar meiri samskipti við Norðmenn á þessum tíma, en suður til Danmerkur.
Nafnið Bæjarsker kemur fyrst fyrir í Landnámu. Þar er frásögn af hólmgönguáskorun Hrolleifs í Heiðabæ í Þingvallasveit gegn Eyvindi í Kvíguvogum syðra.
Segir, að þeir hafi í staðinn „keypt löndum. Eyvindr bjó nokkra vetr síðan í Heiðabæ ok fór síðan á Rosmhvalanes til Bæjarskerja …“. (Ísl.sögur I, bls. 230-31. Rvík 1953).
Fram að þessu hefur gullaldarmálið staðið fyrir sínu, og trúlega er þetta upphaflegur ritháttur nafnsins. En er á leið breyttist orðið í meðförum, og um 1270 er það: „bíasker“, í skrá yfir hvalskipti Rosmhvelinga, sem prentuð er stafrétt í Fornbréfasafni. (II. bindi, bls. 77).

Býjasker

Býjasker – loftmynd 2020.

Í Hítardalsbók, sem hefur að innihalda kirknaskrá, frá um 1367, (handritið talið skr. um ca. 1650), er rætt um „Býjasker“. (Fornbr.sa. III, bls. 221). Á Bæjarskerjum var þá kirkja, helguð heilögum Úlafi Noregskonungi. Þarna kemur nafnið fyrst fyrir í núverandi mynd. Er það síðan skrifað þannig allar götur til 1570, nema í reikningum Kristjáns skrifara á Bessastöðum. Þeir reikningar eru yfir tekjur af konungsjörðum víða um land fyrir árin 1547-48. Þar er jörðin kölluð „Beersker“. Trúlega kennir þar þýskra áhrifa, enda var Kristján ættaður frá Þýskalandi (Fornbr.s. XII, bls. 116). Hins vegar kemur fram í VII. bindi Fornbréfasafns, bls. 53, að máldagi Brautarholtskirkju á Kjalarnesi, var lesinn upp, á héraðsþingi á „Bæjarskerjum“ 6. febr. 1749. Máldaginn var hins vegar frá miðöldum og hefur trúlega verið lagður fram sem sönnunargagn í einhverju máli, sem þá var háð. Þarna kemur orðið í ljós, við upplestur og bókfærslu á 18. öld.

Býjasker

Býjaskershverfi – túnakort 1919.

Ekki hafði ég tíma til að kanna ítarlega Alþingisbækurnar, gerðabækur þingsins, allt frá miðöldum, sem eru önnur aðalheimild (Íslandssögunnar, ásamt Fornbréfasafni). Einnig Alþingisbækur eru gefnar út stafrétt, og hafa því töluvert málsögulegt gildi. En við lauslegt yfirlit bókanna sýndist mér, að þar kæmi oftar fyrir Býjasker en Bæjarsker.
Ég hygg að Bæjarsker sé upphaflega nafngiftin, og skírskota þá til Ara fróða.

Býjasker

Býjasker – loftmynd 1954.

Fljótt virðist málvenjan hafa orðið Býjasker, sú orðmynd orðið algengust, en hin horfin. Því er ekki óeðlilegt þó gamalt fólk hafi notað meir það orð. Síðan hefur nafngiftin komist á prentaðar bækur og loks á landakort á 19. öld.
Sjálfur finnst mér fara betur í málinu orðið Bæjarsker en Býjasker. Hið seinna er svolítið dönskuskotið þrátt fyrir allt. Ég held því, að það sé ekki röng þróun þó jörðin hafi [í seinni tíð frekar gengið undir nafninu Bæjarsker, því líklega er það upphaflega nafnið.“ – Skúli Magnússon

Í tveimur tölublöðum Faxa 1983 fjallar Halldóra Thorlacius um Jón Jónsson, bónda, og ættbálk hennar á Bæjarskerjum:

Býjasker

Býjasker – Jón Jónsson.

„Á Bæjarskerjum í Miðneshreppi býr Jón Jónsson, 87 ára gamall. Hann er fæddur laugardag í mið-þorra 1896.
Jón segir svo frá: „Á Bæjarskerjum hefur sama ættin búið í 128 ár. Árið 1855 fluttist afi minn, Oddur Bjarnason austan úr Vestur-Skaftafellssýslu til Suðurnesja. Keypti hann Bæjarskerin og bjó þar til æviloka.
Með honum komu, faðir hans Bjarni Oddson, eiginkona Guðný Sveinsdóttir og börn þeirra, Bjarni, Ragnhildur og Jón faðir minn. Hann var fæddur að Borgarfelli 13. apríl 1855 og því ekki nema rétt mánaðar gamall þegar foreldrar hans lögðu upp í þessa löngu ferð, sem tók hálfan mánuð.
Nærri má geta að það hefur verið erfið ferð fyrir móður og barn að fara þessa löngu leið. Á þessum tíma voru vegir ekki eins góðir og nú gerist. Aðeins hestavegir og óbrúaðar ár. Ekki er heldur víst að hestar hafi verið til fyrir alla fjölskylduna.
BýjaskerÁrið 1870, 4. febrúar, varð afi minn úti á Miðnesheiði. Hafði hann farið til Keflavíkur í kaupstaðarferð. En þangað voru flestar vörur sóttar á þeim tíma. Oft kom það fyrir að menn voru ekki vel búnir þegar farið var að heiman. Þegar svo til Keflavíkur kom þurftu þeir að bíða hálfu og heilu dagana eftir afgreiðslu. Þeir voru orðnir þreyttir og svangir þegar lagt var aftur af stað á heiðina. Þó Miðnesheiði þyki ekki erfið yfirferðar nú voru vegir lélegir á þessum tíma og kennileiti fá. Þá var hún villugjörn í stormum og stórhríð á vetrum.
Þegar afi minn dó var faðir minn 15 ára. Hann varð aðalstoð móður sinnar. Vegna erfiðleika missti amma mín jörðina. Þá eignaðist hana séra Sigurður Sívertsen prestur á Útskálum. Amma og faðir minn fengu þar ábúð áfram.
Og þegar faðir minn giftist fékk hann lífstíðarábúð.
Móðir mín, Þuríður Einarsdóttir, var fædd á Kirkjubóli í Útskálasókn. Í móðurætt var hún ættuð úr Garðinum en faðir hennar Einar Pálssonar var úr Vestur-Skaftafellssýslu.
Foreldrar mínir giftu sig 21. júní 1890 og bjuggu á Bæjarskerjum til æviloka. Eins og víða á Suðurnesjum munu efnin ekki hafa verið mikil. Faðir minn var laginn við tré og járn. Hafði hann smiðju og smíðaði fyrir nágrannana. Ég minnist þess að hann smíðaði nálar og skeifur en þó mest ljábakka. Einnig gerði hann við ýmis amboð. Mun þessi vinna hans hafa drýgt tekjurnar nokkuð. En með sparsemi og mikilli vinnu voru foreldrar mínir alltaf sjálfum sér nógir.

Býjasker
Foreldrar mínir eignuðust fimm börn. Oddur var elstur. Fæddur árið 1884. Kona hans var Helga Bjarnadóttir, ættuð austan úr Árnessýslu. Þau bjuggu í Norður-Miðkoti. Einar var fæddur 1886. Hann var alla ævi til heimilis hér að Bæjarskerjum. Ragnhildur var fædd 1890. Hún var alltaf hér heima. Missti hún unnusta sinn Jónas Bjarna Benónýsson í febrúar 1914. Hún eignaðist einn son Jónas Bjarna Jónasson, fæddan 24. maí 1914. Ragnhildur var með hann hér á Bæjarskerjum. Hún annaðist foreldra okkar þegar aldur færðist yfir þá. Síðan okkur bræðurna og var okkur stoð og stytta meðan henni entist aldur og heilsa til. Bjarni var fæddur 1893. Kona hans var Guðrún Benediktsdóttir. Móðir hennar var ættuð úr Garðinum, en faðir hennar austan af fjörðum. Bjarni og Guðrún byggðu sér hús í Sandgerði er þau nefndu Haga. Börn þeirra eru Sigurður og Jóna. Ég var yngstur. Fæddur laugardag í mið-þorra 1896.

Býjasker
Þ
egar foreldrar okkar systkinanna voru látin keyptum við Einar og Ragnhildur jörðina Bæjarsker aftur. Var hún þá komin í eigu Bjarna Péturssonar blikksmiðs í Reykjavík. Það er árið 1938 sem hún kemur aftur í eigu ættar okkar.
Ekki er hægt að segja að búið hafi verið stórt á nútíma mælikvarða. Þar voru 30-40 fjár og 3-6 kýr. En svo var alltaf töluvert útræði héðan. Faðir minn gerði alltaf út. Það var aðaltekjulind heimilisins. Hann gerði út Heklu sem var 8 – 10 manna far. Við vorum allir feðgarnir á sama báti. Faðir minn hafði meiri áhuga á sjómennsku en landbúnaði. En honum þurfti líka að sinna. Oft þegar komið var að landi mátti maður fara að smala og huga að skepnunum.

Býjasker

Býjasker – sjóbúð.

Þegar ég var að alast upp var fjölmennara hér í hverfinu en nú er. Það var stór hópur ánægðra barna sem lék sér hér á túnunum þegar tími gafst til leikja, en börn þá voru látin vinna strax og kraftar leyfðu.
Hér var saltfiskverkun. Fiskurinn var vaskaður niður við sjó. Sjórinn var borinn í stór kör uppi á kampinum og vaskaður þar. Það voru aðallega konur sem vöskuðu en börn og unglingar breiddu fiskinn til þerris. Seinnipart sumars komu skip hér á víkina og tóku bæði þurrkaðan saltfisk og þurrkaða fiskhausa til útflutnings.

Býjasker

Býjasker – fjárhús.

Heyskapur byrjaði yfirleitt ekki fyrr en í júlí. Hér var allt slegið með orfi og ljá á mínum uppvaxtardögum. Farið var á fætur kl. 3-4 á næturnar til þess að slá. Það var gert til þess að nota rekjuna (náttfallið). Þá beit betur. Var staðið við slátt fram undir hádegi og þá lagði maður sig oft. Ef rekjan var næg var slegið allan daginn. Það var ánægjulegt að koma út um lágnættið í góðu veðri og finna þögnina og kyrrðina. Sjá og heyra fuglana og allt líf vakna þegar kom fram á morgun.

Býjasker

Býjaskersrétt 1983.

Smalamennskan var mér nú hugljúfust. Að ganga um heiðar og líta að fé. Ég tala nú ekki um á vorin þegar ærnar voru að bera. Finna nýborin löb og hlúa að þeim og ánni.
Í Leirunni var mjög góð fjörubeit og okkar fé sótti þangað mikið yfir Miðnesheiðina. Aðallega sótti það í Bergvík og Sjálfkvíar sem eru fyrir utan Litla-Hólmsjörðina. Einnig sótti það í Helguvíkina. Þangað niður var einstigi og því erfitt að fylgja því eftir. Það þurfti að vakta féð því það vildi sækja langt út í fjöru í þarann. Það uggði ekki að sér þegar féll að. Varð því að fara og reka frá fjörunni áður en hálffalið var að.

Býjaskerstétt

Býjarskersrétt-uppdráttur.

Göngur og réttir þóttu mér skemmtilegar. Héðan áttu smalar að fara lengst austur í Selvog. Voru sendir 4- 5 menn og voru 3-4 daga í ferðinni. Farið var austur í Selvog og gist þar. Síðan var réttað í Selvogsrétt fé sem austanmenn höfðu smalað. Okkar fé var svo rekið til Grindavíkur. Þar var gist og réttað daginn eftir. Þaðan var rekið í Vogarétt. Þegar búið var að draga þar var fé Miðnesinga rekið áfram gegnum Njarðvíkurnar og áfram yfir Miðnesheiði og réttað í réttinni fyrir ofan Bæjarsker.
Þórarinn Snorrason
Tvisvar fór ég þessar ferðir og gisti ég þá hjá Þórarni í Vogsósum. Þangað var gott að koma, góður matur og gott rúm fyrir þreytta smala.
Lengst hef ég komist norðan megin á Reykjanesskaganum, inn að Hvassahrauni og réttað í Vogarétt. Ekki voru allir sáttir við það að ég færi ekki nær höfuðstaðnum en þetta. Var mér einu sinni skipað í Gjárétt og þá þurfti ég að fara í Hafnarfjörð. Því hafði ég nú ekki áhuga á svo ég fékk mann fyrir mig. Var það Ólafur Pétursson frá Knarrarnesi. Gerði hann það með glöðu geði. Þurfti ég því ekki að fara lengra en að Hvassahrauni.
Nú er maður orðinn gamall og stirður. Hættur að fara til kinda um Miðnesheiði. Ég læt mér nægja að horfa á kindurnar sem frændur og vinir eiga hér á túnunum í kring.
Mánudaginn 2. ágúst lést Jón Jónsson á Sjúkrahúsi Keflavíkurlæknishéraðs eftir stutta legu. Hann var 87 ára og yngstur fimm Vesturbæjarsystkina, en svo voru börn Jóns Oddssonar og Þuríðar á Bæjarskerjum nefnd í daglegu tali af sveitungum sínum. Þau voru: Oddur, Einar, Ragnhildur, Bjarni og Jón.
Ég sem þetta skrifa átti því láni að fagna að kynnast þessum systkinum er ég kom hingað ung kona með manni mínum, Jónasi syni Ragnhildar. Þau reyndust mér ávallt góðir vinir og leiðbeinendur.
Við Jón vorum búin að vera samtíða hér í rúm 40 ár. Tvö síðustu árin vorum við tvö ein. Vil ég þakka þessu fólki samfylgdina.“ – Halldóra Thorlacius

Heimildir:
-Faxi, 4. tbl. 01.01.1980, Býjasker – Bæjarsker; hvort er réttara?, bls. 109-110.
-Faxi, 6. tbl. 01.06.1983, Jón Jónsson á Bæjarskerjum – Halldóra Thorlacius, bls. 152-153.
-Faxi, 7. tbl. 01.09.1983, Jón Jónsson á Bæjarskerjum – Halldóra Thorlacius, bls. 181.
Býjasker

Bæjarsker

Við Bæjarsker utan við Sandgerði eru Bæjarsker, Lönd og Bárugerði svo einhverja bæjanna sé getið.
BæjarskerÞessir gömlu bæir og leifar þeirra hafa þegar látið mjög á sjá, ekki síst vegna þess að þarna er um að ræða fyrirhugað byggingarsvæði Sandgerðis. Tökum t.a.m. eina tegund búsetuminjanna; garðana, sem enn eru greinanlegir.
Í örnefnaskrá segir: „Milli Sandgerðis- og Bæjarskershverfis eru, ofan við sandinn, stórar og fallegar sléttar flatir, kallaðar Löndin. Neðri hluti Landanna var að eyðast af sjávarágangi og hreinum uppblæstri. Fyrir nokkrum árum var girt fyrir Löndin skammt fyrir ofan sjávarmál. Er þar nú að gróa upp fagurt landsvæði, en til nokkurrar óprýði eru gömlu rofin, sem upp úr standa. Vegurinn með Miðnesi liggur um Löndin; eru nú risnar upp margar byggingar báðum megin við veginn og Löndin óðum að byggjast, en þar var ekkert býli um aldamótin.
BæjarskerEinn garðurinn liggur meðfram austuhlið skipulagssvæðsins á um 450 m kafla. Við vesturhlið húsanna Miðtún 2-4 er hann aðeins sýnilegur á 12 m kafla, en síðan er hann hulinn að mestu vegna jarðfyllingar sem komið hefur til við byggingu húsanna sem standa við Miðtún. Hann kemur svo aftur greinilega í ljós við Miðtún 12 sem er syðsta húsið, og er síðan mjög greinilegur neðan undan túninu á Býjaskeri. Hæð hleðslanna í garðinum er nyrst um 0.60 m en hann er allt að 1.50 m þar sem hann er hæstur. Ofan á garðinum er svo 0.40-1 m hár graskantur. Heimildir um garðinn er ekki að finna í Örnefnaskrá, en í viðtali við Halldóru Ingibjörnsdóttir á Flankastöðum telur hún að garðhleðslan sé ævaforn.
Vörslugarður er vestan við lóðir að Miðtúni 4-6. Garðurinn liggur suðvestur-norðuraustur, er um 15 m langur, og nokkuð óreglulegur í landinu. Hleðsluhæð er um 0.35 m. Garðurinn hefur trúlega verið hærri upphaflega.

Bæjarsker

Í viðtali við Halldóru sagði hún að grjót meðal annars úr þessum görðum hefði verið selt þegar framkvæmdir voru vegna hafnargerðar í Sandgerði fyrr á árum. Heimildir um garðinn er ekki að finna í Örnefnaskrá.
Sandvarnargarður var neðanvert til að hefta sandfok. Staðsetningin er n: 64,01,906 v: 22,42,647 Hættumat: Þar sem garðurinn er hlaðinn árið 1936 telst hann ekki fornleif samkvæmt þjóðminjalögum. Garðurinn liggur norður-suður frá suðurhluta hafnarinnar og út á sléttlendið út frá húsinu sem einu sinni var refabú. Garðurinn er um 500 m langur og all verulegur. Hleðslur garðsins eru allt að 1 m á hæð og 1 m á breidd. Þá hefur verið hlaðin utan í garðinn tvíhólfa tóft. Heimildir um garðinn er ekki að finna í Örnefnaskrá. Í viðtali við Halldóru sagði hún að garður þessi hafi verið hlaðinn árið 1936 til að hefta sandfok yfir svæðið sem þarna er austur og suður af.

Heimildir m.a.:
-Magnús Þórarinsson: „Leiðir, lendingar og örnefni á Miðnesi; – Melaberg“.
-Frá Suðurnesjum. Frásagnir frá liðinni tíð, Félag Suðurnesjamanna í Reykjavík, 1960, bls. 118-123.
Býjasker

Bæjarsker

Bæjarsker við Sandgerði hefur gengið undir ýmsum orðmyndunum í gegnum tíðina.
Hítardalsbók frá Bæjarsker 19401367 greinir frá kirkju Ólafs konungs helga á Bæjarskerum. Jarðakaupabréf frá 1444 segir að Skúli Loftson hafi selt Hallsteini Höskuldssyni jörðina Þingnes i Borgarfirði í sextíu hundraða en Skúli leggur til á móti hálft Bæjarsker á Rosmhvalnesi, Hraunhafnarbakka á Snæfellsnesi og þar til fjögur kúgildi. Í ágúst 1488 segir í Bíaskersbréfi gert á Mel í Miðfirði, að Guðmundur prestur Skúlason selji Ólafi biskup og heilagri Hólakirkju jörðina Bíasker á Rosmhvalnesi fyrir fjóra tugu hundruð í lausafé. Í júní 1489 er á Hólum er skráður vitnisburður Snjólfs Sigurðssonar prests um lokagreiðslu á andvirði Bíaskerja til handa Guðmundi Skúlasyni presti frá Ólafi biskup sem áður keypt hafi jörðina. Á Býjaskerjum 1490 er “Dómr Diðriks Pínings fóveta og höfuðsmanns yfir alt Ísland um skuldir Norðlendinga við Sunnlendinga, og um það, hve nær skuli vera vorvertíðarlok.”

Bæjarsker 1960

Að Hólum í júlí 1491 lýsir Snólfur Sigurðsson prestur því yfir að hann hafi fyrir hönd Ólafs biskups lokið greiðslu til séra Guðmundar Skúlasonar fyrir jörðina Býasker með þeim greiðslu sem sem í bréfinu greinir.
Í Viðey í apríl 1517 lætur Ögmundur ábóti í Viðey Hannes Eggertsson fá til fullrar eignar jarðirnar Kirkjuból í Selárdal, Suðureyri og Tungu í Tálknafirði, fyrir jarðirnar Býjasker og Þórisstaði í Rosmhvalnesi.
Þá er á Býjaskerjum í september 1539 kveðinn upp 12 manna dómur sem skipaður var af Erlendi Þorvarðarsyni lögmanni vegna yfirgangs enskra manna á Íslandi.
Árið 1550 eru taldar upp jarðir Hólastóls sem seldar hafa verið í tíð Jóns biskups, þar á meðal er hálf Býjasker, xx, c.
ÁlagabletturÍ Fógetareikningum frá 1547-1548 er getið um gjöld Beeraskeeriom (Býjaskers) til kirkju- og landskuldar.
Í Jarðabók frá 1703 segir um Biarskier (Bæjarsker) að jarðadýrleiki á jörðinni sé óviss og hún tíundist engum. Jörðin er í konungseign. Ábúandinn Runólfur Þórðarson lögréttumaður. Landskuld 2 hundruðustu, 60 álnir greiðist með 14 vættum fiska í kaupstað á Básendum, eftir að það var legit út, en áður greitt heim til Bessastaða. Við (timbur) til húsabótar leggur ábúandi til. Kúgildi eru fimm. Leigur greiðist með fiski í kaupstað. Kúgildið uppyngir ábúandinn fram að þessu, annars vonar hann að umboðsmaðurinn muni bæta upp það sem þarf að lóga sökum elli. Kvaðir eru um mannslán um vertíð. Kvikfénaður er fjórar kýr og eitt ungneyti. Heimilsmenn eru átta. Skóg til kolagerðar notar jörðin í almenningnum. Torfrista og stunga engin nema í sendinni jörðu, varla nýtandi. Fjörugrastekja nokkur. Murukjarnar og söl eru notað sem gjaldmiðill. Heimræði er árið um kring og lending slæm, önnur langt frá flæðihólma og þar fyrir utan bæði hættuleg og erfið fyrir skip.
Grásteinn

Hér ganga skip ábúananda eftir hentugleikum. Tún ganga mjög af sér vegna sands og sjávargangs. Engjar eru engar. Land graslítið mestallt grjót og sandur. Flæðihætta mikil. Eldiviðartak ekkert nema af fjöruþangi. Vatnsból slæmt og þrýtur stundum. Býjasker er sagt hafa níu nafngreindar hjáleigur og að auki tvær sem eru farnar í eyði fyrir löngu og nafn á þeim er ekki vitað síðan.
Á Bæjarskerjum eru tveir álagablettir. Annar er um 10 m í suðurtúni Bæjarskers. Þetta er grasivaxin steinaþúfa, um 0.80 m í þvermál, og hæðin er um 0.40 m. Einar Bergsson í Sandgerði sagði að við þúfuna mátti ekki vera með ólæti eða raska henni á nokkurn hátt.
Hinn álagabletturinn er Grásteinn. Staðsetningin er n64°01.662 V22°42.401. Grásteinn er nú í hættu vegna fyrirhugaðra nýbygginga. Hann er í um 320 m í suður frá bæjarstæði Bæjarskers, út við landamerkjagirðingu Hólakots og Bæjarskers í smá brekku á móti norðri. Steinninn er náttúrusteinn og er um 1.60×1.20×0,70 m. Í örnefnskrá Magnúsar Þórarinssonar segir: „Í túninu sunnan við bæ þar í brekku er Grásteinn. Þann stein má ekki hreyfa. Þetta er í átt að Hólshúsum. Svo er túnið áfram brekka upp að grjóti.“

Heimild m.a.:
-Önefnaskrá fyrir Bæjarsker

Bæjarskersrétt

Bæjarskersrétt.