Tag Archive for: Bokkless

Hafnarfjörður

Í Morgunblaðinu 1975 er grein; „Fjörðurinn fyrir fjölda ára„, þar sem birtur er stuttur texti um Brookless í bænum með meðfylgjandi áhugaverðum myndum úr bænum frá því um 1915:

Hafnarfjörður„Þessar gömlu myndir frá Hafnarfirði eru úr merkilegu ljósmyndasafni, sem brezki togaraútgerðarmaðurinn og saltfiskframleiðandinn Bookless tók í Hafnarfirði. Flestar myndanna í safninu eru teknar á fyrstu árum aldarinnar.
Bookless hóf fiskkaup hér og saltfiskverkun í Hafnarfirði árið 1909 eða 10. Bookless Brothers hét fyrirtækið en það varð gjaldþrota 1919. Hægri hönd Bookless var Þórarinn Egilson í Hafnarfirði.
HafnarfjörðurStöðina keypti svo árið 1924 annað brezkt útgerðarfyrirtæki, Heliyers Brothers. Þeir ráku stöðina til ársloka 1929. Var Geir Zoega framkvæmdastjóri Hellyers-bræðra meðan þeir ráku stöðina. Myndasafnið sem hér um ræðir, sendi ekkja Bookless á sínum tíma til Hellyers, en frá Hellyersbræðrum fékk Geir myndasafnið sent. Safnið varð fyrir nokkrum skemmdum í heimsstyrjöldinni síðustu í loftárás á Hull er myndasafnið skemmdist af vatni í slökkvistarfinu.“Hafnarfjörður

Heimild:
-Morgunblaðið, 70. tbl. 27.03.1975, Fjörðurinn fyrir fjölda ára, bls. 10.
Hafnarfjörður