Tag Archive for: brennisteinn

Seltún

Verkefnið um Brennisteinsvinnslu í Krýsuvík er unnið 2010-2014 með það að markmiði að safna upplýsingum um minjar tengdar brennisteinsnámusvæðunum á Reykjanesskaganum; í Seltúni og Baðstofu í Krýsuvík annars vegar og Brennisteinsfjöllum hins vegar, sem og að skrá og miðla fróðleiknum til annarra.

Brennisteinsvinnsla

Brennisteinsnám á Reykjanesskaga.

Meginviðfangsefnið er þó að reyna að gefa sem sögulegast yfirlit um brennisteinsvinnsluna, bæði í Krýsuvík og í Brennisteinsfjöllum, með hliðsjón af fyrirliggjandi heimildum og leggja fram fornleifaskráningu af svæðunum (sjá fornleifaskráningu af svæðu, auk korta og örnefnaloftmynda á Krýsuvíkursvæðinu). Fylgt var leiðbeiningum Minjsstofnunar Íslands (Fornleifaverndar ríkisins) um fornleifaskráningu.
Eins og að framan greinir er Krýsuvíkursvæðinu skipt í tvennt, annars vegar Seltúnssvæðið með tilheyrandi minjum sem og svæði norðan Kleifarvatns er tengst gæti brennisteinsvinnslunni á árunum 1879-1883 og hins vegar Baðstofusvæðinu ofan svonefndra bústjórahúsa. Götur að námunum eru tilgreindar í örnefnalýsingum um Krýsuvík og verður því einnig lýst hér, enda hlutar af órjúfanlegri minjaheild.

Krýsuvík

Krýsuvík – brennisteinsnámur; Nicholas Pocock 1791.

Í Brennisteinsfjöllum er í lýsingum og getið heimilda um leiðir að og frá námunni og minja við þr sem og námusvæðið sjálft austan Kistufells. Öll voru námusvæðin fyrrum í Krýsuvíkurlandi (sjá kort á bls. 4) og tilheyrðu því lögsagnarumdæmi Grindavíkur á meðan var. Um er að ræða hluta af atvinnu- og verslunarsögu Íslands og því ástæða til að halda henni til haga. Talið er að brennisteinn hafi verið unninn af Krýsuvíkurbónda á námusvæðinum allt frá 12. öd. Á 17. öld yfirtók danski konungurinn eignarhaldið uns þar var framselt einstaklingum og loks félögum í eigu erlendra aðila. Endalok brennisteinsvinnslu í Krýsuvík var um 1882 og í Brennisteinsfjöllum þremur árum síðar.

Ritið í heild fæst hjá Antikva ehf í Garðabæ.

Brennisteinsfjöll

Brennisteinsfjöll.

Brennisteinn

Brennisteinn var fluttur út frá Íslandi allt frá 14. öld en hann var nauðsynlegur til púðurgerðar og því gat brennisteinsnám verið arðvænlegt. Konungur áttaði sig á þessu snemma og reyndi mikið að ná undir sig einkarétti á þessari verslun.

Krýsuvík

Krýsuvík – tóftir brennisteinsnámsins í Hveradal.

Bændur áttu brennisteinsnámurnar og unnu í þeim en vinnslan fór þó aðeins fram hluta af ári þar sem vinnuaflið var bundið við landbúnaðarstörf mikinn hluta ársins og hefur það væntanlega komið í veg fyrir að hægt væri að gera brennisteinsvinnslu að arðvænlegum iðnaði. Því varð brennisteinsvinnsla aðeins hliðarbúgrein bænda.
Á miðöldum var íslenski brennisteinninn notaður til hernaðar og var einkum eftirsóttur á 15. og 16. öld þegar farið var að nota byssupúður en brennisteinn var einmitt nauðsynlegur til púðurgerðar þar sem honum var blandað saman við saltpétur og kol.

Brennisteinsnám

Brennisteinsvinnslan í Seltúni á 19. öld.

Brennisteinn var útflutningsvara frá 14. öld en segja má að blómatími brennisteinsverslunar hér á landi hafi verið á 15. og 16. öld. Nokkuð var um brennistein á Íslandi en svo virðist sem brennisteinsvinnsla hafi hafist snemma hér á landi en elsta heimild um brennisteinsnám er frá 1279. Mest er af brennisteini á norðausturhluta og suðvesturhluta landsins og er þar að finna stærstu námurnar, t.d. í Reykjahlíð í Mývatnssveit á Norðausturlandi en í Krýsuvík á Suðvesturlandi. Fyrr á öldum voru heimildir um brennisteinsmagn hér á landi mjög misvísandi. Til dæmis segir í ferðasögu erlends ferðalangs að „nægtir séu svo miklar (af brennisteini), að það land eitt (Ísland) gæti gert allan heiminn birgan af brennisteini.“

Námuhvammur

Tóftin í Námuhvammi oafn við brennisteinsnámurnar.

Í því landbúnaðarsamfélagi, sem var á Íslandi á fyrri öldum, sáu bændur um að vinna brennistein enda engin önnur stétt sem gat unnið þau störf þar sem mestallt vinnuaflið var bundið í sveitum landsins. Því var upptaka brennisteins venjulega í júnímánuði, eða frá þeim tíma sem hestarnir voru búnir að jafna sig eftir veturinn þangað til heyannir byrjuðu. Brennisteininn er að finna á háhitasvæðum og var hann grafinn úr jörðu. Niels Horrebow, erlendur ferðamaður á Íslandi á 18. öld, lýsti aðförunum við moksturinn svona:

Brennisteinsfjöll

Námur í Brennisteinsfjöllum – bræðsluofn.

„Þegar heitt er í veðri þola menn ekki að vinna að brennisteinsgreftrinum á daginn. Þá er unnið á nóttunni, sem á sumrin er nægilega björt til þess. Menn þeir, sem að greftrinum eru, vefja vaðmálsdruslum um skó sína. því að annars myndu þeir brenna þegar í stað, en brennisteinninn er svo heitur, þegar hann kemur úr jörðinni að ekki er unnt að snerta á honum, en hann kólnar fljótt.“

Brennisteinninn, sem grafinn var upp hér á landi, innihélt um 14-22% óhreinindi og þurfti því að hreinsa hann. Fyrr á öldum var hann þó fluttur út óhreinsaður en árið 1753 var á vegum Innréttinganna reist hreinsunarverk í Krýsuvík og árið 1762 á Húsavík. Samkvæmt skýrslu voru um 72,5 tonn af brennisteini frá Krýsuvík flutt út á árunum 1755-1763 á vegum Innréttinganna sem fengið höfðu einkaleyfi til að vinna og hreinsa brennistein um 1752.

Kerlingarskarð

Tóft brennisteinsvinnslumanna undir Kerlingarskarði.

Brennisteinninn var hreinsaður með vatni og lýsi og hann síðan bræddur í járnpotti sem yfirleitt var hitaður upp með mó. Gæta þurfti þess að hita pottinn ekki um of því þá gufaði brennisteinninn upp. Við bræðsluna flutu óhreinindi og lýsi, sem notað var við bræðsluna, ofan á brennisteininum, sem fleytt var af með járnspaða. Brennisteininum var síðan hellt ofan í eikarmót gegnum síu og honum síðan raðað ofan í tunnur til útflutnings.

Verslun með brennistein gat verið arðbær en svo virðist sem bæði kirkju- og konungsvald hafi áttað sig á þessu snemma enda reyndu þau mikið til að afla sér einkaréttar á verslun með brennistein. Landið varð snemma frægt fyrir þetta gula efni en í tilraunum Danakonunga fyrr á öldum til þess að veðsetja landið var talinn mikill kostur að landið væri ríkt af brennisteini.

Kristjánsdalir

Tóft ofan Kristjánsdala í leið námumanna.

Árið 1560 náði konungur undir sig brennisteinsversluninni en hagnaður hans af þeirri verslun fyrsta árið var nokkur. Hagnaðurinn fór síðan minnkandi og mátti m.a. kenna um lágu verði á brennisteini erlendis. Á fyrri hluta 18. aldar lifnaði þó aftur yfir brennisteinsversluninni en árið 1852 var ákveðið að hvíla brennisteinsnámurnar þar sem búið var að fara illa með þær og vinna í þeim í langan tíma en brennisteinninn hafði í raun ekki fengið að endurnýja sig. Undir lok 19. aldar var nokkur brennisteinsvinnsla í Krísuvík. Árið 1951 gerði Íslenska brennisteinsvinnslan hf. tilraun til brennisteinsvinnslu í námum í Suður-Þingeyjarsýslu en sú starfsemi gaf fljótt upp öndina.

Sjá meira undir Fróðleikur.

www.idan.is

Brennisteinsfjöll

Brennisteinsnámurnar í Brennisteinsfjöllum – uppdráttur ÓSÁ.

Seltún

Í bókinni „Auður úr iðrum jarðar“ skrifar Sveinn Þórðarson m.a. um Brennisteinsnám í Krýsuvík og víðar.
Seltun-22„Brennisteinn hefur fyrir víst verið fluttur héðan á tóftu öld og út allar miðaldir..:“ Í Árna sögu biskups er vikið að brennisteins-útflutningi eftir fall þjóðveldisins 1262-64. Þar kemur fram að konungur vill nú einkarétt til brennisteinskaupa en áður hafi erkibiskupinn í Niðarósi mátt kaupa hér „frjálslega brennustein og fálka“. Erkibiskup beitti sér gegn þessu áformi konungs og urðu lyktir þær að kirkjan fékk tíund af þeim brennisteini sem fluttur var til Noregs. Engar hömlur virðast hins vegar hafa verið lagðar á það hér á miðöldum að menn græfu sjálfir eftir brennisteini og seldu hann hverjum sem kaupa vildi…
Suðvestanlands, í Krýsuvík og Brennisteinsfjöllum, var grafið eftir brennisteini en í mun minna mæli en fyrir norðan.
Seltun-23Brennisteinn var notaður í hernaði til þess að búa til gríska eldinn sem svo kallðaðist en honum var meðal annars varpað á skip til að kveikja í þeim. Þá var brennisteinn notaður til þess að gera herbrest en honum var ætlað að skjóta óvinum skelk í bringu.
Þegar farið var að nota brennistein til púrgerðar á Norðurlöndum á fimmtándu öld er líklegt að ásókn í brennistein frá Íslandi hafi aukist. Styrjaldi í Evrópu, til dæmis hundraðárastríðið, jók vitaskuld eftirspurnina og hann varð arðvænleg verslunarvara. Enskir kaupmenn keyptu brennistein sem fluttur var landleiðina úr Mývatnssveit að Straumi við Hafnarfjörð. Þjóðverjar keyptu líka talsvert af honum af Íslendingum. Þegar Kristján III (1534-1559) var á dögum reyndi hann að herja út lán hjá Englandskonungi. Var þá um það rætt að Seltun-28veðsetja Ísland og Færeyjar fyrir láninu.
Til þess að gylla Ísland fyrir Englendingum var tekið fram að hér væri gnægð af brennisteini.
Friðrik II (1559-1588) hafði úti öll net og öngla til að hafa sem mestar tekjur af landinu enda runnu þær óskiptar í fjárhirslu hans. Hann áskildi sér einkarétt á brennisteinstekju árið 1561 og lét lengi upp frá því reka brennisteinsnám og verslun með brennistein á sinn kostnað. Lýsi var notað til þess að hreinsa brennisteininn. Konungur tók sér því einkarétt til lýsisikaupa bæði norðan- og sunnanlands og einnig í Noregi 1562…

Seltun-24

Gísli Magnússon, Vísi-Gísli, hafði einkaleyfi til brennisteinstekju um hríð eða frá 1647. Hann missti einkalyfi sitt í hendurnar á auðugum, flæmskum kaupmanni, sem var lánadrottinn Danakonunga árið 1665. Þriðja einkaleyfið var veitt tveim Þjóðverjum árið 1724, en þeir máttu einungis flytja brennisteininn til Danmerkur eða Noregs. Hreinsistöð var reist í Kaupmannahöfn. Sú hreinsistöð var starfrækt til ársins 1729.
Þegar Innréttingar Skúla Magnússonar voru stofnaðar um miðja átjándu öld var komið upp húsi í Krýsuvík árið 1753 til að vinna brennistein á Íslandi. Erfiðlega mun hafa borið við að selja brennisteininn þrátt fyrir að verðinu væri í hóf stillt. Því var það að Norðmaðurinn Ole Hencel var sendur hingað til lands sumarið 1775, en hann var nemandi við námuskólan í Kóngsbergi. skyldi hann meðal annars skoða námurnar norður í landi og í Krýsuvík en þá hafði raunar ekki verið grafið eftir brennisteini þar um alllangt skeið eða frá 1764. enn fremur skyldi hann kynna sér aðferðir sem notaðar voru við brennisteinsnámið og hreinsunina og gera tillögur um úrbætur ef þurfa þætti.

seltun-25

Hreinsunin fór í stuttu máli fram þannig að lýsi var hellt í járnpott þegar brennisteinninn var að því kominn að bráðna og því hrært saman við hann en allur leir blandaðist lýsinu og flaut ofan á. Þegar brennisteinninn var þunnbráðinn var lýsið fleytt ofan af ásamt óhreinindunum og var til þess notuð járnskólfa með götum. Þá var brennisteinninum ausið í gegnum sáld í trémót. Þess var gætt að þau væru gegnsósa af vatni til þess að brennisteinninn festist ekki í þeim.

seltun-26

Hneckel lagði til að brennisteinninn yrði þveginn með vatni, en til þess þurfti annan útbúnað, semhann teiknaði upp. Slíkur búnaður var algengur í námum þar sem grafið var eftir málmsandi.
Sumarið 1812 fór Englendingurinn John Parker til Krýsuvíkur. Undirrót ferðarinnar var stríð bandamanna við Frakka. Árið 1858 keypti breskur plantekrueigandi í Vestur-Indíum, Joseph William Bushby, brennisteinsnámurnar í Krýsuvík af Sigurði Sigurðssyni á Stórahrauni og Sveini Eiríkssyni bónda í Krýsuvík „við afarverði“, eða á 1.400 ríkisdali. 

seltun-27

Bushby hóf þegar að grafa og afla brennisteins og lagði út í mikla fjárfestingar. Hélt hann námurekstrinum áfram tvö sumur en kostnaðurinn við að flytja brennisteininn óhreinsaðan á klyfjahestum til Hafnarfjarðar reyndist mikill svo að eftirtekjan varð rýr. Eftir það fara engar sögur af brennisteinsnámi á hans vegum.
Dr. E.W. Perkins gerði sér ferð til Íslands sumarið 1868 þeirra erinda að skoða og kanna brennisteinsnámurnar í Krýsuvík. Hann hvarf síðan af landi brott en kom aftur umhaustið ásamt tveimur löndums ínum. Hafði þá verið stofnað félag í London, „Krísikrbrennisteinsfélagið“, sem hafði „keypt“ námurnar af Bushby samkvæmt því sem segir í Þjóðólfi. Hið rétta er að tveir Bretar, Goeorge Seymour og farðir hans, tóku námurnar á leigu til 14 ára.

Seltun-29

Oddur V. Gíslason var ráðinn verkstjóri við brennisteinsgröftinn sem hófst þá um veturinn. Þennan vetur, 1868-1869, voru tíu og stundum yfir tuttugu manns við brennisteinsgröft í Krýsuvík. Grafnar voru upp 650 lestir af óhreinsuðum brennisteini en gert var ráð fyrir að úr honum mætti vinna ríflega 100 lestir af hreinsuðum brennisteini. Skömmu fyrir jól 1870 fórst skip á leið til landsins á þeirra vegum undir Eyjafjöllum og fara engar sögur af frekara brennisteinsnámi þeirra í Krýsuvík eftir það.
Árið 1872 er getið um Bretann George Thome við brennisteinsgröft í Krýsuvík ásamt bræðrum sínum.
Seltun-30Thomas George Paterson, málafærslumaður frá Edinborg, tók námurnar í Krýsuvík á leigu 1876. Um vorið árið eftir kom til landsins bróðir hans, efnafræðingurinn William Gilbert Spence Paterson, og „útreiknaði brennisteinsjörðina í „Krýsivík“. Ári síðar var stofnað félag, Brennisteinsfélag Krýsuvíkur, sem síðar hlaut nafnið Hið íslenska brennisteins- og kopafélag. Enn var nýtt félag stofnað, Bórax-félagið árið 1882, en forsprakki beggja þessara félaga var Paterson í Edinborg.
Svo hagaði til í Krýsuvík þegar hér var komið við sögu að lítið var orðið eftir af brennisteini ofanjarðar þar sem auðvelt var að ná í hann. Því urðu menn að færa sig ofar í fjallshlíðina og grafa eftir honum þar.
Til þess að koma honum niður eftir var útbúinn rennustokkur og undir hann Seltun-31brugðið krosstrjám. Fyrst var brennisteininum mokað í hann ásamt leir og öðrum óhreinindum. Eftir stokknum rann vatn sem bar brennisteininn með sér. Neðar höfðu verið myndaðir stíflupollar sem öllu var hleypt í, vatninu, brennisteininum og því sem kom upp með honum. Þegar fyrsti pollurinn var orðinn fullur var látið renna í hinn næsta og þannig koll af kolli. Brennisteinninn settist á botninn og þegar búið var að hleypa úr vatninu var honum mokað upp á handbörur og borinn burt.
Brennisteinninn var fluttur á hestum til Hafnargjarðar og geymdur þar uns hægt var að flytja hann úr landi. Í lestunum voru 70-80 burðarklárar. Tveir bátasmiðir frá Skotlandi voru fengnir til þess að smíða stóran bát til þess að flytja brennistein frá námunum yfir Kleifarvatn árið 1870 en leiðin til Hafnarfjarðar eftir Ketilsstíg vestur yfir Sveifluháls var vafalaust ógreiðfær hestum með klyfjar. Við norðurenda vatnsins voru reistir tveir „járnskúrar“ eins og þeir voru kallaðir, að öllum líkindum sem geymslur, og einnig var byggt geymsluhús í Hafnarfirði.
Á námusvæðinu í Krýsuvík voru reist tvö hús og voru bæði klædd bárujárni. Hið sama á líklega við skúrinn við Kleifarvatn. Munu þetta hafa verið fyrstu bárujárnshúsin á Íslandi.
Ofangreindum framkvæmdum mun að mestu hafa verið lokið um mitt ár 1880. Þá um sumarið auglýsti Spence Paterson ýmsan varning til sölu tengdum námugröftinum.“
Í fornleifaskráningu svæðisins kemur m.a. fram að „engar sýnilegar minjar sé að finna við Seltún frá brennisteinsvinnslunni“ og að námuhúsin framangreindi hafi verið „þar sem nú er bílastæði“. Hvorutveggja er rangt. Námuhúsin stóðu á Seltúnsbarði. Auk þess má sjá minjar bæði norðan við Kleifarvatn og undir Baðstofu vestan Hveradals. Steinsteypuminjar og tréþil í Seltúnslæknum neðan þjóðvegar eru minjar borunar á svæðinu eftir heitu vatni um miðja síðustu öld.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín. 

Heimild:
-Sveinn Þórðarson, Auður úr iðrum jarðar, saga hitaveitna og jarðhitanýtingar á Íslandi, XII. bindi, Reykjavík 1998, bls. 113-127.
-Frank Ponzi, Ísland fyrir aldamót, 1995.
-Fornleifaskráning fyrir Krýsuvík og Trölladyngju, 2008.

Seltún

Seltún – ljósmynd Sigfúsar Eymundssonar 1882. Aðstaða brennisteinsvinnsumanna.

Seltún

Ferðinni var heitið að Seltúni í Krýsuvík með það fyrir augum að skoða svæðið m.t.t. hugsanlegra sýnilegra minja (tófta).
Áður höfðu fundist seltóftir og hringlaga gerði austarlega á túninu. Ljóst er Selstaðanþó að þarna var brennisteinsnám um nokkurt skeið, bæði af hálfu Krýsuvíkurbænda og útlendinga. Tóftir húsa eru neðan undir Baðstofu (sjá meira HÉR) og því ættu að vera sambærilegar minjar við Seltún nálægt Hveradal þar sem brennisteinn var jafnframt numin á sama tíma. Ljóst er af skrifum Ole Henchels um brennisteinsmannvirki í Krýsuvík 1776 að þau voru nokkur, en höfðu verið látin drabbast niður. Brennissteinsvinnslan var síðan tekin upp að nýju í námunum og þá hafa væntanlega verið byggð ný hús og önnur mannvirki. Leifar þeirra ættu að sjást þrátt fyrir margbreytileika landsins.
Til gamans má geta þess að Seltúns- og Hveradalssvæðið er eitt fjölsóttasta ferðamannasvæði landsins, en minjanna þar umleikis er hvergi getið (árið 2009), hvorki hinnar fornu þjóðleiðar um Ketilsstíg, selstöðunnar í Túninu né brennisteinshúsanna.
HringlagaTil að gera langa sögu stutta má geta þess að við leitina fundust tvö hús úr torfi og grjóti norðan við Seltún, auk hestagerðis, og ein lítil ferningslaga tóft vestan við það. Áður en þessum minjum verður lýst nánar er ástæða til að rifja upp annan fróðleik um efnið á öðrum FERLIRssíðum (ekki síst til að koma að fallegum myndum af svæðinu).
„Brennisteinn var unninn í Krýsuvík á 18. og 19. öld. Frægar eru ljósmyndir í ensku 19. aldar blaði er sýndu „arðvænlega“ vinnslu náttúruauðlinda á svæðinu. Á þeim sáust miklir hraukar brennisteins og allt virtist í fullum gangi. Tilgangurinn með myndunum var m.a. að selja enskum hlutabréf í námuvinnslufélaginu.
TóftÞeir félagar Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson voru á ferð um Krýsuvík árið 1756 og var þá unninn brennisteinn í Krýsuvík. Til er uppdráttur af námuvinnslusvæðinu frá þessum tíma. „Hverasvæðinu er skipt í tvö svæði. Annað heitir „Heimanáman“, þar sem brennisteinninn er. Það er sunnar, nær Krýsuvíkurbæ og sjónum. Hitt svæðið liggur norðar, uppi í fjöllunum. Þar eru hverirnir flestir, og eru fjórir þeirra mestir. Við mældum einn þeirra, sem bláleirsgrautur sýður í. Í honum beygja menn tré og gyrði. Hann er 6 álna djúpur. Annar hverinn er mjög nýr. Hann var til veturinn 1754 -1755 í miklum landskjálfta, og héldu þeir, sem þá voru staddir þar í brennisteinskofunum, að þeir mundu hrynja.“
TóftBrennisteinssvæðin voru tvö; annars vegar í Baðstofu (Heimanámar) milli Hettu og Hatts og hins vegar við Seltún. Bændur höfðu í gegnum aldirnar grafið upp brennistein og selt ferðamönnum milliliðalaust. Þeir seldu síðan námuréttindin fyrir peninga og þótti það í frásögu færandi. Upphæðin var þó lítil miðað við mögulegan ávinning.
Árið 1753 var komið upp húsi í Krýsuvík til að vinna brennistein að undirlagi Skúla Magnússonar landfógeta og Bjarna Pálssonar landlæknis. Nokkur ágóði varð af brennisteinsvinnslunni.
Í Jarðamati 1849–1850 er kafli um Krýsuvík og hjáleigurnar, Suðurkot, Norðurkot, Stóra – Nýjabæ, Litla – Nýjabæ, Vigdísarvelli, Bala, Læk og Fitjar. Þar stendur m.a.: „Landrými mjög mikið. … Skógarló. Talsverður brennusteinn. … Jörðin að flestum í nytjum mjög örðug og fólksfrek, þareð þær liggja langt frá og eru sumar sameinaðar lífshættu.“

Gerði

Í afsals- og veðmálabók Gullbringu- og Kjósarsýslu frá árunum 1848 – 1862 kemur fram að eigandi hálfrar Krýsuvíkur hafi leigt Jóni Hjaltalín námarétt og gefið byggingarleyfi þann 13. september 1851. Þar kemur einnig fram að þann 30. september 1858 selja eigendur Krýsuvíkur Joseph William Busby esq. brennisteinsnámur í landi Krýsuvíkurtorfu og Herdísarvíkur og að eigandi hálfrar Krýsuvíkur og Herdísarvíkur hafi heitið því þann 4. september 1858 að selja Jóni Hjaltalín námuréttindi.
TóftManntalsþing var haldið í Innri – Njarðvík þann 20. júní árið 1859. Þar var auglýst samningi sem Sverrir Eiríksson í Krýsuvík hafði gert við dr. Jón Hjaltalín þann 4. september 1858 um að Sverrir seldi Jóni sinn helming úr Krýsuvíkurtorfunni ef leyfi fengist ekki til þess að selja sérstaklega undan jörðinni brennisteinsnámur þær sem þar voru.
Á manntalsþinginu var einnig þinglýst afsalsbréfum sem eigendur Krýsuvíkur, S. Sivertsen og Sverrir Eiríksson, gáfu út síðla árs 1858. Í þeim kemur fram að þeir selji Joseph William Busby Esq. allar námur í Krýsuvíkurlandi.
Samningur milli eigenda Krýsuvíkur og Herdísarvíkur og Patersons um námur frá 2. desember 1871 var þinglesinn þann 20. júní 1877.
KetilsstígurLandamerkjabréf Krýsuvíkur var undirritað 14. maí 1890 og þinglesið 20. júní sama ár. Í landamerkjabréfinu kemur einnig fram hver hafi verið ítök kirkjunnar. Einnig er greint frá því í landamerkjabréfinu að Strandarkirkja og Kálfatjarnarkirkja eigi ítök í landi kirkjunnar, þar á meðal mánaðarselsátur í Sogum, sunnanvert við Trölladyngju, samkvæmt munnmælum og vitnisburði kunnugra manna, eign Kálfatjarnarkirkju, og að allar brennisteinsnámur á Krýsuvíkur- og Herdísarvíkurlandi séu í eigu útlendinga. Kostnaðurinn við brennisteinsvinnsluna varð þó of mikill og var því einungis unnin brennisteinn þar í tvö sumur eftir að JWB keypti námurnar. Síðan tóku ýmsir námurnar á leigu en síðastur þeirra var Bretinn T. G. Paterson og bróðir hans W. G. S. Paterson. Samningur milli eigenda Krýsuvíkur og Herdísarvíkur og Patersons um námur frá 2. desember 1871 var þinglesinn þann 20. júní 1877. Þeir nýttu námurnar árið 1876. Þeir stofnuðu m.a. „Brennisteinsfélag Krýsuvíkur“ og reyndu sem fyrr sagði að selja hlutabréf í námuvinnslunni til Englendinga.

Þil

Á þessum tíma var orðið lítið af brennisteini ofanjarðar og æ erfiðara var að ná í hann. Grafa þurfti og bora eftir brennisteininum með mikilli fyrirhöfn. Hreinsa þurfti afurðirnar, safna saman, þurrka, móta og flytja. Settar voru upp nokkra kvíar úr tréþiljum í lækjarfarveginn og í þær safnað vatni. Í þeim var brennisteinninn þveginn áður en hann var færður upp í stóra hrauka á svæðið sem nú er bílastæði.
Á stríðstímum var brennisteinninn „gullsígildi“, en á friðartímum svaraði vinnsla hans varla kostnaði.
Árið 1880 er talið að allri námuvinnslu hafi verið lokið og sama ár var uppboð á ýmsum eigum félagsins.
Vinnsla brennisteins í Krýsuvík stóð því yfir í hartnær tvær aldir. Enn þann dag í dag má sjá leifar námuvinnslunnar, en fáir veita þeim athygli.
Í bók II er skýrsla Ole Henchels um brennisteinsnámur á Íslandi og hreinsun brennisteins, 30. janúar 1776. Í henni lýsir Ole m.a. leir og brennisteini í Krýsuvíkurfjalli og hvernig vatnsborð Kleifarvatns hafði lækkað eftir landskjálfta, „trúlega eftir að sprunga hafi opnazt í vatnsbotninum“.

 

Nýrri„Hjá syðstu námunum rétt við fjallsræturnar var fyrsta hreinsunarstöðin reist, en þar sem ekkert eldsneyti var þar að hafa, var hún flutt og sett niður fjórðung mílu frá bænum, en þar er mótekja góð. Síðan var hún flutt heim undir bæinn, því að mönnum þótti léttara að flytja brennisteininn þangað niður eftir en að flytja eldsneytið upp eftir að fyrsta stöðvarhúsinu. Heima við bæinn er einnig léttara að ná í vatn, því að lækur með góðu vatni rennur þar framhjá.
Ég athugaði ásigkomulag húsanna, með tilliti til þess að aftur yrði tekin upp brennisteinsvinnsla. Þau voru gerð úr torfi og grjóti á íslenzka vísu, en um þau og annan útbúnað, sem til vinnslunnar heyrði, er það skemmst að segja, að það var allt gersamlega ónýtt og húsin fallin, svo að allt verður að gera að nýju, ein og þar hefði aldrei fraið fram brennisteinsvinnsvinnsla eða nokkur hús og mannvirki til þeirra hluta verið þar.

Eldri

Þar sem aðeins eru liðin 8-9 ár síðan brennisteinsvinnslan lagðist niður, hefðu þó hús og áhöld átt að vera í nothæfu ástandi, ef eitthvert eftirlit hefði verið haft með þeim. Það hefði legið beint við að fela bóndanum í Krýsuvík umsjá með húsunum gegn einhverri lítilli þóknun, þar sem hann er þarna búsettur og hafði unnið við brennisteins-vinnsluna. Síðan hefði kaupmaðurinn í Grindavík, sem er einungis 2 1/2 mílu í burtu þaðan, getað farið til Krýsuvíkur eini sinni á sumri til þess að líta eftir, að umsjónin væri sómasamlega rækt. Þá hefði ekki þurft nema smávegis aðgerðir, þegar vinnslan yrði upp tekin á nýjan leik…
Bóndinn í Krýsuvík vissi ekki nema af einum stað öðrum, þar sem brennisteinn fyndist. Er hann 2 1/2 mílu í norðaustur þaðan. Síðast meðan unnið var í Krýsuvík að brennisteinsnámi, sótti hann þangað allan þann brennistein, sem þar var að fá, á 50 hesta, og hefur það þá verið nálægt 80 ættum. Ekki vissi hann, hvort brennisteinn hefði skapazt þar síðan, og væri það vert athugunar.
TóftEf til þess skyldi koma, að brennisteinsvinnsla yrði hafin hér að nýju, þá mundi stofnkostnaðurinn verða allmikill, eins og þegar hefur verið bent á. En ég þori að fullyrða, að þetta er kleift, ef hagsýni er gætti. Í fyrsta lagi verður að taka brennisteininn með hinni mestu varkárni. Þá verður og að fara skynsamlega að við hreinsunina og ætti fyrst að þvo hrábrennisteininn. Með þeim hætti hygg ég, að mætti ekki aðeins spara mikið lýsi, heldur einnig yrði brennisteinninn betri en ella. Hversu þessu yrði bezt fyrir komið, skal ég lýsa, þegar ég síðar lýsi þeim aðferðum, sem nú eru notaðar við hreinsun brennisteins í hreinsistöðinni á Húsavík.

Brennisteinn

Í Krýsuvík er brennisteinninn hreinni og betri en á Norðurlandi. Það þarf ekki heldur að flytja hann óhreinsaðan langar leiðir eftir vondum vegum, svo að framleiðslukostnaðurinn verður minni en á Húsavík. Hins vegar verður að kannast við það, að frá Krýsuvík þarf að flytja brennisteininn hreinsaðan 6 mílna leið til Hólmshafnar, en þaðan er hann fluttur út. En Grindavíkurhöfn er aðeins 2 1/2 mílu frá Krýsuvík og allgóður vegur þar á milli. Ef brennisteinsvinnslan yrði upp tekin, verða starfsmenn verzlunarinnar að skera úr því, hvort muni vera ódýrara, að flytja brennisteininn á hestum til Grindavíkur og þaðan á bátum til Básendahafnar, þar er ekki er siglt á grindavíkurhöfn, eða flytja hann á hestum alla leið í Hólminn eða til Hafnarfjarðar. En þeir geta gert það betur en ég, því þeir hafa fyrrum haft umsjá með flutningunum og vita, hvað þeir hafa kostað. Þeir ættu einnig að geta reiknað nokkurn veginn, hvað flutningskostnaðurinn yrði, eins og ég hef stungið upp á, og er þá létt að bera það saman, hvor leiðin reyndist ódýrari, og að velja hana að sjálfsögðu.
En þegar nú þar að auki nokkrar smáskútur eru gerðar út til fiskveiða við Ísland, gætu þær tekið brennisteininn á Grindavíkurhöfn, og þá er flutningurinn á landi mjög stuttur.
Hins vegar get ég ekki heitið því, að unnt sé að stunda brennisteinsnám í Krýsuvík um langt skeið í einu, þar eð námurnar eru allar á einum stað og ná ekki yfir sérlega stórt svæði. Þegar brennisteinninn hefur verið tekin úr þeim í 3-4 ár, mun þurfa að hvíla þær um jafnlangan tíma, nema menn yrðu svo heppnir að finna þar kaldar námur, sem hægt væri að vinna meðan brennisteinn myndaðist á ný í lifandi námunum, en ekki er hægt að gera því skóna með nokkurri vissu.
BrennisteinnEn ef ekki sýnist tiltækilegt að hefja brennisteinsvinnslu í Krýsuvík að þessu athuguðu, virðist mér samt, svo að námurnar liggi ekki þar engum til gagns, að rétt væri að lofa bændum þeim, er þar búa, að hreinsa brennisteininn, gegn því að þeir afhendi hann verzluninni og fengju erfiði sitt og fyrirhöfn goldið eftir landsvenju. Verzlunin mundi að vísu ekki græða mikið á þessu, en hafa þó nokkurn ágóða.
Þá rannsakaði ég, eins og mér var boðið, hvort jarðhitinn væri nokkurs staðar svo mikill, að unnt væri að nota hann til brennisteins-hreinsunarinnar. En hann reyndist mér hvergi meiri en svo, að kvikasilfrið kæmist í suðumark. Hann er þannig með öllu ónógur til að bræða með brennisteinn eða eima hann, þegar hann er í föstu formi.

Fegurð

En þó að hitinn væri nægur, þá er jarðveguinn of laus til þess, að hægt sé að koma þar fyrir húsi eða nokkrum tækjum til að handsama hitann, því að þar er hvorki hægt að ganga né standa án þess að hætta sé á, að maður sökkvi í leðjuna, og varð ég oft fyrir því að vaða jörðina upp í hné.
Dagana 18. – 19 júlí fór ég um fjöllin, sem liggja suðvestur frá Kelifarvatni og fram hjá brennisteinsnámunum og beygja síðan í suðaustur til sjávar. Svipaðist ég þar um eftir kalki, sem mér datt í hug, að kynni að finnast þar, af því að kalk er algeng bergtegund í öðrum löndum. En hversu vel sem ég leitaði, fann ég hvergi nokkrun kalkvott, því að hvarvetna þar, sem égf fór eða sá yfir, var enga aðra bergtegund að sjá en sandstein þann, sem áður hefur verið lýst.“

Krýsuvík

Af framangreindum tóftum má ætla að torfhúsin tvö hafi verið verkfæra- og vinnufatageymslur. Norðan þeirra er slétt flöt, líklega eftir stórt tjald. Sunnan tóftanna er gerði. Þar hefur væntanlega verið ferhyrnd girðing til að geyma hesta þá er fluttu brennisteininn til Hafnarfjarðar. Tófin ferhyrnda sunnar gæti hafa verið undir kamar, enda spölkorn frá námuvinnslusvæðinu.
Leifar af tréþili neðan við Hveradal eru vissulega síðustu leifar brennisteins-vinnslunnar. Þó mætti ætla, af járnnöglum að dæma, að þar væri um nýrra mannvirki að ræða, en ef grannt er skoðað má sjá að eldri naglar Bretanna hafa rygað í gegn, en nýrri verið settir í staðinn. Líklegt má telja að þar hafi einhverjir verið að verki er talið hafa að brennisteinsnámið myndi ganga í endurnýjun lífdaga, enga gnæð af honum enn af að taka.
Segja má að fegurð Krýsuvíkur núdagsins gefi gærdeginum lítið eftir – ef grannt er skoðað…
Gengið var yfir í Austurengi. Á þeirri leið var m.a. gengið fram á óþekkta selstöðu, sem sagt verður frá síðar.
Eins og fram kom í upphafi var ætlunin að leita að og finna hugsanlegar mannvistarleifar brennisteinsnámsins í Hveradal/Seltúni. Jón Haltalín vildi nefna námusvæðið Ketilsstígsnámu – og ekki að ástæðulausu. Í raun má segja að um nokkur hverasvæði sé að ræða austan í Sveifluhálsi, hvort sem átt  er við Baðstofusvæðið eða Seltúnssvæðið.

Heimild:
-Ólafur Olavius – Ferðabók II og II, Steindór Steindórsson frá Hlöðum íslenskaði, Bókfellsútgáfan, 1964, bls. 272-274 (II).
-http://hot-springs.org/krysuvik.htm
-Sveinn Þórðarson, 1998.
-Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar – 1978, bls. 178-179 II.
-Afsals- og veðmálabók Gullbringu- og Kjósarsýslu 1848-1862. (Gull. og Kjós. XIX, 3).
-Afsal Erlends Jónssonar á Brunnastöðum til P.C. Knudtzon, dags. 12.8.1838, á Krýsuvík með sex hjáleigum, Stóra-Nýjabæ, Litla-Nýjabæ, Norðurkoti, Suðurkoti, Austurhúsum og Vesturhúsum, og tveimur nýlendum, Vigdísarvöllum og Garðshorni. (Afs. og veðm. Gull. & Kjós. A, nr. 97).
-Þinglýsingar varðandi námarétt í Krýsuvík, dags. 20.6.1849.

Seltún

Seltún – hverasvæði.