Tag Archive for: Brúsastaðir

Brúsastaðir

Í skráningarskýrslu um „Fornleifar milli Skerseyrar og Langeyrar“ árið 1998 segir m.a.:

„Skráningin afmarkast af Flókagötu og Hjallabraut, Skjólvangi að norðan, bæjarmótum við Garðabæ að vestan og sjó að sunnan.

Fornleifar í Hafnarfirði milli Skerseyrar og Langeyrar

Langeyri

Langeyri og nágrenni.

Svæði það sem hér er birt skýrsla um er í útjaðri Hafnarfjarðarkaupstaðar, á mörkum landbúnaðarhverfisins í kringum Garða og kaupstaðarins sem breiddist út frá botni fjarðarins frá því seint á 17. öld. Stærsti hluti svæðisins er úfið en þó víða gróið hraun og eru mannvistarleifar fyrst og fremst meðfram sjónum. Landið tilheyrði upphaflega Görðum en ekki er vitað um búsetu á því fyrr en undir lok 17. aldar að býli var reist á Skerseyri. 1703 er auk þess getið um einar sjö þurrabúðir á svæðinu sem virðast hafa verið í óstöðugri byggð og virðist sem þær hafi alla verið byggðar eftir 1650 (JÁM X, 178). Vitað er að1670 voru allar þurrabúðir norðan við Hafnarfjarðarkaupstað í eyði (SS Saga Hafnarfjarðar, 192). Vera má að útræði frá þessum stað með tilheyrandi kotbúskap hafi ekki hafist að marki fyrr en kaupstaðurinn var fluttur frá Hvaleyri inn í fjörðinn eftir 1667.

Hafnarfjörður

Herforningjaráðskort; Hafnarfjörður og Álftanes 1903.

Frá þeim tíma virðist þó sennilegt að búskapur hafi verið af og til á stöðum eins og Brúsastöðum, Eyrarhrauni og Langeyri. Þessi bæjarstæði gætu því verið allfornar þurrabúðir þó ekki hafi ritheimildir varðveist um það. Þurrabúð hafði verið á Langeyri um langt skeið er verslunarhús voru reist þar 1776. Föst verslun mun þó ekki hafa verið rekin þar eftir 1793 en á 19. öld risu kotbýli á svæðinu auk Skerseyrar og Langeyrar: Gönguhóll, Eyrarhraun og Brúsastaðir. Hvalstöð virðist hafa verið reist á Rauðsnefí um 1860 en starfaði ekki lengi.

Langeyri

Langeyri og nágrenni – Loftmynd 1954.

Um aldamótin 1900 voru risin fiskverkunarhús á Fiskakletti og í kjölfarið byggðist upp fiskverkunarðastaða á Langeyrarmölum og allmargir fískreitir voru gerði í hrauninu ofanvið á fyrstu árum 20. aldar. Þetta svæði hefur þó lengstaf verið á jaðri bæjarins og fyrir utan Langeyrarmalir hafa helstu umsvif þar á 20. öld tengst búskap í smáum stíl, en langt fram eftir þessari öld áttu margir bæjarbúar nokkrar kindur í kofum í útjöðrum bæjarins. Íbúðabyggð hefur ekki orðið á skráningarsvæðinu nema á hrauninu norðaustantil (við Sævang) en þar hefur verið lítið um eldri mannvirkjaleifar.

Skerseyri

Skerseyri – túnakort 1903. Hér má bæði sjá sjávargötuna upp með Bala og gamla Garðaveginn (kirkjugötuna frá Hafnarfirði).

Engu að síður hefur verið töluvert rask á svæðinu, tengt ýmisskonar framkvæmdum síðustu áratugi og er sáralítið eftir af fornum mannvirkjum þar. Einkenni fyrir svæði eru gtjóthleðslur frá ýmsum tímum, sem finna má mjög víða, og er oft ógerlegt að segja hvort þær eru fornar eða aðeins nokkurra ára gamlar.
Upplýsingar um minjastaði eru fengnar úr rituðum heimildum, einkum gömlum kortum, örnefnaskrám og skjölum prentuðum í Sögu Hafnarfjarðar.

Garðar

Garðar

Garðar og nágrenni.

Hafnarfjörður á 16 ha þríhyrning úr landi Garða, frá gömlu marklínunni í átt að Álftanesvegi, þar sem nú er hluti ad Norðurbænum í Hafnarfirði. Görðum tilheyrir landið sjávarmegin við Hafnarfjarðarveg inn að Arnarneslæk sem ræður til sjávar. Ö-Garðahverfi, 2.

Bali

Balavarða (landamerkjavarða).

Er Hafnarfjarðarkaupstaður var stofnaður 1907 voru honum ákveðin norðurmörk: “Úr sjó utanvert við Balatún, sjónhending eftir takmörkum Hafnarfjarðarhrauns og Dysjamýrar, þar til kemur á hinn forna veg frá Görðum til Reykjavíkur. Eftir þeim vegi í Engidal. Þaðan eftir nyrðri brún Hafnarfjarðarhrauns, þar til kemur á móts við austurhorn Hraunholtstúns …“ (ÁG Saga Hafnarfjarðar 1, 101).
Land þetta tilheyrði þó Garðastað eftir sem áður en 1912 keypti Hafnarfjarðarkaupstaður það mestallt og heimilaði Alþingi það með lögum nr. 12, 22.10.1912 með þessum merkjum: “Bein lína úr Balaklöpp við vesturenda Skerseyrarmalar í veginn frá Hafnarfirði til Reykjavíkur, þar sem hann fer að fara lækkandi frá norðurbrún hraunsins. Þaðan bein lína í Hádegishól, hádegismark frá Hraunsholti, nálægt í hásuður frá bænum, spölkorn frá hraunjaðrinum. ..“ Hamarskotstún var eftir sem áður eign Garðastaðar (ÁG Saga Hafnarfjarðar 1, 102-104).
1703: “Úthagar nálægt heimastaðnum eru bæði þröngvir og snögglendir.“ JÁM IT, 181.

Skerseyri

Skerseyri

Tóftir Skerseyrar.

1703 segir um Skerseyri: “Hjáleiga í Garðastaðarlandi hjer um XX ára gömul“ og hefur þetta býli samkvæmt því fyrst byggst eftir 1680 — JÁM X,178-179. 2 heimili með 6 og 2 mönnum voru á Skerseyri 1801 en 1816 var þar aðeins eitt heimili með 4 mönnum. Skerseyri er talin meðal býla í sóknarlýsingu frá 1842.
Samkvæmt manntali 1845 voru enn 4 til heimilis á Skerseyri. Samkvæmt manntali 1901 bjuggu 5 heimilismenn þar. Haustið 1902 var Skerseyri í eyði en byggðist þó aftur skömmu síðar. “Skerseyrartún: Næsta býli við Litlu|-Langeyri. Þar var kýrgras eitt sinn og býlið hjáleiga frá Görðum. Skerseyrartúngarður. Hann lá um túnið. En við sjó horfinn í Mölina.“ segir í örnefnalýsingu.

Langeyri

Langeyri

Síðasta íbúðarhúsið á Langeyri.

Hjáleiga frá Görðum. Garðakirkjueign. “Langeyri var fyrrum þurrabúð, en á síðara hluta 18. aldar og fyrri hluta 19. aldar var rekin þar verslun …“ SS: Saga Hafnarfjarðar, 408. Í jaraðbókum 1760 og 1802 er getið um smábýlin Langeyri, Bala og Skerseyri en 1842 er í skýrslu sóknarprests aðeins getið um Langeyri. Það er hinsvegar ekki nefnt í skýrslu sýslumanns frá sama tíma – JJ, 92. Langeyri hefur verið í hvað stöðugastri byggð af býlum á þessu svæði frá 18. öld og fram á þá 20. 1802 voru þar 2 ábúendur sem báðir hlutu fátækrastyrk úr konungssjóð — SS Saga Hafnarfjarðar, 248. 1816 var aðeins ein fjölskylda á Langeyri en 1845 var þar aftur komið tvíbýli. “Langeyri var stundum nefnd Skóbót, en það gæti verið afbökun eða stytting úr nafninu Skómakarahús, sem rekur lestina t.d. í bæjatali í Hafnarfirði |frá um 1805, en þar kemur Skómakarahús á eftir Gönguhóli.“ – MS: Bær í byrjun aldar, 114.

Langeyri

Langeyri um 1920.

Í manntali frá 1845 er Skóbót þó talin næst á eftir Langeyri (sunnan við) þannig að ekki virðist það geta staðist að um sama býli hafi verið að ræða. Eftir aldamótin 1900 óx athafnasvæði í kringum Fiskaklett í átt að Langeyri og lét Ágúst Flygenring reisa fiskverkunarstöð á Langeyrarmölum árið 1902. Hún var keypt af hlutafélaginu Höfrungi 1920 og stækkuð og þá voru einnig gerðir þar fiskreitir – SS Saga Hafnarfjarðar, 515. Seinna átti Lýsi og Mjöl þessi hús. Þessi mannvirki eru horfin nú en þau hafa skemmt eldri mannvirki að meira eða minna leyti.

Langeyri

Langeyri um 1970.

Býlið var innan lögsagnarumdæmis Hafnarfjarðar frá því að kaupstaðurinn var stofnaður 1907 en bærinn keypti landið af Garðastað með heimild Alþingis, lögum nr. 13, 22.10.1912.
Á bæjarstæðinu stendur steinhús merkt “Langeyri 1904″ og er það númer 30 við Herjólfsgötu. Húsið stendur í lægð í hrauninu. Ekki er að sjá neinar leifar eldri mannvirkja. Umhverfis húsið er grasi gróin garður. Framan við húsið hefur garðurinn verið niðurgrafin að hluta til, og þar hefur verið plantað trjám.

Litla Langeyri/Brúsastaðir (býli)

Brúsastaðir

Brúsastaðir.

Í manntali frá 1801 er Litla Langeyri talin milli Skerseyrar og Stóru-Langeyrar og vor þar þá tvö heimili með 4 og 2 mönnum. Í sóknarlýsingu frá 1842 er Litla-Langeyri talin meðal býla á svæðinu milli Fiskakletts og Skerseyrar.
“Litla-Langeyratún: Tún býlis er þarna stóð. Síðar Brúsastaðir. Litlu-Langeyrartúngarður: Garður af grjóti kringum býlið.

7 þurrabúðir

Brúastaðir

Brúsastaðir (Litla-Langeyri) um 1975.

Í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín sem tekin var saman fyrir Garðahrepp árið 1703 er sagt að eftiralin tómthús standi út með Hafnarfirði í Garðastaðarlandi: “Eysteinshús eður Geirahús. Þingvallnabúð. Stigshús eður Jodísar hús. Illugabúð eður Langeyrarbúð. Ofanmannabúð. Laugardælabúð. Þessar búðir eru sumar 50 ára gamlar, sumar ýngri, sumar fárra ára. Hefur staðarhaldarinn þær í þeim góðu fiskiárum burt leigt, sumar aðkomandi mönnum með skipsuppsátri fyrir v aura undirgift og sumar tómthúsmönnum fyrir x álna leigu og mannslán.

Brúsastaðir

Brúsastaðir um 1975.

Í sumar lögðust inn skipshafnir, sem reru á staðarhaldarans bátum, er þar við búðirnar uppsátur höfðu, og fjekk þá tómthúsmaðurinn soðningarkaupið. Þessar grasleysubúðir eru nú síðan fiskirfið minkaði sumpart öldúngiss niðurfallnar, sumar hánga uppi enn nú íbúðar og leigulausar á fallanda fæti, ef fiskiríið ei aftur að legst.“ JÁM X, 178
Ekki er vitað hvar þessar þurrabúðir hafa verið að öðru leyti en því að þær hafa verið milli kaupstaðarlóðarinnar (þ.e. norðan við Fiskaklett) og Skerseyrar sem næst er talin af hjáleigum Garða. Langeyrarbúð hlýtur að hafa verið nálægt Langeyri eða jafnvel á því bæjarstæði því býlisins er ekki getið í jarðabókinni. Líklegt er að einhverjar hinna hafi verið á bæjarstæðum sem seinna eru þekkt undir öðrum nöfnum, s.s. Gönguhóll, Flatir og Brúsastaðir en ekkert verður þó um það fullyrt.

Verslunarhús

Langeyri

Langeyri (lengst til vinstri) um 1950.

Á árabilinu 1774-1787 var tekin hér við land konungleg þilskipaútgerð, m.a. í því augnamiði að kenna Íslendingum fiskveiðar. Bækistöðvar þessarar útgerðar voru í Hafnarfirði og þar “var fiskurinn verkaður, og þar voru reist geymsluhús og íbúðarhús handa verkafólki. Bauð Thodal stiftamtmaður Guðmundi sýslumanni Runólfssyni með bréfi, dagsettu í júní 1776, að út sjá hentuga staði til þessara húsbygginga og tjáði honum í því sambandi, að hin konunglega tollstofa hefði tilkynnt sér, að vegna húkkorta og jaktfiskveiða í Hafnarfirði þyrfti að reisa þar tvö ný hús, annað á Hvaleyri til vetrarbústaðar stýrimönnum og hásetum á jöktunum, en hitt á Langeyri handa eftirlegumönnum. Óskaði stiftamtmaður eftir því, að sýslumaður veldi hentugar lóðir undir þessi hús …

Langeyri

Langeyri um 1920.

Á uppdrætti af firðinum, sem gerður var um þessar mundir, sjást … verzlunarhúsið á Langeyri … aðalsaltfiskverkunin fór fram á Langeyri, norðan fjarðarins.
Þetta hús er merkt sem verslunarhús á uppdrætti af Hafnarfirði frá um 1778. Það var reist á kostnað konungs en selt ásamt öðrum eignum hans í Hafnarfirði á uppboði 31.7.1792 og keyti það Dyrkjær skipstjóri fyrir 17 rd. og 4 sk. (SS Saga Hafnarfjarðar, 249) en hann hafði áður verið leigjandi í húsinu. Þann 28.5.1793 skipaði danska rentukammerið Jochum Brinck Lund að hætta verslun á Langeyri frá næsta hausti og 8.6.1793 var Kyhn kaupmanni, sem rekið hafði lausaverslun og fiskverkunarstöð á Langeyri bannað að halda þeirri starfsemi áfram (SS Saga Hafnarfjarðar, 252). Þessar aðgerðir voru til stuðnings fastakaupmanni í Hafnarfirði og virðist ekki hafa verið verslað á Langeyri eftir þette. Þó leyfði stiftamtmaður O.P. Möller kaupmanni í reykjavík að reka útibú á Langeyri sumarið 1832. Rentukammerið hafnaði þessu hins vegar og varð Möller að hætta verslun sinni 1833 (SS Saga Hafnarfjarðar, 244).
Ekki er vitað nákvæmlega hvar þetta hús stóð nema að það mun hafa staðið í grennd við þurrabúðina Langeyri. Ekki er að sjá neinar húsaleifar á því svæði enda hefur þar verið ýmiskonar rask undanliðnar tvær aldir. Fiskverkunin hefur verið á sama svæði skammt frá fjörunni.

Langeyrarbyrgi (fiskbyrgi)

Langeyri

Garðar og hús í hrauninu vestan Langeyrar.

“Fyrrum voru allmikil fiskibyrgi á hraunhólum þarna.“ segir í örnefnalýsingu.
Tvö fiskbyrgi sjást enn. Þau eru í halla í N hrauninu. Ofar er lítil tóft (3x2m) með tveim rekaviðar-drumbum þvert yfir tóftina og netaleifum. Neðan við hana er stærri og ógreinilegri tóft (1 1×1 lm), skipt í hólf. Allt hlaðið úr hraungrýti, neðri tóftin að miklu leyti grasigróin.

Langeyrarbrunnur (brunnur)
“Var neðst í túninu. Aðeins vatn á fjöru“, segir í örnefnalýsingu.
Brunnur þessi er nú horfinn. Hann hefur annaðhvort lent undir Herjólfsgötu eða er horfinn fyrir raski neðan við hana.

Langeyrarstígur (leið)

Langeyrarstígur

Langeyrarstígur.

“Langeyrarstígur lá úr Langeyrartúni, austur og upp hraunið eftir lægð í því upp á bala vestan við Víðastaði á Garðaveginn. Verslunarvegur er verslun var á Langeyri“, segir í örnefnalýsingu.
Þessi gata sést enn að hluta frá enda Drangagötu og til austurs. Þar tvískiptist hún, liggur annarsvegar til norðurs og endar þar við enda Klettagötu, og hinsvegar til norðurs og endar þar aftan við Herjólfsgötu 18. Gatan liggur yfir hraunið og er að hluta til upphlaðinn vegur. Ef það er rétt að gata þessi séð frá þeim tíma er verslað var á Langeyri þá er hún frá 18. öld.

Draugaklif (örnefni)

Langeyri

Eyrarhraunsgata ofan Langeyrar.

„Vestur af Melunum er Gatklettur. Nú hruninn að mestu, var allhár áður fyrr, og vestan við hann er bás, sem nefndur er Bás. Þetta er djúpt malarvik, Þar aðeins vestar var einstigi með sjónum, sem var nokkuð tæpt, og var það nefnt Draugaklif.“ segir í örnefnalýsingu Hafnarfjarðar eftir Ara Gíslason en í örnefnaskrá fyrir Álftaneshrepp segir að Gatklettur hafi verið fallinn saman 1929 og hafi verið fram frá Sundhöllinni vestanverðri“.
Dregaklif. Sigurgeir Gíslason segir að þetta nafn muni hafa verið réttara. Þarna strandaði skip og kjölurinn – dregarinn – lá þarna lengi eftir í fjörunni.“
Einstigið er horfið enda liggur Herjólfsgata tæpt með sjónum á þessum stað og hlaðinn kantur sjávarmegin við hana. Ekki er vitað við hvaða draugagang klifið var kennt.

Gönguhóll (bústaður)

Gönguhóll

Gönguhóll (Sönghóll).

Gönguhóll eða Sönghóll var klapparrani kallaður sem gekk fram í sjó framan við Langeyrarbæ. “Bær stóð þarna vestan undir, lóðin kölluð svo“ segir í örnefnalýsingu. Þar er einnig bætt við að Lifrarbræðslustöð hafi verið sett á bæjarrústunum 1903 en byggð mun hafa lagst af í Gönguhóli skömmu fyrir 1902. Þá var einnig bryggja byggð niður frá þessum stað og stóð neðsti hluti hennar enn 1964. Litlar heimildir eru um byggð við Gönguhól en býlið er nefnt í bæjatali úr Hafnarfirði frá 1805 milli Fiskakletts og Skómakarahúss, sem mun vera sama og Langeyri.

Langeyri

Lifrabræðslan við Hvaleyri, byggð af August Flyrening um 1910.

Ekki er óhugsandi að Gönguhóll sé sama býli og Hraunbrekka sem getið er um í sóknarlýsingu frá 1842, sem næsta býlis austan við Langeyri – SSGK, 206. Gönguhóls er ekki getið í manntölum frá 19. öld en í manntali frá 1845 er Skóbót með tveimur fjögurra manna fjölskyldum talin næst á eftir Langeyri og má vera að um sama býli sé að ræða.
Gönguhóll var nálægt því sem nú er Herjólfsgata 24. Allar minjar eru horfnar á þessum stað. Þarna standa nú hús á öllum lóðum og sker Drangapata það svæði þar sem líklegt er að túnið hafi verið.

Flatir/Eyrarhraun (býli)

Langeyri

Varða við fyrrverandi Eyrarhraun.

Í sóknarlýsingu frá 1842 er getið um býlið Flatir milli Langeyrar og Litlu-Langeyrar. “Flatirnar: Sléttar flatir innan við Malarkambinn fyrir Mölunum miðjum. Þarna var býli, þurrabúð, hér óx brenninetla. Eyrarhraunstún: Svo voru Flatirnar kallaðar eftir nafnbreytinguna á þessari þurrabúð. Eyrarhraunstúngarður: Garður er lá innan við Malarkampinn og var á hlið og stétt heim að Flötunum og Mýrarhrauni.

Langeyri

Eyrarhraunstúngarður.

Flata eða Eyrarhrauns er ekki getið í manntölum 1801, 1816 eða 1845.
Nú stendur steinhúsið Eyrarhraun, sem að hluta til er grafið inn í hólinn, á hæð í hrauninu, um 200m frá sjó, SOm norðaustur af Eyrartjörn. Þar er einnig grunnur úr bragga. Ekki er að sjá neinar leifar eldri mannvirkja.

Tjarnarbryggja (bryggja)

Langeyri

Leifar lifrabræðslunnar vestan Gönguhóls.

“Tjarnarbryggjan: Bryggja að Steinboga yfir Eyrarhraunstjörn.“ segir í örnefnalýsingu.
Vestan við Eyrartjörn eru leifar af sementsstöpli með járna- og grjóthrúgu „sem gætu verið leifar Tjarnarbryggju.
Fiskreitir; Dísureitur og Ingveldarreitur, voru ofan Eyrarhraunstjarnar. Þeir eru nú horfnir.

Vegur

Langeyrarstígur

Langeyrarstígur.

Vegur sem að hluta til er hlaðinn upp sitthvoru megin með hraungrýti, með smásteinum og mold á milli, er sunnan við Sævang 33 og liggur yfir hraunið að Eyrarhrauni.

Brúsastaðir
Í laut sunnan við Bæinn. Aðeins á Fjöru. … Brúsastaðatún: 1890 var grafið í gömlu bæjarústirnar og kom upp brot af leirbrúsa. Þar af kom nafnið.“ segir í örnefnlýsingu Álftaneshrepps. 1901 voru 5 heimilismenn á Brúsastöðum en fyrir aldamótin hafði þurrabúðin verið í eyði um skeið.
Tvö hús standa í bæjarstæðinu og er mikið af grjóthlöðnum görðum umhverfis, flestir nýlegir en hugsanlegt er að sumir séu leifar af túngörðum frá 19. öld.

Draugur (Stifnishólar)

Brúsastaðir

Brúsastaðir og Stifnishólar (t.v.).

“Fram af Brúsastöðum (012), fram í sjó, eru háir hraundrangar, sem heita Stifnishólar. Þar var kveðinn niður draugur um aldamótin 1800″.
Stifnishólar eru rétt sunnan við Brúsastaði.

Skerseyrarvör (lending)

Skerseyri

Sjávargata Skerseyrar að Skerseyrarvör.

“Þegar kemur vestur fyrir Stifnishóla, er Skerseyrarmöl, og í henni er Skerseyrarvör.“ — “Skerseyrarvör. Hún var þarna í fjörunni á sinni tíð. Niðurlögð (1964).“
Þar sem vörin hefur verið er hlaðin og steypt varða.

Hvíluhóll (áfangastaður)
“Þaðan er bein lína í Hvíluhól, en sá hóll er fast norðaustan við Garðaveginn til Hafnarfjarðar. Á Hvíluhól lögðu menn af sér byrgði á leið til og frá Hafnarfirði.“
Mikið rask hefur verið á þessu svæði og er hóllinn horfinn.

Landamerkjavarða

Langeyri

Landamerkjavarða við Hvíluhól.

“Þaðan er bein lína í Hvíluhól, en sá hóll er fast norðaustan við Garðaveginn til Hafnarfjarðar. Á Hvíluhól lögðu menn af sér byrgðir á leið til og frá Hafnarfirði. Úr vörðu á Hvíluhól er svo línan í vörðu á hraunbrún sunnan við Engidal.“
Mikið rask hefur verið á þessu svæði og er hóllinn með vörðunni horfinn.

Markvarða (landamerkjavarða)
“Stóð ofanvert við Árnagerði.“ “Svo var svæðið nefnt frá Garðaveginum allt upp að Hellisgerði. Árni Hildibrandsson ræktaði það um 1866.“
Mikill hluti af þessu svæði er byggt upp. Ekkert sést og því ekki hægt að staðsetja nákvæmlega, en líklegast er að varðan hafi staðið á svæðinu frá Sævangi 18 að
enda Klettagötu.

Hvalstöð

Langeyri

Kofatóft ofan Langeyrar.

“Þegar komið er yfir Gönguklif, taka við Langeyrarmalir, og þar vestar er Rauðsnefstangi. Þar var eitt sinn hvalstöð, en lagðist niður vegna þess, að þar kom fyrir slys“, segir í örnefnalýsingu.
Rauðsnefstangi er mjög óslétt hraungrýtt svæði. Þar eru tvær litlar tjarnir, um 20 m frá sjó. A.m.k 7 litlar (3×5 m) grjóthlaðnar tóftir eru á þessum stað, og grjóthlaðnir garðar á milli. Ein tóft stendur enn með þaki og timburstoðum.

Hammershús (bæjarstæði)
“Hammershússlóð: Hún lá sunnan við Rauðsnef undir húsi sem Hvalfangarinn norski Hammer reisti þarna um 1860. Hér átti að verða Hvalstöð, en hætt var við það.“
Enginn húsgrunnur er þó þar.

Litla-Langeyrarvör/Brúsastaðavör (lending)
“L-Langeyrarvör. … vestan við Stifnishóla“, segir í örnefnalýsingu.

Allans-reitur (fiskreitur)

Allians

Allans-fiskreitur við Hrafnistu. Var eyðilagður er viðbygging var gerð.

“Langstærsti fiskreiturinn, sem Hellyer bræður létu gera eftir að þeir keyptu Svendborg 1924 og hófu útgerð frá Hafnarfirði varAllans-reiturinn, sem svo var nefndur, en hann var kenndur við Allen majór, framkvæmdastjóra Hellyers-bræðra í Hafnarfirði. Allans-reiturinn var þar, sem nú er Hrafnista, dvalarheimili aldraðra sjómanna í Hafnarfirði.“
Um 100 m austur af suð-austur horni Hrafnistu eru leifar af fiskreit (60 m langur, liggur norður-suður) og hefur nyðri hluti hans lent undir aðkeyrslu að Hrafnistu.
Reiturinn liggur ofan á lágum hraunhólum, en sunnan við hann og um 2 m neðar ganga tveir garðar (eða leifar af görðum) til suðurs og er grunn dokk á milli ca. 50×20 m.

Heimild:
-Fornleifar milli Skerseyrar og Langeyrar, Fornleifaskráning í Hafnarfirði ll – Hildur Gestsdóttir og Sædís Gunnarsdóttir; Fornleifastofnun Íslands 1998.
-https://www.google.is/url?sa=t&rct=j&q=&esrc=s&source=web&cd=&ved=2ahUKEwjNurDJrNnrAhVB66QKHSSeDVwQFjARegQICBAB&url=https%3A%2F%2Ffornleif.is%2Fwp-content%2Fuploads%2F2018%2F01%2FFS063-98131-Skerseyri-og-Langeyri.pdf&usg=AOvVaw3vonlzqTOr5qFbmLymG6pw

Langeyri

Langeyri og nágrenni – örnefni.

Brúsastaðir

Á Brúsastöðum við Malirnar standa tvö hús, gamli Brúsastaðabærinn nærri sjónum og ofar í landinu stendur nýbýlið Brúsastaðir 2. Nú er verið að endurbyggja og stækka gamla Brúsastaðabæinn við Litlu-Langeyrarmalir.
Neðan bæjarins ganga hraundrangar í sjó fram, sem sjórinn Stifnishólarhefur brotið á síðustu áratugum. Nefnast þeir Stifnishólar og segir sagan að þar hafi verið kveðinn niður draugur um 1800. Ofan þeirra er hlaðinn garður og bátarétt skammt vestar. Brúsastaðir voru eins og hvert annað hafnfirskt grasbýli með smá túnskika í kringum bæjarhúsin, litla matjurtargarða í gjótum og vatnsbrunn í nálægri hrauntjörn. Fólkið sem byggði þessi grasbýli lifði af því sem landið og sjórinn gaf, hafði fáeinar kindur og mjólkandi kú, reri til fiskjar og vann tilfallandi störf til sjós og lands.

Stifnishólar

Stifnishólar og Brúsastaðir.

Á heimasíðu Brúsastaðaættar er sagt að nafnið tengist fuglum af ætt Brúsa, þ.e. Himbrimum og Lómum. Þessi nafnahugmynd er nýleg en til er eldri og sennilegri skýring á nafninu.
Í eina tíð stóðu margar verbúðir í landi Garðakirkju við norðanverðan Hafnarfjörð. Þegar einokunarverslunin lagðist af 1787 fjölgaði lausakaupmönnum og versluðu m.a. á Langeyri. Kaupmennirnir stóðu ekki lengi við en grasbýli tóku að byggjast þar sem kaupbúðir og verbúðir stóðu áður.

Getið er um Litlu-Langeyri í manntali 1801. Þetta kot var í eyði þegar Jón Oddsson kom þangað 1890 og tók Stifnishólar og Brúsastaðavörinað endurbyggja bæinn. Þegar hann var að grafa fyrir grunni hússins fann hann brot úr leirbrúsa og kallaði bæinn þar eftir Brúsastaði. Sigurgeir Gíslason vegaverkstjóri [sá er hafði m.a. verkstjórn á Grindavíkurveginum 1914-1918, tengdasonur Jóns Oddsonar lýsti nafngiftinni á þennan hátt fyrir Gísla Sigurðssyni lögregluþjóni og örnefnasafnara á sínum tíma. Það má ímynda sér að leirbrúsinn hafi verið frá þeirri tíð er lausakaupmenn versluðu á Langeyri seint á 18. öld, þó skýringin geti verið önnur.

Brúsastaðir

Brúsastaðir.

Oddur Jónsson og kona hans Sigríður Guðrún Eiríksdóttir sem komu frá Brynjudal í Hvalfirði tóku við Brúsastöðum af Jóni, en Eyjólfur Kristjánsson Welding og Ingveldur Jónsdóttir fluttu í Brúsastaðabæinn frá Hraunhvammi 1915. Það eru afkomendur þessara hjóna sem tilheyra Brúsastaðaættinni. Sonur þeirra Þórður Kristinn tók við búskapnum árið 1932 og eftir hans dag 1965 bjó Unnur dóttir Þórðar á Brúsastöðum ásamt Birni Kristófer Björnssyni eiginmanni sínum.
Margir, sem ganga með ströndinni neðan Brúsastaða, hafa mikla ánægju af fuglalífinu í fjöruborðinu sem og hinu hljómfagra samspili sjávar og steina.

Heimild:
-fp-2002.

Fjöruskil við Stifnishóla

 

Stifnishólar

„Þeir vóru margir saman í einu félagi, skiptu sér niður á bæi á Álftanesi og gengu ljósum loganum svo enginn hafði frið. Þeir vóru kallaðir Hverfisdraugar.

Brúsastaðir

Brúsastaðir og Stifnishólar.

Þetta var seint á 18 öld, og þá var séra Guðlaugur prestur í Görðum og hann kunni margt fyrir sér. Nú þegar bændur voru orðnir ráðalausir með þessa aðsókn þá fóru þeir til séra Guðlaugs og beiddu hann að hjálpa. „Mikið er að vita,“ segir prestur, „að þið skulið ekki hafa komið fyrr; það er nú orðið of seint, þeir eru nú orðnir of magnaðir, ég get ekki sett þá niður.“ Þó fór hann af stað og fékkst lengi við draugana og gat komið þeim að Stiflishólum, en lengra kom hann þeim ekki í því hvar sem hann leitaði á þar var eitthvað fyrir. Hann markaði því reit umhverfis hólana sem þeir aldrei komust út yfir og skildi svo við. Síðan eru þeir kallaðir Stiflishóladraugar, og hefur lengi verið þar reimt og einhver vandræði fyrir flesta sem fara þar fram hjá, en nú eru þeir farnir að dofna því þeir eru orðnir svo gamlir.“

Heimild:
-Jón Árnason I (1954), 254.

Stifnishóll

Stifnishóll.

Kárastaðakot

FERLIR hafði að þessu sinni það verkefni að leita uppi, staðsetja og teikna upp Kárastaðakot í fyrrum Þingvallasveit. Auk þess var ákveðið að skoða grjóthlaðna rétt ofan Brúsastaða.

Í Örnefnalýsingu Guðbjörns Einarssonar, bónda á Kárastöðum segir m.a. um Kárastaði og Kárastaðakot:

Kárastaðir

Kárastaðir – friðlýstar minjar.

„Miðsvæðis í Þingvallasveit, vestan vatns, er jörðin Kárastaðir. Hún liggur milli jarðanna Brúsastaða að austan, Skálabrekku að vestan og Þrándarstaða í Kjós að norðan, en takmarkast af Þingvallavatni að sunnan.
Kárastaðaás er misgengi ofan við bæinn og liggur frá suðvestri til norðausturs. Á honum eru Háás og Lágás. Á ská upp ásinn liggur Sniðgata, og vestar á honum heitir Jarðfall. Austan til á Háásnum er stór steinn, líkur húsi í laginu, og heitir hann Álfasteinn.

Kárastaðir

Kárastaðir.

Vestarlega undir Kárastaðaás er Nónmelur og Mógrafir. Gildrubrekkur liggja ofan við Kárastaðaás. Þar voru settar steingildrur fyrir refi í gamla daga. Suður undan Gildrubrekkum austan til er Þvergil, en vestur af þeim er Sæmundarflöt, og enn vestar Rjúpubæli. Ofan við Gildrubrekkur er Sandskeið. Norðvestur af Sandskeiði eru hvammar tveir, Hlíðarhvammur og Götuhvammur. Um Götuhvamm lá leiðin, þegar farið var með heybandslest úr Sökk, en það er mýrarslakki með fúamýri í. Selskarð er þar vestar. Um það var farið, þegar farið var í Selið, sem stóð í Selgili, og má enn sjá tóftirnar af Selinu.
Dalurinn milli Kárastaðahlíðar og Selfjalls heitir Lækir. Suður undan Selfjalli er dalkvos, sem heitir Skál, og skammt þar frá er Markagil, en þar eru mörkin milli Kárastaða og Brúsastaða.“
Hér að framan er ekkert minnst á Kárastaðakot.

Kárastaðir

Kárastaðir fyrrum.

Í skýrslu um „Lagningu jarðstrengs á Suðurlandi, deiliskráning… (Fornleifastofnun 2019) segir m.a. um Kárastaði:
„1570: Í máldaga frá árinu 1570 (og síðar) eru Kárastaðir eign Þingvallakirkju. DI XV, 644.
1695: Eign Þingvallakirkju og jarðardýrleiki 16 hdr. BL, 116.
1711: Jarðardýrleiki óviss. Jörðin átti þá afrétt með Grímsnesingum í Skjaldbreiðurhrauni. Eyðibýli: Kárastaðakot. JÁM II, 369.“

Hér að framan er sem sagt getið um Kárastaðakotið.

Í „Kortlagningu eyðibyggðarinnar á Þingvöllum segir Gunnar Grímsson í B.A-ritgerð sinni í fornleifafræði árið 2020 frá Kárastaðakoti:

„Kárastaðir og Kárastaðakot

Kárastaðakot

Kárastaðakot.

Tæpum þremur kílómetrum norðaustan Skálabrekku eru Kárastaðir, sem eru enn í byggð í dag. Kárastaðabændur stunduðu seljabúskap í Seldal, suðvestan bæjarins og var það einfaldlega nefnt Selið („Kárastaðir“, e.d., bls. 3). Eyðihjáleiga Kárastaða, Kárastaðakot, var byggð upp úr stekk bæjarins milli 1685–1691 (JÁM II, bls. 369). Mögulegar rústir Kárastaðakots sáust á loftmyndum Samsýnar í október 2019 fyrir tilviljun við skrásetningu leiða á Þingvöllum. Rústirnar hafa ekki verið heimsóttar á vettvangi og frekari rannsókna er þörf til að ákvarða hvort þær séu í raun bæjarstæði. Rústirnar, sem eru mitt á milli Kárastaða og Brúsastaða, eru sambyggðar og þeim svipar nokkuð til Bárukots í útliti. Kárastaðakot og Bárukot voru byggð og fóru í eyði á sama áratugnum.“

Kárastaðakot

Kárastaðakot – uppdráttur ÓSÁ.

Í Lögréttu 1919 er fjallað um Þingvelli við Öxará. Þar segir m.a.: „12. Kárastaðakot var bygt úr Kárastaðalandi um 1685. Þar var búið í 6 ár, svo lagðist það í eyði.“

Við vettvangssskoðun á tóftum Kárastaðakots var ljóst að um örkot var að ræða; húsakostur var þröngur; búr, baðstofa og útistandandi eldhús. Framan við kotið var fjárskjól og utan í því sauðakofi. Ofar var matjurtargarður og varða austar efst á mel. Neðar voru eldri minjar, greinilega stekkur. Minjarnar staðfestu framangreinda lýsingu um að kotið hafi verið byggð upp úr stekknum. Fjölmargar lýsingar eru um slíkt á Reykjanesskaganum í gegnum tíðina.

Brúsastaðir

Brúsastaðr – réttin undir Réttrahól.

Þá var haldið að Brúsastöðum með það fyrir augum að finna, staðsetja og teikna Brúsastaðaréttina undir Réttarhól (Einbúa).
Í Örnefnalýsingu fyrir Brúsastaði segir Haraldur Einarsson, fæddur á Brúsastastöðum, m.a.:

„Þar austur undir á er Einbúi, stakur hóll. Áin beygir nú, og þar er annar hóll, sem réttin er við. Hann var ekki kallaður neitt. [Hann heitir reyndar Réttarhóll.] Kallaður er Albogi í beygjunni á ánni. Þar eru klettabelti og skriður.

Brússtaðir

Brúsastaðarétt.

Vestan við bæ er sagður gamall kirkjugarður. Þar er hringmyndaður kragi og þýft inni í. Í hringnum eru þrjár lautir, ein stærst. Enginn vildi hrófla við þessu, og hefur það ekki verið sléttað. Einu sinni átti að slétta utan í þessum kraga, en þá var komið niður á stein-hleðslu, líkt og tröppur, og var þá hætt við. Blótsteinn er stór og mikill steinn, þar sem gamli bærinn stóð, vestan við kálgarð. Í hann er klöppuð skál.“

Brúsastaðir

Hoftóft? í kirkjugarði vestan Brúsastaða.

Augljóst má telja að framangreindur hóll vestan Brúsastaða er forn grafreitur. Skálalaga tóft í honum er mögulega hoftóft sú, sem fjallað hefur verið um, þrátt fyrir villandi örnefnin umleikis. Áhugaverður vettvangur fyrir fornleifafræðinga framtíðarinnar.

Brúsastaðir

Brúsastaðir – hlautsteinn.

Gömlu bæjarhúsin á Kárastöðum voru friðlýst af forsætisráðherra 16. júlí 2014 með vísan til 3. mgr. 18. gr. laga nr. 80/2012 um menningarminjar. Friðlýsingin tekur til ytra borðs, sambyggðs hlaðins útihúss og upprunalegra innréttinga gamla íbúðarhússins.

Kárastaðir

Kárastaðir.

Á vef Minjastofnunar segir: „Gamla íbúðarhúsið að Kárastöðum hefur varðaveislugildi sem mjög gott dæmi um steinsteypt sveitahús í burstastíl eftir Jóhann Fr. Kristjánsson húsameistara. Það stendur á áberandi stað og blasir við helstu aðkomuleið að þjóðgarðinum á Þingvöllum. Í grein sem birtist í Samvinnunni 1925 er fjallað um uppdrátt af Kárastaðahúsinu og það nefnt sem fyrirmynd framtíðarbygginga á Þingvöllum í þjóðlegum anda, Þingvallabæjarins og Hótel Valhallar. Húsið var teiknað og byggt sem sveitaheimili og gistihús og þjónaði lengi sem slíkt auk þess að vera samkomustaður sveitarinnar. Kárastaðahúsið er eitt örfárra gistihúsa þessarar gerðar sem varðveist hafa.“

Framangreind friðlýsing er einungis ein af fjölmörgum vitlausum er ráðamönnum hefur verið boðið upp á í seinni tíð, án tæmandi útskýringa.

Heimildir:
-Brúsastaðir – Örnefnalýsing; Haraldur Einarsson 1981.
-Lögrétta, 14. árg. 19. tbl. 07.05.1919, Þingvellir við Öxará, bls. 67.
-Kortlagning eyðibyggðarinnar á Þingvöllum… Gunnar Grímsson, B.A-ritgerð í fornleifafræði 2020.
-Ragnar Lundborg Jónsson, bóndi á Brúsastöðum.
-Lagning jarðstrengs á Suðurlandi, deiliskráning…Fornleifastofnun 2019.
-https://www.minjastofnun.is/hus-og-mannvirki/fridlyst-hus-og-mannvirki/sudurland/nr/1255

Kárastaðakot

Kárastaðakot.

Öxará

Í Náttúrufræðingnum 2020 fjalla Árni Hjartarson og Snorri Zóphóníasson um „Virkjun Öxarár„:

Öxará

Öxará – virkjun.

„Jón Guðmundsson, bóndi á Brúsastöðum, keypti Hótel Valhöll árið 1919. Þá stóð hótelið austan Öxarár á svokölluðum Köstulum. Þar kom hann upp raflýsingu árið 1927 og framleiddi rafmagnið með dísilvél til að byrja með.
Árið 1929 var gamla hótelbyggingin tekin niður og endurbyggð vestan Öxarár þar sem hótelið stóð síðan allt til þess að það brann sumarið 2009. Á sama tíma og þessar framkvæmdir stóðu yfir íhugaði Jón að virkja Öxará enda var þá verið að reisa litlar vatnsaflsvirkjanir víða um land.

Öxará

Öxará – virkjun.

Í umræðum um friðun Þingvalla á alþingi 1928 kemur fram að þá hafði Jón farið fram á leyfi til virkjunar. Ljóst er af umræðunum að þingmönnum leist ekki á virkjun við Öxarárfoss og töldu að hún myndi spilla helgi staðarins og fegurð. Friðun Þingvalla var síðan samþykkt samhliða stofnun Þjóðgarðsins.

Jón Guðmundsson

Jón Guðmundsson á Brúsastöðum.

Ekki er ljóst hvort Jón á Brúsastöðum hafði virkjun við Öxarárfoss einhvern tíma í huga. Þegar hann hóf virkjunarframkvæmdir 1932 var þaðí hans eigin landi, ofan við Brúsastaði þar sem Öxará fellur í flúðum og strengjum niður á jafnlendið. Þarna byggði hann inntaksstíflu, lagði aðfærslupípur, reisti stöðvarhús, kom upp raflínu og brúaði meira að segja ána gegnt stöðvarhúsinu. Virkjuð fallhæð var 13 m og lengd pípu um 180 m. Rafallinn var 37 kw rakstraumsrafall frá ASEA í Svíþjóð en vatnshjólið var smíðað í Landssmiðjunni. Ekki hafa fundist nein mæligögn um rennsli árinnar frá þessum tíma en vafalítið hafa menn þó reynt að meta það þegar lagt var á ráðin um vélar og búnað. Þetta var rennslisvirkjun án miðlunar og hafði lítil sem engin áhrif á rennsli Öxarár. Rafmagnið var leitt til Brúsastaða, Hótel Valhallar og í Þingvallabæinn. Nokkru síðar bættust sumarbústaðir í grenndinni við og einnig lét Jón lýsa upp Þingvallakirkju og fékk hún rafmagnið endurgjaldslaust. Raflínan til Þingvalla var 2,6 km að lengd.

Öxará

Öxará – virkjun.

Þetta var mikil framkvæmd og dýr fyrir einstakling, kostaði 25.000 kr. á verðlagi ársins 1932. Margt var því af nokkrum vanefnum gert og reksturinn gekk brösótt til að byrja með. Línan gat ekki flutt nema takmarkaða orku og spennufall var oft óhóflegt vegna þess hve grönn línan var. Auk þess urðu ýmsar truflanir viðstífluna af völdum framburðar og kraps í ánni. Jón vann því stöðugt að endurbótum og hafði stækkun í huga.

Öxará

Öxará – stíflan.

Árið 1942 endurnýjaði hann stífluinntakið og lét setja gildari víra í línuna og varð það til mikilla bóta. Með vaxandi umsvifum á Þingvöllum dugði þetta rafmagn ekki og fyrir lýðveldishátíðina 1944 var sett dísilrafstöð við Valhöll og notuð samhliða vatnsaflsstöðinni á sumrin fram til 1946. Þá var rekstri virkjunarinnar hætt en rafmagnið alfarið framleitt með olíu á vegum hlutafélags sem annaðist rekstur Valhallar frá 1944 til 1964 þegar Þingvellir fengu loks rafmagn frá Sogsvirkjun. Mannvirki virkjunarinnar gömlu eru enn vel sýnileg við ána ofan Brúsastaða, stífla stöðvarhús og brúarstólpar.“

Heimild:
-Náttúrufræðingurinn, 1. tbl. 2020, Öxará, Árni Hjartarson og Snorri Zóphóníasson, bls. 13-14.

Öxará

Öxará – virkjun.

Þingvallahraun

FERLIR fór um ofanverða Þingvelli, austanvert land Brúsastaða (land Þingvallabæjarins náði einungs að Öxará. Brúsastaðir áttu landið norðan hennar; þar með alla þinghelgina á Þingvöllum. Sögur herma að bóndinn á Brúsastöðum hafi t.d. gert sér stekk úr Snorrabúð í miðri fyrrum þinghelginni, ekki síst í þeim tilgangi að fullvissa Þingvallabóndann um hvað væri hvers. Þetta þótti reyndar algengur siður bænda í gegnum fyrstu aldir Íslandsbygðar, þ.e. að staðsetja mannvirki sín, s.s. sel og fjárskjól, yst á landamerkjum). Ætlunin var að berja Bakkaréttina, minjar Grímukots og Bárukots augum.

Í Sunnudagsblaði Vísis 1937 er fjallað um „Eyðibýli í Þingvallasveit 1840„:

Þingvellir

Ofanverðir Þingvellir – Grímgilslækur.

„Lýsing Þingvallaprestakalls 1840, eftir Björn Pálsson, Þingvallaprest, hefir nú verið birt í binu merka ritsafni „Landnám Ingólfs“. — Kveðst síra Björn hafa verið vanheill um það leyti, er lýsingin var af honum heimtuð, og fyrir því hafi hann orðið að fara eftir sögusögnum annara um margt, og ekki getað glöggvað sig sjálfur á ýmsu því, „sem langt frá liggur í mínum víðlendu sóknum. Þó hefi eg spurt þá eina, sem eg vissi hér kunnugasta“.
ÞingvellirEins og að líkindum lætur, nefnir síra Björn öll bygð ból prestakallsins og lýsir þeim að nokkuru. — Í Þingvallasveit voru bygð býli hin sömu og nú, nálega hundrað árum síðar, að undanskildu Arnarfelli og Fellsenda.
Lýsing klerks á Þingvallajörðum er heldur ófullkomin, og má vera, að lasleika hans sé um að kenna. Jörðin Svartagil (hjáleiga frá Þingvöllum) segir hann að heitið hafi að fornu Vegghamrar. Það er fagurt heiti og réttnefni.. En týnt mun það nú af tungu Þingvellinga. Selkot, hjáleiga frá Stíflisdal, er í Norðurárdal. Þar höfðu Stíflisdalsbændur selför. Norðurárdalur í Þingvallasveit mun nú sjaldan nefndur. Þingvellingar segja „út í dal“ og er þá átt við báða dalina: Norðurárdal og Stíflisdal.

Síra Björn lætur og getið allra þeirra eyðibýla, sem honum eru kunn í Þingvallasveit, eða hefir heyrt nefnd. Er þó ekki ósennilegt, að eitthvað kunni að vanta í þá upptalningu. Þar vantar t.d. Móakot, sem getið er um einhversstaðar að brunnið hafi um miðja síðustu öld og ekki verið bygt af nýju, en hefir ef til vill verið í ábúð 1840, þó að síra Björn telji það ekki meðal bygðra býla. — Móakot var yst í svo nefndum Bæjardal, norðan ársprænu þeirrar, er þar verður, og kallast Móakotsá.

Þingvallahraun

Þingvallahraun – smyrill.

Síra Björn skýrir frá eyðibýlum í Þingvallasveit og Þingvallahrauni, sem hér segir:
„Svarið verður hér óglöggt, nefndar heyri eg þessar: Fíflavelli fyrir norðan Skjaldbreið. Litla-Hrauntún suður af Mjóafelli. — Hrafnabjörg vestur af Hrafnabjörgum. — Bótólfsstaði og Bæjarstæði i Miðfellshrauni. — Arnarfell, útsunnan undir Arnarfelli, bygðist fyrir stuttu um fáein ár með lítilli heppni. — Bárukot og Grímsstaðir (hvar Grímur hinn litli bjó, sem getið er í Hólmverja sögu) milli Brúsastaða og Svartagils; Múlakot fyrir austan Svartagil, undir Ármannsfelli; Hólkot í Stíflisdal; Kárastaðakot í túninu á Kárastöðum; Þórhalla- eða Ölkofrastaðir fyrir austan Skógarkot, er nú stekkur þaðan.“ — Ekki kveðst síra Björn vita neitt um það, hvenær jarðir þessar hafi farið í eyði.
Hann segir ennfremur:

Þingvellir

Straumendur á Grímgilslæk.

„Seinna hefi eg getað glöggvað upp miklu fleiri eyðibýli… .
Við bætast þá“ (í Þingvallasveit): Ólafsvellir í Klukkuskarði, milli Skjaldbreiðar og Tindaskaga. — Álftabakki í Stíflisdal, fyrir sunnan Kjálkárós. Vindheimar norðan undir Stóra-Sauðafelli.“ Jörðin Fellsendi er hvergi nefnd, hvorki sem bygt ból né eyðibýli. Mun því bygð þar yngri en hundrað ára.
Talið er, segir síra Björn, að kirkjur hafi verið að Gjábakka og í Stíflisdal, auk Þingvalla. Ennfremur að munnmæli hermi, „að kirkja hafi verið á Ólafsvöllum“ (í Klukkuskarði), „en auðsjáanlegt segja menn, að kirkja hafi verið á Hrafnabjörgum, ekki alllítil.“

Þingvellir

Þingvellir 1906 – Ásgrímur Jónsson.

Í Lögréttu 1919 er fjallað um „Þingvelli við Öxará„. Þar segir m.a.:
„Jarðabók Árna Magnússonar telur 30 jarðir í Þingvallasveit árið 1711; af þeim voru 14 í eyði. Ennfremur hafði Á.M. það eftir munnmælum, að 50 bæir hefðu verið i sveitinni fyrir pláguna miklu (Svartadauða) 1402, og að Hrafnabjargir hafi staðið í miðri sveit. Sá bær stóð langt norð-austur í hrauninu niður undan Hrafnarbjargarklettum. Umhverfis þann stað er nú gróðurlaust og berblásið hraun að kalla má.
Bygðabýli í Þingvallasveit eru nú 16 að tölu og eyðibýlin 15, sem menn vita fyrir víst að voru í ábúð fyr á tímum. Flestöll eru þau nefnd í jarðabók Á. M. Og eru þau þessi:

Bárukot

Bárukot – uppdráttur ÓSÁ.

1. Bárukot fyrir ofan Almannagjá, en norðan Öxarár. Var af sumum mönnum bær þessi kallaður Þverspyrna eða Fótakefli. Kotið var fyrst bygt árið 1684, og var í ábúð að eins 8 ár og lagðist svo í eyði.

Grímastaðir

Grímastaðir (Grímakot).

2. Grímastaðir eða Grímakot var skamt fyrir norðan Bárukot. Árið 1711 sást þar votta fyrir garðhleðslu og mun að líkindum sjást fyrir henni enn. Bær þessi mun áður hafa heitið Grímsstaðir og kendur við Grím hinn litla, sem getið er um í Harðarsögu og Hólmverja, og bygði hann þar fyrstur og hafði stórt bú.
3. Múlakot, af sumum nefnt Mosastaðir, var sunnan undir Sleðási norður við Ármannsfell. Um 1680 var sá bær bygður upp úr fjárhúsum frá Svartagili. Ekki hafði það verið í ábúð nema eitt eða tvö ár.
4. Litla-Hrauntún stóð langt norðri á Þingvallahrauni hjer um bil miðja vegu milli Ármannsfells og Hlíðargjár. Liggur sú gjá norður af Hrafnagjá.
5. Hrafnabjörg. Sá bær stóð fyrir ofan Hlíðargjá upp undan svokölluðum Prestastíg. Er sögn manna, að þar hafi verið hálfkirkja til forna. Þar sjest enn fyrir mannvirkjum.
6. Bövarsholi er örnetni í skoginum skamt frá Veltankötlu. Býli þetta er komið í eyði löngu íyrir 1700. — Sagt er að býlið hafi tekið nafn af Ívari nokkrum, sem kvað hafa bygt það fyrstur. Um 1680 er sagt, að maður nokkur að nafni Sæmundur hafi búið þar rúmlega hálft ár eða svo, og hafi þar dáið.

Grímastaðir

Grímastaðir.

7. Ölkofra var bær norðaustur í hrauninu frá Þingvöllum. Fyrir austan Skógarkot er enn þá örnefni, sem heitir Ölkofrastaðir og Ölhóll. Mun sá bær hafa dregið nafn af Þórhali Ölkofra, sem Ölkofraþáttur er af. Gerði Ölkofra öl á alþingi til tekna sjer. Hann kveikti í Goðaskógi í Þingvallahrauni. Þá var bær hans kallaður Þórhallastaðir í Bláskógum. Bær þessi var í ábúð um 1700, en þar áður ýmist bygður eða í eyði.
8. Þórhallastaðir. Sá bær lagðist í eyði í Svartadauða, en löngu seinna er sagt, að bærinn hafi verið bygður upp aftur þar sem Skógarkot er nú, og að þar hafi þeir staðið áður. Hjer virðist eitthvað blandað málum með eyðibýlin. Að líkindum hafa Þórhallastaðir og Ölkofra verið sami bærinn, og ýmist verið kenndur við Þórhall eða Ölkofra, og færður þangað, sem Skógarkot er nú. Þó ei ekki loku fyrir það skotið, að hjer geti verið um tvo bæi að ræða.
9. Eiríksstaðir eru sagðir að hafa staðið fyrir norðan Mjóafell, milli þess og Skjaldbreiðar. Bæjar þessa er getið í Bárðarsögu Snæfellsáss og Ármannssögu. Eiríkur frá Eiríksstöðum var einn þeirra manna sem glímdu á Hofmannafleti.
10. Fíflavellir áttu að hafa verið landsuður frá Skjaldbreið. Getið er um þenna bæ í Ármannssögu.
11. Rótólfsstaðir voru norðan undir Miðfellsfjalli.

Kárastaðir

Kárastaðir.

12. Kárastaðakot var bygt úr Kárastaðalandi um 1685. Þar var búið í 6 ár, svo lagðist það í eyði.
13. Neðridalur var bær í dalnum norður af Stíflisdal. Hann lagðist í eyði í Svartadauða. Um 1700 sást þar votta fyrir girðingum og tóftum.
14. Hólkot var í landsuður frá Síflisdal. Þar var bygð fyrir Svartadauða. Sagt er, að þar hafi sjest fyrir tóftum og garðhleðslu.
15. Móakot var bygt á 19. öld, tiiilli Skálabrekku og Heiðabæjar. Það var í ábúð að eins sárfáár.
Hvort nokkuð er hæft í því, að 50 bæir hafi verið í Þingvallasveit á 13. og 14. öld og þar áður, og að Hrafnabjargir, sem áður eru nefndar, hafi staðið í miðri sveit, er ekki hægt að fullyrða; hefur það ekki verið rannsakað. En ekki er ósennilegt að svo hafi verið, því að Skógarsveitir voru yfirleitt mjög þjettbýlar til forna. Til þess að ganga úr skugga með það, þarf að rannsaka alt það svæði, sem líkindi eru til að bygðin hafi náð yfir í Bláskógum. Sagt er, að enn sjáist leifar af tóftum norður undir Skjaldbreið. En hvort það eru fornar bæjarrústir, vita menn ekki. Svo gæti víðar fundist, ef vel væri leitað.
Hafi bygð verið áður í Þingvallahrauni, á skóglendi, þar sem nú er algerlega berblásin jörð, hafa bæirnir lagst í eyði af öðrum orsökum en þeim, að menn fengjust ekki til að búa á jörðunum, ef það hefði verið nokkur leið. Jarðirnar lögðust í eyði sökum þess, að skógurinn var rifinn og upprættur með öllu, en landið bljes upp og varð óbyggilegt.
Að líkindum hefur alt svæðið fyrir norðan og austan Þingvallavatn heitið Bláskógar til forna.“…

Grímagilslækur rennur nú neðan tófta Bárukots. Augljóst er að hann hefur áður runnið ofan kotsins, a.m.k. að hluta, eða verið veitt þá leið um tíma. Neðar rennur í dag Hrútagilslækur.

Bárukot

Bárukot – tóftir.

Tófir Bárukots eru augljósar, en tóftir Grímukots eru öllu torræðnari. Túnstæðin eru aðskilin. Tóftin í Grímarskoti virðist miklu mun eldri, nánast jarðlæg, en tóftir Bárukots eru augljósar, sem fyrr sagði. Skammt vestan þeirra er grjóthlaðinn stekkur.

Gunnar Grímsson segir frá „Kortlagningu eyðibyggðarinnar á Þingvöllum…,- http://hdl.handle.net/1946/35509

Bárukot

Bárukot

Bárukot – tóftir.

Öðrum tveimur og hálfum kílómetrum norðaustan Brúsastaða eru Grímsstaðir (eða Grímastaðir) sem nánar verður fjallað um á blaðsíðu 41. Rúmum kílómetra sunnan Grímsstaða eru rústir Bárukots (mynd 15), sem var byggt í um átta ár milli 1684–1692. Þá þóttu landkostir á Grímsstöðum lakari til búsetu. Bárukot fékk fljótlega viðurnefnin Þverspyrna og Fótakefli (JÁM II, bls. 367) líkt og ferðalangar hafi gjarnan hrasað um tóftirnar á leið sinni þar um. Matthías Þórðarson þjóðminjavörður mælir um 1250 metra milli Grímsstaða og Bárukots og lýsir kotinu sem „ferhyrndri hvirfingu, 9×11 m að stærð, og girðing vestan við, líklega fyrir fé. Dálítið suðvestar er hraungrýtistóft niðurfallin; hefur þar verið smákofi fyrir skepnur“ (Matthías Þórðarson, 1945, bls. 86).

Grímsstaðir
Í Jarðabókinni 1711 eru Grímsstaðir, þá ritaðir sem Grímastaðir, sagðir hafa farið í eyði í plágunni miklu. Þar hafi svo aldrei verið byggð síðan og þar sjáist til garðaleifa og rústa sem og af túngarði og veggjaleifum (JÁM II, bls. 367). Grímsstaðir eru merktir mitt á milli Brúsastaða og Svartagils á korti sem fylgir sóknarlýsingu Þingvalla 1840 (Björn Pálsson, 1979, bls. 186). Bærinn er yfirleitt kallaður Grímastaðir í daglegu tali. Nafnið tengist sagnapersónunni Grími „litla“ úr Harðar sögu og Hólmverja en í sögunni keypti Grímur land „suður frá Kluptum, er hann kallaði á Grímsstöðum“ (Íslenzk fornrit XIII, bls. 14–15).
Sigurður Vigfússon fornfræðingur telur lýsingar Harðar sögu benda til að Grímsstaðir hafi verið einhvers staðar sunnan Sandklufta, sem er örnefni í austurhlíðum Ármannsfells. Stingur hann upp á þeirri hugmynd í Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1880–1881 að bærinn undir Hrafnabjörgum (bls. 54) hafi verið hinir eiginlegu Grímsstaðir (Sigurður Vigfússon, 1881, bls. 43). Sigurður segir þó í aftanmálsgrein í sömu árbók að hann hafi síðar ákvarðað staðsetningu Grímsstaða og væru þeir við Grímsgil (eða Grímagil) milli Brúsastaða og Svartagils: Að austanverðu við gilið, eða þeim megin, sem snýr að Ármannsfelli, eru gamlar bæjatóttir vallgrónar, sem kallaðar eru Grímastaðir; þar eru valllendisflatir í kring, sem verið hefir tún; þar er nú orðið vaxið með víði. (Sigurður Vigfússon, 1881, bls. 98).
Brynjúlfur Jónsson fornfræðingur fer að Grímsgili sumarið 1904, teiknar upp tóftirnar, sem þar eru og lýsir þeim svo: Rúst Grímastaða er vestanmegin lækjarins […]. Hún er svo niður sokkin, að mestu gætni þarf til að sjá hana, og hún virðist hafa verið mjög lítil. Hún liggur austur og vestur, hefir dyr á suðurhlið og miðgafl vestan við þær með dyrum við útidyrnar. Vestur-herbergið er 3 fðm. langt, hitt aðeins 1 1/2 fðm. Breiddin eru 2 fðm. Þó má vera að austurherbergið hafi verið lengra, því endinn er óglöggur, og litlu austar sér á hleðslusteina í flagrotu. Þar skamt frá sér aðra, óglöggva tóft, mjög litla.
Önnur forn mannvirki sjást þar ekki. (Brynjúlfur Jónsson, 1905, bls. 46).

Bakkarétt

Bakkarétt.

Matthías Þórðarson þjóðminjavörður segir Grímsstaði um 1250 metra norðan Bárukots (1945, bls. 86) og lýsir rústum Grímsstaða á sambærilegan hátt og Brynjúlfur: Tóttir þær, er nú sjást á Grímsstöðum, eru litlar og óljósar. Helzt er þar bæjartóft, sem skiptist í þrennt, og skammt austur frá henni sér aðra tóft, mjög litla, og enn hina þriðju 40 skref frá (um 7 x 5 m. að stærð). (Matthías Þórðarson, 1945, bls. 85–86).
Í örnefnalýsingu Svartagils eru rústirnar nefndar Grímakot og eru sagðar vera meðfram brekkunum, „við lækinn, fyrir austan Sandhólinn“ („Svartagil“, e.d., bls. 1). Töluvert suðaustan Grímsgils, nálægt þjónustumiðstöð Þingvalla, er einnig vörðubrot sem nefnist Litla-Grímsvarða (Ásgeir Jónasson, 1939, bls. 155). Í Árbók Ferðafélags Íslands 2003 er sagt að ummerki húsarústa Grímsstaða finnist ekki (Þór Vigfússon, 2003, bls. 178). Félagið Ferlir skoðaði svæðið undir Grímsgili 2007 og þar virtist á einum stað mega, með góðum vilja, sjá móta fyrir skálatóft nálægt Grímsgilslæk (eða Grímagilslæk) sem og mögulegum garðlögum (Ómar Smári Ármannsson, 2007).
Ritaðar heimildir benda sterklega á að rústir Grímsstaða séu við Grímsgil. Til að taka af allan vafa voru 0,7 ferkílómetrar kortlagðir við Grímsgilslæk, í tveimur ferðum í apríl og maí 2018, til að athuga hvort rústir lægju á fleiri stöðum þar um kring (mynd 19). Svo virðist ekki vera en þetta landsvæði er afar illa farið af mikilli umferð seinustu alda. Helstu leiðir á þessu svæði liggja í átt að leiðinni um Leggjabrjót, sem hefst vestan malarnámu. Við Grímsgil mátti greina óljósar upphækkanir á yfirborðslíkani og voru þær taldar hugsanlegar fornleifar. Borkjarnarannsókn 18. september 2019 staðfesti að upphækkanirnar eru í raun rústir af fornum mannvirkjum. Útlit rústanna kemur vel heim við uppdrátt Brynjúlfs Jónssonar af Grímsstöðum.
Á Grímsstöðum eru greinilegar rústir á þremur stöðum og er fyrst að nefna rústina sem Brynjúlfur Jónsson og Matthías Þórðarson kalla bæjarrúst. Hún er um 13,5×6 metrar að stærð og veggir hennar rísa um 40 sm upp af yfirborðinu. Rústin virðist tvískipt eða þrískipt.“

Þingvellir

Þingvellir – stífla.

Engar upplýsingar virðast liggja fyrir um hina formfögru Bakkarétt. Svo virðist sem listrænn ráðunautur hafi verið fenginn til að hanna réttina úr frá fagurfræðilegum forsendum. Líklega hefur hún leyst af réttina í Sleðabrekkum. Síðar, að loknu réttarhaldi í Bakkarétt hefur réttarhaldið færst yfir í Þingvallaréttina í Skógarkoti.

Engar upplýsingar virðast liggja fyrir um samspil Grímgilslækjar og Hrútagilslækjar ofan við hina manngerðu stíflu. Ofan stíflunnar er fráveita þar sem samlækjunum er hleypt niður að Leirum. Handan hennar hefur spengingum verið beytt til að koma affalli lækjanna í gegnum öflugt hraunhaft. Augljóst er af verksummekjum að þarna hafa farið fram talsverða framkvæmdir. Affallið rennur niður í Þingvallahraunið og hverfur niður í það ofan þjóðvegarins.

Lækjunum er að hluta hleypt úr stíflunni um steypt affall niður að Leirum (Þjónustumiðstöðinni). Mjög líklega hefur stíflugerðin verið gerð til þess að þjóna vatnsþörf þjónustumiðstöðvarinnar á Leirum og/eða til að takmarka vatnsrennslið þangað til að minnka líkur að flæður mynduðust umhverfis hana.

Í Náttúrufræðingnum 2020 fjalla Árni Hjartarson og Snorri Zóphóníasson um Öxará. Þar segir m.a. um Grímagils- og Hrútagilslæk (Leiralæk):

Þingvellir

Þingvellir – örnefni ofan við Leirur.

„Norðan við Öxará koma saman lækir í giljum frá Botnssúlum og Ármannsfelli og mynda einn læk eða smáá sem Leiralækur nefnist. Á fyrri tíð féll hann óheftur niður á Leira, flatlendið þar sem söluskálinn og tjaldsvæðið eru nú. Þeir eru myndaðir af framburði lækjarins. (Sumir tala um Leirur og nefna lækinn Leirulæk). Leiralækur á efstu upptök sín í Svartagili og Sláttugili vestan við eyðibýlið Svartagil og í Hrútagili, sem er nokkru vestar. Aurkeilur liggja frá giljunum og út á hraunið þar sem giljalækirnir sameinast. Eftir það nefnist lækurinn Hrútagilslækur. Neðar bætist Grímagilslækur við og eykur rennslið í Hrútagilslæk að mun. Nokkru neðan lækjamótanna hafa verið gerðar stíflur á hrauninu og hafa þær áhrif á lækjarrennslið. Rétt norðan við þjóðgarðsmörkin þar sem þjóðvegurinn liggur yfir Tæpastíg steypist lækurinn ofan í efstu misgengissprunguna í dálitlum fossi eða flúð. Þar skiptir hann um nafn og heitir Leiralækur eftir það. Efst rennur hann góðan spöl norðuraustur eftir þröngri sprungunni þar sem hann hverfur öðru hverju í hraunið en birtist svo á ný. Syðst í Hvannagjá tekur hann krappa beygju og snýr nánast viðá ferð sinni uns hann streymir frjáls niður brekkurnar ofan við Leirana. Þar smýgur hann undir akveginn og hverfur loks í Leiragjá, sem hann hefur að mestu fyllt með möl og sandi. Leirarnir eru grónar flatir sem myndast hafa af framburði Leiralækjar en ekki er hægt að sjá að Öxará hafi nokkru sinni flætt þar um.
Í þurrkatíð er Leiralækur jafnan þurr og raunar getur Hrútagilslækur einnig horfið gersamlega. Þurrir farvegir sýna að fyrrum hefur Hrútagilslækur runnið til Öxarár og hefur þá aukið vatnsmagn hennar allnokkuð.“

Brúsastaðir áttu landið utan Öxarár og þar með Þinghelgina. Í Vilkinsmáldaga frá 1397 eru Brúsastaðir þó skráðir eign kirkjunnar. DI IV, 94. Árið 1695 eru Brúsastaðir skráðir eign Þingvallakirkju og jarðardýrleiki 13 hdr. BL, 116.

Heimildir:
-Vísir Sunnudagsblað, 29. tbl. 25.07.1937, Eyðibýli í Þingvallasveit 1840, bls. 2-3.
-Lögrétta, 19. tbl. 07.05.1919, Þingvellir við Öxará, bls. 1.
-Kortlagning eyðibyggðarinnar á Þingvöllum…, Gunnar Grímsson – http://hdl.handle.net/1946/35509
-Náttúrufræðingurinn, 1. tbl. 2020, Öxará, Árni Hjartarson og Snorri Zóphóníasson, bls. 7.

Þingvellir

Þingvellir – rudd hefur verið upp stífla og sprengt í gegnum hraunhaft með tilheyrandi affalli….