Skrifað var um „Bullaugu“ í Morgunblaðið 3. mars árið 1962:
„Þegar ljóst var, að ekki væri með auðveldu móti hægt að virkja vatnið í hrauninu hjá Jaðri, var fenginn jarðbor til borunar í Grafarlandi á landi því, sem Golfklúbbur Reykjavíkur hefur fengið úthlutað undir golfvöll.
Ástæðurnar til þess, að boranir hófust þarna voru nokkrar m.a.:
1. Rannsóknir Jóns Jónssonar bentu til þess, að mikið jarðsig lægi um golfvallarlandið með tiltölulega opnum sprungum sitt hvoru megin við sigið.
2. Jón Þorláksson, fyrrv. borgarstjóri, benti árið 1907 á lindir í Grafarlandi. Hvaða fjarlægð er leyfileg milli borholanna er ekki vitað, en það mun koma í ljós við frekari rannsóknir á svæðinu.
c. Gerlarannsóknir á vatninu bæði úr lindunum og fyrrnefndu holunni var það góð, að Sigurður Pétursson gerlafræðingur lét þá athugasemd fylgja, að „vatnið væri óvenju gerilsnautt“. Efnagreining á sama vatni sýndi engin skaðleg efni og er vatnið svipað og Gvendabrunnavatnið, þó aðeins steinefnaríkara.
AÐRAR FRAMKVÆMDIR
Verði horfið að því ráði að virkja vatnið við Bullaugu verða aðrar framkvæmdir vatnsveitunnar vitaskuld við það miðaðar. Og er líklegt, að framkvæmdum yrði í stórum dráttum hagað sem hér segir á árinu 1962:
1. Haldið verður áfram og lokið við lagningu 24 þuml. aðalæðar í Kringlumýrarbraut frá gamla Sogavegi suður að Vallarleiti (Hamrahlíð). Nú þegar er meginhluta pípulagnar lokið á þessum kafla, en tengingum á brunnum verður lokið næsta sumar.
2. Lögn að geymi á Litlu Hlíð frá mótum Vallarleitis. Á korti því, sem hér fylgir, má sjá, hverjar eru þær vatnsveituframkvæmdir, sem fyrirhugaðar eru á næstu 2—3 árum. Á þessu ári verður lögð 32″ aðalæð meðfram Miklubraut, frá Kringlumýrarbraut austur fyrir Grensásveg og byggður vatnsgeymir á Litlu Hlíð. Á árinu 1963 verður svo sú æð tengd við aðra 32″ aðalæðina við Sogaveginn inni við Skeiðvöllinn. Og fyrir árslok 1963 á að vera búið að leggja æð frá hinu nýja vatnsbóli, Bullaugum í Grafarlandi, í þessar aðalæðar Oodds Th. Sigurðssonar, vatnsveitustjóra og leitaði hjá honum nánari upplýsinga um þessi mál, og fara þær hér á eftir.
Eina vatnsból Reykvíkinga nú er Gvendarbrunnar, en núverandi rennsli þaðan er 700 1/sek. Það er fyrir alllöngu orðið ljóst, að á þeim er ekki hægt að byggja meiri aukningu, sem er þó óumflýjanleg. Þess vegna hefur á undanförnum 2 árum verið unnið við rannsóknir á lindum og vatnsbólum, sem til greina komu. Hefur vatnsveitan haft Jón Jónsson jarðfræðing í þjónustu sinni við þessar rannsóknir, en hann hefur rannsakað allt svæðið frá Kaldá norður að Úlfarsfelli og gert sprungukort aif svæðinu.
Niðurstaðan af þessum athugunum er sú, að til greina kem ur að virkja ýmsar lindir, sem allar hafa þó þann annmarka, að þær eru nokkuð langt frá núverandi aðalæðum nema svæðið í Grafarlandi. Þessi kortlagning jarðsprungnanna er sá grunnur, sem öll vatnsleit mun byggjast á í framtíðinni, og hlýtur að verða unnið áfram að tilraunaborunum, svo að kortleggja megi grunnvatnsrennsli heiðarlandsins fyrir austan borgina. Við rannsóknir á virkjunarmöguleikum á svæðinu milli Jaðars og Gvendarbrunna kom í ljós, að þar er mjög mikið vatnsmagn, og runnu á þurrkatímabilinu á s.l. sumri t.d. að minnsta kosti 500 1/sek. af mjög góðu drykkjarvatni undan hrauninu á þessu svæði út í Kirkjuhólmatjörn. Niðurstöður þeirra rannsókna, sem þarna fóru fram voru þær, að virkjun á þessum stað yrði mjög kostnaðarsöm, og er það skoðun mín, að fresta eigi framkvæmdum þarna í nokkur ár, þar sem boranirnar (sem hann nefnir Bullaugu) á þessum stað og telur þær koma til greina sem vatnsból fyrir Reykjavík, en hvarf frá þeim og valdi Gvendarbrunna vegna óhagstæðari hæðarlegu Bullaugnalindanna, en nú skiptir það atriði ekki lengur máli.
3. Golfvöllurinn verður væntanlega tekinn í notkun árið 1963, og af þeim sökum var æskilegt að fá vissu fyrir vatnsöflunarmöguleikum svæðisins í tíma og samræma aðgerðir V.R. gerð brautanna eftir föngum.
MJÖG GOTT VATN
Þarna voru svo boraðar 2 holur og varð árangur þeirra borana sá, að úr annarri holunni fást 120 1/sek., og úr hinni 70 1/sek., en núverandi sjálfsrennsli úr Bullaugum er samkvæmt laus legri mælingu a. m. k. 200 1/sek. Að svo komnu er of snemmt að fullyrða nokkuð um vatnsmagn það, sem unnt á að vera að vinna á þessum stað, en þó virðist ástæða til nokkurrar bjartsýni, og eru ástæðurnar til þess helztar:
a. Eftir athugunum Jóns Jónssonar á borsvarfinu virðist vera komið niður á sandsteinslag neðan við 20 m dýpi í fyrrnefndu holunni, og náði það í ca. 29 m dýpi. Við borun í Rauðhólum í sl. viku fannst svipað sandsteinslag á milli 12 og 22 m dýpi.
Þessi atriði benda til þess, að undir Hólms- og Reynisvatnsheiði sé sandsteinslag, sem ber grunnvatn til sjávar og virkar jafnframt sem mikið vatnsforðabúr, sem dæla má úr.
b. Sprungulengdin yfir dalverpið er um 600 m á lengd, og á því að leyfa dælingu úr nokkrum borholum samtímis.
3. Bygging vatnsgeymis á Litlu Hlíð, sumarið 1962.
4. Lögn 32″ (800 mm’) aðalæðar meðfram Miklubrautinni frá Kringlumýrarbraut austur fyrir Grensásveg. Efni í þessa lögn er að mestu komið til landsins og undirbúningsvinna til útboðs að verða lokið.
5. Bygging dælustöðvarhúss við Stóragerði.
6. Lögn 16″ aðalæðar í Rauðarárstíg milli Háteigsvegar og Laugavegar. Verk þetta er nú hafið og því lýkur væntanlega fyrir vorið.
HEILDARKOSTNAÐURINN 33,2 MILLJ. KR.
Heildarkostnaðurinn við þessar framkvæmdir og virkjun Bullaugna yrði samkvæmt kostnaðaráætlun, sem gerð hefur verið um 33,2 millj. kr., en sjálf getur vatnsveitan lagt til þeirra 17,2 millj. kr. á árunum 1962—’63, svo að afla þyrfti 16 millj. kr. láns, ef ljúka á þessum framkvæmdum á næstu 2 árum. Ef ráðizt yrði út í framkrvæmdir þessar án lánsfjár tælki virkjun Bullaugna hins vegar ekki skemmri tíma en 5—6 ár, en ef fresta ætti framkvæmdum svo lengi mundi það vafalaust hafa í för með sér alvarlegan vatnsskort fyrir þá bæjarhluta, sem hæst standa. Það er þess vegna skoðun mín, að varhugavert sé að draga virkjun Bullaugna lengur en til ársloka 1963 og í lengsta lagi til ársloka 1964.“
Rétt er að geta þess að ekki varð að vatnsöflun fyrir Reykvíkinga úr Bullaugum.
Sjá meira um neysluvatnið HÉR og HÉR.
Heimild:
-https://timarit.is/page/1341853#page/n7/mode/2up