Færslur

Vogsósar

Eftirfarandi frétt birtist á forsíðu Fréttablaðsins 31. okt. 2007 undir fyrirsögninni Fornt handrit finnst í húsi í Hafnarfirði – Dularfullt handrit rannsakað.

“Við vitum lítið um handritið enn þá. Það fannst í húsi ef svo má segja,“ segir Vésteinn Ólason, forstöðumaður Stofnunar Handritið-Fbl.Árna Magnússonar. Stofnuninni barst fornt handrit í gær sem fannst við tiltekt í Hafnarfirði fyrir nokkrum árum.
„Handritið er með dularfullu letri sem við þekkjum ekki. Það er punktur á milli stafanna og þetta eru hvorki rúnir né latína. Þetta er einhvers konar leyniletur og skrifað á skinn sem bundið er á gamalt íslenskt band. Ég tel að það sé að minnsta kosti 200 til 300 ára gamalt og ef til vill eldra. Það er ekki vitað hvort það var skrifað á Íslandi,“ segir Vésteinn en rannsóknin er enn á frumstigi og kalla þarf til fleiri fræðimenn til þess að ráða gátuna.
Ritinu er lýst sem lítilli bók með viðarkápu sem vafin er inn í reimar. Pálmar Pétursson hafði bókina í fórum sínum í nokkur ár en ákvað að færa hana til athugunar hjá Árnastofnun. „Ég var að hjálpa bróður mínum að flytja og fann bókina á háaloftinu. Ég var þá í sagnfræðinámi og áttaði mig þess vegna á því að hún væri eitthvað til að kíkja á.“

Allt hér að aftan er að mestu til gamans gert – en öllu gamni fylgir jú einhver alvara. Skrifað hefur verið um galdrastafiÞrennt vekur athygli í fréttinni; í fyrsta lagi finnst forstöðumanni handritastofnunar handritið athyglisvert, í öðru lagi virðist textinn ólæsilegur núlifandi handritasérfræðingum og í þriðja lagi virðist handritið vera frá tíð Eiríks á Vogsósum, þess mikla galdraprests. Prestsetrið var löngum í Vogsósum uns brauðið var lagt niður árið 1907.
Séra Eiríkur Magnússon (1638-1716) mun hafa lært undir skóla hjá Jóni Daðasyni í Arnarbæli og var síðar aðstoðarprestur hans. Hann varð síðan prestur í Selvogsþingum og bjó sem ókvæntur húsmaður á Vogsósum. Til eru margar sagnir af séra Eiríki og verður ein þeirra, um galdrabókina Gráskinnu (sem sumir vildu nefna Gullskinnu (Skuggi)), rakin að hluta hér á eftir.
Eitt af sérkennum íslenskra galdramála eru galdrastafir og skræður sem fjöldi manna var dæmdur fyrir að hafa í fórum sínum. Galdraskræður voru að sjálfsögðu lífshættuleg eign á 17. öld en þó eru til fjölmargar skræður á handritasöfnum. Nokkrar þeirra eru sannanlega frá tíma galdrabrennanna, en aðrar eru skrifaðar síðar, þær yngstu á tuttugustu öld. Einhverjar uppskriftir á skræðum leynast enn í einkaeign og til skamms tíma hefur fólk ekki flíkað slíkri eign. Hingað til hefur lítið farið fyrir fræðilegum rannsóknum á innihaldi eða geymd galdrabóka. Uppistaðan í sumum eru galdrastafir með mismiklum textum um meðferð þeirra og tilgang, en aðrar eiga meira skylt við lækningabækur miðalda. Til eru einnig bækur sem innihalda leyniletur af ýmsu tagi. Sumar bækur virðast skrifaðar af einum manni en við aðrar hefur verið bætt smám saman.
Í þjóðsögum er greint frá mögnuðum galdrabókum á biskupsstólunum, Rauðskinnu Gottskálks biskups grimma og Gráskinnunum á Hólum og í Skálholti. Bækur þessar voru grafnar með eigendum sínum og til eru margar sögur um tilraunir skólapilta til að komast yfir þær, sú frægasta er sagan af Galdra-Lofti.
Íslenskir galdrastafir virðast eiga sér mismunandi rætur. Sumir sýnast runnir frá rúnaletri en aðrir eru vafalaust innfluttir og ber þar mest á innsiglum sem finna má í dulspeki miðalda.
Sumir stafir bera nöfn en aðrir ekki. Með stöfunum fylgdu síðan leiðbeiningar um til hvers þeir voru ætlaðir og hvað þyrfti að gera til að þeir hefðu tilætlaða verkan. Því máttugri sem galdurinn var því erfiðara var yfirleitt að framkvæma hann. Tilgangurinn með notkun stafanna spannar allt frá vernd og lækningum til meingjörða. Fjölmargir stafir eru til sem ætlaðir eru til að verjast þjófnaði eða finna þjóf og annar stór hluti eru ástargaldrar, flestir ætlaðir til að verða sér úti um kvenmann.
Galdrastafur um fjárvarnaskaðaEkki eru skræðurnar alltaf sammála um heiti eða notkun einstakra stafa en stafina sjálfa má finna nákvæmlega eins í eldri og yngri skræðum. Í galdramálum sem upp komu á Íslandi er yfirleitt um að ræða stafi eða blöð sem ætluð eru til að létta sér lífsbaráttuna en lítið bar á svartagaldri eða meingaldri.
Í fyrrgreindri sögu af Eiríki á Vogsósum segir: “
Í Biskupstungum var eitt sinn kotkarl nokkur gamall og forn í skapi; lítt siðblendi hafði hann við alþýðu. Hann átti tvo hluti, er honum þóttu bestir af eigum sínum; það var bók, er ekki vissu aðrir menn, hvers innihalds var, og kvíga, er hann kappól.
Karl tók sótt mikla og sendi orð Skálholtsbiskupi og bað hann koma á sinn fund. Biskup brá við skjótt og hugði gott til að tala um fyrir karli og fer til fundar við hann.
Karl mælti: “Svo er mál með vexti, herra, að ég mun skjótt deyja, og vil ég áður biðja yður lítillar bónar.” Biskup játti því. Karl mælti: “Bók á ég hér og kvígu, er ég ann mjög, og vil ég fá hvort tveggja í gröf með mér, ella mun verr fara.”
Biskup segir, að svo skuli vera, því honum þótti ei örvænt, að karl gengi aftur að öðrum kosti. Síðan dó karl, og lét biskup grafa með honum bókina og kvíguna.
Það var löngu síðar, að þrír skólasveinar í Skálholti tóku fyrir að læra fjölkynngi. Hét einn þeirra Bogi, annar Magnús, þriðji hét Eiríkur. Sagt hafði þeim verið af karli og bók hans, og vildu þeir gjarnan eiga þá bók, fóru því til á einni nóttu að vekja upp karlinn, en enginn kunni að segja, hvar gröf hans var. Því tóku þeir það ráð að ganga á röðina og vekja upp hvern af öðrum. Fylla þeir nú kirkjuna af draugum, og kom karl ekki. Þeir koma þeim niður aftur og fylla kirkjuna í annað sinn og hið þriðja, og voru þá fá leiði eftir og karl ókominn.
Séra Eiríkur þjónaði KrýsuvíkurkirkjuÞegar þeir höfðu komið öllu fyrir aftur, vekja þeir þessa upp, og kom karl þá síðastur og hafði bók sína undir hendi sér og leiddi kvíguna. Þeir ráða allir á karl og vilja ná til bókarinnar, en karl brást við hart, og áttu þeir eigi annað að gjöra en verjast. Þó náðu þeir af bókinni framanverðri nokkrum hluta, yfirgáfu svo það eftir var og vildu koma fyrir þeim, er þá voru á kreiki, og tókst þeim það við alla nema karlinn. Við hann réðu þeir engu, og sótti hann eftir parti bókar sinnar. En þeir vörðust og áttu ærið að vinna. Gekk svo til dags. En er dagaði, hvarf karl í gröf sína, en þeir þuldu yfir henni fræði sín, og hefur karl ekki gjört vart við sig síðan.
En blöðin færðu þeir félagar sér í nyt og sömdu eftir þeim fjölkynngisbók þá, er Gráskinna er nefnd og lengi lá á skólahúsborði í Skálholti. Vann Bogi þar mest að, því hann lærði miklu mest.
Þeir félagar vígðust síðan til prestskapar; varð Eiríkur prestur á Vogsósum í Selvogi, en ekki eru nefndir staðir hinna. En það er frá þeim sagt, að Magnús gekk að eiga heitmey Boga. En er hann spurði það, fer hann til fundar við Magnús, og vissi Magnús það fyrir og það með, að ef Bogi sæi hann fyrri, væri það sinn bani.

Eiríksvarða á Arnarfelli - heiðruð af FERLIR 2006

Magnús gekk í kirkju og stóð að hurðarbaki og lét segja Boga, er hann reið í hlað, að hann væri í kór að gjöra bæn sína. Bogi gekk í kirkju og inn á gólf, og sér Magnús hann fyrri og fagnar honum nú vel. Hann tók því glaðlega, og er hann reið burt, fylgdi Magnús honum á veg.
Að skilnaði tekur Bogi upp pela og býður Magnúsi að súpa á. Hann tók við, tók úr tapann og skvettir í andlit Boga, en hann féll dauður niður. Fer Magnús síðan heim, og segir ekki fleira af honum.
Þegar Eiríkur á Vogsósum frétti þenna atburð, brá honum við og mælti: “Já, já, heillin góð” (það var vana ávarp hans), “allir vorum við þó börn hjá Boga.”
Þó þeir félagar hefðu farið dult með fjölkynngislærdóm sinn, leið ekki á löngu, áður það komst í orð, að Eiríkur á Vogsósum væri göldróttur. Því boðaði biskup honum á sinn fund og sýndi honum Gráskinnu og bað hann gjöra grein fyrir, hvort hann kynni það, sem á henni væri.
Eiríkur fletti upp bókinni og mælti “Hér þekki ég ekki einn staf á,” og það sór hann og fór heim síðan. Sagði hann svo síðan kunningja sínum, að hann þekkti alla stafi á bókinni nema einungis einn og bað hann segja frá því, þegar hann væri dauður, en ekki fyrr…”
Heimildir m.a.:
-Fréttablaðið 31. okt. 2007
-http://www.snerpa.is/net/thjod/eirikur.htm
-http://www.galdrasyning.is/
Â