Tag Archive for: Elín Skinnhúfa

Jórutindur

Hér verður sagt frá þremur útilegukonum á Reykjanesskaganum, þeim Jóru, Elínu Skinnhúfu og Fjalla-Margréti. 

Jóra
Jórutindur„Sagan af Jóru er ein af eldri þjóðsögum Íslendinga og örnefni henni tengd koma fyrir í Íslendingasögum. Þeir sem draga efni sögunnar í efa geta vitaskuld talið örnefnin eldri sögunni. Í stuttu máli er sagan af Jóru þannig; Jórunn hét bóndadóttir í Sandvíkurhreppi, ung og efnileg en þótti heldur skapstór. Einhverju sinni gerðist það að hestur föður hennar fór halloka í hestaati og varð hún við það svo æf að hún óð að hinum hestinum og reif undan honum lærið. Hljóp hún þegar með það upp að Ölfusá hjá Laxfossi (Selfossi) og þreif þar eitt bjarg mikið úr hömrum við ána og kastaði í hana miðja. Stiklaði hún svo yfir og mælti um leið: „Mátulegt er meyjarstig mál mun vera að gifta sig“. Heitir þar síðan Jóruhlaup en Jóra settist að í Henglinum og gerðist brátt hið versta flagð og grandaði bæði mönnum og málleysingjum. Heitir þar Jóruhellir þar sem hún bjó, Jórusöðull hnjúkur í Henglinum þar sem hún sat löngum og Jórukleif er hamragil þars em hún lá oft fyrir ferðamönnum til að ræna þá og drepa, eftir það hún var búin með hestlærið.
ÞjófahellirFengu menn ekkert við hana ráðið fyrr en Noregskonungur gaf ráð til hvernig hún yrði unnin og gaf til þess öxli silfurrekna. Sat axarblaðið fast í Jóru milli herðablaðanna þegar hún var unnin en rak síðan upp í á þá sem Íslendingar völdu sér síðar þingstað. Allt þetta sagði Noregskonungur fyrir og heitir áin síðar Öxará.
Enn þann dag nýtur Jóra verðskuldaðrar aðdáunar eins og útilegumnn og valkyrjur hafa alltaf notið með þjóðinni. Á Selfosso er gata nefnd eftir Jóru og bæði kvennakór og kvennaklúbbur kenna sig við þessa konu. en fyrir tveimur öldum síðan voru líka til konur sem dáð hafa þetta framtak og fóru að dæmi hennar. Ein heimild segir Jóru hafa verið úr Helliskoti (Elliðakoti) við Reykjavík. Það er oft sagt að sagan endurtaki sig og er sagan um Elínu Skinnhúfu ótrúlegt dæmi um það.
Annars er þjóðsagan um Jóru í Jóruklifi þessi: „Jórunn hét stúlka ein; hún var bóndadóttir einhvers staðar úr Sandvíkurhrepp í Flóanum; ung var hún og efnileg, en heldur þótti hún skapstór. Hún var matselja hjá föður sínum. Einhvern dag bar svo við, að hestaat var haldið skammt frá bæ Jórunnar; átti faðir hennar annan hestinn, er etja skyldi, og hafði Jórunn miklar mætur á honum. Hún var viðstödd hestaatið og fleiri konur; en er atið byrjaði, sá hún, að hestur föður hennar fór heldur halloka fyrir. Varð Jórunn svo æf við það og tryllt, að hún óð að hinum hestinum og reif undan honum lærið; hljóp hún þegar með það, svo ekki festi hönd á henni, upp að Ölfusá hjá Laxfossi, þreif þar upp bjarg eitt mikið úr hömrunum við ána og kastaði því nálega út á miðja á; síðan hljóp hún yfir á stillum þessum og mælti um leið:

Öxará

„Mátulegt er meyjarstig;
mál mun vera að gifta sig.

Heitir þar síðan Tröllkonuhlaup, aðrir segja Jóruhlaup. Þar hélt hún upp Ölfus, austan undir Ingólfsfjalli, og upp í Grafning, uns hún kom að hamragili því, sem liggur vestur úr Grafningi, skammt frá Nesjum; eftir því fór hún og linnti ekki á, fyrr en hún kom upp í Hengil. Þar tók hún sér bólfestu, og er þar síðan kallaður Jóruhellir, og varð versta tröll og grandaði bæði mönnum og málleysingjum.
Þegar Jóra var sest að í Henglinum, var það siður hennar, að hún gekk upp á hnjúk einn í Henglafjöllum og sat löngum þar, sem síðan heitir Jórusöðull; er hann skammt frá sjónarhól hennar á háfjallinu. Af sjónarhól skyggndist hún um eftir ferðamönnum, sem um veginn fóru, bæði um Grafning fyrir vestan Þingvallavatn og um Dyraveg norðan undir Henglinum, sem liggur skammt frá hamragili því, sem áður er nefnt og heitir enn í dag Jórukleif, af því Jórunn lá þar oft fyrir ferðamönnum til að ræna þá eða drepa, eftir það hún var búin með hestlærið. Þar með gjörðist hún svo ill og hamrömm, að hún eyddi byggðina í nánd við sig, en vegirnir lögðust af. Þótti byggðamönnum svo mikið mein að þessari óvætt, að þeir gjörðu mannsöfnuð til að ráða hana af dögum; en engu fengu þeir áorkað að heldur.
Nú, þegar í þessi vandræði var komið og engin ráð fengust til að vinna Jóru, því svo var hún kölluð, eftir það hún trylltist, né heldur til að stökkva henni á burtu, varð til ungur maður einn, sem var í förum landa á milli og var um vetur í Noregi. Hann gekk fyrir konung einn dag og sagði honum frá meinvætti þessum, sem í Henglinum byggi, og bað konung kenna sér ráð til að ráða tröllið af dögum. Skinnhúfuhellir
Konungur segir, að hann skuli fara að Jóru um sólaruppkomu á hvítasunnumorgun, „því ekki er svo vond vættur né svo hamrammt tröll til, að ekki sofi það þá,“ segir konungur. „Muntu þá koma að Jóru sofandi, og mun hún liggja á grúfu. Er hér öxi, er ég vil gefa þér,“ segir konungur og fékk honum um leið öxi silfurrekna; „og skaltu höggva henni milli herða tröllsins. Mun þá Jóra vakna, er hún kennir sársaukans, snúa sér við og segja: „Verði hendur við skaft fastar.“ Þá skaltu segja: „Losni þá öxin af skaftinu.“ Mun hvort tveggja verða að áhrínsorðum, og mun Jóra velta sér niður í vatn það, sem þar er ekki langt frá, er hún liggur í Jórukleif, með axarblaðið milli herðanna. Mun axarblaðið síðan reka upp í á þá, sem við hana mun kennd verða; þar munu Íslendingar síðan velja sér þingstað.“ Svo mælti konungur; en maðurinn þakkaði honum ráðin og axargjöfina. Fór hann síðan út til Íslands og fór að öllu sem konungur hafði fyrir hann lagt og banaði Jóru. Rættist öll spá konungs, og rak axarblaðið í á þá, sem síðan heitir Öxará, þar sem Íslendingar settu alþing sitt.“

Elín Skinnhúfa
Um 1760 lagðist ung stílka sem talin var neðan af Eyrarbakka úti í Grafningi og hafðist um tíma við í helli í landi Villingavatns. Stúlka þessi var kölluð Elín Skinnhúfa og hellririnn heitir eftir henni, SkjólSkinnhúfuhellir. Hún átti vingott við smalann á Villingavatni sem Símin hét og færði hann henni mat og fleira sem hann stal frá húsbændum sínum.
Símonarhellir er við hlið Skinnhúfuhellis, en þar geymdu skötuhjúin þýfi sitt. Svo fór að daginn sem þau ætluðu að leggjast út á fjöll saman skall á hríðarveður og varð Elín þá úti. Símon komst við ilan leik til blja. Bein hennar fundust snemma á 19. öld undir bergsnös austast í svokölluðu Mælifelli, í Ölfusvatnslandi. Reyndar er margt mjög á huldu um Elínu þessa sem þjóðasagn segir að hafi verið sinnisveikur flakkari. Hún er ýmist talin af Eyrarbakka eða úr Grindavík.

Margrét
HellirÞriðja útilegukvendið úr Flóanum á afrétti Ölfusunga og Grafninsgmanna var Fjalla-Margrét, sem vegin var í Svínahrauni um 1810. Margrét þessi var bóndadóttir úr Flóanum eins og Jóra og var svo lýst að hún hafi verið skapstór, illa lynt, áræðin, ófyrirleitin og tilbúin til hvers sem vera skyldi. Hún var mikil vexti og sterk sem karl.
Einhverju sinni mislíkaði henni við föður sinn og lagðist út í Hagavíkurhrauni sem er milli bæja í Grafningi. Hafðu hún ser til atvinnu það sem hendi var næst, kippti þvotti af snúrum kvenna og stal silungi úr netum á Þingvallavatni. Þegar bændur tóku það ráð að verar árar heim úr bátum svo hún kæmist ekki út á vatnið hefndi hún sín með því að hrinda bátunum á flot svo að þá rak fyrir veðri og vindum og sumir týndust.
Þegar líða tók á sumar settist hún að í Henglinum og sauð þar mat sinn við hveri að dæmi Fjalla-Eyvindar. Grafningsmenn bundust loks samtökum að veita henni heimsókn en Margrét frétti af ráðabruggi þeirra og hljóp heim til sín og sat heima í Flóa um veturinn.
Næsta vor lagðist hún enn út og nú á Hellisheiði. Var hún þar á slangri um sumarið og stóð mörgum ógn af henni. Færu menn einir eða fáir saman réðist hún á þá og rændi. Í þoku og dimmviðri fór hún að tjöldum ferðamann og hirti þar plögg. Hún var stórtæk og átti til að kippa skreiðarböggum á bak sér og hlaupa með þá burt.
HverasvæðiÞað urðu endalok Margrétar að seint þetta seinna útilegusumar hennar fór Guðmundur Bjarnason bóndi á Gljúfri í Öldusi til grasa. Karl þessi var talinn bæði stór og sterkur, en með honum var unglingspiltur, lítilsgildur og veikbyggður. Fór svo að Margrét réðist á Guðmund en pilturinn hélt sig fjarri. Hafði hún karl undir og sá hann sitt óvænna. Var það fangráð Guðmundar þar sem flagðið gein yfir honum að hann „dregur hana að sér og bítur á háls henni fyrir neðan hökuna, allt er tennur tóku. Vildi hún þá sem skjótast losna úr slíkum fanmlögum, en þess var enginn kostur. Lagði Guðmundur fast að hálsi hennar, og létti eigi fyrr en hann hafði bitið í sundur í henni barkanna, og varð það hennar bani.
Engum sagði Guðmundur frá þessum viðskiptum sínum við Margréti og þó svo endalok hennar yrðu brátt kunn urðu engin eftirmál af vígi þessu. Bein hennar fundust á síðati hluta 19. aldar sunnarlega í Svínahrauni en engin gangskör var gerð að því að koma þeim í kirkjugarð.“

Heimild:
-Bjarni Harðarson, Fjöllin heilla, æra og trylla, Morgunblaðið, Lesbók, 16. maí 1998, bls. 7-8.

Jórutindur

Jórutindur.