Færslur

Skreiðarhjallur

Skreið er framleiðsluheiti yfir þurrkaðan, afhausaðan fisk. Þurrkun er gömul aðferð til að auka geymsluþol fisks.
Íslendingar hafa þurrkað fisk í aldaraðir en í nútímanum má segja að hér á landi sé Hjallur-2aðeins borðuð ein tegund skreiðar þ.e. harðfiskur. Hér áður fyrr var skreiðin mikill þáttur í neyslu landsmannna og einnig sem verslunar- og útflutningsvara. Öll skreið síðustu aldar hefur verið framleidd til útflutnings. Helstu markaðir fyrir skreið eru Ítalía og nokkur lönd í vestanverðri mið-Afríku.
Þurrkun fisksins hefur löngum átt sér stað á grjótgörðum eða á hraunnybbum nálægt verstöðvum. Margar slíkar má sjá við Reykjanesskagann. Þar má og víða sjá fiskitrönur því á síðari tímum hefur þurrkunin átt sér stað í trönum eða hjöllum þar sem tveir fiskar eru spyrtir saman og hengdir upp í þartil gerðum sperrum og sól og vindur látin um þurrkunina.
Loftþurrkun er ein elsta aðferðin við geymslu matvæla. Egyptar til forna beittu m.a. þessari aðferð og talið er að hún hafi einnig verið notuð á Þurrkfiskursteinöld til að auka geymsluþol matvæla. Þurrkun er ennþá notuð í þessum tilgangi í dag, þótt aðrar ástæður geti einnig nú verið fyrir hendi, t.d. að fá fram léttari vöru, þægilegri í meðförum og fleira.
Þurrkun fisks hefur að öllum líkindum tíðkast á Íslandi frá upphafi landnáms. Skreið hefur verið verslunarvara í Evrópu í meira en þúsund ár og fyrr á öldum var skreið algeng í vöruskiptum á Íslandi. Síðla á 13. öld byrjaði útflutningur á skreið frá Íslandi fyrir alvöru og á 14. öld var hún, ásamt lýsi og vaðmáli, ein helsta útflutningsvara landsmanna. Á seinni tímum hefur stærstur hluti íslenskrar skreiðar verið fluttur út til Nigeríu og Ítalíu.
Framleiðsla á skreið hefur lengst af farið fram á hjöllum úti undir berum himni. Fyrir um 20 árum hófu fyrirtæki að þurrka fiskafurðir innandyra með sérstökum þurrkbúnaði, s.s. fiskhausa og hryggi. Hins vegar hafa tilraunir til að framleiða inniþurrkaðan bolfisk ekki tekist fullkomlega hingað til. 

Fiskþurrkun

Þurrktæknin hefur tekið örum breytingum og með þróun hennar eru nýjar leiðir að opnast, m..a. með auknum möguleikum við frostþurrkun matvæla og annarra afurða.
Aðaltilgangurinn með þurrkun er sá að lengja geymsluþol. Í stuttu máli er hægt að segja að skemmdir á matvælum stafi ýmist af örverum eða efnahvörfum. Bæði þessi ferli hægja á sér og stöðvast að lokum alveg eftir því sem þurrkunin gengur lengra, þó með einni undantekningu en það er þránun. Með réttum vinnsluaðferðum og aðgát var hægt að framleiða úrvals vöru, bæði til neyslu hér á landi og til útflutnings.
Trönur

Trönur ofan Grindavíkur.