Tag Archive for: Fjallgjá

Búðarvatnsstæði

Gengið var til suðurs með Fjallgjá og síðan beygt til vesturs við vörðu á hól með stefnu að Sauðabrekkum. Litið var á skjólið í Brekkunum. Áður er farið á brú yfir gjá og er þá komi niður í nokkurs konar dal á milli hraunhóla. Þaðan var gangan auðveld til vesturs, upp á hraunhól, grasivöxnum að austanverðu. Áfram var haldið, framhjá hraunhól og með stefnu á Markhelluhól.

Búðarvatnsstæðið

Búðarvatnsstæðið.

Gangan þangað tók rúmlega klukkustund. Á þá hlið hólsins, sem snýr mót norðri, eru klappaðir stafir bæjanna Krýsvíkur, Hvassahrauns og Óttarstaða. Norðnorðvestur af Markhelluhól er Búðarvatnsstæðið undir hraunkanti. Ekkert vatn var í vatnsstæðinu að þessu sinni, en það verður að teljast fremur óvejulegt því yfirleitt var hægt að ganga að því vísu að fá vatn þar á langri leið. Lengra í norðri er Gamlaþúfa og á henni er varða. Gengið vað að þúfunni, en hvergi annars staðar eiga eða vera stærri krækiber, en einmitt þarna utan í hólnum. Það reyndist einnig vera að þessu sinni.

Sauðabrekkufjárskjól

Sauðabrekkufjárskjól.

Gengið var að gígagröð norðan við Sauðabrekkur. Á leiðinni fór rebbi á harðahlaupum þvert fyrir göngufólkið og stefndi í norður -og leit ekki aftur. Litið var betur á gígana, sem eru hinir fallegustu. Austan við gígana eru nokkuð slétt hraun. Í því miðju er gat, ca. 7 metrar að ummáli og um 12-15 metra djúpt. Snjór var í botninum. Þetta virðist vera gamall gígur eða að hraun hafi þarna spýst upp um hraunrás. Hún virðist vera lokuð upp á við, til suðurs, en op virðist vera neðast í henni til norðurs. Þetta verður skoðað nánar í samstarfi við Hellarannsóknarfélagið. U.þ.b. hálftíma gangur er að opinu að Krýsuvíkurveginum.
Gangan tók 4 klst 51 mín. Frábært veður – sól og lygna.

Markhella

Áletrun á Markhellu.