Tag Archive for: Flankastaðaborg

Álaborg

FERLIR leitaði í norðanverðri Miðnesheiði að nokkrum áhugaverðum minjastöðum er getið hefur verið um í örnefnalýsingum, s.s. Flankastakastekk, Flankastaðaborg og ekki síst; Álaborginni nyrðri.
Flankastaðastekkur - uppdrátturÍ örnefnaskrám fyrir Flankastaði segir m.a.: „Ari Gíslason skráði. Heimildarmenn: Ingibjörn Jónsson, bóndi, Flankastöðum, og Magnús Þórarinsson:
„Merkin móti Sandgerði eru frá Marbakka. Liggur ós sunnan til við Stórfisk hér um bil í landsuður upp að Markagarði. Á honum er Markaþúfa. Línan var dregin yfir Sandgerðistjörn, svo í stefnu á Kríuvörðu á Syðri-Breiðhól. En að innanverðu eru merkin frá Tjarnarkotstjörn í þúfu á Vatnshól, svo við norðurhallandi Flankastaðastekk ofan við ósvörðu og þaðan í Flankastaðaborg.“
Í annarri örnefnalýsingu fyrir Flankastaði segir m.a.: „
Halldóru Ingibjörnsdóttur, Flankastöðum, var send örnefnalýsing Flankastaða eftir Ara Gíslason. Hafði faðir hennar verið annar heimildarmanna Ara á sínum tíma. Halldóra las lýsinguna yfir, bar hana undir föðurbróður sinn, Arna Jónsson, og skráði fáeinar athugasemdir, sem hér fara á eftir, lítt breyttar.
Árni Jónsson er fæddur á Flankastöðum 1889 og ólst upp þar, í Vallarhúsum og á Slettabóli, svo að hann er vel kunnugur á þessum slóðum. Hann er bróðir Ingibjörns heitins Jónssonar, en móðir þeirra bræðra og Magnús Þórarinsson voru systkinabörn. Halldóra Ingibjörnsdóttir er fædd á Flankastöðum 1923 og hefur alltaf verið búsett þar:

Alaborg nyrdri

„Rústir Flankastaðastekks sjást enn. Ekki er vitað, hvenær hætt var að nota hann. Flankastaðaborg (stekkur) er rúst af smárétt með einu útskoti afhlöðnu (dilk).“
Í lýsingu á
http://www.ferlir.is/?id=3739 segir m.a.: „Þarna fyrir ofan blasir Álaborgin syðri (rétt) við og er hún mjög heilleg. Pétur (Bryngarðsson, sagnfræðingur) sagði að elsta réttin á svæðinu, svo vitað sé, hafi verið Álaborgin nyrðri ofan við Flankastaði, síðan hafi Álaborg syðri verið byggð ofan við Bæjarsker, en hún hafði síðan verið flutt í réttina, sem við komið var fyrst að. Austan við réttina (borgina) eru þrjár tóttir, mis gamlar. Um er að ræða hús, nokkurn vegin jafnstór. Þau gætu vel hafa verið frá sama tíma og borgin upphaflega.“
Ætlunin er að skoða norðanverða Miðnesheiðina nákvæmar á næstunni. Ekki er ólíklegt að ýmislegt óvænt og áhugavvert eigi þá eftir að koma í ljós.
Frábært veður. Gangan tók 6 klst og 6 mín.

Heimildir:
-Örnefnalýsingar fyrir Flankastaði.
-Pétur Bryngarðsson, sagnfræðingur í Sandgerði.
-Einar Arason.

Flankastaðastekkur

Flankastaðastekkur.