Tag Archive for: fornleifafræði

Fossárrétt

Alls eru 224 fjárréttir þekktar á Reykjaneskaganum. Þá eru meðtaldar einstakar rúningsréttir utan selja.

Borgarhraunsrétt

Borgarhraunsrétt.

Fjárréttir, eins og við þekkjum þær, þekktust ekki á Skaganum fyrr en í lok 19. aldar. Áður var fjárbúskapur útvegsbændanna takmarkaður við mjólkandi ær og þær voru því jafnan tiltölulega fáar á sérhverjum bæ. Ærnar voru á sumrum hafðar í seljum þar sem selsmatseljan réð ríkjum. Hún mjólkaði þær og vann afurðir úr mjólkinni; áfir, rjóma, skyr og ost. Sú hafði sér til stuðnings smala er gætti fjárins að næturlagi og skilaði því til mjalta morguns og síðdegis frá 6. til 16. viku sumars ár hvert að jafnaði. Ef eitthvað bar út af var honum refsað með því að láta hann „eta skattinns sinn“, sem væntanlega hefur verið vísir af hinni landlægu skattheimtuárát hér á landi fyrr á öldum.

Bæjarfellsrétt

Bæjarfellsrétt í Krýsuvík.

Þegar seljabúskapnum lauk endanlega um og undir árið 1900 stækkuðu innskagabændur fjárbú sín og byrjað var að „reka fé á fjall“. Sá háttur hefur verið viðhafður allt til þessa dags.

„Eftirfarandi upplýsingar um Þórkötlustaðarétt eru fengnar úr minni Sigurðar Gíslasonar frá Hrauni við Grindavík, 84 ára (f: 05. maí 1923).

Þórkötlæustaðarétt

Þórkötlustaðarétt.

Siggi á Hrauni, eins og hann er jafnan nefndur, þekkir manna best austurumhverfi Grindavíkur. Hann man tímana tvenna og hefur ávallt verið reiðubúinn að miðla öðrum fróðleik um liðna tíð. Siggi fylgdi FERLIRsfélögum að réttinni í Þórkötlustaðahverfi, sem lítið hefur verið vitað um – fram að þessu.

“Þórkötlustaðaréttin, sú sem nú er, var komin, óbreytt að stærð og lögun, þegar ég man fyrst eftir mér. Faðir minn sagði að hún hefði verið hlaðin af Grindavíkurbændum um aldamótin 1900. Grjótið var að einhverju leyti úr Vatnsheiðinni og Efra-Leiti, auk þess sem einstaka grjót kom upp úr túnsléttun í hverfinu og áreiðanlega hefur einhver hraunhella verið þarna umhverfis réttina. Hún var síðan endurbætt fyrir nokkrum árum. Efnið í endubótina var fengið í landi eigenda Þórkötlustaða, að þeim forspurðum. Réttin hefur þó ávallt þótt góð til síns brúks.“

Þórkötlustaðarrétt

Gamla Þórkötlustaðarréttin við Efra-Land.

Fyrrum var fé Grindvíkinga, vel á fjórða þúsund á vetrarfóðrum. Féð af fjalli fyllti safnhólfið sem og alla dilka. Urðu bændur að rýma af og til úr dilkunum svo þeir gætu dregið allt sitt fé. Þegar gerðið kom til, ofan við réttina, greiddist heldur úr þrengslunum.

Áður var lögréttin í Krýsuvík, suðvestur undan Arnarfelli (Arnarfellsréttin). Réttin var hlaðin um 1890, en hætt var að nota hana um 1950. Þangað til varð að reka úrdrátt frá Þórkötlustöðum upp í Krýsuvík og var afgangsféð selt þar.
Réttin suðaustan við Bæjarfellið var vorrétt. Þá voru rúningsréttir t.d. á Vigdísarvöllum og í Stóra-Hamradal, sem enn sjást leifar af.

Arnarfellsrétt

Arnarfellsrétt.

Áður en Þórkötlustaðaréttin kom til réttuðu Þórkötlustaðabændur þar sem nú er grjótgarður vestast innan girðingar Efra-Lands, þ.e. þar í norðvesturhorninu, sem nú er. Þar var Gamla réttin. Í henni var enginn dilkur, einungis gerði. Sjá má leifar hennar ef vel er að gáð. Réttin var mun stærri en ætla mætti, en grjót var tekið úr henni og notað í garðana, sem sjá má ofan við Efra-Land.”

Hafur-Björn Molda-Gnúpsson er sagður, ef marka má þjóðsöguna, hafa átt gnægð fjár, enda “efnaðist hann mjög af fé” eftir draumfarirnar með landvættinum og tilkomu geithafursins í hjörð hans (þess vegna er allt fé Grindvíkinga öðruvísi en annað fé landsmanna), og bræður hans fiskuðu aldrei sem fyrr. Auðguðust þeir bræður bæði af gæðum lands og sjávar. Hvergi er minnst á réttir í frásögnum þeirra bræðra.

Stóri-Hamradalur

Rúningsrétt í Stóra-Hamradal.

Réttirnar í fyrrum landnámshólfs voru til margra nota, s.s. heimarétt, almenningsrétt, skilarétt og rúningsrétt, auk „útdráttarétta“ einstakra bæja. Margar þeirra eru enn heillegar, enda ekki um fornar fornleifar að ræða. Fjárrétt er í raun framhald afréttar. Réttir hafa verið misstórar. Bæði þær sem og staðsetning þeirra hafa jafnan tekið mið af notagildi á hverjum tíma.

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1963 fjallar Guðjón Jónsson um „Kambsrétt“, dæmigerða slíka á þeim tíma. Hér verður gripið niður í greinina á nokkrum stöðum: „Landbúnaður hefir verið annar aðalatvinnuvegur þjóðarinnar. Fram á síðustu ár bjuggu sveitabændur meira við fjárbú en kúabú. Áttu sumir þeirra margt áa og sauða. Mikil vinna er að hirða vel margt fé og halda því saman, sérstaklega vor og haust. Það þarf að smala því í byggð og óbyggð, reka það saman af smærri og stærri svæðum, og koma því í fjárrétt, þar sem því er sinnt og ráðstafað, eftir því sem við á og þurfa þykir.

Vörðufellsrétt

Vörðufellsrétt á Vörðufelli.

Fjárréttir eru breytingum og eyðingu háðar eins og annað á jörðu hér. Mörgum kann að virðast, að það hafi ekki mikið að segja, þótt ein almenningsrétt sé færð úr stað eða lögð niður. Það sé varla í frásögur færandi. En er hann ekki margur fróðleikurinn, sem nútímamenn vildu gjarnan að geymzt hefði, en glataðist af því að hann þótti ekki, á sínum tíma, þess virði, að haldið væri til haga?

Girðingarrétt

Girðingarrétt.

Þótt sameiginlegar byggðarsafnsréttir hafi verið notaðar víða um alllangt skeið, er talið vafasamt, að svo hafi verið fyrr á tímum. Meðan engar girðingar voru til að hindra rennsli fjárins og það flakkaði viðstöðulaust bæja og byggða á milli, kom margt fé í skilaréttir.“

Margar hinu merkilegustu fjárrétta á Reykjaneskaga, s.s. Fossárréttin gömlu í Kjós, hafa verið friðlýstar, þrátt fyrir að hafa síðan orðið skógræktaráhugafólki að bráð….

Fossárrétt

Fossárréttin í Kjós var friðlýst 2011 (friðuð). Fornleifar klæddar skógi.

 

Minni-Núpur

Brynjúlfur var frá Minna-Núpi í Gnúpverjahreppi, Árnessýslu, sonur hjónanna Jóns Brynjúlfssonar og Margrétar Jónsdóttur. Hann var elstur af sjö systkinum og ólst upp í fátækt. Brynjúlfur safnaði miklum fróðleik um Reykjanesskagann og miðlaði honum eftir getu.

Brynjúlfur Jónsson

Brynjúlfur Jónsson (1838–1914).

Brynjúlfur naut engrar skólagöngu fyrir utan að þegar hann var 17 ára var hann í hálfan mánuð hjá presti til að læra grunn í dönsku, reikningi og skrift. Sama ár fór hann á vetrarvertíð og var við útróðra á vetrum til þrítugs þrátt fyrir bága heilsu. Á vorin reri hann í Reykjavík og komst þar í kynni við ýmsa menntamenn sem útveguðu honum bækur, svo að hann gat lært dönsku og lesið sér til um málfræði, náttúrusögu, landafræði og margt annað sem hann hafði áhuga á.

Brynjúlfur hafði alla tíð verið heilsulítill en um þrítugt veiktist illa með tímanum þurfti hann að hætta allri erfiðisvinnu. Sjálfur kenndi hann um falli af hestbaki. Veikindin sjálf sá hann sem lán í óláni; þar sem hann mátti ekki stunda erfiðisvinnu fékk hann meiri tíma til að mennta sig eins og hann sagði sjálfur í ævisögu sinni: „Þá er veikindi mín voru að byrja og lengi síðan, áleit ég þau hina mestu ógæfu; en svo hefir guðleg forsjón hagað til, að þau urðu upphaf minna betri daga.“ Þegar Brynjúlfi batnaði hóf hann að kenna börnum á veturna til þess að sjá fyrir sér og fékk síðar launað starf hjá Fornleifafélaginu, en Sigurður Guðmundsson málari hafði vakið áhuga hans á fornleifum. Um leið hélt hann stöðugt áfram að lesa sér til og fræðast og tókst að verða vel læs á sænsku, þýsku og ensku auk dönskunnar.

Brynjólfur kvæntist ekki en eignaðist einn son, Dag Brynjúlfsson hreppstjóra í Gaulverjabæ.

Brynjúlfur Jónsson

Brynjúlfur Jónsson.

Í Lögbergi árið 1915 birtist grein;  „Æfisga mín“ eftir Brynjúlf Jónsson. Þar segir m.a.:
„Einn af merkari rithöfundum í seinni tíð, á Íslandi, var Brynjólfur frá Minna-Núpi. Hann menntaði sig af bókum, án tilsagnar, og varð vel að sér, bæði í málfræði, fornfræði, guðfræ8i og heimspeki, sem bækur hans og ritgerðir votta. Æfisögu sína ritaði hann sjálfur, skömmu fyrir dauða sinn, og birtist hún í Skírni. Hún er svo yfirlætislaus og lík hinumm spaka öldungi, að oss þykir sennilegt, aö lesendur vorir hafi skemtun af að lesa hana.
Ég er fæddur aö Minna-Núpi 26. sept. 1838. Foreldrar mínir voru: Jón bóndi Brynjólfsson og kona hans Margrét Jónsdóttir, er lengi bjuggu á Minna-Núpi. Brynjólfur föðurfaðir minn bjó þar áður; hann var son Jóns Thorlaciusar bónda á Stóra-Núpi, Brynjólfssonar á Hlíðarenda, Þórðarsonar biskups. Móöir föður míns, síðari kona Brynjúlfs á Minna-Núpi, var Þóra Erlingsdóttir, Ólafssonar bónda í Syðra Langholti, Gíslasonar prests á Ólafsvöllum. Móðir Brynjólfs, afa míns, var Þórunn Halldórsdóttir biskups. Móðir Þóru, ömmu minnar, var Helga Jónsdóttir bónda á Ásólfsstöðum, Þorsteinssonar; Helgu átti síðar Jón bryti í Háholti, er þar bjó í sambýli viö Gottsvein gamla, sem getið er í Kambsránsögu.

Brynjúlfur Jónsson

Brynjúlfur Jónsson.

Faðir móður minnar var Jón hreppstjóri Einarsson á Baugstöðum. Einarssonar bónda þar, Jónssonar bónda á Eyrarbakka, Pálssonar. Móðir móður minnar var síðari kona Jóns hreppstjóra, Sezelja Ámundadóttir, “snikkara”, Jónssonar. Móðir Jóns hreppstjóra, kona Einars bónda, var Vilborg Bjanadóttir bónda á Baugstöðum, Brynjúlfssonar hins sterka, er bjó á Baugstöðum á dögum séra Eiríks á Vogsósum. Móðir Sesselju, ömmu minnar, var Sigríður Halldórsdótttir, Torfasonar frá Höfn í Borgarfirði. Má rekja þessar ættir langt fram og víða út, sem mörgum er kunnugt.
Ég ólst upp hjá foreldrum mínum og vandist sveitalífi og sveitavinnu. Meir var ég þó hneigður til bóka snemma, en hafði ekki tækifæri til að stunda bóknám. Foreldrar mínir voru eigi rík, en áttu 7 börn er úr æsku komust, og var ég þeira elztur. Þau höfðu ekki efni á að láta kenna mér, en þurftu mín við til vinnu, jafnóðum og ég fór að geta nokkuð unnið.

Brynjúlfur Jónsson

Brynjúlfur Jónsson.

Fremur var ég seinþroska og orkulítill frameftir árum, og var eigi traust að ég fengi að skilja það hjá jafnöldrum mínum að ég væri þeim eigi jafnsnjall að harðfeng né atorku, eða að þeir gerðu gys að bókfýst minni. Slíkt tók ég mér þá nærri, en fékk eigi að gert, með því heilsa mín var líka tæp fram að tvítugsaldri. En þá fór hún að styrkjast; og mun ég eigi hafa staðið öðrum mjög mikið að baki, meðan hún var nokkurnveginn góð.
Þegar ég var á 17. ári komu foreldrar mínir mér fyrir hálfsmánaðartíma hjá séra Jóni Högnasyni í Hrepphólum, til að læra skrift, reikning og byrjun í dönsku. Það var stuttur námstími, en þó átti ég hægra með að berjast á eigin spýtur eftir en áður. Þann vetur fór ég fyrst til sjávar; reri ég síðan út 13 vetrarvertíðir, flestar í Grindavík, og auk þess nokkrar vorvertíðir. Við útróðrana kyntist ég fleiri hliðum lífsins, fleiri mönnum og fleiri héröðum. Þetta get ég með sanni kallað mína fyrstu mentunar undirstöðu.
Þó hún væri á næsta lágu stigi, var hún þó betri en ekkert, því við þessar breytingar þroskaðist hugurinn betur en hann hefði gert, ef ég hefði ávallt setið kyrr heima. Vorróðra mína reri ég í Reykjavík, og komst þar í kynni viö mentaða menn, svo sem Dr. Jón Hjaltalín landlækni, Jón Pétursson yfirdómara, Jón Árnason bókavörð, Sigurð Guömundsson málara, Árna Thorsteinsson og Steingrím bróður hans, Arnljót Ólafsson og Gísla jarðyrkjumann bróður hans.

Daniel Bruun

Portretmynd Daniels Bruun af Brynjúlfi Jónssyni.

Gísla hefði ég vel mátt telja fyrstan, því við hann kyntist ég fyrst, og hann kom mér beinlínis og óbeinlínis í kynni við flesta þeirra. Þetta varð mér að góðum notum; ég lærði talsvert af viðkynningunni við þessa menn, auk þess sem þeir gáfu mér ýmsar góðar bækur. Á þessum árum lærði ég að lesa dönsku, rita hreina íslenzku og skilja hinar málfræðilegu hugmyndir. Einnig fékk ég yfirlit yfir landafræði og náttúrusögu. Af grasafræði Odds Hjaltalíns lærði ég að þekkja flestar blómjurtir, sem ég sá; varði ég til þess mörgum sunnudögum á sumrin.
Jón Árnason kom mér á að skrifa upp þjóðsögur, þó lítið af því kæmist í safn hans, er þá var nær fullbúið.—
Sigurður málari vakti athygli mina á fornleifum; og fór ég þá að nota tækifæri, að skoða rústir í Þjórsárdal, og síðar ritaði ég um þær. Á þeim byrjaði ég þá; en lítið varð úr því flestu, því ég varð að verja tímanum til líkamlegrar vinnu, og gat því eigi tekið verulegum framförum í bóklegum efnum, meðan ég var bezt fallinn til þess.

Brynjúlfur

Brynjúlfur Jónsson.

Vorið 1866 féll ég af hesti, kom niður á höfuðið og kenndi meiðsla í hálsinum og herðunum; þó bötnuðu þau bráðum aftur. En það sama sumar fékk ég þau einkennilegu veikindi, að þegar ég lét upp bagga eða reyndi á brjóstið, fékk ég óþolandi verkjarflog í höfuðið, og fannst mér sem það liði upp frá brjóstinu. Fyrst framan af leið verkjarflogið úr jafnóðum og áreynslan hætti; en af því ég hélt áfram aö reyna á mig, hættu þau að líða svo fljótt úr. Skúli læknir Thorarensen réöi mér þá til að hætta vinnu. En því ráði sá ég mér ekki fært að fylgja; og svo fór ég versnandi næstu árin. Taugar mínar tóku að veikjast. Komu nú fram fleiri einkenni; þegar ég talaði hátt fékk ég magnleysi í tunguræturnar; þegar ég sofnaði á kveldin, dró svo úr andardrættinum, að ég hrökk upp eins og mér lægi við köfnun. Raunar var þetta ekki á hverju kvöldi, en þó oft, og aldrei oftar en þrisvar sama kvöldið.
Brynjúlfur JónssonUm þessar mundir varð sveitungi minn einn yfirfallinn af brjóstveiki. Hann fór til séra Þorsteins sál. á Hálsi, var þar eitt sumar og kom aftur albata. Hann réð mér til að fara þangað líka, og svo fór ég norður vorið 1868. En ég komst ekki að hjá séra Þorsteini, og fór því til séra Magnúsar á Grenjaðarstað, sem fyrstur var “homöopath” hér á landi. Var ég þar um sumarið og brúkaði meðul hans. Batnaði mér þar svo, að aldrei síðan hefi ég kent floganna í höfðinu, magnleysis í tungurótum eða að drægi úr andardrættinum er ég sofnaði. Taugarnar styrktust og nokkuð, en eigi til hlítar á svo stuttum tíma. Þá er ég fór frá séra Magnúsi um haustið, varaði hann mig stranglega við erfiðisvinnu einkum útróðri, og við því að verða drukkinn. — Svo þótti mér sem sál mín þroskaðist við för mína norður og dvöl mína þar; einkum lærði ég ýmislegt er að mentun laut, af sonum séra Magnúsar, Birni og Sigfúsi, sem báðir voru mjög vel að sér.
HelgadalurÞá er ég var kominn heim aftur, dróst til hins sama fyrir mér með vinnuna, og ég reri nú næstu tvær vetrarvertíðarnar. Lasnaði þá heilsa mín óðum aftur og fékk taugaveiklunin yfirhönd. Kom hún einkum fram í höfuðsvima og magnleysi í öllum vöðvum: Þá er ég stóð kyrr eða gekk, átti ég bágt með að halda jafnvægi; alt sýndist á flugi fyrir augum mínum, og á vissri fjarlægð sýndist alt tvennt; ég þoldi ekki að horfa nema beint fram, allrasízt að lúta; ef ég t.a.m. las í bók, þurfti ég að halda henni jafnhátt andlitinu; en til þess urðu handleggirnir nú of þróttlitlir; aflvöðvar þeirra rýrnuðu smátt og smátt. Fór þetta svo í vöxt að á vertíðinni 1870 gafst ég upp um sumarmálin og var fluttur til Reykjavíkur. Má nærri geta, að sjómenska mín var orðin lítilfjörleg áður. En formaður minn, Sæmundur Jónsson frá Járngerðarstöðum, reyndist mér þá góður vinur og allir skipsmenn yfir höfuð.

Húshólmi

Brynjúlfur teiknaði m.a. upp minjarnar í Húshólma.

Loks fluttu þeir mig ókeypis til Reykjavíkur. Þar tóku vinir mínir vel á móti mér, og var ég þar um vorið undir læknishendi Dr. Jóns Hjaltalíns og Dr. J. Jónassens. Lögðu þeir hina mestu alúð á að lækna mig og gáfu mér allan kostnaðinn. En þeir voru í óvissu um, af hverju þessi einkennilegi sjúkdómur stafaði, — svo sagði Dr. Hjaltalín mér sjálfur, — enda vildi mér ekki batna, og fór eg heim
um sumarið. Ég hætti að geta klætt mig eða afklætt hjálparlaust, gat lítið lesið, en ekkert skrifað, því ég þoldi ekki að horfa niður á við.
Brynjúlfur JónssonLoks komst ég upp á að halda skriffærunum á lausu lofti. Og enn verð ég að skrifa á lausu lofti, þó ég þurfi nú ekki að halda skriffærunum jafnhátt og áður, þá þoli ég ekki enn að skrifa á borði. — Þó ég ætti bágt með að lesa, hætti ég því ekki alveg, með því líka að hugsunarlífið var óskert.
Fékk ég mér ýmsar fræðibækur léðar, hvar sem þess var kostur. Magnús Andrésson, sem nú er prestur á Gilsbakka, var þá farinn að lesa “homöopathin”; hann var góður vinur minn; hann léði mér lækningabók á dönsku, og í henni fann ég sjúkdómslýsingu, sem virtist eiga við minn sjúkdóm, og bataskilyrði, sem stóð í mínu valdi; gætti ég þess síðan. Eftir það versnaði mér ekki. Jafnframt reyndi ég ýms ráð og meðul.
Séra Arnljótur hafði áður ráðlagt mér, að láta þvo mig úr köldu vatni á hverjum morgni. Það hafði ég ekki framkvæmt. En nú byrjaöi ég á því, og hélt því síðan um mörg ár. Þótti mér sem það styrkti mig. Vera má og, að meðöl hafi gert sitt til. En aldrei fann ég bráðan bata af neinu.
Brynjúlfur Jónsson.Og það var fyrst eftir 3 ár, að ég var fullviss um, að ég væri kominn á eindreginn bataveg. Og síðan hefir batinn haldið áfram, hægt en stöðugt, til þessa. Ég er að vísu veikur af mér enn: þoli enga verulega áreynslu, eigi að lesa nema með hvíldum og eigi að skrifa nema ég haldi skriffærunum nokkuð hátt á lofti; og yfir höfuð fer heilsa mín mjög “eftir veðri”. En batinn, sem ég hefi fengið, er svo mikill, að því hefði ég ekki trúað ef það hefði verið sagt fyrir, þá er ég var veikastur.
Þá er veikindi mín voru að byrja og lengi síðan, áleit ég þau hina mestu ógæfu; en svo hefir guðleg forsjón hagaö til, að þau urðu upphaf minna betri daga: Undir eins og mér var dálítið farið að batna, tóku menn að nota mig til barnakennslu, sem þá var vaknaður áhugi á.
Sá sem fyrstur notaði mig til þess var Sigurður hreppstjóri Magnússon á Kópsvatni. Hefi ég það fyrir satt, að séra Jóhann sál. Briem í Hruna, sóknarprestur hans, hafi bent honum á mig til þess; — en séra Jóhann sál. var mér kunnugur og hafði ég oft fengið bækur hjá honum.
Brynjúlfur JónssonSíðan hefi ég haft atvinnu af barnakennslu á vetrum. Fyrst var það um nokkur ár, að ég kenndi á ýmsum stöðum, þar til Einar kaupmaður Jónsson á Eyrarbakka tók mig til að kenna syni sínum; var ég honum síðan áhangandi í marga vetur, og reyndist hann mér hinn bezti drengur. Frá honum réðst ég til Sigurðar sýslumanns Ólafssonar í Kaldaðanesi, en þaðan til Jóns óðalsbónda Sveinbjarnarsonar á Bíldsfelli. Hafa bæði þeir og yfir höfuð allir sem ég hefi verið hjá, sýnt mér hina mestu nærgætni og góðvild. — Á sumrum hefi ég ferðast meðal vina minna; hefir mér reynst það hin bezta hressing. Bæði hefir reið á þægilegum hesti ávalt haft styrkjandi áhrif á mig, og eigi síður góðvild sú og aðstoð, sem ég hefi hvarvetna átt að mæta. Þannig höföu menn mig með sér á Þingvallafund 1873, og á þjóðhátíðina þar 1874, og höfðu báðar þær ferðir góð áhrif á mig. Fleira mætti telja.
Nokkur undanfarin sumur hefi ég ferðast um héruð til fornleifarannsókna í þjónustu foraleifafélagsins. Um efrihluta Árnessýslu, Rangárvallasýslu og Skaftafellssýslu (hina vestri 1893; um vesturhluta Húnavatnssýslu 1894; um Flóamanna,- Hrunamanna- og Biskupstungnaafrétt, svo og um Langavatnsdal o.v. 1895; um Mýra- Snæfellsnes- og Dalasýslur 1896. Frá árangri þeirra rannsókna hefi ég jafnóðum skýrt í Árbók fornleifafélagsins.
Brynjúlfur JónssonÞetta frjálsa og þægilega líf bæði sumar og vetur hefir eigi einasta styrkt heilsu mína og gert mér æfina skemmtilega: það hefir ennfremur gefið mér tækifæri til að fylgja betur eðli míns innra lífs, en áður var kostur á að stunda bókfræð og mentun yfir höfuð. Skamt hefi ég að vísu komist í samanburði við vel mentaða menn, og er það eðlilegt, þar eð ég byrjaði svo seint og hefi enn orðið að “spila á eigin spýtur” að mestu. En vanþakklátur væri ég þó við guð og menn, ef ég segði að ég væri engu mentaðri nú heldur en áður en ég veiktist. Auk dönsku og sænsku hefi eg lesið bækur á þýzku og léttri ensku; ég hefi gert mér ljósar ýmsar fræðigreinar, svo sem heimspeki, eðlisfræði, efnafræði, heimspekifræði og “homöopathiska” læknisfræði. Enginn skyldi þó ætla, að ég jafni mér við skólagengna menn í neinu þessu. Við ljóðagerð hafði ég fengist löngu áður en ég veiktist, en fyrst eftir það fékk ég réttan skilning á íslenzkri bragfræði.
Sem skáldi jafna ég mér ekki við “stórskáld” eða “þjóðskáld” vor: ég veit að ég er í því sem einn “minstur postulanna.” Og það, sem ég hefi áfram komist, í hverju sem er, þakka ég engan veginn ástundun minni einni saman: Margir hafa veitt mér mikið í mentunarefnum bæði með leiðbeiningum og bendingum í ýmjum greinum og með því að lána mér og gefa góðar bækur.
Brynjúlfur JónssonMeðal þeirra vil ég nefna dr. Jón Þorkelsson rektor, dr. Björn M. Ólsen rektor, séra Eggert sál. Brien, séra Eirik Briem, séra Magnús Andrésson og þá frændur hans Helgasyni, Einar alþingismann Ásmundsson í Nesi, sem skrifaðist á við mig í mörg ár, en komst fyrst í kynni við mig fyrir tilstilli Ásmundar bónda Benediktssonar í Haga, frænda hans.
Enn má telja Sigurð bóksala Kristjánsson, Guðmund bóksala Guðmundsson á Eyrarbakka og Friðrik bróSur hans. Marga fleiri mætti telja, en fremstan allra sóknarprest minn, séra Valdemar Briem, sem ég á meira að þakka en nokkrum manni öðrum, frá því er foreldra mína leið. Égg var lítið eitt kominn á bataveg þá er ég missti föður minn. Hann varð bráðkvaddur sunnudaginn 2. nóv. 1873, á heimleið frá kirkju og altarisgöngu. Var hann þá 70 ára gamall og orðinn mjög heilsutæpur. Hann hafði verið hinn mesti atorkumaSur, en hafði litlum kröftum á að skipa öðrum en eigin höndum. Voru því kraftar hans orðnir veiklaðir af lúa. Fáum dögum áður en hann dó, hafði hann fengið snögt verkjarflog fyrir brjóstið, eins og þar ætlaði eitthvað að springa, en leið frá aftur að því sinni. Grunaði hann að svo kynnt að fara sem fór, en talaði þó fátt um það. — Móðir mín bjó eftir hann næsta árið eftir lát hans, en brá svo búi. Fékk þá Jón bróðir minn jörðina Minna-Núp til ábúðar, og var móðir um stund hjá honum meðan hún lifði. Hún dó 29. marz 1879 og skorti þá 40 daga á 92 ára aldur. — Ég hefi ávallt átt lögheimili á Minna-Núpi, þó ég hafi oft dvalið mestan hluta ársins í öðrum stöðum.
Brynjúlfur JónssonÞó ég væri þegar í æsku mest hneigður til bókar, var ég þó alls ekki frábitinn búsýslu. Þvert á móti hugsaði ég oft um þess konar efni. Þaö var hvorttveggja, að ég hafði aldrei neina von unt að komast í “hærri” stöðu, enda langaði mig mest til að verða bóndi, það er að segja: góður bóndi! Þá stöðu áleit ég frjálslegasta og eiginlegasta á næstu árum áður en ég veiktist, var ég á ýmsan hátt farinn að búa mig undir bóndastöðuna og hafði allfjörugan framtíðarhug í þá átt. Það ætlaði ég mér að verða jarðabótamaður eins og faðir minn eða fremur, og áleit mig nokkuð hagsýnan í þeim efnum. Líka vissi ég, að “það er ekki gott, að maðurinn sé einsamall”: Ég hafði þegar valið mér “meðhjálp”; en eigi vissu það aðrir menn. En svo veiktist ég, og þá slepti ég allri framtíðarhugsun, ég bjóst eigi við að verða langlífur, og allrasízt að verða sjálfbjarga. Því vildi ég eigi að stúlkan mín skyldi binda sig við ógæfu mína. Kom okkur saman um að hyggja hvort af öðru, og láta aldrei nokkurn mann vita neitt um það, er okkar hafði milli farið. Og þó ég kæmist á bataveg aftur, þá fékk ég aldrei neina von um búskap eða hjúskap.
Brynjúlfur JónssonÞó höfðu veikindin ekki svift mig ástarhæfileikum. Veturinn 1878 kenndi ég börnum í Vatnsdal í Fljótshlíð. Þar var þá vinnukona, er Guðrún hét, Gísladóttir, ættuð undan Eyjafjöllum; hún þjónaði mér og féll vel á með okkur. Um vorið fór hún að Núpi í Fljótshlíð til Högna hreppstjóra Ólafssonar. Þar fæddi hún sveinbarn veturinn eftir og kenndi mér en gekk við. Hann heitir Dagur. Var hann fyrst nokkar ár á Núpi með móður sinni, og reyndist Högni hreppstjóri okkur hið bezta. En er Dagur var á 6. ári tók Erlingur bóndi Ólafsson á Sámsstöðum hann ti! fósturs. Ólst hann síðan upp hjá honum og konu hans, Þuríði Jónsdóttur, fyrst á SámsstöSum og síðan í Árhrauni á Skeiðum. Reyndust þau honum sem beztu foreldrar, og Páll son þeirra, er tók við búi eftir föður sinn, sem bezti bróðir, og sama er að segja um öll þau systkin. (Eitt þeirra, Þorsteinn skáld og ritstjóri, var eigi alinn upp hjá foreldrum sínum.)

Brynjúlfur Jónsson

Fé rennur niður Gnúpverjahreppinn 1946.

Man ég vel hve hræddur ég var við erfið kjör og ómilda dóma, þá er ég var slíkir aumingi, hafði eignast barn. En hér fór sem endranær, að guðsleg forsjón bætti úr fyrir mér. Ég hefi haft mikla ánægju af sveininum. Hann hefir komið sér vel, er talinn vel gáfaður, en þó meir hneigður til búsýslu. Þykir mér það og meira vert.
Það ætla ég, að ég sé trúhneigður af náttúru; en móðir mín innrætti mér líka trúrækni þegar ég var barn. Samt er ég enn meira hneigður fyrir að vita en trúa. Ég hefi átt við efasemdir að stríða, og ég hefi reynt að leita upp sönnun fyrir trúaratriðum. Tilraun til þess kom fram í kvæðinu “Skuggsjá og ráðgáta”, og í fleiri kvæðum mínum. Um þesskonar efni hefði ég verið fúsastur að rita, ef ég hefði verið fær um það.
En hitt hefir orðið ofan á, að það lítið, em eftir mig liggur ritað, er mest sögulegs efnis, ellegar um landsins gagn og nausynjar.“

Heimild:
-Lögberg, 11. tbl. 11.03 1915, Æfisga mín, Brynjúlfur Jónsson, bls 5.

Brynjúlfur Jónsson

Brynjúlfur Jónsson; minningarsteinn. Steinninn, sem er með höfðaletri, er staðsettur í Brynkabolla sem er skálarlaga laut í brekkunni ofan við bæinn.

Reykjavík

Hafði á efri árum áhuga á að nema eitthvað umfram hið þekkta, t.d. fornleifafræði við Háskóla Íslands. Í ljós kom, á þeim tíma, að fyrir utanaðkomandi stóð hár veggur milli hins almenna samfélags og hins menntaða. Pantaði tíma hjá „námsráðgjafa“ HÍ innan við Háskólabókasafnið í von um tilsögn.

Omar

Ómar – við útskriftina í Háskóla Íslands.

Til að gera langt mál stutt er rétt að geta þess að viðkomandi gat í engu gefið hlutaðeigandi hinn minnsta grun um í hverju námið fælist.
Ákvað samt sem áður að skrá mig í námið „fornleifafræði“ – dvaldi þar síðan í upplýstum tímum til þriggja ára, skrifaði BA-Ritgerð og útskrifaðist.

Fornleifafræði fjallar um samfélög með því að rannsaka minjar um þau. Fortíðin er meginviðfangsefni fornleifafræðinnar en í vaxandi mæli er aðferðum hennar einnig beitt til að greina samfélög nútímans. Söguleg fornleifafræði fjallar um þau tímabil sem ritheimildir eru einnig til um en forsöguleg fornleifafræði fjallar um þá tíma sem fornleifar einar eru til frásagnar um.

Skilyrði hæfniviðmiða fornleifanáms:

Vala Garðarsdóttir

Vala garðarsdóttir – Kirkjugarður við Austurvöll, fornleifafræðingur, Vala Garðarsdóttir 8639199, beinagrindur.

Geta sýnt fram á þekkingu á því laga- og stjórnsýslu umhverfi sem fornleifafræðin býr við á Íslandi.
Geti safnað saman heimildum sem tengjast fornleifafræði rannsóknarstaðar eða svæðis.
Geti skrifað rannsóknaráætlun fyrir vettvangsvinnu
Kunni að beita hinum ýmsu aðferðum sem beitt er við fjarkönnun á fornleifum.
Þekki lögmál um myndun jarð-/mannvistarlaga í fornleifafræði.
Geti beitt helstu uppgraftar- og skráningar aðferðum.
Kunni skil helstu aðferðum sem notaðar eru við úrvinnslu á uppgraftrargögnum.

Þegar upp er staðið snúast grundvallaatriðin bara um heilbrigða skynsemi að nokkrum mikilvægum grundvallarskoðunum loknum.

Heimild:
-https://hi.is/fornleifafraedi

Krýsuvík

Krýsuvík neðan Baðstofu – fornleifar eyðilagðar á fyrsta degi framkvæmda HS-Orku.

Hvítanes

Í Skýrslu um „Hernámið frá sjónarhóli Fornleifafræðinnar: Skráning á minjum úr Síðari heimsstyrjöldinni í Hvítanesi í Hvalfirði“ frá árinu 2025 segir m.a.:

„Skýrsla þessi fjallar um herminjar í Hvítanesi í Hvalfirði. Rannsóknin var síðasti áfangi verkefnisins Hernámið frá sjónarhóli fornleifafræðinnar sem, eins og nafnið gefur til kynna, beindi sjónum sínum að herminjum hér á landi.
HvítanesHvítanes gegndi mikilvægu hlutverki í hernaðarsögu Íslands, en þar var flotastöð sem þjónustaði herskip bandamanna. Í skráningunni voru samanlagt skráðar 398 minjar á 179 stöðum. Skráningin leiddi í ljós fjölbreyttar herminjar; bryggjur, byggingar, vegi, og aðra efnislega innviði sem tilheyrðu flotastöðinni. Skýrslan veitir innsýn í byggingarsögu svæðisins og efnismenningu hersins. Í minjunum er fólgin vísbending um þá starfsemi sem fór fram í Hvítanesi og þau áhrif sem flotastöðin hafi á staðbundna landnotkun og samfélagið á svæðinu.
Ástand herminja í Hvítanesi er sæmilegt en þó hefur nokkuð af minjunum neðst í nesinu skemmst við malarnám og aðrar framkvæmdir og virðist minjum hafa verið raskað enn frekar eftir að skráningu lauk. Rannsóknin í heild varpar ljósi á ástand herminja í landinu og mikilvægi verndunar þeirra og getur lagt grunn að frekari rannsóknum og stefnumótun í varðveislu slíkra menningarverðmæta hér á landi.

Hvítanes – sagan

Hvítanes

Hvítanes – herforingjaráðskort 1903.

20 hdr. 1705.
1585: Jörðin gefin í arf. Metin á 20 hdr. Jarðabréf, 18.
Í eyði frá um 1942, í Hvítanesi byggði herinn mikið af byggingum, herskálahverfi o.fl. og lagðist jörðin því í eyði. Í bókinni Kjósarmenn eftir Harald Pétursson segir: ,,Jón Helgason og síðari kona hans Lára Þórhannesdóttir bjuggu í Hvítanesi 1933-1941, en hrökkluðust þaðan er jörðin var hernumin. Þar hefur ekki verið búið síðan.“
1705: „Túnum og úthögum spillir fjallsskriða. Engjar eru nær öngvar, því skriður hafa mestan part eyðilagt þær litlar sem voru.“… „… þar er stór tún, rammþýft. Engi lítið grasgott og lítið land til veitar – ekki óhult fyrir aurskriðum á túnið.“ Túnakort 1917: „Mest alt túnið sléttað, smáblettir og jaðrar þýfðir. Tún telst 5,9 t. (Mikil útgræðsla). Kálgarðar 950 m2.“

Hvítanes

Hvítanes – túnakort 1917.

„Kálgarður var austan við bæinn, en þegar byggt var, 1914, var gamli bærinn jafnaður við jörðu og gerður kálgarður þar; hann var þá vestan við bæinn. Snúrur voru framan við bæinn. Talið var vita á þurrk, þegar lét hátt í Glym í Botnsdal,“ segir í örnefnaskrá.
Í bókinni Ljósmyndir segir um Hvítanes: „Bætti Sveinbjörn [Einarsson, kemur 1907, fer 1921] mikið túnið í Hvítanesi, byggði þar lítinn steinbæ í stað baðstofunnar gömlu og stendur hann enn að mestu.

… Var jörðin Hvítanes mjög notaleg jörð, túnin stór og grasgefin, en engjar litlar. Hafði túnið verið stórbætt á liðnum áratugum, byggð heyhlaða, votheyshlaða og allgóð fénaðarhús.

Hvítanes

Hvítanes – bæjarhóllinn.

Allt þetta mátti heita í góðu lagi, er herstjórnin tók jörðina til sinna umráða [árið 1941].“ „Í Hvítanesbænum var aðsetur yfirmanna úr breska hernum. Einhverjar lítilsháttar breytingar gerður þeir á honum en í aðalatriðum og að ytra útliti hélt hann sinni upprunalegu mynd,“ segir í bók Óskars Þórðarssonar sem vann í Hvítanesi í upphafi stríðsáranna. Bæjarhóllinn í Hvítanesi er suðvestarlega á nesinu um 200 m
norðan við Hvalfjarðarveg, um 3 km NNA við Reynivelli og um 2,5 km VNV við Fossá. Hvítanes hefur verið í eyði síðan herinn yfirgaf Ísland eftir seinni heimstyrjöldina.

Hvítanes

Hvítanes – bæjarhóllinn; uppdráttur.

Hvítanes er vel grasigróið, sérstaklega bæjarhóllinn, en brenninetlur eru búnar að breiða úr sér, sérstaklega á gömlum steingrunnum herskálanna. Landið hallar í um 5-20° til NNA. Á austan-og norðaustanverðu nesinu er láglent við sjóinn en að norðvestan og vestan hækkar landið mjög til suðvesturs. Þverhnípt er niður í sjó um 180 m vestan við bæinn.
Sjálfur bæjarhóllinn í Hvítanesi virðist óraskaður af hernum, a.m.k. í kring um bæinn sjálfan. Hóllinn er ekki mjög skýr en hægt er að greina óljósa 0,5-1,5 m háa hæð í landinu þar sem bæjarhúsin standa, á svæði sem er um 70×50 m stórt og snýr ASA-VNV. Herinn nýtti húsin á hólnum og kann að hafa bætt og breytt húsum eitthvað. Þær leifar sem nú sjást eru steinveggir yngsta íbúðarhúss sem byggt var 1914. Veggirnir standa ennþá uppi illa farnir en þakið er horfið. Steypuklumpar sem liggja á víð og dreif inni og utan við íbúðarhúsið og gömlu útihúsin sýna að veggirnir eru smám saman að hrynja.

Hvítanes

Hvítanes – bæjarhúsin 2024.

Leifar skorsteins liggja í grasinu um 4 m norðvestan við rústir íbúðarhússins. Lítil op í hleðslu íbúðarhússins, neðst við jörðu gefa vísbendinu um að hugsanlega hafi verið kjallari undir húsinu. Útlínur kálgarðs sjást ennþá en engin greinileg ummerki eru sjáanleg um gamla bæinn sem þar stóð áður. Steypan sem notuð var í að reisa yngsta húsið er mjög gróf og samsett úr fjörumöl, sandi og sementi. Veggirnir eru um 20 cm á breidd og 1,5-3 m hæð.

Hvítanes

Hvítanes – AMS-kort (bandaríska hersins).

Yngstu útihúsin voru einnig steinsteypt. Grunnur íbúðarhúss er 8×8 m að stærð.
Gengið hefur verið inn bæinn að norðvestan. Fast norðvestan við húsið norðaustan við innganginn glittir í lágar grjóthleðslur sem eru trúlega leifar lítils timburskúrs, 4×4 m að stærð, sem sýndur er á túnakorti.
Yngstu útihúsin eru um 2 m ANA við íbúðarhúsið, þau eru þrískipt og um 12×12 m að stærð. Þau hafa verið byggð eftir 1917 því þau eru ekki sýnd á túnakorti Hvítaness. Útihúsin voru steypt upp að norðvestanverðri útihústóft sem búið var að hlaða 1917 því hún er sýnd á túnakorti. Hægt var að ganga inn í útihúsin bæði að norðaustan og suðvestan. Herinn bjó þar og nýtti sér þau mannvirki sem þar voru.

Hvítanes„Herstjórnin ljet byggja stærri og minni byggingar á jörðinni, bæði á túni og engjum, ennfremur ljet hún leggja vegi um allt braggasvæðið, koma fyrir leikvelli og svo framvegis. Hafskipsbryggju ljet hún og byggja við nesið austanvert. Skildi herstjórnin svo við tún og engjar jarðarinnar, að allt var þetta eyðilagt að mestu leyti,“ segir í bókinni Ljósmyndir I eftir Halldór Jónsson. Í bókinni Vígdrekar og vopnagnýr eftir Friðþór Eydal segir svo: „… viðhald kafbátagirðingarinnar og tundurduflabeltisins í Hvalfirði [krafðist] aðstöðu í landi þar sem taka mátti hluta þeirra á land til viðgerðar. Var þessari aðstöðu valinn staður í Hvítanesi um það leyti er lagning neta og dufla hófst haustið 1940.

Hvítanes

Hvítanes – einn dráttarvagnanna á bryggjunni; nú við Kiðaberg í Kjós.

Gerðar voru áætlanir um að smíða bryggju á nesinu austanverðu sem skip gætu athafnað sig við til að landa og taka um borð net og tundurdufl og búnað þeirra. Þá varð að byggja yfir starfsemina verkstæði og steypa stórt plan þar sem hægt væri að setja netin saman. Auk þess yrði reist herskálahverfi með viðeigandi aðstöðu fyrir 188 menn er annast skyldu þessa starfsemi. […] Ekki var búið á jörðinni eftir [1942]. … Vinna hófst í Hvítanesi 1941. … samþykkt að gera smærri steinbryggju sem þjónað gæti umferð báta og smærri skipa er flyttu vatn, vistir og mannafla um borð í skip flotans á læginu, enda var stærri bryggjan sem í smíðum var einungis ætluð fyrir neta- og tundurduflalagnirnar.

Hvítanes

Hvítanes – bryggjan 2024.

Bryggjugólfið var ekki ætlað bílaumferð en um það gengu tveir 8 tonna gufuknúnir kranar á spori og drógu flutningavagna.
Bygging íbúðarskála, sjúkraskýlis og vörugeymslna hélt áfram um haustið, en vinnu var hætt um áramót, enda ljóst að bryggjan yrði ekki tilbúin fyrr en haustið eftir og því hægt að nýta mannaflann betur annars staðar til vors. Byggingaframkvæmdum í Hvítanesi var að mestu lokið fyrir árslok 1942. … gefið nafnið H.M.S.Baldur III,“.

Hvítanes

Hvítanes – stríðsminjar.

Stríðsminjar þekja svo til allt Hvítanes, frá sjó upp í fjallsrætur, en mesta umfangið var þó á norður helmingi nessins NNV við bæjarhól. Ekki fundust upplýsingar að svo stöddu um það hvenær herinn yfirgaf svæðið. Hvítanes er nú orðið sæmilega gróið eftir umbrot breska og bandaríska hersins. Fjölmargir steinsteyptir grunnar bragga og annarra bygginga eru ennþá greinilegir á yfirborði. Nyrsti hluti nessins, þar sem umsvif hersins voru sem mest, er þó enn nokkuð sendinn og gróðurlítill.
Brenninetlur hafa hreiðrað um sig á stórum svæðum. Lítill sumarbústaður stendur nálægt sjónum í litlum bolla á nesinu austanverðu.

Hvítanes

Hvítanes – stríðsminjar.

Á 2-3 stöðum norðarlega á nesinu standa enn steinsteypt og/eða hlaðin hús, ýmist alveg eða að hluta. Stórgerðir múrsteinsstrompar og steinsteyptir grunnar bragga og annarra bygginga sjást enn á yfirborði á víð og dreif um nesið.
Tvær bryggjur hanga ennþá uppi að hluta, bæði norðvestan og norðaustan við nesið og vagnaspor sem liggja að vestari bryggjunni eru enn greinileg. Vegslóðar og upphleðslur eru einnig víða greinilegar. Stríðsminjarnar eru þó smám saman að hverfa í gróður. Trúlega verður aldrei hægt að byggja upp Hvítanes á ný sem ræktunarland, a.m.k. ekki án gríðarlegrar vinnu og kostnaðar þar sem herinn virðist m.a. hafa tekið undir sig stóra hluta af heimatúni. Herinn virðist þó ekkert hafa rótað til bæjarhól Hvítaness svo ekki er ólíklegt að fornminjar finnist þar undir sverði. Ekki er ljóst hvenær herinn fór frá Hvítanesi en trúlega hefur það verið við enda seinni heimsstyrjaldar um síðla árs 1944 eða á fyrri hluta árs 1945.

Hvítanes

Hvítanes – steinbryggjan.

Eitt fyrsta mannvirkið sem ákveðið var að koma upp í Hvítanesi var lítil steinbryggja norðvestarlega á nesinu þannig að landa mætti efni á svæðinu (m.a. í stóru bryggjuna) til að vatnsbátar gætu tekið vatn og fært skipum á legunni. Lítil steinbryggja var norðvestarlega í Hvítanesi. Bryggjan var um 265 m vestan við stóru bryggjuna. Talsverðar leifar sjást ennþá af bryggjunni þótt sjórinn brjóti þær greinilega hægt og bítandi niður og greinilegt sé að talsverður hluti hennar sé þegar horfinn. Bryggjan var notuð fyrir báta og smærri skip, m.a. við löndun og flutninga á mönnum, vatni og vistum samkvæmt bók Friðþórs Eydals. Þrátt fyrir að ákvörðun um byggingu steinbryggjunnar hafi verið tekin snemma virðist hún ekki hafa risið (a.m.k. ekki að fullu) fyrr en veturinn 1942-43.

Bryggja/lending

Hvítanes

Hvítanes – bryggjan.

„Vinna hófst, sem fyrr segir, í Hvítanesi vorið 1941. Verkfræðingadeild hersins annaðist framkvæmdir utan smíði bryggjunnar sem breska fyrirtækið Dorman Long & Co. Ltd annaðist í umsjón hersins […]. Þá voru aðdrættir mjög erfiðir og varð að byrja á að smíða litla bryggju á vestanverðu nesinu svo landa mætti efni til verksins og vatnsbátar gætu tekið vatn og fær skipum á legunni,“ segir í Vígdrekar og vopnagnýr e. Friðþjóf Eydal. Þar segir ennfremur: „Gerðar voru áætlanir um að smíða bryggju á nesinu austanverðu sem skip gætu athafnað sig við til að landa og taka um borð net og tundurdufl og búnað þeirra.“ Í myndatexta í sömu bók segir: Hvítanes vorið 1943. Bryggjan fyrir kafbatanetið var í stöðugri notkun fyrir skip af ýmsum stærðum. . .“ Í bókinni er fjallað ítarlega um bryggjubygginguna og birt frásögn Önundar Ásgeirssonar sem vann við bryggjusmíðina sumarið 1941 og að hluta til 1942. Samkvæmt honum vann hann bæði við bryggjusmíðina og gerð stórs byggingakrana sem var reistur ofan við bryggjustæðið og undirstöður járnbrautarspors á efsta hluta bryggjunnar.

Hvítanes

Hvítanes – bryggjan.

Hópur kafara frá Dormans Long sprengdu undirstöður undir bryggjustaurana á sjávarbotninum og var fyllingarefni sprengt af klöpp þar skammt frá. Kafarahópurinn samanstóð af Lundunabúum og Skotum og var kafað í hefðbundnum kafarabúningi með þungum og miklum hjálmi og blýlóðum. Breskur verkfræðingur stjórnaði verkinu en verkstjóri á staðnum var John Weatherall. Í frásögn Ömundar kemur fram að tafir hafi orðið á bryggjusmíðinni þar sem skipið sem flutti allt stálið í sniðið í bryggjuna var sökkt á leið til landsins.

Hvítanes

Hvítanes – bryggjan.

Í bókinni kemur einnig fram að ekki hafi verið talið ráðlegt að halda áfram smíði bryggjunnar vegna slæmra vetrarveðra og óhagstæðra skilyrða til köfunar og þar sem efnið barst aðeins á svæðið í septmeber en þá var ákveðið að koma upp í staðinn smærri steinbryggju. Hafskipabryggjan er norðvestarlega í Hvítanesi.
Fjörugróður er talsverður við sjóinn en þar sem bryggjan en nær landi er meira um bera klappir og sjávarbarið stórgrýti. Hér og þar sjást litlir fjörupollar, einkum sunnan við bryggjuna. Bryggjan er úr járni og viði en næst landi er bryggjan og stöplar hennar úr steypu.

Hvítanes

Hvítanes – bryggjan.

Bryggjan er í sæmilegu ástandi en járn hennar er ryðgað, auk þes sem hún hefur brotnað við fjöruna og ekki er lengur hægt ganga á þeim hlut bryggjunar sem er úti í sjó. Bryggjan er rúmlega 180 m á lengd og er nálega L-laga. Hún rís um 5-8 m yfir sjávarmáli og rúmlega 6-7 m á breidd. Fyrir miðju hennar sjást járnbrautateinar og á mörgum stöðum eru járnvírar í hrúgum. Við fjöruborðið sjást leifar af ryðguðum járnbútum sem losnað hafa frá bryggjunni. Sjávarbarinn lestarvagn er sömuleiðis í fjörunni, um 5 m suðaustan við bryggjuna.

Leið/lestarteinar

Hvítanes

Hvítanes – járnbrautarteinar.

Umfangsmiklir lestarteinar lágu frá steinbryggju og til suðausturs um hernámshverfið í Hvítanesi að aðalvegi niður á nesið. Frá þeim lá einnig vegur í sveigum upp upp brekkuna. Svo virðist sem slóði hafi legið frá teinunum og til vesturs að bröggum (og mögulega áfram til bryggju) en ummerki um hann sjást ekki vel og var ekki skráður sérstaklega. Vegurinn virðist steyptur en er víða að molna í sundur. Í bók Friðþórs Eydals um hernámsárin í Hvalfirði segir: „Akvegur lá niður á nesið og greindist í átt að bryggjunum tveimur, en auk þess var lögð járnbraut í sneiðingum upp nesið hægra meginn við veginn fyrir litla flutningsvagna.“

Tvö hús yfirmanna

Hvítanes

Hvítanes – hús yfirmanna.

Tvö hús standa enn (2019) að nokkru leyti norðan við veginn niður Hvítanes og það þriðja 113 undir þaki um 45 m austar. Húsið sem hér er skráð er það neðra (austara). Húsið er það rúmum 80 m vestan við bryggju og 2-3 m norðan við veg. Mýrlent er sunnan við veginn á þessum kafla en minna norðan hans en þar eru tveir skurðir sem hafa ræst fram landið.
Húsið sem þarna stendur hefur verið stæðilegt og er um 12.5 x 10.5 m að stærð og snýr h.u.b. austur-vestur. Suður- og austurveggir eru mest hrundir en norður- og vesturveggir standa enn sæmilega og þá norðvesturhornið sérstaklega. Húsið er þaklaust. Það er byggt úr steinsteyptum múrsteinaeiningum með steypulími á mili og svo múrhúðað.

Hvalfjörður

Herskip við lægi í Hvalfirði.

Ekki er hægt að greina líklega þakgerð með vissu út frá þeim leifum sem standa en hugsanlega helst að giska á að flatt þak hafi verið á húsinu. Húsið virðist hafa verið hæð og hugsanlega e.k. kjallararými undir. Greinilegt er að tveir gluggar hafa verið á norðurvegg og tveir gluggar á vesturhlið en annar þeirra er nú nær alveg horfin í hrun. Ekki er augljóst af heimildum hvaða tilgangi húsið þjónaði. Ekki er ólíklegt að það hafi verið bústaður yfirmanna í hernum.

Rafstöð
HvítanesRafstöð hersins í Hvítanesi var um 100 austan við braggahverfi. Í myndatexta við ljósmynd tekna af Hvítanesi árið 1943 sem birtist í Vígdrekar og vopnagnýr e. Friðþjóf Eydal segir: „Vatnsveita og götulýsing voru í stöðinni. Þar voru alls um 20 byggingar og gufukynnt hitaveita í mörgum þeirra. Fjórar 75 kW díselrafstöðvar sáu íbúum nessins fyrir raforku.“

Varðturn
HvítanesSæmilega varðveittur varðturn er um 200 m austan við braggahverfi en um 60 m vestan við sjó. Turninn er um 90 m austan við rafstöð.Tturninn er í miðri grasigrónni brekkur sem hallar til austur, að sjó.
Mannvirkið er steypt, 2,5×2,5 m að stærð og rúmlega 2 m hæð. Steypan er tekin að molna í neðri hluta þess. Dyr hafa verið á suðausturhlið varðturnsins en þar má sjá rygðaðar hjarir. Húsið er enn undir þaki.

Flotastöðin í Hvítanesi
Þann 10. maí 1940 var Ísland hernumið. Að baki hernáminu lá talsverður undirbúningur og áður en fyrstu hermennir stigu á land höfðu verið gerðar ýmsar rannsóknir á landi og landsháttum. Frá upphafi var ljóst að ákveðnir staðir yrðu þýðingarmiklir í vörnum landsins, bæði á sjó og landi. Hvalfjörður gegndi lykilhlutverki í vörnum á sjó og urðu umsvifin þar mikil.
HvítanesSkipulag flotavarnarmála á landinu þróaðist talsvert á fyrstu árum hernámsins en í árslok 1941 var komið nokkuð endanlegt skipulag á málaflokkinn. Flotadeild heimaflotans skyldi hafa aðsetur og liggja fyrir í Hvalfirði. Í henni áttu að vera tvö beitiskip, tundurdufl og tvö orrustuskip en deild tundurduflaslæðara var einnig staðsett í firðinum. Frá fiðrinum voru gerðar út deildir skipa sem fylgdu skipalestum suður af landinu. Þar var einnig lægi fyrir kaupskip en framan af var slíkum skipum safnað saman í firðinum áður en þau sigldu saman í lest til Norður-Rússlands. Þetta fyrirkomulag var viðhaft fram til ársloka 1942 þegar skipalestirnar hófu að sigla beint frá Skotlandi. Fylgdarlið skipalesta og herskipadeildir lögðu þó áfram leið sína til Hvalfjarðar.

Hvítanes

Hvalfjörður 1943.

Hafist var handa við lagningu tundurduflabeltis og kafbátagirðingar í Hvalfirði haustið 1940. Netalagnir lágu þvert yfir ytri hluta fjarðarins og tundurduflagirðing með segulnemum við Hálsnes. Framkvæmdirnar kröfðust talsverðs viðhalds og varð snemma ljóst að koma þyrfti upp aðstöðu í firðinum til viðgerða og viðhalds. Var umræddri aðstöðu valinn staður í Hvítanesi þar sem skilyrði til hafnargerðar voru góð.
Undirbúningur að gerð fotastöðvar í Hvítanesi hófst strax haustið 1940 en vinna við framkvæmdir vorið eftir, 1941 og lauk þeim fyrir árslok 1942. Frá upphafi var ákveðið að gera stórskipabryggju á austanverðu nesinu, flotkví, viðgerðarverkstæði, stórt plan þar sem setja mætti saman net og herskálahverfi. Upphaflega var áætlað að hverfin hýstu 188 hermenn sem vinna myndu við stöðina en síðar var íbúðarbröggum fjölgað.

Hvalfjörður

Hvammsvík – skipalægi vestan Hvítaness.

Herstöðin var formlega tekin í notkun 20. nóvember 1942 og var hún nefnd H.M.S. Baldur III (Skip hans hátignar, Baldur III). Hún var nefnd eftir því skipi flotans sem áður hýsti höfðustöðvar hans við Reykjavíkurhöfn áður en byggð var aðstaða í landi.

Þegar herinn ákvað að byggja flotastöð í Hvítanesi var þar bújörð í fullum rekstri. Sveinbjörn Einarsson sem flutti á jörðina 1907 hafði t.a.m. byggt þar veglegt steinhús og bætt túnið mikið. Árið 1935 flytja í Hvítanes hjónin Jón Helgason og Lára Þórhannesdóttir (ásamt börnum) og reka þar búskap næstu árin sem leiguliðar.

Hvítanes

Hvítanes – loftmynd.

Samkvæmt lýsingu var Hvítanes þá talin „… mjög notaleg jörð, túnin stór og grasgefin, en engjar litlar. Hafði túnið verið stórbætt á liðnum áratugum, byggð heyhlaða, votheyshlaða og allgóð fjenaðarhús.“
Hernám Breta í Hvítanesi og víðar í Hvalfirðinum kom heimamönnum þar í opna skjöldu, og ábúendur í Hvítanesi höfðu væntanlega lítið um þá ákvörðun að segja að reisa skyldi flotastöð í túnfætinum. Í upphafi var því haldið fram að vel yrði hægt að stunda búskap á svæðinu samhliða herrekstrinum, en fljótlega kom í ljós að umsvifin voru það mikil að hætta þyrfti búskap. Ábúendur yfirgáfu því jörðina síðla árs 1942 og fengu engar bætur fyrir tjón sitt vegna þessa enda einungis
leiguliðar.

Hvítanes

Hvítanes – naust bæjarins fyrir hernám.

Þegar herinn hóf framkvæmdir í Hvítanesi vorið 1941 var eitt af fyrstu verkunum að smíða þar litla bryggju til að hægt væri að landa byggingarefni og öðrum nauðsynjum, og til að bátar gætu lent þar og tekið vatn fyrir skipin á legunni. Aðflutningar á landi voru mjög erfiðir í upphafi, þar sem vegslóðar í firðinum voru lélegir og dugðu engan veginn til þungaflutninga.

Hvítanes

Hvítanes – bryggjan 2024.

Almennt voru aðstæður til framkvæmda í Hvítanesi frekur erfiðar í upphafi. Þá þurfti t.a.m. að sækja steypuefni á prömmum í fjöruna undir Fossá. Handmoka þurfti efninu á og af prömmunum sem voru svo dregnir á mótorbátum í Hvítanes. Framan af var vélknúinn tækjakostur mjög takmarkaður í Hvítanesi og nágrenni, helst að notaðir væru einstaka flutningabílar og steypuhrærivélar. Snemma voru þó steyptar undirstöður undir stóran byggingakrana við bryggjuna sem auðveldaði framkvæmdir þar.
HvítanesFyrstu hóparnir sem unnu við framkvæmdir í Hvítanesi tjölduðu á nesinu. Ætla má að ásamt vega- og hafnargerð hafi þótt forgangsverkefni að koma upp bröggum fyrir vinnuhópa á svæðinu.
Framkvæmdirnar voru skipulagðar og unnar af verkfræðideild hersins (sem síðar var til húsa á ofanverðu nesinu miðju), að hafskipabryggjunni frátalinni en umsjón með gerð hennar hafði breska fyrirtækið Dorman Long & Co. Ldt.
HvítanesÁ vegum þeirra unnu verkfræðingar, vélamenn, kafarar, járnsmiðir og aðrir iðnaðarmenn og ásamt verkamönnum. Verkamennirnir sem unnu við bryggjuna voru upphafi Íslendingar. Almennt voru vinnuhóparnir í Hvítanesi skipaðir bæði Íslendingum og Bretum en í forustu í bryggjugerðinni var hópur kafara frá Skotlandi og London. Mikill hörgull var á bæði mannskap og efniviði í upphafi, enda var unnið að ýmsum stórframkvæmdum á sama tíma, svo sem flugvallargerð í Reykjavík og Kaldaðarnesi í Flóa, auk gerðar stórra birgðageymslna og herkampa í Reykjavík.
HvítanesTil eru frásagnir Íslendinga sem unnu við uppbyggingu í Hvítanesi og veita þær áhugaverða innsýn í lífið á svæðinu. Óskar Þórðarson frá Haga í Skorradalshreppi hóf til dæmis störf hjá hernum þar sumarið 1941. Hann lýsir byggingum niður á eyrinni og mannlífi í nesinu eins og það kom honum fyrir sjónir daginn sem hann hóf þar vinnu, á eftirfarandi hátt: Byggingar sem vegna útlits síns voru kallaðar braggar stóðu ýmist strjálar eða í þyrpingu og náðu allt neðan frá sjó og upp að veginum sem lá eftir fjallshlíðinni, ljótar byggingar og óskipulega niður raðað. Enn fleiri braggar voru í byggingu, misjafnlega á veg komnir.
HvítanesHvarvetna að barst að eyrum vélaskrölt bifreiða og annarra vélknúinna faratækja, auk annars hávaða sem fylgir miklum umsvifum. Að vegagerð út með hlíðum fjallsins unnu Íslendingar sem teymdu á eftir sér hesta er drógu þung malarhlöss í kerrum. Allmargir þeirra voru sveitamenn. Sumir hverjir höfðu komið um langan veg með hross sín og kerrur til að afla hinna dýrmætu peninga sem borgaðir voru út í hönd á hverjum föstudegi. Breskir hermenn í grænum einkennisbúningum landhersins og sjóliðar í dökkum búningum voru hvarvetna á ferli, hundruðum saman, ýmist í löngum röðum eða smærri hópum.
Allur þessi fjöldi var á sífelldri hreyfingu fram og aftur í rigningunni, öslandi forina á túninu sem vaðist hafði upp undan allri þessari gríðarlegu umferð. Þetta var þá Hvítanes 7. júlí 1941.

Hvítanes

Hvítanes – yfirlit minja.

Sumarið 1941 var unnið sex daga vikunnar í Hvítanesi, frá klukkan sjö á morgnanna og til sex eða sjö á kvöldinn en verkamennirnir fengu matarhlé og tvö kaffihlé.

Allir þeir sem voru við vinnu á svæðinu fengu úthlutað númeri sem letrað var á gulan borða sem þeir áttu að bera á svæðinu á meðan þeir væru að vinna og skila svo aftur í dagslok. Borðarnir voru notaðir til að halda skrá yfir vinnuna.
Þrátt fyrir að gerð hafskipabryggju hafi snemma hafist urðu nokkrar tafir á verkinu. Ekki síst þar sem skipið sem flytja átti stálið í bryggjuna var sökkt á leið sinni til landsins og því barst efniviðurinn ekki á svæðið fyrr en í september. Þar sem unnið var að köfun þótti ekki ráðlagt að halda áfram vinnu um veturinn og fyrirskipaði flotamálaráðuneytið því að vinnu skyldi hætt að sinni en þess í stað yrði strax komið upp smærri steinbryggju á vestanverðu nesinu sem gæti þjónað umferð báta og smærri skipa, t.d. hvað varðar vistir og þjónustu.

Hvalfjörður

Hvalfjörður – skipalest á stríðsárunum.

Auk vinnu við gerð steinbryggjunnar hélt ýmis önnur vinna í Hvítanesi áfram fram að áramótum og var t.d. unnið að byggingu sjúkraskýlis og vörugeymslu og steinbryggju greinilega, auk margvíslegrar vega- og skurðagerðar.

Framkvæmdir í Hvítanesi héldu áfram fram undir áramót 1941-42 en var þá hætt enda þótti ljóst að sjálf bryggjan yrði ekki tilbúin fyrir haustið á eftir.
Talsverður vinnuaflsskortur var í Hvítanesi stærstan hluta uppbyggingarskeiðsins líkt og í samfélaginu í heild enda mikil uppbygging í tengslum við veru hersins víða. Þótt að einhverjir Íslendingar hafi verið ráðnir til starfa áfram var algengt að þeir kysu heldur vinnu í Reykjavík sem var nóg af, á sömu kjörum.
HvítanesMargvíslegar frásagnir eru til um aðbúnað á byggingarstigi kampsins í Hvítanesi og óánægju þeirra verkamanna sem þar dvöldu, bæði íslenskra og erlendra. Í frásögn Friðþórs Eydals af byggingarframkvæmdum í Hvítanesi kemur fram að sumarið 1942 hafi verkinu miðað mjög hægt áfram sökum margvíslegrar óánægju starfsmanna Dorman Long & co. með aðbúnaðinn á svæðinu og fásinnið. Fór það svo að yfirmaður þeirra hætti og fór heim. Af þessu leiddi að yfirmaður flotans kvataði við flotamálaráðuneytið í London um það að þurfa að treysta á almenna borgara í svo mikilvæg verkefni sem þessu. Málin voru leyst þannig að landgönguliðarnir voru látnir vinna að bryggjugerðinni með starfsmönnum Doman Long & co. jafnvel þótt þeir hefðu átt að vera að sinna öðrum verkum.

Hvalfjörður

Hvalfjörður – herstöðin á Miðsandi.

Þegar framkvæmdum í Hvítanesi var lokið var risið þar stórt þorp á íslenskan mælikvarða. Þar voru um 300 byggingar, vegir, raf- og vatnsveita, brunnar og ljósastaurar, skotgrafir o.s.frv. Ekki hafa fengist áreiðanlegar upplýsingar um það hversu margir dvöldust í stöðinni. Því var haldið fram að þar hefðu verið allt að 10 þúsund manns þegar mest var, en líklegt er að það sé orðum aukið.
Áætlað hefur verið að mannvirki og búnaður í Hvítanesi hafi kostað a.m.k. 270.000 pund sem framreiknað til dagsins í dag væru um 9.4 milljarðar.

Hvítanes

Hvítanes – bryggjan.

Í flotastöðinni í Hvítanesi var unnið að viðhaldi og viðgerðum á netum og tundurduflabelti í Hvalfirði og þjónustaði stöðin einnig skip á firðinum með ýmsum hætti. Mikið magn af vatni var t.d. flutt úr Hvítanesi í skip í firðinum enda flest skipin voru gufukynt og þurftu því mikið vatn. Sum þeirra eimuðu vatn úr sjó fyrir vélarnar en þurftu þó engu að síður vatn fyrir áhafnir og farþega, og smærri skip þurftu jafnvel einnig vatn fyrir vélarnar. Vatnabátar unnu við að koma vatni í skipin en eftir að vatnsveita var lögð í Hvítanesi varð auðveldara að þjónusta skipin á firðinum að þessu leyti. Afgreiðsla á kolum til skipa flotans fór einnig fram í Hvítanesi að hluta og var í höndum breska eimskipafélagsins Delaware (og síðar einnig kolapramminn P.L. M 14). Það tók kol í Reykjavík og sigldi með upp í Hvalfjörð en áhafnirnar þurftu sjálfar að starfa við kolatökuna.

Hvalfjörður

USS KEARNEY , laskaður tundurspillir eftir að hafa leitaðs sér skjóls í Hvalfirði.

Þeir sem dvöldu í Hvítanesi eftir að framkvæmdum var lokið voru væntanlega flestir í vinnu á vegum flotastöðvarinnar, til dæmis við viðgerðir á netum, þjónustu við skip o.s.frv.. Ýmsir dvöldu þar þó aðeins tímabundið, meðal annars flugliðar sem stöldruðu þar við á leið til og frá Kanada þangað sem þeir fóru í þjálfun. Að auki starfaði stór hópur manna við ýmsa þjónustu tengda rekstri hverfisins, svo sem viðhald innviða og aðra starfsemi. Dæmi um fólk í síðastnefnda hópnum var Robert Maltby, sem kom ásamt tólf manna hópi til Hvítaness árið 1941 til að setja upp og reka þar verslun og veitingastofu breska flotans, sjóliðaklúbbinn. Auk klúbbsins rak Íslendingur þar sjoppu í timburskúr nokkru ofan við Hvítanesbæinn. Kvikmyndahús var einnig rekið í Hvítanesi en í skráningunni tókst ekki að skera úr um það í hvaða bragga það var. Samvæmt Óskari Þórðarsyni var aðstaðan þar fremur bágborin: Gólfið var óslétt, bekkirnir lélegir. Bíóbragginn var þó staður sem var hvað eftirsóttastur. Þar komust færri að en vildu.
HvítanesBíóið var fyrst og fremst ætlað þeim hermönnum sem engar virðingarstöður skipuðu. Einungis ef svo vildi til að þeir fylltu ekki húsið fengum við aðgang. […] Sýnt var að minnsta kosti tvisvar í viku, stundum oftar. Líklega hefur myndaúrvalið verið frekar fábrotið.
Eftir að amerískir sjóliðar fóru að venja komur sínar í Hvítanesi (þegar þeir fengu landvistarleyfi) glaðnaði yfir sölunni í bæði klúbbnum og sjoppunni. Bóndinn á Fossá sá einnig tækifæri í komu amerísku sjóliðanna og fór að bjóða upp á um klukkutíma hestaferðir um nágrennið sem urðu mjög vinsælar hjá amerískum sjóliðum, en ekki er getið um að Bretarnir hafi nýtt sér afþreyinguna mikið enda höfðu þeir úr mun takmarkaðri fjármunum að spila en amerísku dátarnir.

Hvítanes

Hvítanes – loftmynd.

Í Hvítanesi var rekinn spítali sem sinnt gat íbúum á svæðinu (og væntanlega úr flotanum á firðinum), þótt líklega hafi aðstaða þar verið fremur einföld (sjá umfjöllun um minjar hér á eftir). Auk þessara bygginga voru víða ýmiskonar aðrar þjónustubyggingar, s.s. skemmur, smærri samkomubraggar og eldhús (Mess hall), klósett og sturtur.
Matur var eldaður á nokkrum stöðum í flotastöðinni og líklegt að fæði hermanna á svæðinu hafi aðallega samanstaðið af innfluttum mat. Vörur bárust ýmis frá Reykjavík eða beint með skipum frá Bandaríkjum og Bretlandi en lítið hefur fundust um hvernig mataræði þeirra var samsett að því frátöldu að bjórinn sem neytt var á svæðinu kom frá Kanada. Vörubirgðir voru bæði geymdar í móðurskipum á firðinum en einnig í birgðageymslum í Hvítanesi (og Hvammsvík).

Hvítanes

Hvítanes – tröppur þær er Winston Churchill var myndaður á í heimsókn hans hingað til lands á styrjaldarárunum.

Á framkvæmdaárunum í Hvítanesi vann þar nokkur fjöldi af Íslendingum og því voru samskipti á milli hermanna og Íslendinga talsverð. Í bók Óskars greinir hann frá því að tungumálaerfiðleikar hafi þó takmarkað öll samskipti og oft gert mönnum erfitt fyrir, enda hafi fáir Íslendingar kunnað ensku. Þeir sem voru færir í tungumálinu urðu hins vegar eftirsóttir sem verkstjórar og túlkar. Óskar vann meðal annars í blönduðum hópum af Íslendingum og Englendingum og komu þar oft upp vandamál tengd skorti á tungumálakunnáttu. Þótt Óskar sjálfur kynni afar takmarkaða ensku í upphafi greinir hann frá því að hermennirnir hafi mjög sótt í félagsskap hans og annarra Íslendinga. Margir þeirra hafi verið mjög einmana og á kvöldin hafi alls staðar orðið á vegi hans einmana menn langt frá heimahögunum sem vildu tala um fjölskyldur sínar, fræðast um landið eða kvenpeninginn.

Þeir hafi oft verið á ferli til og frá baðhúsi og vildu gjarnan bjóða Íslendingunum inn í braggana til sín, sýna þeim byssurnar sínar, myndir af fjölskyldu eða litla happa og heillagripi sem margir þeirra áttu.

Hvítanes

Hvítanes – loftmynd.

Jafnvel þótt að viðvera og umferð Íslendinga í Hvítanesi hafi verið meiri en í ýmsum öðrum kömpum er ljóst er að herinn lagði áherslu á halda ákveðinni leynd yfir skipulagi og uppsetningu á mannvirkjum sínum þar. Í ævisögu Sigurðar A. Magnússonar segir frá því að þegar hópur pilta kom við á svæðinu á leiðinni úr útilegu í Vatnaskógi þá var það brýnt fyrir piltunum að gæta þess vandlega að myndavélar þeirra væru ekki uppivið heldur kyrfilega geymdar í töskum. Í frásögninni kemur fram að herinn hefði þá nýlega hirt einar 60 myndavélar af Íslendingum sem þar voru á ferð og mynduðu þær á svæðinu.

Hvítanes

Hvítanes.

Íbúar í Hvítanesi voru nokkuð einangraðir frá umheiminum og fæstir þeirra áttu t.d. útvörp. Dagblöð komu þangað sjaldan og þá gjarnan mjög seint og því litlar fréttir að fá. Hermennirnir voru almennt mjög fréttaþyrstir og í raun þyrstir í alla tilbreytingu frá hversdagslífinu sem var mörgum þeirra þungbært. Að mati Roberti Maltby, sem vann í verslun og veitingastofunni á svæðinu, var líf sjóliðanna í Hvítanesi án efa oftast eitthvert versta tímabil í lífi þeirra.
Öll tilbreyting í daglegt amstur var vel þegin, sér í lagi á sunnudögum þegar ekki var unnið, a.m.k. ekki á meðan á uppbyggingarskeiði svæðisins stóð. Óskar Þórðarson lýsir því í bók sinni að guðsþjónustur hafi farið fram undir beru lofti hvern sunnudag í Hvítanesi þegar hann var þar og verið vel sóttar. Messað var í heimatúninu ofanverðu þar sem nokkur halli var og gestir gátu setið. Hann segir að fjölbreyttur hópur hafi sótt messurnar. Ekki er ljóst hvort þær fóru fram á íslensku eða ensku en í lok samkomunnar var í það minnsta sungið lagið Eldgamla Ísafold að sögn Óskars.

Hvítanes

Hvítanes – stríðsminjar.

Ekki fundust nákvæmari upplýsingar um það hvenær flotastöðinni var lokað en að það virðist hafa verið fyrir árslok 1944 því jörðinni var skilað til Sölunefndar setuliðseigna árið 1944. Þá var ljóst að stórt verkefni væri framundan við að leysa upp þorpið í Hvítanesi og koma þeim búnaði sem þar var í notkun annars staðar eða í verð. Mönnum var ljóst að verðgildi eigna á stað eins og Hvítanesi (og öðrum svæðum í Hvalfirði þar sem herinn hafði verið með umsvif) yrði ekki í neinu samræmi við byggingakostnað, en samkomulag var gert við ríkisstjórnina um að hún „keypti og/eða yfirtæki mannvirki og búnað hersins og endurseldi einkaaðlilum eftir atvikum. Í mörgum tilfellum var um að ræða greiðslu fyrir landspjöll sem orðið höfðu við umsvif herliðsins, einkum þegar um mannvirki var að ræða“.

Hvítanes

Hvítanes – stríðsminjar.

Ríkisstjórnin skipaði nefnd (Nefnd setuliðsviðskipta) vorið 1944 til að annast ráðstöfun eigna hersins fyrir sína hönd og ári síðar Sölunefnd setuliðseigna til að „sjá um sölu hermannaskála, bæta úr eignarspjöllum af völdum setuliðsins og greiða landeigendum skaðabætur“.
Nefndirnar höfðu báðar lokið störfum 1948 og var niðurstaða þeirra gjarnan að bæjar- og sveitarfélög fengu forkaupsrétt.
Í Hvítanesi voru fjölbreytt mannvirki. Auk stórskipabryggju og steinbryggju á vestanverðu nesinu var þar mikill fjöldi íbúðabragga, vöruhús og verkstæði og nokkur steinhlaðin hús og vegakerfi með lýsingu, vatnsveita og rafstöð.
Ýmislegt er vitað um örlög einstakra bygginga en margt er þó á huldu um það hvar efniviður flotastöðvarinnar endaði.

Hvalfjörður

Hvalfjörður – útsýni frá Hvítanesi.

Í Hvalfirði var upphaflega höggvið á landfestar kafbátaneta og þeim sökkt og tundurduflagirðingunni þar var eytt með sprengingu. Á næstu árum varð hins vegar ljóst að leifar mannvirkjanna hömluðu skipaumferð og veiðum á svæðinu og var gert samkomuleg við bresk yfirvöld um að sérhæft hreinsunarskip ynni að hreinsun fjarðarins árin 1948-49.
Samkvæmt samantekt Friðþórs Eydals um eftirmál hernaðaruppbyggingar í Hvalfirði gekk vel að selja búnað og byggingar. Vita- og hafnarmálastofnunin (forveri Siglingamálastofnunar) eignaðist t.d. gufukranana tvo sem gengu á járnbrautarspori fram á hafskipabryggjuna og skemmurnar tvær neðarlega á nesinu. Var sú stærri flutt á lóð stofnunarinnar og stóð enn á lóð Siglingamálastofnunar þegar Friðþór ritaði grein um afdrif bygginganna 1999.

Hvítanes

Hvítanes – bryggjan.

Eina boðið sem barst í stórskipabryggjuna á svæðinu var einnig frá Vita- og hafnarmálastofnuninni, upp á 400 pund en bryggjan hafði kostað 126.000 pund í smíði. Málið endaði með því að breska flotastjórnin ákvað að gefa íslenska ríkinu bryggjuna með þeim skilyrðum að Bretland væri leyst undan allri ábyrgð vegna viðhalds eða hreinsunar síðar meir. Í kjölfarið var ákveðið að taka bryggjuna ekki niður og greiddi Vitamálastofnun landeiganda leigu fyrir aðgang að henni fyrstu árin.

Hvítanes

Hvítanes í dag.

Með tímanum fór timbur úr bryggjunni að hverfa og var þá ákveðið að hirða það sem hægt væri af timbri og brautarteinum. Landeigandi óskaði eftir því að kaupa bryggjuna 1949 en þeirri ósk var synjað. Árið 1960 óskaði hann svo eftir því að ríkissjóður afsalaði honum bryggjunni til niðurrifs vegna þeirra búsifja sem hernámið hefði haft fyrir jörðina og hversu litlar bætur hefðu fengist, en beiðninni var aftur synjað í þeirri von að bryggjuleifarnar gætu nýst betur og hanga því illa farnar leifar bryggjunnar enn uppi.
Ólíkt mannvirkjum í þéttbýli sem gjarnan nýttust tímabundið á staðnum eftir brotthvarf hersins voru mannvirkin í Hvítanesi fjarri alfaraleið og því engar tilraunir gerðar með að nýta það á staðnum eftir því sem best verður séð. Raskið í Hvítanesi var mikið og aldrei virðist hafa komið til greina að freista þess að hefja aftur búskap á jörðinni.

Hvítanes

Hvítanes – varðbyrgi/stjórnstöð.

Efnismenningin úr Hvítanesi dreifðist víða. Sem dæmi um það má nefna að á þessum tíma vann Ungmennafélagið Drengur í Kjós að undirbúningi að byggingu félagsheimilisins Laxárness sem er talið fyrsta félagsheimili landsins. Ungmennafélagið samdi við setuliðið um kaup á nokkrum samkomubröggum í Hvítanesi og Hvammsvík. Síðsumars 1945 tóku svo félagsmenn sig til, söfnuðu efninu saman og fluttu að Laxárnesi. Varðveittar frásagnir af vinnunni benda til að atgangurinn hafi verið talsverður enda var það „…sem hafði kostað heri Breta og Bandaríkjamanna margra vikna, mánaða eða hver veit hvað […] nú rifið niður á tveimur dögum með hömrum og klaufjárnum.“
Efnið nýttist í ýmis minni háttar mannvirki í kringum félagsheimilið, t.d. var settur upp braggi sem þjónaði hlutverki hesthúss í mörg ár en þær byggingar hafa nú allar verið rifnar.

Hvítanes

Hvítanes.

Þótt stríðinu lyki höfðu Bandaríkjamenn áfram hugmyndir um viðveru á Norður-Atlandshafinu. Á eftirstríðsárunum komu fram ýmsar áætlanir um það hvernig slíkar ráðagerðir yrðu best tryggðar og kom Ísland þar oft við sögu. Bandaríski herinn hafði áfram áhuga á Hvalfirði og var það niðurstaða sérstakrar staðarvalsnefndar Bandaríkjaflota árið 1946 að höfuðstöðvar flotans á þessum slóðum gætu orðið í Hvítanesi.

Hvalfjörður

Hvalfjörður á tímum Seinni heimstyrjaldarinnar.

Nefndin lagði fram ýmsar tillögur um mannvirki á suðvesturhorninu á eftirstríðsárunum og þótti Hvítanes einnig koma til greina sem varastaðsetning fyrir olíustöð ef hún gæti ekki verið á Söndum í Hvalfirði. Einnig þótti koma til greina að fjarskiptastöð, sem ráðgert var að risi á Kjalarnesi, gæti risið við austanvert Hvítanes ef áætlun um Kjalarnes gengi ekki upp.
Árið 1953 fóru Bandaríkjamenn fram á að grafa kafbátabyrgi inn í Þyril og árið 1957 var óskað eftir því að reisa olíustöð og sökkla á hafsbotni og legufærum, sem nota mætti fyrir kafbáta og herskip. Engar af ofangreindum tillögum urðu að veruleika. Árið 1959 fékkst hins vegar leyfi til að reisa lóranstöð á Snæfellsnesi til að auðvelda kafbátum miðanir og var ljóst að Bandaríkjamenn höfðu augastað á Hvalfirði fyrir frekari uppbyggingu hernaðarmannvirkja.

Stríðsár

Hermenn á vakt við Vesturlandsveg nálægt Þingvallavegi.

Talsverð andstaða var við uppbyggingu og viðveru bandaríska hersins hér á landi á friðartímum. Á þessum tíma var efnt til ýmissa mótmæla til að sporna við frekari uppbyggingu þeirra hér á landi. Hernaðarandstæðingar fóru t.d. reglulega í Keflavíkurgöngur til að krefjast þess að Bandaríkjamenn létu af allri uppbyggingu og viðverðu á Íslandi og að hvetja til að Ísland gengi úr NATO. Árið 1962 var ákveðið að umrædd mótmælaganga skyldi farin frá Hvítanesi í Hvalfirði (í stað Keflavíkur). Aðspurðir sögðu forvígismenn göngunnar að það væri til að vekja athygli á þeirri ágirnd sem Bandaríkjamenn hefðu á svæðinu fyrir kafbátahöfn og flotastöð. Almannavarnafrumvarpið sem lagt hefði verið fyrir alþingi síðasta vetur hefði sýnt að Hvalfjörður stefndi í að vera jafn mikið uppbyggingarsvæði og Keflavík. Ástæða þess að gangan var farin Hvítanesi sögðu þeir hins vegar vera þá að Hvítanesjörðin hefði verið ein fyrsta íslenska bújörðin sem fór í eyði vegna hernaðarumsvifa.
HvítanesJörðin Hvítanes komst í eigu Jóns Björnssonar og fjölskyldu í stríðslok og hélst í þeirra eigu allt fram á síðustu ár eftir því sem best fæst séð.
Ljóst er að herminjar á jörðinni settu nýtingu hennar nokkrar skorður. Árið 1995 stofnuðu afkomendur Jóns, þeir Björn og Jón Kristinssynir, einkahlutafélagið Hvítanes um eignina og fljótlega eftir 2000 þróuðu þeir tillögu að nýju og breyttu deiliskipulagi sem m.a. var kynnt fyrir sveitarfélaginu á þeim tíma.
Á allra síðustu árum (og eftir að skráningunni lauk) hafa komið fram nýjar ráðagerðir um nýtingu og uppbyggingu í Hvítanesi. Samkvæmt deiliskipulagi stendur þar til að hefja skógrækt og gera jörðina aftur að lögbýli. Gera þessar nýju áætlanir ráð fyrir byggingu íbúðarhúss, skemmu, þjónustu- og vélarhúss, bryggju og bryggjuhúss á jörðinni á 5 ha svæði neðst á tanganum og virðast framkvæmdir nokkuð komnar af stað, af nýlegum loftmyndum að dæma.

Heimild:
-Hernámið frá sjónarhóli Fornleifafræðinnar: Skráning á minjum úr Síðari heimsstyrjöldinni í Hvítanesi í Hvalfirði, Reykjavík 2025.
-https://www.academia.edu/128999410/HERN%C3%81MI%C3%90_FR%C3%81_SJ%C3%93NARH%C3%93LI_FORNLEIFAFRAE%C3%90INNAR

Kjós

Hvítanes á stríðsárunum.

Hafnir

Fjallað er um álit Páls Theodórssonar á rannsóknum gjóskulaga í Fréttablaðinu árið 2015 undir fyrirsögninni „Kallar á endurskoðun á sögu landnáms„:

Páll Theódórsson

Páll Theódórsson (1928-2018).

Með nýrri tölvuúrvinnslu á gögnum um gjóskulög telur Páll Theódórsson eðlisfræðingur hægt að tímasetja mannvistarleifar með ná kvæmari hætti en áður. Ljóst sé að landnám hafi hafist hér fyrr en áður hefur verið talið. Segir stöðnun ríkja í tímatali landnáms.

„Með nýrri tölvuúrvinnslu er hægt að tímasetja með nákvæmari hætti byggð og fornmuni sem fundist hafa hér á landi. Þetta kemur fram í nýju smáriti Páls Theódórssonar, eðlisfræðings og vísindamanns emeritus hjá Raunvísindastofnun Háskólans.
Páll segir að með aðferðinni sem hann hefur þróað sé kominn traustur grunnur að gjóskutíma talinu (þar sem tímasetning er ákvörðuð eftir gjóskulögum í jarðvegi) og nákvæmar tímasetningar mannvistarleifa og gjóskulaga mögulegar. Óvissumörk tímasetninga séu á bilinu fjögur til tíu ár. „Fornleifafræðingar reyna iðulega að tímasetja mannvist af formgerð muna. Þetta er nú úrelt aðferð,“ segir hann í ritinu.

Hrísbrú

Hrísbrú – uppgröftur.

Páll vill meina að landnám Íslands hafi hafist umtalsvert fyrr en viðtekið sé í fræðaheiminum, þar sem talið sé að landnám hafi hafist í Reykjavík um 870. „Fyrstu landnámsmennirnir hafa vafalítið valið sér land til búsetu við sjávarsíðuna þar sem aðstaða til útróðra var góð,“ segir hann og bætir við að benda megi á fjölmarga staði á landinu sem hefðu þótt álitlegir.
„Þar sem umtalsverð forleifarannsókn hefur aðeins farið fram á einum slíkum stað, í Reykjavík, og margt sem bendir til að landnám hafi hafist mun fyrr, stöndum við í raun á byrjunarreit í þessum efnum.“
LandnámÝmsar niðurstöður nýrrar úrvinnslu gjóskusniða sem hann hefur hannað segir Páll að varpi ljósi á þennan frumþátt í sögu þjóðarinnar og sýni að landnám hafi hafist mun fyrr en nú sé talið. „Í ljósi þessara upplýsinga er augljóst að í íslenskri fornleifafræði ríkir alvarleg stöðnun í tímatali landnáms.“

Hafnir

Hafnir – landnámsskáli. Bjarni Einarsson hefur haldið því fram að skálatóftin lýsi tímabundinni búsetu manna hér á landi fyrir eiginlegt landnám norrænna manna.

Sögu elstu búsetu á Íslandi þurfi að taka til gagngerrar endurskoðunar.
Niðurstöður sínar byggir Páll að hluta á nýrri nálgun við mat á þykknun jarðlaga, en hraði þykknunar segir hann að hafi verið stöðugur í átta aldir eftir 870. „Hvorki búseta manna né stórfelldar breytingar á veðurfari hafa haft áhrif á þykknunina — gagnstætt því sem almennt er talið.“
Í riti Páls kemur fram að hann líti á samantektina sem frumniðurstöður og nýja nálgun sem fleiri geti nýtt sér. „Ég lít á þetta kver sem byrjun þar sem aðrir taka síðan við keflinu.“

Hratt landnám bendir til fyrri heimsókna

Orri Vésteinsson

Orri Vésteinsson.

„Fáum hlutum í fornleifafræði er hægt að slá fram sem fullvísum, segir Orri Vésteinsson, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands, og fagnar allri umræðu um aldur fornminja hér á landi.
Spurningunni um hvort landnám Íslands hafi verið neglt niður við ártalið 870 segir hann bæði hægt að svara með jái og neii. „Það skýrist æ betur að svarið er já í þeim skilningi að það er ekki fyrr en eftir 870 sem stórfelldir fólksflutningar hefjast hingað. Þá er landið numið geysilega hratt og kannski mun hraðar en menn töldu áður,“ segir hann. Á hinn bóginn sé auðvitað vitað að hingað hafi verið komið fólk fyrir 870. „Og um það deilir enginn.“

Fornleifauppgröftur

Fornleifauppgröftur í Stöðvarfirði.

Til þess að hratt landnám og uppbygging frá 870 gangi upp segir Orri menn hljóta að gera ráð fyrir fólki hér í einhverjum mæli og þess vegna töluvert löngu á undan. „Í mínum huga er ekkert sem mælir á móti því að fólk hafi siglt hingað eða komið þess vegna hundrað árum áður og það eru nýlegar niðurstöður frá Færeyjum sem benda í nákvæmlega þá átt.“ Orri segir menn hafa verið duglega að lesa söguna þannig að landið hljóti að byggjast um leið og það hafi verið uppgötvað. Allt eins gæti verið að fólk hefði vitað af landinu en ekki séð ástæðu til að byggja það fyrr en um 1870.“

Heimild:
-Fréttablaðið, 198. tbl. 26.08.2015, Kallar á endurskoðun á sögu landnáms, bls. 4.

Eiríksstaðir

Eiríksstaðir – skáli Eiríks rauða í Haukadal.

Ingólfur Arnarsson

Í ritstjórnargrein MBL 17. ágúst 1986, sem ber yfirskriftina „Reykjavík 200 ára“ segir m.a.:

Reykjavík

Aðalstræti – fyrrum búsvæði Ingólfs Arnarssonar.

„Um þessa helgi og sérstaklega á morgun, 18. ágúst, er þess minnst með glæsilegum hætti, að 200 ár eru liðin síðan Reykjavík og fimm kaupstöðum öðrum voru veitt kaupstaðarréttindi. Á árinu 1786 hófst saga Reykjavíkurkaupstaðar, saga, sem lýkur ekki, á meðan byggð helst á Íslandi.

Reykjavík

Reykjavík.

Gildi Reykjavíkur fyrir íslenskt þjóðlíf verður seint metið til fulls. Þegar þéttbýli var að myndast þar og annars staðar, voru þeir margir hér á landi, sem töldu þá þróun af hinu illa og að hún myndi spilla menningu og lífi þjóðarinnar.
Á sínum tíma urðu margir um kyrrt í Reykjavík, sem ætluðu aðeins að hafa þar viðdvöl á leið sinni til Vesturheims. Hið sama á við enn þann dag í dag, menn finna kröftum sínum viðnám í borgarsamfélaginu og þurfa ekki að leita út fyrir landsteina í því skyni.“

Reykjavík

Reykjavíkurbréf 17.08.1986.

Í „Reykjavíkurbréfi“ á sömu síðu blaðsins er m.a. af gefnu tilefni fjallað um uppruna borgarinnar, sem reyndar hét þá Reykjarvík:
„Ekki verður annað sagt en ærið óbyrlega blési fyrir landi og þjóð, er árið 1786 rann upp, enda höfðu næstu árin á undan verið hvort öðru erfiðara og óhagstæðara fyrir allan landslýð, og svo átakanlega hafði landsmönnum fækkað, að ekki náði fjörutíu þúsund sálum.
Þó átti þetta ár að verða merkisár í sögu landsins. Með kgl. auglýsingu dagsettri 18. ágúst um sumarið, var gefið fyrirheit um verzlunarfrelsi, sem lengi hafði verið þráð af landsmönnum. Að vísu var það einskorðað við þegna Danakonungs og öðrum þjóðum óheimiluð áfram öll verzlunarviðskifti við landsmenn. En það skiftir mestu máli fyrir oss íbúa höfuðstaðarins, sem nú lifum, og gerir þetta ár að því merkisári í meðvitund vorri, sem það er og verður, að með þessari sömu auglýsingu voru Reykjavík (og fímm kaupstöðum öðrum) veitt kaupstaðarréttindi,
svo að segja má, að á þessu ári hefjist saga Reykjavíkurkaupstaðar.“

Reykjavík

Árbækur Reykjavíkur 1786-1930.

Þannig hefst bókin Árbækur Reykjavíkur 1786-1936 eftir dr. Jón Helgason biskup, sem kom út 1941. Höfundur segist rita verkið í von um, að einhver gæti síðar meir notað þau „drög að Reykjavíkursögu“, sem í ritinu geymdust, við samningu fullkomnari sögu bæjarins. Í tilefni af 200 ára afmæli borgarinnar verður nú ráðist í að skrá þessa sögu, hafa þeir Guðjón Friðriksson og Eggert Þór Bernharðsson verið fengnir til þess. Við ritun sögu Reykjavíkur er unnt að nýta margar heimildir. Fyrsta reglulega Reykjavíkursagan, Saga Reykjavíkur, var skráð af Klemenz Jónssyni, landritara og ráðherra, og kom út í tveimur bindum á árinu 1929.

Bær Ingólfs Arnarsonar
Enginn hefur ritað meira um sögu Reykjavíkur hér í Morgunblaðið en Árni Óla, blaðamaður. Hafa ritgerðir hans og sagnaþættir auk þess verið gefnir út í mörgum bókum.

Árni Óla

Árni Óla (1888-1979).

Eins og svo mörgum öðrum, sem um Reykjavík fjalla, var Árna Óla það hugleikið, að fyrsti landnámsmaðurinn settist að, þar sem síðan varð höfuðborg. Síðasta ritsmíð Árna um þetta efni heitir Verndið helgar tóftir og er frá 1968. Þar segir meðal annars:
„Mér hefír löngum verið mikið áhugamál, að Reykjavík glataði sem fæstu af minningaarfi sínum. En þar sem ég geri ráð fyrir, að héðan af muni ég leggja fátt til þeirra mála, þá knýr hugur mig nú fast til þess að lokum að eggja Reykvíkinga lögeggjan, að láta ekki helgasta söguarf sinn og minningar fara forgörðum.
Hér í hjarta höfuðborgarinnar er helgasti reitur þessa lands og hefir forsjónin falið hann vernd og umhyggju borgarbúa. Helgi hans er bjartari og meiri en sagnhelgi Þingvalla og menningarhelgi biskupsstólanna fomu. Þetta er reiturinn, þar sem fyrsti landnámsmaður Íslands, Ingólfur Arnarson, reisti hinn fyrsta íslenska bæ að tilvísan guðanna.

Reykjavík

Reykjavík – fornleifakort af miðbænum.

Fyrir rúmum 100 árum var til félag menntamanna hér í Reykjavik og nefndist Kvöldfélagið. Það hóf fyrst umræður um það 1864 hvernig Íslendingar, og þó einkum Reykvíkingar ættu að minnast þúsund ára byggingar Íslands árið 1874. Og þá gaf það út ávarp til Reykvíkinga og lauk því á þessum orðum: Allir erum vér Reykvíkingar leiguliðar Ingólfs og höfum honum mikla landskuld aðgjalda. Nú er komið að skuldadögunum. Annað ávarp sömdu nokkrir merkir menn í desembermánuði 1959, þar sem því var beint til Alþingis og ríkisstjómar, forráðamanna Reykjavíkur og allrar þjóðarinnar að bæjarstæði Ingólfs Arnarsonar við Aðalstræti verði friðlýst sem þjóðlegur helgistaður (leturbr. mín).
Í þessu ávarpi segir meðal annars: „Frá höfuðsetri Ingólfs í Reykjavík, á dögum sjálfs hans og nánustu niðja hans og með þeirra ráði, þróaðist hið íslenzka þjóðfélag og lýðveldi, með allsherjarlögum, alþingi við Öxará og allsherjargoða í Reykjavík.

Reykjavík

Reykjavík – fornleifakort af miðbænum.

Efalaust verður að telja, að bær Ingólfs í Reykjavík hafi staðið við sunnanvert Aðalstræti að vestan, andspænis þeim stað þar sem síðar var kirkjan og gamli kirkjugarðurinn. Öllum má kunnugt vera, hversu það bar til, að höfuðborg landsins var reist á túnum og tóftum hins fyrsta landnámsmanns, þar sem ævafom sögn hermir að guðimir hafi vísað honum til bólfestu. Söguhelgi þessa staðar er sameign allra Íslendinga. Engin þjóð önnur kann frá slíkum atburðum að segja úr sinni sögu, þar sem í einn stað koma upphaf og framtíð. Ekki þarf orða við um það, að
bæjarstæði Ingólfs á að vera um aldur og ævi friðhelgur þjóðminningarstaður.“
Það var einvalalið, sem ritaði nöfn sín undir ávarp þetta: Bjarni Jónsson vígslubiskup, Einar Ól. Sveinsson prófessor, Guðni Jónsson prófessor, Helgi Hjörvar rithöfundur, Kristján Eldjám þjóðminjavörður, Magnús Már Lárusson prófessor, Matthías Þórðarson fyrrv. þjóðminjavörður, Ólafur Lárusson prófessor, Pétur Benediktsson bankastjóri, Ragnar Jónsson forstjóri, Sigurbjöm Einarsson biskup, Sigurður Nordal prófessor, Tómas Guðmundsson skáld og Þorkell Jóhannesson háskólarektor.

Reykjavík

Reykjavík – fornleifauppgröftur í Aðalstræti.

Senn líður að því, að vér eigum að minnast 11 alda afmælis landnámsins, og vér höfum eigi enn goldið Ingólfi landskuldina, né heldur rækt þá höfuðskyldu, er á oss hvílir, að friða um aldur og ævi stað hinna „helgu höfuðtófta“ fyrsta landnámsmannsins.
Enginn maður þarf að vera í vafa um, hvar þessar höfuðtóftir voru. Um það höfum vér einróma álit þeirra merku manna, er sendu ávarpið 1959. Verður ávarp þetta að teljast fullnaðarúrskurður um hvar bær Ingólfs Arnarsonar hafi staðið.“
Í fyrrgreindu ávarpi segir meðal annars fyrir utan þau orð, er Árni Óla vitnar til: „Það er og ályktun vor, að friðhelgun þessa staðar sé ekki og skuli ekki vera háð sérstakri húsbyggingu né miklum mannvirkjum á þessum stað, heldur skyldi reisa þar minnismerki í einhverri mynd, eða marka staðinn að sinni, en friðaður gróðurreitur fyrir almenning gerður þar umhverfis.

Reykjavík

Reykjavík – skáli (langeldur) eftir forneifauppgröft í Aðalstræti.

Árið 1974 mætti gefa efni til, að virðulegum áfanga væri náð í þessu máli, en þá mun verða talið ellefu alda afmæli Íslandsbyggðar og landnáms Ingólfs.“

Fornleifagröftur

Á þeim tíma, sem þetta ávarp var samið, urðu töluverðar umræður um bæjarstæði Ingólfs Amarsonar. Helgi Hjörvar ritaði á árinu 1961 nokkrar greinar um málið hér í Morgunblaðið. Í tilefni af því, að nú rétt fyrir 200 ára afmælisdag höfuðborgarinnar hefur verið kynnt niðurstaða í samkeppni um nýtt húsnæði fyrir Alþingi, er forvitnilegt að rifja upp þennan kafla úr einni af Morgunblaðsgreinum Helga (1. febrúar 1961): „Alþing hins íslenzka lýðveldis ætti að reisa hús sitt á bæjartóftum Ingólfs, hins fyrsta landnámsmanns á Íslandi, á tóftum Þorsteins Ingólfssonar, sem var sjálfur frumkvöðull að allsherjarríki á Íslandi, í sóknarbroddi að stofnun alþingis á Þingvelli, forvígismaður lagasetningar, fyrsti allsherjargoðinn.

Reykjavík

Reykjavík – uppgröftur í Alþingisreitinn.

Þorsteinn flutti fórnarblóðið til Þingvalla úr hofi föður síns. Hann gerði Þingvöll heilagan frá Reykjavík. Þegar Jón Sigurðsson flutti Alþingi aftur til Reykjavíkur, þá flutti hann þingið með vissum hætti heim aftur, til síns uppruna. Þá voru mönnum þessir furðulegu þræðir örlaganna ekki svo ljósir sem nú er orðið.“
Vegna Morgunblaðsgreina Helga Hjörvar um bústað Ingólfs var eftirfarandi sagt í Reykjavíkurbréfí 15. júlí 1961: „Ætla verður að bær Ingólfs hafi staðið þar sem nú er horn Aðalstrætis og Túngötu eða þar á næstu slóðum. Með því mæla allar líkur, enda koma beztu fræðimenn sér saman um það. Úr þessu verður sennilega aldrei skorið til fulls, en uppgröftur sunnan við Herkastalann fyrir nokkrum árum studdi mjög fyrri rök fræðimanna.

Reykjavík

Reykjavík 1836 – August Mayer.

Helgi Hjörvar hefur með réttu hneykslazt á, að þeim uppgreftri var ekki sinnt sem skyldi. Úr því verður ekki bætt héðan af. En nú er nýlega búið að rífa neðsta húsið við Túngötu, er stóð andspænis Suðurgötu og mikill hluti Andersenslóðarinnar er enn óbyggður. Leikmönnum virðist svo sem nú sé einstætt tækifæri til að grafa á þessum slóðum og kanna hvort einhverjar fornar minjar finnist í jörðu. Þó að slíkur uppgröftur geti líklega ekki eðli málsins samkvæmt skorið úr um það, hvort fyrsta byggð Reykjavíkur var á þessum slóðum, sýnist hvergi fremur ástaeða til fornleifagraftar hér á landi en einmitt þarna. Menn mega því ekki láta þetta tækifæri sér úr greipum ganga.“

Reykjavík

Reykjavík – fornskáli í Aðalstræti eftir fornleifauppgröft.

Fyrir ellefu alda afmæli Íslandsbyggðar 1974 beitti Reykjavíkurborg sér fyrir fornleifagreftri á þessum stað. Í byrjun júlí 1971 hófst fornleifagröftur á horni Aðalstrætis og Túngötu. Var sænskur fornleifafræðingur, Bengt Schönbeek, ráðinn til að hafa umsjón með verkinu. Vann hann við það ásamt konu sinni, Else Nordahl, sem einnig er fornleifafræðingur. Stjórnuðu þau rannsóknum þarna í nokkur sumur, og með þeim unnu bæði fornleifafræðingar, nemendur í fornleifafræði, jarðfræðingar og ósérhæft fólk. Þorkell Grímsson vann þarna í umboði Þjóðminjasafns. Reykjavíkurborg kostaði verkið. Því miður hefur ekki enn verið lögð fram endanleg greinargerð um niðurstöður þessara rannsókna, þótt leikmönnum sýnist, að tími til að vinna þær sé orðinn meiri en nægur.

Aðalstræti

Landnámsskálinn í Aðalstræti.

Hitt er vitað, að fornleifagröfturinn leiddi í ljós órækar sannanir fyrir því, að þarna var byggð á landnámsöld. Eða svo vitnað sé til orða dr. Kristjáns Eldjárns á Reykjavíkurráðstefnu 1974: „Ég undirstrika það að lokum, að engin sýnileg fomfræðileg ástæða virðist til að rengja að landnám hafí hafizt á þeim tíma sem Ari nefnir, nefnilega 870 eftir burð Krists,
heldur benda fornleifar hér á landi miklu fremur til þess að það geti verið laukrétt og um leið að líta megi á það sem sögulega vissu að þá hafí Reykjavík byggzt.“

Reykjavík höfuðstaður
Þegar minnst var 150 ára afmælis kaupstaðarréttinda Reykjavíkur, kom út ritið Þættir úr sögu Reykjavíkur. Var félagið Ingólfur útgefandi þess. Félagið starfaði á árunum 1934-42 og var Georg Ólafsson, bankastjóri, formaður þess til 1940 en síðan Bjarni Benediktsson, þáverandi borgarstjóri. Gaf félagið út 26 ritverk, stór og smá. Félagið Ingólfur var endurreist á fundi 14. nóvember 1981 og hafði dr. Björn Þorsteinsson, prófessor, forgöngu um það, en Steingrímur Jónsson er formaður félagsins. Tilgangur þess er að gefa út rit er heiti: Landnám Ingólfs og hafa verið gefín út tvö bindi í safninu frá endurreisn félagsins.

Landnám

Landnám Ingólfs – Safn til sögu þess, I. bindi.

Í fyrrgreindu afmælisriti, sem félagið Ingólfur gaf út 1936, er ritgerð eftir Vilhjálm Þ. Gíslason, útvarpsstjóra, sem heitir: Hversu Reykjavík varð höfuðstaður. Þar er skýrt frá því, að Skúli fógeti Magnússon „varð til þess sjálfrátt og ósjálfrátt, að leggja grundvöll hins íslenzka höfuðstaðar í skjóli stjórnar- og viðskiptastefnu hins upplýsta einveldis. En hann og hrakfarir erlendrar einokunar urðu til þess að lyfta undir trúna á tilraunimar til að þess að bæta ástandið á íslenzkum grundvelli. Á þeim grundvelli reis Reykjavík sem höfuðstaður nýs lífs í nýju landi.“
Segir Vilhjálmur að nú finnist mönnum það máske ekkert merkilegt, hvað Skúla fógeta og fylgismönnum tókst þegar þeir lögðu í hina þjóðlegu íslensku viðreisnarbaráttu nýjan þátt, baráttuna fyrir efnalegri endurreisn atvinnulífsins í landinu. En þá hafi þetta verið „það merkilegasta, sem fyrir þjóðina hafði komið í mörg hundrað ár og það svo, að mikill hluti Íslendinga þumbaðist á móti þessu, á meðan hann gat. Það, sem um var að ræða, og það, sem stórhugur og framkvæmdaþrek Skúla fógeta vildi koma hér á, var nýtt íslenzkt þjóðfélag, verklega og fjárhagslega séð, ný íslenzk verzlun, peningaverzlun, og ný íslenzk sjósókn og íslenzkur iðnaður. Hið sýnilega tákn þessarar nýju íslenzku menningar var Reykjavík.“

Vilhjálmur V. Gíslason

Vilhjálmur Þ. Gíslason (1897-1982).

Í ritgerð sinni segir Vilhjálmur Þ. Gíslason, að sú almenna skoðun hafí legið í loftinu, að Reykjavík hafi verið valin sem tilraunastöð hins nýja atvinnulífs, af því að hún var bær fyrsta landsnámsmannsins. Hann bendir á, að í Reykjavíkursögu sinni telji Klemenz Jónsson, að þetta muni að minnsta kosti með fram hafa ráðið staðnum. „En þetta er eflaust ekki rétt,“ segir Vilhjálmur og minnir á þau orð Eggerts Ólafssonar í ferðabókinni, að enginn hafi hugsað um það, að í Reykjavík var elsti bær landsins og bústaður fyrsta landnámsmannsins, þegar innréttingunum var valinn þar staður. Sama segi Eggert í einu kvæði sínu, Mánamálum, að enginn hafi munað, að í Reykjavík væru „helgar tóftir“ hins fyrsta landnámsmanns.
Vilhjálmur segir, að Reykjavík hafi vantað virðuleikann. Um þetta hafí Skúli fógeti ekki hugsað í fyrstu eða ekki tekið eftir því. En hér hafi Eggert Ólafsson, einn helsti aðdáandi Skúla, komið til sögunnar. Hann hafi gert sér grein fyrir því, að til að hin nýja atvinnumálastefna bæjarmenningarinnar í Reykjavík ætti að heppnast, þyrfti hún ekki einungis að vera reist á rökum hagfræðinnar og hinnar nýju náttúrufræði um hagnýtingu landsgæðanna, heldur þyrfti Reykjavík einnig að tileinka sér þann þjóðlega, sögulega grundvöll, sem eldri sveitamenning og stórbýlaskipulag hvíldi á og verða þjóðlegur framtíðarbær á sögulegum grundvelli.

Reykjavík

Ferðabók Eggerts – Vilhjálmur Þ. Gíslason.

„Þann grundvöll fann Eggert í þeirri staðreynd, að Reykjavík var einhver elzti sögustaður landsins og helgur staður hins fyrsta landnámsmanns. Þannig varð Eggert Ólafsson höfundur hinnar nýju Ingólfshelgi í landinu og hvatamaður hinnar þjóðlegu Reykjavíkur, eins og Skúli er stofnandi Reykjavíkur sem verzlunar- og atvinnubæjar.“

Alþingi í Reykjavík
Hér verður ekki rakin saga byggðarþróunar í Reykjavík eða lýst reiptogi milli embættismanna og kaupmanna. Smám saman safnaðist valdið í þjóðfélaginu á hendur manna, sem bjuggu í bænum. Menn skiptust í flokka um það, hvar skóli og biskupsstóll ættu að vera, en deildu laust fyrir miðja 19. öld enn ákafar um það, hvar þingstaður þjóðarinnar ætti að vera. Í konungsauglýsingunni frá 1840 um endurreisn Alþingis var hugmyndinni um að þingið skyldi endurreist á Þingvöllum gefíð undir fótinn. Jón Sigurðsson beitti sér fyrir því af festu og rökvísi, að Alþingi yrði í Reykjavík. Um þetta segir Vilhjálmur Þ. Gíslason: „Jón Sigurðsson er að vísu engu ómælskari en Þingvallamennirnir sjálfir, þegar hann er að tala um hinn forna alþingisstað: „Hvergi væri því hátíðlegri staður en við Öxará til að byrja starf það, sem vekja skal oss og niðja vora til föðurlandsástar og framkvæmdarsemi, slíkra sem sæmir siðuðum og menntuðum mönnum á þessari öld,“ segir hann og enn fremur:

Víkingur

Íslenskur víkingur á alþingishátíðinni 1930.

„Sá mætti vera tilfinningarlaus Íslendingur, sem ekki fyndi til föðurlandsástar eða nokkurra djúpra hugsana, þegar hann kemur á þann stað, sem Alþingi feðra vorra hefír staðið. Náttúran hefir í fyrstu sett þar á merki sitt, eitthvert hið stórkostlegasta, sem hún á til … sá staður hefir verið vitni til hins bezta og ágætasta, sem fram hefir farið á landi voru: til heitrar trúar og sambands hinnar fyrstu kristnu, til margra viturlegra ráðstafana, til að halda við góðri stjórn og reglu í landinu, til baráttu feðra vorra fyrir frelsi sínu…“

Hvað á nú Reykjavík á móti þessu öllu?
Jón Sigurðsson telur sjálfur fram ýmsa kosti Reykjavíkur — „ekki ófagurt bæjarstæði“, nóg rými til bygginga, góða höfn og víða, stutt til aðdrátta á sjó og landi frá beztu héruðum og samgöngur jafnhægastar til alls landsins og til útlanda, og loks telur hann það, að töluverður stofn sé í þeim embættis- og lærdómsmönnum, kaupmönnum og iðnaðarmönnum, sem þar séu. Þess vegna telur Jón Sigurðssom, að „þótt hugur og tilfinningar mæli fram með Þingvelli, þá mælir að minni hyggju skynsemi og forsjálni með Reykjavík“.

Landnám

Aðkoma landnámsmannanna.

Þótt menn hafi hatazt við Reykjavík af því að hún væri danskt óræsti og mótsnúin öllu þjóðerni Íslendinga, þá telur hann, „að það standi í voru valdi að gera hana íslenzka, ef vér viljum“. Jón Sigurðsson var samt ekki með Reykjavík sem alþingisstað, af því að þingið ætti að vera Reykjavík til framdráttar, þvert á móti af því „að þingið getur betur orðið það, sem því er ætlað í Reykjavík en á Þingvöllum“. Þessar og þvílíkar röksemdir Jóns Sigurðssonar og hans manna urðu ofan á, eins og kunnugt er. Þar með var Reykjavík í sannleika orðin höfuðstaður, og af Alþingi fékk hún nýjan virðuleik, vegna þeirrar helgi, sem hvíldi á hinni fornu stofnun, sem gekk í endumýjun lífdaga sinna, og Reykjavík varð þá einnig Alþingi gott hæli.“

Mikil saga

landnámsskáli

Reykjavík – minjar landnámsbæjar í Aðalstræti.

Í tilefni af 200 ára afmæli Reylgavíkur hefur hér verið staldrað við þá þætti úr sögu hennar, sem lúta að Ingólfshelginni og þeirri ákvörðun að endurreisa Alþingi hér á þessum stað. Saga mannlífs, atvinnu, menningar og lista er ekki síður merk. Þar er af mörgu að taka eins og sést af öllu því, sem um Reykjavík hefur verið ritað og á eftir að rita. Árið 1967 bundust Reykjavíkurborg og Sögufélagið samtökum um að hefja útgáfu á Safni til sögu Reykjavíkur, Ac.ta Civitatis Reykiavicences. Í þeim flokki hefur Lýður Björnsson annast útgáfu á tveimur bókum, Kaupstaður í hálfa öld 1786-1836 og Bæjarstjórn í mótun 1836-1872. Auk þess hafa komið út fjögur verk önnur í ritröðinni; tvö ritgerðasöfn: Reykjavík í 1100 ár og Reykjavík miðstöð þjóðlífs; og Ómagar og utangarðsfólk. Fátæktarmál Reykjavíkur 1786-1907 eftir Gísla Ágúst Gunnlaugsson og nú í tilefni 200 ára afmælisins Sveitin við sundin. Búskapur í Reykjavík 1870-1950 eftir Þóranni Valdimarsdóttur.

Reykjavík

Reykjavík – nútímalistaverk er minna á forna frægð. Svo virðist sem seinni tíma afkomendur hafi ekki tekist á skrá sig á spjöld sögunnar svo marktækt getur talist.

Reykjavík er borg er býður allt það, sem miklu fjölmennari borgir í milljónaþjóðfélögum veita. Þeirri þróun verður ekki snúið við og henni á ekki að snúa við. En því aðeins viðurkenna menn þau stórvirki, sem unnin hafa verið, að þeir meti þau í réttu ljósi. Þá birtu veitir rannsókn á fortíðinni. Nú á tímum hættir okkur til að leggja efnislegt mat á alla hluti, en eins og hér hefur verið leitast við að draga fram, er það eldmóður hugsjónanna, þróttur skáldanna, virðingin fyrir fortíðinni ásamt með skynsemi og forsjálni, sem hefur veitt Íslendingum þann kraft, er einn dugði til að gera Reykjavík að þeirri höfuðborg, sem nú fagnar 200 ára afmæli sínu.“

Heimild:
-Morgunblaðið, 182. tbl. 17.08.1986, Reykjavík 200 ára – Reykjavíkurbréf, bls. 32-33.

Reykjavík

Reykjavík – landnámsbæjarstæðið.

Kvöldsól

Í „Fornleifaskráningu í Grímsneshreppi I: Fornleifar á Kaldárhöfða, Efri-Brú, Syðri-Brú, Ásgarði og Miðengi„, skráða af Fornleifastofnun Íslands árið 1999 segir eftirfarandi um kumlið að Kaldárhöfða, nánar tiltekið við Efra-Torfunes, en fundur uppgötvun þess er talinn einn sá merkasti hér á landi hvað varðar fjölda og tegundir gripa er í því voru:

Efra-Torfnes kuml/legstaður

Kaldárhöfði

Úlfljótsvatn – dys í landi Kaldárhöfða, nú komin undir vatn.

„Vestur af Vaðhól var Efra-Torfnes. Það er nú komið undir vatn nema lítill hólmi, þar sem það var hæst. Vestan í því var fornmannadys, sem fannst 1946. Þar sem dysin var, er nú komið undir vatn“, segir í örnefnaskrá. Hólminn sést vel frá brúnni yfir Sog við Úlfljótsvatn. Þar sem hann er næst landi eru um 80-100 m í hann. Hátt rafmagnsmastur trónir á hólmanum. Lítill hólmi, u.þ.b. 70×40 m. Sléttur og gróinn.

Eftirfarandi kafli er tekinn úr bókinni Kuml og haugfé eftir Kristján Eldjárn:
Kaldárhöfði er nyrzti bær í Grímsnesi. Í landi hans, rétt neðan við þann stað, þar sem Sogið rennur í Úlfljótsvatn, er lítill hólmi í vatninu og heitir Torfnes. Eins og nafnið bendir til, var hann áður landfastur, en þegar aflstöðin við Ljósafoss var reist (árið 1937), var vatnsborð Úlfljótsvatns hækkað nokkuð, svo að Torfnes losnaði frá landi og nýir bakkar mynduðust.

Fornminjar

Grafið í kumlið á Torfunesi við Kaldárhöfða árið 1946. Fornleifafræðingar munu seint verða á ný svona töff í tauinu.

Maður, sem var að vitja um silunganet við hólmann – því að silungsgengd er þarna mikil – varð þess var, að fornleifar stóðu út úr bakkanum, og þótti líklegt, að fornt kuml væri. Rannsakaði ég kumlið samdægurs fyrir Þjóðminjasafnið. Reyndist þetta vera einn hinn glæsilegasti kumlfundur, sem fram hefur komið hér á landi.
Kumlið stóð mjög lágt, aðeins 2-3 m ofar hinu upprunalega vatnsborði, í stórþýfðum, rökum móa. Lík og haugfé var mjög lítið niðurgrafið, en orpinn hafði verið lágur haugur með miklu grjóti í. Haugurinn var mjög siginn og vakti ekki lengur neina athygli í stórþýfinu, og líklega hefur hann aldrei verið meira en 1 m í hæsta lagi. Grjótið hefur verið tekið hér og hvar í vatnsbökkunum. Þegar vatnið fór að þvo moldina úr kumlinu, hrundi grjót þetta niður og skemmdi nokkuð þá forngripi, sem voru vestast í kumlinu. Einnig gæti verið, að eitthvað hefði með öllu skolazt í vatnið, en það mun varla hafa verið mikið.

Fornminjar

Grafið í kumlið á Kaldárhöfða við Úlfljóstvatn.

Að öðru leyti var kumlið algjörlega óhreyft frá upphafi vega. Höfðahlutinn einn er ekki alveg ljós vegna landbrotsins. Þá gerði það og myndina nokkru óskýrari, að allar líkamsleifar voru horfnar að undanteknum örlitlum beinögnum, er mettazt höfðu spanskgrænu. Fótleggir og lærleggir sáust þó sem svört strik í moldinni og sýndu, að þarna hafði verið grafinn fullorðinn maður, liggjandi á bakið, með höfuð til vesturs. Þetta mátti einnig að nokkru leyti ráða af niðurröðun haugfjárins. En við vatnsbakkann fundust tvær augntennur úr 7-8 ára barni, og má því víst þykja, að hér sé um tvíkuml að ræða, fullorðins manns og barns. Tennur hins fullorðna hljóta þá að hafa týnzt í vatnið, af því að þær voru vestast í kumlinu.

Kaldárhöfðii

Kumlið á Kaldárhöfða – uppdráttur.

Óvíst er um afstöðuna milli líkanna tveggja, en þó hefur barnslíkið verið fremur vestarlega en austarlega í gröfinni. Ástæðan til þess, að bein fundust ekki í kumlinu, er eflaust sú, að jarðvegurinn hefur eytt þeim með öllu. Í kumlinu var mesti fjöldi gripa, enda má ætla þá haugfé tveggja manna. Þeir eru sem hér segir: Sverð af O-gerð, Sverd 104, knappur og hjölt silfurrekin, mjög fágætt vopn: Hafði verið við hægri hlið manninum, niður frá beltisstað. Spjót af I-gerð, Sverd 20, lá hægra megin við fætur og sneri oddi niður eftir. Leifar af skafti sáust. Örvaroddar, 5 heilir og tangi af þeim sjötta, af gerðinni Rygh 539. Tveir loða saman, og á þeim sjást leifar af leðri, líklega úr örvamæli. Heilu örvaroddarnir voru fjórir vestan við og einn austan við spjótið og sneru allir eins og það. Staki tanginn mun hafa verið í þeim hluta kumlsins, sem brotinn var.Öxi af G-gerð, Sverd 38, nú í brotum, af því að vatnið hafði fært hana úr stað og grjóthrunið brotið hana. Á öxinni sjást för eftir einskeftudúk, sams konar og einnig sjást á meðalkafla sverðsins. Leifar af skaftinu sjást í axarauganu.
FornminjarAxarblað þetta virtist munu hafa legið ekki allfjarri mitti mannsins. Beltishringja úr bronsi, í Borróstíl, mjög lík Rygh 605 og hringjum frá Gokstad og Borró. Svipt hringjunnar er úr bronsblikki, og innan í henni eru leifar af leðri. Hefur því maðurinn verið gyrtur leðurbelti. Hringjan lá í mittisstað. Beltissproti úr bronsi, skreyttur upphleyptri pálmettu, sem er ættuð frá frankversku skrautverki. Lá niður frá hringjunni. – Við smáhluti þessa úr bronsi höfðu varðveitzt pjötlur af dúk þeim, sem föt mannsins höfðu verið úr að einhverju leyti. Vendin er hin sama og á svokölluðum vormeldúk, sem notaður var í yfirhafnir á seinni tímum. Á þessu svæði, í kringum hringjuna, var einnig töluvert af litlum glimmerflögum, sem minna á síldarhreistur. Ekki er ljóst, hvernig á þeim stendur. Silfurvír, lítil hönk, 2,78 g að þyngd, virðist vera sams konar og vafinn var um sverðsmeðalkafla, t.d. á Hafurbjarnarstaðasverðinu. Lá rétt hjá hringjunni. Tveir molar af rauðum jaspis, eldfæri. Lágu hjá silfurvírnum. 80-90 rær úr járni og naglabrot með áföstum, ryðmettuðum viðarbútum.

Fornminjar

Sverð, sem fannst í kumli manns og ungs drengs, hjá Kaldárhöfða í Grímsnesi, sem grafnir höfðu verið í smábát ásamt veglegu haugfé. Hjölt og knappur eru úr bronsi og knappurinn með fimm tungum.

Gripir þeir, sem áður voru taldir, höfðu sýnilega allir legið hið næsta manninum. Rærnar og naglarnir lágu í breiðu norðan við þá og virtust augljóslega vera úr litlum bát, sem lagður hafði verið norðan við lík mannsins. Af bátnum var ekki annað eftir en saumurinn, og sennilega hafa aldrei verið í honum meira en um 100 járnnaglar. Aðeins 5 naglar eru heilir, og er lengd þeirra 2,4-8,0 sm. Vatnið hafði ekki þvegið burtu neitt af bátsleifunum, og kom svæði hans vel fram í odd í vesturendanum, en miður austast. Eftir nöglunum að dæma hefur bátslengdin verið um 2,80 m, en breiddin um 80 sm miðskips, mjög lítil fleyta. Öll smíði bátsins er annars óljós. Skjaldarbóla af gerðinni Rygh 562. Var við austurenda bátsins, líkt og skjöldurinn hefði verið reistur upp við hann.
FornminjarBrot af annarri skjaldarbólu lá frammi við vatnið, fært úr stað. Annar skjöldur virðist því hafa verið nær vesturenda. Spjót, eins konar afbrigði af K-gerð, lá norðan við bátssauminn, líkt og hefði því verið smeygt inn undir bátssíðuna. Öxi af H-gerð, Sverd 39, lá einnig norðan við sauminn. – Þessi tvö vopn eru minni en hin, sem fyrr voru talin, og gæti verið, að þau væru vopn barnsins (drengsins?), enda er í kumlinu alvæpni tveggja manna. Járnkrókur af krókstjaka, sem fylgt hefur bátnum. Öngull úr járni, margbrotinn, þræði (færi) vafið um legginn. Blýsakka með einföldu skrautverki. Tveir litlir hnífar úr járni. Tveir tinnumolar. Járnkekkir, ókennilegir.

Kristján Eldjárn

Sverð úr fornmannagröf á Kaldárhöfða við Úlfljóstvatn. Þrátt fyrir merkilegheitin er nákvæmlega ekkert á vettvangi sem bendir til fundarstaðarins.
Svona er fornleifafræðin í dag…

Kaldárhöfðakumlið er eitt hinna örfáu bátkumla, er fundizt hafa á Íslandi. Eftirtektarvert er, að hvorugur mannanna, sem heygðir voru í kumlinu, höfðu þó verið lagðir í bátinn, heldur virðist hafa verið litið á hann þarna eins og hvert annað haugfé, enda var hann mjög lítill. Yfirleitt benda forngripirnir til fyrri hluta 10. aldar.

(Rannsóknarskýrsla höfundar og safnaukaskrá, sem eftir henni er gerð. Frétt í Morgunblaðinu 21.5. 1946. Alþýðleg frásögn: Vopngöfgir Grímsnesingar, Gengið á reka, bls. 25-44. 31. Kaldárhöfði, Grímsneshreppur. Þjms. 20.5.1946).

Sjá einnig HÉR.

Heimild:
-Fornleifaskráning í Grímsneshreppi I: Fornleifar á Kaldárhöfða, Efri-Brú, Syðri-Brú, Ásgarði og Miðengi, Fornleifastofnun Íslands 1999.
Kuml og haugfé

Ingólfur Arnarsson

Helgi Þorláksson, prófesor emeritus í sagnfræði við HÍ, svaraði spurningunni „Var Ingólfur Arnarsson til í alvörunni?“ á Vísindavefnum:

Helgi Þorláksson

Helgi Þorláksson.

„Um 1940 voru dásamlegir tímar í íslenskri miðaldasagnfræði, fræðimenn trúðu flestum Íslendingasögunum eins og nýju neti um menn og málefni 10. aldar en þeirri dýrð lauk um 1950. Því olli líklega einkum að bókfestukenningin svonefnda hafði skotið rótum. Hún nefndist öðru nafni íslenski skólinn og samkvæmt henni voru Íslendingasögur að mestu skáldskapur, og ónothæfar sem heimildir um menn og atburði tímabilsins frá um 870 til um 1050. Gætti aukinnar gagnrýni í allri notkun miðaldaheimilda og er tímaritið Saga, sem hóf göngu um miðja síðustu öld, skýr vitnisburður um slíkar hræringar.
Landnámabók taldist þó halda velli. Stundum er ósamræmi milli gerða hennar og sú gerðin sem helsti sérfræðingur síns tíma um Landnámu, Jón Jóhannesson, taldi standa næst frumtexta segir að Ingólfur hafi verið Björnólfsson. Jón benti á að Björnólfur kunni að hafa haft viðurnefnið örn. Þannig gat Ingólfur verið bæði Arnarson og Björnólfsson.

Ingólfur Arnarsson

Stytta Ingólfs Arnarsonar á Arnarhóli. Styttan var afhjúpuð árið 1924 og er afsteypa. Frummyndin var gerð árið 1907.

Um 1970 var hins vegar almennt farið að draga í efa vitnisburð Landnámu og Íslendingabókar um sögu Íslands fyrir 1050. Sjálfstæðisbaráttan var að baki, lýðveldið að verða aldarfjórðungs gamalt og eðlilegt að endurskoða gömul viðhorf. Hið nýja viðhorf var að heimildir eins og Landnáma segðu jafnvel meira um þá sem sögðu frá, létu festa frásagnir á skinn, en hina sem sagt var frá. Hin rétta spurning var þá ekki: Var Ingólfur til? Heldur: Hvaða tilgangur vakti fyrir þeim sem sögðu frá Ingólfi? Efasemdir komu jafnvel fram um Íslendingabók Ara fróða og það sem hann segir um Ingólf. Til greina þótti koma að það hefði verið samkomulagsatriði ráðamanna um 1120 að telja að Ingólfur hefði verið fyrstur og merkastur landnámsmanna, slíkt hefði getað þjónað hagsmunum ráðamanna á tímum Ara.

Ölfus

Inghóll á Ingólfsfjalli.

Örnefni voru líka gengisfelld sem heimildir um 1970, með svonefndri náttúrunafnakenningu. Höfundur hennar er Þórhallur Vilmundarson sem flutti röð rómaðra fyrirlestra árið 1966 og á næstu árum um kenninguna. Hún snýst um að mannanöfn séu lesin út úr örnefnum en ekki öfugt; örnefnin séu ekki endilega tengd mannanöfnum eins og Landnáma og aðrar heimildir gefa í skyn. Þannig er ing- í Ingólfshöfði standur, fyrirbæri í náttúrunni sem rís upp yfir umhverfi sitt. Höfundur benti líka á Inghól sem er efst á Ingólfsfjalli.

Vestmannaeyjar

Í Landnámabók segir að írskir þrælar Hjörleifs Hróðmarssonar úr Dalsfirði í Noregi, fóstbróður Ingólfs Arnarssonar, hafi fyrstir sest að í Heimaey og Vestmannaeyjar kenndar við þá. Nafngreindir voru þeir: Dufþakur, Geirröður, Skjaldbjörn, Halldór, Drafdritur og fleiri, alls tíu og bjuggust þeir fyrir í eyjunni um hríð, eða þar til Ingólfur kom og hefndi Hjörleifs fóstbróður síns sem þeir höfðu drepið. Ýmis örnefni í eyjunni eru enn við þá kennd svo sem Dufþekja og Halldórssandur.

Einfaldast væri að sniðganga Ingólf alveg. Þá er ritheimildum um hann hafnað og ekki fengist við spurninguna um það hvort hann var til. Sú saga gengur að fréttamaður hafi spurt fornleifafræðing einn um Ingólf Arnarson og hann svarað „Ingólfur hvaða?“ Þetta ætti einmitt að vera fyrsta spurning, hvaða Ingólfur er það sem við höfnum, höfnum við eingöngu vitnisburði ritheimilda um hann, ef til vill að vissu marki, eða höfnum við tilvist hans með öllu? Sagan í Landnámu um þá félaga, Ingólf og Hjörleif, ber skýr bókmenntaeinkenni, er vafalítið skáldskapur og miklar líkur til að Hjörleifur hafi ekki verið til, að minnsta kosti ekki í þeirri mynd sem birt er af honum í Landnámu.
Mér finnst einsýnt að hafna líka persónunni Ingólfi, eins og hann kemur fram í Landnámu. En merkir það að hinn ætlaði frumherji hafi ekki verið til, og verði jafnvel sniðgenginn með öllu? Ari fróði segir að landið hafi verið numið nærri 870 og vísar til þriggja heimildarmanna um þetta. Hann skrifar eins og Ingólfur hafi verið hinn mikli frumherji. Kannski vissi hann þetta ekki fyrir víst en vafalítið er að landnemar í Reykjavík komu snemma út. Fornleifarannsóknir sýna að menn voru á ferð í Reykjavík þegar fyrir 871 ± 2 ár. Hversu löngu fyrr er óljóst. Einhver var fyrstur og miðað við stöðu fornleifarannsókna er líklegt að það hafi verið landneminn í Reykjavík enda þekkjast ekki skýrar vísbendingar um að aðrir landnemar hafi verið fyrr á ferð annars staðar. Í öðru lagi er varla ástæða til að efast um að frumherjinn hafi verið af norskum uppruna og er það eins og Ari telur. Í þriðja lagi er líklegt að hann hafi numið allmikið land, fyrst hann kom snemma. Í fjórða lagi er líklegt að hann hafi getað látið til sín taka og verið áhrifamikill, eins og sagt er, hafi hann komið fyrstur eða manna fyrstur og fékk þetta forskot á aðra.

Skálafell

Skálafell austan Esju – tóft, sem aldrei hefur verið fornleifaskráð. Tóftarinnar er getið í Landnámu þegar Ingólfur er sagður hafa leitað Karla og fundið.

Það skiptir máli hér að Reykjavík var ekki höfðingjasetur, svo að séð verði, á 12. og 13. öld þegar sagðar voru sögur af Ingólfi, fyrirmynd annarra landnema, enda er Karli þræll látinn undrast í Landnámu að Ingólfur skyldi setjast að á útnesi. Þetta styður þá skoðun að það sé ekki tilbúningur frá 12. öld að frumherjinn hafi átt heima í Reykjavík, getur að minnsta kosti verið mun eldri sögn. Af Íslendingabók verður ráðið að sagnir um mikilvægi Ingólfs voru til áður en Ari samdi bókina.
Þótt efast sé um að tilgangurinn með Íslendingabók hafi verið algjörlega fræðilegur og því trúað að Ari kunni að þegja um sumt verður hann ekki auðveldlega sniðgenginn með öllu um Ingólf.

Ingólfshöfði

Ingólfshöfði – MWL.

En þótt þannig sé gerður munur á gildi frásagna um Ingólf og Hjörleif er heldur rýrt það sem eftir stendur um landnemann í Reykjavík. Hann hét kannski Ingólfur, var norskur, kom snemma, var ef til vill fyrstur og hann og afkomendur hans munu líklega hafa orðið nokkuð fyrirferðarmikil á elsta skeiði Íslandssögunnar. Eftir stendur það mat margra fræðimanna, lítt haggað, að ritheimildir séu ekki vænlegar til að færa okkur örugga vitneskju um persónur og atburði eða stjórnmálasögu fyrir 1050. Það má kannski segja að það sé samkomulagsatriði að telja, svo lengi sem annað afsannar það ekki, að hinn fyrsti landnemi hafi sest að í Reykjavík og heitið Ingólfur. Hvorugt vitum við þó fyrir víst, kannski voru einhverjir fyrr á ferð annars staðar og kannski er nafn Ingólfs lesið út úr örnefnum.“

Heimild:
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=7366
-Helgi Þorláksson prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ.

Ölfusá

Ölfusá. Ingólfsfjall fjær.
Selfoss er landnámsjörð Þóris Hersis Ásasonar en einnig er getið um vetursetu Ingólfs Arnarsonar 873-74 „undir Ingólfsfelli fyrir vestan Ölfusá“.

Kringlumýri

Á Vísindavef HÍ var spurt: „Hófst landnám á Íslandi 200 árum fyrr en talið hefur verið?“ Höfundur svarsins var Orri Vésteinsson prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands.

„Stutta svarið er nei.
Hér kemur langa svarið:

Orri Vésteinsson

Orri Vésteinsson.

Í hugum flestra hefst landnám með því að einhver kemur á hinn nýja stað, kastar eign sinni á landið, kemur undir sig fótunum og skilur eftir sig arfleifð í afkomendum, örnefnum og sögum. Fleiri fylgja í kjölfarið og leika sama leikinn þar til landið er orðið fullt og ekki pláss fyrir fleiri. Allar landnámssögur fylgja þessum stefum og gildir þá einu hvort söguhetjan er Ingólfur Arnarson á Íslandi, Abraham og Lot í Jórdandalnum og Kananslandi, eða skipverjarnir á Mayflower í Nýja Englandi.

Víkingar

Víkingar komu til Norður-Ameríku, þar sem nú er Nýfundnaland í Kanada, í kringum árið 1000. En af hverju gerðu þeir svæðið ekki að nýlendu sinni eins og aðrir Evrópubúar gerðu nokkrum öldum síðar?
Þessari spurningu var nýlega velt upp á vef Live Science sem bendir á að í kjölfar fyrstu ferðar Kristófers Kólumbusar yfir Atlantshafið 1492 hafi Spánn og fleiri Evrópuríki staðið fyrir stórfelldu landnámi sem varð til þess að evrópskir landnemar og afkomendur þeirra lögðu stærsta hluta álfunnar undir sig.
En eins og við Íslendingar vitum, þá voru Kristófer Kólumbus og samferðamenn hans ekki fyrstu Evrópubúarnir sem komu til Norður-Ameríku. Eftir að víkingarnir tóku sér bólfestu á Íslandi og Grænlandi á níundu og tíundu öld, náðu þeir til Nýfundnalands í krinum árið 1000. Þeir komu sér upp útvarðstöð í L‘anse aux Meadows og notuðu hana sem útgangspunkt fyrir könnunarferðir um önnur svæði í norðausturhluta Norður-Ameríku. Sögulegar heimildir benda til að þeir hafi síðan komið sér upp annarri útvarðstöð sem nefnist „Hop“ en hún var einhvers staðar þar sem nú er New Brunswick.
En víkingarnir stunduðu ekki stórfellt landnám í Norður-Ameríku, að minnsta kosti ekki í samanburði við það sem aðrir Evrópubúar gerðu eftir 1492.

Slíkar sögur lúta lögmálum frásagnarinnar: það verður að vera aðalpersóna og gerðir hennar verða að hafa sæmilega skýrt upphaf og skilgreinanlegar afleiðingar. Það er erfitt að segja sögu um landnám nema það sé einhver skilgreindur gerandi sem gerir markverða hluti á ákveðnum stað og á ákveðnum tíma. Landnámssögur lúta hins vegar ekki lögmálum raunveruleikans. Raunveruleikinn er iðulega lítið annað en kássa af samhengislausum atburðum og nafnlausu fólki sem hegðar sér alls ekki eins og sögupersónur. Landnám gerist í raun ekki eins og sögur um það bera með sér; það hefur ekki eitt ákveðið upphaf og það er ekki hægt að skilgreina það út frá einstaklingum eða verkum þeirra.
Upphafsmýta Bandaríkjanna segir til dæmis frá því þegar skipverjar á Mayflower stigu á land á Plymouth Rock í Massachusetts árið 1620 en er það upphaf landnáms Evrópumanna á þeim slóðum? Sumir rekja upphafið frekar til þess að Plymouth-félagið fékk konunglega heimild til landnáms þar sem nú er Nýja England árið 1606 og stofnaði skammlífa nýlendu í Popham í Maine árið eftir. Aðrir benda á aðra staði þar sem Evrópumenn voru löngu búnir að koma sér fyrir þegar Mayflower bar að landi, frá Red Bay á Labrador (frá um 1550) til Jamestown í Virginíu (1607), St. Augustine í Flórída (1565) og Santa Fe í Nýju Mexíkó (1598). Fyrir öðrum eru þetta allt afleiðingar af því að Kólumbus fann Ameríku árið 1492 og enn öðrum sýnist að allir þessir atburðir séu aukaatriði í meir en fimmtán þúsund ára sögu mannvistar í Ameríku. Hvenær byrjaði þá landnám í Ameríku?

Hvalstöð

Leyfar eldhólfs hvalsbræðslu á Asknesi í Mjóafirði.

Margir myndu segja að landnámssögur geymi kjarna málsins. Að það skipti ekki svo miklu máli að einhverjir Baskar voru að veiða hvali við Labrador á 16. öld enda leiddi það hvorki til varanlegrar byggðar þeirra þar né hafði það nein sýnileg áhrif á seinni þróun. Að það séu fremur atburðir eins og koma Mayflower sem lýsa því sem markvert er: koma fólks með þekkta afkomendur sem leiddi til samfelldrar sögu og vaxandi byggðar, og sem þar að auki gerði með sér sáttmála – Mayflower compact – sem markar upphaf hugmyndarinnar um sérstakt samfélag Evrópumanna á austurströnd Norður-Ameríku. Þessu má halda fram en þegar spurt er um upphaf landnáms verður að skilgreina hvað það er sem maður á við: er það þegar landið var uppgötvað, þegar fyrsta tilraunin var gerð til að búa þar eða þegar slík tilraun bar fyrst árangur sem skilaði sér í varanlegri byggð? Eða var það sú varanlega byggð sem hafði mest áhrif á síðari þróun sem skiptir mestu máli að halda á lofti?

Mayflower

Mayflower.

Í íslenskri sagnahefð skipar Ingólfur Arnarson sams konar sess og Mayflower í bandarískri. Sagan um hann markar það upphaf sem Íslendingum, frá 12. öld að minnsta kosti, hefur þótt skipta máli. Hún lýsir upphafi samfelldrar byggðar fólks sem átti eitthvað undir sér og átti þekkta afkomendur sem þar að auki voru lykilmenn í þróun laga og réttar á fyrstu áratugum íslensks samfélags. Aðrar sögur eru til, um Naddoð, Garðar og Hrafna-Flóka að ekki sé minnst á Náttfara (sem fær ekki að vera fyrsti landnámsmaðurinn, ekki af því að hann hafi ekki verið það, heldur af því að hann var ekki nógu fínn pappír).

Skarðsbók

Skarðsbók Landnámu.

Sagnahefð okkar er nógu rík til að fólk getur á grundvelli hennar einnar saman valið sér mismunandi áherslur og haft ólíkar skoðanir á hvað það var sem skipti máli. Í einu af handritum Landnámu, Skarðsárbók, hefur einhver skemmt sér við að setja ártöl á spássíuna hjá sögunum um landkönnuðina. Samkvæmt því kom Naddoður til Íslands árið 770. Af hverju skyldum við ekki taka mark á þessu og nota sem upphafsár landnáms á Íslandi?
Í hugum Íslendinga er landnám Íslands órjúfanlega tengt þessum sögum og flestum finnst erfitt að hugsa um það án tilvísunar til þeirra. Á síðastliðnum áratugum hafa hins vegar verið að koma í ljós æ fleiri fornleifar sem knýja okkur til að hugsa öðruvísi um landnámið. Þær sýna að mikill fjöldi fólks tók sér bólfestu á Íslandi skömmu eftir að mikið gjóskulag, svokallað landnámslag, sem þekur um tvo þriðju hluta landsins, féll um 870.

Torfbær

Torfbær.

Fyrir lok 9. aldar var komin byggð á smákotum upp til heiða jafnt sem góðbýlum á láglendi og bendir það til þess að landnámið hafi gengið mjög hratt fyrir sig. Það sést einnig af því að í byrjun 10. aldar hafði orðið gerbreyting á gróðurfari landsins: þar sem áður voru samfelldir birkiskógar voru nú grasmóar. Fornleifar sem örugglega eru frá seinni hluta 9. aldar og þeirri 10. eru mjög miklar að vexti og í samanburði við þær eru vísbendingar um eldri mannvist hverfandi. En þær eru þó til og hefur fólki eðlilega orðið starsýnt á þær: gætu þær bent til þess að fólk hafi verið komið til Íslands löngu áður en Ingólfur á að hafa stigið á skipsfjöl?

Landnámslagið

C-14 aldursgreining byggist á kolefni 14 (C-14, C14 eða 14C), sem er samsæta kolefnis, sem inniheldur 6 róteindir og 8 nifteindir í kjarna. Þessi kolefnissamsæta er geislavirk og klofnar með beta klofnun og myndar köfnunarefni. C-14 er til staðar í öllu náttúrulegu kolefni í hlutfalli sem er nokkurn veginn 1:1012. Helmingunartíminn er 5730±40 ár, sem samsvarar því að í einu grammi kolefnis úr lifandi lífveru verði um það bil 14 klofnanir á mínútu.
Á þessu byggist C-14 aldursgreiningin. Þegar lífvera deyr hættir hún að sjálfsögðu að taka til sín kolefni, en það kolefni sem er til staðar klofnar í sífellu og breytist þá hlutfall geislakolsins með tímanum. Með því að mæla það hlutfall geislakols, sem til staðar er má meta hve langt er síðan lífveran, sem hið lífræna sýni er komið frá, lauk ævi sinni. Sé eitthvert mælanlegt magn geislakols til staðar, gefur það til kynna að aldur sýnisins sé mjög lítill í jarðsögulegum skilningi. Til dæmis eru jarðolía og kol of gömul til þess að magn geislakols í þeim sé mælanlegt.

Tvær hliðar eru á þessu máli. Annars vegar snýst það um ákveðna tímasetningaraðferð, kolefnisaldursgreiningu. Sú aðferð hefur þann kost að hún gefur aldur á lífrænum leifum óháð samhengi. Hún er sjálfstæð og þegar henni var fyrst beitt á leifar frá upphafi Íslandsbyggðar virtist hún sýna að landnám gæti hafa hafist allt að 200 árum fyrr en talið hafði verið. Á þeim tíma var ekki búið að tímasetja landnámslagið og þá snerust deilur vísindamanna um tímasetningu landnáms í raun um hversu gamalt landnámslagið væri – það var innan ramma hins mögulega að lagið væri mun eldra og þar með öll byggð sem hægt var að tímasetja út frá því. Árið 1995 var sýnt, með tilvísun í lagskiptingu vegna bráðnunar íss á yfirborði Grænlandsjökuls, að landnámslagið hefði fallið á árunum 869-73. Þar með dró kraft úr þessum deilum því þó að á tveimur stöðum hafi fundist torfveggir undir landnámslaginu þá hafa hvergi fundist nein yfirgefin hús, hvergi neinar grafir, öskuhaugar eða gripir sem sannarlega eru undir þessu lagi og þar með eldri en það.
Á fjölmörgum stöðum eru hins vegar merki um mannvist beint ofan á landnámslaginu sem sýnir að veruleg breyting verður ekki fyrr en eftir að lagið féll. Eftir standa allmargar kolefnisaldursgreiningar sem virðast benda í aðra átt. Margar hafa einfaldlega verið túlkaðar vitlaust: skekkjumörkin eru oft víð og ná iðulega fram yfir 870 þó miðgildið sé mun eldra og þó það sé freistandi að horfa á miðgildið þá er það ekki líklegri aldur á tilteknu sýni en gildin til endanna á líkindadreifingunni.

Hrísbrú

Hrísbrú – uppgröftur.

Ýmiss konar vandræði geta verið með tæknileg atriði eins og hlutfall geislavirks kolefnis í umhverfinu og eiginn aldur sýnanna en meginatriðið er að ekkert einasta sýni sem gefur svo háan aldur er sannarlega tekið úr lögum sem eru eldri en landnámslagið. Sýnin eru annaðhvort tekin úr lögum sem eru sannarlega yngri en landnámslagið eða þau eru úr óþekktu samhengi (sem þýðir líka að þá er óvíst hvað þau eru að tímasetja).
Þetta þýðir ekki að fólk hafi ekki verið komið til Íslands fyrir 870 og er það hin hlið málsins. Torfveggirnir tveir sýna raunar ótvírætt að fólk var komið til Íslands áður en landnámslagið féll en þeir skera ekki úr um hvort það hafi verið nokkrum mánuðum fyrr eða áratugum.

Húshólmi

Húshólmi – garður. Landnámslagið er í garðinum.

Undir landnámslaginu hafa fundist frjó sem gætu verið úr korni, kolasalli sem gæti stafað af bruna af mannavöldum og ummerki um að birkiskógarnir hafi verið byrjaðir að minnka áður en lagið féll. Þá eru nokkrir gripir til sem geta hafa verið komnir til landsins fyrir 870. Engar af þessum vísbendingum eru ótvíræðar en þær koma heim og saman við þá hugmynd að fólk hljóti að hafa verið komið til Íslands allnokkru fyrir 870.
Það er ekki einfalt mál eða auðvelt að nema land þar sem enginn býr og það myndi gera það miklu skiljanlegra sem gerðist á árunum eftir 870 ef við gerum ráð fyrir því að fólk hafi þá verið hér á ferli um hríð til að kanna landið, gera tilraunir með búskap og koma upp bústofni.

Húshólmi

Húshólmi – skáli. Skráð fornleif, sennilega sú elsta hér á landi.

Einkum og sér í lagi verður allt auðveldara ef fólkið sem kom eftir 870 hefur getað keypt eða leigt búfé sem þegar var búið að rækta. Það eru getgátur einar að svo hafi verið en það er ekkert í fornleifaheimildunum sem útilokar að Ísland hafi fundist og það hafi verið kannað áratugum, og jafnvel öldum, áður en stórfellt landnám hófst, né að fólk hafi verið byrjað að prófa sig áfram með búskap nokkrum áratugum fyrr. Það getur ekki hafa verið mjög víða eða í stórum stíl en nógu mikið til að gera eftirleikinn mögulegan.
Kolefnisaldursgreiningarnar sem notaðar hafa verið til að rökstyðja landnám á 7. öld stafa ekki frá slíkri frumbyggð. Þær tengjast allar byggðinni sem reis eftir 870. En það þýðir ekki að fólk hafi ekki getað verið hér á ferli á 7. eða 8. öld.“

Heimild:
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=64420

Hellir

Hellir landnámsmanna, Papa eða Kelta, á Suðurlandi.

Elliðakot

Beðasléttur eru tegund ræktunarminja frá því um miðja 19. öld þar til um 1920 þegar vélvæðingin ryður sér til rúms á Íslandi, sbr. „beðslétta kv“, [skilgr.] Tún, sléttur með reglulegum beðum eða kúfum, [skýr.]

Guðmundur Ólafsson

Guðmundur Ólafsson (1825–1889).
Guðmundur kom 26 ára gamall frá námi í Danmörku, Svíþjóð og Noregi um miðja 19. öld. Þá ríkti hér á landi mikil tregða eða beinlínis andstaða gagnvart nýjum hugmyndum. Það mátti engu breyta.
„Þetta er í sjálfu sér áhugavert í ljósi þeirrar nýjungagirni sem ríkir á okkar dögum en samtími Guðmundar var afar íhaldssamur og hreint ekki móttækilegur fyrir þeim nýjungum sem hann vildi koma á. Framlag hans til ræktunarbóta og búnaðarfræðslu varð þó, þrátt fyrir þetta, mikilvægur hlekkur í framfaraátt í því staðnaða landeigendaveldi sem hér ríkti, fram yfir hans daga, eða allt fram undir aldamótin 1900.“
Guðmundur var við nám á árunum 1847–51 og var tvímælalaust meðal mest menntuðu manna sinnar tíðar hér á landi. Guðmundur var alþingismaður Borgfirðinga 1874–1880.

Árið 1874 kom Guðmundur Ólafsson frá Fitjum í Skorradal fram með þá hugmynd að menn ristu ofan af ósléttum túnum, mokuðu moldinni upp í beð og legðu þökurnar aftur yfir.
Hugmyndin á bak við þessar svokölluðu beðsléttur var að beðin eða kúfarnir kæmi í veg fyrir að pollar mynduðust í túninu og drægi þannig úr hættunni á svellkali.

Í „Leiðbeiningum“ Minjastofnunar Íslands um „Beðasléttur – Viðhald og varðveisla fornleifa“ frá árinu 2025 segir m.a.:
„Beðasléttur eða beðatún eru hluti af menningarlandslagi fyrri tíðar. Þessar minjar eru sýnishorn inn í fornar ræktunaraðferðir sem kynntar voru hér á landi um miðja 19. öld þegar námsmenn sneru aftur heim með nýja verkþekkingu í farteskinu, aðferð sem ætluð var til að efla og auðvelda fóðurframleiðslu. Um er að ræða mjög stutt tímabil í sögu túnræktar sem rennur sitt skeið með aukinni vélvæðingu um 1920. Markmið með beðasléttum var að fá slétt land til heyskapar og hindra að vatn sæti uppi á landinu en það getur valdið vetrarkali túngróðursins.
Fyrstu lýsingar á beðasléttugerð eru sennilega frá árinu 1874. Ásýnd þessara minja svipar mjög til annarra gerða minja, akurgerða, en þær eru mun eldri, eða frá miðöldum.

Aðferð við gerð beðasléttna
Grasvörðurinn var ristur ofan af jarðveginum, oftast með undirristuspaða og kastað til hvorrar hliðar. Jarðvegurinn á milli þeirra var plægður eða stunginn og borið í hann lífrænn áburður. Ávalir teigar voru mótaðir með rennum á milli og fyrir endanum á teigunum. Rennurnar tóku á móti vatninu sem kom af teigunum og veittu því burtu. Lengd, breidd og hæð teiga var mismunandi og fór þá helst eftir veðurfari svæðisins og hversu raklend jörðin var. Breidd teiganna var þó sjaldan meiri en svo að auðvelt væri að bera eða kasta torfþökunum til hvorrar hliðar.

Bjarni Guðmundsson

Bjarni Guðmundsson.

Teigar voru oftast látnir stefna undan halla landsins og þeir voru gjarnan nokkrir saman í syrpum/sléttu. Við jarðvinnsluna var yfirborð beðsins mótað ávalt/bungulaga og torfunum, sem ristar höfðu verið ofan af landinu, raðað yfir teiginn/beðið að nýju.“

Í Frey árið 2004 mátti lesa grein um „Beðasléttur – brot af búsetulandslagi“ eftir Bjarna Guðmundsson:
„Verktækni við ræktun túna hefur breyst mikið frá upphafi ræktunarbyltingarinnar. Langur vegur er frá handverkfærum til þeirrar öflugu verktækni sem nú tíðkast. Langstærstur hluti þeirra túna, sem í dag eru heyjuð, hafa verið unnin með vélum, flest á síðustu fimm áratugum eða svo. Minjar um eldri jarðrækt hafa víða verið máðar út. Nokkur dæmi má þó enn finna, ekki síst á eyðibýlum og hér og hvar heima við bæi, þar sem eldri túnsléttugerð hefur verið látin halda sér.

Beðasléttur

Óskot Mosfellsbæ – beðasléttur.

Einn er flokkur þessara minja sem hér og hvar má enn sjá en það eru beðasléttumar svonefndu er auka skyldu uppskeru túna og létta og flýta heyskap. Í snjóföl eftir léttan skafrenning sjást þær einna best, svo og í gróandanum. Þá koma regluleg beðin, sem einkenna þær, hvað gleggst í ljós; oft í brekkum og öðrum þurrlendishöllum nálægt bæjum.
En hvað er beðaslétta, vegna hvers voru þær gerðar og hvaðan er þessi verktækni hugsanlega komin? Orðið beðaslétta er ekki skráð í Íslenskri orðabók. Hins vegar er þar talað um beðatún sem tún þakið beðum líkt og í matjurtagarði (t.d. vegna handsléttunar).

Beðasléttur

Vilborgarkot – beðasléttur.

Þúfurnar voru „landsins forni fjandi” í yfirfærðri merkingu. Þær voru víðast einkenni þeirra litlu túna er til voru og þær takmörkuðu afköst við slátt og heyvinnu. Álitið er að bændur hafi fyrr á öldum haft áþekka aðferð við ræktun túna og akra, það er að pæla landið, og að það hafi fyrst verið eftir miðja 18. öld sem farið var að slétta tún og þá líklega eftir erlendum verkfyrirmyndum.
Þaksléttuaðferðin var algengasti hátturinn við túnasléttun lengi vel. Illa gekk að beita hestaplógi á gróinn íslenskan svörð; því varð oftast að rista ofan af áður en beita mátti jarðvinnsluverkfærum. Svipaðri jarðvinnslutækni munu bændur á Suðureyjum við Skotland m.a. hafa beitt.

Beðsléttur

Elliðakot – beðasléttur.

Guðmundur Ólafsson (1825-1889), jarðræktarmaður, löngum kenndur við Fitjar í Skorradal, skrifaði grein um þúfnasléttun sem birtist í ritinu tímaritinu Andvari árið 1874 (4). Þar lýsir hann, sennilega fyrstur manna opinberlega, beðasléttugerðinni án þess þó að nefna hana því nafni. Hann segir: „Til þess, að vatn geti ekki staðið á sléttunum, þurfa þær að vera í ávölum teigum, með rennum eður ræsum á milli. Teigarnir skulu vera því hærri og mjórri, sem jörðin er raklendari og liggur lægra, og eptir því, sem héraðið er rigningasamara. Fyrir endunum á teigunum skulu og vera rennur, eins og á milli þeirra. Bæði þessar rennur og þær, sem era á milli teiganna, eru til þess að taka á móti vatninu, sem kemur ofan af sjálfum teigunum, og því, er að þeim kann að koma annarstaðar frá.

Beðasléttur

Beðasléttur.

Meðal-teigsbreidd mundi vera 4-5 faðmar, að lengd 15-20 faðmar, en hæð 1 alin, það er að segja: teigurinn skal vera þetta hærri í miðjunni en í rennunum, sem eru í kríngum hana. Rennurnar skulu vera ávalar, eins og teigarnir, en ekki snarbrattir, lítur þá öll sléttan út eins og ávalar öldur í röð. Svo sem þegar var sagt, verður stærð og hæð teiganna að fara eptir landslagi og veðráttufari. Sé jörðin blautlend, og vatn renni af henni, þá þarf að leggja lokræsi í rennumar milli teiganna”…
Rök Guðmundar fyrir aðferðinni vom þau að losna við yfirborðsvatnið af ræktunarlandinu.

Beðasléttur

Bændaskólinn á Hvanneyri um 1937. Beðasléttur í brekku og áveituvatn fremst á
myndinni. Ljósm. Ólafur Magnússon.
Ásýnd beðasléttna í landslaginu minnir á ávalar öldur og helst má greina þær á túnum
eftir nýfallin snjó, léttan skafrenning eða við ljósaskipti sem dregur fram ávalt yfirborð
túnsins. 

„Vatnið er aðal-orsökin til þess, að jörðin þýfíst eður verður ójöfn. Menn sjá, að þar sem vatnið náir að standa annaðhvort á eður í jörðinni, þar kemur laut”, skrifar hann, og ennfremur „Það þarf nefnilega að slétta svo, að ekkert vatn geti staðnæmzt á sléttunni … Sléttur þurfa því að hafa þá lögun, að vatn geti hvorki staðið í þeim né á”. Guðmundur bendir á að þessi sléttunaraðferð sé seinvirk með þeim verkfærum og aðferðum sem þá tíðkuðust. Til sléttunarinnar þurfi hver bóndi að eiga áhöld sem hann tilgreinir og lýsir: „plógur, ristuspaði, akreka, pörnplógur, aurbrjótur og valti”.

Til þess að móta hinar ávölu öldur, beðin, var nauðsynlegt að flytja jarðveginn nokkuð til. Að vissu marki mátti gera það með plógnum eftir að grasrótin hafði verið rist ofan af landinu með því að „plægja það síðan um í teiga”.

Beðasléttur

Ólafsdalur – beðasléttur.

Guðmundur mælti með tvíplægingu hið minnsta og skrifaði í grein sinni: …,,því optar, sem hver teigur er plægður þannig, því hærri og brattari verður hann, eins og gefur að skilja … Ein plæging nægir ekki til að gjöra teigana nógu háfa og aflenda, eða til að gefa þeim þá lögun, er þeir eiga að hafa”. Að nokkurri vinnslu lokinni mátti síðan færa jarðveginn til með ak-rekunni, áhaldi sem síðar var þekkt undir nafninu hestareka. Breidd beðanna virðist hafa verið nokkuð mismunandi en 4 faðmar (um 7,5 m) sýnist hafa verið algeng breidd.

Beðasléttur

Beðasléttur.

Verkleg kennsla búnaðarskólanna íslensku snerist fyrstu árin (1880-1905) ekki síst um jarðrækt. Þar mun nemendum m.a. hafa verið kennt að búa til beðasléttur, og á skólajörðunum, t.d. Hvanneyri, má enn sjá allglöggar minjar um þær. Síðan beittu hinir brautskráðu búfræðingar kunnáttunni heima í sínum sveitum og verklagið breiddist út.
Hver sá sem slegið hefur gamla beðasléttu með nútíma sláttuvél kannast við að það er ekki skemmtilegt verk; ýmist ristir sláttuvélin í svörð niður eða skilur eftir óslegna mön, að ógleymdum veltingi dráttarvélarinnar.

Hestasláttuvél

Hestasláttuvél.

Skrifarann grunar að tilkoma hestasláttuvéla hafí á sínum tíma dregið úr vinsældum beðasléttnanna – að ekki hafi þótt eftirsóknarvert að slá beðasléttumar með þeim heldur. Fór enda svo að beðasléttugerðin lagðist að mestu af á fyrstu tveimur áratugum 20. aldarinnar.
Ef þú, ágæti lesandi, ræður yfir landi þar sem enn má sjá leifar gamalla beðasléttna skaltu halda yfír þeim hlífiskildi. Þær eru angi af menningarlandslagi fyrri tiðar, dæmi um nýja verkmenningu sem kynnt var til þess að efla og auðvelda fóðurframleiðslu búanna sem var lífsnauðsyn til þess að efla matbjörg þjóðarinnar þannig að hún gæti losað um vinnuafl til annarra starfa í verkaskiptu samfélagi – brotist fram til sjálfstæðis.“

Hestasláttuvél

Hestasláttuvél – framfarartæki þess tíma.

Beðasléttur voru ekki óalgengar um tíma á Reykjanesskaganum, s.s. að Elliðakoti, Óskoti, Vilborgarkoti og Laugarnesi. Telja má að þær hafi verið mun víðar, en nútíma landbúnaðartæki hafi smám saman afmáð þær af yfirborði túna, einfaldlega vegna þess að þeirra tíma tilurð hentuðu ekki framförunum í landbúnaði, s.s. sléttun og framræðslu túnanna til auðveldunar vélvæðingunni.

Heimildir:
-Aðalskrá Þjóðhættir – Undirskrá Spurningaskrár – Svör Sent/Móttekið 30.6.1977.
-https://issuu.com/bjgudm/docs/hvanneyrar_pistlar_22_loka/s/17165427
-Leiðbeiningar Minjastofnun Íslands – Beðasléttur; Viðhald og varðveisla fornleifa, 2025.
-Freyr, 5. tbl. 01.06.2004, Beðasléttur – brot af búsetulandslagi, Bjarni Guðmundsson, bls. 4-5.

Beðasléttur

Á korti Samúels Eggertssonar af Laugarnesi  og Kirkjusandi 1910 eru merktar inn 4 beðasléttur. Beðaslétturnar voru suðvestur af bænum. Beðasléttur voru einnig oft nefndar teigasléttur, en þessi heiti voru höfð um tún sem gerð voru með sléttunaraðferð Guðmundar Ólafssonar búfræðings og alþingismanns. Beðasléttur voru gerðar þannig að rist var ofan af túninu, jarðvegurinn plægður upp í beð í því skyni að vatn sæti ekki í honum og þar sem þess var þörf voru gerð lokræsi milli beðanna til að veita því burt. Síðan voru torfurnar lagðar yfir beðin.