Tag Archive for: Geirmundur Bjarnason

Búrfellsgjá

Fjalla-Eyvindur er frægastur útilegumanna á Íslandi.

Hellir í Búrfellsgjá

Hellir í Búrfellsgjá.

Eyvindur er í rauninni ágætt (vont) dæmi um það hvernig yfirvöld þess tíma gerðu fátækan mann, sem hafði alla burði til að geta bjargað sér með heiðvirðum hætti, að varanlegum sakamanni. Athafnir þess, sem var “grunur um þjónað”, varð til þess að Eyvindur Jónsson frá Hlíð í Hrunamannhreppi, elstur systkina (tvíburi) varð að dvelja á fjöllum í 40 ár til að viðhalda “frelsi” sínu. Sú reynsla gerði hann að þeim mikla “Þekkingarbrunni” öræfanna er vegna skammsýni nýttist aldrei öðrum eftirlifandi.  Minnir málatilbúnaður yfirvaldins á 18. öld margt á það sem hefur verið að gerast hér á landi þremur öldum síðar.
Eyvindur fæddist árið 1713 eða ´14. Um aldamótin þau var Ísland ofurselt danskri einveldisstjórn og harðsvírðuðu verzlunarfyrirkomulagi. Aldrei hefur Ísland verið nær því að gefast upp við að halda lífi í þjóð sinni og aldrei hefur sorfið meir að norrænum kynstofni, utan þess er dó á Grænlandi á fimmtándu og sextándu öld. Síðasta hallærisárið af sjö í röð um aldamótin var árið 1701. Þá var fiskileysi um landi mest allt, að kalla mátti dauðan sjó. Um miðjan maí voru 50 menn fallnir úr hor í Þingeyjarsýslu einni og víða urðu menn fallnir úr hor af næringarskorti. Fólk við sjávarsíðuna lifði helzt á sölum og fjallagrösum. Um þetta leiti er talið að dáið hafi  milli níu og tíu þúsund manns hér á landi, en þeir, sem eftir lifðu voru margir hörmulega útleiknir og biðu þess aldrei bætur, sem lagt hafði verið á þá andlega og líkamlega.
“Maður að nafni Geirmundur Bjarnason frá Sviðholti á Álftanesi lá úti upp frá seljum Álftnesinga í þrjár vikur í júní 1704 og lifði eingöngu á súrum og grasi. Sama ár dó skáldið á Stapa á Snæfellsnesi, Guðmundur Bergþórsson, varla hefur hann dáið af of miklum mat eins og nú er eitt algengasta dauðamein hér.”
Enn má sjá ummerki eftir Geirmund í Búrfellsgjá – ef vel er að gáð.
Sjá meira um
Búrfellsgjá.

Heimild m.a.:
– Saga Fjalla-Eyvindar, Guðmundur Guðni Guðmundsson – 1970.

Búrfell

Búrfell.