Tag Archive for: Grímansfell

Grímannsfell

Við Grímannsfell í Mosfellsbæ er skilti. Á því má lesa eftirfarandi texta:

Halldór Laxnes

Halldór Laxnes við Köldukvísl.

„Kaldakvísl er dragá sem á upptök sín austan Grímannsfells og fellur eftir endilöngum Mosfellsdal. Suðurá sameinast ánni neðst í dalnum en Kaldakvísl fellur til sjávar í Leirvog.
Handan árinnar rís Grímannsfell 484 metra yfir sjávarmáli og er eitt hæst þeirra fella sem prýða sveitarfélagið. Fjallið, sem er að mestu úr móbergi og grágrýti, er einnig nefnt Grímarsfell og hafði Halldór Laxnes skýringu á þeirri nafnbreytingu. Hann ritaði í bókinni „Grikklandsárið“ sem kom út árið 1980: „Frá Laxnesi lokar Grímarsfell sjóndeildarhringnum til suðausturs og horfa klettabelti fjallsins í norður mót okkur, og safna skugga; fjallið hefur upphaflega verið kennt við Grímar sem síðan breyttist í Grímann uppá dönsku eins og annað hér. Efst í klettabeltunum klofnar fjallið fyrir miðju, en fyrir neðan kluftina byrja grænar hlíðar og hallar niðrað á þeirri sem fellur meðfram fjallinu ofan dalinn, Köldukvísl.“

Kaldakvísl

Foss í Köldukvísl.