Tag Archive for: Grófarhellir

Dalurinn

Í örnefnalýsingu fyrir Ás segir að „suðvestur af eða í Grísanesi [við Ástjörn] er smáhellir sem heitir Grísanesskjól, en efst uppi milli nesjanna, upp undir svonefndum Ásflötum heitir Grófarhellir (AG)“. Þess hellis er jafnframt getið í örnefnaskrá sem Hellrardalshellisskjóls (fjárskjóls), en dalurinn mun hafa heitið Hellrardalur þótt hann gangi nú jafnan undir heitinu Dalurinn.“

Hellirinn

Hellir í Dalnum.

Í örnefnalýsingu fyrir Hvaleyri er átti landið sem svonefnt Grísanesskjól var, segir“ skjólið er í háum hraunhól í hrauninu norður af Grísanesi (GS).“
Reyndar voru báðar lýsingarnar réttar – a.m.k. að hluta. Grísanesskjól var suðvestan við Grísanes og í hraunhól, en hins vegar er annað skjól í hrauninu norðan við Grísanes. Ekki liggur fyrir með óyggjandi hætti hvort skjólið hafi verið svonefnt Grísanesskjól. Hið fyrrnefnda er horfið, en hið síðarnefnda er enn á sínum stað, þrátt fyrir aðþrengingu frá nærliggjandi byggð.
Skjólið í hrauninu suðvestur af Grísanesi er nú komið undir byggð og horfið. Þegar komið var að því úr suðvestri, eftir gömlu götunni frá Hvaleyri upp að Hvaleyrarvatni og Stórhöfða, virtist þar vera hár hraunhóll eða hraunbakki, sem fara þurfti upp á til að komast í skjólið. Undir það síðasta hafði rýmið að mestu verið fyllt af alls kyns drasli. Síðan komu stórvirkar vinnuvélar og skjólið hvarf endanlega. Norðar, utan í suðvestanverðu Grísanesinu, er hlaðið fjárhús, sem væntanlega hefur tekið við hlutverki skjólsins á sínum tíma.
Vestan frá Grísanesi er hlaðið gerði utan í hraunbrúninni. Norðaustar eru þrjár tóftir, sem væntanlega hefur verið ástæðan fyrir tilurð gerðisins.
HellirinnNorðan gerðisins, ekki langt frá austurjarði hraunsins, sem lokar Ástjörn af, eru grasgróningar á afmörkuðu svæði, greinilega eftir fjárhald. Í jaðri gróninganna er skjólgott jarðfall, sem auðvelt er að komast niður í. Jarðfallið er gróið í botninn, enda hefur þar verið ágætt skjól fyrir fé. Í jarðfallinu norðanverðu hefur áður verið hlaðinn gangur fyrir framan sæmilega rúmgóðan munna. Hleðslurnar eru nú fallnar að mestu, en þó má enn sjá þær í vesturveggnum. Ekki er [nú á þessari stundu] vitað nákvæmlega hvert nafnið var á þessu skjóli. Í örnefnalýsingu fyrir Ás er getið um Hellirinn á þessum stað, „að mestu falinn saman“. Ekki er ólíklegt að þarna hafi verið hafðir sauðir því rýmið gefur slíkt til kynna.
Um Grófarhelli (fjárskjól) er fjallað í annarri FERLIRslýsingu.
Í kringum Ás sem og í Hvaleyrarlandi, sem náði upp undir Kaldárssel, má enn líta ýmiss mannvirki frá fyrri tíð. Þau eru nú hluti af búskaparsögu bæjanna, sem og svæðisins í heild. Það er slæmt að ekki skuli allar þessar minjar enn hafa verið skráðar og því eðlilega ekki í vitund þeirra, sem eiga að taka ákvörðun um varðveislu þeirra – en virðast gera það samt sem áður. Verra er að þeir hinir sömu vita í rauninni mjög takmarkað um hvað fer forgörðum þegar verið er að taka ákvarðanir um framkvæmdir á þessu svæði.
Frábært veður.

Skófir