Guðmundur Björgvin Jónsson skrifaði bókina “Mannlíf og mannvirki í Vatnsleystrandarhreppi“, sem hann gaf út árið 1987. Bókin er merkileg heimild um framangreint í hreppnum.
Formáli
Guðmundur Björgvin er fæddur að Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd 1. október 1913, en þar bjuggu þá foreldrar hans, Jón Einarsson útvegsbóndi, d. 1929, og Margrét Pétursdóttir, d. 1918. Hann var því ungur að árum er hann missti móður sína, aðeins 5 ára, og föður sinn á 7. ári. Hann ólst upp hjá móðursystur sinni Guðríði Pétursdóttur að Brekku undir Vogastapa og manni hennar Magnúsi Eyjólfssyni.
Í bók Guðmundar, “Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi”, sem hann gaf út árið 1987, koma m.a. fram fróðlegar upplýsingar um fólk og aðbúnað þess á Vatnsleysuströndinni fyrrum.
Í Landnámu er sagt frá Steinunni hinni gömlu, er gaf Eyvindi fóstra sínum land milli Hvassahrauns og Kvígu-Vogabjargs og er það land nú nefnt Vatnsleysustrandarhreppur.
Um nafnið Vatnsleysuströnd hefur verið nokkur meiningarmunur. Oftast er nafnið tengt við vatnsleysi, sbr. að varla sjáist rennandi vatn. Önnur skýring er til, sú að vatn renni laust og óbundið neðanjarðar og er hnún trnúlegri. Vatnið er í miklum mæli flæðandi undir þunnum hraunhjnúp, eftir opnum æðum og sprungum (gjám) frá hálendinu þar til það fellur í sjó fram og er vel greinanlegt meðfram allri strandlengunni í Vatnsleysustrandarhreppi, að vísu einungis á lágum sjó, fjöruvötnum.
Vogar
Áður hefur verið fjallað um Stóru- og Minni-Voga.
Brunnastaðahverfi
Þegar haldið er frá Vogum til Brunnastaðahverfis, er farið yfir landamerkjalínu sem staðsett er í Dúpavogi. Þar, sem og víðar, er meiningarmunur um hrein mörk. Í landsmerkjalýsingu milli Minni-Voga, Austurskots og Norðurskots, frá 28. des. 1921, er gert það samkomulag um fjörumörk að Minni-Vogamörk skuli vera frá gömlu byrgi á Vatnsskeri í Djúpavogi.
Í öðru landamerkjabréfi nr. 193 frá 22. maí 1890, segir að landamerki milli Brunnastaðahverfis og Norður-Voga og Suður-Voga séu úr dýpsta ós sem til sjávar fellir í Djúpavogi, þaðan upp í vörðu sem stendur fyrir sunnan Presthóla, síðan beina línu í vörðu sem stendur á Hrafnagjá og er kölluð Leifur-Þórður, þaðan í Markhól og síðan í beina línu upp í fjall svo langt sem Vatnsleysustrandarhreppsland er talið ná. Undir þetta skrifa fyrir Brunnastaðahverfi, Jón. J. Breiðfjörð, Guðmundur Ívarsson og Gísli Ívarsson og fyrir Voga, Klemsens Egilsson og Guðmundur J. Waage.
Þetta var lesið upp á manntalsþingi að Brunnastöðum 16. júní 1890 af Franz Siemens sýslumanni. Þarna er verðugt verkefni sem hreppurinn ætti að hafa forgöngu um að vinn að, með aðilum beggja vegna landamerkjanna, og fá ákveðin óumdeilanleg mörk. Þá er einnig umdeilt hvort dýpsti ís í Djúpavogi hafi meininguna “dýpi”, niður á fastan botn, eða “dýpst” (lengst) inni í landið. En vitað er að ósar er breytilegir og því varsamt að haf slíkt til viðmiðunar.
Hlöðversnes (Hlöðunes)
Bæði nöfnin virðast notuð nokkuð jant og má sennilega deila um það hvort réttara sé, en ég nota nafnið Hlöðversnes af tvennum orsökum. Í fyrsta lagi er það ritað þannig í kirkjubókum seinni bæina og í öðru lagi tek ég tryggð við nafnið Hlöðver, sem er komið allt frá landnámi og merkings orðsins er “sá sem sigrar, vinnu stríð (orrustur)”.
Ásláksstaðahverfi
Atlagerði er í landi Ásláksstaða sem er móðurjörð þess hverfis. Bærinn markaðai upphaf Gerðistanga, en á þeim tanga stendur Gerðistangaviti, sem áður hét Atlagerðisviti. Vestan við Gerðistanga er Álasund eða Álfasund. Um þessar nafngiftir hefur verið meiningarmunur, en Narfakostbræður, sem bjuggju allan sinn aldur í nálægð við vitann og gættu hans í áratugi höfðu ekki heyrt annað nafn á sundinu en Álfasund.
Knarrarneshverfi
Vík var syðsti bærinn sem komið var að þegar farið var yfir landamerkin milli Ásláksstaðahverfis og Knarraneshverfis.
Auðnahverfi
Nú er komið yfir landamerki á milli Knarrarnesbæja og Auðnahverfis. Verður þá fyrst fyrir jörðin Breiðagerði og láta mun nærri að þar hafi verið þríbýli um aldamót.
Kálfatjarnarhverfi
Árið 1834 var lögð niður torfkirkja á Kálfatjörm og byggð þar ný kirkja með timburþili og stóð hún í 20 ár, eða til ársins 18864 og enn var byggð kirkja.
Hana lét séra Stefan Thorrarenssen byggja árið 1863 og var vandað til verksins svo hún stæði sem lengst. Var hún bikuð að utan, en eftir fá ár var hún klædd járni og máluð í ljósum lit. Sú kirkja stóð í 29 ár, en þá var núverandi kirkja byggð og vígð 11. júní 1893.
Frá 1824 til 1893, á 69 árum, voru byggðar fjórar kirkjur á Kálfatjörn. Þá er getið um kirkjur á Kálfatjörn í fornum máldögum og í kirkjuskrá Páls biskups Jónssonar frá árinu 1200. Einnig eru nefndar hálfkirkjur á Vatnsleysuströnd, í Vogum, á Bakka og á Stóru-Vatnsleysu. Þó hér séu ekki taldar upp kirkjur á Kálfatjörn nema frá 1824 þá eru til nokkuð öruggar heimildir um presta staðarins frá 1450 o síðan hafa 18 prestar þjónað staðnum í 536 ár, eða að meðaltali tæp 31 ár hver prestur (þar af einn í eitt ár). Í 93ja ára sögu núverandi kirkju á Kálfatjörn hafa verið 5 prestar.
Innheiðarbæir
Nú eru upptaldin öll hverfi á Ströndinni ásamt býlum og því er farið yfir Keilsisnes, sem er austurmörk kirkjujarðarinnar Kálfatjarnar. Þá er komið að innanheiðarbæjunum sem byrja á Flekkuvík að sunnan…. sjá HÉR.
Heimild:
-Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi eftir Guðmund Björgvin Jónsson – útgefið af höfundi 1987.
-https://baekur.is/bok/000147620/0/360/Mannlif_og_mannvirki_i/?iabr=on#page/Bla%C3%B0s%C3%AD%C3%B0a+168++(172+/+444)/mode/2up