Tag Archive for: Háahraun

Fjárskjólið

Ætlunin var að ganga niður frá Litlu-Eldborg um Litlahraun vestan Krýsuvíkurhrauns að Bergsenda (eystri).
GongusvaedisFylgja átti Bergsendastíg á Strandabergi ofanverðu neðan Klofninga, framhjá Keflavík, neðan Fjárskjólshrauns og að Háahrauni. Þar var ætlunin að koma við á Skyggnisþúfu og Hraunþúfu. Á báðum eru vörður. Á leiðinni átti að skoða hinar fjölskrúðugu bergmyndanir ofan bergsins. Til baka var ætlunin að fara Krýsuvíkurhraunið skágengið um Hellnastíg að upphafsstað. Annars var Krýsuvíkurbergið fyrrum skipt sbr.; „Austast er Strandaberg, þar átti Strandakirkja ítak til eggjatekju og fuglaveiða. Vestan við það er Kotaberg, þar áttu hjábýli Krýsuvíkur rétt á eggjatekju og fugla. Þar næst er Heimaberg, þar átti höfuðbólið fugla- og eggjatekju.“
KotabergÞegar skoðuð er örnefnalýsing Gísla Sigurðssonar af svæðinu má m.a. lesa eftirfarandi: „
Eldborg stóru, sem áður er á minnst, og Eldborg litlu, sem er aðeins neðar og liggur Akvegurinn milli þeirra. Krýsuvíkurhraun kallast allt hraunið, en niður af Eldborgunum er Klofningur eða Klofningshraun. Milli Eldborganna er reyndar talað um Eldborgahraun. Neðst á Klofningi er Kletturinn og þar rétt hjá er Klettsgreni. Stígurinn sem liggur af Breiðgötum nefnist Bergsendastígur. Neðan við Klett spölkorn liggur stígur upp á hraunið og austur um það, nefnist Hellnastígur. Í austur frá honum þar sem hann beygir niður og í suðurátt blasir við Hellnahæð, og á henni Hellnahæðarvarða. Þar spölkorn neðar á sléttu klapparhrauni eru hellar. Gvendarhellir er þeirra merkastur, tekur móti 200 fjár. Nokkru neðar er svo Bjálkahellir, og austur frá þessum hellum er svo Krýsuvíkurhellir og enn austar er Fjárskjólshellir í Fjárskjólshrauni.
BergsendastigurGuðmundur sá er byggði Lækjarbæinn hafði fé sitt í Gvendarhelli. Hann byggði sér skýli allgott við Hellismunnann. Að sunnan var íbúðarkompa hans, en að ofan var geymsla. Þar á milli var gangur, þar um fór féð í hellirinn. Við þetta bjó Guðmundur nokkra vetur: Þótti honum langt að fara að fé daglega heima frá Læk austur í hraunið.
Klettstrýta er hér ekki langt frá Hellunum, nefnist hún Arnarsetur. Héðan er skammt niður í Keflavík. Austur af Fjárskjólshrauni er Háahraun. Í því er Háahraunsskógur. Þar var gert til kola frá Krýsuvík. Tvær hraunnybbur eru þarna Keflaviká hrauninu, nefnast, önnur Skyggnisþúfa, hin Hraunþúfa. Er þá komið á Austurbrún hraunsins.“
Þegar framangreindar götur eru gegnar má sjá að
Gísli hefður greinilega ruglað saman Hellnastíg og Bergsendastíg. Báðir eru greinilegir í gegnum hraunin ofan bergsins. Fyrrnefndi stígurinn liggur beint að Gvendarhelli, en erfiðara er að rekja hann að Fjárskjólinu í Fjárskjólshrauni. Víða í sléttur og grónu hrauninu hafa verið hlaðnar litlar vörður, en þær vísa allar á greni. Síðarnefndi stígurinn er auðrakinn að Keflavík. Frá Víkinni liggur stígur yfir á gróna sléttu ofan bergsins og má telja augljóst að þar hafi fé úr Fjárskjólinu verið beitt fyrrum, enda Skyggnisþúfan beint þar fyrir ofan.
StrandarbergEn hvar voru nefndar Breiðgötur. Í örnefnalýsingunni segir: „Fitjagata lá austur og inn um lægð norðan undir Strákum og er komið var að Selöldu, þá lá hún upp í Heiðina upp á fyrr nefndan Húsmel. Vestan við Fitjalækinn liggur nú Bílaslóðin allt niður á berg og vestur að hraunbrúninni. Austan og sunnan Austurlækjar er Bleiksmýrin. Fram af henni niður og austur allt að hrauninu liggur svo Krýsuvíkuheiðin eystri eða Austurheiðin. Fátt er hér örnefna. Suður á heiðinni er Heiðarfjárhús. Beitarhúsið. Síðan ekki neitt fyrr en kemur fram á Berg. Frá Austurlækjarvaði og Áningaflöt liggja slóðir eða götur. Alfaraleið austur á allbreiða mela ofan Bleiksmýrar. Þar nefndust Breiðgötur. Er austar dregur liggja þær alveg neðst við Geitahlíðarskriður. Hér blasir Eldborgin við Stóra-Eldborg. Milli hennar og Geitahlíðar er skarð, nefnt Deildarháls.“
Alfaraleiðin er enn augljós undir Geitarhlíð og um Deildarháls. Þegar kvikmyndin „Flags of ours fathers“ var tekin á og undir Arnarfelli var hluta götunnar eytt við Grástein, þ.e. þar var gert bílastæði með samþykki Fornleifaverndar ríkisins. Svo undarlega vildi til að jarðýtan bilaði er tönninn rakst í steininn – og þótti kunnugum það ekkert undarlegt í sjálfu sér. Fornleifafræðingur á vegum stofnunarinnar sagði götuna vera „lækjarfarveg“, en öðrum minna menntuðum fannst skrýtið að lækur hefði runnið þar upp á móti. Steininum var þyrmt af sjálfsögðum ástæðum og sést hann enn í utanverðu stæðinu (sem var).
GvendarhellirMálið er að skoða þarf hlutina í samhengi; Gísli fór allra sinna ferða fótgangandi. Ein dagsferð (jafnvel eftir fullan vinnudag) til Krýsuvíkur „orkaði“ ekki lengri ferð en þangað, hvað þá að halda áfram inn í Klofninga eða um Bergsenda til Keflavíkur og jafnvel lengra til að meta aðstæður. Því má telja næsta víst að margt af því sem hann skráði hafði hann ekki hvorki haft tök á að sannreyna né haft yfirsýn yfir og því ekki ólíklegt að eitthvað hafi getað skolast til í lýsingunum, sbr. framangreint. Gísla til málsbóta má þó telja að allflest það sem hann skráði hefur við nánari skoðun átt við rök að styðjast, sumt reyndar með smá frávikum sem varla er orð á gerandi.
HellnastígurÍ öllum lýsingum hans er getið aragrúa örnefna svo telja verður af sanngjarni að einhver þeirrra kunni að orka tvímælis. Svo var t.d. um örnefnin „Skyggnisþúfa“ og „Hraunþúfa“ í þessari ferð. Þau eru bæði til og á nefndum stöðum, merkt með vörðum, en ekkert gefur í raun nákvæmlega til kynna hvar þau eru í landsaginu. Háahraun er t.a.m. allnokkuð ofan við þessi kennileyti sem og Háahraunsskógur.
Hafa ber í huga að Gvendarhellir var allflestum gleymdur á 20. öldinni. Á örnefnakorti fyrir Krýsuvík er hann t.d. staðsettur í Litlahrauni, en þar mun hafa verið selstaða um tíma frá Krýsuvík. Þá hafði einnig þjóðsagan um Grákollu frá því í byrjun 18. aldar fallið í gleymsku um Arngrím frá Læk, sem áður hafðist við í nefndum „Gvendarhelli“.
Frábært veðir. Gangan tók 5 klst og 5 mín.

Heimild m.a.:
-Örnefnalýsing Gísla Sigurðssonar fyrir Krýsuvík.

Keflavík

Keflavík – rekaítak Krýsuvíkurkirkju.