Tag Archive for: Hækingsdalssel

Sandfell

Gengið var norður gamla Svínadalsveginn upp frá Vindáshlíð að Sandfelli og þaðan beygt til austurs að Blautaflóða. Ofan hans átti Hækingsdalsselið að vera í gróinni skriðu. Síðan var gengið niður með Uxagili og skoðað heimasel undir gilinu áður en gengið var að tóftum Sauðhúss, sem ku hafa verið kot byggt upp úr seli frá Hækingsdal.

Hækingsdalssel (sel)

Hækingsdalssel

Hækingsdalssel.

„Upp af Blautaflóa var gamalt sel og má rétt marka það í brekkunni,“ segir í athugasemdum og viðbótum við örnefnaskrá.
Norðaustan og upp af Blautflóa við rætur Hornafells er þúfnaþyrping um 2,3 km NNV við bæ og um 2 km norðaustan við Vindáshlíð. Á þessu svæði er grasigróin mýri og þurrlendi á gróinni aurkeilu lækjar sem rennur í suðvestur ofan úr Hornafelli, nokkuð sléttlent en þúfur hér og þar. Brekkunni hallar 5-10° til vesturs. Engar greinilegar tóftir eru á svæðinu. Þar er hins vegar um 0,2-0,4 m há þúfnaþyrping á svæði sem er um 16 x 14 m stórt og snýr gróflega norðvestursuðaustur. Engin greinileg hólf er hægt að sjá út úr þúfunum en þó glittir þar víða í
grjót.

Saudhus (sel/kot)

Sauðhús

Sauðhús.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1705 segir: „Saudhus hefur til forna í Hækingsdalslandi kallað verið þar sem stundum hefur í manna minni selstaða brúkast, og halda menn bygt ból hafi í gamalli tíð verið, og hafa til líkinda þar um girðinga og fóta leifar, ekkert vita menn til þess annað og kann ei aftur að byggjast, því túnstæði alt er komið í mosa, mó og mýri, og mjög brotið af á þeirri, sem þar rennur, kölluð Selá,“ „Utan við Lágamýri er Selármói. Þar fyrir utan Selárflatir. Í Selármóa voru dældir. Sú þeirra, sem var einna mest áberandi, hét Grænadæld. Og svo kemur Selá.

Hækingsdalur

Hækingsdalur – gamla réttin.

Fyrir utan Selá er fyrst Borgarmýri. Á henni efst er mikil móaþyrping, er heitir Fjárborgir,“ segir í örnefnaskrá. Í svörum við spurningaskrá Þjóðháttadeildar segir svo: „Sauðabyrgi var til frá því gamla daga á svæði þar sem heitir Sauðaborg og Borgarmýri.“ Hóllinn Fjárborgir er um 155 m suðvestan við stekk og um 1,7 km VNV við bæ. Á þessu svæði er mikill grasigróinn hóll í brekku sem hallar 5-20° í suður. Hóllinn er 10-20 m ofan og NNA við sléttað tún á vesturbakka Selár. „Það hafði verið hlaðið en var mjög innfallið þegar Hannes sá það fyrst og á geysistóru svæði. Þar er nú stór gróinn hóll núna, það sést aðeins hvað það hefur verið víðáttumikið. Þessi byrgi voru hlaðin úr sniddum þannig að veggirnir voru látnir hallast inn og mætast í toppinn. Það var ekki nokkur spýta notuð í það. Þetta var notað yfir fé, aðallega sauði, yfir veturinn svo ekki þyrfti að smala þeim því þeir fóru þarna inn sjálfir.“

Hækingsdalur

Hækingsdalur – Sauðhús.

Umræddur hóll er í nú (2011) mjög hlaupinn í þúfur og vel grasigróinn. Hóllinn er gróflega hringlaga, um 45×45 m að flatarmáli og um 0,5-3 m á hæð. Aðeins ein greinileg hringlaga tóft er norðarlega og efst á hólnum en frekari mannvistarleifar leynast örugglega undir sverði. Tóftin er einföld, hringlaga og snýr NNA-SSV. Hún er <0,5 m á hæð, um 10 m í þvermál en innanmál er ferkantað og um 4×1 m. Líklegast hefur verið gengið inn að sunnan. Þúfnaþyrpingar eru bæði norðan og austan við tóftina en ekkert greinilegt er hægt að lesa út úr þeim. Um 70 m ASA við tóft A í Fjárborgum, nær Selánni, er önnur þúst B sem hugsanlega gæti einnig leynt fornleifum. Þústin er óregluleg, um 12×10 m að flatarmáli, <0,5 m á hæð og snýr gróflega norðaustur-suðvestur. Engin greinileg dæld er í miðju þústar.

Frábært veður.

Hækingsdalur

Hækingsdalur – stekkur undir Uxagili.

Hækingdalssel

Leit var gerð að Hækingsdalsseli (hinu síðara). Áður hafði verið gerð leit að selstöðu frá bænum á svonefndum Selflötum (Selsvöllum) undir Geitahlíð. Tekið var hús á Guðbrandi Hannessyni (f: 1936), bónda og fyrrum oddvita í Kjósarhreppi.
Stekkur við SauðhúsÍ Jarðabókinni 1703 er getið um selstöðuna frá Hækingsdal og jafnframt að hún hafi verið í landi þar sem áður var Sauðhús: „Hjer [í Hækingsdal] segja menn til forna hafi bænhús verið; aflagt og í auðn komið fyrir allra manna minni, sem nú lifa. Eigandi að hluta er Gísli Illugason að Kirkjuvogi í Höfnum“. Einnig: „Selstöðu á jörðin í sínu eigin landi góða, þar sem heita Selsvellir á Geitahlíð.“
Þá segir í Jarðabókinni 1703: „Sauðhús hefur til forna í Hækingsdalslandi kallað verið þar sem stundum hefur í manna minni selstaða brúkast, og halda menn bygt ból hafi í gamalli tíð verið, og hafa til líkinda þar um girðinga og tófta leifar; ekkert vita menn til þess annað og kann ei aftur að byggjast, því túnstæði alt er komið í mosa, mó og mýri, og mjög brotið af á þeirri, sem þar rennur, kölluð Selá“.

Uppdráttur

Guðbrandur er sá núlifandi manna er gerst þekkir til örnefna, staðhátta og minja í Kjósinni. Hann var líka fljótur að reikna dæmið til fullnustu. Sagði hann að fram með hlíðinni ofan við bæinn væri nefnd Selá. Vestan við hana væru tóftir á a.m.k. tveimur stöðum; annars vegar selstaðan og hins vegar stór tóft er jafnan væri nefnd Borgin. Í örnefnalýsingu er getið um Fjárborgir. Bauðst hann til að fylgja FERLIR þangað.
Þegar komið var að Selá var gengið upp með henni að vestanverðu svo sem fyrr var nefnt. Þar er stór klettur við ána. Utan í hann suðaustanverðan er hlaðið gerði, tvískipt. Frá gerðinu liggur hlaðinn veggur til vesturs uns hann beygir að stórum hól.
Skammt undan veggnum Borginmiðsvæðis er kaldavermsl. Var augljóst að langgarðurinn hafði verið hlaðinn til að auðvelda fjárhirði að reka féð inn í stekkinn. Enda sagðist Guðbrandur oft á yngri árum hafa setið yfir fé á þessum stað og þá notað aðhaldið við klettinn.
Skammt suðvestan við hólinn er aflangur þúfnamyndaður hóll, jafnan nefndur Borgin. Þegar komið var upp á hólinn var augljós hringlaga gróin hleðsla í honum vestanverðum. Austan við hann var ferningslaga þúfnamyndun er skar sig úr landinu umleikis.
Svo var að sjá sem grjót hafi verið tekið úr veggjum tóftanna, sem þarna voru, og sett í fjárborg. Hún er greinilega nýrri en aðrar tóftir á svæðinu. Það má því ætla að þarna hafi kotið Sauðhús verið fyrrum með þrjár Hækingsdalsréttin yngriburstir mót suðsuðvestri.
Við bæinn hefur verið garður. Eftir að kortið fór í eyði var þarna selstaða frá Hækingsdal s.s. segir í Jarðabókinni. Selstaðan er of nálægt bænum til þess að hús hafi þurft fyrir selsmatsseljuna. Því hefur efniviðurinn verið notaður til að byggja fjárborgina. Þar gætu hafa verið geymdir sauðir meðan selstaðan sjálf við Selána var notuð fyrir fráfærur.
Selstaðan við Sauðhús er augljós (sú 255. sem FERLIR skoðar á Reykjanesskagnum). Túnstæðið hefur verið lítið og aðallega í mýrum neðanvert. Það er því ekki rétt sem í Jarðabókinni stendur að túnstæðið væri brotið af ánni. Garðarnir (garðurinn) hefur verið þarna um 1700 og þá þegar selstaðan verið notuð sem slík. Kottætturnar eru því mun eldri, enda bera þær þess merki.
Hækingsdalsréttin eldriÞá var haldið að Hækingsdalsrétt, fallega og heillega hlaðinni heimarétt. Hún hefur verið fast utan við gamla túngarðinn, sem er heillega hlaðinn frá fjalli til lágar. Guðbrandur sagði að þangað hafi heimafé jafnan verið smalað til rúninga. Réttin hefði verið notuð til langs tíma. Gamla réttin, sem enn sést móta fyrir nokkru austar og ofan við bæinn, hefði ekki verið notuð eftir að faðir hans settist að í Hækingsdal árið 1921. Hann hefði hætt að færa frá 1929 og var síðasti bóndinn í Kjós, sem það gerði. Ástæða er til að varðveita þetta mannvirki, enda bæði heillegt og fallegt; dæmigert mannvirki er tilheyrt gæti fyrri búskaparháttum hér á landi. Enda minnti Guðbrandur á að þegar faðir hans hafi hafið búskap í Hækingsdal hefði að öllu leyti verið unnið með „gamla laginu“, þ.e. tún og engi voru slegin með orfi og ljá og allt sótt á hestum, mór þurrkaður undir Hulshrygg og heimfluttur sem fyrrum.

Ketilsskora

Gamla Hækingsdalsrétt er í hlíðinni ofan við gamla bæinn (ofan túna). Núverandi íbúðarhús stendur þar sem gamli bærinn stóð. Neðan undir hennar er lind, sem neysluvatn var tekið úr fyrrum. Það var leitt í steinhlöðnum stokk niður að bænum. Annar sambærilegur steinstokkur var úr annarri lind skammt austar. Þegar túnið var sléttað ofan og vestan við bæinn fór stokkurinn undir það. Nú, að vorlagi, mátti sjá hvernig stokkurinn liggur undir túninu, norðavestan við íbúðarhúsið. Réttin gamla er ferhyrnd. Inngangur er að suðvestan, austan við stóran stein í hleðslunni. Guðbrandur sagði að fyrrum, þegar hann var enn barn, hafi hann gjarnan verið sendur þangað til leikja því ágætt útsýni var þangað frá bænum og auðvelt að fylgjast með börnunum. Skjól hafi verið gott í réttinni, en þegar nýja íbúðarhúsið var byggt hefði grjót verið tekið úr henni í grunninn.
Á leiðinni upp í Möngutóftir (selstaða) í landi Fremraháls var farið upp með Grenhlíð, Grindagili og Geitarhlíð í Dagmálafelli/Brattafelli. Austan gilsins er Ketilsskora. Guðbrandur sagði svo frá: „Þarna er Ketilsskora, ókleif. Neðan hennar eru Stórusteinar eins og sjá má. Við þá var áningarstaður fyrrum á Kjósarskarðsleiðinni. Skömmu fyrir fyrsta manntal hér á landi (um 1700) bjó Ketill nokkur í Hækingsdal. Honum varð á að barna vinnukonuna. Hjúin voru handsömuð, dæmd og til stóð að flytja þau á Þingvöll til refsinga lögum samkvæmt. Á leiðinni var áð við Stórusteina. Þar slapp Ketill frá fylgdarmönnum sínum, tók strikið upp hlíðina, áfram upp Ketilsskoru og hvarf sjónum þeirra. Í manntalinu er hann sagður ábúandi í Hækingsdal, en týndur. Fréttist af honum á Vestfjörðum þar sem hann mun hafa náð á skip til útlanda. Ekki fer spurnum af vinnukonunni, sem væntanlega hefur átt að dæmast til aftöku í Drekkingarhyl“.
Frábært veður.

Heimildir m.a.:
-Jarðabókin 1703.
-Guðbrandur Hannesson, bóndi í Hækingsdal.
-Örnefnalýsing fyrir Hækingsdal.

Hækingsdalur

Hækingsdalur.