Tag Archive for: Háls

Hálssel

Háls; Fremri-Háls er bær í ofanverði Kjós. Einungis Fellsendi er ofar (vestar). FERLIR hafði áður skoðað umhverfi bæjarins. Nú var markmiðið að líta á tóftir og minjar Sauðafells (Sauðfellskots) og nágrennis.

Sauðafell

Sauðafell og nágrenni. Bæjartófrin er neðan gamla Kjósaskarðsvegar og Sauðhóll ofan hans. Vestan hólsins er Hálssel.

Í heimildum hafði komið fram að Sauðakot væri fornt bæjarhróf í landi Fremra-Háls. Kotið hafi snemma farið í eyði og upp úr því hafi byggst selstaða frá bænum. Þetta þótti grunsamlegt því selstöður frá höfuðbýlum eiga sér langa fortíð. Ástæða þótti því til að skoða nánar tóftir kotsins og umhverfis þess, bæði vegna takmarkaðra upplýsinga í opinberri fornleifaskráningu af svæðinu og mögulegra áður óskráðrar selstöðu á svæðinu.

FERLIRsfélagar gengu að tóftum Sauðafells undir austanverðu Stóra-Sauðafelli. Heimildir eru um að sel frá Fremri-Hálsi, Hálssel, hafi byggst upp úr kotinu sem var komið í eyði fyrir 1705.
Við skoðun á bæjartóftunum kom í ljós að rýmin hafi a.m.k. verið þrjú; baðstofa, eldhús og búr. Garður var norðan við húsin, en gamli Kjósaskarðsvegurinn, fyrsti bílvegurinn upp með Stóra-Sauðafelli að Þingvallavegi, hafði verið lagður í gegnum hann. Engin ummerki eru eftir nýlegri selstöðu í bæjartóftunum.

Sauðafell

Sauðafell – bæjartóftir.

Ofan við veginn er Sauðhóll. Vestan hans eru tóftir Hálssels; þrjú rými og stekkur. Tvö rýmin eru samstæð; búr og eldhús, og baðstofan stök fast við hólinn. Skammt ofar, upp með Hálsá, er hlaðið gerði. Gerðið er á skjólsælum stað, gæti annað hvort verið stekkur er rúningsrétt.

Eftirfarandi upplýsingar um Fremri-Háls, Sauðafell(skot) og Hálssel má lesa í örnefnalýsingu:

Hálssel

Hálssel – Sauðhóll fjær.

„Eftirfarandi upplýsingar veitti Haraldur Jónsson bóndi á Fremra-Hálsi 25.8.1976. Páll Bjarnason skráði. Til hliðsjónar var höfð örnefnaskrá, án lýsingar, (heimildarmaður ókunnur), sem til er í Örnefnastofnun. Haraldur er fæddur 1930 og hefur alið allan aldur sinn á Fremra-Hálsi. Áður höfðu foreldrar hans búið þar.

Upp af Selflóa er Stóra-Sauðafell, sem áður getur. Það afmarkast af Seldal. Vesturendi [austurendi] fellsins er nefndur Sauðafellstagl. Þar hjá eru tóftir gamals eyðibýlis, sem hét Sauðafellskot.

Hálssel

Hálssel – stekkur eða rétt ofan selsins.

Fyrir vestan Stóra-Sauðafell er Seldalur. Við botn hans eru Tjarnhólar. Þar er tjörn og upptök Hálsár, sem síðan rennur niður Seldal. Laugin er volg uppspretta við Hálsá í Seldal, um 200 m. sunnan við Hrútagil, það gil gengur í boga úr Seldal í suður og síðan í vestur.“

Í örnefnaskrá Stardals í Kjalarneshreppi segir: “Frá Rjúpnagili austur eru flóar með smáhólum og tjörnum. Þetta svæði heitir Tjarnhólar. Úr þeim tjörnum kemur Selgil, sem rennur norður í Fremra-Hálsland í Kjós. Þar neðar, austan merkja, eru gamlar tættur eftir sel. Í Selgilið kemur Hrútagil frá vinstri. Seldalur heitir lægðin með gilinu.”

Hálssel

Hálssel – stekkur.

Í „Fornleifaskráningu í Kjósarhreppi II frá 2010 segir um Fremri-Háls:
„12 hdr 1705.
Eyðibýli 1705 er Sauðafell.
JÁM III, 418. 1847: 12 hndr. Bændaeign. JJ, 100.
Hannes Þorsteinsson: Fremri-Háls réttnefni. „Rannsókn og leiðrjettingar á nokkrum bæjanöfnum á Íslandi“ Árbók fornleifafélagsins 1923, 34. 1705: „Túnin eru stórlega fordjörfuð af skriðum og enn hætt við meiri skaða bæði bænum og túnum, mönnum og fjenaði. Engjar öngvar í vissum stað, nema hvað slegið er vítt og dreift í heiðarlandi, og þó ekki í sama stað nema annaðhvört ár. En þær engjar, sem áður voru og nær liggja bænum, eru hartnær eyðilagðar af skiðum og leir. Þverá, sem hjá túninu rennur, er kölluð Hálsá, brýtur túnið og ber grjót á.

Hálssel

Hálssel.

Hætt er bænum fyrir snjóflóði, og hefur það oft yfir fallið, so legið hefur við húsbroti.“ JÁM III, 418.
1840: „Heyskapur er erfiður og reytingslegur, en landrými mikið og gott, helzt um sumartímann, vetrarþungt.“ SSGK, 256. Túnakort 1917: Tún 6,8 teigar, að mestu sléttað, garðar 950 m2.
Í bókinni Ljósmyndir I eftir Halldór Jónsson segir: „Nokkrar umbætur hafa verið gerðar á túni jarðarinnar í Jóns tíð [á tímabilinu 1927-1949] með hjálp dráttarvjelar.“

Um Sauðafell segir í sömu skráningu:

Hálssel

Hálssel – uppgefið farartæki við gamla Kjósarskarðsveginn við Hálssel.

„Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1705 segir: „Selstöðu á jörðin í heimalandi.“ Þar segir einnig: „Saudafell hefur verið hjáleiga í þessarar jarðar landi, bygð í manna minni á fornu eyðibóli, þar sem halda, áður hafi lögbýlisjörð verið, en nær eyðilögð vita menn eigi, og hefur þetta land fyrir hundrað ár Hálsi átölulaust eignað verið. […] Eyðilagðist fyrir þá grein, að bóndanum á Fremrahálsi þótti sú bygð of mjög að sjer og sínum peningi þrengja, og eru nú síðan yfir 40 ár, sem það hefur ekki bygst; þar með er það vetrarríki mesta fyrir fannlögum, og því örvænt að aftur byggjast muni. Er þar nú selstaða frá Hálsi.“ Í örnefnaskrá Fremri-Háls segir svo frá: „Hálsá á upptök sín í Tjarnhólum, rennur eftir Seldal og áfram vestur með hlíðinni, sem síðar er nefnd, rennur skammt austan við bæ og út í Laxá. […]

Hálssel

Hálssel og Sauðafell – uppdráttur ÓSÁ.

Upp af Selflóa er Stóra-Sauðafell, sem áður getur. Það afmarkast af Seldal. Vesturendi fellsins er nefndur Sauðafellstagl. Þar hjá eru tóftir gamals eyðibýlis, sem hét Sauðafellskot.“ Í viðbótum við örnefnaskrá segir einnig: „Úr þeim tjörnum kemur Selgil, sem rennur norður í Fremra-Hálsland í Kjós. Þar neðar, austan merkja, eru gamlar tættur eftir sel.“
Sauðafell er um 2,1 km SSA við bæ við sunnanvert mynni Seldals stutt frá austurbakka Hálsár og fast vestan við sléttað tún á Selflóa. Tóftirnar eru í þýfðum lyngi- og grasigrónum móa. Fast vestan við tóft A er gamall malarvegur sem lá upp á Þingvallaveg. Vegurinn var lagaður með jarðýtu í kring um 1958 en þá var hluta af vesturhlið tóftarinnar ýtt út. Þrjár tóftir eru á þessu svæði sem er um 80 m á lengd, um 40 m á breidd og snýr norðaustur-suðvestur. Tóft A er í norðausturenda svæðisins á meðan tóftir B og C eru í suðvesturenda þess. Tóft A er stæðilegasti hóllinn en virðist þó vera yngstur. Tóft A er sigin og um 1 m hár ávalur grashóll. Hóllinn er um 18 m langur, um 15 m á breiður og snýr austur-vestur.

Sauðafell

Sauðafell – tóftir.

Í hólnum eru fjórar óljósar dældir en vegna þúfnamyndunar og grasgróðurs var erfitt að segja til um lögun hólsins með vissu. Vestan í hólnum eru tvö ógreinileg hólf (dældir). Hólf I er ferkantað og um 4×4 m að stærð. Hólf II er 3 m sunnan við hólf I, ferkantað og um 3 m á lengd og 2 m á breidd, snýr norður-suður. Hólf III er um 4 m austan við hólf I og um 5 m ANA við hólf II. Hólf III er aðeins óljós um 1 m breið og 7 m löng dæld sem liggur norður-suður. Um 1 m austan við dæld III er önnur dæld sem skráð var sem hólf IV. Hólf IV er mjög óreglulegt að lögun (slaufulaga), 2-3 m á breidd, um 7 m á lengd og snýr einnig norður-suður. Hólf IV er um 3,5 m vestan við austurenda hólsins. Hugsanlegur, 1 m breiður, inngangur inn í hólf IV sést í austurenda hólsins.

Hálssel

Hálssel.

Öll hólfin eru grunn eða <0,5 m á dýpt. Aðeins glittir í grjóthleðslur í norðurenda hólfs IV. Tóft B er um 65 m VSV við tóft A sunnan undir náttúrulegum 1,5-2 m háum berghól sem er stakur á austurbakka Hálsár. Tóft B er einföld, um 5 m á breidd, um 7 m á lengd og snýr austur-vestur. Gengið var inn að austan um 0,5 m breiðan inngang. Innanmál tóftar er 2 x 1 m og snýr norður-suður. Norðurveggur tóftar er byggður upp að hólnum og er því aðeins um 1 m á meðan austur-, vestur- og suðurveggir eru um 2 m á breidd. Veggirnir eru um 1 m á hæð og greinilegri að innan en utan. Út frá austurvegg, fast norðan við inngang er 2 m langt og 1 m breitt garðlag sem trúlega hefur átt að koma í veg fyrir að gripir færu upp á hólinn frekar en inn í tóft. Tóftin er öll gróin lyngi og mosa en grasigróin í botninn.

Hálssel

Hálssel.

Engar grjóthleðslur eru greinilegar og tóftin virðist eldri en tóft A. Tóft C er um 20 m sunnan við tóft B fast undir um 5 m háum bakka í norðurenda suðausturhlíðar Selgils. Tóft C er tvískipt, um 9 m á lengd, um 5 m á breidd og snýr austur-vestur. Veggir tóftar eru um 2 m á breidd, um 0,5 m á hæð og lyngi- og mosagrónir. Botn tóftar er grasigróinn. Inngangur er á bæði hólf á norðurvegg, við norðvesturhorn hólfa. Þeir eru báðir um 0,5 m á breidd. Hólf I er um 2 m á lengd, um 1 m á breidd og snýr austur-vestur. Hólf II er austan við hólf I, um 1 x 1 m að stærð. Tóftin lítur út fyrir að vera á svipuðum byggingarskeiði og tóft B en tóftir B og C virðast eldri en tóft A. Ekki er ólíklegt að tóftir B og C séu hluti af hinu upprunalega Sauðafelli/Sauðafellskoti en tóft A sé byggð seinna sem sel eftir að Sauðafell/Sauðafellskot er farið í eyði.“

Ekki er minnst á framangreindar selminjar í fornleifaskráningunni.

Sjá meira um Sauðafell HÉR.

Heimildir:
-Fornleifaskráning í Kjósarhreppi II: Reykjavík, 2010.
-Örnefnalýsing fyrir Fremri-Háls; Haraldur Jónsson bóndi á Fremra-Hálsi 25.8.1976.
-Örnefnalýsing fyrir Fellsenda.
-Örnefnalýsing fyrir Stardal.

Hálssel

Stelkur í Hálsseli.

Selflatir

 Ætlunin var að leita minja er getið hefur verið í FERLIRslýsingum nr. 1095 og 1104, þ.e. mögulegra minja selja við Selá, við Selsvelli og neðst í Seldal í Kjósinni.
ÞórufossÍ skráðum heimildum er einungis getið um selstöðu, löngu aflagða og í móa horfin, á Selflötum sunnan Hækingsdals, en ekki er getið um minjar á hinum stöðunum. Einungis örnefnin benda á hugsanlega tilvist slíkra minja þar. FERLIR hefur jafnan nýtt sér skráðar heimildir, sem á stundum hafa reyndar verið misvísandi, en þá jafnframt leitað uppi og gaumgæft betur, bæði vettvanginn og aðrar fyrirliggjandi upplýsingar. Niðurstaðan hefur síðan verið færð jafnóðum í nákvæma hnitaskrá. Skráin byggist á fyrirframákveðnu „pússluspilskerfi“, sem sérhver ferð fyllir upp í. Stundum virðast þær samhengislausar, en smám saman skýrist myndin – un hún birtist loks fullsköpuð. Verkefnið krefst bæði mikillar þolinmæði og þrautseigju. Heildarskráin er svo varðveitt í einu eintaki; Reykjanesskinnu. Nú, árið 2007, fylla fylgiskjöl, minnisblöð og afrit eina 12 pappakassa og u.þ.b. 5000 blaðsíður tölvutæks efnis. En hvað um að – framundan er alltaf það sem skiptir mestu máli – þá stundina.
Að þessu sinni var lagt af stað frá Þórufossi í Laxá. Fossinn er með þeim fegurstu hér á landi, um 18 metra hár og eftir því breiður. Kennileitið var jafnframt miðsvæðis í leitinni að þessu sinni. Skammt austar eru Selflatir, norðar er Hækingsdalur. Norðan hans er Selá. Vestan árinnar er Stóra-Sauðafell utan í austanverðu Skálafelli. Norðan og millum fellanna til norðurs er Seldalur.
Laxá vaðinLandamerki Kjósarinnar að sunnanverðu liggja m.a. um Þórufoss. Þessi takmörk landmegin eru frá Botnsvogi innanverðum suður og upp á (Hrísháls) Múlann, er nú er nefndur Múlafjall, en er endi Hrísháls, þá eftir Hríshálsi sunnanverðum (þar sem hallar vötnum norður) upp eftir Súlnahrygg og upp á  Súlnatind, þá suðvestur niður til Sandvatns, er Brynjudalsá fellur úr (litlum spöl sunnar er Myrkavatn, er Öxará fellur úr), þá suðvestur um Kjalfjall (Kjölinn) og vestur af því ofan í efra hluta Kjósardalsins um Þórufoss í Laxá skammt fyrir neðan Stíflisvatn, sem Laxá fellur úr, þá yfir Seldal vestur í Rjúpnagilsbotna. Halda sýslumörkin áfram, en er þá komið í Mosfellsbæ og síðan eru mörk milli Kjalarness og Kjósar frá þessum stað og eftir háeggjum Skálafells, Móskarðshnjúka, Esju og niður í Miðdal við landamerkin hjá Tindstöðum.
Gamla leiðin í Kjósina frá Þingvöllum lá norðan Stíflisdalsvatns, niður með Stýfingum, austan ár, niður með Þórufossi og norður að Hækingsdal. Hún er vel greinileg þars em hún liggur með Brattafellinu undir Stóröxl og niður í Þrengslin neðan við Þórufoss. Neðan Þrengslanna er gatan vörðuð að vaði á ánni.
Haldið var yfir Laxá á vaði skammt ofan við Þórufoss. Áin kemur úr Stíflisdalsvatni og fellur í Laxárvog. Hún er um 20 km á lengd, meðalrennsli um 15m/3 á sek og vatnasvið um 150 km/2 ( um 211 km/2 ef  vatnasvið Bugðu, sem fellur úr MSelflatireðalfellsvatni, er talið með). Í leysingum og stórrigningum geta komið ofsaflóð í ána flæðir hún þá yfir bakka sína og er dalurinn þá yfir að líta sem stórt stöðuvatn. Laxá er með gjöfulustu laxveiðiám landsins og veiðast þar jafnan hátt í tvö þúsund fiskar hvert sumar. Í ánni eru nokkrir fossar. Má þar nefna m.a. Þórufoss í Kjósarskarði, sem er þeirra stærstur og Pokafoss, en hann er rétt ofan við bugðu á ánni austan við Vindáshlíð. Brú er á Laxá neðanundir Vindáshlíð. Á lágum klettastalli vestan við brúna er skilarétt sveitarinnar. Neðan við réttina er Norðlingavað, en á því vaði liggur þessi forna þjóðleið yfir ána. Óefað hafa orðið mörg slys á svo fjölfarinni leið í aldanna rás . Eitt hefur verið fært í annála. Árið 1556 drukknaði þar Oddur Gottskálksson lögmaður. Var hann á leið til Alþingis. Að sögn var áin talin ófær. En lögmaður skeytti því ekki heldur reið út í. Hesturinn hrasaði, losnaði Oddur þá úr hnakknum og flaut undan straumi. Hann rak upp á eyri í ánni, komst þar á fjóra fætur, en yfirhöfnin slóst fram yfir höfuð hans og færði hann aftur í kaf. Hann náðist þó lifandi. Var tjaldað yfir hann við ána en um nóttina andaðist hann.
Um það bil miðja vegu milli Þórufoss og Stíflisdalsvatns er Sýsluhólmi, einnig nefndur Þinghólmi fyrr á tímum; þar er og gamalt vað, sem HÚtsýni að Sandfelliólmavað heitir. Guðbrandur Hannesson, bóndi í Hækingsdal, sagði að Laxá hefði fyrrum runnið beggja vegna hólmans, en nú hefði hún breytt sér þannig að  nú rennur áin einungis austan hans.
Stefnan var tekin á Selflatir. Um er að ræða sléttar flatir neðan við Brattafellsgil. Gróðureyðingin hefur herjað á þær líkt og annars staðar með hlíðunum. Skriður hafa hlaupið úr battri hlíðinni, en enungis ofan við flatirnar. Mjög gamlar jarðlægar tóftir virðast vera á tveimur stöðum, annars vegar á norðanverðum árbakkanum neðan við gilið og hins vegar uppi í gilinu. Á báðum þessum stöðum gætu hafa verið mannvirki. Fallegur 12-15 m hár foss er uppi í skjólgóðu gilinu. Þar kúrðu fjórar rjúpur.
Hækingsdalur er í Jarðabókinni 1703 sagður eiga „selstöðu í sínu eigin landi góða, þar sem heita Selsvellir á Geitahlíð.“
Guðbrandur, bóndi í Hækingsdal, segir að bærinn hafi haft selstöður við Selá norðan við bæinn og á Selsvöllum sunnan við hann. Selsvellir hafa einnig  verið nefndir Selflatir. Hann taldi að skriða hefði hlaupið yfir selstöðuna á ÞrengslinSelsvöllum og þar væru því engar greinanlegar minjar lengur. Hlíðin ofan við flatirnar hefði verið nefnd Geitahlíð, Þrengslin norðar og þá Hríshvammur. Faðir hans hefði farið með háskólafólki þangað, en það ekkert séð að hann myndi. Tóftir væru hins enn vel sjáanlegar við Selá sem og gömul hlaðin rétt.
Gömlu leiðinni úr Kjós upp á Þingvelli var fylgt til norðurs, niður í Þrengslin um hið eiginlega Kjósarskarð og áfram með þeim austanverðum. Undir Grenhlíð er Hríshvammur, nú grasi gróið sléttlendi. Grindargil er í hlíðinni, en árfarvegur þess var þurr. Handan hans tóku við grónar selslegar sléttur. Varða er á hól við gömlu götuna og önnur norðar, fallin. Hlíðin er ekki ólík því sem gerist á Vestfjörðum og Austfjörðum, stallar og tilkomumikil þvergil. Fíllinn hafði sest upp í björgunum. Ásalækur kemur úr Dagmálafelli. Norðar er Þverárgil og Þverá er kemur ofan úr Þverárdal. Bærinn Hækingsdalur er við Þverána.
Á sömu blaðsíðu og nefnd var í Jarðabókinni segir um Sauðhús: „Sauðhús hefur til forna í Hækinsdalslandi kallað verið þGömul leiðar sem stundum hefur í manna minni selstaða brúkast og halda menn bygt ból hafi í gamalli tíð verið, og hafa til líkinda þar um girðinga og tófta leifar; ekkert vita menn til þess annað og kann ei aftur að byggjast, því túnstæði allt að er komið í mosa, mó og mýri, og mjög brotið á þeirri, sem þar rennur, kölluð Selá.“
Selá er skammt austan við Vindás og norðan Hækingsdals, sem fyrr sagði. Norðar er Skálafell og Seljadalur handan þess. Sagnir eru um selstöðu frá Vindási fremst í Seljadal. Jörðin hafði selstöðu  sem tilheyrir [Reynivöllum] á Seljadal. Jafnframt er þess getið að selstöðu eigi jörðin í eigin landi. Guðbrandur, sem smalað hefur svæðið í tugi ára, sagðist ekki muna eftir öðrum tóftum í Seljadal en á þeim stað er bærinn Seljadalur var austan í dalnum. Hins vegar væru tóftirnar við Selána enn vel greinilegar.
Guðbrandur sagði Háls (Fremri-Háls) hafa haft selstöðu neðst í Seldal, sem væri norðan við Stóra-Sauðafell. Þar mætti enn sjá selstóftir á bakka Hálsár.
Í Laxá rétt ofan við ármót Selár er Pokafoss, sem er sérkennilegur foss.
Að þessu sinni var farið aftur yfir Laxá á ís og stefnan tekin á Fremri-Háls, vestan í dalnum. Vinarlegur bóndinn þar leiðbeindi FERLIRsfélögum inn á gamla Kjósarskarðveginn (akveginn) suður með hlíðinni. Fyrst vildi hann þó sína aFjárhúsðkomumönnunum gamlar tóftir norðaustan við bæinn. Hafði hann á orði að óljóst væri hvaða tilgangi þær hefðu þjónað. Við skoðun á tóftunum komu í ljós heilleg hlaðin fjárhús, líklega frá lok 19. eða byrjun 20. aldar. Tvö rými er í tóftinni, sem er allheilleg á stað er auðvelt væri að varðveita. Aftara rýmið er hlaða eða heystæði, en í fremra rýminu er hlaðinn garður eftir miðju húsinu. Dyr eru við suðvesturhornið. Hleðslurnar standa, eru heillegar og grónar að utanverðu. Hæð á þeim er um 160 cm. Ummál húsanna var ekki mælt að þessu sinni.
Gamla akveginum var fylgt upp í Seldal. Þar eru tún, sem foreldrar núverandi húsfrúar sléttuðu. Vestan við þær, fast við gamla veginn eru tóftir. Þær eru tvískiptar, en auk þess eru ógreinilegar tóftir vestan þeirra. Vegurinn hefur verið lagður í gegnum tóftarsvæðið. Dyr snúa mót austri. Þegar komið er inn eru rými á báðar hendur, mun stærra þó á vinstri hönd.
Hér gæti verið um tóftir kots að ræða, jafnvel kots, sem vaxið hefur upp úr seli sbr. örnefnið Seldalur, sem er þarna beint fyrir ofan, milli Stóra-Sauðafells og Skálafells.
Tóft í SeldalÍ suðausturhlíðum Skálafells er Seldalur. Reynsla FERLIRs er að þar sem sels- eða seljanafngiftin kemur við sögu – þar hefur verið sel. Ætlunin er a.m.k. að skoða svæðið m.t.t. þess. Tímaáætlun FERLIRs er að ljúka meginseljaleit í landnámi Ingólfs fyrir haustdaga 2007. Þegar liggja fyrir upplýsingar og staðfestingar á 186 seljum og selstöðum á svæðinu, en þegar upp verður staðið má áætla að þær verði nálægt 250 talsins. Og eru þá ótaldar aðrar fjölummargar og -þættar menningarminjar á svæðinu, allt frá upphafi norræns landnáms hér á landi, sem og fyrrumleitum (keltneskum) er síðar verður vikið að – ef tími vinnst til.
Ingibjörg Jónsdóttir á Fremra-Hálsi sagði fjórbýli hafa verið fyrrum á Hálsi; Háls, Margrétarkot, Huldstaðir og Sauðafellskot. Sennilega væru tóftirnar af síðastnefnda bænum fremst í Seldalnum. Foreldrar hennar hefðu ræktað tún við tóftirnar og þá hefðu komið fram minjar þar. Ætla mætti að  Sauðafellskot hafi vaxið upp úr seli þar sem ekki er getið um selstöðu í örnefnalýsingu fyrir bæinn. En í örnefnalýsingu fyrir Stardal er getið um tóftir sels efst í Seldal, „austan marka“. Líklega er þar um að ræða sel frá Fremra-Hálsi. Ætlunin er að skoða minjar í Seldal fljótlega.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Séra Gunnar Kristjánsson sóknarprest á Reynivöllum, sérprent með Árbók Ferðafélags Íslands árið 1985.
-Óbyggðanefnd – Kjalarnes og Kjós.
-Örn H. Bjarnason – Gamlar götur.
-Ingibjörg Jónsdóttir – Fremra-Hálsi.
-Jón Steinar Vilhjálmsson-Fremra-Hálsi.

Þórufoss

Þórufoss.